Sérkennileg leikflétta í íhugun milli AGS og Seðlab. Evr.

Þetta er með merkilegri hugmyndum sem ég hef heyrt, ekki er víst að þetta verði ofan á, en klárt að það er verið að þrísta á að af verði af hálfu Seðlab. Evr. og AGS.

  • En leikfléttan virðist mér vera hönnuð til að komast framhjá banni við því að Seðlab. Evr. (ECB) geti með beinum hætti veitt aðildarríkjum neyðarlán.
  • Að auki, getur verið að henni sé ætlað að setja glufur í andstöðu Þjóðverja við prentun peninga.

"The European Central Bank is proposing to channel €200bn through the IMF" - "Draghi gave euro-area finance ministers permission to work on the plan at a meeting on Tuesday." - "For governments in rich countries such as Germany that are unwilling to lend more to high-debt states, the idea would unlock a fresh source of funds without violating European rules that bar central banks from offering direct budget financing, the two sources said. Germany has indicated it would agree to bilateral loans in this format." - "IMF spokesman: The IMF will need more resources should the crisis deepen further, and... the European authorities - like some other IMF member countries - are exploring bilateral loans to the IMF. As we have also noted, such loans could indeed come from member country central banks." - "So, basically, the ECB can't lend cash to troubled eurozone nations. But it might be able to lend cash to the IMF, which will then lend it to troubled eurozone nations..."

  1. Samkvæmt þessu, þá lánar ECB AGS 200ma.€.
  2. Óljóst hvort það væru prentaðar evrur eða tilfærsla á fé þá líklegast frá Þýskal.
  3. AGS endurlánar það fé til baka til evr. ríkja í vanda - t.d. í gegnum það ferli að opna svokallaða lánalínu.
  • Þetta er þá hrein viðbót við ESFS (Björgunarsjóð Evrusvæðis) og þá 200ma.€ rúm sem þar er að finna, hið minnsta fræðilega - skv. þeim ábyrgðum sem aðildarríki hafa afhent ESFS.
  • Þetta er samt hvergi nærri nægur peningur - sjá mynd að neðan.
Myndin er frá Der Spiegal - sýnir ágætlega hvað það kostar að halda uppi Spáni og Ítalíu næstu mánuðina, en myndin sýnir þær upphæðir er falla á gjalddaga, þær eru verulegar.
  1. Ítalía 179,9ma.€
  2. Spánn 73,7ma.€
  3. Samtals: 253,6ma.€ - - ath. bara út apríl. 2012.
Graphic: Maturing bonds
  • Mér sýnist þó að samanlagt geti þó verið að sjóðirnir tveir dugi til að halda Ítalíu og Spáni uppi a.m.k. fram á mitt nk. ár - eða e-h fram yfir hálft næsta ár.
  • Það reiknar ekki með áhrifum kreppunnar sem er nú óðfluga að skella á, og líklega mun valda frekari hallarekstri.
  • Að auki er ekki ólíklegt að Spánn neyðist til að verja fjárhæðum til að styrkja innlendar bankastofnanir, sérstaklega ef eins og í stefnir, að efnahagsleg niðursveifla sé að draga úr verðmætum eigna bankastofnana, ógna þannig þeirra eigin fé.
  • Einn möguleikinn er að Seðlb. Þýskalands í raun láni þessa 200ma.€, en það væri áhugavert því skuldastaflinn í eigu Bundesbank er kominn vel yfir 1.000ma.€ síðan kreppan hófst 2008.
  • Einfaldlega spurning um það hve mikla áhættu Þýskir stjm.menn treysta sér að láta umbjóðendur sína, skattgreiðendu - taka.
  • En þ.e. augljós freysting að prenta þessar evrur - þannig heimila takmarkaða prentun, þannig séð "face saving gesture" af hendi Þjóðverja, að lána slíka peninga óbeint með þessum hætti.

Þetta er ein af þeim hugmyndum sem virðast vera i umræðu yfir helgina, og næstu daga milli Evrópuríkja. En það á að gera lokatilraun til þess að ná saman einhverju bitastæðu fyrir fundinn þann 9. des.

Engin leið að vita á þessari stundu hve miklar líkur eru til þess, að af þessari hugmynd verði.

 

Niðurstaða

Dálítið sérkennilega leikflétta ef til vill í býgerð milli ECB og AGS/IMF, þ.s. AGS fái 200ma.€ að láni frá ECB, síðan sé það fé endurlánað til Evr. ríkja í vanda - líklega í formi lánalína. Með þessu eins og ég sagði, virðist farið framhjá banni sem er við því að ECB veiti einstökum aðildarríkjum beint - neyðarlán.

Reyndar er það bann heimskulegt, en þ.e. einmitt nauðsynlegt að ECB hafi það hlutverk að verja einstök aðildarríki falli og einstaka banka einnig, enda er það í eðli þess að vera með evru að þú getur þurft á fjárhagslegri aðstoð að halda; vegna þess að hvert ríki innan evru hefur takmarkað fjármagn til umráða sem skapar þeim sömu aðstöðu og að einstök ríki væru fyrirtæki, þ.e. lausafjárkrísa getur skapast og orsakað greiðsluþrot. 

Þess vegna þarf innan evru ekki bara lánveitanda til þrautavara fyrir banka, heldur einnig fyrir aðildarríkin sjálf. Sá lánveitandi þarf að vera sameiginlegur einnig fyrir bankana, því fjölmargir bankar eru orðnir það stórir að heimaríki ráða ekki lengur við þá.

En að veita ECB þau hlutverk krefst eiginlega prentunarvalds - því þ.e. of erfitt eins og nú þetta dæmi er upp sett, að ECB sé að endurlána fé sem er fært milli seðlabanka aðildarríkjanna, sem þíðir í reynd að það eru seðlab. starfandi innan seðlab. kerfisins sem í reynd veita það fé og í reynd þá taka að sér að kaupa. Þannig hafa safmast upp innan Bundesbank kringum 1.000ma.€ - sem hangir eins og Damóklesar sverð, fé sem notað hefur verið til að halda uppi bankakerfum evr. ríkja og einstökum ríkjum. Fé sem getur lent að miklu leiti á þýskum skattgreiðendum.

Að safna þannig upp skuldum innan kerfisins, allt á sameiginlegri ábyrgð - sérstaklega í miðri skuldakrísu aðildarríkja; getur orðið ógnun við stöðu landanna sjálfra sem eftir eru til að halda uppi kerfinu. Það ætti öllum að vera augljóst.

Hin áhættan er verðbólga - sem getur orðið umtalsverð, sérstaklega ef eins og útlit getur verið fyrir, að sum lönd verði til langs tíma nokkurs konar sjúklingar er þurfi stöðugann fjárhagslegann styrk árum saman.

En þetta er það ástand sem nokkur aðildarríki eru komin í - að eina leiðin til að bjarga þeim innan kerfisins, er að þau verði sjúklingar líklega árum saman, meðan þau fara úr einu prógramminu yfir í það næsta. Allann tímann munu þau ríki þurfa fjárhaglega aðstoð.

Þetta er alltof dýrt með núverandi aðferð þ.e. að fé sé fært milli einstakra ríkja. Þýskaland ræður ekki við að vera með þeim hætti mjólkurkýr.

Svo valið er að heimila prentun, þannig að verðbólga á evrusvæðinu næstu árin verði umtalsvert meiri en verið hefur, að auki verðgildi evrunnar minna. Þá geta ríkin í vanda smám saman náð sér - eða að það þarf að undirbúa að slá evruna af.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki þjóðverjar á prentunarbremsunni vegna þess að þeir vita að ef þeir lina á henni þá getur þetta þróast út í stjórnlausa prentun?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur mjög vel verið - en þ.e. engin leið að sjá það fram í tímann, hvenær hún myndi hætta. En ríki í vanda geta þurft á þannig aðstoða að halda í mörg næstu ár. Síðan að auki er það spurning um aga, en þegar búið er að heimila prentun - getur verið að slakni einmitt á aganum, freysting verði mönnum ofviða að slaka á því að framkv. breytingar, eyða meir af þessum ókeypis peningum.

Þetta virðist manni valkosturinn að evran verði líkar Lírunni sálugu, þ.e. frekar há verðbólga, vextir og lágt verð vs. aðrir gjaldmiðlar. Þannig gætu S-Evrópubúar búið við hana.

En N-Evrópubúum myndi líka það mun síður. Má vera að Þjóðverjar kjósi frekar að slá dæmið af.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2011 kl. 22:58

3 identicon

þá er bara spurningin er einhver von yfirhöfuð fyrir evruna til að lifa? er ekki alltaf verið að gera illt verra þegar pólitíkusarnir eru að kroppa í þetta með sínar misvitru lausnir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 23:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Málið er að þ.s. sennilega rétt sú gagnrýni sem koma snemma fram, að það þarf eiginlega 2 gjaldmiðla þ.e. suðurgjaldmiðil og norður gjaldmiðil.

Einföld leið til þess að búa það kerfi til, væri að Þjóðverjar sjálfir myndu fara ásamt t.d. Finnum, Hollendingum, Lúxembúrg, Austurríki.

Þá verðfellur evran nokkuð hressilega, sem að stærstum hluta myndi laga samkeppnisstöðu landanna í suðri. Þá verður mun auðveldara fyrir þau að komast á lappirnar. En þ.e. ekki síst sá tvöfaldi vandi þ.e. halli á viðskiptajöfnuði sem krefst þá í staðinn launalækkana og verulegur halli á ríkissjóðum; sem er svo erfiður við að eiga.

Um leið og samkeppnishæfnin myndi lagast, myndi batna mjög möguleikar til hagvaxtar, þannig möguleikar ríkissjóðanna til að fá viðbótar tekjur - þá verður skuldadæmi ríkissjóðanna allt - allt annað og þægilegra við að eiga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2011 kl. 23:17

5 identicon

en er í raun ekki fullreynt að norður og suðurhlutinn geti notað sama gjaldmiðil þess ríki eru svo gjörsamlega ólík á allan hátt?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur mjög vel verið, en þ.e. gríðarl. andstaða innan ESB kerfisins við það að kljúfa gjaldmiðilssvæðið í tvennt, það sagt ógna "unity" þ.e. þeir óttast að það stuðli að þeirri þróun að löndin í suðri og norðri sigli í hvora sína áttina.

Þessar hugm. hafa verið nefndar. En ég held að það sé misskilningur hjá því liði, því ég held þvert á móti að með því að létta undir með S-Þjóðunum þannig að efnahagur þeirra fari að batna, myndi draga úr líkum á slíkri sundrungu.

Ég held einmitt að núverandi ástand að efnahag suðursins hnigni stöðugt, sé hin eiginlega ógnun við sambandið, við samvinnuna. 

Þ.s. hefur verið í gangi upp á síðkastið er einhvers konar lömun, það hefur enginn það vald að knýja fram tiltekna stefnu - og þ.e. einmitt mjög hættulegt um þessar mundir, getur framkallað mjög raunverulegt hrun, þannig að allir tapi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2011 kl. 23:33

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er lokuð innri keppni um að auka sínar þjóðartekjur [PPP: ámælkvarða Alþjóðagengismarkaðar] þannig að heildar þjóðartekjur[PPP] aukist.
Grunnur og upphafs forsendan sem margir eru búnir gleyma en ekki höfundarnir Þjóðvejar og Frakkar.  EU bankar lánuði til hagræðingar í A lagabálki . vöruveltusölu á Íslandi í gegnum veð frelsuðu Ríkisbankanna, en ekki til aðila í sjávarútvegi. ´
Í Lissabon var samþykkt að IMF mætti leysa Kommission af hvað varðaði Meðlima Ríki, áður voru af skipti IMF beint að þriðja aðila ríkju svo þeim sem tilheyra EES.

Hér er verið að minnka tapið og dreifa áhættunni af langtíma óarðbæra hluta EU. 

EU getur ekki breytt náttúrlegum hindrum sinna Meðlima Ríkja nema takmarkað. 

EU samvinnur grunnur hefur tryggt hlutfallslegar tilfærslur á grunn vörum milli EU Ríkja, hinsvegar er EU ekki ætlað að tryggja sömu lúxus yfirbyggingu í  öllum Meðlima Ríkjum. Þjóðverjar hafa bent á 30 % tekjuhækkun launþega yfir meðaltekjum í mörgum annars flokks ríkjum EU síðustu 30 ár.

Það er augljóst HCIP er nauðsynlegur til að bera saman og  ákveða skuldastöðu/gengi núverandi Meðlima ríkja og ef þau hafna evru þá taka þau afleiðingunum, að Þjóðverjar og Frakkar meiri háttar ríki í þremur þrepum auki sína grunnframleiðslu á öllum sviðum í sína eigin þágu eingöngu. 

Undimáls ríki sigla ekki neitt þau hafa ekkert val. 

Júlíus Björnsson, 3.12.2011 kl. 15:24

8 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Menn þar syðra hlýtur að dreyma um Dröchmu sem mundi falla hressilega og laða að Þjóðverja og fleiri til að sóla sig á ströndum Eyjahafs.  Þannig mundu Evrópuþjóðirnar hjálpa þeim uppúr skuldadalnum og vandræðaganginum með bros á vör og bjór í hendi.  Kunna menn snilldarlegri lausnir en þessa?

Elvar Eyvindsson, 3.12.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 78
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 967
  • Frá upphafi: 849156

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband