Höfum Alþingi í tveim þingdeildum! Getum haft persónukjör og landslista samtímis!

Eina leiðin til að mæta kröfum um persónukjör og landslista samtímis. Til að mæta togstreitu milli landsbyggðar og svokallaðs þettbýlis á SA-horni landsins, sé að setja upp Alþingi í tveim þingdeildum.

Almenn ábending: Til þess að lýðræðið virki, má ekki skilja neinn aðila útundan, sem getur ógnað sjálfu lýðræðisfyrirkomulaginu, þ.e. grafið undan því.

Þess vegna, má ekki skilja útundan nokkra þjóðfélagshópa sem eru fjölmennir - en það sama á við þá sem eru áhrifamiklir en ekki endilega fjölmennir.

Lýðræði snýst um þátttöku: þá er ég ekki endilega að tala um hve margir mæta til að kjósa, þó það sé mikilvægt atriði, heldur ekki síður að allir hópar sem hafa ofangreinda vikt, séu með í ferlinu.

Við erum öll þjóðin/almenningur: Það er launþegar, bændur, sjómenn og aðrir þeir sem framleiða, eigendur fyrirtækja og eigendur fjármagns. 

Alla mikilvæga hagsmuni þarf að virða, þeir þurfa að sjá hag sínum borgið af þátttöku, svo þeir í staðinn sjái ekki hag sinn af því að grafa undan lýðræðiskerfinu: Í dag sjá margir orðið "hagmuni" sem ljótt orð. En við höfum öll hagsmuni. Það er stöðug barátta fyrir hagsmunum í gangi, sem er ekkert annað en togstreita um skiptingu þjóðarkökunnar. Þ.e. launþegar; þeirra hagsmunir er að auka eigin lífskjör. Hagmunir eigenda fyrirtækja, er að tryggja að þau geti rekið sig og haft hagnað. Hagsmunir eigenda fjármagns, er að fjármagn skili arði og að sá arður sé bærilega tryggður. 

  • Alla þessa hagsmuni verður að líta á sem lögmæta.
  • Það er, að þeir sem tilheyra ofangreindum hagsmunum, hafi rétt til að beita sér til verndar þeim hagsmunum, það á þá jafnt við um fulltrúa:
  1. Launþega.
  2. Bænda.
  3. Sjómanna.
  4. Útvegsmanna.
  5. Annarra hópa sem framleiða.
  6. Eigendum fyrirtækja.
  7. Eigendum fjármagns.

Í dag er i gangi mjög klassísk hagsmunatogstreita milli hópa, þ.e. eigenda fjármagns sem sluppu tiltölulega tjónlitlir út úr síðustu stóru hagsveiflu, og fulltrúa launþega - þeirra hagsmunir urðu fyrir meiri skaða.

Tek fram, að tiltölulega tjónlítill er þó umtalsvert tjón.

Fulltrúum peninga, líst vel á hugmyndir um uptöku nýs gjaldmiðils því þeir þá telja að peningum sínum væri borgið. Og þeir eru að leitast við að sannfæra aðra þjóðfélagshópa, um það að fyrirkomulag sem henti hagsmunum síns hóps, sé einnig í samræmi við hagsmuni hinna hópanna.

Meðan að fulltrúar launþega, setja fram kröfu um að þeirra kjör verði leiðrétt - þ.e. fulltrúar peninga taki á sig viðbótar tjón, kjörum launþega verði lyft upp að nokkru leiti.

Síðan að auki er enn í gangi togstreita milli sjómanna og útgerðarmanna, um það hver skiptingin þeirra á milli er, um þær tekjur sem er að hafa af veiðum. Kvótamálið.

---------------------------

Grunndeilurnar í okkar samfélagi eru alltaf um skiptingu kökunnar!

Þær hríslast um samfélagið og flokkakerfið!

Vegna þess að tryggja þarf að allir meginhagsmunir séu að taka þátt í lýðræðiskerfinu, þá er það einmitt eðlilegt að flokkakerfið myndbyrtir einmitt þá hagsmunahópaskiptingu sem er til staðar í þjóðfélaginu.

Þ.e. til staðar séu flokkar sem standi fyrir hina mismunandi hagsmunahópa, þ.e. launþega, bændur, sjómenn, útvegsmenn, eigendur fyrirtækja og eigendur fjármagns.

  1. Allir þessi hagsmunir þurfa að njóta virðingar - að þeir séu réttmætir.
  2. Þ.e. hafi rétt til að hafa aðgang að lýðræðiskerfinu - rétt til áhrifa!
  3. Það hættulega væri - að leitast við að útiloka einhvern þessara meginhagsmuna frá þátttöku.
  4. Því þá sýnir saga annarra þjóða, fer á hagsmunahópur að berjast gegn kerfinu - grafa undan því!

 

Efri deild/Öldungadeild:

Ísland verði allt eitt kjördæmi, þegar kosið er til þessarar deildar hvort sem hún fái nafnið "Öldungadeild" eða "Efri deild." Reglan verði persónukjör, þ.e. sama regla gildi og í kosningum til forseta, að einstaklingar koma ekki fram sem fulltrúar flokka a.m.k. ekki með nokkrum beinum hætti.

Reikna má þó með að flokkar - hagsmunasamtök hvort sem er launþega, bænda, útgerðar, aldraðra, fyrirtækja; muni styðja einhverja þá sem þeir í reynd velja inn sem sína fulltrúa.

Með fordæmi Bandaríkjanna í bakgrunni, verði þessi deild einnig með annað kjörtímabil en hin þingdeildin þ.e. 5 eða 6 ár. Þannig að til hennar verði ekki kosið á sama tíma.

Eins og í Bandaríkjunum, þarf samþykki beggja þingdeilda svo lög öðlist brautargengi, svo eins og í Bandaríkjunum, mun þurfa samstarfsnefndir þingdeilda.

Ef við fylgjum einnig fordæmi Bandaríkjanna um það, að þessi deild hafi það hlutverk að viðhafa meira víðsýni en hin deildin, ekki síst langtímasýn. Þá sé ekki það takmarkað hve mörg kjörtímabil þingmaður getur setið.

Þá sé reynsla metin.

Svipuð regla gildi og í forsetakosningum, að frambjóðandi megi verja 30 milljón kr. í kosningabaráttur.

 

Neðri deild/Fulltrúadeild:

Til þessarar deildar, verði kosið í listakosningum sem við þekkjum, þ.s. flokkar bjóða fram mismunandi lista. Að auki, verði landinu skipt í kjördæmi - með fyrirkomulagi sem ætlað sé að tryggja hagsmuni landsbyggðar. Þ.e. að atkvæðavægi sé ekki jafnt - eins og verið hefur.

Það sé allt í lagi, því kosning til hinnar deildarinnar sé í jöfnu atkvæðavægi.

Síðan þurfa deildir að vera sammála, svo þá fær landsbyggð vs. höfuðborg tækifæri til þess að ná samkomulagi, innan samstarfsnefnda þingdeildanna.

Svipaðar reglur um fjármögnun flokka og í dag gilda, gildi áfram.

Fyrirkomulag listakosninga verði hefðbundið - þ.e. ekki boðið upp á að kjósa einstaklinga þvert á lista.

Einstaklingskjör sé í hinni þingdeildinni.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Ef við viljum hafa þær til staðar, þá legg ég til þess að það sé ekki miðað við 10% kjósenda, heldur ívið hærra hlutfall þannig að cirka 40 þúsund manns, þurfi til svo að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

En ef fjöldi er innan við 20 þúsund sem geta knúið fram atkvæðagreiðslu, yrðu atkvæðagreiðslur svo rosalega oft.

Það má einnig ræða, að miða við 30 þúsund eða 35 þúsund.

En fyrir mér væru þjóðaratkvæðagreiðslur öryggisventill - þannig að unnt væri að forða einhverju máli frá því að ná fram, sem þjóðin er mjög ósátt við.

Eins og sást af Icesave deilunni, er 35 þúsund ekki of krefjandi viðmið. 40 þúsund, hefði dugað í fyrra skiptið.

En ef fj. þeirra sem til þarf fer niður fyrir 20 þúsund, þá fara stundarmál að ná í gegn - í staðinn fyrir að það væru eingöngu mál, sem nær þjóðarsamstaða er um að standa gegn, eða hið minnsta mjög víðtæk samstaða kjósenda.

Þjóðaratkvæðagreiðslur sé heppilegra að hafa sem undantekningu, fremur en það að þær séu meira eða minna stöðugt í gangi.

 

Niðurstaða

Ég held að verið geti, að það sé snjöll lausn að skipta Alþingi upp í tvær þingdeildir á ný. Það verði mismunandi kosningafyrirkomulag til þeirra deilda. 

Með þessu sé unnt að jafna deilur landsbyggðar vs. höfuðborgar. Höfurðborg verður þá væntanlega mjög ríkjandi í landskjöri ásamt þéttbýlinu á SA-horninu. Öllu að jafnan, verði flestir landskjörnir í einstaklingskjöri frá SA-horninu. Hagmunir þéttbýlisins verði því mjög ríkjandi í deildinni sem verði landskjörin.

Meðan, að hin deildin sem er með hafðbundnu kjördæmakjörs fyrirkomulagi, verður áfram með landsbyggðina ívið hlutfallslega áhrifameiri þ.e. ójafnt vægi atkvæða.

Deildirnar kíti svo sín á milli, og samstarfsefndir semji um málið. Sameiginleg niðurstaða ráði niðurstöðu.

----------------------

Að auki er unnt að mæta kröfum þeirra sem krefjast þess að það sé landslisti annars vegar og hins vegar einstaklingskjör.

Sú deild sem sé kjörin skv. landslista verði þá einnig kjörin skv. reglunni um einstaklingskjör, skv. reglum sem verða byggðar á reglum þeim sem lúta að kjöri Forseta Íslands.

  • Ekki verði leitast við að útioka nokkra mikilvæga hagsmuni frá þátttöku.
  • Ekki hagsmuni þeirra sem hafa fjármagn, ekki hagsmuni þeirra sem eiga fyrirtæki, ekki hagsmuni útgerðarmanna - né nokkra aðra hagsmuni.
  • Því eins og saga annarra landa sýnir, þá er hættan -ef leitast er við að útiloka mikilvæga hagsmuni eða þá fjölmenna hagsmunahópa- sú, að þá fara þeir hópar að grafa undan ríkjandi fyrirkomulagi. 
  • Verstu útkomur af slíku eru borgarastyrjaldir.

Tak fram þó, að samkomulag milli hagsmunahópa er ekki endilega alltaf gott. Langt í frá. Það geta verið hatrammar deilur þeirra í millum.

En þ.e. þá mikilvægt, að þær deilur fái að koma upp á yfirborðið innan lýðræðiskerfisins, þ.e. deilendur hafi kjörna fulltrúa á þjóðþinginu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

,,Deildirnar kíti svo sín á milli" ....ég óttast að þrasið í fjölmiðlum verði bara enn meira og að mál taki enn lengri tíma að ná í gegn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.3.2012 kl. 19:29

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Urrunlega stjórnskráinn, nánast sú sama og sú Danska gerið ráð fyrir tveim deildum.  Hugmyndi var sú að dreifa ábyrgð og áhættu af skattheimtu. 6 sjálfbær umdæmi bjóða upp á val og raunverlega samaburði þegar kemur að raunvirðisauka sköpum. Réttlæta góðar samgöngur sín í millum.

Grunnur Meir háttar Ríkja er "pie chart" þar sem hlutfallalegs rauntekjuskipting á milli skilgreindra geira, stjórnssýlu [ekki vsk. greirar], og vsk. geira er föst á langtíma forsendum.       

Júlíus Björnsson, 19.3.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Deildaskipting Alþingis (á ný) gæti að mörgu leyti verið til góðs, m.a. að hamla gegn frekjulegu flokksræði og óvönduðum færibandavinnubrögðum í meðferð þingmála.

Ef mjög ólíkar valaðferðir eiga við um þingmannaskipan deildanna, getur það hins vegar leitt til árekstra milli deildanna og þegar verst lætur til stjórnarkreppu eða stjórnleysis.

Persónukjör má ennfremur ekki verða mjög ríkjandi þáttur í kjöri þingmanna. Ágallar þess sáust t.d. í stjórnlagaþingskosningunum, þar sem þekktir fjölmiðlamenn voru með mesta forskotið og fólk, sem hafði ekki sýnt stjórnmálum neinn áhuga, en var frægt fyrir einhverja froðu í fjölmiðlum, fekk miklu fleiri atkvæði en menn með vel mótuð skynsemisviðhorf í þjóðmálum.

Að efri deild yrði uppsláttardeild glanspía og glamúrmanna, yrði afturför jafnvel frá því hörmungarástandi, sem nú er á Alþingi.

Jón Valur Jensson, 19.3.2012 kl. 21:16

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rökin fyrir sameiningu voru að það myndi flýta fyrir afgreiðslu eða kynda undir ennþá meiri bein ríkis afskipti af öllum sköpuðum hlutum.  Alþingi á hinsvegar að stand vörðu um langtíma grunn í öllum meiri háttar ríkjum og það krefst snigilshraða. Frjálsir markaðir byggja svo á stöðugleika og stöndugleika [laga] varðanna, sem tryggja athafnagleði á mörkuðum. EU alþingi miðstýringar er nánast formsatriði t.d.  án prókúru, eða framkvæmda valds. EU velur sérstakar manngerðir í lykil stöður stjórnsýslu.

Júlíus Björnsson, 19.3.2012 kl. 22:45

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hjördís Vilhjálms, 19.3.2012 kl. 19:29

Jón Valur Jensson, 19.3.2012 kl. 21:16 

Já,það má reikna með því að mál taki lengri tíma í þinglegri meðferð.

Rifrildi milli þingdeilda sem væru ólíkt skipaðar, gætu sannarlega skapað fj. fjölmiðlasena.

Á hinn bóginn, væru færibandavinnubrögð ólíklegri.

Minna líklegt að unnt sé að leggja inn mál að morgni, fá það afreitt fyrir kvöldið - eins og unnt er í dag.

Engin leið að vita það fyrirfram - en a.m.k. hugsanlegt, að sú útkoma að Þingið þurfi meiri tíma per mál, leiði til betri skoðunar á þingmálum.

Jón Valur - þess vegna legg ég til að sama regla gildi og í forsetakosningum, að hámark sé 30 milljónir. sem heimilt er að verja til kosningabaráttur.

Þá er það möguleiki að aðilar sem ekki eru þekktir fyrir, geti náð að kynna sig fyrir alþjóð.

Kynningar eru alltaf dýrar - þ.s. þeir sem vilja takmarka sem mest auglýsingar virðast ekki fatta, að þá færðu "celebrity politics" þ.e. pólitíks þeirra sem eru frægir fyrir - vegna þess að þá hafa þeir enn meira forskot á aðra keppinauta en ella.

Ef heimilt er að auglýsa fyrir allt að 30 milljón per frambjóðanda, í landskjöri - þá a.m.k. minnkar þetta hlutfallslega forskot sem fylgir því að vera frægur fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2012 kl. 10:23

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er auðvitað unnt að sleppa "persónukjöri".

Hafa einfaldlega "landskjör" fyrir efri deild.

Kjördæmakjör fyrir neðri deild.

Flokkar bjóði þá upp á landslista til að keppa um efri deildar sæti.

Kjördæmalista eins og hefur lengi tíðkast, til að keppa um kjördæmakjörin sæti neðri deildar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2012 kl. 11:34

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjárlagarammi [þingið samþykkir] EU Miðstýringar er í and meirháttar EU Ríkja. Fyrst er staðfestur sá fjölæri í grunninum það er skuldbingar sem varða m.a. annars hlutfallslegu grunnskiptinguna og eru þá lengri en 61 mánuður. Síðar er staðfestur sá til 5 ára. Afgangur er svo það sem er til ráðstöfunar til umræðu það árið: verkefni neðri deildar.

Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband