Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Það er einmitt staða bankakerfis álfunnar sem getur skapað svo alvarlegt hrunástand, að evran hafi það ekki af. Það er enn mögulegt að bjarga þessu dæmi frá hruni - en það krefst skjótra og stórra ákvarðana. Hvort tveggja mjög örðugt í framkv. í samvinnu 17 þjóða.

Vandinn er ekki síst sá að pólitískir stjórnendur hafa lengst af vanmetið ástandið - þ.e. ekki verið nægilega hræddir. Skollaeyrum var lengi vel skellt við - að raunveruleg tilvistarkreppa evrunnar væri í aðsigi - - þ.e. ekki fyrr en 1 mínútu í 12 fyrir evruna, að menn virðast loks vera að skilja.

En þá er stór spurning þegar loks menn eru að skilja, hvort ákvörðunarvaldið er fært um þær stóru - snöggu ákvarðanir er til þarf - þ.e. hætta á því að hvernig sambandið er byggt upp - í eðli sínu svifasent, komi í veg fyrir að sú lausn sem enn er möguleg, komist til framkvæmda í tæka tíð.

Sjá umfjöllun The Economist: Europe’s troubled banks are running out of money

The Economist: Unless Germany and the ECB move quickly, the single currency’s collapse is looming

The Economist: One problem, two visions (part II) (Skv. þeirri frétt virðist enn himinn og haf milli afstöðu Merkelar og Sarkozy. Bil sem virðist óbrúanlegt á svo skömmum tíma)

Sjá einnig nýja skýrslu Bank of England: HÉR! - sjá sérstakl. mynd bls. 18, en þar er að finna mynd sem sýnir hvernig bandar. bankar hafa dregið út lántökum til evr. banka.

  • Ítalskir bankar virðast ekki lengur fá lán frá bandar. bönkum.
  • Franskir bankar eru dottnir úr 50 daga lánum í 10 daga, upphæðir hafa einnig skroppið verulega saman, sem bandar. bankar eru til í að lána.
  • Einnig hefur sorfið að þýskum bönkum, þeir fá þó enn að meðaltali um 20 daga.
  • Meðan breskir bankar fá um 30 daga og upphæðir að meðaltali 2-falt hærri.
Sjá einnig bls. 25 - efst á síðu

Þar birtir Seðlab. Bretlandseyja áætlanir 3. aðila á líklegum eignasölum banka í Evrópu. Ég held við getum litið famhjá langlægsta matinu, en mat "Deutche Bank" og "Morgan Stanley" er áhugavert, og ef nærri lagi - þá er væntanleg gríðarleg eignasala evr. banka.

Þetta kemur einnig fram í grein - The Economist, þ.e. að það stefnir í mjög gríðarl. mikla neyðarsölu evr. banka á eignum - sannkallaða brunaútsölu.

  • Þetta er gríðarl. hættulegt ástand - mjög alvarleg ógnun við efnahagsástand í Evrópu, því meðfram þeirri eignasölu munu bankarnir eftir megni, draga út útlánum einnig - sem verður mjög samdráttaraukandi.

Tökum eftir að þetta gerist samtímis því, að tölur sýna að neytendur eru farnir að draga úr neyslu - fyrirtæki eru farin að draga úr pöntunum - - bætum því við það að bankar draga úr útlánum sem mest þeir mega til að safna sem mest af lausafé - auk þess að þeir selja og selja eignir á fullu.

Svo má ekki gleyma því - að ríkissjóðir eru að skera niður á fullu, plön um viðbótar niðurskurð liggja þegar fyrir frá fj. ríkja.

Það stefnir í mjög skarpann efnahags samdrátt innan evrusvæðis á næsta ári!

The Economist: sjáið myndina vinstra megin, þar sést hve stórfellt hefur dregið úr eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka.

Á sama tíma, sjá hægra megin á myndinni, þá er framundan mjög mikið af erfiðum afborgunum lána, sjáið að hæstu súlurnar eru fyrri hl. nk. árs.

Þetta er stór hl. ástæðu þess að bankarnir munu þurfa að selja eignir á fullu - því þ.s. eftirspurn eftir þeirra skuldabréfaútgáfum hefur hrunið, þá er sú leið til að afla sér peninga út úr myndinni að mestu, en samtímis er fjármagnsþörf þeirra síst minni en áður.

Að auki bætist við, að ríkisstjórnirnar hafa skipað þeim að hækka eiginfjárhlutfall úr 5-6% að meðaltali, í 9%. Þeir hafa frest til þess fram í júní nk. eða júlí. Man ekki hvort.

Það gerir auðvitað íllt verra - skapar í reynd fullkominn storm þ.s. stefnir í að allsherjar brunaútsölur eigna banka, muni fara fram á nk. mánuðum.

Þ.s. bankar selja eignir til að eiga fyrir afborgunum - sjáið háu súlurnar.

"A second vital source of funding is borrowing through short-term interbank markets or tapping money markets. Both of these are also drying up." - "Banks are reluctant to lend to one another except for the shortest possible time, usually overnight."

Að auki bendir The Economist á að aðrar leiðir til skammtíma fjármögnunar séu að lokast einnig eða að verða erfiðari og erfiðari. Þetta er eins og að horfa á leikritið mánuðina áður en ísl. bankarnir féllu.

  • Þessar miklu sölur þíða auðvitað að það skapast svokallaður "kaupenda markaður" - og verðið lækkar óðfluga.
  • Eðlilega munu þeir þurfa að selja góðar eignir - sem grafa mun enn frekar undan starfsemi þeirra.
  • Á einhverjum tíma - er augljósa hættan að einhver stór banki detti um koll.

Þetta er bara spurning um tíma - að einhver af risabönkunum stóru í Evrópu lendi í óleysanlegum vandræðum, og verði að loka.

Þetta er stóra hrunhættan - að þá skapist hættuleg víxlverkan eins og átti sér stað í kjölfar hruns Credit-Andstalt í Austurríki maí 1931. En bankakerfin í dag eru ef e-h er, enn viðkvæmari nú en þá.

Þá getur sagan endurtekið sig, þ.e. eftir fall Credit-Anstalt, skall á fjármálakrísa um gervalla Evrópu með hruni banka í fj. ríkja ásamt gjaldþrotum mikilvægra þátta atvinnulífs, í júní þurftu flestir stærri bankar í Þýskalandi að loka vikum saman, milljónir manna misstu allt sitt sparifé. 

Bankahrun urðu einnig í kjölfarið í Bandaríkjunum, ásamt fj. gjaldþrotum fyrirtækja. Í reynd var efnahagstjónið af hruninu 1931 miklu mun stærra, en tjónið af hruninu 1929.

 Sjáið á myndinni hve hrunið 1931 var miklu mun afdrifaríkara en hrunið 1929!

http://www.marketoracle.co.uk/images/1929-stock-market-crash-dow-chart-image005.png

  • Það er þ.s. leiðtogar Evrópu verða að skilja - að við erum á þeirri bjargbrún að endurtaka hrunið 1931, sem hófst einmitt í Evrópu.
  • Að í annað sinn - verði það hrun innan Evrópu sem setur efnahags heimsins alls á hliðina.
  • Þeir hafa enn tíma til að bregðast við - - en naumann, mjög naumann!

Það eina sem unnt er að gera í svo erfiðu ástandi - er tafarlaus og um leið stór peningaprentun. Ég veit ekki um nokkra aðra leið, sem getur stöðvað svona fjármögnunar-hrun sem nú er í gangi.

Þetta verður að ákveða þegar í næstu viku! 

Þetta einungis kaupir tíma - en nú er tími einmitt dýrmætur!

Án tíma getur þú ekkert gert!

 

Niðurstaða

Við fylgjumst með milli vonar og ótta þeim ógnaratburðum sem eru að eiga sér stað. Núna á bjargbrúninni sjálfri, er enn unnt að bjarga málum fyrir horn. En tíminn er naumur - ótrúlega naumur.

Ef ekki tekst að hrinda í framkv. aðgerðum sem duga, þá getur mjög hættuleg atburðarás farið af stað - jafnvel innan næstu örfárra vikna.

En fjárfestar vita af stöðu evr. banka - þeir geta séð hvert stefnir.

Fjárfestar vanalega horfa fram - og sýna stöðu næstu framtíðar í verðum dagsins.

Svo að ef ekki tekst að leiða mál til lykta á allra næstu dögum - þá munu verð hluta evr. banka líklega vera prísuð miðað við þá óvissu sem stefnir í á nk. ári - sem þíðir að virði sumra bankanna getur farið undir virði skulda þeirra.

Við getum því séð áhlaup á evr. banka innan næstu vikna!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Einar er þetta ekki bara búið með evruna er nokkuð annað eftir en sk. controlled crash til að reyna að lágmarka skaðann?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur verið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.12.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 847325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband