Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

AGS varar við mikilli kreppuvá, ef evrusvæði tekst ekki að sigla í var!

AGS hefur gefið út einn eina hagspá sína, og greiningu á efnahagsaðstæðum í heiminum, sjá -World Economic Outlook October 2012 - eins og fram kemur, er mesta ógnin við heimshagkerfið "evrukrýsan.

AGS enn einu sinni, ákveður í sinni grunn spá að, Evrópa muni sigla í átt að lausn á krýsunni. Þannig, að spá AGS er um mjög vægann hagvöxt á nk. ári, áhugavert mjög nærri skoðun Seðlabanka Evrópu.

Tek fram, að ég hef sjálfur enga trú á að það verði annað ástand, en kreppa. Málið er, að sparnaðaraðgerðir ríkissjóða eru harðnandi í Evrópu, og eins og AGS viðurkennir virðist sem að, í núverandi kreppu sé mjög greinilega verið að vanmeta samdráttaráhrif af niðurskurðar aðgerðum.

Eins og AGS útskýrir, þá er algengt að miða við að niðurskurður um 1% þíði samdrátt um 0,5%. En skv. greiningu, telja þeir að aukning í samdrætti hafi verið frá 0,7-1,7% per hverja 1% lækkun ríkisútgjalda - - hafa ber í huga, að í veikari hagkerfunum eru neikvæð áhrif í verri kantinum.

 

Tekið úr Spá.......2012.......2013...............slæm spá...2013

Euro Area...........–0.4.........0.2...................-1,5% eða -2%

Germany..............0.9.........0.9...................-0,7% eða -1%.

France.................0.1.........0.4....................-1% eða -1,2%

Italy..................–2.3........–0.7....................-6% eða -7%.

Spain.................–1.5.......–1.3.....................-7% eða -8%

Slæma spáin er ekki óraunsætt dökk!

En þetta þarf ekki að verða alveg þetta slæmt!

 

Ég vek sérstaka athygli á dökkri spá, sem AGS birtir einnig til vara!

Slæma spáin þíðir í reynd, að kreppan fer í fullan gang í Spáni og Ítalíu, þau tvö lönd falla fram af bjargbrún, og afleiðing er að það verður kreppa í öllum aðildarlöndum ESB.

Það er útkoma sem langt í frá er fjarstæðukennd!

"A further deepening of the euro area crisis: The euro area crisis could reintensify again.
  • The OMT program will reduce risks from self-fulfilling market doubts related to the viability of the Economic and Monetary Union (EMU) most effectively if it is implemented decisively.
  • However, serious risks remain outside this safety net—posed, for example, by rising social tensions and adjustment fatigue that raise doubts about adjustment in the periphery or by doubts about the commitment of others to more integration.
The downside scenario developed here uses the IMF staff’s Global Integrated Monetary and Fiscal Model (GIMF) to consider the implications of an intensification of euro area sovereign and banking stress. Unlike in the WEO forecast and GFSR baseline scenario, European policymakers in this scenario do not strengthen their policies, as discussed in further detail in the weak policies scenario in the October 2012 GFSR.
  1. In this scenario, the forces of financial fragmentation increase andbecome entrenched, capital holes in banking systems expand, and the intra-euro-area capital account crisis increasingly spills outward.
  2. Within the GIMF, this scenario features the following shocks relative to the WEO forecast (Figure 1.13): lower credit, mainly in the periphery; higher sovereign risk premiums for the periphery; modestly lower premiums for the core sovereigns, which benefit from a flight to safety; an even larger fiscal consolidation in the periphery; and increases in corporate risk premiums for all (including non-European) advanced and emerging market economies.
  3. Capital flight from the euro area and emerging markets is assumed to benefit the United States, and its sovereign risk premium falls. Monetary policy is constrained at the zero interest rate floor in the advanced economies, and the assumption is that they do not proceed with additional unconventional easing.
  4. Emerging market economies, by contrast, are assumed to ease as growth and inflation fall, which considerably reduces the impact of the external shock on their economies.
  • In this scenario, output in the euro area core would fall by about 1¾ percent relative to the WEO projections within one year;
  • in the periphery, the decline would be about 6 percent.
  • Output losses in non-European economies would be about 1 to 1½ percent."

Sko, ég er í engum vafa, að evrukrýsan mun fara í fullan ganga aftur!

Líklegasta ástæðan er sennilega, að það tefst sennilega áfram, að ríkisstjórn Spánar og aðildarlönd evrusvæðis, nái samkomulagi um aðstoð við Spán.

En þ.e. forsenda þess, að tilboð Seðlabanka Evrópu um "O.M.T." virkist, annars er það í reynd "dead on arrival."

Það skrítna er, að Angela Merkel virðist vera að hvetja Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, að bíða með að óska eftir aðstoð - - meðan að forseti Frakklands og forsætisráðherrar Ítalíu, báðir hvetja forsætisráðherra Spánar, að senda inn beiðni um aðstoð sem fyrst.

Það getur vart verið annað en innanlandspólit. vandi, sem hrjáir Merkel, og fær hana til að vonast eftir að beiðnin komi síðar. En þetta, er þegar farið að valda vaxandi spennu - - því eftir allt saman, er munurinn á stöðu markaða í júlí "paník" og stöðu nú, einungis "trú" þeirra á tilboð Seðlabanka Evrópu, um kaup á bréfum í þessu tilviki Spánar án takmarkana - en einungis ef Spánn óskar eftir aðstoð. Sem Spánn vill helst ekki gera, fyrr en ríkisstj. Spánar hefur náð samkomulagi um - hvaða skilyrði akkúrat verða sett.

Vegna þess, að samningsaðstaða Spánar líklega styrkist eftir því sem Spánn býður lengur, og órói vex aftur á mörkuðum - - en Spánn er í allt annarri samningsstöðu en Grikkland eða Portúgal eða Írland, en sú staða styrkist því að brottfall Spánar úr evru er jafnt og dauði evrunnar. 

Því órólegri sem markaðir verða aftur, þá vex aftur þrýstingur á pólit. stéttina í Evr. - það getur einnig verið þ.s. Merkel reiknar með, á sama tíma getur verið að Rajoy veðji einnig á að, það að bíða, skapi betri útkomu fyrir Spán; að hræðlan við yfirvofandi fall evrunnar, sem þá getur snúið aftur, þjóni hagsmunum Spánar að ná sem hagstæðustu samkomulagi.

Vandinn er sá, að eins og AGS útskýrir hefur "óvissan" þ.e. skynjun á því að hún sé mikil og vaxandi, skaðleg áhrif á hagkerfin - - þannig að sú næsta demba sem ég á vona á. Mun þá skaða hagvöxt enn frekar en nú orðið er.

Hvort það þíðir að ástandið verði eins slæmt og sýn AGS að ofan er ekki víst.

En hitt er ég viss um, að hún verður lakari en skv. grunnspá AGS. 

Kannski þarna á milli!

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss um að, við eigum inni a.m.k. eina evrukrýsu fyrir nk. áramót. Að hún gjósi enn einu sinni fram, mun kalla á lakari framvindu efnahagsmála en AGS spáir í sinni grunnspá. Þó óvíst sé að mál þróist eins ílla, og lakari Spá AGS gerir ráð fyrir. 

En ég er á því, að líklega nái Spánn samkomulagi á endanum - - þó það verði ekki fyrr en þegar ástandið er aftur statt á bjargbrúninni. En einmitt, það uppgos mun skaða hagkerfin frekar en þegar orðið er.

Svo alveg örugglega verður ekki hagvöxtur á nk. ári innan evrusvæðis. Það má þó vera, að Þýskalandi takist að hanga rétt svo réttu megin við núllið - - ef vandamálin ágerast ekki enn frekar en þessi tiltölulega bjartsýna sýn ráðgerir.

-----------------------------

Auðvitað ef Spánn og aðildarríkin ná ekki samkomulagi eða ef, það hefst einhvers konar upplausn meðal almennings á Spáni. Þá er fjandinn laus. Þá fara mál örugglega a.m.k. eins ílla og skv. slæmu spá AGS.

Allar ógnanir eru í átt til að gera ástandið verra.

--------------------

Mjög áhugaverður sbr. á skuldakreppu Bretaveldis á 3. áratugnum, v. skuldakreppu landa í Evrusvæði í dag, en Bretland hóf kreppuna í skuldastöðunni 140% í lok fyrra stríðs, þegar tekin var sú v. upphaf 3. áratugarins, að beita harðri aðhaldsstefnu til að vinna landið úr skuldunum. Sambærileg við þá afstöðu að skera sig niður á minni skuldir eins og lagt er til innan ESB, árangur - 1933 voru skuldir ríkisins 190% þrátt fyrir þá stefnu að reka ríkissjóð með afgangi til að greiða niður skuldir yfir allt tímabilið. Önnur niðurstaða, hagkerfið 1938 í reynd minna virði en 1918. Með öðrum orðum, enginn raun hagvöxtur yfir tímabilið. Mikið atvinnuleysi allan tímann.

Þetta virðist sanna að þ.e. ekki unnt að vinna sig úr skuldakreppu án hagvaxtar - - að auki hélt "Bank of England" þess tíma uppi háum vöxtum, til að halda genginu háu. Þeir háu vextir - veita áhugaverðan sbr. v. stöðu landa í vanda innan evru, sem einnig eru að greiða háa vexti á sama tíma.

Stefnunni var síðar gjörbreytt - þegar þörf skapaðist fyrir uppbyggingu herafla, þ.e. stórt eyðsluprógramm tók við.

Sjá: Lessons from history on public debt

 

 

Kv.


Aðild snýst um valið á milli sjálfstæðis eða ekki!

Þetta er í dag orðið ljóst vegna vanda evrusvæðis. En meira að segja helstu stofnanir ESB í dag viðurkenna að núverandi ástand samstarfsins um evru er ekki sjálfbært - það gera þær með þeim þunga sem þær leggja í þörfina fyrir stórstígar breytingar á því samstarfi. Tillögur Framkvæmdastjórnar ESB um mjög stórstígar breytingar - sem allar fela í sér stór skref í átt að frekari samruna nánar tiltekið samstarfsins um evruna, setur fram áhugaverða spurningu; hvað ætla ríki eins og Danmörk, Sviþjóð og Bretland að gera, sem ekki hafa sýnt nokkurn áhuga á aðild að evrusvæði í jafnvel nokkurri framtíð?

En það blasir við, ef stofnanir ESB verða í reynd þjónustustofnanir innan nýs sambandsríkis, þá eru þær vart hlutlausir þjónustuaðilar fyrir ríki sem ekki tilheyra því.

Myndu þau ríki geta sætt sig við, að vinna áfram undir handarjaðri þeirra - - þegar svo augljóst er, að þau geta ekki lengur ráðið því, hvaða reglur gilda sem þær stofnanir vinna eftir?

Á þessa deilu reynir nú þegar, því uppi er hörð deila milli aðildarríkja utan evru og aðildarríkja innan evru, um fyrirkomulag svokallaðs "nýs sameiginlegs bankaeftirlits" en skv. tillögu um það frá Framkvæmdastjórn ESB er því ætlað að vera hluti af Seðlabanka Evr. "ECB" en skv. lögum um ECB hafa ríki sem ekki eru aðilar að evru, einungis áheyrnaraðild að fundum en ekki atkvæðarétt.

Þetta segir t.d. utanríkisráðherra Svíþjóðar að sé algerlega óásættanlegt - Pólland og Tékkland, hafa einnig stutt kröfur um jafna aðild að ákvörðunum. Bretar að sjálfsögðu taka ekki í mál annað.

Kröfur innan Bretlands þess efnis, að Bretar hætti í ESB, standa ekki síst í samhengi við andstöðu Breta við þátttöku í slíkum frekari samruna - - það eru vísbendingar uppi um, að ef Bretar fá ekki að halda neitunarvaldi, varðandi bankareglur sem snúast að bankarekstri í Bretlandi, og/eða ef þeir geta ekki lengur, beitt neitunarvaldi til að hindra reglur verði settar, sem að þeirra mati skaða samkeppnishæfni þeirra fjármálastofnana á alþjóðavettvangi. Þá séu sterkar líkur á að Bretland yfirgefi ESB.

Málið er, að ef samrunaþróunin gengur lengra, að deilan um sameiginlegt bankaeftirlit er einungis fyrsta stóra deilan af nokkrum fjölda slíkra sem munu upp koma, hvað um sameiginlega innistæðutryggingu - sameiginleg fjárlög? En ein hugmyndin, er að umbreyta björgunarsjóðum, í millifærslukerfi sem stutt væri af stækkuðum sameiginlegum fjárlögum. Í dag, er skattur sá sem stofnanir ESB fá, lágt hlutfall á öll meðlimaríki ESB, ekki bara á meðlimaríki evrusvæðis.

Þannig, að einfaldast væri að hækka skattinn þann núverandi, sem er á öll aðildarríkin. En það myndi augljóslega rekast á neitun t.d. Breta o.flr. ríkja sem eru utan við evru, sem hafa neitað að taka þátt í fjármögnun björgunarsjóðs evrusvæðis.

Þá þarf að taka upp nýjan skatt, sem væri einungis innan samhengis evrusvæðis. Það þýðir í reynd, að þ.s. það krefðist nýrrar lagasetningar, að þá þarf samþykki allra ríkjanna, ekki bara þeirra 17 sem eru innan evru.

Mig grunar að lausnin verði að stofna til nýrra sáttmála utan um evruna!

  • Það reyndist eina færa leiðin, þegar stofnað var til svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála" á sl. ári.
  • Ekki reyndist unnt að sannfæra öll ríkin 27, þegar er verið að setja á fót alveg nýtt fyrirkomulag, þarf samþykki allra 27. Þ.e. öll hafa neitunarvald.
  • Mig grunar, að lausnin vegna sameiginlegrar bankaumsjónar verði einnig sú, að stofna utan um hana nýjan sáttmála, sem öll 17 evruaðildarríkin verði meðlimir, en einungis þau af rest sem velja að taka þátt. Eins og var um "Stöðugleika Sáttmálann." Það getur valdið brotthvarfi Bretlands, en hugsanlega einnig Svíþjóðar. Það myndi setja Danmörku í erfiða stöðu. Nema að Danmörk sætti sig við, að vera í þessum málum í sambærilegri stöðu og aðildarríki EES, að þurfa að lúta vilja ríkja og hafa ekki áhrif.
  • Þetta verði einungis fyrsti af þeim nýju sáttmálum - síðan myndu stofnanir ESB núverandi, kjósa að renna inn í þetta nýja ríki. Þó það væri brot á núverandi sáttmálum um þær. Skv. þeim nýju sáttmálum, myndu þær hafa hlutverki að gegna innan hins nýja ríkis.

Niðurstaðan væri að í reynd væri nýtt samband stofnað. Þó aðildarríki þess væri enn meðlimir að ESB. Útkoman gæti þannig séð verið "endalok ESB" en þó ekki ósigur fyrir hugsjónina um samruna Evrópu, heldur endanlegur sigur þeirrar hugsjónar - kannski.

ESB hefði einungis verið tæki á þeirri vegferð, því væri kastað þegar það þjónaði ekki lengur hagsmunum samrunans - sem væri sá endanlegi að búa til Bandaríki Evrópu.

Það væri ekki nauðsynlegt að öll núverandi aðildarríki ESB taki þátt í þeirri stofnun Bandaríkja Evrópu, eða sem gæti lagst upp á ensku "Unitet States of Europe" eða "USE".

Þá væri endanlegi sigurinn unninn að til staðar væri USE í Evrópu og USA í N-Ameríku.

 

Málið er að þetta gerir valkostina skýra fyrir Ísland!

Aðild að ESB eða nánar tiltekið ósk um aðild að "USE" mun þíða það sama og ef Ísland myndi óska aðildar að "USA" þ.e. endalok sjálfstæðis.

Það hve augljóst er að evrusvæði þarf annaðhvort að ganga alla leið og mynda ríki, eða hverfa á vit sögunnar - - setur málið fram í algerlega skýru máli.

Það er, þetta snýst um að vinda klukkunni fyrir Ísland aftur fyrir okt. 1918, aftur til þess tíma er Ísland hafði einungis heimastjórn. En fylki innan sambandsríkis hafa eitthvert takmarkað sjálfstæði.

Það myndi þíða ákvörðun um það, að ákvörðunin 1918 hefði eftir allt saman verið röng.

Þá niðurstöðu, að niðurstaða þjóðarinnar væri sú að þeir sem höfðu á þeim árum efasemdir um getu örríkisins Ísland að stjórna eigin málum svo vel myndi fara, hefðu haft rétt fyrir sér.

Ég tek fram, að það er engin leið að sanna svo óhyggjandi sé að Ísland muni ekki hafa það betur innan sameinaðs ríkis þess sem væri myndað innan Evrópu - né er unnt að sanna það svo óhyggjandi sé, að það muni hafa það betur sem sjálfstætt ríki áfram.

  • Þessu verður einungis svarað með líkum - - en ég bendi á að ástand Evrópu er um margt líkt því ástandi sem Japan var í, í kjölfar hrunsins þar síðla árs 1989:
  1. Undanfarandi lánabóla þíddi að í báðum tilvikum veika stöðu bankastofnana.
  2. Lánabólan hafði í báðum tilvikum leitt til, uppbólginna verða á húsnæði og í Japan sérstaklega á landi innan Tokyo svæðisins.
  3. Eftir að sú bóla sprakk, fylgdu skuldaerfiðleikar margra aðila innan hagkerfisins, eins og er nú ástand mála í Evrópu.
  4. Í kjölfarið, hækkuðu skuldir japanska ríkisins mjög hratt því hjöðnun innan hagkerfisins leiddi til mikils hallarekstrar - það sama sjáum við í Evr.
  5. Að auki bætist við, eins og í Japan, er Evrópa komin inn í spíral neikvæðrar fólksfjöldarþróunar, þegar er fækkun vinnandi handa vegna þess í Evrópu farin að minnka mögulegan hagvöxt, eins og var þegar farið að gerast og hefur síðan ágerst seinni árin í Japan.
  • Allt tekið saman, þá víxlverkar minnkandi hagvaxtargeta v. fækkunar fólks í Japan þannig, að það dregur úr getu japanska hagkerfisins, að vinna sig út úr þeim skuldavanda sem skall yfir það áratuginn eftir hrunið 1989.
  • Líkur virðast mjög miklar á því, að Evrópa lendi í mjög svipaðri þróun út þennan áratug, og verði því á næsta áratug fast í ástandi mjög hægs vaxtar og langvarandi skuldavandræða.

Mjög mörg önnur svæði í heiminum hafa mun skárri framtíðarhorfur hvað hagvöxt varðar en Evrópa - - í reynd, hafa nærri öll svæði heimsins skárri horfur hvað þetta varðar en Evrópa.

Líkur eru það dökkar, að líklega verður hagvöxtur næsta áratugar jafnvel þess næsta þar á eftir, sá lélegasti í heiminum fyrir fjölmennt svæði.

Það þíðir ekki að Evrópa sé á leið í fáæktargildru - - heldur að hún eins og Japan, muni hnigna að mikilvægi hlutfallslega.

Í dag er heildarhagkerfi ESB 27 e-h um 20% af heimshagkerfinu, þannig lagt saman er ESB stærra en Bandaríkin, en eftir sambærilegt tímabil í hlutfallslegri stöðnun og því sem Japan hefur verið í, getur hlutfallið verið orðið innan við 10%.

En við erum að tala um að svæði í SA-Asíu eru í margföldum hagvexti yfir sama tímabil, miðað við Evrópu. Umfang þeirra hagkerfa líklega vex a.m.k. 2-falt hraðar, jafnvel þrefalt til fjórfalt. 

Jafnvel Bandaríkin eru líklega að vaxa hraðar, vegna þess að fólksfjöldaþróun þar er hagstæðari, þannig að framtíðarhagvaxtargeta er betri og þess vegna líklegra að Bandaríkin muni eiga auðveldar með að hefja sig úr núverandi skuldavanda en Evrópa.

-----------------------------

Útkoman er sú að það er fátt sem bendir til þess að það að bindast Evrópu nánari böndum, sérstaklega með þeim hætti, að afsala sér fullveldi og renna inn í nýtt ríki. Sé leið til aukins hagvaxtar.

Þó svo að það sé ekki unnt að sanna að, Íslandi muni farnast betur utan við ESB - - þá þarf að mínu viti, sterkar vísbendingar í þá átt að breyting á þeirri grunntilvist landsins að það sé sjálfstætt sé líklegt til að skapa auknar þjóðartekjur, til að það sé þess virði íhuga að leggja af það sjálfstæði.

Ég get ekki séð að, framtíðar hagvaxtarlíkur Evrópu bendi til þess, að líklegra sé að Íslandi farnist betur sem hluti af Evrópuríkinu, en sem sjálfstætt ríki áfram.

Það sé a.m.k. jafn líklegt að Íslandi farnist eins vel a.m.k. Þá ef okkur gengur frekar ílla við það að vinna úr okkar málum.

En það eru einnig líkur á að Íslandi farnist betur en Evrópuríkinu, því að Ísland á enn margvíslega ónýtta eða vannýtta möguleika til atvinnu-uppbyggingar, einmitt vegna þess að atvinnulífið á Íslandi er enn tiltölulega vanþróað.

Það er ekki augljóst að við eigum verri möguleika á að nýta þá möguleika, sem sjálfstætt ríki áfram - - en sem aðildarríki að hinu nýja Evrópuríki.

Eins og ég sagði, það þarf skýrar vísbendingar um líkur á því að okkur farnist betur séu betri innan Evrópu, og ég sé ekki að þær skýru vísbendingar séu til staðar.

Við eigum eins og ég sagði möguleika á að láta okkur farnast betur, en líkur eru á að Evrópu farnist, þó sannarlega sé það allsendis óvíst að af þeirri útkomu verði.

Hið minnsta sé það a.m.k. ólíklegt að okkur farnist verr, því að framtíðarlíkur Evrópu til vaxtar eru afskaplega lakar, mér finnst reyndar líkur meiri heldur en minni að Ísland muni sem sjálfstætt ríki geta náð fram meiri meðalhagvexti en líklegt er að Evrópuríkið nái nk. 20 ár eða svo.

 

Niðurstaða

Ég legg með öðrum orðum til, að Ísland sé sjálfsætt ríki áfram. Að Ísland gangi ekki inn í það nýja ríki sem stendur til að stofna í Evrópu. Þó svo að einhver mótmæli því ef til vill, á þeim grunni að Evrópuríki teljast í dag vera fullvalda. Þá bendi ég á móti á það, að það megi ekki leiða hjá sér rökrétta útkomu núverandi vanda, þeirrar augljósu þarfar evrusvæðis að auka stórfellt á þ.s. gert er sameiginlega. Ekki síst það, að vegna þess, að ef sú aukning fer fram án þess að því fylgi mótaðgerðir til að vega upp svokallaðan lýðræðishalla, sem myndi annar aukast stórfellt - og það getur skapað hættu á mjög alvarlegri lýðræðisuppreisn meðal almennings. Verður sú stórfellt aukna samrunaþróun, einnig að fela í sér aukið lýðræði innan stofnana ESB. Það í reynd þíðir að það þarf þá að setja á fót kjörin embætti, sem eru sameiginleg. Þ.e. forsætisráðherra eða forseta. Það ásamt stækkuðum sameiginlegum fjárlögum, sem geri millifærslur mögulegar eins og í Bandar., sameinuðu bankaeftirliti og sameinuðu innistæðutryggingakerfi, að auki mjög strangri umsjón með fjárlögum einstakra ríkja í reynd þannig að miðstjórnarvaldið geti gefið einstökum ríkjum fyrirmæli um sparnað, niðurskurð, launalækkanir - beitt neitunarvaldi á eyðslu o.s.frv. Þíðir að við erum að tala um Bandaríki Evrópu eða "U.S.E." ef allt þetta næst fram. Aðildarríki verði fylki innan þess.

Ég legg hér ekki fram nokkurn líkindareikning um það, hvort það tekst að framkv. þessar stórstígu breytingar.

Hitt er ljóst, og í reynd staðfest af stofnunum ESB sjálfum, með því að leggja svo mikla áherslu svo mikinn þunga á það, að stigin séu mjög stór viðbótar skref í samrunaátt - - að núverandi ástand er ósjálfbært.

Fræðilega getur ESB einnig stigið til baka þ.e. hætt við evruna, bakkað aftur fyrir Maastricht sáttmálann. 

Ég sé það þó ekki gerast, svo útkomurnar virðast vera - - að Evrusvæði sérstaklega, þurfi nú næstu misserin að hlaupa. Eða, að það líklega fellur.

En ef það hefur það af, þá er valkosturinn algerlega skýr - sjálfstæði eða endalok þess.

 

Kv.


Eru skynsöm höft framtíðin?

Kveikjan að þessari grein, er þegar ég var við lestur frétta á fréttavefjum á sunnudagskvöld, rakst ég á áhugaverða umfjöllun á vef The Economis Tide barriers. Þar var vitnað í eftirfarandi fræðiritgerð "The new economics of capital controls: A research agenda", Anton Korinek, IMF Economic Review, August 2011." Ath, hlekkur á ritgerð er inni á Google.groups og virkar kannski bara fyrir þá sem eiga Google logg.

 

Þetta er mjög áhugaverð ritgerð í ljósi okkar vandamála í dag!

Punkturinn er að fjármagns-inn og útflæði, getur verið mjög skaðlegt fyrir hagkerfi. Ritgerðin fjallar einkum um svokallaða "emergent economies" í því samhengi.

  • En ef við erum heiðarleg við sjálf okkur.
  • Þá er augljóst að Ísland hefur mörg þau sömu hegðunareinkenni og slík hagkerfi.

Punkturinn er að innflæðið er ekki síður skaðlegt en útflæðið, þ.e. innflæði hækkar gengi, það hækkar verðlag á eignum sem gefur aðilum innan viðkomandi hagkerfis falska sýn á eigin efnahag - - með öðrum orðum, magnar upp ástand sem getur leitt til bóluhagkerfis.

Síðan, þegar allt í einu fjarar undan, þá jafn snögglega yfirgefur hið erlenda fjármagn viðkomandi hagkerfi, og þá magnar það snögga brotthvarf skellinn sem þá verður, þ.e. allt neikvætt, sbr. fjölda tapaðra starfa, fjölda gjaldþrota, vanda skuldara, o.s.frv.

Í seinni tíð skilst mér, að rannsóknum fari fjölgandi á þeim vandamálum sem fylgja því mikla flæðandi fjármagni, sem er í seinni tíð til staðar í alþjóðakerfinu.

  • Og ath. - fjöldi ríkja hefur sett takmarkanir á innflæði slíks fljótandi fjármagns.

"For example, from 2009 to 2011, the countries that have imposed new regulations or extended existing prudential regu-lations on capital inflows include Brazil, Colombia, Indonesia, Korea, Taiwan, Thailand and Peru."

  • Takið eftir að þetta eru ekki nein dverghagkerfi, sem telja að innflæði fjármagns sem hækkar gengis þeirra gjaldmiðils - - sé skaðlegt fyrirbæri.

Þessi lönd virðast hafa brugðist við með því að setja á form af "Pigouvian tax" þ.e. skattur sem er ætlað að stýra tiltekinni hegðun, sem skv. rannsókn yfirvalda telst skaðlegur fyrir heildarhagsmuni.

Í tilviki t.d. Brasilíu, virðist skattlagningu beint að erlendu fjármagni. Kostnaðarmunur milli þess, og innlends fjármagns er þá jafnaður - - sem geri samkeppnisstöðu innlends vs. erlends fjármagns nokkurn veginn þá sömu.

Þetta er fræðilega unnt að gera, til að gera erlenda lánveitingu óhagstæðari - þannig að erlend lán verði minna eftirsótt af innlendum aðilum. En við lærðum t.d. af kreppunni sem hófst 2008, að erlendar skuldir geta verið verulega áhættusamar fyrir hagkerfið jafnvel þó um skuldir einkaaðila sé að ræða.

Einnig geti hugsunin verið, að gera það minna eftirsóknarvert fyrir erlenda aðila, að fjárfesta t.d. í húsnæði eða öðrum eignum innan þess lands, og þannig hækka verðlag á slíkum eignum.

Brassar í stað þess að setja á bönn, beita skattlagningu til þess að bæta samkeppnishæfni innlends fjármagns á kostnað erlends - þetta er því gott dæmi um mismunun sem er algerlega bönnuð af EES samningnum.

  • Þau sjónarmið eru auðvitað til - að það sé óeðlilegt að "trufla" markaðinn með þessum hætti.

Á hinn bóginn er það ljóst, að þegar við erum að tala um þetta fljótandi fjármagn, þá erum við ekki að tala um aðila, sem eru að fjárfesta til að byggja upp.

Heldur, eingöngu að fjárfesta til að fá af því arð yfir takmarkað tímabil, og um leið og þeir sjá að arðsemin snögg minnkar t.d. þegar hagkerfið lendir í kreppu - - þá er það þegar í stað "bæ, bæ."

Þegar mikið af þessu fé streymir inn, t.d. i uppgangi, þá magnar það uppsveifluna.

Og þegar það fer jafn enn hraðar út, snögg magnar það kreppuna.

Höfundur greinarinnar kallar þetta " financial ampli cation" eða fjármagns-mögnun.

 

Umræðan um þörf á einhverjum höftum!

Hún er ekki einungis hérlendis, heldur fer hún vaxandi í hagkerfum í S-Ameríku og SA-Asíu. En ástæðuna má sjá m.a. á þessari mynd sem sjá má í umfjöllun The Economist.

Báðar þessar myndir eru mjög áhugaverðar, sú til vinstri sýnir hvernig það varð mjög snöggt stórfellt útflæði fjármagns í kreppunni 2008 bæði í "emerging Asia," "emerging Europe" og "latin America."

Þarna ákvað sem sagt hið flæðandi fjármagn, að yfirgefa í stórum stíl ekki einungis einstök ríki heldur bitnaði þetta á fjölda ríkja bæði í Evrópu, Asíu og S-Ameríku. Þetta eru ríki sem teljast í þróun en ekki fullþróuð, sbr. fyrrum A-Evrópa, SA-Asía og S-Ameríka.

Ísland lenti í nákvæmlega samskonar atburðarás - - þ.e. hingað flæddi inn fjármagn, gengið hækkaði, sem magnaði uppsveifluna og bóluna.

Síðan verður snöggt útflæði - - þangað við skelltum öllu í lás.

Enn er verulegt fjármagn sem annars hefði farið - læst inni.

Punkturinn að nefna þetta í samhenginu við ofangreinda mynd, er sá - - að við erum ekki ein í heiminum með þetta vandamál.

Menn láta oft sem að Ísland sé svo sérstakt - - sérstaklega virðast aðildarsinnar sjá hag af því að láta sem að, ofangreindur vandi sé séríslenskur.

  • En það myndi ekki vera lausn á þeim vanda - - að fjármagn getur snögglega flætt inn, og magnað upp efnahagsbólu, og jafn snögglega farið út aftur, og sett allt á hliðina.
  • Að ganga í ESB og taka upp evru.
  • Því ef e-h er, þá erum við enn berskjaldaðri fyrir þeim vanda í evrunni.

Skoðun á vanda ríkja í S-Evrópu, á vanda Írlands, ætti að afsanna allar fullyrðingar þess efnis að evran sé skjól. En þau lönd lentu í því sama, að þegar vel gekk leitaði fjármagn til þeirra, og magnaði þar upp efnahagsbólu. Síðan, þegar snögglega gaf á bátinn, þá flæddi það fjármagn út aftur - eða, að þeir erlendu aðilar sem lánuðu þegar vel gekk, eru í dag á fullu að innkalla þau lán "allir í einu" því þeir eru "allir í einu órólegir."

Hvort tveggja magnar sveifluna - - að erlendir aðilar falbjóði lán á mjög hagstæðum kjörum þegar vel gengur, og síðan innkalli þau þegar ílla gengur. Og að erlend fjármagn leiti inn, í skammtímaveltu í eignir af margvíslegu tagi, og síðan flæði út þegar á bjátar.

En innan evru, er ekki mögulegt að takmarka með nokkrum hætti - hegðun aðila utan landsins eða sem hafa lögheimili í öðrum löndum innan svæðisins, þegar þeir falbjóða lán.

Að sama skapi, þegar á bjátar, þá er erfiðara að beita þá aðila þrýstingi en innlenda - að gæta sín í innheimtuaðgerðum, þegar þeir ákveða að innheimta fjármagnið eftir að þeir verða órólegir með sína hagsmuni þegar kreppuástand er hafið.

  • Það er nefnilega málið - að mikil erlend skuldsetning er áhættusöm fyrir hagkerfi - punktur.
  • Það á ekki minna við, þegar land er innan evru.
  • Og það gildir einu hvort skuldirnar eru opinberar eða skuldir einkaaðila.

Það er því í reynd hættuleg stefna að mörgu leiti, þeirra sem vilja að Ísland gangi inn í evru - - svo að aðgangur að erlendum bankalánum verði auðveldari, fyrir ekki bara fyrirtæki heldur heimili.

En eins og hefur komið fram, þá er hægt að beita innlenda banka þrýstingi til að fara varlega í innheimtuaðgerðum, en ekki erlendu bankana.

Þó svo þeir séu bankar í landi innan Evrópusambandsins.

Málið er, að fjármagnsstreymi út úr landinu er í engu minna varasamt, ef land er innan evru - en ef land er með eigin gjaldmiðil.

Megin munurinn er sá, að land innan evru - - getur með engum hætti stöðvað eða hindrað slíkt útstreymi, né getur það stöðvað eða hindrað innstreymið heldur.

Þannig, að í reynd er land innan evru, gersamlega berskjaldað gagnvart neikvæðum afleiðingum snöggra fjármagnshreyfinga.

Fyrir utan, að Seðlabanki þess getur slegið lán innan svokallaðs "Target 2" kerfis, þ.e. skuldsett ríkið - til þess að viðhalda fjármagnsflæði innan landsins, ef þ.e. mikið útflæði.

Þ.e. ekki góð lausn, að skuldsetja ríkið á móti útflæði, til að forða því að útflæðið setji ekki hagkerfið á hliðina - - því þá umbreytir þú krýsunni í skuldakrýsu ríkisins, sem er ekki umbreyting til þess betra.

Sem við höfum einmitt verið að sjá gerast - ekki satt?

Vandinn er því ekki leystur með því að taka upp evru.

Heldur þarf að horfa til annarra lausna.

Einn möguleikinn - - er þetta "prudential use of capital controls"

Það virðast verulegar líkur á að noktun slíkra sé að breiðast út. Verða algeng.

 

Það getur verið að Ísland þurfi að yfirgefa EES

Vandinn er, að allar aðgerðir sem mismuna erlendur fjármagnseigendum og íslenskum, sbr. skattur sem væri ætlað að jafna kostnaðarmun á erlendu fjármagni og innlendu, eða tímabundinn skattur sem lagður væri á erlent fjármagn til að stemma stigu við innstreymi þegar hagfræðilegar greiningar benda til þess að slíkt innstreymi geti verið að magna upp hugsanlega efnahagsbólu; brjóta í bág við ákvæði EES.

Þó svo það geti verið eðlilegt að kanna möguleika á að endursemja um EES, held ég að vð þurfum að íhuga það sem "Plan B" að segja honum upp.

  • En eins og ég benti á að ofan, er það ekki lausn á vandanum, að ganga í evru.
  • Þ.e. þeim vanda, að innstreymi geti magnað efnahagsbólu hér, og síðan enn sneggra útstreymi geti sett allt á hliðina.
  • En sú lausn innan evru, að ríkið skuldsetji sig í staðinn, til að tryggja fjármálastöðugleikann - - er ekki að reynast vel.
  • Ég held að það sé ekki neitt ákaflega hættulegt fyrir Ísland - að hætta í EES. 
  • Þó svo það þíði að í staðinn komi enginn nýr viðskiptasamningur við Evrópu.

Það séu það miklir hagsmunir af því, að tryggja að það verði ekki endurtekning á þeirri bólu sem hagkerfið gekk í gegnum á sl. áratug, að þeim 10-15% sem lífskjör líklega lækka um vegna tolla sem þá leggjast á ísl. útflutning til Evrópu; sé þess virði.

En ég held að það sé ekki meiri skaði en þetta, því að Ísland er meðlimur að Heims Viðskiptastofnuninni "WTO" en tollagrunnur þess er lægri en sá er rýkti er þetta kallaðis "GATT." 

Alþjóðlega tollaumhverfið er ekki verra en svo, að Kína - Japan - S-Kórea o.flr. ríki, hafa ekki verið í vandræðum að græða peninga á að framleiða vörur og selja út um allan heim, borgandi þá tolla.

Bendi einnig á að framleiðendur í Bandaríkjunum, Kanada og öðrum ríkjum N-Ameríku, og S-Ameríku einnig, eru einnig undir hinu alþjóðlega tollaumhverfi. Þegar þau lönd selja vörur utan sinna svæðisbundnu samtaka.

Evrópa er meðlimur að "WTO" þannig að, Evrópa er einnig bundin af þeim reglum. Svo að sem meðlimir að þeirri stofnun ásamt Evrópu. Höfum við markaðs-aðgang að Evrópu.

Sá aðgangur er varinn af reglum "WTO" og af dómstól "WTO." Sá er algerlega óhræddur að dæma stórum ríkjum í óhag, jafnvel Bandaríkjunum.

Það er vegna þessarar öflugu lagaumgjarðar sem fylgir "WTO" að það er orðið óhætt, að segja upp EES án þess að hafa annan samning við Evrópu upp á að hlaupa.

Það er ekki verið að setja þjóðina í einhverja stórfellda óvissu - vegna þess að umgjörð "WTO" er stöndug.

  • En kosturinn við þá umgjörð, er að hún er minna íþyngjandi til muna en umgjörð EES.
  • Þannig að, það er t.d. heimilt innan umgjarðar "WTO" að mismuna erlendu fjármagni til að tryggja framtíðarstöðugleika. 
  • Að auki, er ekki vinnumarkaðurinn hluti af henni, svo að okkur er gersamlega heimilt að hindra erlend fyrirtæki í því, að koma hingað með sína starfsmenn.
  • Að auki, er landeign ekki hluti af viðskiptafrelsinu, því ekkert til fyrirstöðu að láta öll kaup útlendinga á landi lúta þeirri reglu, að það þurfi sérstaka undanþágu.

Set hér hlekk á skýrslu Seðlabanka Íslands, hina frægu stóru skýrslu upp á 600 bls.:

Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum

 

Niðurstaða

Í seinni tíð hafa komið fram í alþjóðahagkerfinu margvíslegir gallar sem fylgja hinu flæðandi fjármagni sem til er staðar í óskaplegu magni innan alþjóðakerfisins. Við erum að tala um þúsundir milljarða dollara að andvirði, sem flæða um daglega. Og þetta gríðarlega magn, getur í reynd sett á hliðina nær hvaða hagkerfi sem er í heiminum. Einungis þau allra stærstu og öflugustu, hafa líklega nægar varnir til að geta verið þannig séð tiltölulega óhult.

Vandinn sem fylgir þessu, hefur framkallað aukna tilhneigingu meðal fjölda ríkja í Asíu og S-Ameríku, að trufla eða leitast við að takmarka, það magn af þessu fjármagni sem flæðir inn eða út.

Það er langt í frá að svo sé, að Ísland sé eitt í heiminum með þann vanda.

---------------------------

Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa einhverjar varnir áfram - að það verður ekki mögulegt að hafa engar hömlur, eins og menn töldu rétt árin fyrir kreppu.

Mín skoðun er að það sé ekkert rangt við slíkar hömlur, þá meina ég að almenna reglan verði frelsi, en það verði til staðar annaðhvort einhvers konar varúðarregla sem er vel auglýst svo markaðurinn veit af henni - hún sé fyrirfram skilgreind, og markaðurinn muni vita að henni verði beitt.

Eða, það má fræðilega leita í smiðju landa eins og Brasilíu, sem hafa beitt skattlagningu á erlent fjármagns-innstreymi, án þess að nota boð eða bönn, og þannig dregið úr innflæði. Þegar innflæði vill hækka gengið.

Vandinn er að allar slíkar hömlur brjóta EES, sem leiðir til þeirrar ályktunar að líklega þarf landið að yfirgefa EES.

Við getum ekki treyst á að vilji sé til staðar hjá ESB að semja um breytingar á þeim samningi.

Brotthvarf frá EES er því eðlileg ályktun.

 

Kv.


Er þörf á 4. skiptingu valds? Frekar um spurninguna um hugsanlega innleiðingu nýs fjármálakerfis!

Ég var á áhugaverðum fundi á laugardagsmorgun, þ.s. Frosti Sigurjónsson, hélt erindi þ.s. hann mælti fyrir því að allt fjármálakerfi landsins væri endurskipulagt í grundvallaratriðum. Nánar tiltekið að í stað "fractional reserve banking" væri tekið upp "full reserve banking" sem felst einmitt í því, að bankar þá eiga 100% fyrir öllum útistandandi innistæðum. Hugmynd Frosta er að, almennar innistæður verði varðveittar í Seðlabankanum. Þar hafi allir reikning, en þeir reikningar greiði enga vexti.

Betra Peningakerfi.is

Ef menn vilja vexti, þá þurfi þeir að leggja fé í banka. En þar sé í boði einungis valkosturinn að binda það fé í einhvern tiltekinn lágmarkstíma. Þetta er til þess, að bankinn geti notað það fé á meðan. Látið það vinna.

Áhættan sem er þá tekin í staðinn er sú, að ef bankinn verður fyrir töpum sem eru það alvarleg, að eigið fé dugar ekki til að verja innistæðueigendur - - þá tapar einhver hluti innistæðueigenda sínu innlagða fé, en þá einungis þeirra tilteknu þeirra fé var mótvægi á móti þeim lánum er töpuðust.

Innlán sem eru mótvægi gagnvart lánum sem ekki tapast, þeirra fé er þá hólpið.

Með þessu telja talsmenn "full reserve banking" að ekki sé hætta á áhlaupi á viðkomandi banka.

Það er hugmyndin að hafa enga opinbera innistæðutryggingu - - heldur samband milli aðila, sem er þá áhættusamband af beggja hálfu.

  • Ég velti þó fyrir mér hve mikið framboð af lánsfé verður í slíku kerfi - en væntanlega þarf öfluga gulrót til að fá einstaklinga, til að þannig deila áhættunni með bankanum.
  • Sem væntanlega þíðir, að lán verði óhjákvæmilega dýr.
  • Það er ekki endilega slæmur hlutur, að lánsfé sé dýrt - en það þýðir að, fólk þarf að finna aðrar leiðir en lán að miklu leiti, til að eignast hluti.
  • Þ.e. klassíska gamla aðferðin að safna fyrir hlutnum.
  • Sem kannski er þá nægileg hvatning, til þess að fólk fáist til að leggja fram fé til ávöxtunar, þrátt fyrir að deila áhættunni með bankanum.
  • Þá kannski gildir gamla reglan, að dreifa áhættunni með því að eiga fé í flr. en einum banka.

 
Hvernig væri skipt yfir? Best að benda á lýsingu í eftirfarandi:

IMF WORKING PAPER - The Chicago Plan Revisited

 

En stóra spurningin er - hvort fylgi þessu alvarlegir gallar?

Einna áhugaverðustu rökin fannst mér, að það sé nauðsynlegt að 4. skipta valdi. Að peningavald sé í reynd sterkasta valdið, og þurfi að skipuleggja framtíðarkerfi okkar með þeim hætti, að sérstakar gætur séu hafðar á því eða með öðrum orðum, það sé tékkað, alveg eins og að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald tékka hvert annað. Best sé að það sé gert þannig, að vald yfir peningum sé fært yfir til nefndar óháðra aðila, sem taki ákvörðun um það hve mikið hverju sinni er prentað. Síðan sé það ríkið, sem komi því fé í umferð með framkvæmdum eða annarri eyðslu.

Fræðilegir gallar - ath. set þetta fram í umræðuskini, ekki sem fullyrðingu!

Ég vonast eftir rökstuddum svörum - fagnaðarefni væri að fá aðrar kenningar!

  1. Eykur "fractional reserve banking" hagvöxt? Kenningin er þá, að einmitt vegna þess að bankar í "fractional reserve banking" kerfi eru óábyrgir í lánveitingum, þá stuðli þeir að hagvexti. Þetta hljómar ef til vill einkennileg röksemd. En óábyrg lánastarfsemi leiðir augljóslega til útlánatapa. En punkturinn er, að einmitt vegna þess að bankar í slíku kerfi búa til megnið af því fé sem þeir hafa til umráða einfaldlega í hvert sinn er þeir veita lán, þá eiga þeir að jafnaði mjög auðvelt með að redda sér ef það eiga sér stað útlánatöp. Áhættan per útlán sé lítil að jafnaði. Það valdi því að flr. fái lán en ella - en ef áhættan fyrir bankana væri mun meiri per útlán. Meira af fjármagni fari þá hvorttveggja í senn til góðra sem slæmra útlána. Þannig, að þó svo að slæmu útlánin tapist. Þá sé verið að fjármagna gagnlega hluti sem annars líklega væru ekki fjármagnaðir. Þó svo að bankinn fari síðan á hausinn í fjármálakreppu - - þá sitji sú þekking eftir, og nýtist næstu uppsveiflu.
  2. Eru kreppur gagnlegar líka, ekki bara slæmar? Punkturinn snýst um endurnýjun. Ef maður ímyndar sér stöðugt kerfi án fjármálakreppa. Þá grunar mig, að gjaldþrot fyrirtækja verði sjaldgæfari atburðir. Meðalaldur fyrirtækja smám saman hækki. Það sem ég er að velta fyrir mér er fyrirbærið "institutional memory" og "institutional culture." En innan flestra skipulagseininga myndast ríkjandi menning og ríkjandi hugmyndir. Yfirleitt í krafti öflugra einstaklinga, sem hafa áhrif á aðra. Þó þeir hætti getur sú sýn lifað áfram, þ.e. nýir starfsmenn læra af eldri, eru "félagsvæddir" þannig séð. Öfgafullt dæmi væri Kaþólska kirkjan yfir stofnun sem ekkert eða nær ekkert hefur breyst um aldir. Punkturinn er: myndi kerfið smám saman verða minna gjöfult af nýungum, vegna þess að sömu fyrirtækin í meira mæli viðhaldist? Það sé minna af nýjum fyrirtækjum hlutfallslega.
  3. Annar punktur varðandi hugsanleg jákvæð áhrif kreppa? Á öllum tímum eru sumir duglegri en aðrir, og sumir af þeim duglegu á öllum tímum verða ríkir. Þeir sem ná þeim árangri að verða ríkir, eðlilega vilja tryggja sína afkomendur sem best þeir mega. Þeir fá ríkulegan arf. Þeir fá betri menntun. Betri tækifæri o.s.frv. Það sem ég velti fyrir mér, er að þegar kreppur eiga sér stað þá hefur alltaf einhver hluti af þeim sem voru rýkir fyrir veðjað á rangan hest og þeir verða síðan gjaldþrota, og nýir rýkir geta þá tekið yfir þeirra svið í næstu uppsveiflu. Því sem ég velti fyrir mér, er hvað gerist í kerfi sem er án reglulegra fjármálakreppa. En ég bendi á, að í öllum þeim ríkjum sem hafa nýtt nútýmafjármálakerfi í a.m.k. nokkrar hagsveiflur. Þá hafa í öllum tilvikum eða nær öllum, hefðbundnar elítur látið undan síga fyrir svokölluðum nýrýkum. Mig grunar, að það séu einmitt kreppurnar þeirra eyðileggingarafl sem sé svo öflugt við það niðurbrot hefðbundinna elíta. Veiking þeirra, geri það mögulegt að nýjar hugmyndir nái með nýju fólki, að komast að innan þeirra raða. Þ.e. hið minnsta kenningin. Þetta niðurbrot og veiking þeirra sem fyrir eru, hafi m.a. brotið niður andstöðu við þróun samfélagsins með margvíslegum nýjum hætti, sem átt hafi sér stað sl. 2 aldir. Ég velti þá fyrir mér: ef stöðugleiki rýkir héðan í frá, myndi á löngum tíma þ.e. nokkrum áratugum, myndast nýjar hefðbundnar elítur - með stöðnuðum hugmyndum, sem sjá það sér í hag að standa gegn breytingum af hverskonar tagi Kenningin er þá, að afkomendur þeirra sem slá í gegn verða ríkir, sjái það sér í hag að tryggja sína stöðu með því, að hindra sem mest aðgang að toppunum, með minni endurnýgjun verði þeir rýku sem fyrir eru til staðar sífellt öflugari og samstæðari hópur - fyrir rest fari hugsanlega eins og var ástand mála á öldum áður, þegar aðalsættir sáu til þess að nýir gátu almennt séð ekki gengið inn í aðalinn. Það leiði til herpingar á samfélögunum, og stöðnunar.

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú - - að ég þekki ákaflega vel mannkynssöguna.

Ég veit, að það samfélag sem hefur verið til staðar sl. 300 ár er algerlega einstakt í allri mannkynssögunni. Ég fullyrði ekki að ofangreint séu ástæðurnar.

En í Bretlandi komu fram líklega milli 1750 - 1860 cirka, megnið af tækninýungum í heiminum á þeim tíma.

Síðan frá 1870 cirka og út 20. öldina, hafa líklega a.m.k. 2/3 allra tækninýunga komið frá Bandaríkjunum.

Til að undirstrika þetta enn frekar, hafa líklega frá þessum tveim löndum á sl. 3 öldum, komið verulega flr. tækninýungar en undanfarin 5000 ár, frá öllum fyrri samfélögum mannsins.

Ekki má heldur gleyma því, að fyrri samfélög voru stöðug - en einnig, að þau breyttust lítið. Svo lítið að fólk sá yfirleitt ekki neinar umtalsverðar breytingar af nokkru tagi á heilum mannsaldri.

Það sem hefur framkallað megnið af þeim umfram hagvexti er átt hefur sér stað á sl. 300 árum, eru þær byltingarkenndu tækninýungar sem áttu sér stað.

Þannig að það skiptir mjög miklu máli - hvort raunverulega það sannarlega óskaplega gallaða kerfi "fractional reserve banking" leiðir til meiri hraða í þróun tækni eða ekki?

Því ef svo er, þá þrátt fyrir allar kreppurnar - þrátt fyrir öll útlánatöpin, þá er útkoman samt nettó meiri hagvöxtur. Þegar löng tímabil eru skoðuð.

Bendi á, að ef einhver nefnir nýlendukapphlaup - - að þá hófu Spánverjar og Portúgalar nýlendurkapphlaup á 16. öld, eða öld áður en nýlendukapphlaup Frakka og Breta hófst. Ekki hófst iðnvæðingin í þeim tveim ríkjum. Það er því einhver önnur ástæða.

Að lokum má ekki gleyma - - að nærri öll samfélög fortíðarinnar, þau stöðnuðu fyrir rest. Í reynd virðist að stöðnun sé ein stærsta áhættan fyrir mannleg samfélög - - ef saga sl. 5000 ára er skoðuð.

Það er einnig sérstakt við nútímasamfélög - - þessi gríðarlegi kraftur - þessi gríðarlega tíða endurnýjun.

Ég velti fyrir mér - - reyndar. Hvort endurnýjuninn sé ef til vill ekki lykilatriðið.

Með öðrum orðum - - kreppurnar!

 

Niðurstaða

Það er engum vafa undirorpið að "fractional reserve" kerfi er herfilega gallað. En vegna þess að mig hefur grunað lengi, að óstöðugleikinn sem því kerfi fylgir gegni einnig lykilhlutverki í því að forða því, sem ég tel vera hættulegasta sögulega mein mannlegra samfélaga þ.e. stöðnun hugmynda. Þá hef ég frekar en íhuga að skipta um grunnkerfi, beint sjónum að lagfæringum á því kerfi.

Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?

Á hinn bóginn má vel vera, að óttinn minn sé óþarflega mikill.

Samfélagsuppbygging sé kominn á slíkt þróunarstig, að ekki sé nein umtalsverð hætta á ferðum, þó svo að stöðugleiki okkar kerfa væri umtalsvert aukinn. Með því að fjarlægja þann óhjákvæmilega óstöðugleika sem "fractional reserve" kerfi framkallar.

Þ.e. engum vafa undirorpið að eðli þess er að endurtaka stöðugt "boom/bust" eða uppgang vs. kreppu.

-----------------------------

Er þessi óstöðugleiki nauðsynlegur - - til að forða þróun í átt að endurtekningu þeirrar stöðnunar, er einkenndi svo mörg samfélög fortíðarinnar?

Eða er alþjóðasamfélagið nægilega stórt og yfirgripsmikið, til þess að ekki sé nein umtalsverð hætta?

 

Kv.


Antonis Samaras segir Grikkland standa frammi fyrir gjaldþroti fyrir nk. mánaðamót!

Þetta kemur fram í viðtali í Þýska blaðinu "Der Handelblatt" sem eins og nafnið bendir til, er viðskiptablað. Það er einmitt málið, að aðildarlönd evrusvæðis geta ekki frestað ákvörðun um Grikkland lengur. Krafa Samaras stendur enn, að Grikkland fái 2 viðbótar ár, til að ná endum saman. Ekki það að nokkur ástæða sé að ætla að, 2 ár myndu í reynd nokkru máli skipta. En augljóst virðist að Grikkland nær ekki að framkv. þann hátt á annan tug milljarða evra niðurskurð, sem er krafist - innan þess tímaramma sem gert er ráð fyrir í samkomulagi um svokallaða "aðra björgun" Grikklands.

Samaras: ‘Till Will Be Empty’ in November

Greek crisis is 'like the Weimar Republic’

Á hinn bóginn, er mjög lítill vilji til að setja frekara fjármagn í grísku hýtina, en 2 viðbótar ár þíðir að það þarf meiri peninga, því eins og ástand mála á Grikklandi er, þá er grískum stjv. haldið uppi - annars væru þau ekki einu sinni að standa undir innlendum skuldbindingum.

Reyndar eru þau það í reynd ekki, en þau hafa verið að spila þann leik, að greiða ekki innlendum byrgjum og þjónustuaðilum, heldur einungis erlendum sambærilegum. Margir innlendir birgjar, hafa ekki séð greiðslur allt þetta ár - og líklega verða þeir þá gjaldþrota eða neita að veita frekari þjónustu.

Samt þó þau spili slíka leiki, vantar upp á að þau eigi næga peninga til að t.d. greiða að fullu út bætur, eða til greiðlu launa o.s.frv.

Svo fræðilega, ef við segjum að nk. mánaðamót koma og ekki er til nægur peningur, væri úr vöndu að ráða - - hugsanlega væri unnt að greiða sumum t.d. bætur eða laun, og sumum ekki.

Gríska ríkið, gæti farið í að forgangsraða hver fær greitt - þ.e. heldur áfram að greiða til þeirra allra mikilvægustu, sem væri lögregla og her í algeru lágmarki.

En við myndi þá taka þjóðfélagslegt kaos - - eða þangað til að gríska ríkið fer að prenta sinn eigin pening, nýjar drögmur. En það væri eina leiðin, til að binda enda á "peningaþurrðina" sem þá væri á skollin.

Fræðilega í millitíðinni, getur ríkið reddað sér að einhverju marki, með því að gefa út "víxla" eða skuldaviðurkenningar, fræðilega geta slíkir pappírar gengið á milli aðila eins og gjaldmiðill. Það getur þó flækt fyrir, ef aðilar vantreysta gríska ríkinu, eftir að það hefur verið að svíkja marga um greiðslur.

Það getur einnig aukið kaosið, ef gríska ríkisstjórnin er það vitlaus, að hún sé mjög sein að taka þá lykilákvörðun, að hefja prentun nýs gjaldmiðils í kjölfar þrots atburðarins - - því í ástandi greiðsluþrots ríkisins, meðan sameiginlegi gjaldmiðillinn er enn í gildi, þá mun allt fé sem út getur komist út streyma.

Eina leiðin til að stöðva það stöðuga útflæði sem við ríkisþrot væri orðið að "fljóti," væri að afnema evruna sem lögeyri innan Grikklands.

En þó kaldhæðnislegt sé að segja það, þá væri það einmitt vegna þess að enginn annar myndi vilja taka við grískum drögmum, að flóttinn og þar með fjármagnsþurrðin myndi taka enda.

Þá geta menn ekki lengur, flutt jafnóðum sinn pening úr landi - - því erlendir bankar myndu líklega þverneita að skipta drögmunum, a.m.k. um allnokkurt skeið á eftir.

Ekki fyrr en að gríska hagkerfið væri farið að rétta aftur við sér - einhver lágmarkstjórnun væri komin á kaosið við hrunið; væri það hugsanlegt að sú afstaða erlendra aðila gæti breyst.

Það er ekki unnt að tímasetja - - nema, að ég er viss um að gríska hagkerfið réttir fyrr við sér í þeirri sviðsmynd, en ef það heldur sér áfram innan evru.

Einnig, að því lengur sem Grikkland býður með að yfirgefa evruna, því lengra verður umrótstímabilið í kjölfarið, er Grikkland loks hrökklast út - - einfaldlega vegna þess að því alvarlegri sem hagkerfisskaðinn verður orðinn því meiri tíma mun líklega viðsnúningur taka.

Því dýpri verður kreppan fyrir rest - - Grikkland gæti farið niður á lífskjör þróunarríkja.

 

Niðurstaða

Ég hef sagt þetta nokkrum sinnum áður, að nú geti farið að draga að endalokum gríska harmleiksins. Sannarlega hefur þolinmæðin gagnvart Grikklandi aldrei verið minni. En á hinn bóginn má jafnvel enn það vera, að aðildarþjóðirnar kjósi að leggja enn meira fé í grísku hýtina. 

Þetta er mjög einfalt - - því lengur sem Grikkland hangir inni, því meira fé sem mokað er í þá hýt, því stærra verður tjónið fyrir alla þ.e. Grikki sem og aðildarþjóðir evru.

Nógu er hún djúp nú, holan sem Grikkland mun falla í. En, ef menn ákveða að kaupa sér eitt ár enn, þá örvænti ég yfir því hve hyldjúp sú hola verður þá síðar.

 

Kv.


Ræða Mario Draghi á fimmtudag, bendir til augljósrar óþolinmæði gagnvart ríkisstjórn Spánar!

Mér finnst þetta vera tónn sem lesa má úr ræðu Mario Draghi sem hann hélt, þegar hann kynnti vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu. Að auki eru svör hans við spurningum, áhugaverð. En hann tönnslast ítrekað á "we are ready" og hann sá ástæðu til að taka það skilmerkilega fram, að ferlið skv. tilboði hans frá síðasta vaxtadegi um svokallað "OMT - Outright Monetary Intervention" væri til staðar - "stand by."

Ef einhver man ekki hvaða tilboð ég vísa til, þá er það tilboð Seðlabanka Evrópu um kaup skuldabréfa ríkja í vanda - - en ég sá um leið, hvaða veikleika það tilboð hafði til að bera sbr. 7/9 - Það á eftir að vera gríðarlegur þrístingur á ríkisstjórn Spánar!

Nefnilega, að virkja það þarf viðkomandi ríkisstjórn fyrst að óska aðstoðar til björgunarsjóðs Evrusvæðis, og akkúrat á því stendur - alveg eins og ég átti von á.

Núna mánuði seinna greinilega frústreraður, margítrekar Draghi "we are ready."

 

Sjá ræðu Draghi með spurningum og svörum til blaðamanna!

Einna áhugaverðasta spurningin er án efa:

Question: You spoke several times about risks and now redenomination risks. Yields have calmed down since your announcement in July and then your further announcement. How much of these risks have been removed and do you think it is just a temporary effect which will be reversed in the event that the OMT programme is not applied?

And second, as you made OMTs dependent on a request and the governments seem to be extremely reluctant to make such a request, and given that the monetary policy transmission mechanism is still broken, have you thought about any other solution that you could apply in this event?

Draghi: Well, on the second question: for the time being, no. I think we have the sense that it was a very important decision which has many dimensions. We had to cope with all of these and it is now in place. We are ready and we have a fully effective backstop mechanism in place. Now it is really in the hands of governments and, as I said many times, the ECB cannot replace the action of governments.

With regard to whether the level of interest rates reflects redenomination risks, as I said before, we are considering a variety of indicators here, one of which is the interest rates and then we are also considering those I mentioned, namely the bid-ask spreads, liquidity, the shape of the yield curves and volatility. So there are a variety of indicators which will certainly inform our monetary policy assessment.

Eins og þið sjáið - hann segir "Nei" eða með öðrum orðum, það er ekkert annað plan.

 

Takið eftir eftirfarandi úr ræðu Draghi:

"Our decisions as regards Outright Monetary Transactions (OMTs) have helped to alleviate such tensions over the past few weeks, thereby reducing concerns about the materialisation of destructive scenarios. "

Það er nefnilega málið, eini munurinn á milli þess ástands er rýkti í júlí og ágúst, og þess er ríkt hefur síðan loforð Draghi koma fram í september - - er vonin þess efnis að það loforð komist til framkvæmda.

Þetta var því virkilega lykilspurning þarna að ofan frá blaðamanni sem ég hef ekki hugmynd um hver heitir eða frá hvaða landi - - því eins og Draghi sjálfur svaraði er ekkert "plan b."

Þetta er planið - - þess vegna er mjög skiljanlegt að nú mánuði seinna, og greinileg pattstaða rýkir á pólitíska sviðinu, að Draghi sé orðinn óþolinmóður.

Enda, ef drátturinn á því að samkomulag náist milli Spánar og annarra aðildarríkja evrusvæðis, um það akkúrat hver skilyrði um björgun Spánn fær - - heldur áfram.

Fara markaðir mjög fljótlega, að efast að nokkuð verði af þessu.

Og þá er mjög stutt aftur til baka í sama paník ástandið er rýkti sl. sumar.

 

Niðurstaða

Ég hef samúð með Draghi, hann er klár maður og augljóslega vill gera sitt besta til að tryggja framtíð evrunnar. En hans svigrúm til athafna er takmarkað af þeim aðstæðum sem hann er í. Það tilboð sem hann náði í gegnum stjórn Seðlabanka Evrópu í sl. mánuði, er líklega það lengsta sem hann getur mögulega gengið, í því að forða evrunni frá falli.

Mikil andstaða hefur komið fram gegn því sérstaklega í Þýskalandi, þ.s. fjölmenn andstaða vill ónýta það.

Með það í huga, er mjög ólíklegt að hann geti tekið viðbótarskref - ef það stefnir í að samkomulag er virkilega ekki að nást milli aðildarríkjanna og Spánar.

----------------------------------

Best að segja ekki mikið meira - - ég hvet fólk til að fylgjast áfram með þessari áhugaverðu deilu, þessu "game of chicken" sem er í gangi milli Spánar og hinna aðildarríkjanna.

Einhver þarf að blikka - - en ef hvorugur aðilanna það gerir, tja.

Þá getur allt gerst!

 

Kv.


Af hverju ætli að stofnanir ESB hafi vanmetið samdráttaráhrif niðurskurðar?

Ambrose Evans-Pritchard var með enn eina blogggreinina - Multiplying Europe's fiscal suicide (technical) - í þetta sinn vakti hann athygli á rannsóknargrein sem finna má á vef Standards&Poors og niðurstöður eru áhugaverðar. En það virðist sem að, stofnanir ESB hafi tekið of mikið mark á svokölluðum "fiscal multiplyer IMF" þ.e. skv. greiningu AGS í gegnum áratugina, þá má lesa að meðalsamdráttur af niðurskurði um 1% af andvirði þjóðarframleiðslu sé samdráttur hagkerfis upp á cirka 0,5%. Þ.e. "multiplier is around 0.5" en í kreppunni innan evrusvæðis, hefur hann reynst vera umtalsvert hærri, jafnvel miklu hærri í einstökum tilvikum.

 

Eins og þið sjáið af töflunni, getur blind túlkun á þessum "fiscal multiplyer" hafa valdið því stórfellda vanmati á líklegum efnahagssamdrætti í löndum evrusvæðis í vanda

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/fiscal_multiplyer.gif

  • Þarna kemur til að það þarf að taka meðaltalstölur með fyrirvara, en að baki þeim geta legið mjög ólíkar útkomur í einstökum tilvikum.
  • Það er eins og starfsmenn Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórnar ESB sem sáu um að reikna út spár um líklega framvindu landanna í vanda, hafi algerlega með aðferð blinda kettlingsins, notað "fiscal multiplyer IMF" þ.e. án þess að greina nánar þau tilvik sem liggja að baki þeirri meðaltalsstærð.
  • Að auki þarf að hafa í huga, að í fortíðinni hafa hagkerfi sem beita sig hörðu yfirleitt haft sinn eigin gjaldmiðil, og gengisfall hefur yfirleitt verið undanfari þess að niðurskurði er beitt, þ.e. gengisfallið kemur fyrst og svo niðurskurðurinn.

Þ.e. auðvitað "lykilmunur" hvort niðurskurður kemur í kjölfar á gengisfellingu, eða hvort hann kemur án þess að á undan, hafi orðið snögg gengisbreyting - sem hafi lækkað kostnað atvinnulífsins. En ef þ.e. ekki gengisfall fyrst, þá er líklega atvinnulíf í vandræðum á sama tíma og ríkið er að skera niður.

Einmitt þ.s. við erum að sjá eiga sér stað. Ef þess í stað gengisfelling hefur átt sér stað á undan niðurskurðinum, er atvinnulífið líklega statt í því ferli að rétta við sér - - þegar niðurskurður ríkisvaldsins er að koma inn.

Þá eðlilega, eru samdráttaráhrif niðurskurðar mun minni á hagkerfið í heild, en ef niðurskurður ríkisvalds á útgjöldum kemur ofan í ástand, þegar atvinnulíf er samtímis í samdrætti.

Að auki er annað atriði sem einnig skiptir augljóslega miklu máli, en þ.e. efnahagsástandið ríkjandi í heimshagkerfinu þegar land í efnahagsvandræðum, er að leitast við að skapa aðstæður fyrir viðsnúnig, og samtímis að leitast við að minnka skuldir.

En t.d. þegar Skandinavíukreppan átti sér stað á 10. áratugnum, var efnahagsuppsveifla í gangi í heiminum, sem þíddi að eftir snögga gengisfellingu - - þá augljóslega flýtti það fyrir aukningu í útflutningsatvinnuvegunum, að þeir urðu allt í einu samkeppnisfærari í ástandi er heimshagkerfið var statt í uppsveiflu. Fyrir bragðið varð viðsnúningurinn enn kröftugari en ella t.d. í Svíþjóð en ef hann annars hefði verið við óhagstæðari skilyrði í heimshagkerfinu, og það einnig hefur dregið úr neikvæðum áhrif á efnahagsástand er ríkið hóf í kjölfar gengisfalls að skera kröftuglega niður.

Svo má ekki gleyma einu atriðinu enn sem örugglegar má ekki vanmeta - - að ég þekki þess engin dæmi úr hagsögu 20. aldar, né 19. aldar, að svo mörg lönd í einni heimsálfu, hafi tekið þá ákvörðun að hefja samræmdar niðurskurðar-aðgerðir. 

Síðast en ekki síst - - skuldir hafa sennilega aldrei í hagsögu miðað við 20. öld og jafnvel 19., verið svo miklar, hvort sem litið er til hina gríðarlegu skuldasöfnun ríkisstjórna sl. 30 ár, eða uppsöfnun skulda meðal almennings og atvinnulífs. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif - þegar kreppir að.

Þetta fer allt saman í senn:

  1. Engin mildandi gengisfelling á undan.
  2. Óhagstætt efnahagsástand í heiminum.
  3. Hve mörg lönd á sama svæði, ætla að ástunda samdráttaraðgerðir samtímis.
  4. Líklega einhver versta skuldastaða sem um getur í sögu heimsins.
  • Allt þetta hlýtur að auka samdráttaráhrif niðurskurðar.

 

Málið er að þegar ríkið dregur sig til baka - - þarf einhver annar að koma inn í staðinn!

Þegar niðurskurður kemur í kjölfar gengisfellingar, þá yfirleitt er atvinnulíf fært að taka við þegar ríkið dregur úr sínum umsvifum. Það hjálpar að auki ef efnahagsástand er gott umhverfis.

Ef atvinnulíf einhverra hluta vegna - - er ekki fært um að koma inn á móti, þá hlýtur niðurskurður að útgjalda ríkisins að skapa mjög mikinn samdrátt. Það gerir íllt verra, ef slæmt efnahagsástand er einnig ríkjandi umhverfis.

 

Sú efnahagskrýsa sem líkist vanda Evrópu mest - - er augljóslega vandi Japans í kjölfar hrunsins haustið 1989!

Í Japan eins og í Evrópu sprakk bóluhagkerfi, en þ.e. einmitt rétt lýsing á ástandi evrusvæðis á sl. áratug. Því fylgdi eins og nú í Evrópu mjög erfið staða bankakerfis, sem Japanir ákváðu að halda á floti eins og Evrópa er einnig að ákveða að gera. Í Japan var þá þegar hafin sú neikvæða fólksfjölgunarþróun sem í dag veldur því að fólki fækkar í Japan. Í Evrópu er fólksfjöldaþróun þegar byrjuð að draga úr mögulegum hagvexti. 

Það virðist afskaplega líklegt að Japan í dag sé framtíð Evrópu.

Nema auðvitað að Evrópa ólíkt Japan, taki eitt stykki hrun á þetta! Útkoma sem mun eiga sér stað, ef útgjaldahaukar í Þýskalandi o.flr. löndum tekst að blokkera aðgerðir til að bjarga evrunni.

Reyndar er til þriðja leið, þ.e. verðbólguleið - þá væri skuldum eytt með því, að eyða upp virði gjaldmiðilsins sjálfs. Sú leið virðist síst líkleg akkúrat núna.

 

Niðurstaða

Það virðist erfitt að skýra ítrekað vanmat stofnana ESB á líklegum samdrætti í löndum sem ítt hefur verið í svokallað "björgunarprógramm" sem felur í sér grimman niðurskurð, nema að starfsmenn þeirra hafi trúað á "fiscal multiplyer IMF" eins og blindir kettlingar. En sá er fenginn fram eftir samanburðar greiningu á meðalútkomum efnahagskreppa í fjölda ríkja á löngum tíma.

Hugsanlega hefur átt þátt í því vanmati, blind trú á "jákvæð efnahagsleg áhrif af því að tilheyra evru." Menn hafi neitað að trúa því, að það skilaði verri útkomu miðað við dæmigerðar efnahagskeppur að tilheyra evru. 

Því má halda til haga, að þegar deilan um hagstæð árif gengisfellinga hefst, þá koma dæmigerðir spekingar sem hafa drukkið í sig spekina tengda evrunni, með þá hómilíu að áhrif þeirra séu einungis til skamms tíma - "að betra sé að taka á eigin málum" - þeim hefur verið líkt við að "pissa í skóinn sinn" þ.e. mönnun sé hlýtt meðan "hlandið sé blautt."  Þetta eru fullyrðingar sem ég hef rekist á í umræðnni, þá frá svokölluðum hagfræðingum.

En málið er, að þegar djúp snögg efnahagslægð skellur á, þá er lykilatriði að efnahagsuppsveifla hefjist sem fyrst - - svo að útgjalda niðurskurður ríkisins strax í kjölfarið, valdi ekki miklum viðbótar efnahagssamdrætti í kjölfarið. 

Ef það gerist, að hagkerfið er ekki fært að taka slakann. Þá er ekkert annað í kortunum en að hagkerfið spírali og spírali niður. Þá í hvert sinn, hækka skuldir per þjóðarframleiðslu því sú skreppur saman, meðan skuldirnar gera það ekki.

Eins og við sjáum, þá magnast hættan á ríkisþroti hratt í djúpum efnahagsniðurspíral, út af því að niðurspírallinn hefur tilhneygingu að auka ríkishalla - þar með skuldir - - samtímis að samdráttur hagkerfisins er einnig að magna upp byrðarnar af skuldunum.

  • Það er til fjöldi dæma um ríkisþrot - - þau hafa yfirleitt átt sér stað, vegna djúps efnahagshruns.
  • Þess vegna er lykilatriði að forða því að djúpt efnahagshrun eigi sér stað.
  • Stór gengisfelling er því ekki skammtímaaðgerð, ef hún er þáttur í að forða hagkerfinu frá slíkum niðurspíral. 

En djúpt hrun í kjölfar niðurspírals, eins og við sáum í kreppunni á 4. áratugnum, getur valdið ástandi sem mjög langan tíma tekur að vinna sig úr.

 

Kv.


Farið að ræða að skapa ESB fjárlög með umfang sem myndi máli skipta - ekki lengur sömu húsnæðisvextir á evrusvæði!

Þetta er úr umfjöllun sem ég rakst á þegar ég var að lesa fréttir á vef Financial Times, sbr: EU draft urges contracts for euro states. Það er mikil hugmynda gerjun innan Framkvæmdastjórnar ESB, og í nýju "draft agenda" virðist vera að finna margvíslegar hugmyndir, um að færa ESB sérstaklega evrusvæði nær því að vera sambandsríki.

Ein af þeim er hugmynd um verulega stækkuð fjárlög! Þó að sögn greinarhöfunda, kemur ekki fram neitt um það hvernig ætti að fjármagna þau.

"German officials have expressed support for such a multinational budget as a way to pool national resources without resorting to mutualising sovereign debt."

"Pierre Moscovici, the French finance minister, suggested last month that such a common budget could be used to run unemployment benefits for the bloc."

"“There seems to be growing intellectual consensus on the idea but not on the modalities,” one EU official said."

Fyrirmyndin er augljós - Bandaríki Norður Ameríku. En þar sér alríkið um greiðslu atvinnuleysisbóta. Að auki er ellilýfeyrir einnig "federal."

Það sem það gerir - er að þá verða bæturnar form af fjárstyrkjum fyrir svæði með hátt atvinnuleysi, og eða svæði með háu hlutfalli af öldruðum.

  • Þetta eru með öðrum orðum "millifærslur."
  • Sjálfsagt er það of viðkvæmt - spurningin um fjármögnun.

En augljósa lausnin er - skattlagning, þ.e. alríkið skattleggi eða í þessu tilviki sambandið.

Þetta er þó mjög stórt skref að samþykkja, en það var sameiginleg skattlagning sem var á sínum tíma lykilatriðið í uppbyggingu Bandar. á alríkinu. En það var meira að segja, í tengslum við skuldakreppu sem sú lausn varð ofan á - en þá gat alríkið tekið yfir skuldir ríkjanna í vanda.

En hafa ber í huga, að vandinn árið 1790 voru stríðsskuldir v. frelsisstríðsins v. Breta sem þá var nýlega aflokið, þannig að samúð með þeim skuldum með stríðslok enn í fersku minni allra, hefur örugglega verið töluverð. Og því auðveldar að fá fram samþykki ríkjanna sem stóðu betur fyrir því, að alríkið tæki þær skuldir yfir og fengi að setja lágan skatt á allt landið, til að fjármagna dæmið. En ef það hefði verið til staðar sú upplifun, að það væri um að ræða "óráðsýgjuskuldir."

Sjá Wiki síðu: Compromise of 1790

Önnur síða: Jefferson's Dinner Party Changed Nation

Mig grunar að sú samúð með skuldum landa innan ESB í vanda, sé ekki "eins sterk" í ríkjum sem sjálf eru ekki í vanda í sbr. v. Bandaríki 1790 - - þannig að tregðan geti reynst umtalsvert meiri, hjá borgurum þeirra landa sem standa tiltölulega vel í ESB dagsins í dag.

Skattborgarar betur settu landanna, verði líklega tregari til að samþykkja nýjan "alríkisskatt" til að, hið nýja "sameiginlega ríki" geti tekið að sér það hlutverk, að aðstoða ríkin í vanda, tekið yfir það hlutverk frá björgunarsjóðunum svokölluðu.

 

"Eurozone countries would have to sign binding contracts with Brussels, committing them to detailed fiscal reform...The provision, included in a report distributed to EU countries before this month’s summit, would require all 17 eurozone members to sign on to the kinds of Brussels-approved policy programmes and timelines now negotiated only with bailout countries...If adopted, the plan could help to meet demands in Germany for tighter control over the economies of highly indebted countries such as Italy and France that have a mixed record on economic reform...The proposals, seen by the Financial Times, reflect how far some EU leaders believe they need to overhaul the eurozone with more centralised decision-making."

Einhvern veginn grunar mig að þessum tillögum verði ekki tekið fagnandi. En skv. þeim, ef þessu er rétt lýst, myndu öll aðildarríki evru samþykkja að afsala sér mikið til eigin fullveldi yfir eigin hagstjórn - þannig að Brussel væri með "beina yfirumsjón" með ákvörðunum um eyðslu eða sparnað, í öllum aðildarríkjum evru.

Brussel væri þá með boðvaldið, legði línurnar - hve mikið skal skera niður hvenær, hve mikið má hækka laun eða lækka, hvenær má grípa til eyðslu.

  • ***En lýðræðishallinn í þessum hugmyndum er svo augljós - að ég get ekki ímyndað mér, að slíkar hugmyndir fái hljómgrunn á ráðstefnu aðildarríkjanna á næstunni.
  • ****Einn hópur mun þó fagna þeim, þ.e. ísl. evrusinnar, sem hafa verið að boða að íslendingar séu svo ómögulegir við að stjórna eigin málum, að landið þurfi sem fyrst að komast undir stjórn annarra - - þannig að þessar tillögur verða eins og himnasending í þeirra augum.

 

Það er ekki lengur svo að það séu sömu vextir á íbúðalánum alls staðar á evrusvæði

Þvert á móti hefur lánakostnaður hækkað mjög mikið í sumum landanna, þ.e. það litla bil sem var til staðar fyrir evrukrýsu hefur tekið umbyltingum, og nú er umtalsverður munur milli húsnæðisvaxta milli aðildarríkja evru. Þetta er þvert á fullyrðingar aðildarinna.

Bendi á áhugaverða grein í Der Spiegel:

Concerns Mount that ECB Bond-Buying Program Is Illegal

Þar kemur fram staðfesting þess að ég hef ekki verið að halda fram staðlausum stöfum, er ég hef sagt að það sé ekki lengur svo, að þegnar landanna og fyrirtæki séu að borga svipaða vexti.

"During his speech in Berlin, Draghi insisted that the ECB must ensure that interest rates do not continue to drift apart within the euro zone. He noted that it is unacceptable for businesses and consumers to have to pay varying levels of interest on their loans within the same monetary zone, depending on the country. A company in Germany, he said, pays 3 percent for a five-year loan, while its Italian competitor pays 5.5 percent. A German home builder can borrow money at 3 percent interest, while a Spaniard pays 7.5 percent."

Það er nefnilega málið - að markaðurinn notar vexti þá sem ríkið er að fá, sem vaxtagólf þegar markaðurinn er að ákvarða vexti fyrir einkaaðila eða einstaklinga, sem hafa tekjur sínar fyrst og fremst innan þess hagkerfis.

Þannig, að hækkaðir vextir tiltekinna landa - valda einnig hækkuðum vöxtum til atvinnulífs og almennings í sömu löndum.

-------------------

  • Að allir séu með sömu lágu vextina í evru - - einfaldlega er úrelt!
  • Það var þannig áður en evrukrýsan hófst - - en líklega mun það ekki gerast aftur.
  • Því markaðurinn er búinn að læra - - að mismunandi lönd hafa mismunandi áhættu, þó þau tilheyri sama gjaldmiðli.

Þetta er atriði sem skiptir máli fyrir Ísland - - en þ.e. fullyrt á grundvelli úreltra upplýsinga að vextir á Íslandi myndu lækka mikið, en hið rétta er að þeir myndu taka mið af stöðu ísl. ríkisins - lánstrausti þess.

Ég á erfitt með að sjá, að það lánstraust geti nokkru sinni verið eins gott og t.d. Hollands. Þannig að þá verða vextir hér alltaf töluvert hærri en í Hollandi. Vextir fyrir íbúðalán í Hollandi í dag, því ekki vísbending um framtíðarvexti íbúðalána á Íslandi innan evru.

Að auki sem dverghagkerfi verður Ísland áfram mun óstöðugra, því meiri óvissa um framtíðartekjur fyrirtækja og heimila - þegar litið er fram t.d. 30 ár. Slík óvissa kemur einmitt fram í ákvörðunum um vexti. Vextir eru ekkert annað en reikningur banka á áhættu tengdri lánveitingunni.

 

 

Niðurstaða

Vandi evrunnar, sem einnig er vandi Evrópusambandins, er greinilega að skapa heilmikla gerjun - en einhvern veginn þarf stofnunin að sprikla. Ef hún ætlar sér að hafa framtíð. Að auki eru ímsir sem telja einnig vera tækifæri í krýsunni, að fá fram langþráða drauma um sameiginlegt ríki.

Það verður áhugavert að fylgjast með málum fram að nk. áramótum. En mig grunar að einhvers konar framtíðarsýn með nægilega breiðum stuðningi verði að liggja fyrir - ekki mikið síðar en það.

Hver og einn má setja fram sína eigin ágiskun, varðandi líkur þess að draumarni um, stór skref til aukins samruna, komi til með að rætast.

---------------------------------------

Enn eru evrusinnar að tönnslast á úreltum upplýsingum, að húsnæðisvextir séu þeir nánast sömu í öllum aðildarríkum evru. Kannski fylgjast þeir einfaldlega þetta ílla með.

 

Kv.


Skuldir Grikklands 179.3% við lok næsta árs!

Þetta er tala sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Grikklands. Frétt um málið kemur fram á síðu Reuters: Greek 2013 budget sees sixth year of recession. Daily Telegraph sem einnig fjallaði um þetta - Greece's 2013 budget forecasts sixth year of recession, benti á áhugavert atriði: Greece: Preliminary Debt Sustainability Analysis.

En þetta er hlekkur á skýrslu AGS sem var lekið á vefinn, sem var með öðrum orðum ekki opinbert plagg. Svo það skýrir af hverju plaggið er ekki vistað á vef AGS í þessu tilviki. En þar settu þeir fram dökka sviðsmynd þ.s. þeir spáðu að skuldir Grikklands gætu orðið 178% árið 2015.

Takið eftir að plaggið er dagsett 15. febrúar 2012. Það er ekki lengra síðan:

" ...peak at 178 percent of GDP in 2015. Once growth did recover, fiscal policy achieved its target, and privatizationpicked up, the debt would begin to slowly decline. Debt to GDP would fall to around 160percent of GDP by 2020, well above the target of about 120 percent of GDP set by European leaders."

Þetta álit AGS þótti stofnunum ESB afskaplega ósanngjarnt, en þar var því haldið fram að skuldir Grikklands myndu ná jafnvægi við 120% árið 2020.

En munið að, sú spá kom í kjölfar þess að einkabankar skáru af 50% af sinni eign á skuldum gríska ríkisins. 

Þá var klárað með formlegum hætti svokölluð "3 björgun Grikklands" þ.s. átti að veita Grikklandi fjármögnun til næstu 3 ára.

 

Það sem þessi gögn sýna er hve fjarri veruleikanum spár um framvindu Grikklands hafa verið fram að þessu!

Meira að segja hin svokallaða "dökka sviðsmynd" AGS reynist alltof bjartsýn. Skuldir Grikklands verða hærri þegar á nk. ári en AGS taldi mögulegt í versta falli árið 2015.

Kannski er sviðsmynd sú sem stjv. Grikklands koma fram með nú - trúverðug. Það væri þá í fyrsta sinn.

Það eru þó líkur á að ástandið verði enn dekkra en þessar tölur sýna, en spá stjv. Grikklands um niðursveiflu nk. árs er að hún verði einungis 3,8%. Einungis, vegna þess að 2 sl. ár þ.e. þetta og það síðasta, hefur niðursveifla hvort ár verið kringum 6%. Nærri því árin þar á undan.

Að auki, ef aðgerðir stjv. ná fram - þá mun Grikkland pína fram niðurskurð upp á í kringum 11,5ma.€ á nk. tveim árum.

"The budget will make more cuts to public sector pay, pensions and welfare benefits as part of an €11.5bn austerity package of savings spread out over the next two years."

"A government official, who spoke to Reuters on condition of anonymity, said Athens will frontload a big chunk of the new spending cuts under negotiation with the troika."

""The draft budget will include €7.8bn in cuts for 2013," the official said."

Þar af 7,8ma.€ niðurskurð þegar á nk. ári eins og fram kemur. Það þíðir að ef aðgerðirnar ná fram, sá harkalegi niðurskurður á nk. árs kemur fram - að þá geti það vart gengið upp, að á sama tíma sé efnahagssamdráttur minni nk. ár og þetta ár, þegar verið er að skera meir niður nk. ár en þetta ár.

Fátt bendir enn til þess að grískt efnahagslíf sé að taka við sér - svo það geti tekið við þeim slaka, sem skapast er ríkið dregur sig enn frekar til baka.

Ég bendi einnig á áhugaverða umfjöllun Der Spiegel: Europe Intent on Saving Greece Despite Lag in Reforms.

"The motives for rescuing Greece are transparent: The euro zone is in such bad shape, with the potential for serious meltdowns in Spain and Italy, that politicians are determined to avert a "Grexit.""

""Withdrawal cannot be the solution," said French Prime Minister Jean-Marc Ayrault. And Italian Premier Mario Monti added: "Greece is not alone.""

""France and Italy will not support a withdrawal from the euro," says a representative in charge of helping the Greeks with administrative reform."

Lestur greinar Spegilsins þýska er áhugaverður, en þar kemur fram ágætlega greinargóð lýsing á því hve fullkomlega vonlaust Grikkland er - innan evrunnar.

En af yfirlísingum fulltrúa Frakka og Ítala, virðist ljóst - - að mjög sterkur þrístingur er til staðar, að halda Grikklandi inni. Alveg burtséð frá því hver niðurstaða svokallað "þríeykis" verður.

En reyndar var Spegillinn með nýlega frétt þess efnis, að líklega yrði sú niðurstaða frekar pólitísk en fagleg, þ.e. þrýstingur væri frá pólitíkinni sérstaklega frá Frakklandi og Ítalíu. Að, skýrslan muni álykta að Grikkland geti látið mál ganga upp - þó að allir viti annað.

Ef það er útkoman, þá verður sett fram ný fantasía af stofnunum ESB - en skýrslur þeirra stofnana frá því kreppan hófst á Grikklandi, hafa ekki reynst vera neitt annað.

Svo munu menn vona að Grikkland lafi a.m.k. einhverja mánuði í viðbót - eftir að enn meiri peningum hefur verið mokað á vandann.

Möguleikinn á annarri útkomu er helst að finna í afstöðu ríkja eins og Finnlands, Hollands, Austuríkis og Þýskalands. Þ.s. upplifun um það að "Grexit" sé ógnun er minni - og menn eru ef til vill meir að horfa á þá peninga sem hent væri í grísku hítina. Þ.s. andstaða við að brenna meira fé, fer vaxandi.

 

Niðurstaða

Nýjar tölur frá Grikkland gersamlega sýna allar fyrri áætlanir stofnana ESB sem skrípaleik, þar af áætlanir sem eru ekki eldri en frá fyrstu mánuðum þessa árs. Það er svo augljóst að þær áætlanir eru á hæpnum forsendum, enda hafa spár um framvindu Grikklands aldrei verið nærri því að standast, ef þær hafa komið frá einni af stofnunum ESB. Grunur þess efnis að þær spár hafi verið meir pólitískar en faglegar - - fer vaxandi.

Sem setur auðvitað spurningarmerki um "fagleg vinnubrögð" þeirra stofnana.

 

Kv.


Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?

Hagfræðingurinn Leigh Harkness fann upp á þessari hugmynd þegar hann var um árabil helsti efnahagsráðgjafi Tonga eyja. Það gerir að mínu viti kerfið ekki síst áhugavert fyrir Ísland. Því þ.e. hannað út frá klassískum vanda einangraðra dverghagkerfa - að þau verða að eiga gjaldeyrisforða til að tryggja innflutning. Sem kemur til af því, að þessi hagkerfi eru of lítil til að styðja fjölbreytta starfsemi - heldur er útkoman sú að atvinnulíf er einhæft byggist á fáum grunnþáttum flestallt er innflutt.

Leigh Harkness tók eftir því sama og klassískt gerist hérlendis, að gengi gjaldmiðilsins verður að verðfalla ef gengur á gjaldeyrisforðann - í þeim tilvikum er innflutningur verður umfram verðmæti þau sem sköpuð eru innan hagkerfisins, þ.e. viðskiptahalli.

Hugmyndin hans "kjörgengiskerfið" er einmitt hannað, til að lágmarka þá tegund af viðbótar gengisóstöðugleika, sem slík dverghagkerfi eiga við að stríða af þessa völdum.

Ég vil því meina, að þó svo hann hafi ekki hannað þetta beint fyrir Ísland, þá sé það nánast eins og svo hafi verið, því ég fæ ekki betur séð - - en að þessi aðferð myndi minnka mjög umtalsvert þann umframgengisóstöðugleika sem hér hefur lengst af verið til staðar miðað við ríki meginlands Evrópu.

Sá umframóstöðugleiki hverfur ekki alveg, þ.s. hagkerfið á einnig við óstöðugleika vegna sveifla í útfl. verðum okkar helstu afurða. En gengið í kerfi Harkness ætti eigi að síður að verða miklu mun stöðugara.

Síðan eru til leiðir, þ.e. viðbótar úrræði, sem unnt er að grípa til - til að takmarka hinn óstöðugleika þáttinn, og þannig draga enn meir úr gengisóstöðugleika krónunnar.

Reyndar svo mikið, að vera má að unnt yrði í kjölfarið að ná meðalverðbólgu og vaxtastigi, niður undir þ.s. tíðkast í löndum í N-Evrópu. Auðvitað gerist það ekki á einni nóttu. Það tekur nokkurn tíma fyrir traust að byggjast upp - t.d. 20 ár að skila sér að fullu, að vextirnir lækki.

Grein eftir Leigh Harkness!

Grein Ólafs Margeirssonar um "kjörgengiskerfið."

 

Best að fara beint í smiðju Harkness!

Harkness útskýrir vel á heimasíðu sinni hvernig "flotgengiskerfið" hefur knúið á um stöðugt vaxandi skuldastöðu ríkja með flotgengi, síðan að flotgengi var tekið upp sbr.: Impact of the Floating Exchange Rate System on Debt.

Ég skal viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því, að sjálft flotgengiskerfið væri ástæðan.

Það sem hann leggur til - er í reynd lagfæring á flotgengi, svo að það hætti að leiða til skuldaaukningar lands með flotgengi gagnvart útlöndum.

  • "To avoid this, the economy needs a source of money that does not raise domestic and foreign debt."
  • "It is possible to modify the floating exchange rate system to allow the economy to generate addition money from foreign income."
  1. "The first step is to require banks to hold foreign exchange reserves."
  2. "If banks lend those national savings without completely depleting them, then they would be lending without raising foreign debt."
  3. "To achieve this outcome, banks may be authorised to lend up to, say, 90% of the savings."

Afskaplega einfalt ekki satt? Eins og á Tonga eyjum, þá er flutt út til að geta flutt inn. Þannig, að það er stöðugt innstreymi gjaldeyris til staðar. Sá gjaldeyrir er þá lagður inn í banka, sem lætur viðkomandi fyrirtæki fá "í okkar tilviki" krónur. Ef bönkunum er ekki heimilað að lána nema upp að 90% að eigin gjaldeyrisforða. Þá er þeim ómögulegt að búa til viðskiptahalla með of miklum innlendum lánveitingum.

Það útrýmir stórum hluta þess gengisóstöðugleika sem hér hefur verið til staðar.

Útlánabólur í krónum heyra þá sögunni til í okkar kerfi!

**Við þurfum þá væntanlega að takmarka aðgang að gjaldeyrislánum, þannig að aðili B verði að hafa a.m.k. 50% tekna sinna í viðkomandi gjaldmiðli, svo hann geti fengið lán í þeim gjaldmiðli.

 

  • "The second change provides incentives for the foreign exchange market to set the exchange rate at a level that would raise demand for domestic products sufficiently to provide full employment."
  • "Banks profit from making loans rather than holding foreign reserves."
  • "If bank lending and profits were linked to the level of employment, then they would have an incentive to drive the exchange rate at a level that would achieve full employment."
  1. "For example, banks may be allowed to lend 90 cents per dollar of savings if unemployment is less than 3%."
  2. "For every 1% of unemployment above 3%, the amount that banks could lend would be reduced by 10 cents. Thus if unemployment were 5%, banks would be able to lend 70 cents per dollar of additional foreign reserves."
  3. "To maximise lending and profits, banks would depreciate the exchange rate to a level that would achieve full employment and raise their foreign reserves."
  • "But if the banks were to excessively depreciate the currency it may cause inflation."
  • "To avoid this outcome, the share of savings banks could lend may be reduced by an additional 10 cents for every 1% of inflation above the acceptable level of 3%.
  • For example, if inflation were 5% and unemployment 5%, banks would be able to lend 50 cents per dollar of savings."

Eins og þið sjáið af þessu, telur Harkness unnt að beita stýringu á gróða bankanna sem hagstjórnaraðferð. 

Þar sem þeir ávallt vilji hámarka sinn gróða, þá með því að hafa áhrif á það hvernig þeir græða, sé unnt að fá bankana til að stuðla að auknu efnahagslegu jafnvægi.

Það er áhugavert að hann vill minnka útlán til að draga úr atvinnuleysi, væntanlega þýðir það að gjaldeyrissjóðir bankanna stækka, það minnkar eftirspurn í hagkerfinu eftir peningum og gjaldmiðillinn fellur þá vegna minnkaðrar eftirspurnar. 

Höfum í huga að þetta kerfi er búið til innan samhengis örhagkerfis, líklega er ástæða atvinnuleysis að útflutningsatvinnuvegir eru í vandræðum, og þá er felling gengis líklega rétt greining á útleið til baka til fullrar atvinnu þ.e. viðsnúnings.

Eins og við vitum, t.d. þá getur Ísland eða sambærilegt örhagkerfi, lent í utanaðkomandi áföllum - sem tjónar atvinnuvegina.

Þá sé ég fyrir mér, að þessi aðgerð sem hann lýsir geti verið rökrétt.

---------------------------

Ég er ekki alveg klár á því hvernig markmiðið að setja þrýsting á bankana til að draga úr verðbólgu myndi virka. Þá á ég við, hvernig þeir myndu geta beitt sér til að halda henni í skefjum.

En ég er alveg klár á því þ.e. get séð það fyrir mér, hvernig markmiðin tvö á undan koma til með að virka.

 

Kostir við leið Harkness?

  • Ég held að sá stærsti sé - að þessi leið stenst augljóslega það að vera "framkvæmanleg."

Eftir allt saman er þetta "evolutionary" frekar en "revolutionary" en þumalfingursregla er - að því stærri breytingu sem þú ætlar að gera, því meiri er andstaðan við þá breytingu.

  • Annar vandi sem þarf að hafa í huga - er óvissa. 

En sambærilegt lögmál um óvissu er, að hún stækkar eftir því sem sú breyting sem þú vilt gera er stærri, og öfugt.

Ég er að tala um "unknowns" og "unknown unknowns" eins og þ.e. kallað á ensku.

Ef maður veltir fyrir sér byltingarkenndum hugmyndum, þá er það einmitt eitt megin vandamál þeirra, að það er ekki mögulegt að sjá fyrir allar mögulegar útkomur eða hliðarverkanir.

Kostur við að breyta með því að sníða galla af ríkjandi fyrirkomulagi, er að þá þekkir þú hvernig það fyrirkomulag hegðar sér, og átt auðvelda með að reikna út - hverjar afleiðingar þess að breyta því eru.

Breyting sem felur í sér að þróa þ.s. fyrir er, í eðli sínu er útreiknanlegt.

Meðan að byltingarkenndar breytingar í eðli sínu eru það ekki.

Jafnvel þó fylgismenn stórrar breytingar telji sig vita hvernig hlutir komi til að verka skv. kenningu um það fyrirbæri eða aðferð, ef hún hefur aldrei verið notuð nokkurs staðar. Þá er ekki mögulegt að vita raunverulega, hvort að kenningin er rétt - hvort hún raunverulega gengur upp. Það kallast "unknown." Siðan verða óhjákvæmilega fullt af afleiðingum sem engin leið er að sjá fyrir þ.e. "unkown unknowns."

Ég er á því að leiðin hans Harkness, leysi þau vandamál að mestum hluta sem þarf að leysa innan íslenska krónuhagkerfisins, þannig að það í framtíðinni virki miklu mun betur.

Að stóra byltingin, sé einfaldlega of áhættusöm - þeir viðbótar gallar sem ef til vill fræðilega eru enn til staðar miðað við kenninguna um það hvernig byltingarkennt kerfi á að virka, séu ekki áhættunnar virði.

Miðað við það, að þessi miklu mun smærri breyting - leysir að megni til þau viðbótar vandræði, sem krónuhagkerfið hefur búið við sbr. önnur nútímapeningakerfi.

------------------------------------

Að auki er fræðilega unnt að minnka óstöðugleikann enn frekar, það væri unnt að gera með skatti á alla gjaldeyrisinnkomu - þannig að þá safnist upp sjóður í Seðlabanka.

Þá væri t.d. 1% eða 2%, tekin af áður en fyrirtæki leggja gjaldeyrinn í banka og skipta fyrir krónur.

Ef slíkur sjóður verður nægilega digur. Þá er fræðilega unnt að nota þann sjóð - sem varasjóð.

Það getur gefið þann valkost, að brúa skammtímaniðursveiflu í tekjum gjaldeyrisskapandi greina, án þess að genginu sé sveiflað. Einfaldlega þannig að landið á fyrir skammtíma viðskiptahalla.

Eða, gefið þann valkost að láta gengið síga á lengri tíma - ekki í einni snöggri sveiflu. Í þrepum. Var einu sinni gert af ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, þegar gengi krónu var stírt með fastgengisstefnu með gjaldeyrisforða. En með því að þrepaskipta gengissiginu náðist það markmið að dreifa verðbólgusveiflunni svo hún reis aldrei eins hátt.

Eða þriðji möguleikinn, gefið möguleika á að aðlaga hagkerfið með launalækkunum í stað gengissigs, ef utanaðkomandi sveifla framkallar umtalsverða aðlögunarþörf. 

 

Niðurstaða

Ég er dálítið þannig gerður að ég hef ímugust á "sannfæringum." Mér finnst t.d. fráhrindandi þegar t.d. evrusinnar tala um sínar sannfæringar. Málið er einnig, að þegar maður er "sannfærður" grunar mig að menn hafi útilokað aðra möguleika. Með öðrum orðum, að "sannfæring" sé í eðli sínu ekki góð fyrir rökhugsun. 

Kjörgengiskerfið auðvitað hefur galla - sennilega ekki síst þann, að það þarf að reka af "Seðlabanka Íslands." En starfsmenn þess eru ekki beint á sama "kalíber" og starfsm. t.d. "Bank of England." Frekar langt bil á milli.

Eiginlega í leiðinni, þarf að taka til þar - til að tryggja að til staðar sé nægilega mikil hæfni. Svo bankinn geti með trúverðugum hætti, rekið slíkt kerfi.

Mín skoðun er að við eigum að leita út fyrir landsteinana, eftir lykilyfirmönnum Seðlabanka Íslands. Þ.e. að ráða útlending, sem tengist engum hérlendis.

Einfaldlega vegna þess, að það eru svo miklir peningalegir hagsmunir í húfi, að þetta kerfi sé rekið af óspilltum og ótengdum, hér er of erfitt að tryggja að ekki séu til staðar nokkur fjölskyldu eða vina eða önnur tengsl, sem geta spillt áreiðanleika þeirra sem eru yfir Seðlabankanum.

Þá er ekki nóg að ráða einn mann. Ég er að tala um að ráða teymi. Skipta út öllum yfirmönnum sviða í leiðinni. Ekki bara stjóranum sjálfum.

Seðlabankinn verður að hafa trúverðuga og færa stjórnendur, svo kerfið gangi fyllilega upp.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 847090

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband