Það á eftir að vera gríðarlegur þrístingur á ríkisstjórn Spánar!

Frétt vikunnar er án nokkurs vafa yfirlísing Seðlabanka Evrópu um þ.s. Mario Draghi hefur kosið að kalla O.M.T. (Outright Monetary Transactions) sjá einnig "Ræða Mario Draghi ásamt svörum við fyrirspurnum blaðamanna." http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/mario_draghi_1170953.jpg

  • Mario Draghi virðist vera Seðlabankastjóri sem virkilega er tilbúinn til að berjast fyrir því að evran hafi framtíð.
  • Áhugamenn um upptöku evru, ættu að hengja upp á vegg hjá sér, stórar myndir af honum!
  • Hvað sem má segja um hann, virðist þetta vera mjög fær einstaklingur, og loksins er komin aðgerð sem mögulega getur framlengt líf evrunnar.
  • Að sjálfsögðu gætir vissrar aðdáunar, en hafið í huga að hann hefur náð fram áhugaverðum hlut, nefnilega stuðningi ríkisstjórnar Þýskalands við stefnu sína. En ekki einungis það, heldur einnig allra annarra ríkja evrusvæðis. Það krefst mikillar leikni í samskiptum við pólitíkusa. Sem segir, að Draghi sé einnig mjög fær diplómati.
  • Málið er, að þetta er virkilega "lokaplottið til að tryggja framtíð evrunnar" allt annað sem líklega er unnt að gera, hefur verið þurrausið. Draghi hefur tekist, að koma pólitísku hjörðinni í skilning um það, að evran væri virkilega stödd á barmi hyldýpisins. Það yrði að gera eitthvað stórt og það strax.

Wikipedia síða um Mario Draghi!

Eitt er ljóst, að hann er mikil framför yfir "Trichet" þann sem hann tók við af. En Trichet virtist einfaldlega ekki hafa nægilegt hugmyndaflug, til að berjast gegn hinni stöðugt versnandi fjármálakreppu, og við erum að tala um virkilega alvarlega fjármálakreppu - sbr. svar Draghi:

"Draghi: We have substantial, significant and important evidence that the European monetary area is now fragmented. We see this from a variety of indicators: not only the level of yields, the yield spreads, but also volatility, and especially liquidity conditions in many parts of the euro area. So, the actions we decided on today are geared to repairing monetary policy transmission channels in a way that our standard monetary policy can address its primary objective, i.e. maintaining price stability. In other words, these decisions are necessary to restore our capacity to pursue the objective of price stability in the euro area and to restore the singleness of monetary policy in the euro area."

Það sem hann lýsir þarna er mjög alvarlegu ástandi innan fjármálakerfisins, að það er hætt að virka sem ein heild, heldur farið að brotna niður í sínar upphaflegu einingar - eftir því sem væntingar um yfirvofandi uppbrot evrunnar byggðust upp. 

  • Hann segir, að hefðbundin tæki ECB þar með vaxtatækið, sé hætt að virka.
  • Því að fjármálakerfið virki ekki lengur sem ein heild.
  • Þetta þurfi nauðsynlega að laga - og aðgerðir ECB sé ætlað einmitt að laga það ástand.

Svo annað mjög áhugavert svar Draghi:

Draghi: On “conditionality”, the assessment of the Governing Council is that we are in a situation now where you have large parts of the euro area in what we call a “bad equilibrium”, namely an equilibrium where you may have self-fulfilling expectations that feed upon themselves and generate very adverse scenarios. So, there is a case for intervening, in a sense, to “break” these expectations, which, by the way, do not concern only the specific countries, but the euro area as a whole. And this would justify the intervention of the central bank. But then, we should not forget why countries have found themselves in a bad equilibrium to start with. And this is because of policy mistakes. That is why we need both legs to fix this situation and move from a bad equilibrium to a good equilibrium. If the central bank were to intervene without any actions on the part of governments, without any conditionality, the intervention would not be effective and the Bank would lose its independence. At the same time, we see that we are in a bad equilibrium and, therefore, policy action, though convincing, does not seem to produce – at least not in the relatively medium term – the results for which it is geared. So that is why we need both legs for this action.

Akkúrat, ECB þarf að berjast gegn þeim væntingum, að uppbrot evrunnar sé yfirvofandi!

Það má þó setja stórt spurningamerki við það, hvort að sú leið sem hann þarf að fara, sé sú rétta!

 

Af hverju segi ég að héðan í frá verði gríðarlegur þrýstingur á ríkisstjórn Spánar?

Það er vegna þess, að áætlun Draghi hefur einn stóran veikleika.

Sem hann örugglega gat ekki hjá komist.

Nefnilega sá, að ECB telur sig þurfa nægilegar tryggingar fyrir því, að ríki sem fá kaup standi við þá tegund aðgerða, sem haukarnir innan stjórnar ECB telja nauðsynlegar.

Nefnilega, röð mjög harkalegra niðurskurðaraðgerða - sem haukarnir í stjórn ECB telja bestu leiðina til að framkalla efnahagslegan viðsnúning.

Það er vægast sagt umdeilt atriði hvort að harkalegur niðurskurður - sé virkilega rétta meðalið, eða hvort að það sé mun líklegra, að það drepi sjúklinginn.

Þannig, að prógrammið er skilyrt eins og fram kemur í hlekknum að ofan því að aðildarríki fyrst óski aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis - og fari í framhaldinu í skilyrt björgunarprógramm.

Þá sé ECB til í að aðstoða við það prógramm, með kaupum og þá kaupum án nokkurra takmarkana.

En einungis meðan að ríki stendur að fullu og öllu við slíkt niðurskurðarprógramm.

--------------------------------

Þetta er dáldið stór hnífur í kúnni!

Það er algerlega háð vilja ríkisstjórnar Spánar!

Og þ.e. ekkert víst að sá vilji sé til staðar - að fara í slíkt björgunarprógramm!

En því fylgja margir ókostir:

  1. Viðkomandi ríki, í reynd afhendir stóran part af sínu efnahagslega sjálfstæði, til aðildarríkja evrusvæði þ.e. hinna aðildarríkjanna, en þau eiga og reka björgunarsjóðinn, og ráða algerlega settum skilyrðum. En samningur um skilyrði er beint við þau.
  2. Björgunarprógramm þíðir í reynd tímabundið afnám efnahagslegs sjálfstæðis, þ.e. ef maður miðar við prógramm Grikklands, Portúgals, Írlands; þá felur þetta í sér að viðkomandi ríki afhendir lyklavöldin að eigin fjármálaráðuneyti, veitir fullan aðgang  að öllum bókhaldsgögnum, og er bundið því að hlíta þeim mjög stranga aga sem um röð aðgerða, sem hingað til hafa alltaf falið í sér mjög harkalega röð samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerða.
  3. Ég get fullkomlega skilið - að ríkisstjórn Spánar hrýsi frekar hugur við því að standa frammi fyrir slíkum pakka. Og leitist eftir fremsta megni, að fresta ákvörðun um slíkt. Meðan, að Spánn leitast við að semja við hin aðildarríkin, um það hverskonar skilyrði Spánn myndi standa frammi fyrir.
  4. En akkúrat hver þau þá yrðu, væri lykilatriði. Ríkisstjórn Spánar mun líklega á næstu vikum, jafnvel mánuðum, leitast við að semja um sem mildastan pakka - meðan hún teygir lopann sem allra - allra lengst.
  • Það styrkir samningsaðstöðu Spánar, að brotthvarf Spánar úr evru er líklega svo stór atburður, að evran mjög líklega getur ekki mögulega lifað hann af.
  • Þetta er því þ.s. nefnt er "game of chicken."
  • Hver blikkar fyrst.

Fyrstu viðbrögð markaða hafa verið mikil gleði - og líklega mun hún standa yfir um einhverja hríð. Eitt af því sem hefur nú gerst, er veruleg lækkun ávöxtunarkröfu á ríkisskuldir Spánar. Hún er nú sú lægsta síðan snemma á þessu ári, komin niður fyrir 6% þó líklega standi það ekki lengi.

En þ.s. ég tel fullkomlega öruggt, að Spánn er ekki á leiðinni að samþykkja "björgun" nærri því strax.

Því mun gleðin smám saman kulna á næstu vikum, og spenna smám saman vaxa á nýjan leik, eftir því sem það tefst að aðildarríkin og Spánn nái samkomulagi af því tagi, sem Spánn telur sig geta lifað við.

Og það má reikna með mikilli gagnrýni frá evrusinnum allrar Evrópu á ríkisstjórn Spánar, að það rigni yfir hana skömmum - um að setja evruna í hættu.

  • Þá mun skynjun markaða á óvissu hlaðast upp á nýjan leik - - og ég reikna fastlega með, að samkomulag ef af verður, muni ekki nást fyrr en mál eru virkilega komin á ystu blábrún hengiflugsins.
  • Og auðvitað, er það hugsanlegt að nægilega hagstætt samkomulag náist ekki, og að ríkisstjórn Mariano Rajoy ákveði að segja skilið við evruna - - sem eins og ég sagði, mun alveg örugglega drepa evruna í Evrópu allri.

Ég veit ekki hve lengi það drama getur spilast - ekki þó heilt ár.

En hugsanlega einhverja mánuði!

En ef markaðir sannfærast um það, að Spánn sé líklegri til að segja "Nei" mun þá þegar að líkindum, bresta á alveg brjálaður flótti fjármagns innan evrusvæðis - ég er að meina að flóttinn fram að þessu sé bara goluþytur í samanburði við það sem þá mun gerast.

Ég er að tala um eiginlegt "run" eða áhlaup, þá um gervalla S-Evr.

Þetta getur orðið spennandi!

Þrátt fyrir útspil Draghi - - er stórum dramasenum langt, langt í frá lokið!

 

Niðurstaða

Því miður, þrátt fyrir mjög góða tilraun, mun yfirlísing Mario Draghi að flestum líkindum einungis veita skammtíma frý frá ógnum evrukrísunnar. Hún muni gjósa upp aftur af fullum krafti innan einhverra vikna. Þá vegna þess, að ég tel það fullvíst að það muni ganga erfiðlega fyrir ríkisstjórn Spánar að ná samkomulagi við aðildarríki evrusvæðis um skilyrði um björgun sem ríkisstjórn Spánar mun telja sig geta lifað við.

Samkomulag muni því dragast, og við það muni óttinn sem Mario Draghi er að reyna að kveða niður gjósa aftur upp af fullum þunga.

En nú mun ekkert viðbótarskjól vera að fá frá ECB - Seðlabanki Evrópu sé nú búinn að gera allt þ.s. hann líklega er fær um.

Og aðildarríkin treysta sér ekki til að ausa frekara fjármagni í björgunarsjóði, svo nú verður það spurningin um það - hvort sérstaklega ríkin í N-Evrópu geta sætt sig við, að veita Spáni það tiltölulega milda prógramm, sem Spánn mun heimta.

Á móti mun vera hótunin um að yfirgefa evruna og þar með fella hana endanlega.

Ég bendi á að á Spáni býr enn stolt þjóð, og ég gruna - vel fær um að taka slíka ákvörðun, ef hún telur það sem hún stendur frammi fyrir of særandi fyrir það stolt.

Einhver þarf að blikka, en ég er algerlega viss að Spánn mun raunverulega hafa "rauð strik" og ef það fæst ekki fram að lágmarki, muni Spánn líklega frekar kjósa að fella evruna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847085

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband