Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Mun Stjórnlagadómstóll Þýskalands rugga evrunni?

Stjórnlagadómstóll Þýskalands mun eftir helgi taka fyrir dóm umkvörtun "Bundesbank" og nokkurs fjölda einstaklinga innan Þýskalands þess efnis, að svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transactions" eins og Mario Draghi hefur kallað það dæmi; sé brot á stjórnarskrá Þýskalands.

Ég skal viðurkenna að þetta hljómar frekar - út úr kú við fyrstu sýn. En fyrir þá sem ekki vita, er um að ræða svokallað loforð Mario Draghi frá júlí 2012 þess efnis, að kaupa ríkisbréf tiltekinna ríkja í vanda án nokkurra takmarkana, ef tilteknum skilyrðum er mætt.

En þau eru á þann veg, að viðkomandi ríki þarf fyrst að óska formlega aðstoðar til Björgunarsjóðs Evrusvæðis þ.s. það myndi ganga frá skuldbindandi samkomulagið við sjóðinn, sem myndi fela í sér náið eftirlit sjóðsins með bókhaldi ríkisins, eyðslu, skattheimtu - ásamt bindandi skilyrðum sem því myndi fylgja. Þá að sögn Mario Draghi væri Seðlabanki Evrópu til í að hefja slík kaup.

Þ.s. vekur athygli í þessu samhengi er að "OMT" hefur aldrei verið notað, en þó hefur tilvist þess loforðs eitt og sér, lægt öldurnar á evrusvæði - - slökkt þá óttabylgju sem var til staðar sumarið 2012. 

Er fj. manna hélt að evran myndi jafnvel ekki hafa sumarið af, það ár.

En síðan þá, hefur ástand mála á evrusvæði ekkert batnað, heldur í reynd verulega versnað - - þ.e. ríkin skulda meir, atvinnuleysi er meira, hagkerfin hafa súnkað milli ára o.s.frv.

  • Svo það blasir við, að ef "andstæðingum OMT" innan Þýskalands, tekst að beita Stjórnlagadómstól Þýskalands fyrir vagn sinn!
  • Þá myndi evran þá þegar komast í mjög mikla hættu! 

Ambrose Evans-Pritchard - German court case could force euro exit, warns key judge

Galli v. Brósa er að hann er svo harður evruandstæðingur, að maður þarf aðeins að setja "discount" á hans umfjöllun.

En við netleit fann ég aðra - - mun hlutlausari:

A press review ahead of the German Constitutional Court decision

  1. The complaint is not admissible because the ECB is not subject to German but EU law and, hence, only the European Court of Justice (ECJ) has the competence to rule on the ECB’s policy. This scenario, however, is deemed highly unlikely because the FCC has already raised concerns that OMT might indirectly finance government deficits and because of the detailed structure of the hearing itself.
  2. If the Court were to decide that the ECB is acting beyond its mandate, the ECB’s policies will no longer be covered by the German consent to EU treaties and OMT will violate German basic law. Such a decision, however, would necessitate the involvement of the ECJ, which in the past has always adopted a pro-European stance. But thus far the FCC has never referred a case to the ECJ. In extremis, the court may force the German government to complain against the OMT at the ECJ.
  3. The FCC might consider ECB policies at odds with German basic law because they deprive the Bundestag of its budget right. In the eyes of the Handelsblatt such a verdict also seems unlikely because it is solely based on German law and therefore non-binding for the ECB and would essentially prohibit Germany’s participation in the common monetary policy.
  4. Finally, the most likely outcome is that the FCC will turn down the appeal but still raise doubts and scepticism about OMT. Such a decision could potentially curb the scope of the programme and strengthen its critics in the Governing Council, most notably Bundesbank president Weidmann. 

Þarna er vitnað í umfjöllun "Der Handelblatt" eða "Viðskiptablaðsins." Ég er gersamlega samála því að sviðsmynd 1 er afskaplega ólíkleg, því Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur áður úrskurðað atriði sem varða sáttmála ESB. Og greinilega telur sig hafa rétt til þess.

Sviðsmynd 2 er áhugaverð, væri sannkallað sprengiefni - - að Stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í vil þeim sem telja að Seðlabanki Evrópu sé að brjóta þýsku stjórnarskrána. En þó svo að Evrópudómstóllinn hafi klár yfirráð yfir sáttmálum ESB innan lagaramma ESB. Þá hefur hann engan rétt yfir Stjórnlagadómstól Þýskalands. Sá gæti sett fram "fræðilega" tilskipun til "Bundesbank" þ.s. þátttaka hans innan Seðlabanka Evrópu væri bönnuð - - meðan að Seðlabanki Evrópu væri að brjóta stjórnarskrá Þýskalands. Sennilega þó ólíkleg útkoma.

Sviðsmynd 3 hefði væntanlega svipaðar afleiðingar, en einnig sennilega ekki sérlega líkleg.

Sviðsmynd 4 virðist sennilegust vegna þess að það tónar við fyrri ákvörðun Dómstólsins á sl. ári, þegar hann einmitt setti ströng skilyrði án þess að úrskurða að björgunarsjóðakerfi evrusvæðis væri Stjórnlagabrot, en þá bannaði hann í reynd ríkisstjórn Þýskalands að samþykkja neitt sem skuldbindur þýska skattgreiðendur, nema að samþykki þýska Sambandsþingsins liggi fyrir um það atriði, þ.e. heimili þann viðbótar kostnað. Hann með öðrum orðum áréttaði að það væri þingið sem réði í þessu tilliti en ekki ríkisstjórnin, þannig að Merkel verður alltaf þaðan í frá ávallt að undirrita samkomulag við önnur aðildarlönd, um lausnir tengdar vanda evrusvæðis, eða nýjar útfærslur á björgunarsjóðakerfinu  - - sem koma til að kosta þýska skattgreiðendur, með fyrirvara um samþykki þingsins.

Það væri þá spurning um það atriði - - akkúrat hvaða skilyrði Dómstóllinn setti fyrir "OMT." 

Ef það væru verulega þrengjandi skilyrði, gæti það hugsanlega dugað til að vekja ótta á fjármálamörkuðum að nýju.

----------------------------------

Ekki er búist við úrskurði fyrr en eftir nokkrar vikur. Um er að ræða "hearing" eða formlegan málsflutning aðila fyrir dómstólnum. Sem fer fram nk. mánudag og þriðjudag.

 

Niðurstaða

Ég verð að nefna að ég skil ekki alfarið hvað mönnum eins og Weidman yfirmanni Bundesbank gengur til, með því að gera svo rækilega tilraun til að eyðileggja "OMT" þ.e. loforð Mario Draghi um að gera allt þ.s. í hans valdi stendur til að bjarga evrunni. 

En þ.e. gersamlega kýrskýrt að ef atlagan myndi takast, væri búið að kippa teppinu undan evrunni á samri stundu, en þá væri allt í sama háaloftinu og var sl. sumar.

Það mætti ætla að yfirmaður Bundesbank vilji í reynd losna við evruna.

 

Kv.


Bandaríkjamaður hefur búið til byssu, sem hver sem er getur smyglað í gegnum vopnaeftirlit!

Áhugaverð umfjöllun Der Spiegel um þetta mál: The Rapid Spread of Printable Pistols. Uppfinningamaðurinn er ungur bandarískur últrahægri-stjórnleysingi eða "libertarian" sem er andvígur ríkisstjórnum yfirleitt. Trúir á algert frelsi, og tilgangur hans með því að hanna vopn sem hver sem er getur búið til - sem á rétta plastefnið, eitt stykki af nagla - og fyrirbærið "3D material printer" þ.e. þrívíddar efnis-prentara sem með rétta forritinu fyrir byssunni, getur smíðað hluta hennar eða með öðrum orðum, prentað þá: 3D printing - Wikipedia, the free encyclopedia

Cody Wilson, an American law student in Texas in his mid-20s, has designed and...

Hún virkar eðlilega klunnaleg, en hún þarf ekki að vera falleg - - heldur einungis virka.

En hann komst af því að svo að hlaup úr plasti þoli álagið, verður það að vera mjög þykkt og stutt, sjá mynd.

Aðrir hlutar eru einnig þykkir sbr. svæðið sem þarf að standast kraftinn þegar hleðslan í skothylkinu springur, og þegar plast af réttri gerð er notað - - hefur hann prófað að sá partur stenst allt að 6þ. skot.

Og, byssan er ósýnileg í "málmleitartækjum" sem skv. uppfinningamanninum var einmitt tilgangurinn, hann viðurkennir að vopnið verði sennilega notað í framtíðinni af bófum og ræningjum, til að ræna flugvélum eða lestum, eða öðrum "háöryggis" tækjum.

En fyrir hann, er það einfaldlega "rangt" að takmarka rétt borgaranna af nokkru hinu minnsta leiti, boð og bönn eru af hinu ílla.

Hver sem er á að ganga með byssu ef sá vill, og engum öðrum komi það við, að hans mati. 

Að hans mati, geri vopnið vopnaeftirlit - og byssubann, gersamlega tilganglaust.

Skjalið með lýsingu á því hvernig er unnt að smíða vopnið með rétta búnaðinum, hefur verið dreift víða um netið - m.a. til á "PirateBay" og vopnið gengur undir nafninu "liberator." Eða "frelsarinn."

  • Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa t.d. sjálf smíðað svona vopn, og kannað hver virkni þess er og staðfest, að þ.e. vel fært um að vera notað til að drepa fólk.
  • Blaðamenn Daily Mail segjast hafa smíðað slíkt vopn eða prentað það, og tekist að koma því í gegnum vopnaeftirlit án hindrana.

Það er augljóst - - að þarna er komið "vopnið" sem næst líklega verður notað af "the al-Qaeda net" til að ræna flugvélum.

  1. Ég velti fyrir mér, hvort flug til Bandaríkjanna, verði að hafa vopnaða verði um borð.
  2. Jafnvel, að dyrnar inn í stjórnklefann verði að vera brynvarðar, og vopnaður vörður þar staðsettur. 

Þetta vopn virðist mér einnig "perfect for asassination" en aðilar sem hafa fengið morðhótanir og eru í sérstakri öryggisgæslu, þetta gæti verið vopnið sem verður unnt að smygla inn í byggingar sem slíkir búa, og drepa þá.

Þetta er kannski draumurinn í dós, að allir verði vopnaðir því enginn sé óhultur.

En með þessu t.d. getur orðið virkilega erfitt að verja fólk - - sem er undir sérstakri gæslu, og t.d. hryðjuverkasamtök eða önnur glæpasamtök vilja drepa.

Þ.s. hryðjuverkamenn gjarnan eru til í að láta lífið, er það kannski allt í lagi í þeirra augum að af vopninu þurfi líklega að hleypa af stuttu færi, en líklega er vopnið ekki með mikla nákvæmni umfram 50-100m. Hafandi í huga örstutt hlaup. Líklega þarf að nota frekar litlar og því kraftlitlar hleðslur.

En á stuttu færi er sannað að það getur drepið.

 

Niðurstaða

Enn ein hættan hefur afhjúpast á veraldarvefnum, þ.e. forrit sem unnt er að niðurhala í tölvu, og ef viðkomandi getur útvegað sér nægilega góðan 3-víddar "efnis" prentara, og rétta plastið þ.e. þ.s. hefur nægan styrk. Og einn nagla. Getur viðkomandi á ca. sólarhring búið til morðvopn sem viðkomandi mun geta komið líklega í gegnum vopnaeftirlit hvar sem er.

Og maðurinn sem þróaði vopnið í frítíma sínum með aðstoð annarra áhugasamra, lítur á þetta sem góðan hlut.

 

Kv.


Eru þeir sem vilja rafstreng til Evrópu að stefna að sölu Landsvirkjunar?

Þessi umræða um rafstreng til Evrópu gýs alltaf upp öðru hverju, nú síðast kom grein frá Jóni Steinssyni hagfræðingi. Sem vísar til hugmynda landvirkjunar sem gera ráð fyrir allt að 112ma.kr. árlegum hagnaði af LV, er hann fullyrðir að Íslendingar geti orðið ríkari en Norðmenn. Bara ef þeir breyta hugsunarhætti sínum gagnvart orkuauðlindum sínum. Eins og forsvarsmenn LV þá beinir hann sjónum að orkuverðinu, og tekur undir að lykilatriðið sé að hækka það sem mest.

Ríkari en Norðmenn?

Skýrsla sem gjarnan er vitnað í sem gerð var fyrir hönd Landsvirkjunar!

 

Af hverju getur þetta tengst hugmyndum um sölu LV?

Augljósa svarið er, að ef hagnaður LV er hækkaður mjög mikið. Þá samtímis hækkar söluandvirði LV. Og því það fé sem ríkið fræðilega getur fengið fyrir LV ef LV er selt.

Nú, Jón er einn af þeim sem hafa haldið evrunni á lofti, en til þess að geta tekið hana upp þarf m.a. að lækka skuldir ríkissjóðs niður í 60%.

Ef LV er selt eftir að framtíðarhagnaður LV hefur verið aukinn stórfellt - - þá væri unnt með sölu LV að lækka mjög verulega skuldir ríkissjóðs.

Það fer oft saman að áhugamenn um Evru eru frjálshyggjufólk, sem almennt er andvígt ríkiseign á fyrirtækjum - innan Evrópu er algengt að orkufyrirtæki séu í einkaeign. Algengara en ekki, og Framkvæmdastjórn ESB hefur frekar en hitt verið að hvetja til slíkrar einkavæðingar.

Það þarf vart að taka fram, að einkafyrirtækið LV - - myndi að sjálfsögðu selja hæstbjóðanda orkuna, sem ef Ísland væri tengt við orkunet Bretlandseyja í gegnum sæstreng. Þíddi, að þeir Evrópubúar sem hafa góða tengingu v. orkunet Bretlands, ásamt Bretum. Gætu boðið í þá orku.

Og landsmenn sem og innlendir rekstraraðilar, yrðu þá að greiða - - markaðsverð.

Þetta er alveg skv. frjálshyggjunni, hin réttmæta staða mála.

 

Ef LV heldur áfram að vera ríkisfyrirtæki, en Ísland er tengt með sæstreng!

Rétt er að benda fólki á, að álverin hafa langtímaorkusölusamninga við LV.

Andstæðingar álvera gjarnan styðja hugmyndir um sæstreng, vegna þess að þeir telja að - þau borgi of lágt orkuverð miða gjarnan við orkuverð í Evrópu en ekki t.d. í Bandar. þ.s. þ.e. miklu lægra en í Evrópu.

En einnig vegna þess, að þeir gjarnan vilja sjá þau hætta rekstri. Sem líklega yrði útkoman til lengri tíma litið.

En meðan að orkusölusamningar þeirra eru enn í gildi, er LV bundin af þeim - - ég þekki ekki til hve langs tíma þeir eru, en þetta eru "langtímasamningar" þ.e. renna ekki út á nk. 10 árum, sennilega ekki heldur nk. 20.

----------------------------

Þetta þíðir það, að sæstrengur myndi ekki hækka orkuverð til núverandi starfandi álvera, svo lengi sem þeir samningar gilda.

Og að sjálfsögðu væri þeim ekki akkur í að endursemja um þá samninga, löngu áður en þeir renna út.

  • En einhvers staðar þá frá þarf LV að sækja sér þá aukinn hagnað!

Við erum þá augljóst að tala um það, að hækkun á orkuverði myndi bitna á þeim kaupendum sem ekki hafa langtíma bindandi orkusölusamninga við LV.

Þ.e. á almenningi!

Og auðvitað þeim fyrirtækjum sem það á einnig við.

 

Að sjálfsögðu hækkar orkuverð þá til almennings!

En LV getur ekki reglum ESB skv. sem gilda hér í gegnum EES samninginn, mismunað orkukaupendum. En munum að þ.e. ríkisfyrirtæki, ef e-h er, er enn nánar fylgst með því að slík fylgi reglum.

En þá hafa kaupendur rétt á að leggja fram tilboð til LV, og LV ber þá að selja á því markaðsverði sem fram kemur.

Hefur ekki rétt, sbr. reglur um aðila með "einokun" til að selja á undirverði. En LV er einokunaraðili hérlendis augljóslega.

  • LV væri því algerlega bundin af reglum, til að selja almenningi á "markaðsverði."
  • Sem er þá það verð, sem aðrir kaupendur á því til mikilla muna stækkaða markaðssvæði, eru til í að borga fyrir rafmagnið.

Með því að stórfellt hækka rafmagnsverð til almennings, til innlendra fyrirtækja - - fyrir utan álverin sem hafa langtímaskuldbindandi samninga.

Myndi auðvitað hagnaður LV hækka töluvert!

En eftirfarandi aðilar tapa:

  1. Almenningur.
  2. Og smærri fyrirtæki.

 

En er ekki unnt að niðurgreiða verðið til almennings?

Sannarlega, en það væri þá háð ákvörðun þeirra stjórnmálamanna sem sitja í stjórn LV.

Þau stjórnarsæti yrðu í kjölfarið óskaplega eftirsóttir bitlingar, því úr þeim væri unnt að ráða "endurdreifingu" þeirra peninga, sem aukinn hagnaður LV myndi skila.

Spillingarhætta er - - augljós.

Innlend pólitík myndi stórum hluta fara að snúast um, útdeilingu auðsins.

Hópar myndu bítast um að fá sinn skerf.

---------------------------

En augljósa hættan er að, eftir því sem flr. leitast við að sækja í það fé - - að smám saman láti hagsmunir almennings undan síga.

Þannig að niðurgreiðslur myndu smám saman þynnast út. Og orkuverð, nálgast að fullu orkuverð í Evrópu. 

Þ.s. þ.e. mikið hærra en hér.

 

Afleiðing verulegt lífskjarahrun!

  1. Hærra orkuverð, orkureikningur heimilar hækkar mikið - - bitnar mest á svokölluðum köldum svæðum sem einnig kinda með rafmagni.
  2. En matvælaverð hækkar einnig - - en ég bendi fólki á að matvæli þarf að varðveita í kælum eða frystum, oft mánuðum saman áður en þau fara til neyslu. Dýrari rekstur kæla/frysta hefði töluverð áhrif á matvælaverð.
  3. Svo er það áhrif á störf, en innan LV er engin ástæða að störfum myndi fjölga. En líklega leggst af allur orkufrekur rekstur hér, sem ekki hefur tryggt sig með langtímasamningum, og afleidd störf. Að auki, verður ekki í framtíðinni grundvöllur fyrir fyrirtækjarekstri sem mun vilja nýta orkuna hérlendis. Alveg sama í reynd af hvaða tagi.

Þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að almenningur myndi njóta framtíðar ágóða - - heldur mun líklegra að fáir útvaldir hirði hann.

En pólitísk stétt hér er fámenn, fáir sem þarf að kaupa - spilla.

Úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á 6. áratugnum, var t.d. þekkt spillingardíki.

 

Í dag fær almenningur hagnaðinn af orkuauðlindunum!

  1. Í gegnum lægra orkuverð.
  2. Og einnig lægra matvælaverð en annars væri.
  3. Síðan í gegnum störf, sem búin eru til. Þúsundir starfa.

Lægra orkuverð - - er form af hagnaði, sem rennur til allra heimila jafnt.

Lægra matvælaverð, einnig gerir það.

Þeir sem græða á nýjum störfum, eru venjulegt fólk sem sækist eftir þeim og fær.

-------------------------------

Öll heimili græða á núverandi ástandi - - í staðinn myndu þau öll tapa.

En fáir útvaldi, græða óskaplega mikið.

 

En er ekki snjallt að gera eins og Norðmenn?

Sbr. v. Noreg er mjög villandi, en þ.s. þeir sem nefna Noreg láta vera að segja frá, er það að Noregur býr yfir gríðarlegum gasauðlindum. Norðmenn eiga miklu meira af gasi heldur en olíu. Margfalt meira.

Þetta eru þeir að nýta til gjaldeyris, með því að framleiða rafmagn í stórfellt vaxandi mæli. Í stað þess að selja gasið beint úr landi. Mikil uppbygging á gasorkuverum í gangi innan Noregs.

Mjög líklega er þetta rétt metið hjá Norðmönnum, að þeir græða miklu meir á því að selja gasið sem rafmagn, en beint sem gas.

Þeir eru að fjölga rafstrengjatengingum til annarra landa, til þess að geta selt enn meira rafmagn. Auka flutningsgetuna.

  • Í gegnum þá miklu auðlynd er sennilega það mikið fé að streyma í ríkiskassann, að norska ríkinu munar ekkert um - - að bæta landsmönnum upp hærra orkuverð í Noregi.
  • Sennilega ef það vill svo til, að gríðarlega gaslyndir finnast undir hafsbotninum Norður af Íslandi, þá má vera - - að það verði skynsamlegt að selja einnig gas sem rafmagn. Tengja því landið v. Evrópu, og þá væri líklega það mikið fé að streyma inn, að það væri yfrið nóg til skiptanna.
  • Við gætum öll verið rík, og sama um smá spillingu í LV. Í tenglum v. úthlutunarnefndina.
  • En í dag er sannleikurinn sá, að sú virkjanasúpa sem talað er um í skýrslu GAM - sjá hlekk að ofan - og LV vill að farið sé í á nk. 20 árum. Myndi mæta mjög harðri andstöðu.
  • Okkar innlendu orkulyndir, sem sæmileg sátt gæti skapast um að nýta, eru í reynd ekki svo óskaplega miklar.
  • Þær eru ekki það miklar, að það væri unnt að borga öllum sem vilja, eins og Norðmennt líklega geta.
  • Það yrði mjög harður slagur um peninginn.
  • Og almenningur líklega myndi tapa fyrir rest.

Miðað við þær auðlyndir sem við vitum að eru til hérlendis.

Og þær sem líklegt er að það geti skapast sátt um að nýta.

Er líklega svo að mun hagstæðara er fyrir almenning, að þær séu nýttar með þeirri leið sem hingað til hefur verið farin þ.e. að halda orkuverði hér lágu til þess að almenningur njóti lágs orkuverðs og unnt sé að laða hingað til lands fyrirtæki sem skapa störf sem almenningur nýtur góðs af.

Gróðanum er þá skipt milli:

  1. Almennings þ.e. lágt orkuverð, lægra matvælaverð en annars væri, flr. störf.
  2. LV fær hann að einhverju marki, en mun minna af honum en ef rafstrengur er reistur. Hagnaður LV er lítill en það hefur verið viljandi stefna að hafa það svo.
  3. Nokkur hagnaður rennur til þeirra sem reka fyrirtæki sem selja framleiddan varning úr landi. Þ.e. hagnaðarhluti sem margir sjá ofsjónum yfir. En fyrir utan nýjasta álverið Reyðarál greiða þau öll tekjuskatt, en ranglega hefur því verið haldið fram að álverin sleppi við hann. Einungis Reyðarál skuldar nægilega mikið til að geta nýtt það til lækkunar.
  4. Ríkið fær skatt af fyrirtækjunum, af launum starfsfólks - - og greiddan hagnað af LV.
Ef hagnaði álveranna er kippt í burt - landið tengt með streng, þá fræðilega hættir hagnaður að renna til eigenda þeirra. En höfum í huga, að í staðinn - - borgar almenningur mun hærra orkuverð og einnig hærra matvælaverð. Lífskjör verða því fyrir verulegum hnekki - - auk aukins atvinnuleysis.

Væri það í reynd almenningi nægileg sárabót - - að vita af því að ríkið sjálft græðir meir?
  • Ég bendi á, að það er fræðilega grundvöllur fyrir áframhaldandi aukningu fjölbreytni starfa, ef við höldum áfram að laða hingað fyrirtæki.
  • Það þurfa alls ekki endilega að vera álver.
  • Enda álver gríðarlegir orku-hákar.
  • Margar minni verksmiðjur er unnt að reisa, fyrir eitt álver.
  • Hvert nýtt fyrirtæki kemur hingað með sína þekkingu, og auðgar landið því með þeim hætti.
  1. Menn eru sumir hverjir mjög uppteknir af árangri Norðmanna!
  2. En hvað með árangur Bandaríkjanna - - sem hafa verið að keyra á stefnu líkari stefnu Íslendinga, að leggja áherslu á að skapa störf.

Orkuverð er þarlendis mun lægra en í Evrópu.

Bandaríkin, eru mjög samkeppnisfær í dag hvað orkuverð varðar.

Þau eru vísvitandi einmitt að keyra á þá stefnu - - að viðhalda lágu orkuverði, til að skapa störf.

En menn tala gjarnan niður þau störf sem verða til - - en störfum fylgir þekking þeirra sem læra þau störf. 

Þegar ný starfsemi er tekin upp hér, þá kemur um leið ný verkþekking inn í landið.

  • Ég reyndar vill síður að nýtt álver sé reist.
  • Frekar fókusa á nýjar tegundir af starfsemi, þ.e. af því tagi sem ekki er hér fyrir hendi. Til að auðga fjölbreytni starfa hérlendis. Og því fjölbreytni þekkingar. 

 

Niðurstaða

Ég hef áður fjallað um þessi málefni sbr.:

Það er punktur sá sem ég vil halda á lofti í þetta sinn. Að álverin hafa langtíma orkusölusamninga við LV. Því raskar rafstrengur ekki þeirra stöðu til skamms tíma og líklega ekki um töluverða hríð á eftir. En einhvern veginn yrði LV að greiða fyrir þann streng með auknum tekjum. Erfitt er að sjá annað en að það myndi bitna þá á þeim kaupendum öðrum sem eru háðir rafmagni frá LV þ.e. þeim sem ekki hafa langtíma bindandi samninga um orkuverð við LV.

Margir halda að stengur myndi hrekja álverin í burtu, og styðja því rafstreng. En til langs tíma litið er það líklega rétt. En lengi framan-af, væru megin áhrif hans þau - - að lækka hressilega lífskjör íslensks almennings.

Og það væri allveruleg lífskjaralækkun. Auk þess, aukið atvinnuleysi. En fá eða engin störf myndu skapast á móti hjá LV í stað starfa sem myndu tapast.

Auk þess, að það væri algerlega lokað á þann möguleika að fylgja atvinnustefnu líkri þeirri sem tíðkast í Bandaríkjunum, sem gengur út á að bjóða upp á mjög samkeppnishæfan kostnað.

Til þess að laða fyrirtæki og því störf til Bandaríkjanna. Bandaríkin eru eftir allt saman efnaðasta hagkerfi heimsins.

Þeirra árangur hefur alltaf byggst á öflugum kraftmiklum fyrirtækjum, og því að viðhalda samkeppnishæfu umhverfi fyrir þau innan Bandaríkjanna. Sem m.a. byggist á hagstæðu kostnaðarumhverfi.

  • Varðandi hugsanlega söludrauma á LV.
  • Þá hef ég veitt því athygli, að evrusinnar eru gjarnan einnig mjög hlynntir rafstreng til Evrópu.
  • Og þ.e. einföld staðreynd, að þá eykst söluverðmæti LV mikið.
  • Og sala LV við slíkar aðstæður, gæti flýtt mjög verulega evru-upptöku.
  • Því grunar mig evrusinna að vilja selja LV.

 

Kv.


Viðræður ESB og Bandaríkjanna um fríverslun gætu farið út um þúfur áður en þær formlega hefjast!

Þarna er um að ræða tvær kröfur sem fljótt á litið virðast útiloka hvora aðra. Annars vegar afstöðu Frakka - sem þeir hafa líst yfir að sé "ófrávíkjanlegt skilyrði." Og afstaða Bandaríkjanna, sem virðist fljótt á litið - jafn stíf. Annar hvor aðilinn þarf að gefa eftir. Annars líklega verður hætt við viðræður áður en Þær eiga möguleika á að hefjast með formlegum hætti.

Ég kaupi það gersamlega, að Frökkum sé alvara með að vilja frekar - drepa þennan samning, en gefa eftir sitt.

Meðan að Obama forseti, mun þurfa að hafa Bandaríkjaþing í huga, sem hefur sögulega í nokkur skipti fyrir sitt leiti, hafnað því að staðfesta milliríkjasamninga sem þingmenn sjálfir meta að komi ekki nægilega til móts við þarfir Bandaríkjanna.

T.d. Hafréttarsáttmálinn, sáttmálinn um "International Criminal Court - I.T.C." og a.m.k. einu sinni felldi Bandaríkjaþing fríverslunarsamning, rámar mig við Chile.

 

Paris threatens EU-US talks as China trade war looms

  • "France has mounted a fierce campaign to defend “l’exception culturelle” – an internationally-agreed system that allows subsidies, tax breaks and quotas to protect local film, television and music industries from being swamped by mainly American, English-language products."
  • "President François Hollande has made preserving the system a “red line” for agreeing to talks."
  • "A senior French official said: “Our position is clear. If audio-visual is not excluded there will be no mandate to start the talks.””.
  • “To accomplish an ambitious and comprehensive agreement, we should not be carving out issues before the negotiation even begins,” said a senior US official involved in the talks.

Vandamálið er að tollar milli ESB og Bandar. á iðnaðarvörur eru þegar lágir, þ.e. skv. Framkvæmdastjórn ESB einungis 4% að meðaltali.

Þannig að fríverslunarsamningurinn mun þá snúast um önnur svið, þar sem ekki hefur enn verið opnað á frjálsa verslun eða tiltölulega frjálsa verslun.

Ég er alveg viss um að Frakkar gefa ekki eftir vernd fyrir franskan kvikmyndaiðnað, útvarpsstöðvar, blöð - - meira að segja vilja Frakkar að verndin nái yfir "netmiðla."

Innan Frakklands er lítill stuðningur fyrir þessum samningum, svo að fyrir Hollande er lítil pólitísk áhætta af því, að drepa fríverslunarviðræður Bandar. og ESB í fæðingu.

Þannig að hótun Frakka skortir í engu trúverðugleika.

--------------------------------------

Þetta getur orðið forvitnilegt drama, og áhugavert að sjá - - hvort Kanar ef til vill ná inn eftirgjöf á einhverju öðru sviði í staðinn. 

En vitað er að bandarískir landbúnaðarhagsmunir vilja opnun á "erfðabreitt" matvæli, sérstaklega korn - innan Evrópu. Með öðrum orðum, að mjög verulega verði slakað á takmarkandi reglum, sem séu hindrun í aðgangi að evr. markaði fyrir erfðabreitt matvæli.

Það getur orðið mjög erfitt að fá Bandaríkjaþing að auki til að staðfesta samning, fyrir rest. Ef sá inniheldur ekki slíkar umtalsverðar tilslakanir.

Enda eftir allt saman, landbúnaðarlobbíið á Bandaríkjaþingi öflugt.

En á sama tíma, er til staðar innan Evrópu - mjög einbeitt andstaða einmitt gegn erfðabreittum matvælum.

En í dag er megnið af bandar. landbúnaðarframleiðslu, erfðabreitt. 

--------------------------------------

Eins og ég sagði, þ.s. nær full opnun er þegar á iðnaðarvörur - - munu samningarnir fókusa á önnur svið viðskipta. 

Þetta geta því orðið mjög torsóttar viðræður - - þ.e. ef þær á annað borð hefjast!

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með tilraunum ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, til að standa fyrir fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og ESB. Sannarlega væri slíkur samningur gagnlegur bæði fyrir Bandaríkin og Evrópu. En á sama tíma, ber verulega mikið á milli Bandaríkjanna og Evrópu á sviðum. Sem verða væntanlega undir smásjánni í þessum viðræðum.

Alls ekki unnt að gefa sér fyrirfram - að af slíkum samningi verði. 

Né er það meira að segja öruggt, að viðræður komist af stað!

 

Kv.


Svokölluð nýiðnvædd lönd orðin mikilvægari fyrir hagvöxt heimsins, en vesturlönd!

Þetta segja Chris Giles og Kate Allen í grein í Financial Times: The new leaders of global economic growth. Í fyrsta sinn síðan Bretland á seinni hluta 18. aldar steig fyrstu sporin í átt til iðnvæðingar, sé meginhluti varnings og þjónustu - búinn til innan svokallaðra "nýiðnvæddra" hagkerfa.

  • "The inhabitants of rich, advanced economies have long represented only a small but powerful proportion of the world’s population."
  • "Now, they are less economically important than the mass of people living in the world’s poor and middle- income countries."

Kreppan sem skall á vesturlöndum 2008 hefur sjálfsagt flýtt fyrir þessari þróun um nokkur ár.

Skv. greininni, áætli AGS að 2018 verði "nýiðnvædd" lönd orðin 55% af heildarumfangi hagkerfis Jarðar.

Þó enn sé stórt gat á milli efnahagslegrar velmegunar á vesturlöndum, og nýiðnvæddra ríkja, hafi það verulega minnkað síðan 2009.

Nýiðnvædd lönd, muni að auki - - eiga um 3/4 af hagvexti Jarðar nk. 5 ár.

  1. "...between 2012 and 2017. The world’s top 10 countries by share of global growth will have shifted entirely out of Europe and the whole EU is expected to account for only 5.7 per cent of world growth."
  2. "Together, India and China will represent almost half of global economic expansion."
  • "Such is the shift of economic power that any company still concentrating its efforts in established economies really is living in the past."

 

Ég er sjálfur á þeirri skoðun, að kreppan innan Evrópu standi í mjög nánum tengslum við þessa þróun!

Hin eiginlegi bakgrunnur, sé stöðug hnignun samkeppnishæfni evr. framleiðslu miðað við asíska framleiðslu, sem hafi leitt til þess að stöðugt hafi störf flust til Asíu frá Evrópu.

T.d. hafi framleiðslustörfum fækkað innan franska iðnaðarins um eina milljón frá upphafi sl. áratugar, og muni um minna.

Það má reyndar rekja helstu þróun Evrópusambandsins, til samkeppninnar við Asíu.

  1. Innri-markaðurinn sem kom fram á 10. áratugnum, hafi verið viðbrögð við keppninni við Japan og svokallaða asíska tígra þ.e. S-Kóreu, Malasíu, Indónesíu, Tævan.
  2. Síðan er farið að ræða um evruna, þegar Kína er virkilega byrjað að koma sterkt inn, um miðjan þann áratug. Hún er stofnuð rétt v. sl. aldamót.
  3. Á sl. áratug, hefur viðskiptaveldi Kína verið í óskaplegum vexti, en á sama tíma þróaðist innan evrusvæðis stórfelld útlána- og fjárfestingarbóla. En það hafi komið til, fyrir tilstuðlan varnarviðbragða ESB sem í gegnum "ECB" hafi leitast til með ódýru fjármagni, að auka sem mest fjárfestingu innan Evrópu. Í von um að íta undir ný-iðnað af margvíslegu tagi. 

Áhættan við slíka stefnu, er að ódýrir peningar - - skapa einnig hættu á neyslubólum, og húsnæðisbólum. Og hvor tveggja átti sér stað í ríkum mæli.

Í dag situr Evrópa uppi með afleiðingar þess fyllerís, þ.s. of mikið var fjárfest í því sem ekki muni skila langtímaarði.  Er stórum hluta í dag - tapað.

Ekki tókst, að skapa Evrópu mótstöðuafl gagnvart síharðnandi samkeppninni frá Kína, sérstaklega. Hefur því hnignunarferli aukist ásmegin ef e-h er nú í kjölfar þess að kreppan hófst.

  • Vandinn er sá, að ef þú tapar samkeppnisforskoti, mótaðilinn hefur eins góða tækni og þú, eða nærri því eins góða.
  • Ef mótaðilinn er einnig á sama tíma, skilvirkur og með vel reknar einingar.
  • Ræður yfir hæfu fólki, með þekkingu en á mun lægri launum.
  • Þá endar samkeppnin í því að vera - - launasamkeppni.

Bandaríkin, hafa fundið sér ákveðið mótstöðuafl - - í því að lækka orkuverð!

Þ.e. "fracking" aðferðin hefur nú lækkað mjög verulega orkuverð innan Bandar.

Það orkuverð er nú mun lægra en í Asíu, og kemur þá nokkuð á móti hærri launakostnaði.

En á sama tíma, hefur Evrópa a.m.k. ekki lægra orkuverð en það er Asía býr við, líklega ef e-h enn hærra.

---------------------------------

  1. Ég á því erfitt með að sjá annað en að framundan í Evrópu, sé veruleg lækkun lífskjara.
  2. Eða þangað til að samkeppnishæfni framleiðslustarfa hefur verið endurreist.

 

Niðurstaða

Það má sannarlega segja að við lifum áhugaverða tíma. En þessi þróun einnig setur það í áhugavert samhengi, hvert skal stefna með Ísland til framtíðar. 

Ég held að rökrétt framtíð Íslands liggi í nánu samstarfi við önnur ríki á Norðurslóðum, en það bendir flest til þess að mikilvægi hlutfallslega norðursins fari vaxandi. Þó svo að á sama tíma fari Evrópu hratt hnignandi.

Þá sé augljós fókus landa í Asíu á Norðurslóðir, sem enn eru auðlindarík svæði.

Ég held að löndin á Norðurslóðum eigi að hafa með sér mjög náið samstarf, en hvert um sig þeirra er of veikt til að standa aleitt - frammi fyrir risum heimsins. En saman, ráða þau yfir mjög miklu landsvæði og samtímis, mjög miklum auðlindum.

Vest-norrænt samstarf getur orðið okkur mjög mikilvægt í framtíðinni, ekki síst í tengslum við aukna nýtingu auðlinda á Grænlandi. Síðan, er eðlilegt að við eigum mjög náið samstarf við Noreg, um hugsanlega nýtingu gas eða olíulinda, sem má vera að sé að finna undir hafsbotninum Norður af Íslandi.

Ég sé í reynd ekkert hlutverk fyrir okkur, af hugsanlegri ESB aðild. Það sé í reynd "fortíðarhyggja."

Við þurfum einungis nokkurn vegin fría verslun við Evr., en hún sé líklega komin í langvarandi stöðnunar- og hnignunartímabil. Til þess að Ísland fylgi henni ekki niður, mun Ísland þurfa að sækja sér hagvöxt út fyrir Evrópu. Það munu einnig Evrópuþjóðir aðrar þurfa að gera, þ.e. sækja á útfl. markaði.

En þetta mun þíða harðnandi samkeppni um viðskipti á alþjóðamörkuðum, vaxandi hættu á viðskiptaátökum.

  • Helsta vörnin gagnvart þeim, verður útvegun flr. fríverslunarsamninga.
  • Því er rétt að fjölga þeim sem allra mest, fínt væri að fá næst samn. v. Rússland, nú í kjölfar samn. v. Kína.

 

Kv.


Hægir á samdrætti á Evrusvæði!

Tíðindi sem vekja sjálfsagt vonir hjá einhverjum, um að 2013 verði árið þegar viðsnúningur á evrusvæði loksins hefst, en skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega svokallaða Pöntunarstjóravísitölu fyrir einstök ríki evrusvæðis. Þá hefur snögglega dregið úr samdrætti, þó enn sé samdráttur!

Yfir 50 er aukning - innan við 50 er samdráttur!

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : May

  1. Germany 49.4 ( flash 49.0 ) 3 - month high
  2. Netherlands 48. 7 3 - month high
  3. Austria 48.2 3 - month high
  4. Spain 48.1 2 4 - month high
  5. Italy 4 7.3 4 - mont h high
  6. France 46.4 (flash 45.5) 13 - month high
  7. Greec e 45.3 23 - month high 

Ef þetta er upphaf af viðsnúningi - - þá verða tölur næsta mánaðar aftur ívið betri, o.s.frv.

Tek fram þó, að öll löndin eru innan við 50, meira að segja Þýskaland.

En þær tölur segja, að pantanir t.d. í Þýskalandi til iðnfyrirtækja í maí hafi dregist saman um 0,6%.

Takið eftir Grikklandi, en þeir hafa ekki haft minni samdrátt í pöntunum í langan tíma, kannski fá þeir loks ár, með mjög minnkuðum samdrætti.

 

Þeir sem spá viðsnúningi benda á aukningu peningamagns!

A coming boom in the eurozone periphery?

Svokallaðir "monetaristar" hafa verið að benda á að nú sé Seðlabanki Evrópu með lægri vexti en sl. ár, þess hafi gætt nokkuð aukningar á peningamagni innan Evrópu á síðustu mánuðum, meira að segja í svokölluðum jaðarlöndum.

Þeir vilja meina, að það geti verið að viðsnúningur hefjist á seinni hluta ársins - þetta ár. Þó svo að spá Seðlabanka Evrópu á sl. ári hafi reynst röng, verði hún rétt í þetta sinn.

--------------------------------------

En þ.e. auðvitað - - hinn bóginn!  En í Financial Times var áhugaverð umfjöllun:

ECB backs away from use of ‘big bazooka’ to boost credit

Þar er sagt frá því, hvernig Seðlabanki Evrópu er að vandræðast með hvernig hann ætlar sér að nálgast það vandamál, að ennþá er rof milli S-Evr. og N-Evr. innan evrunnar. Þegar kemur að vöxtum sem fyrirtæki starfandi stendur til boða.

En á Spáni og Ítalíu munar víst allt að 4% á þeim vöxtum, miðað við hvað sambærileg þýsk fyrirtæki fá. Um er kennt slæmri stöðu banka í S-Evrópu, sem enn sitji eftir með verulegt magn "slæmra eigna" og sé það kostnaður við afskriftir - - sem ég að viðhalda háaum bankavöxtum í S-Evr. 

Þrátt fyrir lága vexti Seðlabanka Evrópu, séu bankavextir í S-Evr. ekki að fylgja hinum lágu vöxtum "ECB" niður á við, eins og bankavextir gera í N-Evr.

Þetta hefur fjöldi hagfræðinga bent á - - að lágir vextir Seðlabanka Evrópu, séu að virkja ef til vill N-Evr.

En S-Evr. sé í hættu á að missa af þeirri inngjöf, v. bælandi áhrifa hárra bankavaxta.

  • Þetta eru auðvitað - mótrök við röksemdir "monetaristanna." 
  • Bælandi áhrif bankavaxtanna í S-Evr. muni líklega koma í veg fyrir viðsnúning.

 

Niðurstaða

Því ber sannarlega að fagna, ef það er að hægja á samdrættinum í Evrópu. En fyrir okkur Íslendinga, eru það góðar fréttir. En við erum svo háð Evrópumarkaði, að við eigum eiginlega öll að leggjast á bæn og biðja um það að viðsnúningur raunverulega eigi sér stað á þessu ári.

Á hinn bóginn, myndi það koma mér á óvart. Ef S-Evr. fer í vöxt. En til er að dreifa ekki einungis bælandi áhrifum hærri bankavaxta, miðað við N-Evr.

Heldur kemur einnig til, að enn þarf S-Evr. að halda áfram að lækka laun. En launakostnaður er ekki enn kominn nægilega niður, þó hann hafi lækkað sl. 2 ár. En hann verður að lækka frekar, svo það verði mögulegt að byrja að minnka atvinnuleysi. 

Það verða þá áfram bælandi áhrif á neyslu, af þeim launalækkunum. Ofan á bælandi áhrif bankavaxtanna. En kannski hægir á samdrættinum og hann verður fyrir rest minni þetta ár en sl.

 

Kv.


Fasteignasala að rétta við sér í Danmörku!

Eyjan endurflutti frétt Jótlandspóstsins um það, að sala á íbúðum í Kaupmannahöfn hefði tekið við sér að nýju undanfarið. Mér finnst þetta smávegis merkileg tíðindi - í ljósi þess að á efnahagssviðinu hefur Evrópa verið á niðurleið þetta ár. Danmörk er eiginlega skagi út úr Þýskalandi að stórum hluta, og eðlilega þýska hagkerfið mjög mikilvægt fyrir Dani. Danir með margra alda viðskiptasögu.

En Þýska hagkerfið þó svo það hafi staðið sig mikið betur en hagkerfi flestra aðildarland ESB, þá hefur hægt verulega á hagvexti í Þýskalandi sl. hálft ár eða svo.

Því kemur það mér frekar á óvart, ef þ.e. nú allt í einu - viðsnúningur á fasteignamarkaði í Kaupmannahöfn. 

Skv. viðmælunum Jótlandspóstsins meðal fasteignasala, eru þeir að vonast eftir að aukning í sölu íbúða, skili sér síðar á árinu til stærri eigna!

Kreppunni á fasteignamarkaði í Kaupmannahöfn er lokið

En skv. Eurostat, er hagvöxtur í lágmarki í ESB!

Evrópsk heimili skv. Eurostat, eru hvorttveggja í senn að ganga í gegnum tekjuskerðingu, og að ganga á sparifé!

  • Ég bendi á að skv. Eurostat var 0,7% samdráttur á 4. ársfjórðungi 2012.
  • Eurostat var ekki með tölur fyrir 1. fjórðung 2013 frá Danmörku.
  • En það væri óneitanlega sérstakt, ef Danmörk er með allt annað tempó en t.d. Þýskaland, meginmarkaður Dana, en Þýskaland mældist í 0,1% hagvexti.
  • En miðað við það, að Danmörk viðist fylgja takti þýska hagkerfisins, er staða danska hagkerfisins mjög líklega svipuð og þess þýska 1. fjórðung þessa árs. Þ.e. ca. stöðnun.


Þess vegna virðist mér það nokkuð undarlegt að nú sé viðsnúningur á fasteignamarkaði?

Bendi á eina staðreynd enn, að Danir eru skuldugustu húsnæðiseigendur í Evrópu skv. Eurostat!

Gross debt-to-income ratio of households267,67

  • 267,67% af tekjum. Eða meir en 2 hálfs sinnum árstekjur.

Sem undirstrikar að einkennilegt sé að viðsnúningur sé á markaðinum.

En þegar húsnæðiseigendur skulda svo gríðarlega hátt hlutfall tekna sinna, þá er rökrétt að ætla að staða þeirra sé mjög viðkvæm - gagnvart falli í tekjum.

Að auki, að þegar óvissa er framundan um tekjur, eins og nú er - þá haldi þeir að sér höndum um fjárfestingar.

  • Svo ég er með tilgátu um hvað getur verið í gangi!
  1. Nefnilega að um sé að ræða hvikt fjármagn, sem leitað hafi til Danmerkur frá t.d. S-Evrópu.
  2. Sem sé að koma sér fyrir inn á fasteignamarkaðinum í Kaupmannahöfn.

En þess hefur gætt nokkuð að Danmörk njóti þess með t.d. Þýskalandi, Bretlandi og Svíþjóð.

Að vera talin tiltölulega örugg - - en höldum til haga, að það átti sér stað gos á 1. fjórðungi þessa árs, þegar bankakreppan á Kýpur gaus upp.

Og þ.e. ekki ótrúlegt, að á sama tíma, hafi verið aukning í hreyfingum á fjármagni frá S-Evr. til N-Evr., sem Danmörk hafi fengið sinn skerf af.

Það fé sé að einhverju leiti að leita inn á húsnæðismarkaðinn í Danmörku á því tímabili, og auka eftirspurn eftir eignum í Kaupmannahöfn, á fyrri hluta þessa ár.

Ekki sé með öðrum orðum, vísbending endilega um viðsnúning í hagkerfi Danaveldis.

 

Af hverju ætli að skuldsetning sé svo gríðarlega há í Danmörku?

Góð spurning - - en ég bendi á eina afleiðingu lágra vaxta. En fasteignalán eru þekkt fyrir að vera á hagstæðum kjörum í Danaveldi. Sem margir á vefnum hérlendis benda gjarnan á í ásökunartón. 

En ein afleiðing lágra vaxta, getur einmitt verið skuldsetning - en þá verður hagstætt að skulda.

Hagstætt lánsfé getur þannig séð, falsað kaupmátt - með því að hvetja fólk til að sökkva sér djúpt í skuldir, þannig að það kaupir mun dýrari eignir en það annars myndi gera.

Töluverður hópur sem annars gæti ekki fjárfest í húsnæði, gerir það - v. þess að lánin eru ódýr.

Þetta ætti að þíða einnig, að skuldsetning sé svo mikil, að það hafi verið töluverð bóla í fasteignaverðlagi í Danmörku, en það fer gjarnan saman að þegar skuldsetning eykst v. þess að lán eru hagstæð, að þá hækki verðlag eigna.

Þá kemur svokallað "wealth effect" þ.e. þeir sem eiga húseignir, jafnvel þó þeir fjárfesti ekki í nýjum - - finnst þeir verða mun ríkari þegar eignirnar stíga í verði. Og þeir gjarnan fara að slá lán, til að auka neyslu.

Ódýrt lánsfé getur hvatt til mjög verulegrar neyslu umfram raunverulegar tekjur.

  • Þetta sáum við á Íslandi, á Írlandi, á Spáni - - kannski þíðir það að skuldsetning húsnæðiseigenda er enn meiri í Danmörku en þeim löndum, að sami hluturinn hafi verið í gangi í Danaveldi. 

Ofurskuldsetning - - að sjálfsögðu er varasöm!

En hún þíðir, að hagkerfið verður gríðarlega viðkvæmt fyrir niðursveiflu!

Sem aftur beinir spurningunni að því - - af hverju þ.e. aukning í eftirspurn eftir eignum, í ástandi efnahagslegrar óvissu.

En efnahagsleg óvissa í samhengi ofurskuldsetningar, ætti einmitt - - að leiða til þess að aðilar halda að sér höndum. Nema um sé að ræða, eins og ég sting upp á, utanaðkomandi aðila! Sem hafi verið að flýja með sitt fé, til Danmerkur. Og séu að koma því í "skjól" sem þeir telja vera á danska fasteignamarkaðinum.

 

Niðurstaða

Ef einhver hefur þekkingu á því hvað er í gangi á fasteignamarkaði í Köpen, má sá eða sú, láta ljós sitt skína. En núverandi aðstæður í Evrópu virðist mér ekki veita mikil líkindi á því, að fólk sé allt í einu á því að snjallt sé að standa í stórri fjárfestingu akkúrat núna.

 

Kv.


Bankasamband ESB verður að sorglegum farsa!

Það var mjög áhugaverður fundur milli Angelu Merkel og François Hollande í París. Þ.s. leitast var við að marka samræmda stefnu þeirra á milli, eins og Merkel og Sakozy áður gerðu.

Það þarf vart að efa, að þetta er nýja línan frá París og Berlín!

  1. Þessar "tillögur" sem örugglega eru í reynd nýja stefnan - - virðist mér ekki fela í sér, að rofið verði hið hættulega samband milli skulda aðildarríkja og stöðu innlendra bankakerfa.
  2. En þ.e. einmitt hin stóra von, að bankasambandið rjúfi þann vítahring.

En það væri þá gert með því, að öflugur innistæðutryggingasjóður væri fjármagnaður, á sameiginlega ábyrgð. Slíkur fullfjármagnaður sjóður, myndi taka til starfa innan skamms!

En eins og sést af textanum að neðan, stendur ekkert slíkt til.

Heldur á að byggja baktryggingu banka á grunni starfandi kerfa þjóðanna sjálfra, og skv. prinsippinu að bankarnir fjármagni kerfið sjálfir. Þetta bendir því ekki til þess, að það standi yfirleitt að búa til sameiginlegan innistæðutryggingasjóð á nokkru formi. Heldur að byggja áfram eins og hingað til, á þeirri fjármögnun sem fæst frá bankakerfunum sjálfum, sem áfram verða á ábyrgð einstakra ríkja - eftir því sem ég best fæ séð! Sem er eiginlega - kerfið eins og það verið hefur!

Skv. því er "Sameiginlegt bankasamband" - einungis sameiginlegt eftirlit!

  1. Sem er í sjálfur sér allt í lagi - - ef það væri ekki fjármálakreppa í dag.
  2. Ef einstök aðildarríki, væru í reynd ekki - nærri því gjaldþrota, þar á meðal Frakkland.
  3. Og ef það væri ekki svo, að ástæða er til að efast um getu innistæðutryggingakerfa einstakra landa, til að ráða við skuldbindingar sínar, ef allt fer á versta veg.
  • Einungis er boðið upp á viðbótar stuðning af - "ESM" þ.e. frá björgunarsjóð evrusvæðis! 
  • Sem er þá í reynd - - óbreytt staða miðað við sl. ár!

Franco-German challenge to eurozone bank rescue plan

Sjá einnig - - Press release!

-------------------------------------------------------

Strengthening Economic and Monetary Union

Financial market integration Progress towards a more integrated financial framework is urgently needed in order to contribute to restore normal lending, improve competitiveness and bring about the necessary economic adjustments. The Single Supervisory Mechanism is a major breakthrough in this respect and an essential building block to develop further elements of a banking union. The Single Supervisory Mechanism therefore needs to be implemented effectively with specific attention to be paid to the process of entry under ECB supervision.

The banking union needs to be implemented within the agreed tim e-table for the different workstreams:

  • The Bank Recovery and Resolution Directive as well as the Deposit Guarantee Directive have to be concluded by the Council by the end of June 2013, to be followed by the approval by the European Parliament. We call on Member States to pursue rapid impleme n-tation into their national law.
  • Main features for the operational criteria for direct banking recapi-talizat ion scheme should be decided until the end of June 2013 in parallel with the negotiations on the Bank Recovery and Resol u-tion Directive and the Deposit Guarantee Directive. As soon as these directives will be finalized with the European Parliament, the operational criteria for direct banking recapitalization scheme should be finalized as well. 
  • The establishment of a Single Resolution Mechanism for countries participating in the Single Supervisory Mechanism has to build upon this with a view to adoption by the end of this parliamentary term. It should be established on the basis of the current treaties and on the basis of the following principles:
  1. A single resolution board involving national resolution authorities and allowing quick, effective and coherent decision-making at the central level.
  2. The single resolution mechanism should be based on contributions by the financial sector itself, thus pre-financing over time an appropriate and effective private backstop arrangement building on national private backstop arrangements.
  3. With private backstop elements growing in importance over time, the ESM should play the role of an additional public backstop both through lending facilities to Member States or direct recapitalization based on the oper a-tional criteria still to be decided .
  4. Looking ahead, we could explore the possibility to bring together the Single Resolution Mechanism and the ESM.

------------------------------------------------------- 

 

Hvað felst þá í þessu bankasambandi?

  1. Samræmt eftirlit - - virðist megin atriðið! Það verði - "óháður aðili" sem meti ástand banka í einstökum aðildarlöndum, felli mat á þeirra "raunstöðu."
  2. Síðan verði einhvers konar samræming á milli innistæðutryggingakerfa einstakra aðildarríkja á aðgerðum, en þó er ekkert sem bendir til annars en þess - að innistæðutryggingakerfi einstakra landa beri einungis ábyrgð á því að baktryggja þá banka sem það aðildarland sem það starfar undir ber ábyrgð á!

Svo hvað vinnst með þessu?

Það helst virðist mér, að hugsanlega í framtíðinni - - sé eftirlitið ekki eins pólitískt litað!

Það verði kannski - fyrr brugðist við, þegar halla fer undan fæti í bankakerfi aðildarlands.

Þannig að innistæðutryggingakerfi aðildarlands - - sé þá kannski frekar fært að ráða við slíkan vanda, ef í tíma er við brugðist.

-----------------------------------------

Sem er fínt þannig séð - - ef það væri ekki í dag einmitt alvarleg fjármálakreppa!

Alvarleg skuldakreppa - - og bankakerfin augljóst á brauðfótum, ekki síst innistæðutryggingakerfi einstakra landa, ekki hafin yfir vafa.

Vandi framtíðarinnar er leystur - - án þess að leysa kreppu samtímans! Það má hafa gaman af þessu!

 

Hver á þá að redda ef allt fer til andskotans?

Í raun virðist mér staðan algerlega óbreytt frá því sem hún var sumarið 2012 - um þetta atriði, en þegar "ESM" tók til starfa, var honum einnig falið það hlutverk að vera "bakstuðningur" við bankakerfi evrusvæðis.

  1. Og viti menn, hugmyndin er að "ESM" verði áfram í því hlutverki!
  2. Þetta sé hinn eini sameiginlegi tryggingasjóður sem í boði sé.
  3. Og þ.s. meira er, sá eini sem verði í boði.
  • Síðast er ég vissi, hafði "ESM" ca. 500ma.€ til umráða!
  • Þó "ESM" sé sagður stærri, er það "leiktjöld" því hann tók yfir öll lán eldra björgunarsjóðs, sem fræðilega teljast "asset" en þ.e. ekki fé sem til staðar er til útlána.

Til sbr. þá skulda ríkissjóður Spánar einn og sér, meira fé en þetta. Og Ítalía meir en 2-falt það.

Bankakerfi ESB er risastórt, eða rúmar 3-þjóðarframleiðslur ESB í heild að umfangi. Ef allt er lagt saman.

6 stærstu bankar Frakklands eru rúmar 3 þjóðarframleiðslur Fakklands að umfangi. 

  • Það á eftir að útfæra það hvernig "ESM" myndi lána beint til banka í einstökum aðildarríkjum, ekki virðist felast í þessari yfirlýsingu skuldbinding þess efnis, að frá slíku ákvæði verði gengið né hvenær það verður.
  • Þannig að enn virðist vera til staðar óbreytt sú staða sem flestir sérfræðingar hafa talið þá mestu ógn sem að evrunni stafar, þ.e. tengslin milli stöðu einstakra ríkissjóða og bankakerfa viðkomandi lands.
  1. Þ.e. að þegar staða ríkissjóðs lands versnar, hefur það slæm áhrif á stöðu bankakerfa þess sama lands.
  2. Og öfugt, að ef staða ríkissjóðs viðkomandi lands versnar, hefur það slæm áhrif á stöðu banka í því landi.
  • Bankarnir og ríkissjóðirnir eru eins og tveir drukknandi einstaklingar er hanga á sama rekaldinu, þ.e. saman sökkva þeir eða saman fljóta þeir.

Vandinn er að jafnvel þó gengið væri frá slíku ákvæði - - er "ESM" einfaldlega of lítill, til að ráða við stórfellt útbreidda fjármálakreppu.

Hann líklega ræður við kreppu í smærri löndunum, en ekki við það ef bankakerfi lands að umfangi á við Spán - leggst á hliðina.

 

Niðurstaða

Niðurstaða Merkelar og Hollande virðist fljótt á litið - sigur fyrir Angelu Merkel. En hún hefur algerlega "consistently" hafnað því að samþykkja að kostnaður sé lagður á þýska skattgreiðendur. Nú dregur að kosningum í Þýskalandi, en þessi stefna hefur stuðning þýskra kjósenda. Og af hverju ætti svo ekki vera? Þjóðverjar hafa það betur nú en fyrir kreppu, nánast einir af löndum Evrópu. Þegar tekið er tillit til gróða Þýskalands af því að borga lægri vexti en nokkru sinni, þar á meðal njóta þýsk fyrirtæki og almenningur þess ástand einnig. Þá virðist mér Þjóðverjar í nettó gróða hingað til af kreppunni.

Og ekki síst, Merkel er ólíkleg til að skipta um skoðun eftir kosningar.

En hún er langlíklegust til að vera kanslari áfram, en ef stjórn hennar tapar meirihluta er líklegasti möguleiki B að hún myndi stjórn með þýskum krötum, og haldi áfram að vera kanslari.

  • En þ.e. þó óhætt að segja, að þessi útkoma hlýtur að vera mjög sár vonbrigði fyrir áhugamenn um evru!
  • En það hafa nærri því allir verið sammála því, að það verði að búa til ekki bara sameiginlegt eftirlit heldur einnig sameiginlegan innistæðutryggingasjóð; annars sé áfram til staðar hættan af hinu hættulega samhengi milli skulda aðildarríkja og trúverðugleika stöðu innlendra bankakerfa.
  • Og þ.e. einmitt sá vandi, sem getur mögulega, snöggdrepið evruna!

Merkel ver hagmuni þýskra skattgreiðenda!

En hún fórnar á sama tíma - hagsmunum evrunnar!

 
Kv.

« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 847090

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband