Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Mun fríverslun Bandaríkjanna og ESB - skaða Ísland?

Það hefur verið töluverð umræða um meint vandræði Íslands af því, ef það verður af fríverslun Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að ef Ísland heldur ekki áfram með aðildarviðræður við ESB í ljósi væntanlegs fríverslunarsamnings Bandar. og ESB ríkja. Þá muni Ísland "einangrast viðskiptalega" og lífskjör landsmanna bíða mikinn hnekki.

 

Hver er sannleikur máls?

  1. Að sjálfsögðu fagna ég því, að ef verður af slíkum sáttmála Bandaríkjanna og ESB landa.
  2. En málið sé, að Ísland muni alls ekki tapa á því, ef af slíkri fríverslun verður.
  3. Þó svo Ísland myndi ekki takast að verða meðlimur að því nýja fríverslunarsvæði.
  • En svarið við meintum áhyggjum af stöðu landsins ef af slíku svæði verður, er - að:
  1. Þ.s. bætir lífskjör nágranna landa okkar.
  2. Mun einnig bæta lífskjör okkar.

En ef lífskjör Evrópuþjóða batna af völdum þess samnings - - mun það leiða til hærra afurðaverðs hjá okkur þ.e. fiskur mun seljast dýrar í Evrópu.

Ef við þetta lífskjör batna samtímis í Bandar. og Evrópu, þá mun ferðamönnum þaðan og hingað, fjölga í takt við þau bættu lífskjör.

Aukin umsvif beggja meginhagkerfanna, gæti mjög vel aukið eftirspurn eftir áli í heiminum, og því einnig bætt afkomu áliðnaðarins.

  • Það sé því algerlega af og frá, að Ísland tapi á því.
  • Að ef af slíkum samningi Bandar. og ESB verður.
  • Og Ísland er ekki meðlimur að ESB á sama tíma, því ekki meðlimur að því fríverslunarsvæði.

------------------------------------

En ég sé ekki ástæðu að ætla að tilkoma slíks svæðis myndi með augljósum ógna tilveru EES samningsins, þó svo að aðildarsinnar tali gjarnan um lítinn áhuga ESB á honum.

Þá hef ég ekki sérstakar áhyggjur af því atriði, en ólíklegt væri að ESB myndi segja honum upp af fyrra bragði. Það myndi þá alltaf - bjóða fyrst upp á viðræður.

Nýtt fríverslunarsvæði væri - viðbót. Myndi ekki koma í stað annarra slíkra samninga.

Þannig að í gegnum aðildina að EES, myndi Ísland njóta þess - ef hið nýja svæði myndi lyfta lífskjörum og efnahags Evrópulanda.

Að einhverju litlu leiti veitir fríverslunarsamn. okkar v. Kanada okkur aðgang að markaði N-Ameríku. Sá einnig verður áfram fyrir hendi.

 

Niðurstaða

Þ.e. töluvert "hyperbole" í umræðu aðildarsinna, um þá meintu stórfelldu hætti fyrir Ísland, af tilkomu fríverslunarsamnings ESB meðlimalanda og Bandaríkja N-Ameríku verður; ef Ísland er ekki á leið með að verða meðlimur að ESB. Sannarlega myndi aðild að ESB - veita okkur þá sjálfkrafa aðgang að slíkum samningi, sem aðildarþjóðir ESB myndu hafa gert. Og þó svo að Ísland myndi græða á því - með óbeinum hætti. Ef fríverslunarsamn. Bandar. og ESB skapar aukinn hagvöxt í þeim löndum. Þá myndi Ísland líklega græða enn meir, ef það væri meðlimur að því svæði. 

Á hinn bóginn fylgja því margir gallar, að ganga í ESB. Og þeim fer líklega fjölgandi á nk. misserum, eftir því sem samstarfið dýpkar og aðildarþjóðirnar afsala sér æ meira fullveldi.

Það væri því töluvert dýru verði keypt, að ganga í ESB til þess að njóta aðildar að hinu nýja fríverslunarsvæði, ef að myndun þess verður.

  • Ég held að það sé algerlega tilraunarinnar virði, að láta reyna á það - hvort Ísland myndi geta orðið meðlimur að því svæði - þá líklega án áhrifa á reglur þess. Vera áhrifalaust eins og innan EES.
  • En ef það er ekki í boði, á ég ekki von á því að Ísland tapi á því, ef af þeim samningi ESB og Bandar. verður.

 

Kv.


Er Kína bólan að fara að springa?

Eftir áhugaverða greiningu Fitch Rating á ástandi kínv. fjármálamrkaðarins. Skapaðist fjörleg umræða á netfjölmiðlum heimsins. En þegar maður les um þær stærðir sem eru á ferðinni innan kínv. fjármálakerfisins, þá væri það ekki undarlegt ef e-h mynd gapa af forundran.

  • En ef stærðirnar eru réttar - - er þetta hugsanlega "stærsta bankabóla sögunnar."
  • Innan einstaks ríkis!

China Credit-Bubble Call Pits Fitch’s Chu Against S&P

Fitch warns on risks from shadow banking in China

Fitch: WMP Issuance by Chinese Banks Stabilising

China Banking Stress May Come Faster on Cash Crunch, Fitch Says

 

Svakalegt "credit boom" í Kína!

  1. Charlene Chu - "She earlier estimated China’s total credit, including off-balance-sheet loans, swelled to 198 percent of gross domestic product in 2012 from 125 percent four years earlier"
  2. "...exceeding increases in the ratio before banking crises in Japan and South Korea.
  • "In Japan, the measure surged 45 percentage points from 1985 to 1990..."
  • "...and in South Korea, it gained 47 percentage points from 1994 to 1998, Fitch said in July 2011."
  1. "“There is just no way to grow out of a debt problem when credit is already twice as large as GDP and growing nearly twice as fast,” Chu, 41, said in an interview."
  2. "Chinese banks are adding assets at the rate of an entire U.S. banking system in five years. To Charlene Chu of Fitch Ratings, that signals a crisis is brewing."
  • "Amid the global credit crunch of 2008, China ramped up lending by state-controlled banks to prevent an economic slowdown."
  1. "The assets of Chinese banks expanded by 71 trillion yuan ($11.2 trillion) in the four years through 2012, according to government data.
  2. They may increase by as much as 20 trillion yuan this year, Chu said April 23.
  3. That will exceed the $13.4 trillion of assets held by U.S. commercial banks at the end of last year, according to the Federal Deposit Insurance Corp."

--------------------------------------------

Þetta eru ótrúlegar stærðir - - og það virðist vart geta annað gerst, en að einhverskonar "krass" muni eiga sér stað.

Óvíst að það sé þetta ár, en þ.e. samt hugsanlegt. En markaðir í Asíu hafa verið töluvert órólegir undanfarnir, vegna mikilla vangavelta um hugsanlega minnkun á seðlaprentun í Bandar.

Við þetta, hefur verðlag á dollar stigið nokkuð en verðlag asískra gjaldmiðla sem og annarra gjaldmiðla svokallaðra ný-iðnvæddra þjóða fallið að sama skapi, gagnvart dollarnum.

Þetta er samt sem áður litlu meir en leiðrétting til baka, á falli dollarsins gagnvart þeim gjaldmiðlum áður. Þegar "US Federal Reserve" hóf hina stórfelldu prentunaraðgerð - bætti síðan í.

  • Sumir vilja samt meina, að ef Bernanke minnkar til muna prentun eða jafnvel hættir henni á árinu, gæti það orðið einhvers konar "trigger" atburður.

En þá minnkar streymið af dollurum um alþjóðahagkerfið, og því verður minna af dollurum að fjárfesta!

Þ.e. sjálfsagt hugsanlegt að við það verði nokkuð verðfall á mörkuðum í Asíu, ef það skapar minnkaða eftirspurn eftir fjárfestingatækifærum í þeim löndum.

Alltaf hugsanlegt, að verfall af einni ástæðu - - skapi dómínó áhrif, ef það eru aðstæður af öðru tagi. Sem skapa "viðkvæma stöðu."

 

Annað sem þarf að muna, er að þ.e. farið að draga úr hagvexti í Kína!

Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!

En afleiðingar eins barns stefnunnar, eru að skella á Kína - - nú þegar.

En skv. skýrslu starfsm. AGS sem ég fjalla um í þeirri bloggrein, þá er mjög afdrifarík þróun þegar í gangi!

----------------------------------------

 

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"

----------------------------------------

Þetta er ástæða þess, að laun hafa verið að hækka í Kína undanfarin ár - þ.e. þau allra síðustu. Því eftir því sem fækkar í púlíunni yfir þá sem ekki hafa vinnu, því betri verður samningsstaða kínv. verkamanna gagnvart vinnuveitendum.

Það hafa verið verkföll - meira að segja.

  • Með vissum hætti má segja - - að hin gríðarlega peningadæla sem kínv. stjv. hafa verið með í gangi innan kínv. hagkerfisins, í gegnum hið ríkisvædda bankakerfi.
  • Sé ekki síst, til þess að tryggja Kína sem mest af framleiðslu heimsins, áður en skortur á verkafólki skellur á skv. skírslunni - eftir 2020. 

En þetta þíðir einnig, að þ.s. þegar er farið að gæta - að það hægi á mögulegum hagvexti, mun halda áfram að ágerast.

Á einhverjum tímapunkti, mun ekki lengur verða möguleg - - að viðhalda hagvextinum, með þeirri peningadælu sem í gangi hefur verið undanfarið.

Þá líklega, hafandi í huga að þá verður "kredit" orðið enn stærri bóla en nú, mun líklega verða "stór" skellur.

 

Er hætta á gjaldþroti Kína?

Líklega ekki í þetta sinn, en Kína á ennþá mikið af erlendum eignum sem og erlendum ríkisbréfum, ekki síst bandar.

Þau er vel unnt að setja fram sem "mótveð" gegn nýjum lánum frá alþjóðlegum bankastofnunum. Þannig, að ég reikna með því að kínv. stjv. geti "endurfjármagnað" bankana.

Að minnsta kosti, í eitt skipti til viðbótar. En þá líka held ég að Kína sé sprungið á "limminu" þ.e. ekki verði unnt að endurtaka leikinn - eina ferðina enn.

Með rosalegu "credit boom" til þess að aftur búa til ofsalegan vöxt, en í ljósi þess hve fólksfj. þróunin mun á næstu árum, koma sem hemill í vaxandi mæli á móti.

Þá hugsa ég, að ef kínv. stjv. myndu gera eina tilraunina enn, til slíks - myndi það standa stutt.

Og eftir það "krass" myndi Kína lenda í raunverulegum skuldavanda, eins og Brasilía á 9. áratugnum.

  • Kínv. stjv. verða að hafa vit á því, að láta það krass sem er yfirvofandi - - marka endalok slíks "credit boom" drifins vaxtar.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að "krass" sé virkilega yfirvofandi í Kína. Það verði líklega stutt en snörp kreppa. Þ.e. snögg dýfa og djúp, en síðan hratt upp aftur. En kínv. stjv. líklega endurfjármagna bankakerfið sitt, með þeim eignum sem kínv. stjv. eiga. Þær er unnt að nota t.d. sem veð gagnvart erlendum lánum. Nota síðan "asset swap" til að greiða þau, þá með afföllum eðlilega. 

Þá væri Kína stærstum hluta búið að losa sig v. þau erlendu ríkisbréf sem Kína í dag á. En með þessum hætti, getur Kína væntanlega endurfjármagnað - án þess að kínv. ríkið lendi sjálft í skuldavanda.

Því verði engin "skuldakreppa" af sambærilegu tagi í Kína, eins og Evr. er í dag að ganga í gegnum. Heldur klassísk snörp kreppa.

Um verði að ræða "pásu" í hagvexti, Kína muni síðan ná sér aftur. En eftir það - vaxa mun hægar en áratugina 3. á undan.

Þ.s. kínv. stjv. þurfa að gæta að, er að endurtaka ekki sama leikinn - - þ.e. "credid boom and bust" því að eftir að hafa losað sig v. þær handhægu eignir sem auðvelt er að koma í verð, þá væri mun erfiðara fyrir Kína. Að forðast raunverulega skuldakreppu - - ef leikurinn væri endurtekinn aftur.

Það væri ekki snjall leikur - - af Kína. Að verða eins og Evrópa er í dag!


Kv.


Þýskaland - stórveldi, óvart!

Rétt að vekja athygli á áhugaverðri umfjöllun The Economist um Þýskaland. Efnahagsvandi ríkja innan Evrópu. Hefur fært Þjóðverjum gríðarlega aukin áhrif/völd innan ESB. Án þess að nokkur innan Þýskalands hafi með beinum hætti, planlagt þá útkomu.

Europe’s reluctant hegemon

  • En niðurstaðan af evrunni, er alveg þveröfug við það sem lagt var af stað með í upphafi.
  • En evran var ekki síst frönsk hugmynd, framhald af þeirri stóru hugmynd, að tengja Frakkland og Þýskaland nánar saman; sérstaklega - - að gera Þýskaland háð Evrópu.
  • Mitterand eins og frægt er, gerði evruna að skilyrði fyrir því að "heimila" fyrir sitt leiti sameiningu Þýskalands, þegar A-Þýskaland var hrunið og Helmut Kohl vildi nota tækifærið. 

Frakkar óttuðust að sameinað Þýskaland yrði of sterkt - - sem við öll í dag vitum að varð raunin. Þó með öðrum hætti en áður!

Margir vita ekki í dag af hverju Þýskalandi gekk svo ílla framan-af innan evrunnar, en það kom til v. þess að þegar markið var tengt við evru, undir lok 10. áratugarins. Og aðrir gjaldmiðlar þeirra aðildarlanda ESB sem ákváðu að taka upp hinn tilvonandi nýja gjaldmiðil, einnig það gerðu.

Þá fengu Þjóðverjar "óhagstæða" tengingu - - ég hef ekki fulla vitneskju hvernig það atvikaðist, en grunar að það hafi verið samkomulag milli Frakka og Þjóðverja alla leið aftur til upphaflega samkomulagsins milli Kohl og Mitterand.

En evran átti í huga Frakka að "binda Þjóðverja" niður - - halda aftur af þeim, hin óhagstæða tenging framan-af sannarlega það gerði, og Þýskaland gekk í gegnum mögur ár fyrri hl. sl. áratugar.

  • Þegar hagvöxtur var nær enginn, samdráttur meira að segja þegar verst gekk!
  • Þýskaland á þeim árum, rauf samkomulagið um 3% hámarks halla á ríkissjóði.

Það er áhugavert að íhuga það, í ljósi afstöðu Þjóðverja í seinni tíð - - sem hafa beitt þeim stórauknu áhrifum sem evrukreppan hefur fært þeim í hendur, til þess að keyra í gegn - - þá hugmyndafræði sem í Þýskalandi nýtur mikils stuðnings - þessa dagana. En sannleikurinn er sá, að Þjóðverjar í reynd beittu ríkissjóð sínum til að "lágmarka" samdráttinn - - þ.e. juku útgjöld. Í reynd skv. fræðum Kaynesisma.

Og til þess að aðlaga hagkerfið, hinu óhagstæða gengi, þá settu Þjóðverjar "frystingu" á launahækkanir - - en gripu ekki til launalækkana!

Þetta dugði og vel það, því í að í öllum hinum evrulöndunum, hækkaði launakostnaður meir til mun meir en í Þýskalandi.

Sem þíddi, að á seinni hluta áratugarins, urðu þýskar vörur í vaxandi mæli, samkeppnishæfar að nýju. 

Verðbólga var að auki meiri í hinum löndunum en í Þýskalandi.

  1. Sannleikurinn er sannarlega sá, að sú aðstaða sem Þjóðverjar eru í, í dag.
  2. Kom til vegna mistaka hinna!
  • Sem breytir ekki því, að fyrir bragðið - - eru Þjóðverjar komnir alveg óvænt, í þá stórfellt styrktu valdastöðu; sem Frakkar á 10. áratugnum, óttuðust að sameining Þýskalands myndi skapa þeim.

Eins og sést af þessari áhugaverðu samantekt, sem starfsmenn "The Economist" hafa tekið saman með myndrænum hætti. Þá hefur evran frá miðjum sl. áratug - - verið samfelld sigurganga fyrir Þýskaland.

Með því að öll hin ríkin, létu launakostnað sinn - - hækka svo mikið meir, en átti sér stað innan Þýskalands þ.s. launakostnaður sat nánast alveg í stað liðlangan sl. áratug.

Þá færðu þær þýskum iðnaði frá og með seinni hl. sl. áratugar, samfellda viðskiptasigurgöngu - - og eftir því sem leið á sl. áratug, náði þýskur iðnaður sífellt stærri markaðshlutdeild innan annarra aðildarlanda evru.

Þetta þíddi einnig, að Þýskaland var með sí stækkandi hagstæðan viðskiptajöfnuð við flest önnur aðildarríki evru á sl. áratug, að hluta til eru skuldir þær sem aðildarríki evru í S-Evrópu eru að glíma við. 

Viðskiptaskuldir við Þýskaland, uppsafnaðar af halla seinni hl. sl. áratugar, af viðskiptum þeirra við einmitt Þýskaland, sem þýskir bankar í fj. tilvika fjármögnuðu - - og þannig leitaði það fjármagn sem til Þýskalands frá þeim streymdi, baka sem lánfé. Sem í dag Þjóðverjar vilja fá greitt með - vöxtum.

  • Það í sjálfur sér - - er ekki óréttlátt.
  • En þetta skapar samt sem áður sárindi!
  • Því þ.e. ákaflega erfitt - - að greiða til baka skuldir með vöxtum; þegar landið þitt er í kreppu!

Það er atriði sem Þjóðverjar þurfa að íhuga - - nefnilega hvort ekki sé skynsamlegt, að gefa þær skuldir eftir að hluta!

Til þess, að viðhalda góðum samskiptum við granna sína í S-Evr.

En slík aðgerð, myndi milda verulega kreppuna í S-Evr., þíða að grannarnir í S-Evr. myndu þurfa að skera lífskjör sín minna niður, viðsnúningur þeirra hagkerfa myndi einnig geta átt sér stað fyrr en annars, og þar með minnkun atvinnuleysis í þeim sömu löndum.

En hingað til hafa þýsk stjv. heimtað mjög kreppu-aukandi aðgerðir, þ.e. launalækkanir + mjög harðan útgjaldaniðurskurð.

Sú sýn, að þetta sé gert skv. fyrirmælum frá Berlín, er að skapa mikla og vaxandi andúð gegn Þjóðverjum í S-Evr.

Að auki, sú krafa að löndin greiði allt til baka með vöxtum, í erfiðu kreppuástandi; er að framkalla mjög mikla skerðingu lífskjara í S-Evr. Umfram þá skerðingu sem annars yrði.

Og versnandi ástand innan þeirra landa, er að draga verulega úr stuðningi við stofnanir ESB, við frekari samruna Evrópu, og ekki síst - - við hinn sameiginlega gjaldmiðil.

  • Þjóðverjar þurfa að ákveða hvað þeir vilja!
  • En krafa þeirra um - - fulla endurgreiðslu.
  • Er líklega orðin að þeirri mestu ógn, sem að samrunaferlinu stafar, og getur alveg vel hugsanlega - - riðið því að fullu.

 
Niðurstaða

Þjóðverjar þurfa að gera sér grein fyrir því, að stór hluti skulda vegna viðskipta við Þýskaland, sem Þjóðverjar eiga inni hjá þjóðum S-Evr. Og einnig öðrum Þjóðum Evr. í efnahagsvanda. Eru líklega þegar tapaðar - - að það geti framkallað stórfellt tjón fyrir þá sjálfa. Ef þeir gefa ekki þær skuldir eftir, að verulegu leiti - - helst sem allra fyrst.

Spurning hvort að til staðar sé "freistnivandi" en þær miklu skuldir sem þeir eiga inni, er einmitt þ.s. skapar Þjóðverjum hina óvæntu stórauknu valdastöðu innan Evr?

Getur verið, að baki því stífa viðhorfi, að krafan um að þeir gefi eftir hlutfall þeirra skulda sé óréttmæt, liggi skynjun þeirra að í þeim áhrifum sem þetta skapar; liggi ákveðið tækifæri?

Ef Þjóðverjar eru að nota tækifærið þannig séð, til þess að móta Evrópu skv. eigin hugmyndum, um það hvernig hún á að vera. Best er að halda til haga því hvernig ríkisstj. Þýskalands hefur á seinni misserum, orðið nær allráðandi um framtíðarstefnuna innan ESB. Þ.e. síðan að evrukreppan hófst.

Þá er hættan sú, að skynjunin verði á þá leið - - að hin mótaða framtíð sé fyrst og fremst Þýskt prógramm. Þvingað fram!

Það að samruni Evrópu fái slíka hugmyndalega tengingu í augum fjölda Evrópubúa, sé líkleg til þess að magna stórfellt andstöðuna! 

Vísbendingar um þetta má þegar sjá í skoðanakönnunum, sem sýna stórfellda aukningu á vantrausti á stofnunum ESB og ekki síst, vaxandi andstöðu við frekari samruna.

 

Kv.


Ríkisstjórnin ætti að láta Alþingi álykta um frestun viðræðna!

Við getum rifist um það hvort Alþingi á að álykta um frestun eða ekki. En punkturinn sem ég ætla að koma fram, kemur í kjölfar yfirlýsingar "stækkunarstjóra ESB" þess efnis. Að ESB muni ekki sína biðlund endalaust: Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt.

"Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi.  Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi."

  1. Mér virðist hugsanlegt - - að stækkunarstjórinn, muni sjálfur setja "tímatakmörk."
  2. Ef ríkisstjórn Íslands er ekki fyrri til - - að setja slík fram.

Össur sagði á föstudaginn, að heppilegast væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort íslensk þjóð vill halda viðræðum áfram eða ekki, samhliða sveitastjórnarkosningum á nk. ári.

Mér virðist vel hugsanlegt, að áhugamenn um aðild Íslands muni hafa samband við Fule, og bendi á það tækifæri sem í sveitastjórnarkosningunum felist.

Ríkisstjórnin gæti ef hún ætlar að humma það fram af sér, að setja fram - dagsetningu.

Staðið frammi fyrir því, að Fule hefur sjálfur sett fram slíka, sem passar nokkurn veginn við það tímabil þegar sveitastjórnarkosningar fara fram.

Og síðan muni allir aðildarsinnar á landinu, leggjast á eitt um að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu - - á nk. ári samhliða sveitastjórnarkosningum.

  • Ríkisstjórnin aftur á móti, getur gersamlega komið í veg fyrir þennan möguleika, með því að leggja sjálf fram dagsetningu - - þá innan skamms. Ekki bíða lengi með það, að leggja þá dagsetningu fram.
  • Best væri, að Alþingi álykti formlega um það atriði, ekki síðar en á nk. haustþingi, en allt eins á sumarþingi þetta sumar - - því ekki?
  1. Þá legg ég til að ályktað verði - - að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vill halda viðræðum áfram eða ekki.
  2. Fari fram samhliða kosningum til Alþingis vorið 2017. 

Ef ríkisstjórnin leggur slíka ályktun fram, áður en aðildarsinnar geta náð því að plotta annað - með stækkunarstjóra ESB.

Þá auðvitað, mun stækkunarstjórinn virða þá tímasetningu - - og halda málinu opnu fram að nk. Alþingiskosningum. Og láta það síðan ráðast - - hvað næsta ríkisstjórn ákveður.

Enda hefur hann áður sagst - - munu virða lýðræðislegan vilja þings og þjóðar.

En þá þarf einmitt - - ályktun Alþingis. Til að setja á þann formlega stimpil, sem hann getur ekki leitt hjá sér.

 

Hvers vegna 2017?

  1. ESB á eftir að taka mikilvægar ákvarðanir um breytingar á stofnunum þess, sem munu fela í sér umtalsverðar breytingar á sáttmálum eða það, að nýir sáttmálar verði búnir til utan um nýtt og breytt fyrirkomulag - - ef aðferð sú sem notuð var þegar búinn var til svokallaður "stöðugleikasáttmáli" verður beitt. Eins og mér skilst, að margir vilja innan ESB.
  2. Þetta eru það stórar breytingar að líkindum, að um getur verið að ræða - - nýtt samband í mikilvægum atriðum. Ekki síst, eru líkur á því að þær breytingar feli í sér umtalsvert viðbótar fullveldis afsal aðildarríkja sem samþykka breytingar eða nýjan sáttmála sem felur í sér þær breytingar.
  3. Að auki er líklegt að þær breytingar feli í sér, umtalsverða skerðingu á "neitunarvaldi" aðildarríkja - - sem þá veikir mjög áhrif smærri aðildarríkja. En sama skapi, eflir stöðu stærri ríkjanna sem hafa meira atkvæðaværi.
  • Þessar breytingar munu taka nokkurn tíma - - að koma fram.
  • Verða líklega ekki fram komnar 2014 en að líkindum, verða þær fram komnar 2017.
  • Því fyrir bragðið, verði mun auðveldar fyrir landsmenn - - að taka upplýsta ákvörðun, um það - - hvað þeir vilja. Þegar þeir sjá, hvað aðild felur í sér. Sem eftir þær breytingar líklega verður töluvert annað en aðild hefur fram að þessu falið í sér - - þ.e. mun víðtækara fullveldisafsal.
  1. Svo er það kreppan, en ennþá er ekki ljóst hvort að þjóðir Evrópu muni smám saman rétta við sér, eins og bjartsýnismenn telja - - og það verði fyrir rest ágætur hagvöxtur.
  2. Eða, hvort að ESB sé á leið inn í "japanska veiki" eða "stöðnun" sbr. þá sem hófst v. upphaf 10. áratugarins, eftir hrunið í Japan síðla vetur 1989.
  • Hvort á við, ætti einnig að vera orðið ljóst 2017. Þ.e. ef þjóðir ESB enn eru það ár annaðhvort í vart mælanlegum hagvexti eða enn í hægum samdrætti; þá verður ljóst að Evrópa er þá virkilega á leið í það langvarandi efnahagslega hnignunarferli. Sem margir í dag telja líklegt.
  • Ef aftur á móti, bjartsýnismenn hafa rétt fyrir sér - - þá verður það einnig orðið ljóst 2017. Að þá verður Evrópa á góðri vegferð upp úr kreppu, ef þeir hafa rétt fyrir sér.

Það er sem sagt punkturinn - - að í dag sé óvissa um mjög mikilvæga þætti sem þjóðin þarf helst að hafa vitneskju um, þegar hún tekur ákvörðun af eða á.

Sú vitneskja muni taka tíma að koma fram, vegna þess að þeir atburðir sem koma til að skíra þá aturðarás, þurfi sinn tíma - - til að leiða þann sannleika fram.

2017 - - sé því einfaldlega það ár. Sem eðlilegast sé að miða við. Að senda málið til þjóðarinnar, til lokaákvörðunar af eða á um það - - hvort hún vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki.

Vegna þess, að þá verði rykið búið að setjast að flestum líkindum - - þannig að upplýst ákvörðun verði þá "fyrst möguleg."

 

Niðurstaða

Ég skora á ríkisstjórnina að láta Alþingi álykta sem fyrst um frestun viðræðna um aðild, fram að Alþingiskosningum 2017. Að þá samhliða þeim kosningum muni þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort íslensk þjóð vill halda aðildarmálinu áfram eða ekki - > haldin. Það tiltekna ár sé heppilegt, því að - að þeim tíma liðnum. Ætti að hafa skýrst að flestu eða öllu leiti. Hver vegferð ESB til framtíðar verður. Bæði þegar kemur að því hvaða breytingar á ESB munu þá hafa komist til framkvæmda og að auki um það hver efnahagsleg framtíð Evrópu líklega verður.

En ef það kemur í ljós t.d. 2017 að Evrópa virkilega er á leið inn í langvarandi stöðnun og efnahagsleg hnignun, þá að sjálfsögðu er það til þess að minnka áhuga landsmanna á aðild.

Að auki, þá mun það fela í sér stórfelldar viðbótar fórnir fyrir okkur, ef af líklegri vegferð ESB í átt að verulegri dýpkun sambandsins verður.

  • Svo má ekki algerlega leiða hjá sér hinn möguleikann - - að allt fari á versta veg.
  • Þannig að jafnvel, sambandið sjálft flosni upp, í kjölfar efnahagslegs stórslyss.

2017 ætti myndin að hafa skýrst.

 

Kv.


Kína valtar yfir Evrópu?

Það hefur verið áhugaverð atburðarás í gangi undanfarnar vikur, þ.e. síðan Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti um refsiaðgerðir gegn meintum viðskiptabrotum Kína, í sl. mánuði. En þá var formlega lagður 47% tollur á kínversk framleiddar sólarhlöður.

Gagnaðgerðir kínv. stjórnvalda hafa vakið athygli, en þær hafa beinst að því. Að spila á einstök aðildarríki ESB, þ.e. að beita þau þrístingi til að fá þau til að beita sig gegn aðgerðum viðskiptastjóra Framkvæmdastjórnarinnar - Karel De Gucht.

Fyrst hófu kínv. formlega rannsókn á vín viðskiptum Evr. v. Kína, en vín koma frá aðildarlöndum sem talin eru styðja aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar. T.d. Frakkland, Ítalíu og Spáni.

Athygli hefur vakið, að 18 lönd alls, hafa risið upp síðan aðgerðir Karel De Gucht voru kynntar, og líst yfir andstöðu. Ekki síst, Þýskaland. 

Spurning hvort þar réð nokkru hótun kínv. stjv. sem kom fram í málgagni kínv. stjv. - - sem vitað er að er "mouthpiece" þ.e. beinlínis að tjá viðhorf sem kínv. stjv. vilja koma á framfæri. 

China says EU must recognise its decline amid trade war

“The change of the times and the shifts of power have failed to change the condescending attitude of some Europeans,” - “China doesn’t want a trade war, but trade protectionism cannot but trigger a counterattack.” - “We have set the table for talks [yet] there are still plenty of cards we can play,”

Þetta getur vart talist vera - "suptle."

Aðvörunin - - nóg af spilum á sem unnt er að nota, í kjölfar þess að tekin var upp rannsókn á vínviðskiptum.

Er vart atriði, sem lönd eins og Þýskaland með gríðarlega mikilvæg viðskiptatengsl við Kína, hafa treyst sér til að líta framhjá.

Þ.e. einnig spurning hvað kínverskir sendimenn hafa sagt t.d. v. Merkel í prívat samtölum, skv. beinum fyrirmælum frá Peking. 

En hótun t.d. að bregðast með einhverjum hætti gegn þýskum fyrirtækjum starfandi í Kína, væri mjög alvarleg ógn v. Þýskaland akkúrat núna, þegar viðskipti Þýskalands innan Evrópu eru í hnignun.

Germany thwarts EU in China solar fight

“Commissioner De Gucht . . . made it very clear to the Vice-Minister that he was aware of the pressure being exerted by China on a number of EU member states which explains why they are positioning themselves as they are in their advisory positions towards the European Commission”.

"Beijing warned there would be retaliation..." - “The Chinese government would not sit on the sideline, but would rather take necessary steps to defend its national interest. Despite the heightened risk of the China-EU bilateral trade disputes widening and escalating, the Chinese government would nevertheless make a best effort [in the] hope of reaching a consensus and avoiding a trade war, but this would require restraint.”

Það verður forvitnilegt hvernig þetta mál spilast áfram, en Karel De Gucht ætlar greinilega ekki að gefast upp "auðveldlega" en eftir að afstaða alls 18 aðildarríkja lá fyrir, um andstöðu við aðgerðir hans. 

Sem hann hefur lofað, að taka til "íhugunar" en þ.s. Framkvæmdastjórnin fer með utanríkisviðskiptamál fyrir hönd aðildarríkjanna, formlega getur hann hundsað andstöðu meira að segja - Þýskalands.

Brussels offers Beijing reprieve in solar panel dispute
"Karel De Gucht, the EU trade chief, lowered the 47 per cent punitive tariffs Brussels recommended last month to just 11.8 per cent. But the lower rate will last for only two months, until August 6, and reverts to 47.8 per cent if China does not respond to EU allegations that it is selling the solar panels in Europe for below cost, a tactic known as “dumping”."

Þetta voru viðbrögð hans, að gefa Kína 2-mánuði með "einungis" 11,8% toll í stað 47,8%.

Karel De Gucht ætlar greinilega ekki gefa sig "auðveldlega" en með 18 ríkisstj. aðildarríkja í yfirlýstri andstöðu, þar á meðal öll hlutfallslega "vel" stæðu ríkin í N-Evr. 

Þá verður áhugavert að sjá, hvort hann getur haldið út í þessu taugastríði.

En það má fastlega reikna með því, að kínv. stjv. muni - - herða skrúfurnar að aðildarríkjunum, til þess að fá þau til að "auka" þrísting sinn, á Framkvæmdastjórnina.

 

Niðurstaða

Þ.e. áhugavert að sjá hvernig Kína ætlar sér að brjóta á bak aftur tilraunir Framkvæmdastjórnar ESB til að "verja" evrópska framleiðslu sólarhlaða. En þetta er enn einn evr. iðnaðurinn sem stendur höllum fæti. En innflutningur kínv. framleiddra hlaða hefur verið í hraðri aukningu á allra síðustu misserum. Meðan að evr. framleiðendur, standa hratt vaxandi mæli höllum fæti. Og stefnir að því að þessi framleiðsla leggist jafnvel alfarið af í Evrópu. En af öllu óbreyttu, stefnir í algerlega ráðandi stöðu kínv. framleiðenda á Evrópumarkaði, hvað sólarhlöður varðar. Og að öll sú mikla fjárfesting sem Evrópa hefur lagt til þess að byggja upp slíkan iðnað, tapist. En þetta er ein af þeim greinum, sem hefur fengið verulegan pólitískan stuðning, sem hugsanleg framtíðar hátæknigrein - - sem "grænn" iðnaður.

Aðferðir Kína - - að deila og drottna.

Með því að beita einstök aðildarríki þrístingi, vekja athygli.

Áhugaverð hin bersýnilega breytta valdastaða Kína gagnvart Evrópu!

 

Kv.


Framkvæmdastjórn ESB gerir örvæntingarfulla tilraun til að bjarga fríverslunarviðræðum við Bandaríkin!

Framkvæmdastjórn ESB ætlar að gera svolítið sem hún hefur aldrei áður gert. En vandinn sem hún stendur frammi fyrir, er þverneitun Frakka að samþykkja að viðræður um fríverslun við Bandaríkin fari af stað. Nema að samþykkt verði fyrirfram, að undanskilja frá fríverslunarsamningnum - þætti eins og kvikmyndagerð í Frakklandi, þáttagerð, rekstur sjónvarps og útvarpsstöðva í Frakklandi, meira að segja, heimta þeir undanþágu fyrir rekstur netfjölmiðla innan Frakklands. 

Þetta snýst frá sjónarhóli Frakka, um vernd franskrar menningar - gagnvart þeirri samkeppni sem hún annars myndi standa frammi fyrir.

Samningurinn, nýtur ekki mikils stuðnings innan Frakklands, og fátt bendir til þess að Hollande myndi tapa í nokkru pólitískt innan Frakklands, ef hann drepur fríverslunarviðræðurnar í fæðingu. 

Brussels seeks to break French impasse over EU-US trade talks

"Under Mr. De Gucht's proposal, commission negotiators would firrst come to the EU trade ministers with their position on the audio-visual sector for an "in-depth" discussion before beginning talks with Washington. Although legally there can be no formal action taken by the ministerial council. De Geucht would promise to revice the EU stance if there are strong objections." 

 

  • Þetta virðist ekki beint vera - - neitunarvald, sem stendur til að bjóða Frökkum.
  • Þ.s. ef þeir samþykkja þessa leið, þá þurfa þeir að treysta á loforð viðskiptastjóra Framkvæmdastjórnarinnar, að hann muni breyta tillögum sínum - - ef Frakkar eru "mjög óánægðir" með þær tillögur; þegar kemur að þessu tiltekna máli sem varðar frankan "menningariðnað."

Engar aðrar slíkar undanþágur verði veittar - - en slík undanþága er gersamlega einstök í sögu ESB. En Framkvæmdastjórnin sér um samninga um utanríkisviðskipti - punktur.

Það að þetta sé boðið - - er líklega vísbending um vissa örvæntingu. Því með þessu, getur það verið að aðrar aðildarþjóðir í framtíðinni - líti á slíka tilslökun sem "fordæmi." 

Það getur samt vel verið, að Frökkum finnist þetta ekki duga - - og þeir sitji við sinn keip.

En ef þ.e. niðurstaðan að tilraun Framkvæmdastjórnarinnar, að fá frönsk stjv. til að samþykkja slíka "millileið" bregst - - getur tilraunin til þess að starta viðræðum við Bandaríkin um fríverslun.

Komist í mikla óvissu!

Þ.e. samt ekki algerlega víst, að það gangi af tilrauninni dauðri!

En það myndi geta þítt, að samningur ef af verður, muni vera smærri í sniðum en upphaflega var stefnt að - - þ.e. Bandaríkin vara við, að ef menn hefja það ferli að undanskilja svið fyrirfram frá viðræðum.

Muni Bandaríkin líklega einnig gera slíkt hið sama! 

 

Niðurstaða

Það getur vel farið svo að viðræður um fríverslun milli Bandaríkjanna og ESB fari ekki af stað í næstu viku eins og til stóð. En Frakkar hafa hingað til virst mjög ákveðnir í neitun sinni, að opnað sé á fríverslun innan sviða sem þeir líta á - að sé nauðsynlegt að undanskilja. Til að vernda franska menningu.

Framkvæmdastjórn ESB er líklega að gera nú "lokatilraun" til að fá Frakka til að fallast á millileið!

Kemur í ljós í fréttum líklega á föstudagskvöld, hvor slíkt samkomulag við Frakka næst eða ekki! 

 

Kv. 


Ríkisfjölmiðli Grikklands var lokað - - ekki af sparnaðarástæðum!

Þetta hljómar ef til vill einkennileg fullyrðing. En skv. frétt Financial Times, er ríkisfjölmiðill Grikklands ekki rekinn af fjárlögum. Þannig að lokun ERT sparar ekki eina evru af fjárlögum. En svo vill skemmtilega til, að eigi að síður þarf gríska ríkið af reka tiltekinn fjölda ríkisstarfsmanna þ.e. 2000 - fyrir júlí nk.

Greek coalition under pressure after sudden closure of public broadcaster 

"Ert's main source of revenue is a levy on electricity bills charged in a per-household basis." 

"Months of foot dragging by cabinet ministers over cutting public sector payroll forced the premier to take drastic action to ensure that Greece was in a position to sack 2000 state workers by July as agreed with the EU and International Monetary Fund." 

Að baki þeirri ákvörðun með öðrum orðum, að skyndilega loka "ERT" liggi skortur á samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar, um aðrar lausnir á því - hvar skal finna þá 2000 ríkisstarfsmenn.

Sem skv. samkomulagi Grikklands við "þrenninguna" svokölluðu, Grikkland þarf að vera búið að reka ekki síðar en nk. júlí.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með Grikklandi, en þetta er einungis í sarpinn.

En þúsundir ríkisstarfsmanna, þarf að reka til viðbótar fyrir árslok, ef ríkisstjórnin á að geta staðið við björgunarprógrammið.

Þeir geta ekki rekið sömu starfsmennina tvisvar!

 

Niðurstaða

Þetta er lítill hluti af grísku tragedíunni. Farsinn í tenglum við ríkisfjölmiðilinn. Fyrir utan að þar virðist að hann hafi verið eitt af því sem hefur lengi verið rotið í gríska kerfinu. En að sögn eru nær allir starfsmenn pólitískt ráðnir, það rak í reynd 4 stöðvar með samanlagt áhorf 20%, auk 2-ja symfóníuhljómsveita. Þetta á allt að minnka verulega. En þetta samt sparar ríkinu ekki neinn pening.

 

Kv. 


Er rangt fyrir kynslóðir nútímans að nýta þ.s. ekki er unnt að nýta á morgun?

Rétt er að hafa í huga, að þegar menn bera okkur í dag saman við siðmenningar fyrri tíðar, sem sannarlega eiga allar sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti. Hætt að vera til. Þá er rétt að árétta að sennilega aldrei áður hefur verið til - siðmenning sem hefur raunverulega verið hnattræn.

Það sem siðmenningar fyrri tíðar eiga allar sameiginlegt - - er að þær voru miklu mun takmarkaðri að umfangi. En ekki síst, réðu yfir miklu mun minna fullkominni tækni.

Það þarf því að fara ákaflega varlega í að framreikna - núverandi nýtingu.

Og fullyrða að hún sé ósjálfbær! Augljóslega.

Sannarlega miðað við tæknina eins og hún er í dag, þá virðist svo vera.

En ég mynni fólk á Malthus, en tækniframfarir gerðu það að verkum - - að spádómur hans hefur fram að þessu ekki ræst.

  • Og þ.e. einmitt hin stóra "villta breyta" tækniframfarir.
  • Og tækniframfarir eru einmitt keyrðar áfram - eins og aldrei fyrr í gervallri sögu mannkyns, af því samfélagi sem er til staðar í dag, með allri þeirri samkeppni milli aðila sem tíðkast.
  • Punkturinn er sá - - að engin leið er að spá fyrir um, hvað verður mögulegt á morgun!


Ég vara við þeirri hugsun að við þurfum að hverfa til ástands - - einskis hagvaxtar, og jafnstöðu nýtingar!

En það leiðir hjá sér einn mikilvægan sannleik, sem gerir núverandi samfélag sögulega einstakt - - sem er að þ.e. einmitt óstöðugleikinn sem knýr breytingar, þar á meðal tækniframfarir.

Það sem einkenndi einmitt samfélög fyrri tíma, var að breytingahraðinn einungis brotabrot af því sem tíðkast í dag; en ekki síst. Miklu mun fátækari.

Að auki, var misskipting auðs margföld á við daginn í dag!

Þetta er ekki mikilvægasti punkturinn, mun mikilvægari er sá - - að sameiginlegt einkenni samfélaga fyrri tíma; er sannarlega að þau voru miklu mun stöðugari.

En þ.e. ástæða að ætla, að einmitt sá stöðugleiki - - leiði til slíkrar óskaplegrar misskiptingar auðs. Yfir tíma, þ.s. í stöðugu efnahagsástandi. Þá smám saman lokist leiðir fyrir aðila í fátækari hópum, til þess að komast til auðs og áhrifa.

Smám saman þróist á ný þ.s. áður var ávallt til staðar - aðalsstétt. Og þá að sjálfsögðu, einhvers konar form stjórnunar á hennar vegum.

-----------------------------------

En þ.e. ástæða að ætla, að óstöðugleiki núverandi samfélags, dragi úr tekjumisskiptingu.  En ef v. skoðum hvað hefur gerst síðan iðnbyltingin hófst, þá í öllum samfélögum sem hafa iðnvæðst.

Hafa hefðbundnar aðalsstéttir látið undan síga, og svokallaðir - nýríkir tekið við, með nýjar hugmyndir.

Þ.e. nýir komust að, þeir sem ekki voru áður ríkir.

Að auki, hefur í öllum löndum sem komist hafa langt á braut iðnvæðingar, skapast - millistétt.

Þ.e. fjölmennir hópar almennings, hafa komist í sæmilega álnir ef ekki beint ríkidæmi.

  • Þetta er einstakt - - því í öllum samfélögum fyrri tíma.
  • Sem teljast mun "sjálfbærari" þá var einnig mjög fáir sem höfðu það gott.
  1. Ég sé enga leið framhjá þessu vandamáli - - þ.e. að ef við myndum ákveða að leggja af hagvöxt.
  2. Ákveða að minnka til mikilla muna, neyslu - en stærsti hluti hennar á vesturlöndum er neysla almennings.
  3. Þá munum við stórfellt lækka lífskjör meginsins af þeim sem lifa og starfa innan þeirra samfélaga, þá er ég að sjálfsögðu að tala um þau efnislegu gæði sem hver og einn hefur efni á að veita sér.
  • Það mynd leiða til stórfellt aukinnar - - tekjumisskiptingar að nýju.
  • En það mun aldrei takast, að hindra þá duglegustu í því að sanka að sér gæðum, þannig er það enn í dag, þannig var það áður - - meginmunurinn milli samfélags dagsins í dag og fyrri tíma, er að pöpullinn er mun ríkari en áður. Meðan að hinir ríku hafa ekki aukið sinn auð að sama hlutfalli.

Ég er einnig fullviss, að forsenda nútímalýðræðiskerfis, er sú almenna velmegun sem er til staðar.

Þannig að afleiðingin yrði - lengra fram séð, endalok þess samfélags einnig.

 

Ég sé í reynd einungis eina leið, að halda áfram vegferðinni sem mörkuð hefur verið!

En það sé gersamlega augljóst, að núverandi fjöldasamfélag, einfaldlega myndi aldrei samþykkja, að gefa eftir þá sókn til lífskjara sem nú er til staðar.

Já það þíðir, að mannkyn mun halda áfram að nýta gæði Jarðar í auknum mæli, eins og hingað til.

  • Sem þíðir ekki - að ekki neitt sé unnt að gera!
  1. En augljóst mun sú sókn, leiða til aukinnar neyslu. Burtséð frá því hve mikið leitast verður við að auka skilvirkni.
  2. Og augljóst er jafnframt, að margar af þeim björgum sem Jarðarbúar nýta. Munu þverra á endanum.
  • En leiðir það ekki til hruns á endanum? Þegar bjargir ganga til þurrðar?

Það þarf alls ekki að vera svo!

Höfum í huga, að tækniframfarir eru stöðugar - og hraðar. Þó svo að málmar - kolefnagrunnað eldsneyti, á endanum gangi til þurrðar.

Þá gerist það ekki á líftíma þeirra sem lifandi eru í dag. Og ég bendi fólki á það, hve mikið hefur gerst í tækni á okkar líftíma þeirra sem t.d. eru á miðjum aldri.

  • Að auki, er rétt að benda á - - að yfrið nóg er af hráefnum, utan Jarðar!

Sem órökrétt er að halda fram, að sé augljóslega utan seilingar Jarðarbúa, þegar að þeim tíma kemur að sumar hráefnaauðlindir fara að þverra!

  1. En ábending þess efnis, að Jarðarbúar þurfi meir en heila Jörð - eru líklega réttar!
  2. En svarið er ekki það, að kæfa samfélag okkar - - niður á fyrra stig.
  3. Heldur, að þá nýta þær auðlindir sem til staðar eru í margföldu magni í Sólkerfinu fyrir utan Jörð.
  • Hver hefur rétt til þeirra - annar en við?


En hefur núverandi kynslóð rétt til að nýta þ.s. ekki verður til á morgun?

Augljóst er að suma tegund nýtingar er unnt að gera "sjálfbæra" þ.e. nýtingu dýrastofna. 

Nýtingu virkjana sem nýta auðlyndir sem raunverulega eru endurnýjanlegar, svo fremi sem sú nýting er innan þess ramma sem sé sjálfbær til langframa.

  • En þ.e. ekki unnt að með sambærilegum hætti, nýta auðlyndir sem ganga til þurrðar óhjákvæmilega!
  1. Þ.e. spurningin að nýta í dag eða á morgun!
  2. Ekkert segir að samfélag morgundagsins hafi meir rétt, heldur en samfélag dagsins í dag.
  • Svo þarf að muna eftir - - stöðugum tækniframförum.

En þ.e. langt í frá svo, að það sé augljóslega rétt - - að með því að nýta forgengisleg hráefni, sé verið að svipta framtíðar kynslóðir möguleikum.

En höfum í huga, að allt okkar samfélag frá upphafi iðnbyltingar hefur byggst á slíkri nýtingu, og það samfélag hefur drifið mestu aukningu velferðar sem sést hefur í mannkynssögunni.

Hver kynslóð hefur verið að nýta forgengilegar auðlyndir, en í því starfi hefur hverri kynslóð tekist að tryggja börnum sínum þrátt fyrir það - betra viðurværi. Ekki verra!

  1. Og mikilvægur þáttur í því - - hefur einmitt verið "hagvöxtur."
  2. Sem í grunninn má kalla, nettó árlega aukningu efnislægra gæða sem til boða standa hverju samfélagi!

Stöðug aukning efnislegra gæða í boði, innan hvers samfélags - sem iðnvæðst hefur.

Hefur leitt til þeirrar aukningar velferðar sem átt hefur stað!

  • Þannig að þ.e. algerlega augljóst, að ef - það væri gert staðar nem í þeirri aukningu efnislegra gæða per haus, þá hættir sú velferðaraukning.
  • Að auki, ef á að minna á sama tíma verulega neyslu á efnislegum gæðum á Vesturlöndum, þá yrði almenn velferð að sama skapi minnkuð!
  • Sem augljóst leiðir til þess - - að slíkri stefnu verður aldrei unnt að framfylgja í lýðræðisríki

En þeir sem halda henni á lofti - eru í reynd að segja, að við höfum það of gott!

Sem er augljóst ekki söluvænleg stefna!

 

Er þá ekki hætta á hruni okkar samfélags vegna vistkerfishruns?

Ég á ekki von á því að slík útkoma sé líkleg, jafnvel þó svo við gerum ráð fyrir stórfellt meiri hnattrænni hlýnun en 2°C. T.d. 10°C.

En þegar menn tala um bráðnun jökla, þarf að árétta tímaramma - - en það mun taka meir en 100 ár fyrir ísl. jökla að hverfa með öllu. Þó svo við reiknum með svörtustu spám um hlýnun.

Grænlandsjökull, mun taka nokkur árhundruð. Og S-skautsjökull a.m.k. 1000 ár.

  • Hugsanlega fer loftslag Jarðar í heitan fasa - þ.e. hefur fasaskipti.
  • En ég árétta að, Jörðin hefur oft í sögu sinni, verið í heitum fasa. T.d. ekki lengra en ca. 15 milljón árum, var hér að finna risafurur þ.e. á Íslandi.

Greenhouse and icehouse earth

Það eru ekki nema 2 milljón ár síðan ísinn á N-skautinu myndaðist. Fyrir þann tíma, var of hlítt á Norðurskautinu fyrir ís.

Ísinn á S-skautinu fór að myndast fyrir 34 milljón árum, en fyrir þann tíma og um töluvert langan Jarðsögulegan aldur þar á undan, eða ég held alla leið aftur á "Perm" tíma. Jörðin íslaus.

Jörðin telst enn vera í - kald fasa!

-----------------------------------

Punkturinn er sá, að mannkyn hefur töluverðan tíma - til að bregðast við.

Og svo er ekki eins og ekkert sé unnt að gera, til að bregðast við sbr.:

Geoengineering 

  • En ég held að það sé ekki ósanngjarnt að ætla, að innan t.d. þess tímaramma sem það tekur Grænlandsjökul að bráðna, sem er örugglega ekki skemmri tími en hefur liðið síðan iðnbylting fyrst hófst á Jörðinni, eða síðan t.d. Bandaríkin voru stofnuð eða franska byltingin varð.
  • Verði mannkyn fært um að þróa þá tækni sem til þarf - til að kæla Jörðina ef með þarf.

En það getur líka verið valkostur - - að heimila full fasaskipti.

Þetta verður val "framtíðar" kynslóða - - engin leið að vita í dag, hvert þeirra val verður.

 

En hvað með - efnahagshrun, af völdum þess að nauðsynleg hráefni gangi til þurrðar?

Nei eiginlega ekki heldur - - en rétt er að benda á t.d. að járn sem dæmi, er í það miklu magni að það er ólíklegt til að ganga til þurrðar. Þó svo að hugsanlega verðir dýrara að afla þess, því aðgengilegar námur séu á þrotum. Þá myndi kostnaðarhagkvæmni þá endurnýtingar batna.

Á sama tíma, þá yrði einnig hagkvæmara en í dag - - að taka á sig þann kostnað. Að nýta hráefni utan Jarðar.

En eftir því sem hráefni hér þverra, þá verða þau dýrari hér á Jörðu. Sem hefur samtímis þau áhrif, að endurvinnsla verður arðbærari. En einnig, að sókn í auðlyndir Sólkerfisins mun þá verða efnahagslega áhugaverð.

Sérstaklega þegar við einnig höfum í huga, stöðugt batnandi tækni. En geimferðatækni fleygir fram sem annarri tækni.

  • Ég á með öðrum orðum ekki von á því - - að hráefnaskortur muni leiða til "hruns."
  • Mannkyn muni leita á ný mið - - eins og ávallt hingað til síðan iðnbylting hófst!

 

Niðurstaða

Þ.e. einungis ef menn skilgreina hlutina nægilega þröngt. Að menn geta komist að þeirri niðurstöðu. Að samfélag manna verði að breyta sinni hegðun með mjög róttækum hætti - - annars fari allt til andskotans. Í raun og veru, krafa um fullt afnám nútíma samfélagshátta - hjá þeim sem ganga lengst!

En þá leiða menn hjá sér, stöðugar framfarir í tækni. Sem þíðir að möguleika framtíðar - - er ekki unnt að fyrirfram skilgreina. 

Það þíðir ekki að við eigum í engu að laga okkar atferli!

  1. Það eru verðmæti sem óskynsamlegt væri að eyðileggja - - t.d. dýra- og plöntutegundir. Sem engin leið er til að þekkja, hvers virði verða á morgun. Fyrir utan að fjölbreytnin er falleg. 
  2. Það væri einnig snjallt, að leitast við að bæta skilvirkni landbúnaðar, en sérstaklega í þróunarlöndum má bæta hana stórfellt - - í reynd auka verulega fæðuframleiðslu án þess að auka verulega við það land sem notað er til slíkra hluta.
  3. Það þarf að gæta að sér við vatnsnotkun, en stýring á henni - - snýst helst um að "verðleggja vatn" rétt. En víða er það of ódýrt eða jafnvel ókeypis. Þannig að menn hafa ekki hvatir til að nýta það af skilvirkni. Mikið af óþarfa tapi víða.
  4. Gæta að okkur varðandi loftmengun, en ég er þá að vísa til "heilsuspillandi" mengunar - fremur en "CO2" mengunar, sem ekki er heilsuspillandi. T.d. brennisteins.
  • Víða felst lausnin í stýriaðferðum - efnahagslegs eðlis.
  • Þ.e. rétt verðlegging - - en ef e-h er dýrt, notar þú þann hlut sparlega.

Ýmsar snjallar leiðir eru í býgerð, til þess að gera það að verðmæti - - að vernda vilt dýr.

Að vernda villta skóga, o.s.frv. Það eru leiðir sennilega líklegastar til árangurs. Því mannkyn hugsar ávallt með buddunni.

 

Kv.


Ósjálfbærni Hellisheiðarvirkjunar virðist - viss áfellisdómur!

En vandi við háhitasvæði er, eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði í Speglinum, að þ.e. í reynd engin leið að vita nákvæmlega vinnsluþol svæðis. Nema með því að nýta það. Þú getur gert áætlanir um það þol, með rannsóknum. En sannleikurinn akkúrat hver sá er, í reynd birtist ekki fyrr - - en nýtingin sjálf fer af stað. 

Þess vegna sé skynsemi að reisa gufu-virkjanir í áföngum, og keyra upp nýtinguna í skrefum. Þ.e. þú hefur planlagt t.d. 90 megavattar virkjun - áætlar að sú orka sé til staðar, en prófar fyrst svæðið t.d. á 30 megavatta nýtingu.

Og keyrir svæðið þannig um eitthvert árabil. Má einnig hugsa sér 50% nýtingu í stað 33%.

  • Þetta auðvitað gerir "álver" ekki sérlega heppilegan orkukaupanda fyrir gufuvirkjanir.
  • Vegna þess hve óskaplega þurftafrek álver eru með rafmagn.

Smærri verksmiðjur - væru mun heppilegri orkukaupendur.

En þá má hugsa sér að 1. áfangi, keyri eina verksmiðju.

Ef eftir t.d. áratug, nýtingin hefur gengið vel. Frekari rannsóknir virðast staðfesta, að líklega þoli svæðið vel frekari nýtingu - - þá má bjóða rafmagn til nýs kaupanda þ.e. verksmiðju 2 eða þá stækkun fyrri verksmiðju.

Aftur láta það ganga segjum í áratug!

Ef vísbendingar koma fram, eins og nú hafa komið fram um Hellisheiðarvirkjun, að mun minni orka sé á Hengilssvæðinu þeim megin en áður var talið, sem þíðir að sækja þarf orku annað.

Þá auðvitað, þarf að - - keyra niður Hellisheiðarvirkjun, þangað til að nýtingin nær jafnvægi! Þ.e. svæðið hættir að dala. Þ.e. ef ekki er fundið nýtt vatn annars staðar frá.

  • Eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði, lenti Rvk. í þessum vanda á árum áður, þegar borað var eftir heitu vatni innan Rvk.
  • Í ljós hafi komið, að nýtingin væri ósjálfbær - þegar þrýstingur á svæðinu fór í minnkunarferli, sambærilegt við það sem er að gerast við Hellisheiðarvirkjun.
  • Lausnin hafi einmitt verið að - - bora eftir heitu vatni í næsta nágrenni við Rvk. Og minnka upptöku innan byggðarinnar sjálfrar - - við það að draga úr nýtingunni innan borgar hafi jafnvægi komist á svæðið innan borgarinnar að nýju.


Sækja vatn til Hverahlíðar!

Þetta virðist hin raunhæfa lausn. En þá væri annaðhvort hætt við virkjun þar - eða henni frestað. En eins og Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur útskýrði í Speglinum. Þá við það að nýta þær holur sem þegar hafa verið boraðar á svæðinu. Með því að leiða það til Hellisheiðarvirkjun. Megi hefja það ferli, að "reyna" Hverahlíðarsvæðið. Með öðrum orðum, prófa hvað það þolir. 

En ef núverandi holur þar eru nýttar með þessum hætti. Væri sú nýting á því svæði, einmitt í anda þeirrar varfærnu nýtingar sem Sveinbjörn talar fyrir. Því þá væri verið að nýta mun minna af vatni en skv. áætlunum um virkjun við Hverahlíð - þá stendur til.

Með því að dæla því yfir til Hverahlíðarvirkjunar, væri einnig fjárfestingin þar - - nýtt betur.

En ef sem annars við blasir, að á virkjuninni verði líklega á næstu árum - umtalsvert fjárhagslegt tap.

Um leið, væri þá unnt að draga úr vatnsupptöku á núverandi vinnslusvæði Hverahlíðarvirkjunar, í því skyni að endurtaka þ.s. áður var gert innan borgarlandsins, þegar úr vatnstöku var dregið þegar nýtt vatn var sókt annað. Og þannig sjálfbærni vatnstöku innan borgarlandsins - endurreist.

Þannig, væri unnt að gera Hellisheiðarvirkjun - - sjálfbæra.

Þó hún sé það ekki í dag!

Vandinn eykst stöðugt án aðgerða

Allt of geist farið

Ágeng nýtingarstefna ástæða vandræða

 

Ættum að leysa þetta án hávaða!

Ég sé enga skynsemi í hugmynd Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri Grænna í stjórn Orkuveitunnar. En hún leggst gegn flutning orku frá Hverahlíð. Vill einfaldlega - - draga niður Hellisheiðarvirkjun.

Sannarlega er það rétt, að miðað við núverandi stöðu, er ekki um annað að ræða en að minnka vatnsupptökuna á núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar. 

Enda gengur ekki, að taka meir af svæðinu en það þolir - - það myndi einfaldlega þíða að svæðið myndi halda áfram að dala - - sbr. þegar fiskistofn er veiddur umfram þol.

Á hinn bóginn, gengur ekki heldur - - að draga úr orkuframleiðslu virkjunarinnar. En þá er hætt við því að hún geti ekki staðið við bindandi samninga við núverandi meginorkukaupanda þ.e. Norðurál.

Þegar við blasir að hægt er að leysa málið, myndi augljóst við blasa - skaðabótakröfur orkukaupandans. Upp á örugglega háar upphæðir, síðar meir. Ef fær lausn er ekki farin - vísvitandi.

  • Þarf einnig að muna að OR eigandi virkjunarinnar, stendur enn tæpt. Og þarf á því að halda, að virkjunin skili fullum tekjum.
  • Háar skaðabætur, líklega myndu endanlega gera út af við efnahag OR, og þá myndi allt dæmið skella á borgarsjóði.

Lausnin virðist blasa við sem Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur leggur til, að nota vatnið frá Hverahlíð í Hellisheiðarvirkjun.

Það kannski þíðir, að aldrei verður af sérstakri virkjun við Hverahlíð.

Það væri hugsanlegt að stækka Hellisheiðarvirkjun - eitthvað í framtíðinni. Ef ljós kemur eftir nokkur ár af nýtingu holanna við Hverahlíð, að það svæði þolir vel nokkra viðbótarnýtingu.

Þá yrði ekki af virkjun v. Hverahlíð, heldur niðurstaða að Hellisheiðarvirkjun væri nokkurs konar miðstöð fyrir nýtingu á heitu vatni til rafmagnsframleiðslu frá svæðunum í kring.

 

Niðurstaða

Fljótt á litið. Virðist útkoman af Hellisheiðarvirkjun. Vera viss líkystunagli fyrir áform um risaálver á Reykjanesi. En það virðist blasa við. Að mjög erfitt verður - - ef taka á lærdóm af því hvað gerst hefur við Hellisheiðarvirkjun, sem er þá að reisa gufuvirkjanir í áföngum. Og gefa svæðunum þann tíma sem þarf, svo vísindamenn geti lært á það - hver raunveruleg nýtingargeta svæðanna er.

Að fara í uppbyggingu 360þ.tonna álvers - í einum rykk. Það virðist við blasa. Að það sé ekki unnt að treysta á að slík nýting sé sjálfbær.

Þ.s. vinnslugeta svæðanna sem til stendur að nýta, er ekki raunverulega þekkt. Fyrr en nýtingin sjálf hefst.

Þá væri það ekki dæmi um varfærna nálgun að nýtingu. Að ætla sér að reisa þær virkjanir strax í fulla áætlaða vinnslugetu. Þegar augljós óvissa er um það, hve nærri raunveruleikanum þær áætlanir eru.

Eins og kom nú í ljós, stóðust áætlanir fyrir það svæði sem er meginnýtingarsvæði Hellisheiðarvirkjunar í dag. En svæði sem átti síðan að bæta við, til að virkjunin gæti gengið á fullum afköstum. Það hefur brugðist. Og gefur ekki nándar nærri þá orku, sem líkön sem áður voru unnin töldu að væri til staðar. Fyrir bragðið er virkjunin ósjálfbær.

Þetta getur hæglega endurtekið sig. Ef eins geyst er af stað farið í nýtingu.

Líklega er a.m.k. ekki unnt að lofa rafmagni fyrir stærra ver en ca. helmingi minna. En þá miðað við það að nýta öll sömu svæðin, en með helmingi minni afköstum. Meðan verið er að prófa þol þeirra svæða.

Það auðvitað myndi gera þær virkjanir mun minna hagkvæmar - fjárhagslega séð.

Sem myndi aftur, gera orkuverðið - - mjög krítískt atriði.

Sem aftur ber að þeim brunni sem ég nefndi áðan - - að gufuvirkjanir eru ekki sérlega heppilegar fyrir álver.

Betra að miða við - - smærri kaupendur. Sem dugar það rafmagn, sem hófleg nýting getur boðið upp á.

  • Nýtingarstefna og verndarstefna þarf ekki að vera í andstöðu.
  • Eins og nýting fiskimiðanna hefur sýnt fram á.
  • Þetta snýst um að finna þá nýtingu sem raunverulega er sjálfbær!
  • Ég líki háhitasvæðum v. fiskistofn, því inn á háhitasvæði er innstreymi af heitu vatni úr iðrum jarðar, tenging við kvikuna undir. Þannig að eins og fiskistofn - hafa þau endurnýjunargetu.
  • En með sama hætti, þarf að finna út hver sú endurnýjunargeta er.
  • Alveg eins og með fiskistofna, er nýting og verndun - - lærdómsferli.
  • Við höfum lært á nýtingu okkar fiskistofna, eftir mörg fyrri mistök.
  • Það að það hafa verið mistök gerð í tengslum við Hverahlíðarvirkjun, er með sambærilegum hætti, þá til þess að læra af því.
  • Lærdómurinn er ekki endilega sá, að nýta ekki - fremur en að ofveiði leiddi til þess, að við hættum alfarið að veiða fisk.
  • Heldur lærðum við, að veiða ekki meir - en stofnarnir þola. Þetta sama þurfum við að læra í tengslum við nýtingu á háhitasvæðum.

Nýting þarf að vera - varfærin. Eins og nýting fiskistofna þarf að vera.

Eins og með fiskistofna, er aðferðin að - hefja veiðar. En gera það í nánu samstarfi við vísindin, og eins og veiðarnar eru þróaðar eftir því sem gögn safnast fyrir um nýjan fiskistofn. 

Aðferðin hefur verið að heimila nokkrum skipum - tilraunaveiðar. Á eigin kostnað og áhættu. Undir nánu eftirliti. Ef stofn mælist í góðu veiðanlegu magni. Þá fyrst er kvóti gefinn út fyrir flotann.

Með svipuðum hætti, virðist skynsamar að hefja nýtingu háhitasvæða, á lágu tempói - - fyrsta kastið. Meðan að frekari gögnum er safnað. Þá komast menn að því, hvað svæðin raunverulega bera. Eins og menn læra á fiskistofn innan umráðasvæðis landsins - - fyrst með því að heimila mjög hóflega veiði.

 

Kv.


Fulltrúar stofnana ESB bregðast ílla við því að AGS hefur viðurkennt mistök í tengslum við gríska prógrammið!

Hef ekki gefið mér tíma fyrr en nú að lesa hina mjög svo áhugaverðu yfirlitsskýrslu AGS um Grikklands prógrammið. En í henni má sjá mjög forvitnilega samantekt - - sem eiginlega hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. Að auki án þess að það sé sagt berum orðum, verður það gersamlega augljóst að þau viðmið sem menn ákváðu að gefa sér, þegar ákvörðun var tekin um björgun Grikklands í upphafi, hafi verið megindráttum "pólitísk" fremur en efnahagsleg.

 

Rétt að árétta að sjálfsgagnrýnin hjá AGS er mild - - sem setur frekar ofsafengin viðbrögð aðila innan stofnana ESB í áhugavert samhengi!

Bls. 20

"It is difficult to argue that adjustment should have been a ttempted more slowly. The required adjustment in the primary balance, 14½ percentage points of GDP, was an enormous adjustment with relatively few precedents, but was the minimum needed to bring debt down to 120 percent by 2020."

Bls. 21 

"More importantly, a flatter adjustment path would have required more than €110 billion in financing. The Greek SBA was already the highest access loan in Fund history. While the euro partners could have provided more than €80 billion in funding (although this was already more than 35 percent of Greek GDP), this would have been politically difficult. Debt restructuring could also have provided the authorities with some leeway, but as discussed below, this option was not politically feasible."

Bls. 21

"The scope for increasing flexibility was also limited. The fiscal targets became even more ambitious once the downturn exceeded expectations. In addition, the starting point moved. However, the automatic stabilizers were not allowed to operate and adjustments were not made to the fiscal targets until the fifth review in December 2011. While earlier adjustment of the targets could have tempered the contraction, the program would then have required additional financing. The date by which debt started to decline would also have been stretched beyond the program period."

Bls. 23

"A quick recovery in growth appeared optimistic. Internal devaluation was recognized to be a gradual process. In fact, the program projections implied that only about 3 percent of the estimated 20-30 percent improvement required in competitiveness would be achieved by 2013. This assumption aided the debt sustainability analysis by limiting the decline in the denominator in the debt-GDP ratio, but also raised a fundamental question about where growth would come from in the absence of an internal devaluation. The program emphasized confidence effects, regained market access, and completed structural reforms. However, even if structural reforms were transformative, a quick supply response was unlikely. Partner country growth was also expected to be weak. Nonetheless, the program assumed a V-shaped recovery from 2012."

Bls. 27

"In fact, debt restructuring had been considered by the parties to the negotiations but had been ruled out by the euro area. There are a number of reasons for this:

  • Some Eurozone partners emphasized moral hazard arguments against restructuring. A rescue package for Greece that incorporated debt rest ructuring would likely have difficulty being approved, as would be necessary, by all the euro area parliaments.
  • Debt restructuring would directly hurt the balance sheets of Greek banks. This would imply a call on the program’s financing that would exceed the amount set aside for bank recapitalization under the HFSF.
  • Debt restructuring risked contagion to other members of the Eurozone and potentially another Lehman-type event, yet the EFSF was not yet in place. European banks had large holdings of Greek bonds – but also, and of more concern given the scale of their exposure, had large holdings of the bonds of other European sovereigns that would drop in value were Greek creditors to be bailed in. For the euro zone as a whole, there might be limited gain in bailing in creditors who subsequently might themselves have to be bailed out." 

Bls. 28

  • "On the positive side, moving ahead with the Greek program gave the euro area time to build a firewall to protect other vulnerable members and averted potentially severe effects on the global economy.
  • However, not tackling the public debt problem decisively at the outset or early in the program created uncertainty about the euro area’s capacity to resolve the crisis and likely aggravated the contraction in output.
  • An upfront debt restructuring would have been better for Greece although this was not acceptable to the eu ro partners.
  • A delayed debt restructuring also provided a window for private creditors to reduce exposures and shift debt into official hands.
  • As seen earlier, this shift occurred on a significant scale and limited the bail-in of creditors when PSI eventually took place, leaving taxpayers and the official sector on the hook. " 

---------------------------------------------------

EU’s Olli Rehn lashes out at IMF criticism of Greek bailout

Rehn Hits Back at IMF Over Greece

EU rejects IMF jibe over Greece’s bailout

EU Dismisses IMF's Criticism On Greek Bailout

  1. ""I don't think it's fair and just that the IMF is trying to wash its hands and throwing the dirty water on European shoulders," Mr. Rehn said at a conference in Helsinki, using unusually tough language."
  2. "Mr. Rehn defended the decision by saying that a debt restructuring at the outset of the crisis could have driven the euro into an accidental breakup and risked a crisis worse than the one suffered after the collapse of Lehman Brothers."
  • "The commission "fundamentally disagrees" with the opinion expressed in the IMF paper that Greece would have been better off restructuring its debt sooner than May 2012, Simon O'Connor, spokesman for the commission's economics chief Olli Rehn, said in Brussels.
  • "“The report ignores the interconnected nature of the euro area member states,” he said. “Private debt restructuring would have certainly risked systemic contagion at that stage.”"

Ég verð að segja - að mér finnst viðbrögðin frekar "hrokafull."

En þ.e. augljóst af textanum úr skýrslu AGS, að upphafleg ákvörðun sem prógrammið var byggt á, gerði ráð fyrir augljóslega - óraunhæfum niðurskurði ríkisútgjalda sbr. 14,5% lækkun á frumjöfnuði.

En þetta er ótrúleg tala, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en án þess að gera ráð fyrir því að gríska ríkið myndi snúa við stöðu ríkissjóðs um þetta hlutfall, var ekki hægt að láta "Excel" skjalið ganga upp.

Síðan kemur einnig vel fram að ofan, hver gersamlega óraunhæfar væntingarnar um viðsnúning í gríska hagkerfinu voru sbr. "Nonetheless, the program assumed a V-shaped recovery from 2012." En eins og kemur fram, greinilega sérfræðingar AGS vissu, þó þessar efasemdir komi fyrst nú fram - - að viðsnúningur til vaxtar væri ekki líklegur fyrr en launalækkanir hefðu farið fram að nægilegu marki, til þess að snúa við samkeppnishæfni atvinnulífsins.

Þetta þíddi auðvitað, að samdrátturinn hlaut að vera miklu mun verri, en upphaflega var gert ráð fyrir.

Auk þess, að viðmið um samdráttaráhrif niðurskurðar voru stórfellt vanmetin, gert var ráð fyrir 0,5% þ.e. að 1% af VÞF niðurskurður jafngildi 0,5% samdrætti þjóðarframleiðslu, í stað þess að í textanum er áætlað nú af AGS að þetta hafi verið nær 2% þ.e. að 1% samdráttur útgjalda leiddi til 2% samdráttar hagkerfisins. 

Það sé v. þess, að gríska hagkerfið sé svo lokað þ.e. mjög hlutfallslega lítil utanríkisviðskipti - annars vegar, og hins vegar að almenningur er svo skuldum vafinn að hann sé ólíklegur til að geta aukið neyslu á móti; og eins og kom í ljós - var atvinnulífið auk þessa einnig í slæmri stöðu, og einnig því ófært með að vaxa á móti. Sérstaklega með launakostnað ósamkeppnisfæran.

---------------------------------------------------

Vandamálið var ekki síst, að skv. trúnni á evruna þá á hún að auka skilvirkni hagkerfa - - ekki minnka hana.

Þ.e. trúarbrögð sem gegnsýra stofnanir ESB að sjálfsögðu, og það gat aldrei gengið að viðurkenna það, að það væri með nokkrum hætti vandamál fyrir Grikkland. Að geta ekki lækkað gengið.

Þess vegna að sjálfsögðu, var ekki mögulegt á þeim tíma, að viðurkenna - - að það að innri verðhjöðnun "internal devaluation" hlaut að taka töluverðan tíma; þíddi augljóslega einnig - að viðsnúningur viðkomandi hagkerfis hlaut einnig, að tefjast fyrir bragðið.

Og því samdráttur verða meiri, en ef kostnaðarlækkun hefði gengið snöggt fyrir sig sbr. gengislækkun.

  • Postularnir í stofnunum ESB gátu því ekki vorið 2010 sagt annað en að Grikkland, myndi eiga venjulegan snöggann viðsnúning - - sem ríki vanalega einmitt eiga, eftir að þau hafa gengið í gegnum snögga dýfu í kjölfar gengisfellingar.
  • Þ.e. V-laga kúrfu. Þ.e. snöggt niður og jafn snöggt upp. Þ.e. hin klassíska kúrfa sem á sér stað, eftir snögga gengisfellingu sem skapar snögga en djúpa kreppu, en síðan jafn snögga viðreisn.

Til viðbótar þessu, bættist tregða aðildarlandanna sjálfra, en ef e-h man eftir Papandreo forsætisráðherra, þá var hann nýtekinn við - þegar hann kom fram og viðurkenndi að staða gríska ríkisins væri miklu mun verri en fyrri ríkisstjórn hafði áður viðurkennt.

Og með því sama hófst gríska krísan, í kjölfarið á því hóf Papandreo rannsókn á því sem undan hafði gengið, og þá kom í ljós að Grikkland hafði svindlað sér inn í evruna, og að auki árum saman svindlað með tölur um ríkishalla.

Þó svo að Papandreo hefði gengist fyrir skjöldu með þessum hætti, að upplýsa - - þá kom mikil reiðialda innan annarra aðildarríkja, og sú skoðun fékk mikla áheyrn. Að rangt væri að launa Grikkjum svindlið með eftirgjöf.

Það varð pólitískt eitur, að boða mildi gagnvart stöðu Grikklands, t.d. í Þýskalandi.

 

Það er augljóslega ósatt að Grikkland hefði ekki komið betur út ef skuldir hefði verið afskrifaðar strax

En það var ekki síst - - hve augljóslega gríska prógrammið var ótrúverðugt, sem viðhélt "contagion" áhrifum grikklandskrísunnar.

En mjög fljótt kom í ljós, að eins og gefur að skilja væntingar um snöggann viðsnúning voru fantasía, og við tók við ein af dýpstu kreppum sögunnar. Af því leiddi, að skuldastaðan - - vatt mjög hratt upp á sig. Sama hve gríska ríkið skar niður.

Það var hinn stöðugi ótti við hrun Grikklands, þ.s. stjórnlaust hrun - - sem var án nokkurs efa ákaflega skaðlegt.

  1. Án nokkurs vafa, magnaði sá ótti samdráttinn í Grikklandi enn frekar en annars hefði orðið, þ.e. meiri flótti fjármagns en ella, meiri samdráttur en ella því óttinn letur fjárfestingar, og ekki síst líklega kom í veg fyrir að nokkur von væri til þess að gríska ríkið gæti selt eignir nema á algeru brunaútsöluverði. Þegar það blasti við, þá varð andstaðan gegn sölunni - að sjálfsögðu mjög mikil. Og ekkert varð af.
  2. Og óttinn við hrun, hafði án nokkurs vafa, neikvæð eitrunaráhrif víðar um evrusvæði - - þ.e. til samdráttaraukningar sérstaklega í S-Evr. Þ.e. mildari en sambærileg áhrif.
  • OK, sannarlega hefði það ekki verið án áhættu - - að ákveða að afskrifa strax.
  • Og það er líklega rétt hjá Rehn að einhverjar ríkisstjórnir líklega hefðu þurft, að leggja bönkum til fé - - þ.e. koma þeim til bjargar.
  • En ég stórfellt efa, að áhættan hafi verið stærri - - en reyndist síðan vera vegna óttans um hrun Grikklands. 

En ef þessi ákvörðun hefði verið tekið, er það a.m.k. hugsanlegt, að evrusvæði hefði komist hjá þeim ítrekuðu eitrunaráhrifum sem síðar dundu æ ofan í æ, þegar vandi Grikkland gaus upp aftur og aftur og aftur. Og í hvert sinn hafði neikvæð áhrif - ekki bara innan Grikkland, heldur á S-Evr. svæðinu öllu.

Og þ.e. a.m.k. fræðilega hugsanlegt, að Grikkland væri komið í hagvöxt. Ég er ekki að segja að það sé líklegt, en afskrift þegar í upphafi hefði leitt til mun trúverðugra ferlis. 

Og þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að erlend fjárfesting hefði snúið við - minni ótti ætti hafa leitt til minni fjármagnsflótta og minni fjárfestingafælni. Gríska ríkið hefði hugsanlega verið búið að selja nokkuð af eignum sínum, því að minni fjárfestingarfælni hefði leitt til hagstæðari verða. Því minni pólit. andstöðu við sölu.

Ég get auðvitað ekki ályktað sterkt!

 

Niðurstaða

Það lýsir miklum hroka hjá talsmanni Ollie Rehn, að halda því blákalt fram, að það hefði ekki komið betur út fyrir Grikkland, að afskrifa strax í upphafi prógramms - hlutfall skulda. En að það reyndist nauðsynlegt síðar, sínir hvílík steypa þau viðbrögð eru. 

Þ.e. áhugavert að hann skuli halda því fram og Ollie sjálfur einnig, að afskrift þegar í upphafi hefði getað gert út af við evruna. Óhætt að segja það magnaða fullyrðingu. 

En þ.e. alveg klárt að óttabylgja hefði gengið yfir, einhver ríki hefðu líklega þurft að koma bönkum til aðstoðar - sem áttu mikið af grískum ríkisbréfum. En það var aftur á móti fyrirframljóst hvaða bankar það voru, sem gátu verið í viðkvæmri stöðu.

Og ríkissjóðir gátu vel undirbúið viðbrögð, til að einmitt stemma stigu við slíkum ótta, með því að hafa þau viðbrögð undirbúin - þegar gríska prógramminu væri hleypt af stað. Og ljóst að afskrift væri framkvæmd þá strax. Aðgerðir væri þá kynntar samhliða í upphafi. Sagt frá því, hvaða bankar væru teknir í öryggisgæslu. Með skjótum viðbrögðum, sé ég ekki af hverju, allt heila klabbið hefði átt að hrynja - þá þegar.

En það gat svo sannarlega gerst síðar meir, þegar trekk í trekk, hættan á stjórnlausu hruni Grikklands blasti við. En stjórnlaus hrun Grikklands, þá fullt gjaldrot - - var mun ógnvænlegri atburður.

  • Þetta sé - - eftirá skýring, í reynd hafi stofnanir ESB verið tregar til að viðurkenna, að aðildarland evru gæti verið komið í það alvarlegan vanda, að það stefndi í þrot.
  • Tregar til að viðurkenna að það gæti virkilega gerst, að evran gerði það tímafrekara fyrir aðildarríki, að snúa við út úr efnahagsáfalli. Því yrði kreppa aðildarríkis líklega erfiðari og meir langvarandi. Tjón því af kreppu meira, fyrir samfélagið og ríkið einnig sbr. skuldasöfnun.
  • Aðildarríkin hafi verið treg, til að taka á sig tapið af Grikklandi strax, og valið frekar að íta því áfram - - fresta því í lengstu lög að viðurkenna fyrir eigin skattgreiðendum að þeir myndu tapa fé.
  • Því hefði verið farin sú leið, að fjármagna eigin banka, í gegnum lán til Grikklands. En eins og fram kemur í texta AGS hafa bankarnir notað tækifærið til að losa sig við grískar ríkisskuldir í eigin eigu, þannig að skuldir Grikkland færast smám saman í meira mæli yfir í opinbera eign.
  • Sem þíðir að skattgreiðendur tapa því fé - - alveg eins og þeir hefðu tapað því, ef dæmið hefði verið agreitt strax. Með endurfjármögnun eigin banka.

Það hafi farið saman vilji aðildarríkjanna og stofnana ESB. Að sparka boltanum stöðugt áfram. Eins lengi og stætt væri. Sem magnar tjónið af sjálfsögðu -- en hefur greinilega þann "yfirgnæfandi" kost, að þá geta menn haldið áfram að "láta sem að peningarnir verði endurgreiddir" sem þeir að sjálfsögðu aldrei verða.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband