Nýju uppkasti að Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkel, var lekið á netið!

Nú heitir þetta: "International Agreement On A Reinforced Economic Union". Bendi fólki sem hefur áhuga á, að virkja hlekkinn og lesa þetta uppkast. Bendi einnig á lagatexta sem viísað er til:

Treaty of the European Union

Protocol 12  -  - Article 121 - - Article 126 - - Article 136

Ég tek eftir í textanum, að nú er leitast við að bæta tengingu við lög ESB - sjá í textanum hinar ímsu tilvísanir í einstakar greinar Sáttmálans um ESB, og hins vegar - lög sambandsins sbr. hlekki.

Það má þó velta fyrir sér, hvort þær tilvísanir sem komið er fram með, dugi til að stofnanir ESB, ekki síst Evrópudómstóllinn, geti beitt sér - en þ.e. einmitt lykilatriði hvort "European Court of Justice has got a juristiction or not". Því getur hann sjálfur einungis svarað.

Það er líka spurning hvort aðrar stofnanir ESB, hafi heimild til að beita sér, t.d. Framkvæmdastjórnin - með þeim hætti sem fram kemur, þ.s. þessi sáttmáli eða samningur, er ekki hluti af lögum sambandsins né sáttmála.

  • En strangt til tekið geta þær einungis beitt sér innan ramma laga og sáttmála ESB. 
  • Þess vegna hef ég viljað meina, að það þurfi nýjar stofnanir - að útfæra þetta dæmi sem alveg nýtt samband, með nýjum stofnunum.
  • Spurning um trúverðugleika eftirfylgni.

Innan textans er vísað til Greinar 272 í Sáttmálanum um ESB. En eins og fram kemur þar, þá er Evrópu Dómstólnum heimilt, að ganga í hlutverk úrskurðaraðila í deilu milli aðildarríkja.

En eins og fram kemur, þarf þá samþykki beggja ríkja er deila fyrir því að dómstóllinn taki það úrskurðar hlutverk að sér, úrskurðir bindandi.

Article 272 : The Court of Justice of the European Union shall have jurisdiction to give judgment pursuant to any arbitration clause contained in a contract concluded by or on behalf of the Union, whether that contract be governed by public or private law.

Spurning hvað gerist, ef aðildarríki hins nýja samkomulags, samþykkir ekki slíka milligöngu dómstólsins? Eða, að aðildarríki neitar því að það sé að brjóta ákvæði samkomulagsins?

Skv. textanum, þá er það hlutverk Framkvæmdastjórnarinnar, að fylgjast með slíkum málum og gefa upp álit sitt - þegar hún telur slíkt brot vera í gangi, vísað í Article 126 laga ESB.

En einstök aðildarríki samkomulagsins eiga þó að hafa heimilt til að kæra það til dómstólsins, ef þau telja annað aðildarríki samkomulagsins vera brjóta ákvæði Greinar 3. samkomulagsins.

En þá sýnist mér augljós hætta á deilu um akkúrat það atriði, hvort brot er til staðar. Sjálfsagt verður Framkvæmdastjórnin viljug, að taka þátt - enda sennilega betra að vera hluti af því heldur en að taka þá afstöðu, að hún geti ekki beitt sér, til að forðast að ný stofnun verði sett á fót.

Þó ef til vill er möguleikinn á kæru ólíklegur með þessum hætti, aðildarríki myndi koma ábendingu til skila til Framkvæmdastjórnar, hún síðan skoðar málið - semja sitt rökstudda álit - o.s.frv.

Áhugaverð grein: The Pitfalls of the Merkozy Fiscal Pact

Article 4:When the ratio of their govemment debt to gross domestic product exceeds the 60 %o reference value mentioned under Article 1 of Protocol No 12, the Contracting Parties undertake to reduce it at an average rate of one twentieth per year as a benchmark.

Tók eftir þessari grein - en þar má finna áhugaverða viðmiðunarreglu. Tökum dæmi af Ítalíu. Þar skuldar ríkið 120%. 1/20 af 60 er 3%. En fjárlög eru örugglega ekki nema í mesta lagi helmingur á móti landsframleiðslu, svo við erum að tala um a.m.k. 6% afgang af fjárlögum ár hvert.

Fór ekki í það að spá um, hvað þyrfti til fyrir Grikkland. 

En taka ber fram að útlit er fyrir samdrátt í ESB á næsta ári, skv. PMI (Purchasing Managers Index) hefur verið samdráttur innan Evrusvæðis samfellt október, nóvember og desember, skv. sérfræðingi Markit.com sbr. það cirka 0,6% efnahagssamdrætti yfir sama tímabil.

Miðað við þá niðurstöðu er kreppan í reynd þegar hafin!

  • Punktur - niðursveifla mun auka halla ríkissjóða vegna tekjusamdráttar sem þeir þá óhjákvæmilega verða fyrir.
  • Svo að, ef Ítalía þarf 6% afgang af fjárlögum cirka bout, þá ber að muna að hallinn er cirka í dag 4% per landsframleiðslu, sem sennilega er um a.m.k. 8% hlutfall af fjárlögum. 
  • Við bætist síðan sá viðbótar niðurskurður - sem kreppan framkallar.
  • Að auki, viðbótar niðurskurður vegna veltuminnkandi áhrif samdráttar aðgerðanna sjálfra, sem hefur tekjuminnkandi áhrif af veltusköttum.

 

Er þetta lausn?

Það er sannarlega virðingarvert markmið sem slíkt, að stefna að hallalausum fjárlögum. En það tryggir ekki að land sé ekki að sigla í vandræði, né það að land lendi ekki í vandræðum, né heldur að land geti ekki snögglega lent í aðstæðum þ.s. gjaldþrot blasir við sem raunveruleg hætta.

  1. Ísland er augljóst dæmi - en hér var afgangur af fjárlögum hvert ár meðan bóluhagkerfið ríkti. Ríkisskuldir voru komnar niður í kringum 20% af þjóðarframleiðslu. Í reynd var stjórnun skuldamála skv. reglum algerlega til fyrirmyndar, sem og fjármálastjórnun.
  2. Spánn - er eiginlega sama dæmið og Ísland, en skuldir Spánar enn eru ekki nema milli 60-70% og skv. því ekki í íkja slæmum málum. Þar eins og hérlendis á sl. áratug - en á Spáni var einnig efnahagsbóla - var skv. reglum stjórnun til fyrirmyndar, ríkið rekið með afgangi hvert ár.
  3. Írland - það er einnig sama dæmið og Ísland, þ.e. bóluhagkerfi stóð yfir á sl. áratug, þar var einnig skv. reglum haldið vel á spöðunum, ríkið rekið með afgangi - skuldir vel innan við lágmark skv. "Protocol 12".
  4. Svo sá ég það nefnt nýverið, að á 10. áratugnum lenti Bretland í hagsveiflu sem hrakti það út úr Evrópska Gjaldmiðla Samstarfinu sem þá var og hét, en þá eins og frægt er veðjaði George Soros gegn pundinu og græddi heilann helling af peningum. En fram að því efnahagshruni, hafði um nokkurt árabil verið afgangur af rekstri ríkisins - en þar hafði skapast efnahagsbóla sem sprakk með hvelli. Og Bretland lenti í efnahagsvandræðum um nokkur ár. Pundið féll verulega í kjölfarið, náði sér síðar.
  • Þessar stóru hagsveiflur koma aftan að mönnum, ef þeir einblína um of - á fá atriði.
  • T.d. ef þú telur það algert meginatriði að reka ríkið sem slíkt, telur á sama tíma að einkahagkerfið eigi einfaldlega að sjá um sig sjálft án nokkurra afskipta eða eftirlits, þá getur stórt áfall sbr. bankabóluna hérlendis, húsnæðisbólurnar á Spáni og Írlandi; komið aftan að stjórnvöldum. Ef þau eru ekkert að spá í það, að uppgangur getur orðið að bólu.
  • Hrunið hér, á Írlandi, á Spáni - þarf að kenna okkur, að einkahagkerfið getur komið stjórnvöldum um koll, ef stjórnvöld eru ekki að fylgjast nægilega með hagsveiflunni - þ.e. hvort hún er sjálfbær eða þá ekki.

En það er auðvitað fleira - Viðskiptajöfnuðu:

Ekki síður stórt atriði en jafnvægi í atvinnulífinu og jafnvægi í ríkisfjármálum; er staða jöfnuðar landsins er gagnvart útlöndum.

Það var útbreidd lenska á sl. áratug, að líta svo á að jöfnuður við útlönd væri ekki mikilvægt atriði innan evrusvæðis, þá í því tilviki við önnur lönd innan svæðisins - en slíkt afstaða er kórvilla eins og ég útskýri: Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar

Eins og ég útskýri, tel ég þetta vera í dag meginorsök stöðugt minnkandi trausts erlendra fjárfesta á sjálbærni skulda aðildarríkja í vanda, og að auki hluta af ástæðu fyrir minnkanid trausti á stöðu Frakklands og Belgíu. En þau lönd ásamt Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi; hafa öll viðskiptahalla sem hefur varað nú samfellt i nærri því áratug.

  • Ég sé ekki enn að nokkur vilji sé til staðar til að vinna bug á þeim vanda.
  • Ég tel að svo lengi sem sá vandi er til staðar - verði evran óhjákvæmilega í stöðugri krýsu.
  • Að löndin í vanda, geti ekki endurreist traust með fjárlaga niðurskurði einsömlum, heldur þurfi að auki - innri kostnaðar aðlögun sbr. launalækkanir sbr. "internal devaluation" sem verði mjög örðugt að framkv.
  • Við það muni skuldastaða þeirra óhjákvæmilega hækka sem hlutfall af landsframleiðslu, því "internal devaluation" minnkar umfang viðkomandi hagkerfis.
  • Að auki, mun þá viðkomandi ríkissjóður skv. reglum, þurfa viðbótar niðurskurð - þ.s. minnkun hagkerfisins vegna þessa auðvitað minnkar tekjur ríkissjóðs, eykur halla.
Svo er það bráða lausafjárvandinn!

En ef það á að framkv. slíka innri kostnaðar aðlögun, þurfa þau ríki að geta fengið neyðarlánsfjármögnun á viðráðanlegu verði, yfir nægilega langt tímabil sem þarf því aðgerðirnar taka tíma, svo að auki þau þurfi ekki að leita til markaða á meðan - sem væri alltof dýrt.

  • Þetta er lykilatriði - en þetta kallar á neyðarfjármögnunarsjóð af nægilegri stærð.
  • Sá er ekki til staðar - það hefur verið algerlega augljóst alveg síðan v. upphaf þessa árs.
  • Allar tilraunir þessa árs til lausnar þeim vanda - hafa brugðist.

Það fjármagn sem er til - dugar ekki einu sinni hálft nk. ár.

Meðan slíkur sjóður er ekki til staðar - þurfa markaðir stöðugt að reikna með möguleika á lausafjárþurrð viðkomandi landa á nk. ári. Þ.e. greiðsluþroti.

Sem þíðir, að þeir samtímis gera einnig ráð fyrir möguleikanum á bankahruni - sem skýrir mikla lækkun hlutabréfa evr. banka á þessu ári.

Á meðan enginn nothæf lausn á þessu tiltekna máli hefur verið fundin - er umræða um ofangreint samkomulag - frekar tilgangslítil.

  • En ég er viss um að í Fjármálaráðneyti Hitlers Þýskalands um áramótin 1944/45 var unnið að fjárlögum nk. árs - eins tilgangslítil og þau þá voru orðin.

Verður þetta samkomulag eins "pointless"?

 

Niðurstaða

Þó svo að "International Agreement On A Reinforced Economic Union" sé áhugavert í algerri einangrun frá því sem er að gerast, þá sé ég ekki það sem reddingu meðan bráðalausafjárvandi ríkja í vanda er óleystur - sem stendur eins og fallöxi yfir evrusvæðinu, getur framkallað "sudden stop" atburð fyrirsjáanlega á nk. ári.

Að auki er hagkerfi ESB í niðurspíral, sem mun magna þann lausafjárvanda sem ríki í vanda glíma við, þ.e. auka fjárþörf þeirra - flýta fyrir því að sjóðir klárist jafnvel enn fyrr en ég nefni að ofan.

Svo er það bankakerfið sem er statt í mjög alvarlegum vanda, sem ég sýni: Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins. En þar getur einnig orðið "sudden stop" atburður, þ.e. hrun einhvers risabankans. Sjá einnig: Seðlabankastjóri Bretlandseyja varar við neikvæðum spíral niður í kerfislæga kreppu!

Vandi ríkjanna í vanda, magnar vanda bankakerfisins - reyndar víxverka þau vandamál hvort á annað. En vandi ríkjanna er meginorsök vanda bankanna, þannig að fyrirsjáanlega versnar staða bankanna einnig á nk. ári þegar hagkerfi ESB heldur áfram niðurspiral.

Óhætt að segja að útlitið sé slæmt - tek undir eftirfarandi: Fitch says comprehensive solution to eurozone crisis is 'beyond reach' - statement in full

"Despite positive commitments by EU leaders at the Summit, notably the decision to accelerate the creation of the European Stability Mechanism (ESM) and to place less emphasis on private sector involvement (PSI), the concerns held by Fitch prior to the Summit remain pressing and have not been materially eased by the Summit outcome..." - "comprehensive solution to the eurozone crisis is technically and politically beyond reach"

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 847314

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 312
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband