Vill frekar fjárfesta í Kanada!

Á laugardag bárust þær fréttir að uppbygging kísilmálmvinnslu í Helguvík væru í uppnámi. Samkvæmt frétt RÚV hefur samningur um sölu á raforku runnið út, og verður ekki endurnýjaður. Samkvæmt frétt MBL.is þá hefur fyrirtækið sem á í hlut, þ.e. erlendi aðilinn - ákveðið að verja sínu fé í kaup á gjaldþrota fyrirtæki í Kanada, sem hefur verið í sambærilegri starfsemi.

Útkoma - Ísland missir af erlendri fjárfestingu!

Mér sýnist flest benda til að ekkert verði af þessari uppbyggingu!

Vill frekar fjárfesta í Kanada

Óvissa um kísilverksmiðju í Helguvík

Stjórnarformaður Össurar hraunar yfir íslenskt viðskiptaumhverfi

"Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf...segir að fyrirtækja- og lagaumhverfi landsins hafi þróast til hins verra á Íslandi á síðustu árum. Ör, fljótfær og ómarkviss lagasetning grafi undan þeim stöðugleika sem nauðsynlegur er í alþjóðlegum viðskiptum...Össur starfi með undanþágu frá gjaldeyrishöftunum...Hinsvegar skapi þessi gjaldeyrishöft ýmisleg vandamál fyrir félagið, vandmál sem samkeppnisaðilar Össurar þurfa ekki að glíma við."

Eins og kemur fram í MBL fréttinni að ofan, er erlendi aðilinn sem hefur verið að íhuga að reisa hér verksmiðju, með flr. járn í eldinum.

Það sem þetta sýnir, er að Ísland er í reynd í samkeppni við önnur lönd í heiminum um fjárfestingar.

Það sem kemur fram í mái Neils Jakobsen, er að aðstæður hafi versnað hérlendis á allra sl. árum, þ.e. dregið úr samkeppnishæfni Íslands.

Íslendingar verða að átta sig á því, að Ísland þó það sé æðisleg náttúruparadís, þá er landið ekki æðislegur staður til að vera á, ef þú ert aðili sem er að íhuga að setja upp starfsemi, og er að bera saman aðstæður hér og víða annars staðar.

  1. Við erum tiltölulega fjarlægt land - þ.e. flutningskostnaður er hár tiltölulega, og sá virkar í báðar áttir, þ.e. inn til landsins, og frá landinu. Bitnar þannig í reynd tvöfalt á starfsemi hérlendis.
  2.  Að auki erum við fámenn, þannig að innri markaður er sára lítill. Eftirspurn hérlendis er það lítil í alþjóðlegu samhengi, að hún er ekki líkleg til að vera grundvöllur framleiðslu með eitthvert verulega umtalsvert umfang.
  3. Annað sem fámennið veldur, er einhæfni atvinnulífs. En það tengist því að eftirspurn hérlendis er almennt séð er það lítil að hún er ekki grundvöllur framleiðslu, sem þíðir að aðföng flest hver þarf að flytja inn. Sem magnar upp óhagræðið af flutningskostnaði.
  4. Að auki, veldur fámennið því að vinnumarkaður er einnig tiltölulega einhæfur, en hér er ekki eins mikið framboð á hæfum einstaklingum og í milljónaþjóðfélögum, auk þess að hingað vantar marga þekkingu sem grundvöllur er fyrir í stórum samfélögum. Meiri líkur því að þurfi að flytja inn hluta starfsmanna.

Með hvaða hætti er unnt að bæta sér upp þessa ókosti?

Bara með því einu, að eitthvað annað sé ódýrara á móti:

  1. Það geta verið laun, þ.e. keppa sem láglaunaland - sem ekki er beint þ.s. við dreymum um, auk þess að fámennið vinnur á móti sókn með þeirri aðferð.
  2. Keppa með því að hafa últralága skatta á fyrirtæki. Þetta er fræðilega fær leið.
  3. Að keppa með því, að bjóða eitthvað annað sem verðmætt er - ódýrt. Við seljum ódýrt rafmagn, og löðum þannig til okkar orkudrekann iðnað.

Ég veit að margir tala ílla um lága orkuverðið - segja að við fáum ekkert fyrir orkuna!

En ég er ekki viss, að allir þeir sem tala á þeim nótum, átti sig almennilega á því, hve léleg samkeppnisstaða Ísland er almennt séð, þegar kemur að því að laða að fjárfestingar.

  • Ítreka - eitthvað annað þarf að vera ódýrara á móti, til að vega upp óhagræðið af þeim göllum sem ég nefni að ofan, svo aðilar komi hingað þrátt fyrir þá ágalla!

 

Við erum að auki búin að fjölga ágöllum!

  • Gjaldeyrishöftin eru langstærsti viðbótargallinn - því aðilar fást ekki til að fjárfesta hér, ef þeir eru ekki vissir um að hafa fullt frelsi um það, að fá þann hagnað sem þeim ber greiddan.
  1. Síðan átti sér stað merkilegur atburður í sl. viku: Þingskjal 966, 140. löggjafarþing 608. mál: gjaldeyrismál (hertar reglur um fjármagnsflutninga).
    Lög nr. 17 13. mars 2012. Allt í einu var mikilvægum reglum breytt.
  2. Þetta er reyndar töluvert alvarlegur atburður - en lagabreytingin segir eftirfarandi "Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c." Sem sagt, að greiðslur af skuldabréfum sem voru búnar að vera frá upphafi hafta undanþegnar höftum, þannig að greiðslur bárust óhindrað af úr landinu t.d. ef ísl. aðili skuldaði erlendum aðila - en núna er það ekki lengur sjálfkrafa svo, að ef ísl. aðili skuldar erlendum aðila, að þá fái hann gjaldeyri fyrir því að greiða af sínu láni.
  3. Þetta er miklu mun róttækari breyting, en mér sýnist margir hafa áttað sig á.
  • Hinn megingallinn sem er nýlega kominn til, sem Niels Jacobsen vísar til - er einmitt óstöðugleiki í laga- og regluumhverfi. Sem birtist einmitt í breytingunni að ofan, að eins og hendir er veifað - án þess að málið virðist hafa verið rætt að nokkurri dýpt eða gaumgæft af djúpri íhugun; er framkvæmd stór grundvallar breyting á reglu-umhverfi, sem augljóslega hefur mikið áhrif á aðila sem hugsanlega gætu verið að íhuga að eiga í viðskiptum við aðilar starfandi hérlendis.

Aðilar verða að geta treyst því að það ríki tilteknar reglur - með endurteknum snöggum að því er virðist oft handahófskenndum breytingum, er grafið undan því trausti sem við þurfum að byggja upp.

Þetta gefur einmitt bananalýðveldismynd af Íslandi!

Styrkir þá mynd, að Ísland sé ekki staður þ.s. óhætt sé að eiga viðskipti.

 

Við þurfum að hætta þessum leikaraskap!

Hér þurfa að ríkja tilteknar grunnreglur - sem sátt er um, og sem aðilar geta treyst því að verði ekki breytt í grundvallaratriðum með nær engum fyrirvara.

Þá þurfa einnig stjórnvöld að skilja, að það má ekki raska viðskiptaumhverfi með skyndilegum að því er virðist lítt ígrunduðum handahófskenndum breytingum, oft á grundvallarþáttum.

Við þurfum að auki að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst - en ég hafna sem leið að taka upp evru, en til þess get ég nefnt margar ástæður, en nú kýs ég að nefna eina tiltekna sérstaklega:

  1. Til þess að komast inn í evru þarf að uppfylla skilyrði svokallaðs ERM II kerfis, þ.e. innan þess er gjaldmiðill varinn af Seðlabanka Evrópu innan +/- 15% vikmarka.
  2. En til þess að taka upp evru, þarf að halda gjaldmiðlinum algerlega föstum við evruna í heilt ár, þ.e. engin gengissveifla heimil það tímabil.
  3. Þetta er mjög krefjandi verkefni, en það krefst þess að safnað sé stórum gjaldeyrissjóði því að Seðlabanki Evrópu ver ekki þrengri vikmörk, heldur þá virkar þetta vanalega þannig,að þjóð safnar sér forða og ákveður sjálf að halda honum innan þrengri vikmarka, þrengja þau smám saman - þetta er ferli sem getur tekið töluverðann tíma, misjafnt eftir aðstæðum.
  4. Málið er, að spákaupmenn geta mjög vel veðjað gegn gjaldmiðli þegar verið er að leitast við að verja þrengri vikmörk, þ.e. kaupa spá um fall hans umfram þau þrengri vikmörk sem Seðlabanki Evrópu ver ekki, enda eru þá fjárfestar ekki að keppa þá við Seðlabanka Evrópu heldur fjárhagslegann styrk þess ríkis, sem er að leitast við að aðlaga sig að evrunni.
  5. Punkturinn er sá, að ég tel afskaplega ólíklegt vegna þess hve smá við erum, að við getum safnað svo stórum forða að óhugsandi sé að við getum tapað fyrir slíkum bröskurum. Sérstaklega sýnist mér freistingin vera augljós fyrir braskara, ef við værum að leitast við að halda öllu föstu þ.e. engar hreyfingar heimilar, þá væri atlögu þeirra að krónunni ætlað að ná af okkur því fé sem við hefðum safnað, til að verja þá tengingu.
  6. Það verð ég að segja, að ég sé augljósar líkur á þeirri útkomu, að við myndum vera rúin inn að skinni, og svo félli tilraunin þ.e. krónan myndi falla að vikmörkum þeim er Seðlabanki Evrópu ver, við hefðum glatað forðanum sem við vorum að nota, og yrðum stödd á upphafsreit - aftur að safna forða sem myndi aftur taka töluverðann fj. ára, aftur leitast við að vinna okkur smám saman niður á þrengri vikmörk - - svo gæti sagan endurtekið sig. Nema við værum heppin! 
  • Punkturinn er - að innganga í evru er of erfið í framkvæmd fyrir litla Ísland - of miklar líkur á því að tilraun myndi renna út í sandinn!
  • Þetta gæti reynst vera mjög löng frústrerandi þrautaganga!
  • Ég sé í reynd evru-upptöku ekki sem raunhæfann kost fyrir Ísland!

Kostirnir eru þá annaðhvort:

  1. Afnema höftin innan krónu!
  2. Afnema höftin með upptöku annars gjaldmiðils en evru! Evra er þá ekki raunhæfur valkostur.

Það hefur verið nefndur sem hugsanlegur möguleiki upptaka Kanada dollar!

En til þess að við getum tekið upp annan gjaldmiðil, þurfum við tel ég að fá baktryggingu seðlabanka þess sem ræður yfir þeim gjaldmiðli:

  1. Hann þarf að veita bankakerfinu neyðarlán!
  2. Hann þarf að veita ríkisstjórn Íslands neyðarlán!

Þetta yrði eingöngu notað í mjög slæmum neyðartilfellum!

Við myndum á móti, viðhafa jafnvægissjóðakerfi - til að draga stórfellt úr tíðni þess að þurfa hugsanlega á slíkri neyðaraðstoð að halda.

  1. Ég legg til að allar gjaldeyrisskapandi greinar séu skattlagðar.
  2. Það fé sé lagt í gjaldeyrisvarasjóð.
  3. Sá verði að jafvægissjóði - sem geti borgað fyrir 2-3 ár að lágmarki, af viðskiptahalla.
  4. Það væri aðferð til að kaupa okkur tíma, svo unnt sé að beita aðlögunar aðgerðum - þ.e. launalækkunum, en þær taka alltaf tíma ef þær heppnast yfirleitt, og 2-3 ár ætti almennt séð að duga, fyrir smáar til meðalstórar efnahagsdýfur.

Með því að hafa slíkt sjóðafyrirkomulag - við myndum setja það upp, til þess að lágmarka þau skipti sem við þyrftum aðstoð.

Þá kannski væri það mögulegt að fá Kanadamenn til að samþykkja að veita þá tegund að aðstoð sem ég tel við þurfum á að halda, þegar sjaldgæfari stóráföll eiga sér stað.

En ég efa að það geti nokkru sinni verið unnt að byggja svo stórann sjóð, að sá ráði við allt þ.s. getur gerst!

En ef Kanadamenn vilja ekki veita nægilega góð varnaglaákvæði.

En ég tel það ekki ganga að taka upp annan gjaldmiðil einhliða!

Þ.s. evra er ekki raunhæfur valkostur að mínu mati.

Að binda krónu inn í myntráð myndi ekki ganga heldur, væri mjög sambærileg aðgerð við einhliða upptöku annars gjaldmiðil - en þar er enn sami gallinn þ.e. skortur á baklandi.

Þá er bara einn kostur eftir - að losa höftin á krónunni!

Byggja hana upp á ný!

Ég er alls ekki á því að það sé ómögulegt - en bendi á að sambærilegt jafnvægissjóðakerfi, myndi einnig gagnast vel innan krónu - þ.e. fækka þeim skiptum sem hún myndi falla, þannig lækka meðalverðbólgu og því a.m.k. að einhverju leiti bankavexti.

Sjóðasöfnun myndi auka traust einnig á henni!

En ég er til í að ræða við kanadísk stjv. og íhuga hinn möguleikann samhliða!

 

Niðurstaða

Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því, að það eru ekki þarna úti hafsjór af fjárfestum sem eru áhugasamir um það að fjárfesta hér.

Ísland er þvert á móti ekkert sérstaklega spennandi, þegar kemur að flestum tegundum starfsemi.

Eins og ég bendi á að ofan, hefur Ísland töluverðann fjölda af neikvæðum eiginleikum - sem fagfjárfestar eru vel færir um að koma auga á.

Við erum eftir allt saman að leitast við það að fá þá hingað, en ekki t.d. til Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskaland eða Kanada. 

Við erum að keppa við þjóðir, sem hafa allt sitt á hreinu - með stöðugt lagaumhverfi, mun meiri hagkerfisstöðugleika, með lægri flutningskostnað, mun fjölbreyttara atvinnulíf og einnig mun samkeppnishæfari vinnumarkað.

Við höfum því ekki efni á því, að fjölga ókostum í samanburði við önnur lönd.

Ef við höfum áhuga á fjárfestingum - svona yfirleitt, þá þurfum við að taka okkur á, og skipulega afnema eða draga úr sem mest við megum, þeim ókostum sem til staðar eru sem er á okkar færi að minnka eða láta hverfa.

Við getum ekki stækkað landið - fjölgað þjóðinni stórfellt eða fært það nær mörkuðum.

En við getum bætt lagaumhverfi - gert það stöðugara.

Við getum tryggt það að skattareglur séu nægilega hagstæðar, þ.e. haft tekjuskatta fyrirtækja lægri til að kostnaðarjafna a.m.k. að einhverju leiti.

Restin er síðan spurning um laun - en okkar vinnuafl fær ekki störf ef það prísar sig út af markaðinum.

Og hvað annað við getum hugsanlega haft ódýrara - - og þá er það orkuverðið, umdeilda!

En það er ekki af ástæðulausu að orkuauðlindir einna helst laða að, því við getum boðið mun lægra orkuverð! Það laðar að starfsemi þ.s. orkuverðið er mjög mikilvægur kostnaðarþáttur, þannig að flutningskostnaður og aðrir ókostir við það að vera hér - verða þá minni að mikilvægi.

Ísland hefur einfallega mjög erfiða samkeppnisstöðu - hvað nánast allt annað varðar, fyrir utan ferðamennsku og fisk!

-------------------------

Sumir vilja meina að gjaldmiðillinn sé í lykilhlutverki um það að hindra fjárfestingar - en ég er ósammála því! Enda Ísland það smátt, að fjárfesting mun flestum líkindum stefna að útflutningi þannig að þá eru tekjur í erlendum gjaldmiðlum, sem þíðir að óhætt er að lán séu það einnig. 

Það sé ekki þarna úti hafsjór af fjárfestum sem eru hindraðir til að koma hingar af okkar gjaldmiðli.

Höftin séu þó hindrun - en aðilar verða að hafa trú á því að þeir fái arð greiddan á réttum tíma, að ekki sé hætta á því að slíkt verði hindrað með skyndilegri reglubreytingu.

Ég tel það vel gerlegt að afnema höftin, þó króna verði hér áfram - lykilmálið er þá að undirbúa afnám þeirra með réttum hætti - það myndi hjálpa mikið að ganga fyrst frá því að eitthvert stórt fjárfestingarverkefni fari af stað. Því slíkt verkefni, eykur tiltrú með því að auka framtíðartekjur landsins - minnkar því líkur á útstreymi fjármagns.

Tímasetning er krítískt atriði!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 488
  • Frá upphafi: 847143

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband