Er evrópski Seðlabankinn búinn að bjarga evrunni?

Þetta er sennilega spurningin sem brennur á vörum margra. En á fimmtudag staðfesti stjórn Seðlabanka Evrusvæðis tilboð Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis um kaup á ríkisbréfum landa í vanda.

Það sem er mikilvægt er að kaupin eru án takmarkana.

En annað sem er mikilvægt, er að það gildir um kaupin að ECB krefst þess að fyrst hafi land óskað formlegrar aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis.

Einungis þegar land hefur samþykkt björgun - undirritað og staðfest þá skilmála sem það þá fær, kemur til mála segir í fréttatilkynningu fyrir ECB að virkja þessi kaup.

Þannig að boltanum er nú varpað yfir til Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!

Ræða Mario Draghi: Introductory statement to the press conference

Um prógrammið: Technical features of Outright Monetary Transactions

Nú er kominn nýr frasi - - OMT.

  • Eins og skýrt kemur fram í skjalinu að ofan, þá kemur það ekki til greina að virkja kaup, nema land sem á í hlut fyrst leiti til björgunarsjóðs Evrusvæðis.
  • Það er vegna þess, að einungis sá sjóður getur sett löndum sem eiga í hlut "bindandi skilyrði." Og ECB einmitt heimtar, að lönd sem eiga í hlut, hafi fyrst samþykkt að stinga sér á bólakaf í blóðugt niðurskurðar prógramm, af því tagi sem t.d. Grikkland, Portúgal og Írland hafa verið að glíma við.
  • Að auki kemur rækilega fram, að ef land stendur ekki við það sem það hefur samþykkt að framkvæma skv. undirrituðum skilyrðum, þá taki kaup enda án tafar. Landið fær sem sagt einungis "kaup" meðan það stendur við prógrammið og það algerlega og fullkomlega.

 

Forsætisráðherra Spánar hikar!

Spánn er nú statt í "game of chicken" þ.e. ríkisstjórn Mariano Rajoy veit að tilvist evrunnar er háð því, að Spánn lafi innan evrunnar.

Þetta er staðreynd sem ríkisstjórn Spánar er að notfæra sér, þ.e. gamla prinsippið að ef þú skulda bankanum þínum nægilega mikið, er það bankinn sem er í vanda.

Í slíku ástandi, þá nær skuldarinn verulegu taki á kröfuhafanum.

  • Ríkisstjórn Spánar er ekkert sérstaklega áhugasöm um það, að óska aðstoðar!
  • Það er vegna þess, að því fylgja ímisskonar gallar, að fara í svokallað björgunarprógramm. 
  • Sá stærsti er auðvitað sá - að viðkomandi land afsalar sér miklu leiti sjálfstæði sínu, til björgunarsjóðs evrusvæðis. Land í slíku prógrammi, hefur ekki lengur fullt vald yfir eigin fjármálum, heldur hefur sérfræðinga á vegum prógrammsins horfandi yfir öxl innan ráðuneyta, gefandi skipanir - þó það sé kallað "ábendingar." Þeir fá aðgang að öllum bókhaldsgögnum viðkomandi ríkis, svo ekki sé unnt að leyna þá nokkru.
  • Spánn, 5 stærsta hagkerfi Evrópu, land með langa og stolta sögu, er ekki alveg tilbúið að gefa svo mikið eftir - sem önnur lönd í prógrammi hafa verið neydd til.
  • Þeir eru að semja um skilyrðin, vilja vægari en aðrir hafa fengið, og eru að beita ógninni vegna þess möguleika að Spánn segi bless við evru - sem svipu á mótaðilana.

Rajoy stance sets stage for EU stand-off

"Spain will not be forced into requesting a rescue until the attached conditions become crystal clear, senior officials in Madrid insisted on Thursday, setting the stage for a prolonged stand off between the government of Mariano Rajoy and European authorities."

Brinkmanship as Spain warns over bail-out terms

Luis de Guindos - "“First of all, one must clarify the conditions,” - “My colleagues are aware that the battle for the euro will be fought in Spain. Spain is right now the breakwater for the eurozone,”

Fjármálaráðherra Spánar bendir einmitt á þá staðreynd, að evran standi eða falli með Spáni!

Ekki komi til greina að sækja um aðstoð, nema að skilyrðin liggi fyrir - útlit er fyrir að ríkisstjórn Spánar muni þráast við, eins lengi og henni er framast unnt.

ECB hefur þó þrengt verulega að henni, með því að setja það skilyrði, að land hafi fyrst undirgengist björgunarprógramm.

  • Þetta getur verið meginspennan héðan í frá, en Spáni er það í hag að fá sem vægust skilyrði!
  • Ríkisstjórnin myndi bíða mikinn ósigur, að afhenda lyklavöldin að fjármálaráðuneytinu, einungis 9 mánuðum eftir að hafa tekið við völdum.
  • Engin ríkisstjórn í landi undir björgunarprógrammi hefur verið endurkjörin.
  • Ljóst er að ECB vill ströng skilyrði, í ætt við fyrri prógrömm - einmitt skilyrði af því tagi, sem ríkisstjórn Spánar er að leitast við að sleppa við að undirgangast.

Það getur því orðið afskaplega áhugavert að fylgjast með Spáni á næstunni.

 

Er evrunni bjargað?

Ef við gerum því skóna, að ríkisstjórn Spánar nái samkomulagi um prógramm sem henni getur hugnast að búa við, og samþykki þá að óska formlega björgunar.

Síðan hefji ECB kaup á bréfum Spánar. Svo í kjölfarið á Spáni óski Ítalía þess sama, þannig að bæði löndin fari í kaup prógramm ásamt því að fara í björgunarprógramm.

Þá hið minnsta, er það fræðilega mögulegt, að halda báðum löndum á floti.

Það hefur þó þann galla, að löndin safna á sig jafnt og þétt skuldum - sbr. kaup án takmarkana.

Á hinn bóginn, þá er það ekki með þeim hætti, að þau taki á sig eina stóra skuld í einum bita, þannig að í reynd er þessi leið minna íþyngjandi a.m.k. að því leiti, að skuldastaðan hækkar ekki alveg eins bratt.

Á hinn bóginn, þíðir það ekki endilega minni skuldir fyrir rest - - en aftur á móti, þá er það einhverju leiti undir viðkomandi ríki komið, hve miklar þær verða.

Þ.e. skuldirnar aukast um þær skuldir sem viðkomandi ríkissjóður neyðist til að gefa út, þannig að ef það gengur vel að minnka þá fjármögnunarþörf, þá getur viðkomandi ríkissjóður fræðilega minnkað sínar framtíðarskuldir.

Og aðferðin er mun sveigjanlegri, en sú að einhverjir aðilar áætli fjármögnunarþörf og síðan sé landið í einum bita orðið mun skuldugara en áður.

-------------------------------------

Kosturinn við þetta - er að þessi leið getur afnumið bráðahættuna af falli evrunnar.

En hún svarar ekki því - hvort evran mun hafa það af fyrir rest.

En enn liggur ósvarað - hvort þjóðirnar munu endast í gegnum heilt björgunarprógramm til loka.

En þeim fylgja mjög samdráttaraukandi aðgerðapakkar. Má velta fyrir sér, hvernig Spánn mun líta út, ef krafist er enn harkalegri niðurskurðar - en Spánn er þegar með atvinnuleysi í kringum 25% og ungmenna í kringum 50%. Harkalegra prógramm, muna þá auka verulega á það atvinnuleysi. Færa það nærri því ástandi sem rýkti í Weimar lýðveldinu rétt fyrir fall þess. Þ.e. einmitt sögulega tilvikið sem margir vara við, hættan við almennri uppreisn, að upp rísi öfgaöfl í svo djúpu kreppuástandi. Óttinn við endurtekningu sögunnar.

Eða hvort eins og sumir spá - að þær endast ekki, þær gefist upp, og hætti í evru.

Hið allra minnsta kaupir þessi aðferð - tíma!

 

Niðurstaða

Tilboð Mario Draghi um O.M.T. - sem mun verða nú standard frasi - er nú staðreynd, staðfest og samþykkt af stjórn Seðlabanka Evrópu, gegn einu atkvæði þ.e. "Bundesbank." 

Enn liggur þó ekki fyrir samþykki ríkisstjórnar Spánar fyrir björgun. Það er engin leið að vita hvenær af því getur orðið. En nú má reikna með, að miklar óformlegar samningaviðræður muni fara í gang milli ríkisstjórnar Spánar og aðildarríkja evrusvæðis, sem eiga og reka björgunarsjóð evrusvæðis. En þ.s. þau eiga hann, þá ráða þau einnig þeim skilyrðum sem krafa mun verða sett um.

Það virðist ljóst, að Mariano Rajoy sendir ekki inn umsókn nærri því strax. 

Ekki fyrr en hann er búinn að fá eins miklar tilslakanir um skilyrði, og hann telur sig geta náð fram.

Það má auðvitað vera, að ríkisstjórn hans, sé með í huga einhver "rauð strik" sem þeir vilja ná fram "take it or leave it" og Rajoy sé í reynd til í að taka Spán úr evrunni, ef hann fær ekki þau atriði að lágmarki í gegn.

Þetta getum við ekki vitað. Eitt er þó ljóst, að Draghi hefur ekki afnumið spennuna.

Fræðilega getur ECB haldið bæði Ítalíu og Spáni á floti, eins lengi og þarf. Annað er ljóst, að stolt beggja þjóða þ.e. Ítalíu og Spánar er verulegt. 

Spánn vill ekki of íþyngjandi skilyrði m.a. vegna þess, og Ítalír eru of stoltir til að óska aðstoðar fyrr en Spánn hefur það gert. 

Svo allir munu nú bíða eftir Spáni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara verið að kaupa frest eina ferðina enn? grundvallar vandamálin eru öll óleyst og sennilega óleysanleg, það kemur sá dagur að stóri dómur verður ekki umflúinn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 10:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta kaupir frest. Spurning hvort sá frestur dugar eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2012 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 846636

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband