Seðlabankastjóri Bretlandseyja varar við neikvæðum spíral niður í kerfislæga kreppu!

Sir Mervyn King bankastjóri "Bank of England" var ómyrkur í máli þegar hann kynnti mjög áhugaverða skýrslu sem starfsmenn bankans hafa tekið saman um ástandið - HÉR!

Mervyn King: "Eurozone woes have created an exceptionally threathening environment as falling government bond prices, eroding confidence and asset fire sales threaten to spiral into a systemic financial crisis." - "The crisis in the Euro zone is one of solvency not luiquidity. And the interconnectedness of major banks means the banking systems and economies around the world are all affected. Only the governments directly involved can find a way out of this crisis."

Hvað segir Mervin King um aðgerð seðlabankanna frá því í fyrradag - sjá:  Mun sameiginleg aðgerð nokkurra stórra seðlabanka bjarga evrunni?

"This cannot be a solution to the underlying crisis, all it can do, is to help temporarily relieve luiquidity problems".

Nákvæmlega og eins og hann sagði, krísan er ekki í grunninn af völdum skorts á fjármagni heldur vegna hættu á gjaldþroti sem vaxandi fer - ég vildi að Ísland hefði eins góðann seðlabankastjóra eins og Mervyn King, því miður - ólíkt Má Guðmundss. þá hefur meðferð Mervyn King á krísunni verið - "fullkomin".

Hann hefur engin mistök gert - sem dæmi fyrr á þessu ári, heimtaði hann að breskir bankar myndu auka "luiquidity buffers" þ.e. lausafé. Og þeir vældu yfir því, en eru þeir í dag fegnir - því nú eru bankar í Evrópu út um allt, að selja eignir til að útvega sér lausafé.

En tal Mervyn King um brunaútsölu eigna, er ekki orðum aukin - en skv. skýrslunni að ofan er framundan óskapleg brunaútsala eigna evr. banka - sem þíðir að eignir munu verðfalla.

Nú vegna þess að Mervyn King skipaði breskum bönkum að auka lausafé - meðan tiltölulega betri friður var fyrr á árinu, þá geta nú breskir bankar væntanlega pikkað upp fj. eigna fyrir slikk.

Ég held hreinlega að nú hljóti breskir bankastjórar að ímynda sér geislabaug yfir ásjónu Mervyn King.

Að auki, hefur hann haldið vöxtum í Bretlandi samfellt um "0" síðan kreppan hófst 2008, ólíkt honum Má sem hefur verið með háa vexti - þ.e. alltaf passað sig á að halda stýrivöxtum yfir verðbólgu; samtímist eru stýrivextir í Bretlandi lægri en verðbólgan og hafa verið samfellt síðan kreppan hófst - lægri en verðbólgan.

Neikvæðir raunstýrivextir - af hverju; Mervyn King hefur útskýrt að það sé engin þensla í hagkerfinu - og að lágir vextir hjálpi möguleikanum á hagvexti.

Greinilega viðhefur Mervyn King allt aðra hagfræði en Már Guðmundsson - eða Seðlab.stj. Seðlab. Evrópu. En eins og Már hafa Seðlab.stj. Evrópu - gert allt öfugt.

Það er hækkað vexti í sumar - þegar hagkerfið var byrjað að spírala niður í kreppu. Og hvað þíddi það - auðvitað að hagkerfið í Evrópu spíralaði enn hraðar niður í kreppu. Að auki, að bankakrísan magnaðist. Ekki síst, hættan á hruni evrunnar magnaðist - - en vaxtahækkanir ECB sl. sumar eru mjög líklega með verstu seðlabanka mistökum heimssögunnar. Verða lengi í minnum höfð.

Myndin sýnir samdrátt peningamagns á Ítalíu! Merki um alvarlegann samdrátt þar!

Eins og sést var peningamagn á Ítalíu samdrætti fyrir en seinni hluta sumars, hófst samdráttur peningamagns á evrusvæðinu sem heild - á sama tíma fóru tölur yfir eftirspurn að sína minnkun mánuð eftir mánuð. Síðustu mánuði hafa tölur sýnt iðnframleiðslu í samdrætti.

Mervyn King hefði lækkað vexti í "0" ekki hækkað þá sl. sumar.

Þetta eru þeir menn sem Már Guðmundsson lítur upp til þ.e. afreksmennirnir í ECB - þeir sem virðast ekki geta gert neitt rétt, á sama tíma og hann gerir allt öfugt við þ.s. Mervyn King gerir; sem þó hefur gert allt rétt.

Þ.e. ekki Mervyn King að kenna, að Bretland er samt nú að spírala niður, um það verður að kenna soginu mikla handan Ermasundsins - en Bretland er mjög innviklað í fjármálakerfi Evrópu, er eftir allt saman megin fjármálamiðstöð álfunnar, hvort sem ESB-urum líkar betur eða verr. 

Svo það mikla tjón sem er að verða nú á fjármálakerfinu, skaðar þá líka. Þetta er einmitt þ.s. fram kemur í skírslunni, að meginhættan fyrir Bretland sé vegna fjármálakrýsunnar á Evrusvæðinu.

Ég hvet allta til að lesa þessa skýrslu - nokkrir punktar:

Bls. 7. Þar er áhugaverð mynd sem sýnir hvað skuldatryggingaálag nokkurra ríkja þíðir, en skv. því má lesa mat markaðarins á gjadlþrotslíkum nokkurra landa:

Líkur á gjaldþroti:

  1. Grikkland 100%
  2. Portúgal 60%
  3. Írland 45%
  4. Ítalía 40%
  5. Spánn 35%
  6. Frakkland 18%

Það ætti að vera nokkuð gott samhengi við kröfu markaðarins um afslátt á skuldum viðkomandi lands þ.e. verðfall þeirra, og þessarar útkomu markaðarins fyrir skuldatryggingar.

Miðað við það ætti Grikkland ekki að geta selt skuldabréf óháð verði í boði, ef þeir væru ekki staddir inni í neyðarprógrammi. 

Þetta er samt ekki þráðbeint viðmið - en markaðurinn er ekki enn farinn að krefjast afláttar af frönskum skuldum, en þetta sýnir þó að Frakkland er sannarlega komið á blaðið - "on the watchlist".

Bls. 9, efsta myndin. Hún sýnir það verðfall sem orðið hefur á mörkuðum í Evrópu á árinu -

"Global issuance of leveraged loans fell by 45%, to US$194 billion in 2011 Q3 (compared with 2011 Q2). Global issuance of high-yield corporate debt, another key source of funding for new borrowers, fell by over 70% during the same period."

Eins og kemur fram í textanum, er um hreint hrun að ræða í áhættulána viðskiptum - þ.e. 70% minnkun til fyrirtækja sem eru talin áhættusöm eða "high risk". 

Það sé gríðarleg minnkun í áhættusækni - sem eins og síðar kemur fram fylgist við það að bankar eru farnir að losa sig við áhættusamar eignir, eins og þeir mögulega geta.

Bls. 10, mynd neðst á síðunni. Þar kemur enn frekar fram hve mikil minnkun hefur orðið í áhættusækni banka á árinu.

Bls. 12:

"Bank equity prices suffered further significant falls, underperforming equity markets in general. Euro-area banks’ equity prices fell furthest, by 45% since the June 2011 Report, while UK and US bank equities fell by over 25%."

Bréf evr. banka hafa fallið um 45% síðan í júní. En þá voru bréf þeirra búin að falla þegar nokkuð.

Bls. 13. Mynd neðst á blaðsíðunni.

En þar sést vel hve svokallaðir Libor vextir hafa hækkað mikið fyrir franska banka, sem hafa seinni part árs verið sérstaklega undir smásjá markað

Bls. 18. Gríðarlega áhugaverð mynd.

Þar sést hvernig bandar. bankar hafa gerst sífellt tregari til að lána evr. bönkum.

  • Ítalskir bankar virðast ekki lengur fá lán frá bandar. bönkum.
  • Franskir bankar eru dottnir úr 50 daga lánum í 10 daga, upphæðir hafa einnig skroppið verulega saman, sem bandar. bankar eru til í að lána.
  • Einnig hefur sorfið að þýskum bönkum, þeir fá þó enn að meðaltali um 20 daga.
  • Meðan breskir bankar fá um 30 daga og upphæðir að meðaltali 2-falt hærri.

Bls. 19. Mynd neðst á síðu.

Þar kemur vel fram að franskir bankar eru í mikilli áhættu vegna landa í vandræðum á evrusvæði. En einnig að breskir bankar myndu tapa hastarlega - ef Frakkl. lendir í vandræðum.

Bls. 25. Mynd efst á síðu.

Þar birtir Seðlab. Bretlandseyja áætlanir 3. aðila á líklegum eignasölum banka í Evrópu. Ég held við getum litið famhjá langlægsta matinu, en mat "Deutche Bank" og "Morgan Stanley" er áhugavert, og ef nærri lagi - þá er væntanleg gríðarleg eignasala evr. banka.

  • Svo mikil að það hlítur að hafa umtalsverð áhrif að virði eigna í eigu banka inna Evr.
  • Við erum að tala um brunaútsölu - þ.s. bankar reyna að bjarga sé með eignasölu.

 

Sama dag hélt nýr Seðlabankastj. Evr. einnig ræðu

Það var miklu mun lélegri ræða. En skv. þeim hugmyndum sem hann nefndi, er til skoðunar hjá ECB:

  • Veita evr. bönkum lengri neyðarlán þ.e. til 3. ára.
  • Slaka á kröfum til banka um það, hvaða eignir teljast boðlegar gegn veitingu neyðarlána.
  • Svo er reiknað með að ECB lækki vexti úr 1,25% í 1% á næstunni.

Þetta eru allt mjög slappar aðgerðir miðað við það ástand sem Draghi sjálfur lýsti:

"We have observerd serious credit tighening ... which, combined with a weakening in the business cykle, does not bode well for the months to come" - "the most important thing to do is to repair the credit channel"

Það sem bankinn þarf að gera - er að hefja tafarlausa stóra "QE" aðgerð, til að vega upp á móti hnignandi framboði útlána, minnkandi veltu á peningamörkuðum, því að bankar eru að selja eignir á fullu á næstunni sem skapar verulega hættu á verðhnignun eigna, og auðvitað til að vega upp á móti stöðugri hnignun peningamangs i umferð.

Þetta gæti til skamms tíma stemmt stigu við þeirri niðursveiflu sem nú er í fullum gangi í Evrópu, og er alvarleg ógnun við tilvist evrunnar. Þ.s. niðursveiflan hefur bein áhrif á grunnorsakir kreppunnar - þ.e. skuldakrýsu aðildarríkjanna, sem magnar verðhrun skuldabréfa einstakra aðildarríkja - - og það verðhrun er einmitt kjarninn í núverandi bankakreppu innan Evrópu.

Þannig gæti þetta gefið tíma fyrir aðgerðir, sem raunverulega hugsanlega gætu bjargað evrunni.

En ég á ekki von á því að gripið verði til nærri svo róttækra aðgerða.

Né því að þær aðgerðir sem gripið verði til - komi nokkru nærri því að duga til.

Svo ég reikna með hruni evrunnar á næstunni. 

 

Niðurstaða

Bretlandseyjar eru heppnar að hafa hæfa aðila við stjórnun á "Bank of England". Það er ólíkt að jafna þeirra frammistöðu og hinna svokölluðu snillinga í Seðlabanka Evrópu. Því miður virðist sem að hegðan okkar seðlabanka taki mið af stjórnunarstíl Seðlab. Evr. En þ.e. í lit við það - að þangað átti að sækja allra fyrirmyndir.

Hvet alla til að lesa nýjustu skýrslu starfm. "Bank of England" sem hlekkjað er á að ofan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti það ekki orðið tilefni stríðs þegar evruríkin verða komin á hnén fjárhagslega og breskir bankar fara að kaup eignir í evrulöndum í stórum stíl á spottprís?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það gæti valdið pirringi. En fólk gæti einnig verið svo önnum kafið að fást við hvað annað er þá í gangi, til að bregðast mjög mikið við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2011 kl. 12:00

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merkel í dag kallaði eftir skjótum breytingum á sáttmálaum ESB - atriði sem skiptir nákvæmlega engu máli akkúrat núna, þ.e. að sannfæra markaði um það að sambærileg krísa verði ekki endurtekin í því seinna. Krísur framtíðarinnar sýnist mér vart vera atriði - þessa stundina. Sýnir hve þetta lið er gersamlega glatað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2011 kl. 12:18

4 identicon

Pólitíkusar hafa enga framtíðarsýn þeir virðast bara lifa í núinu og svo helst í fortíðinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 847314

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 312
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband