Aðild snýst um valið á milli sjálfstæðis eða ekki!

Þetta er í dag orðið ljóst vegna vanda evrusvæðis. En meira að segja helstu stofnanir ESB í dag viðurkenna að núverandi ástand samstarfsins um evru er ekki sjálfbært - það gera þær með þeim þunga sem þær leggja í þörfina fyrir stórstígar breytingar á því samstarfi. Tillögur Framkvæmdastjórnar ESB um mjög stórstígar breytingar - sem allar fela í sér stór skref í átt að frekari samruna nánar tiltekið samstarfsins um evruna, setur fram áhugaverða spurningu; hvað ætla ríki eins og Danmörk, Sviþjóð og Bretland að gera, sem ekki hafa sýnt nokkurn áhuga á aðild að evrusvæði í jafnvel nokkurri framtíð?

En það blasir við, ef stofnanir ESB verða í reynd þjónustustofnanir innan nýs sambandsríkis, þá eru þær vart hlutlausir þjónustuaðilar fyrir ríki sem ekki tilheyra því.

Myndu þau ríki geta sætt sig við, að vinna áfram undir handarjaðri þeirra - - þegar svo augljóst er, að þau geta ekki lengur ráðið því, hvaða reglur gilda sem þær stofnanir vinna eftir?

Á þessa deilu reynir nú þegar, því uppi er hörð deila milli aðildarríkja utan evru og aðildarríkja innan evru, um fyrirkomulag svokallaðs "nýs sameiginlegs bankaeftirlits" en skv. tillögu um það frá Framkvæmdastjórn ESB er því ætlað að vera hluti af Seðlabanka Evr. "ECB" en skv. lögum um ECB hafa ríki sem ekki eru aðilar að evru, einungis áheyrnaraðild að fundum en ekki atkvæðarétt.

Þetta segir t.d. utanríkisráðherra Svíþjóðar að sé algerlega óásættanlegt - Pólland og Tékkland, hafa einnig stutt kröfur um jafna aðild að ákvörðunum. Bretar að sjálfsögðu taka ekki í mál annað.

Kröfur innan Bretlands þess efnis, að Bretar hætti í ESB, standa ekki síst í samhengi við andstöðu Breta við þátttöku í slíkum frekari samruna - - það eru vísbendingar uppi um, að ef Bretar fá ekki að halda neitunarvaldi, varðandi bankareglur sem snúast að bankarekstri í Bretlandi, og/eða ef þeir geta ekki lengur, beitt neitunarvaldi til að hindra reglur verði settar, sem að þeirra mati skaða samkeppnishæfni þeirra fjármálastofnana á alþjóðavettvangi. Þá séu sterkar líkur á að Bretland yfirgefi ESB.

Málið er, að ef samrunaþróunin gengur lengra, að deilan um sameiginlegt bankaeftirlit er einungis fyrsta stóra deilan af nokkrum fjölda slíkra sem munu upp koma, hvað um sameiginlega innistæðutryggingu - sameiginleg fjárlög? En ein hugmyndin, er að umbreyta björgunarsjóðum, í millifærslukerfi sem stutt væri af stækkuðum sameiginlegum fjárlögum. Í dag, er skattur sá sem stofnanir ESB fá, lágt hlutfall á öll meðlimaríki ESB, ekki bara á meðlimaríki evrusvæðis.

Þannig, að einfaldast væri að hækka skattinn þann núverandi, sem er á öll aðildarríkin. En það myndi augljóslega rekast á neitun t.d. Breta o.flr. ríkja sem eru utan við evru, sem hafa neitað að taka þátt í fjármögnun björgunarsjóðs evrusvæðis.

Þá þarf að taka upp nýjan skatt, sem væri einungis innan samhengis evrusvæðis. Það þýðir í reynd, að þ.s. það krefðist nýrrar lagasetningar, að þá þarf samþykki allra ríkjanna, ekki bara þeirra 17 sem eru innan evru.

Mig grunar að lausnin verði að stofna til nýrra sáttmála utan um evruna!

  • Það reyndist eina færa leiðin, þegar stofnað var til svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála" á sl. ári.
  • Ekki reyndist unnt að sannfæra öll ríkin 27, þegar er verið að setja á fót alveg nýtt fyrirkomulag, þarf samþykki allra 27. Þ.e. öll hafa neitunarvald.
  • Mig grunar, að lausnin vegna sameiginlegrar bankaumsjónar verði einnig sú, að stofna utan um hana nýjan sáttmála, sem öll 17 evruaðildarríkin verði meðlimir, en einungis þau af rest sem velja að taka þátt. Eins og var um "Stöðugleika Sáttmálann." Það getur valdið brotthvarfi Bretlands, en hugsanlega einnig Svíþjóðar. Það myndi setja Danmörku í erfiða stöðu. Nema að Danmörk sætti sig við, að vera í þessum málum í sambærilegri stöðu og aðildarríki EES, að þurfa að lúta vilja ríkja og hafa ekki áhrif.
  • Þetta verði einungis fyrsti af þeim nýju sáttmálum - síðan myndu stofnanir ESB núverandi, kjósa að renna inn í þetta nýja ríki. Þó það væri brot á núverandi sáttmálum um þær. Skv. þeim nýju sáttmálum, myndu þær hafa hlutverki að gegna innan hins nýja ríkis.

Niðurstaðan væri að í reynd væri nýtt samband stofnað. Þó aðildarríki þess væri enn meðlimir að ESB. Útkoman gæti þannig séð verið "endalok ESB" en þó ekki ósigur fyrir hugsjónina um samruna Evrópu, heldur endanlegur sigur þeirrar hugsjónar - kannski.

ESB hefði einungis verið tæki á þeirri vegferð, því væri kastað þegar það þjónaði ekki lengur hagsmunum samrunans - sem væri sá endanlegi að búa til Bandaríki Evrópu.

Það væri ekki nauðsynlegt að öll núverandi aðildarríki ESB taki þátt í þeirri stofnun Bandaríkja Evrópu, eða sem gæti lagst upp á ensku "Unitet States of Europe" eða "USE".

Þá væri endanlegi sigurinn unninn að til staðar væri USE í Evrópu og USA í N-Ameríku.

 

Málið er að þetta gerir valkostina skýra fyrir Ísland!

Aðild að ESB eða nánar tiltekið ósk um aðild að "USE" mun þíða það sama og ef Ísland myndi óska aðildar að "USA" þ.e. endalok sjálfstæðis.

Það hve augljóst er að evrusvæði þarf annaðhvort að ganga alla leið og mynda ríki, eða hverfa á vit sögunnar - - setur málið fram í algerlega skýru máli.

Það er, þetta snýst um að vinda klukkunni fyrir Ísland aftur fyrir okt. 1918, aftur til þess tíma er Ísland hafði einungis heimastjórn. En fylki innan sambandsríkis hafa eitthvert takmarkað sjálfstæði.

Það myndi þíða ákvörðun um það, að ákvörðunin 1918 hefði eftir allt saman verið röng.

Þá niðurstöðu, að niðurstaða þjóðarinnar væri sú að þeir sem höfðu á þeim árum efasemdir um getu örríkisins Ísland að stjórna eigin málum svo vel myndi fara, hefðu haft rétt fyrir sér.

Ég tek fram, að það er engin leið að sanna svo óhyggjandi sé að Ísland muni ekki hafa það betur innan sameinaðs ríkis þess sem væri myndað innan Evrópu - né er unnt að sanna það svo óhyggjandi sé, að það muni hafa það betur sem sjálfstætt ríki áfram.

  • Þessu verður einungis svarað með líkum - - en ég bendi á að ástand Evrópu er um margt líkt því ástandi sem Japan var í, í kjölfar hrunsins þar síðla árs 1989:
  1. Undanfarandi lánabóla þíddi að í báðum tilvikum veika stöðu bankastofnana.
  2. Lánabólan hafði í báðum tilvikum leitt til, uppbólginna verða á húsnæði og í Japan sérstaklega á landi innan Tokyo svæðisins.
  3. Eftir að sú bóla sprakk, fylgdu skuldaerfiðleikar margra aðila innan hagkerfisins, eins og er nú ástand mála í Evrópu.
  4. Í kjölfarið, hækkuðu skuldir japanska ríkisins mjög hratt því hjöðnun innan hagkerfisins leiddi til mikils hallarekstrar - það sama sjáum við í Evr.
  5. Að auki bætist við, eins og í Japan, er Evrópa komin inn í spíral neikvæðrar fólksfjöldarþróunar, þegar er fækkun vinnandi handa vegna þess í Evrópu farin að minnka mögulegan hagvöxt, eins og var þegar farið að gerast og hefur síðan ágerst seinni árin í Japan.
  • Allt tekið saman, þá víxlverkar minnkandi hagvaxtargeta v. fækkunar fólks í Japan þannig, að það dregur úr getu japanska hagkerfisins, að vinna sig út úr þeim skuldavanda sem skall yfir það áratuginn eftir hrunið 1989.
  • Líkur virðast mjög miklar á því, að Evrópa lendi í mjög svipaðri þróun út þennan áratug, og verði því á næsta áratug fast í ástandi mjög hægs vaxtar og langvarandi skuldavandræða.

Mjög mörg önnur svæði í heiminum hafa mun skárri framtíðarhorfur hvað hagvöxt varðar en Evrópa - - í reynd, hafa nærri öll svæði heimsins skárri horfur hvað þetta varðar en Evrópa.

Líkur eru það dökkar, að líklega verður hagvöxtur næsta áratugar jafnvel þess næsta þar á eftir, sá lélegasti í heiminum fyrir fjölmennt svæði.

Það þíðir ekki að Evrópa sé á leið í fáæktargildru - - heldur að hún eins og Japan, muni hnigna að mikilvægi hlutfallslega.

Í dag er heildarhagkerfi ESB 27 e-h um 20% af heimshagkerfinu, þannig lagt saman er ESB stærra en Bandaríkin, en eftir sambærilegt tímabil í hlutfallslegri stöðnun og því sem Japan hefur verið í, getur hlutfallið verið orðið innan við 10%.

En við erum að tala um að svæði í SA-Asíu eru í margföldum hagvexti yfir sama tímabil, miðað við Evrópu. Umfang þeirra hagkerfa líklega vex a.m.k. 2-falt hraðar, jafnvel þrefalt til fjórfalt. 

Jafnvel Bandaríkin eru líklega að vaxa hraðar, vegna þess að fólksfjöldaþróun þar er hagstæðari, þannig að framtíðarhagvaxtargeta er betri og þess vegna líklegra að Bandaríkin muni eiga auðveldar með að hefja sig úr núverandi skuldavanda en Evrópa.

-----------------------------

Útkoman er sú að það er fátt sem bendir til þess að það að bindast Evrópu nánari böndum, sérstaklega með þeim hætti, að afsala sér fullveldi og renna inn í nýtt ríki. Sé leið til aukins hagvaxtar.

Þó svo að það sé ekki unnt að sanna að, Íslandi muni farnast betur utan við ESB - - þá þarf að mínu viti, sterkar vísbendingar í þá átt að breyting á þeirri grunntilvist landsins að það sé sjálfstætt sé líklegt til að skapa auknar þjóðartekjur, til að það sé þess virði íhuga að leggja af það sjálfstæði.

Ég get ekki séð að, framtíðar hagvaxtarlíkur Evrópu bendi til þess, að líklegra sé að Íslandi farnist betur sem hluti af Evrópuríkinu, en sem sjálfstætt ríki áfram.

Það sé a.m.k. jafn líklegt að Íslandi farnist eins vel a.m.k. Þá ef okkur gengur frekar ílla við það að vinna úr okkar málum.

En það eru einnig líkur á að Íslandi farnist betur en Evrópuríkinu, því að Ísland á enn margvíslega ónýtta eða vannýtta möguleika til atvinnu-uppbyggingar, einmitt vegna þess að atvinnulífið á Íslandi er enn tiltölulega vanþróað.

Það er ekki augljóst að við eigum verri möguleika á að nýta þá möguleika, sem sjálfstætt ríki áfram - - en sem aðildarríki að hinu nýja Evrópuríki.

Eins og ég sagði, það þarf skýrar vísbendingar um líkur á því að okkur farnist betur séu betri innan Evrópu, og ég sé ekki að þær skýru vísbendingar séu til staðar.

Við eigum eins og ég sagði möguleika á að láta okkur farnast betur, en líkur eru á að Evrópu farnist, þó sannarlega sé það allsendis óvíst að af þeirri útkomu verði.

Hið minnsta sé það a.m.k. ólíklegt að okkur farnist verr, því að framtíðarlíkur Evrópu til vaxtar eru afskaplega lakar, mér finnst reyndar líkur meiri heldur en minni að Ísland muni sem sjálfstætt ríki geta náð fram meiri meðalhagvexti en líklegt er að Evrópuríkið nái nk. 20 ár eða svo.

 

Niðurstaða

Ég legg með öðrum orðum til, að Ísland sé sjálfsætt ríki áfram. Að Ísland gangi ekki inn í það nýja ríki sem stendur til að stofna í Evrópu. Þó svo að einhver mótmæli því ef til vill, á þeim grunni að Evrópuríki teljast í dag vera fullvalda. Þá bendi ég á móti á það, að það megi ekki leiða hjá sér rökrétta útkomu núverandi vanda, þeirrar augljósu þarfar evrusvæðis að auka stórfellt á þ.s. gert er sameiginlega. Ekki síst það, að vegna þess, að ef sú aukning fer fram án þess að því fylgi mótaðgerðir til að vega upp svokallaðan lýðræðishalla, sem myndi annar aukast stórfellt - og það getur skapað hættu á mjög alvarlegri lýðræðisuppreisn meðal almennings. Verður sú stórfellt aukna samrunaþróun, einnig að fela í sér aukið lýðræði innan stofnana ESB. Það í reynd þíðir að það þarf þá að setja á fót kjörin embætti, sem eru sameiginleg. Þ.e. forsætisráðherra eða forseta. Það ásamt stækkuðum sameiginlegum fjárlögum, sem geri millifærslur mögulegar eins og í Bandar., sameinuðu bankaeftirliti og sameinuðu innistæðutryggingakerfi, að auki mjög strangri umsjón með fjárlögum einstakra ríkja í reynd þannig að miðstjórnarvaldið geti gefið einstökum ríkjum fyrirmæli um sparnað, niðurskurð, launalækkanir - beitt neitunarvaldi á eyðslu o.s.frv. Þíðir að við erum að tala um Bandaríki Evrópu eða "U.S.E." ef allt þetta næst fram. Aðildarríki verði fylki innan þess.

Ég legg hér ekki fram nokkurn líkindareikning um það, hvort það tekst að framkv. þessar stórstígu breytingar.

Hitt er ljóst, og í reynd staðfest af stofnunum ESB sjálfum, með því að leggja svo mikla áherslu svo mikinn þunga á það, að stigin séu mjög stór viðbótar skref í samrunaátt - - að núverandi ástand er ósjálfbært.

Fræðilega getur ESB einnig stigið til baka þ.e. hætt við evruna, bakkað aftur fyrir Maastricht sáttmálann. 

Ég sé það þó ekki gerast, svo útkomurnar virðast vera - - að Evrusvæði sérstaklega, þurfi nú næstu misserin að hlaupa. Eða, að það líklega fellur.

En ef það hefur það af, þá er valkosturinn algerlega skýr - sjálfstæði eða endalok þess.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hafðu miklar þakkir fyrir þessa afbragðsgóðu úttekt og afdráttarlausa ályktun þína í lokin.

Árni Gunnarsson, 8.10.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf glögg og góð lesning,takk Einar.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2012 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 848176

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 826
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband