Sekt/sakleysi Jóns Baldvins Hannibalssonar!

Það er nú búið að krauma í nokkurn tíma í deilu um meintar misgerðir Jóns Baldvins Hannibalssonar gagnvart Guðrúnu Harðardóttur, dóttur systur eiginkonu hans. En eins og alþjóð veit blossaði málið upp í kjölfar krassandi umfjöllunar Nýs Lífs um málið.

JBH eins og fram hefur komið, finnst að sér vegið freklega - ekki fjallað um málið af sanngirni, málið íkt og fært úr stað, hann hafi ekki fengið að njóta andmælaréttar, skýringar hans hafi ekki fengið að komast að, o.s.frv.

Í vikunni tjáði eiginkona hans, Bryndís Schram sig einnig - áhugavert, tilfinningaríkt bréf: Bréf Bryndísar Schram til Guðrúnar: „Hvenær varð Jón Baldvin svona ógeðslegur í þínum augum?“

JBH kom einnig fram í kastljósi: Jón Baldvin: Fjölskylduböl af þessu tagi ekki leyst fyrir dómstólum

Þar virðist hann einnig hafa tjáð sig sem tilfinningamaður!

Þóra Tómasdóttir hefur einnig tjáð sig: Þóra Tómasdóttir: Byggði grein sína á því að ríkissaksóknari taldi að um hugsanlegt brot væri að ræða

 

Um sekt eða sakleysi!

  • Einn punktur - það getur út af fyrir sig verið tilgangur í sjálfu sér, að koma máli á framfæri ef einstaklingur sem með sanni eða ekki upplifir sig sem fórnarlamb, telur hlut sinn ekki hafa verið réttann að nægilegu marki.
  • Þá gegnir mannorðsmissir þess sem viðkomandi telur hafa gert á hlut sinn, hlutverki refsingar.
  • Hvað sem segja má um samskipti Guðrúnar og JBH í gegnum árin, þá hefur að því er virðist Guðrún endurmetið þau á einhverjum tímapunkti, og upplifir þau með öðrum hætti í dag.
  • Það má vera, að það hafi gerst eftir að hún komst til vits og ára, og lærði betur á lífið, þ.e. hvað væru réttmæt samskipti og hvað ekki.
  • Það má nefna að JBH ritaði henni fj. bréfa á opinbert bréfsefni sendiherra í Washington, sem þykir ekki viðeigandi.
  • Eitt bréf var kært, sem JBH viðurkennir að hafi verið dæmi um dómgreindarskort af hans hálfu - hvort það var eina bréfið sem athugavert var við, skal ósagt látið - það getur hvort tveggja verið, að þar hafi um einstaka yfirsjón verið að ræða eða að á þeim tímapunkti hafi mælirinn verið fullur í augum Guðrúnar, þannig að bréfið það tiltekna hafi ekki endilega verið verra en e-h önnur fyrri bréf.
  • Síðan er rétt að nefna, að það tekur oft fólk tíma, jafnvel mörg ár, að safna kjarki - þ.e. fólk sem upplifir að það hafi verið órétti beitt. Þannig séð, að komið sé fram með málið fj. ára síðar, er ekki endilega í sjálfu sér grunsamlegt.
  • Að auki, getur verið að tal sumra um JBH sem hugsanlegan forsetaframbjóðanda hafi ítt við málinu, en ekki í pólitískum tilgangi, heldur hafi það hvatt Guðrúnu til að koma fram, með refsivöndinn að vopni í formi greinarinnar í Nýju Lífi - tryggja að sá möguleiki á JBH sem hugsanlegum forseta - verði alveg örugglega pottþétt úr úr myndinni.
  • Málið sé því alls ekki flokkspólitískt - að stöðva JBH, lítillækka hann fyrir alþjóð, hafi haft tilgang í sjálfu sér - eins og ég sagði - sem refsing hjá Guðrúnu.
  • Þetta mál allt er að sjálfsögðu harmleikur!


Má alls ekki bæta gráu ofan á svart með því að gera póliík úr því!

Ég hef tekið eftir því að fj. fólks, sem telur sig stuðningsmenn JBH hafa snúist harkalega til varnar fyrir sinn mann - sem er áhugavert.

Einkum vegna tónsins í þeim ummælum sem maður sér - þ.e. leitast við að gera birtingu greinarinnar í Nýju Lífi tortryggilega.

Ummæli sem bera vott um algera sannfæringu um sakleysi JBH, umfram þ.s. hann hefur sjálfur viðurkennt, verið sé að stunda mannorðsmorð í gróðaskini er oft sagt.

Einnig hef ég séð harkalega gagnrýni á Guðrúnu Harðardóttur - málið er að þessi viðbrögð þ.s. fj. fólks snýst til hatrammrar varnar, vekur upp mynningar.

En þ.e. um mál Ólafs Skúlasonar biskups á sínum tíma, sem varðist ásökunum sem sannarlega voru mun alvarlegri en þær sem JBH stendur frammi fyrir, gaf í skyn að um lygar og óhróður væri að ræða.

Fj. fólks þá lagði ekki trúnað á ásakanirnar, fannst vegið að embætti biskups - og konurnar sem ásökuðu fengu það margt óþvegið, lyðu sálarkvalir fyrir.

Þó svo að málin séu ekki nema að litlum hluta sambærileg, þá er það sambærilegt að í báðum tilvikum er fj. fólks tilbúinn til að verja sinn mann að því er virðist án þess að íhuga þann möguleika að ásakanir geti verið sannar. 

Að sú sem ásakar er sjálf ásökuð um lygar af þeim sem telur sig þá í reynd fórnarlamb í málinu, og nýtur fulltingis vina sinna, sem kóa með honum að því er virðis umhugsunarlítið.

Annað er sambærilegt, er að JBH er ákveðinn íkon - þ.e. hjá tilteknum þjóðfélagshópum sem líta mjög upp til hans, og þeir bregðast dálítið við með heilagri reiði sem mér finnst töluvert minna á heilaga reiði stuðningsmanna biskups á sínum tíma.

Það er sem sagt farið fram með nokkru offorsi - er þ.s. ég er að benda á!

Offorsi sem ekki er unnt að slá föst að sé réttnæmt - þ.s. eftir allt saman þó saklaus formlega sé hver sá sem ásakaður er þar til sekt er sönnuð, þá á ekki að ákveða um sekt eða sakleysi fyrirfram!

Þ.e. þ.s. stuðningsmenn JBH gera sem er líkt hegðun stuðningsmanna Ólafs Skúlasonar biskups.

Þó mál JBH sé langt í frá í sambærilegum flokki - þá er rétt að nálgast mál af því tagi, með mun meiri nærgætni en er nú auðsýnd.

Þarna er um að ræða sál sem upplifir sem sem meidda - skaðaða.

Þ.e. ekki réttmætt að taka formlega afstöðu - hvorki með né móti JBH.

 

Niðurstaða

Jón Baldvin Hannibalsson, var lengi einn okkar áhrifamestu stjórnmálamanna. Sem slíkur hefur hann enn þann dag í dag fjölda vina og fylgismanna, sem líta upp til hans - bera virðingu fyrir honum.

Ég segi við þetta fólk - berið virðingu fyrir návist viðkvæmrar sálar.

Ekki fjalla um málið með offorsi, þ.s. tekin er hörð afstaða með Jóni, fjallað í hörðum ásökunartón um þá sem ásaka Jón.

Þ.e. hvorki réttmætt að vera fullviss um sekt hans né á móti að vera fullviss um sakleysi.

Þetta er atriði sem almenningur getur ekki vitað.

Þetta er sannarlega fjölskylduharmleikur - en í þessu máli er betra að leitast við að stuðla að sáttum.

Guðrún hefur nú refsað Jóni, sem ætti að svala að einhverju marki hennar reiði - hver veit, það ætti ekki að fyrirfram útiloka möguleikann á sáttum, en ef JBH hefur skynsemi til að bera þá ætti hann nú að leita eftir þeim.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eftir að hafa lesið greinar þeirra hjóna efast ég stórlega um dómgreind þeirra. Hún virðist í rauðvínsþoku.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2012 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Einar Björn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2012 kl. 01:55

3 Smámynd: Skarfurinn

Þú Framsóknarkarlinn  ert við sama  heygarðshornið og reynir að koma höggi á gamlan krata.

En þú ættir að kynna þér málið ið áður en þú ferða að ræðst að fólki með vafasömum getgátum.

Guðrún þessi er dóttir systur Bryndísar Schram sem nú er látin og því alls óskyld Jóni Baldvin, ekki systurdóttir hans einsóg þú fullyrðir, ekki vera alltaf svona fljótfær Einar póstmaður.  

Skarfurinn, 17.3.2012 kl. 13:24

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála, tími sátta er hér og nú fyrir þau öll.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.3.2012 kl. 16:53

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skarfur - Ok, dóttir systur eiginkonu hans. En ég sé ekki að í þessu tilviki sé skyldleikinn "per se" atriði. Heldur hve ung hún er þegar meint tilvik eiga sér stað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.3.2012 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 847147

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband