Sérfræðingar telja gríðarlega hættu á kjarnorkustríði fyrir mistök - fylgja langdrægum landeldflaugakerfum Rússlands og Bandaríkjanna

Ábending sérfræðinganna - vísar til langdrægra eldflauga sem varðveittar eru í sérhertum sílóum. Eða með öðrum orðum - flaugar sem alltaf eru á sama stað.
Vandinn er sá að mati sérfræðinganna, að kjarnorkuveldin tvö rökrétt - ef þau óttast kjarnorkuárás í gangi, munu líta svo á að þessi tilteknu eldflaugakerfi verði fyrir árás strax.
Vegna þess að staðsetning þeirra er þekkt, og líklega álitið heppilegt að eyðileggja flaugarnar meðan þær enn eru í sílóunum.

Special Report - Nuclear strategists call for bold move: scrap ICBM arsenal

  1. Vandinn í því er hve skammur ákvörðunartíminn er:
    "Bruce Blair, a Princeton specialist on nuclear disarmament who once served as an ICBM launch control officer, says the president would have at most 10 minutes to decide whether to fire America’s own land-based ICBMs at Russia." - ""It is a case of use or lose them," Blair says."
  2. Í tilviki Rússlands sé ákvörðunartíminn enn styttri - því Rússland í dag skorti svokallaða "early warning" gerfihnetti og þurfi því að treysta á radarstöðvar sem sjá ekki flaugarnar fyrr en þær fara yfir á sjóndeildarhring þeirra, meðan Bandaríkin með sína gerfihnetti sjái flaugarnar um leið og þeim er skotið á loft í Rússlandi:
    "The United States has about 30 minutes from the time of warning to assess the threat and launch its ICBMs. Russia for now has less, by some estimates only 15 minutes."
    --Það fara augljóslega verðmætar mínútur í súginn í það að ná sambandi við hæstráðendur.
    --Þess vegna tala menn um það að forseti Bandaríkjanna, hafi líklega ca. 10 mínútur, þó bandarískir hnettir sjái flugarnar um leið og þeim er skotið, og flugtími sé 30 mínútur.
    **Skv. því hefur Pútín nánast engan raunverulegan tíma.

Það sé þessi litli tími sem magni upp hættuna á mistökum við ákvarðanatöku!

  • Minuteman flaugarnar bandarísku séu þess eðlis - að eftir að þeim sé skotið á loft, verði ekki aftur snúið.
  • M.ö.o. ekki sé unnt að senda boð til þeirra um sjálfseyðingu.

Minuteman III flaug - tilraunaskot

https://i.pinimg.com/originals/82/84/7a/82847a65a7a72e88209596866b3d22cb.jpg

Það séu mörg þekkt tilvik þess að hurð hafi skollið nærri hælum!

  1. "In 1995, then-Russian president Boris Yeltsin had his finger on the button, because the Russians had detected a missile launched from Norway, which they assumed to be American. Russian officials determined just in time that it was not a nuclear missile."
    "They later learned it was a harmless scientific-research rocket. Norway had warned Russia well in advance of the launch - but the information was never passed on to radar technicians."
  2. "In 1985, for example, a full nuclear alert went out when a U.S. Strategic Command computer showed that the Soviet Union had launched 200 ICBMs at the United States."
    "Fortunately, Perry recounts in his book, “My Journey at the Nuclear Brink,” the officer in charge realized there was a fault in the computer and that no missiles had been launched."
    "The problem was traced to a faulty circuit board, but not before the same mistake happened two weeks later."

Þetta séu langt í frá einu þekktu tilvikin.

Bent er á að Minuteman flaugunum sé einungis unnt að skjóta á Rússland!

  1. "ICBMs, detractors say, are largely useless as a deterrent against threats such as North Korea. They argue the land-based missiles can be fired only at one conceivable U.S. adversary: Russia. "
  2. "That’s because, to reach an adversary such as North Korea, China or Iran from North America, the ICBMs would have to overfly Russia - thus risking an intentional or accidental nuclear response by Moscow. (A small number of U.S. ICBMs are aimed at China, in case Washington finds itself at war with both Moscow and Beijing.) "

Það þíði að önnur notkun þeirra en gegn Rússlandi - komi ekki til greina.

Það sem sérfræðingarnir leggja til!

Bent er á að sprengjuvélar taka langan tíma að komast á leiðarenda, sem gefi mun drýgri tíma til ákvörðunartöku - og þ.e. unnt að senda boð til þeirra um að snúa við. Ekki sé veruleg hætta á að þeim sé eytt án þess að þær nái í loftið, vegna þess að Bandaríkin séu alltaf með sprengjusveitir tilbúnar í loftið innan mínútna.

Síðan er bent á það hve öruggar kafbátaflaugar séu - kjarnorkuknúnir kafbátar séu nánast algerlega ósýnilegir í undirdjúpunum. Ofurhljóðlátir sé afar erfitt að leita þá uppi. Vegna þess hve ólíklegt sé að þeim yrði eytt - væri unnt að gefa sér tíma til að meta stöðuna gaumgæfilega áður en skipanir væru sendar.

http://defense-update.com/wp-content/uploads/2012/06/topol-m.jpg

Það er reyndar rétt að nefna að Rússar eiga nokkurn fjölda landeldflauga sem eru á færanlegum skotpöllum - sem haldið er á hreyfingu, og leitast um að dylja þeirra ferðir eins og mögulegt er.

http://srmsc.org/images/000106m0.jpg

Með því að þeim er haldið á hreyfingu, sé ekki unnt að miða á þá með sambærilegum hætti og á flaugar sem eru kyrrstæðar í rammgerðum sílóum, eins og Minuteman.

Það blasir þá við ein tæknilega möguleg lending á málinu!

  1. Bandaríkin leggi niður Minuteman flaugarnar og sílóin.
  2. Rússar þær gömlu flaugar sem enn eru reknar í sílóum.

--Bandaríkin og Rússar halda eftir eldflaugakafbátum.
--Rússar halda eftir landflaugum á færanlegum skotpöllum.
--Bandaríkin halda eftir langdrægum flugsveitum sprengjuvéla.

Skv. rökum sérfræðinganna mundi slík lausn minnka til muna hættuna á kjarnorkustríði fyrir slys eða mistök.

 

Niðurstaða

Punkturinn að baki rökum sérfræðinganna sé að flaugar sem séu eðli sínu kyrrstæðar þó þær séu í rammgerðum sílóum - séu rökrétt skotmörk þegar í upphafi hugsanlegra kjarnorkuátaka. Vegna þess að staðsetning slíka flauga sé þá þekkt, þannig að eigendur slíkra flauga gera þá ráð fyrir því að á þær verði ráðist strax í fyrstu öldu kjarnorkuárásar.

Þar sem að ekki sé tryggt að sílóin séu nægilega sterk til að þola öflugar kjarnorkuárásir, þá skapist öflug freysting að nota þær flaugar áður en menn telja eyðileggingu þeirra blasa við.

Þetta minnki til muna ákvörðunartíma þeirra sem sjá um ákvarðanir á æðstu stöðum í Bandaríkjunum og Rússlandi - sem magni stórfellt upp hættuna á mistökum og slysum.

  1. Það gildi að því öruggari sem vígbúnaðurinn sé gagnvart - fyrstu árás.
  2. Því rólegri séu þeir sem taka ákvarðanir - því líklegri til að gefa sér nægan tíma til að skoða stöðuna, áður en fyrirmæli eru gefin.

Því miður séu engar líkur á að hlustað verði á áskoranir sérfræðinganna.
Fyrirhugað sé að uppfæra Minuteman flaugarnar í Bandaríkjunum - skv. tilskipun Trumps sjálfs, um mikilvægi kjarnorkuvígbúnaðar, og mikilvægi þess að uppfæra þann vígbúnað tæknilega.

Minuteman flaugarnar séu frá 8. áratugnum.

Þessi ógn muni því voma yfir heimsbyggðinni áfram - á sama tíma og spenna fer vaxandi í heiminum í tengslum við deilur Bandaríkjanna við Norður Kóreu, og Bandaríkjanna við Rússland.

--Rússar séu þó með áætlanir um að setja upp nýja "early warning" gerfihnetti í stað þeirra sem Rússland áður hafði.
--Það mundi a.m.k. vera til bóta út frá því sjónarmiði, að lengja viðbragðstíma Rússlands - veita þannig rússneskum yfirvöldum lengri frest til að skoða stöðuna áður en ákvörðun þarf að taka.

Færa Rússland hvað það varðar á sama stall og Bandaríkin, og Kína.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er lítið annað en bull manna, sem eru með kafbátahernað ... svona svipað eins og tilraunir til að taka "hnappinn" úr höndunum á Dóna Trump.

Allt öryggiskerfi, Rússa, Kínverja og Bandaríkjamanna er byggt á því að nota EKKI þessi vopn.  Ég nenni ekki einu sinni að útskýra þetta fyrir vitleysingum.  En tilraunir aðillanna innan bandaríkjanna, eru ekki til að "auka" öryggi, heldur til þess að ná tökum og geta NOTAÐ þessi vopn ... þar sem þeir telja sig geta sigrað.

Sama á við það sem er hér að ofan ... Rússar eiga eina "góða" hlið, og það er að þeir vilja ekki stríð ... fullt af fólki, innan vestræna geirans ... þar á meðal þú, eftir því sem ég get best séð.  Telur stríð vera lausn mála, og reyna í rauðan dauðan að breiða út áróðri í þeim tilgangi að koma þessu alsherjar stríði á laggirnar.

Þetta tókst "næstum" því í mið-austurlöndum, ef ekki Rússar hefðu gripið inn ... var "næstum" því búið að koma til leiðar í Úkraínu, aftur ef Rússar væru ekki svona ógeðslegir.  Og menn telja bestu leiðina að "tortíma" Rússum.  Það er markmið margra ... að þessu leiti hafa Rússar rétt fyrir sér.

Rússar eru alltof miklar "veimiltítur" ... ef þeir hefðu svipað bein í nefinu, og margur kaninn ... væru þeir löngu farnir í heimstyrjöld.  Sem betur fer, eru þeir nógu séðir til að láta ekki letja sig út í það ... en þeir eru í staðinn að undirbúa Rússa undir framtíðina ... innan 5 ára, verða Rússar stærsta heimsveldið.

Og þetta, Einar ... eigum við að þakka mönnum eins og þessum sem skrifa þetta bull.  Ekki bara það, heldur verður Kína að öllum líkindum allsráðandi heimsveldi innan 25 ára ...

... nema Rússar hamli þeirri þróun.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2017 kl. 11:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þú ert fárveikur. Þú ert haldin þvílíku hatri á vesturlöndum þú sérð ekki beint. Athugasemd þín er ein samfelld runa af staðreyndavillum og hatri.
--Þú þarft að leita þér aðstoðar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2017 kl. 11:59

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Að vissu leiti hefur Bjarne rétt fyrir sér.

Rússar vilja ekki stríð,Punktur

Ráðandi öfl í Bandaríkjunum vilja ekki stríð af því þeir eru hræddir um að tapa.Ef það er sigurvon ,vilja þeir gjarnan stríð.

Það er svolítill munur á þessu.

Það sem gerir Bandaríkjamenn svo hættulega núna ,er að þeir eru að glata stöðu sinni sem eina heimsveldið, og þeir eru að reyna að halda í það með öllum ráðum. Ekki síst með hernaðarofbeldi.

Breytingarnar á síðustu árum eru ótrúlegar. Það er í raun búið að stöðva það að þeir geti beitt hernum að villd. Þeir töpuðu stríðinu í Sýrlandi og sitja nú einangraðir á 100 ferkílómetra svæði ,algerlega áhrifalausir. Menn spyrja í vaxandi mæli af hverju í ósköpunum þeir séu þarna. Viðvera þeirra er gagnstætt öllum alþjóðalögum ,og staða þeirra er frekar aumkunarverð. Eina ástæðan er að þeir eru í fýlu og finnst efið niðurlægingin að þurfa að fara burt með lafandi skottið.

Þeir eru hægt og bítandi að missa yfirráðin yfir fjármálakerfi heimsins. Viðskiftaþvinganir þeirra sem fyrir örfáum árum lögðu ríki umsvifalaust í rúst verða sífellt bitlausari.

Og þeir eru búnir að missa völdin yfir olíu og olíuverði. Nú er það Rússland sem stjórnar olíuverði ,alfarið.

Þú hefur væntanlega fylgst með atburðunum í Saudii Arabiu. Þeir hafa ekki breytt miklu umm olíuverð ,eins og venjan var.

Hinsvegar þegar komst á kreikk kvittur um að Rússar ætluðu ekki að halda áfram niðurskurðinum á olíuframleiðslu ,hækkaði olían samstundis

Nú er það orðrómurinn í Moskvu sem ræður,ekki í Washington eða Ryhad.

Rússar miða fjármálaáætlanir sínar við 40 dollara verð á olíu. Nú er verðið rúmlega 50% hærra.

Þeir geta hvenær sem er floddað markaðinn og sett olíuverðið niður í 35 til 40 dollara.

Sádum er ekki rótt,af því að þeir geta ekki rekið ríkið á þessu olíuverði.

Bandaríkjamönnumm er ekki rótt af því að þá fer fracking olíuiðnaðurinn í mínus og djúpsjávarvinnsla þeirra er þegar í þröngri stöðu á 50 dollurum.

Rússar geta hinsvegar rekið sig á 40 dollurum endalaust.

Nú er staðan sú að Rússar geta lækkað olíuverð með einni fréttatilkynningu,en US og Saudar geta ekki hækkað það nema Rússar samþykki.Og ekki vilja Saudar og US lækka það. Þeir eru í raun áhrifalausir orðið.

Allur þessi misheppnaði leiðangur var farinn ,af því að vitgrannir menn héldu að Rússland væri bensínstöð með kjarnorkuvopn.

Ég sagði þér fyrir einhverjum árum að þetta mundi gerast og nú er þetta staðreynd. Þú ættir að taka meira mark á mér félagi.

.

Putin er án nokkurs vafa færasti stjórnmálamaður samtímans.

Fyrir tíu árum lagði hann upp í leiðangur sem miðaði að því að losa heimsbyggðina undan kverkataki Bandaríkjanna. Hann er kominn hálfa leið með það.

Vandamálið er ekki lengur að fella þetta heimsveldi,hedur að gera það þannig að þeir missi ekki stjórn á sér og hefji gereyðingarstríð. Það má ekki niðurlægja þá of mikið í einu.

Það er þolinmæðisverk.

Nú fer Putin að fara inn á síðustu sex ár valdatíma síns. Á þessum árum mun hann láta sverfa til stáls og klára verkefnið.

Þar mun meðal annars olíuverð koma við sögu. Grunnurinn hefur verið lagður.

.

Það eru líka spennandi tímar í kjarnorkuvopnamálum ,en ég hef ekki tíma til að koma inn á það núna. Það er von breytinga til batnaðar.

Borgþór Jónsson, 25.11.2017 kl. 14:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eins og vanalega eru athugasemdir þínar 80-90% fantasía.

    • Alger steypa að Rússar séu - friðsamari en aðrar þjóðir.

    • Eða nefndu mér eina þjóð sem býr í Rússlandi og er ekki Rússar - sem Rússar lögðu ekki undir sitt ríki, með hervaldi.

    ---------------

    "Ráðandi öfl í Bandaríkjunum vilja ekki stríð af því þeir eru hræddir um að tapa.Ef það er sigurvon ,vilja þeir gjarnan stríð."

    Það vinnur enginn kjarnorkustríð - Bandaríkin og Rússland, algerlega hvort um sig.
    Hafa næg kjarnavopn til að gereyða öllu lífi á Jörðinni.
    --Fyrir utan ef til vill, einfrumunga.

    Að sjálfsögðu vilja ráðamenn í Bandar. ekki stríð við Rússland - önnur afstaða væri hrein geðveiki.

    Og að sjálfsögðu er Pútín ekki veill á geði heldur.

    "Það sem gerir Bandaríkjamenn svo hættulega núna ,er að þeir eru að glata stöðu sinni sem eina heimsveldið, og þeir eru að reyna að halda í það með öllum ráðum."

    Það mun taka Kína - áratugi til viðbótar að ná upp sambærilegri stöðu og Bandaríkin.

    "Þeir geta hvenær sem er floddað markaðinn og sett olíuverðið niður í 35 til 40 dollara."

    Þetta er 100% þvættingur/bull - Rússland er með sína framleiðslu í hámarki. Þ.e. getur ekki framleitt meira - sama á við Saudi-Arabíu.

    Eina sem Rússland og Saudi-Arabía ákváðu, var að -- frysta framleiðslumagn.
    Frysta m.ö.o. í hámarks framleiðslu.

    --Löndin tvö gera það einmitt vegna þess að þau vita að þau ráða ekki lengur olíumarkaðnum.

    "Sádum er ekki rótt,af því að þeir geta ekki rekið ríkið á þessu olíuverði."

    Saudar hafa lægsta framleiðslukostnað í heimi. Þetta er algert bull með öðrum orðum.

    Þeir aftur á móti eru í sama vanda og Rússland, að mikið af ríkisútgjöldum var borgað beint mep - olíutekjum.
    --Þess vegna lentu bæði löndin í miklum ríkissjóðs hallarekstri, er olíuverð hálfnaðist 2015.

    "Og þeir eru búnir að missa völdin yfir olíu og olíuverði. Nú er það Rússland sem stjórnar olíuverði ,alfarið."

    Nei - Bandaríkin ráða heims verðinu. Þú getur titlað það - staðreynd.

    Mjög auðvelt að rökstyðja það.

      • Þ.e. þú virðist ekki skilja, er að lönd eins og Saudi-Arabía og Rússland, sem lifa á olíu.

      • Vilja sem hæst markaðsverð fyrir olíu.

      • Því þannig fá þau sem mest fyrir sinn útflutning.

      --Saudi-Arabía og Rússland, hafa tapað óskaplega á verðfallinu. Það hefir veikt efnahag Rússlands og Saudi-Arabíu samtímis - stórfellt.

      Meðan að það land sem grætt hefur stórfellt -- eru einmitt Bandaríkin.
      Vegna þess, að Bandaríkin nota sína olíu innanlands -- nær enginn útflutningur.
      --Olía skiptir engu máli fyrir þeirra útflutningstekjur.
      En hún minnkar innflutning!

        • Bandaríska hagkerfið -- græðir því meir sem olían er ódýrari.

        • Þ.s. Rússland og Saudi-Arabía eru svo háð olíutekjum -- tapa þau lönd því meir sem olíuverð er lægra.

        En Bandaríkin græða því meir, því ódýrari sem olían er.
        Svo ef Rússar geta "floddað" markaðinn eins og þú heldur fram -- væri það stórfelld greiðasemi við Bandaríkin.

        Þ.e. ekkert mál þó "fracking" vinnslan stoppaði einhvern tíma - hún færi aftur af stað um leið og olían hækkaði nægilega aftur.
        --Olíutekjurnar skipta nákvæmlega engu máli fyrir Bandar.

        "Putin er án nokkurs vafa færasti stjórnmálamaður samtímans."

        Hann hefur komið Rússlandi inn í efnahagslegan afkima. Síðar meir munu augu Rússa opnast fyrir því - hve virkilega stjórn hans hefur verið dauð hönd á allri raunverulegri framþróun í Rússlandi.

        Sömu 28 ár hann hefur stjórnað, hefur kínverska hagkerfið farið úr að vera smærra en Rússneska hagkerfið --> Yfir í að vera a.m.k. þrisvar sinnum stærra.
        --Meðan sytur rússn. hagkerfið enn með samskonar hagkerfi er Pútín komst til valda.
        --Ekkert sem skiptir máli hefur breyst -- Rússland sé land kyrrstöðunnar.
        --Rússland sé landið sem sytur eftir.
        --Rússland sé landið sem dregst hratt aftur úr.

        Þetta er óskaplega hættuleg stefna fyrir Rússland sjálft - síðar munu Rússar sjálfir skilja þetta, og gráta ár hinna glötuðu tækifæra undir Pútín.

        "Fyrir tíu árum lagði hann upp í leiðangur sem miðaði að því að losa heimsbyggðina undan kverkataki Bandaríkjanna. Hann er kominn hálfa leið með það."

        Fantasía.

        "Þar mun meðal annars olíuverð koma við sögu. Grunnurinn hefur verið lagður."

        Það væri lagleg efnahagsleg sjálfsmorðsreið - ef Rússland raunverulega gæti lækkað olíuverð frekar -- eins og draumórar þínir halda fram.
        --Land með rúmlega 50% útfl. tekna enn olíu/gas -- að stefna að því að gera sig fátækara enn frekar.

        "Breytingarnar á síðustu árum eru ótrúlegar. Það er í raun búið að stöðva það að þeir geti beitt hernum að villd. Þeir töpuðu stríðinu í Sýrlandi og sitja nú einangraðir á 100 ferkílómetra svæði ,algerlega áhrifalausir. Menn spyrja í vaxandi mæli af hverju í ósköpunum þeir séu þarna. Viðvera þeirra er gagnstætt öllum alþjóðalögum ,og staða þeirra er frekar aumkunarverð. Eina ástæðan er að þeir eru í fýlu og finnst efið niðurlægingin að þurfa að fara burt með lafandi skottið."

        Það eina sem Rússar hafa upp úr Sýrlandi--er kostnaður.
        --Pútín er að þessu, fyrst og fremst vegna þess, það aflar honum vinsælda heima fyrir.
        Rússar upplifa sig sterka að halda -- helmingnum af Sýrlandi.

        Hvað hafa Bandaríkin á móti? Öll Arabaríkin við Persaflóa.
        --Upp úr Sýrlandi er nákvæmlega ekki neitt að hafa.

        Þessi eign er -- einskis virði.

          • Eina ástæða þess að Vesturveldi hafa einhverjar áhyggjur.

          • Er flotastöð Rússa -- en meðan Tyrkland enn er í NATO, er hættan óveruleg.

          En Rússar hafa lengi dreymt um öruggan aðgang að Miðjarðarhafi -- bandalagið við Tyrkland hefur alltaf snúist um það, að halda Rússum frá Miðjarðarhafi.
          Þessi stefna er ekki ný -- Krímstríðið á 19. öld var til þess að halda Rússum frá Miðjarðarhafi, er þeir fyrirhuguðu árás á Tyrkjaveldi til þess að taka landsvæðið í kringum Bosporus sund.

            • Það sé ástæðan af hverju Rússar hafa varið fé í að halda í Sýrland -- að halda lifandi Miðjarðarhafs draumum sem rekja má aftur til keisaradæmisins rússneska.

            ------------------
            En að kalla þetta eiginlega ógn við Bandaríkin -- er fullkomin fjarstæða.
            Það sé ógn við Evrópu!

              • Veldi Bandaríkjanna -- byggir á einu tilteknu, hefur alltaf byggst á því sama tiltekna.

              • Bandaríska flotanum.

              Bandaríkin eru flotaveldi -- þ.e. kjarni þeirra valda. Það sé ég ekki að breytist nk. 30-50 ár.

              Það sé ekkert land í heiminum, sem enn hafi nærri því burði, til að ógna hinu hnattræna flotaveldi Bandaríkjanna.

              Uppbygging Kína á flota -- er ekki enn lengra komin en svo, að Kína á -- einn "task force" meðan Kanar eiga 11.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 25.11.2017 kl. 23:07

              5 Smámynd: Borgþór Jónsson

              Það var í gamla daga Einar,sem Rússar mynduðu Rússland. Það býr annað fólk þarna núna.

              Eru ekki 700 ár síðan? Þá var Sturlungaöld hérna,við höfum líka breyst.

              Það eru stöðugar pælingar í Bandaríkjunum hvort það væri einhvernveginn hægt að sigrast á Rússlandi ,án þess að bíða verulegt tjón. "tactical nuclear" "preemtive strike" og svo framvegis.

              Eldflaugakerfin í Póllandi og Rúmeníu eru af sama meiði. Þau eru þarna í þeirri von að einhverntíma komi sá dagur að það verði hægt að gera árás ,án þess að Rússar geti svarað fyrir sig.

              Það vantar ekki viljann,en enn sem komið er hefur svarið verið að þetta sé ekki hægt.

              Umræðan í Rússlandi er hinsvegar allt önnur. Getum við varist ef það er ráðist á okkur eða er fælingarmáttur okkar nægur til að það verði ekki ráðist á okkur.

              .

              Þú ert svolítið fastur í McCain hagfræðinni um bensínstöðina og kjarnorkuvopnin. Þú ættir að vera búinn að læra að þetta er langt frá að vera rétt.

              Þér hættir líka mikið til að nota tilfinningu eða óskhyggju í umræðum um peningamál ,frekar en tölur.

              .

              Á valdatíma Putins frá 2000 ,hefur þjóðarframleiðsla Rússa ca fimmfaldast. Á sama tíma margfaldaðist þjóðarframleiðsla Kínverja 5,7 sinnum ca.

              Ég segi ca af því ég er að lesa þetta út úr línuritum ,en ekki töflum. Það getur því skeikað einhverju.

              Það er líka athyglivert að efnahagsundri Kínverja hefur fylgt mikil skuldasöfnun ,meðan skuldir Rússa eru afar litlar hvar sem á er litið. Ríkiskuldir ,skuldir fyrirtækja og einstaklinga,erlendar þjóðarskuldir.

              Sérstaklega gæti verið athyglisvert fyrir okkur að reyna að átta okkur á ,hvers vegna skuldir einstaklinga eru svona lágar í Rússlandi. Hvort sem horft er til hlutfalls af þjóðarframleiðslu eða hlutfalls af ráðstöfunartekjum eftir skatta. Þessar tölur eru mjög lágar þrátt fyrir að eigið eignarhald á húsnæði sé algengara en hér.

              Kaupmáttur Rússa er líka verulega betri en Kínverja,þrátt fyrir mikinn bata í Kína.

              Það er því alveg spurning hvar efnahagsundrið hefur átt sér stað.

              .

              Staða Rússa og Sauda er á engan hátt sambærileg.

              Á harðindaárunum 2015 0g 2016 fór halli á ríkissjóði Rússlands í 2,4 og 3,7% og 2017 verður trúlega afgangur vegna óvænt aukinna skatttekna af olíu.

              Á sama tíma var halli Sauda 15 og 17% og samkvæmt Bloombereg fer hallinn 2017 sennilega yfir 20%.

              Saudar brenna um 10% af gjaldeyrisfforða sínum á ári,meðan Rússar auka í sinn.

              Frá hruni olíuverðs hafa Rússar aftur aukið ríkulegann varaforða sinn um ca 25% en Saudar brennt ca 32% af sínum.

              Staðan er því allt önnur hjá þessum ríkjum.Alveg gjör ólík.

              Þó að olíuverð sé nú í 60 dollurum er það augljóslega ekki nóg fyrir Sauda,en mjög þægileg staða fyrir Rússa.Rússar þola frekar auðveldlega olíuverð niður í 40 dollara.

              35 dollarar væru ekki einu sinni neitt meiriháttar áfall.

              Ef Rússar sjá sér einhvern Geo pólitískan hag í því geta þeir hert sultarólina aðeins og haldið verði neðan við 40 dollara um einhvern ótiltekinn tíma.

              Og þeir geta þetta af því ólikt því sem þú heldur ,það minnkuðu Rússar framleiðslu sína um 800 þúsund tunnur á dag og Saudar gerðu slíkt hið sama.

              Bara orðrómurinn lækkaði verðin. Ef þeir í raun auka framleiðsluna væru áhrifin miklu meiri.

              Þetta væri reiðarslag fyrir Sauda, og mundi setja stórann hluta Bandarísks olíuiðnaðar í tap. Bæði fracking og boranir í sjó.

              Bandaríkin ættu því þann eina kost að niðurgreiða olíu,eða að fella gengi dollars.

              Sá sem stjórnar verði olíu í dag er sá sem þolir lægsta verðið og hefur mestu framleiðsluna,en í dag eru það Rússar en ekki Saudar.

              .

              En hvers vegna er þetta.

              Þar sem ykkur spekingunumm Obama og McCain varð á í messunni var að þið horfðuð aðeins á Rússneskann útflutning og sögðuð með töluverðri drýldni að það væri auðvelt að ráða niðurlögum svona einhæfs efnahagskerfis. Það þyrfti bara að skrúfa fyrir olíuna í smá stund.

              Þetta var ótrúlegur einfeldningsháttur og ég reyndi strax að koma vitinu fyrir þig ,án árangurs.

              Gallinn er sá að útflutningur Rússa er alls ekki lýsandi fyrir þeirra efnahagskerfi.

              Bensínstöðvarhagfræði ykkar McCain er algerlega röng.

              Málið er að sennilega er aðeins eitt ríki á jörðinni sem hefur jafn víðann eða víðari framleiðslugrunn en Rússar, en það er að sjálfsögðu Bandaríkin.

              Rússar framleiða nánast allt sem þeir þurfa.

              Hvort sem það eru matvæli.bílar,eldflaugar,snjósleðar eða tannbustar. Og nú síðast farþegaflugvélar í vaxandi mæli ,bæði til eigin nota og útflutnings.

              Þeir hafa líka nánast öll hráefni sem þarf og alla orku. Ofan á þetta hafa þeir mjög ríka framleiðsluhefð og eiga tiltölulega auðvelt með að fara inn á nýjar brautir í þeim efnum ,ef færi gefst.

              Þetta hafa þeir gert og gera í auknum mæli.

              Þetta er ástæðan fyrir að Rússar lentu aldrei í vandræðum með gjaldeyri. Vöruskiftajöfnuðurinn var og er alltaf jákvæður,verulega jákvæður meira að segja.

              Þeir hafa einfaldlega meira en nóg af gjaldeyri

              Þegar erlend framleiðsla hækkar í verði ,skifta þeir einfaldlega yfir í eigin framleiðslu.

              Það er enginn skortur á neinu í Rússlandi. Þeir flytja enn inn það sem þeir þurfa,en framleiða rest sjálfir.

              Og nú er Rússland aftur komið í hagvöxt þrátt fyrir auknar þvinganir.

              .

              Þetta er munurinn á Saudum og Íslendingum annarsvegar og Rússum hinsvegar.

              Við flytjum inn nánast allar okkar neysluvörur og atvinnutæki. Rússar geta framleitt megnið af þessu sjálfir.

              .

              Svona áfall eins og Rússar urðu fyrir með olíuverðslækkun og viðskiftaþvingunum mundu leiða til landauðnar á Íslandi og er að gera það í Saudi Arabiu.

              Í Rússlandi leiddi þetta til um 11% kjaraskerðingar og varð stökkpallur fyrir aukna iðnaðarframleiðslu.

              .

              Fyrir bandaríkjamenn skiftir þetta litlu máli af því þeir hafa svo lítil viðskifti við Rússland. Raunar hafa þeir aukið viðskifti sín við Rússland lítillega á síðustu árum.

              Fyrir Evrópu og þar með Íslendinga er þetta disaster eins og sagt er.

              Þetta ríður Evrópu ekkert að fullu,en fyrir mörg ríki er þetta afar óþægilegt á krepputímum.

              Það er ömurlegt að við Evrópubúar skulum hafa á að skipa svona auðnuleysingjum í leiðtogasætum.

              Þeir æmta ekki einu sinni þegar Bandaríkjamenn krefjast viðskiftaþvinganna af hálfu Evrópu ,en auka á sama tíma eiginn viðskifti við Rússland. Í sumum tilfellum  með vörur sem ESB hefði annars hugsanlega selt til þangað.

              .

              Ef þú vilt öðlast einhvern skilning á Rússlandi skaltu hlusta á mig.

              McCain og félagar hafa ekki glóru af hvað þeir eru að gera.

              Borgþór Jónsson, 26.11.2017 kl. 11:27

              6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

              Borgþór, "Eldflaugakerfin í Póllandi og Rúmeníu eru af sama meiði. Þau eru þarna í þeirri von að einhverntíma komi sá dagur að það verði hægt að gera árás ,án þess að Rússar geti svarað fyrir sig."

              Enn að endurtaka þennan þvætting.
              --Endurtek sama svarið og áður, að það sé fullkomlega útilokað að loftvarnarflaugar í Póllandi geti mögulega haft nokkur umtalsverð áhrif á getur Rússland til að eyða öllu lífi á Jörðinni.

              Mjög einfalt - Rússar hafa það margar flaugar -- að fáar varnarlaugar skipta nákvæmlega engu máli.
              Fyrir utan að ef Rússland vill eyða öllu lífi á Jörðinni -- nægri að sprengja allar sprengjurnar hvar sem er á Jörðinni.

                • Tæknilega skipti það engu máli hvar á hnettinum það margar sprengjur væru sprengdar - ef þ.e. gert á einum degi.

                • Útkoman er alltaf sú sama -- allt líf á Jörðinni hverfur.

                --Þessar flaugar eru fyrir þ.s. Rússum hefur alltaf verið sagt að þær séu fyrir.
                --Að stoppa Norður-Kóreu, en í Póllandi eru þær nákvæmlega rétt staðsettar til að granda flaugum frá NK á leið til Evrópu.
                --Flaugarnar í Rúmeníu - eru í fluglínu hugsanlegrar árásar frá Íran til Evrópu.

                Þetta bull frá Rússum - er ekki svara vert - hefur aldrei verið svara vert.
                --Einhvern veginn ert þú þannig innstilltur -- að þú trúir hvaða bulli sem er, ef það kemur frá rússneskum fjölmiðlum -- skipti þá engu hversu vitlaust það bull er.
                --Þú virðist hafa 100% blindhlið varðandi Rússland.

                "Það var í gamla daga Einar,sem Rússar mynduðu Rússland. Það býr annað fólk þarna núna."

                Ef þú kallar - seinni hluta 19. aldar, gamla daga. En Rússar tóku flest þau múslima svæði er þeir ráða yfir í dag -- á tímabilinu rétt fyrir aldamót 1700-1800 fram undir lok 19. aldar.

                Hvergi eru yfirráð Rússa á þeim svæðum - eldri en rúm 200 ár.
                --Þú mátt treysta því sem fullkomlega öruggu - að Rússland ræður þessum svæðum, eingöngu meðan rússneski herinn er sterkur heima fyrir.
                --Uppreisnin í Tétníu sýni vel að þessi svæði rísa alveg örugglega upp, ef það yrði nýtt upplausnar tímabil í Rússlandi - og klofningur innan rússn. hersins, einhverntíma síðar.

                Það hve harkalega Pútín batt endi á uppreisnina í Tétníu - var án nokkurs vafa, til að sá ótta til annarra Múslimasvæða -- skýr ábending þess, að ef þau mundu rísa upp, yrðu þau beitt sömu meðölum.

                Rússland stjórnar þessum svæðum - í krafti ótta, í krafti vopnavalds.
                Þannig er einfaldlega það!

                "Á valdatíma Putins frá 2000 ,hefur þjóðarframleiðsla Rússa ca fimmfaldast. Á sama tíma margfaldaðist þjóðarframleiðsla Kínverja 5,7 sinnum ca....Það er því alveg spurning hvar efnahagsundrið hefur átt sér stað."

                  • Kína 1.860 milljarðar dollara per ár í þjóðarframleiðslu - Rússland 415 milljarðar dollara í þjóðarframleiðslu per ár.

                  • M.ö.o. kínverska hagkerfið er 4,5 sinnum stærra.

                  Fyrir 27 árum var kínverska hagkerfið smærra en það rússneska.
                  --Þannig að eitthvað er að þessum tölum þínum - Rússland var alls ekki með þann hagvöxt þú heldur fram.
                  --Kínverka hagkerfið hefur greinilega vaxið margfalt hraðar.

                  Ekkert efnahagsundur varð í Rússlandi - til þess að fá verulega aukningu í tölum. Þarftu að taka lægsta punktinn í efnahags niðursveiflunni sem varð í Rússlandi rétt fyrir 2000.

                  Ekkert gerðist í Rússlandi annað en -- olíuverð fór niður 1998/1999 -- síðan gerði Bush Rússl. þann greiða að ráðast 2003 inn í Írak -- þá rauk olíuverð yfir 100 dollara.

                  Uppsveiflan í Rússlandi er öll tilkomin frá þessari hækkun.
                  --Þarna varð ekkert annað en þ.s. Ísland oft sá, að þegar aukning varð í útflutningstekjum, gat sú aukning fjármagnað aukna neyslu.

                  Rússnesk neysla fór því upp - samtímis auknum olíuútflutningstekjum.

                    • Staðreyndin er sú, að í Rússlandi hefur nánast ekkert verið fjárfest í innviðum -- sem sést í því, að enn er lífsaldur Rússa og heilsa - langt að baki því besta í Evr.

                    • Það hefur nánast ekkert batnað þessi 27 ár eða svo.

                    --Langsamlega megnið af aukningu þjóðarframleiðslunnar - hefur runnið til elítunnnar í kringum Pútín.

                    ---------------------
                    Til samanburðar, er stækkun hagkerfisins í Kína - vegna þess að það land hefur sl. 30 ár verið að iðnvæðast stórfellt - er nú orðið að stærsta framleiðslu hagkerfi heimsins.

                    Í dag stendur Kína tæknilega - nærri alveg jafnfætir Vesturlöndum.

                    --Á sama tíma, er rússn. hagkerfið enn í sömu hlutunum og fyrir 27 árum.
                    --Þetta kalla sé -- stöðnun.

                    Sú stöðnun mun sífellt betur koma í ljós - nk. ár, þ.s. Rússland er þegar búið að ná allri þeirri aukningu landsframleiðslu að stærstum hluta -- sem Rússland mun geta náð úr olíu- og gasi.

                    Þ.s. Rússland hefur nærri ekki neitt annað - engan alþjóðlega samkeppnishæfan framleiðslu-iðnað, nema vopnaframleiðslu.

                    M.ö.o. það eru ekki rússn. sjónvörp - símar - tölvur o.s.frv. og neysluvörur, sem eru að taka allt yfir.

                    --Þá blasir einmitt við, langvarandi tímabil stöðnunar Rússlandi - eiginlega um allan fyrirsjáanlegan tíma, meðan það stjórnarfar sem er yfir Rússlandi - viðhelst.
                    --Rússar munu sjá aðrar þjóðir sigla hratt fram úr.

                      • Meðalkínverjinn verðu rýkari en meðalrússinn, eftir 10 ár.

                      • Það bil mun síðan halda áfram að vaxa.

                      --Þ.e. þessi stöðnun yfir nk. ár - sem gæti valdið ólgu innan Rússlands.
                      Ég á von á því að óánægja hlaðist upp - hennar þegar gætir eitthvað meðal ungra Rússa.
                      Hún verður örugglega smám saman meir sýnileg - nk. ár.

                      "...Og nú er Rússland aftur komið í hagvöxt þrátt fyrir auknar þvinganir."

                      Dö, Rússland minnkar um helming mælt í Dollurum eða Evrum - þó það nú væri eftir risa efnahags hrun að smáværilegur hagvöxtur sé aftur kominn.

                      Og það eru -- engar viðskiptaþvinganir á Rússland, engar.

                      Þú bullar statt og stöðugt hreina þvælu.

                      "Gallinn er sá að útflutningur Rússa er alls ekki lýsandi fyrir þeirra efnahagskerfi."

                      Þetta er eins og að segja, að hrunið á Íslandi 2008 -- skipti Ísland engu máli.

                      Þú ert kominn í tæra fantasíu.

                      "Í Rússlandi leiddi þetta til um 11% kjaraskerðingar og varð stökkpallur fyrir aukna iðnaðarframleiðslu."

                      Þú bullar.

                      "Fyrir Evrópu og þar með Íslendinga er þetta disaster eins og sagt er."

                      Geisp.

                      "Þeir æmta ekki einu sinni þegar Bandaríkjamenn krefjast viðskiftaþvinganna af hálfu Evrópu ,en auka á sama tíma eiginn viðskifti við Rússland. Í sumum tilfellum  með vörur sem ESB hefði annars hugsanlega selt til þangað."

                      Aftur - það eru engar viðskiptaþvinganir á Rússland -- þú dælir úr þér þvælunni.

                      "Ef þú vilt öðlast einhvern skilning á Rússlandi skaltu hlusta á mig."

                      Fer aldrei að taka mark á þvælu - staða Rússlands er mjög svipuð Íslandi að mörgu leiti, þegar Ísland var mjög háð fiskútflutningi t.d. á 9. áratugnum.

                      Það sést vel á því hve rúbblan skoppar til og frá í takt við olíuverð - eins og krónan áður fyrr skoppaði til og frá í takt við hvernig gekk í sjávarútvegi.

                      --Þú ert með kíkinn svo rækilega fyrir blinda auganu, að þ.e. brjóstumkennanlegt.

                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 27.11.2017 kl. 01:44

                      7 Smámynd: Borgþór Jónsson

                      Varðandi eldflaugavarnakerfin.

                      Þessi kerfi eru búin að vera lengi í bígerð sennilega meira en áratug. Man þetta þó ekki með fullri vissu.

                      Á þeim tima áttu hvorki Íranar eða Kóreumenn eldflaugar sem hægt var að skjóta á Evrópu.

                      Nú eru kerfin komin upp og enn er staðan sú sama. Hvorki Kóreumenn eða Íranir eiga flaugar sem hægt er aðskjóta á Evrópu ,og það er ekkert sem bendir til að þeir muni nokurntíma eignast slíkar flaugar. Að auki eru þessi ríki ekki einu sinni fjandsamleg Evrópu.

                      Hefurðu aldrei leitt hugann að því ,hversvegna það eru sett upp kerfi gegn flaugum sem eru ekki til og ekkert bendir til að verði nokkurntíma til.

                      Hinsvegar eru þessi kerfi fær um að skjóta kjarnorkuvopnum 500 km inn í Rússland.

                      Eru með eitthvað yfirlit um það hvað er í sílóunum. Mig grunar að þú vitir það ekki.

                      .

                      Ég veit ekki hvar þu hefur grafið upp þessar tölur um þjóðarframleiðslu,en þær eru hræðilega rangar.

                      Samkvæmt World Bank er GDP í Rússlandi 1.283 milljarðar dollara ,en Kína 11.199 milljarðar dollara. Þetta er fyrir 2016.

                      Efnahagur Kína er því ca 8,7 sinnum stærri.

                      Hinsvegar ef sanngirni er gætt er nokkur munur á mannfjölda þessara ríkja.

                      Þjóðarframleiðsla á mann í Russlandi er ca 60% hærri en í Kína.

                      Ef horft er á GDP PPP sem er kannski betri mælikvarði ef menn eru að spekulera í vellíðan íbúanna ,þá er sú tala rúmlega 70% hærri í Rússlandi en í Kína.

                      Þetta eru líka tölur frá World Bank.

                      Það er alveg sama hvaða hagkerfi þú berð saman við það kínverska í vexti. Öll ríki koma illa frá því,flest verr en það Rússneska.

                      .

                      Rússneska hagkerfið er NÚNA 5 sinnum stærra en þegar Putin tók við völdum. Þetta er þegar áhrif olíuverðshækkananna hafa gengið til baka að mestu leyti.

                      Þegar olíuverð var í toppi var hagkerfið 9 sinnum stærra en 2000.

                      Staðan er semsagt sú að þegar er að mestu búið að leiðrétta fyrir háu olíuverði er hagkerfið samt 5x stærra. Olíuverð gæti þess vegna farið niður í núll og það yrði samt að minnsta kosti 3x stærra. Svona ertu langt úti á túni geskur.

                      .

                      Það er að sjálfsögðu rétt að Rússar er langt frá toppnum þegar kemur að lífaldri og öðrum slíkum hlutum.

                      Hinsvegar ber að skoða að fyrir 17 árum var búið að misþyrma þessari þjóð þannig að það var naumast hægt að kalla Rússland ríki.

                      En síðustu 17 ár hefur verið stöðugur bati á öllum þessum vísitölum. Sumstaðar verulega athyglisverður.

                      Þetta gerist eingöngu af því að það hefur verið fjárfest í því. Allir þættir mannlífs í Rússlandi hafa verið í stöðugum bata síðustu 17 ár.

                      Þarna er ég að vísa í World Bank og IMF en ekki einhvern stuttbuxnadreng sem er að skrifa áróðursstagl í Guardian eða einhvern þaðan af heimskulegri snepil.

                      .

                      Þegar Sovétmenn voru að lesa blöðin í gamla daga notuðu þeir allkonar kóða til að lesa milli línanna hvað hefði raunverulega gerst.

                      Nú er komin sérstök þjónusta á netið sem afkóðar ruglið í Guardian. Þessi síða heitir Offguardian.com ef ég man rétt.

                      Þarna getur maður lesið upphaflegu greinina og líka hvað raunverulega gerðist án þess að þurfa sjálfur að leggja vinnu í að spá í þetta.

                      Það er frekar óhuggulegt að fjölmiðlun okkar skuli vera komin á sovétstigið og svolítið niðurlægjandi að sumir Rússneskir fjölmiðlar skuli standa okkar langt um framar.

                      .

                      Ég held að það sé orðið timabært Einar að þú gerir grein fyrir hvaða skilning þú leggur í orðið Viðskiftaþvinganir.

                      Þegar vestrænum fyrirtækjum og áhangendum þeirra  er BANNAÐ að fjármagna eða selja tæknibúnað til olíuvinnslu í Rússlandi þá kalla ég það efnahagsþvinganir. Hvernig skilgreinir þú þessa aðgerð ?

                      Þegar vestrænum ríkjum og fylgiríkjum þeirra er BANNAð  að kaupa Rússnesk hergögn.?

                      Þegar vestrænum ríkjum er BANNAÐ að fjármagna Rússneska banka?

                      Og svo framvegis.

                      Auðvitað eru þetta viðskiftaþvinganir ,ólöglegar með öllu samkvæmt WTO.

                      Ég veit ekki hverskonar Orwellska þetta er í þér.

                      Það er alveg sama hvernig þú veltir þér upp úr Orwellskunni ,þetta eru einfaldlega efnahagsþvinganir og þær eru algerlega ólöglegar samkvæmt alþjóðasamningum.

                      .

                      Ég veit ekki hvort það er til nokkurs að reyna enn einu sinni að útskýra fyrir þér muninn á íslandi og Rússlandi.

                      Ég vil samt freista þess enn einu sinni.

                      Þegar áföll dynja yfir ,hvort sem er í Íslenskum eða Rússnesskum útflutningi,þá lækkar gengi gjaldmiðilsins og innfluttat vörur hækka.

                      Eins og þú þekkir væntanlega gerist það strax að Ísland lendir í gjaldeyrisvandræðum og byrjar að safna skuldum. Í Rússlandi gerist þetta aldrei. Rússar hafa alltaf nógann gjaldeyri og lenda aldrei í gjaldeyrisvanda. Ekki einu sinni við helmings lækkun á helstu útflutnngvöru þeirra + viðskiftaþvingunum.

                      Ef það yrði helmings lækkun á fiskverði væri það hrikalegt vandamál fyrir okkur Íslendinga,jafnvel þó að fiskur vikti minna í útflutningi okkar en olían í þeim Rússneska.

                      Þetta er af því þeir hafa svo breiðann framleiðslugrunn. Þeir framleiða flesta allar vörur sem þeir þurfa að nota.

                      Af því að Russar hafa kapitalískt hagkerfi eru þessar innfluttu vörur allar á boðstólum enn í dag,en fáir kaupa þær af því þær eru of dýrar.

                      Dæmi: Þegar Volvo vörubíllinn verður of dýr fyrir Rússneskann vörubílsstjóra,þá kaupir hann Kamaz eða Ural vörubíl. Þeir eru Rússneskir og smíðaðir úr rússneskum málmum. Þess vegna hafa þeir ekki hækkað í verði. Þetta gildir líka um tannbusta,beltagröfur,saumavélar,farþegaþotur,hárbusta,traktora,múgavélar,þreskivélar ,bíla,skó, mótora og svo framvegis.

                      Þegar íslenski vörubílstjórinn lendir í sama vanda ,er bara tvennt í stöðunni fyrir utan að reyna að gera við gamla hræið.

                      Að vera vörubílslaus ,eða kaupa Volvo á uppsprengdu verði. Þetta leiðir svo annaðhvort til þess að það er ekki hægt að flytja möl,eða það bætast 10 milljónir við gjaldeyrisskuld landsins. Þetta leiðir svo til verðhækkana úti í samfélaginu,af því nú þarf vörubílstjórin að hækka verðskrána af því hann er á svo dýrum bíl.

                      Semsagt,allar gengisbreytingar skila sér að fullu út í samfélagið af því að flest öll okkar aðföng eru innflutt.

                      Í Rússlandi skifta menn yfir á innlenda framleiðslu ,sem kemur í veg fyrir stórann hluta af verðhækkunum og tryggir stöðugann viðskiftafgang. 

                      Skynjarðu muninn?

                      Eins og einu sinni var sagt. "Það var eins og blessuð skepnan skildi" 

                      .

                      Að sjálfsögðu hafði olíuverðslækkunin mikil áhrif,en ekki neitt nálægt því sem til var ætlast.

                      Og viðskiftaþvinganirnar hafa nánast engin áhrif.

                      Þessi leiðangur ykkar McCain er því byggður á hrikalegu skilningsleysi á viðfangsefninu.

                      Rússar eru hinsvegar hæst ánægðir með nýja gengið á Rúblunni og eru á fullri ferðað byggja upp nýjar greinar.

                      Þeir eru að verða búnir að ýta Bandaríkjunum út af kornmarkaði. 

                      Það er gaman að segja frá því að hlutur Bandaríkjanna hefur fallið úr 45% í 15 %  nú þegar, og Rússar eru nú stæðsti kornútflytjandi heims.

                      Þeir eru aftur farnir að flytja út bíla og landbúnaðarvélar ásamt flugvélum og fleiru.

                      Næsta bylting sem er væntanleg er svo á nautakjötsmarkaði. Þeir eru nú að byggja upp risastór nautabú á sléttum Rússlands með tugum þúsunda nauta hvert.

                      Þeir flytja inn mannskap frá Argentínu og Bandaríkjunumm til að þróa þetta með sé og tryggja að gæði séu samkeppnisfær.

                      Gaman að þessu.

                      .Ekki er síður spennandi nýji sjálfkeyrandi Kamaz trukkurinn sem þeir eru að þróa í samstarfi við Benz. Hann er nú kominn á götuna til prufukeyrslu.

                      Gaman að þessari nýbreytni. 

                      Borgþór Jónsson, 27.11.2017 kl. 13:02

                      8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                      Borgþór, "Nú eru kerfin komin upp og enn er staðan sú sama. Hvorki Kóreumenn eða Íranir eiga flaugar sem hægt er aðskjóta á Evrópu ,og það er ekkert sem bendir til að þeir muni nokurntíma eignast slíkar flaugar."

                      1. Íranar hafa haft flaugar er draga til Evrópu í nærri 30 ár - það var þó ekki sérlegt áhyggjuefni, fyrr en kjarnorkuprógramm Írana hófst á seinna kjörtímabili Bush - nálgast 20 ár nú. En meðan flaugarnar höfðu einungis möguleika á að bera venjulega sprengju, eðlilega var tilvist þeirra ekki mikið áhyggjuefni.
                      --Þér til upplýsingar, hófust eldflaugatilraunir Írana í stríðinu 1980-1988 við Írak, og í því stríði skutu Íranar fj. ballistískra flauga á byggðir í Írak. Það voru reyndar skammdrægar flaugar.
                      --En fyrsta kynslóð meðaldrægra flauga Írana var þróuð árin eftir að því stríði lauk.
                      --Í dag eru flaugar Írana er draga til Evrópu - önnur eða þriðja kynslóð. Sú elsta sé ekki elngur í notkun.

                      2. Varðandi Norður Kóreu - verðum við að vera hjartanlega ósammála - en það hafa verið skýr ummerki síðan í tíð George Bush - að SK væri að þróa langdrægar flaugar. 
                      --Í tíð Obama var fyrsta kjarnorkutilraun NK framkv. - og NO skaut á loft gerfihnetti. Það þíddi að sú flaug gat tæknilega dregið til Bandar.
                      --Það voru þó engin merki þess, að framleiðsla slíkra fluga hefðist.
                      Og síðan gerði NK - samkomulag við ríkisstjórn Obama.
                      **Um hríð þar til núverandi Kim tekur við, liggur eldflaugaprógramm NK niðri.
                      **En er hafið aftur af krafti -- enn meiri en áður. NK hefur nú a.m.k. þrisvar sett gerfihnetti á braut um Jörðu.
                      --Flaugar sem það geta hafa tæknilegan "intercontinental range."
                      M.ö.o. ræður NK-yfir eldflaugatækni til að draga til Bandaríkjanna nú þegar, og þá einnig til Evrópu.
                      --En óþekkt er hvort að NK-hefur tekist að smíða svokallaðan kjarnaodd. En þ.e. flókið mál - þarf svokallað "reentry vehicle" þ.e. geimhylki utan um kjarnasprenju nægilega smá til að komast fyrir ofan á flauginni, sem gerir sprengjunni mögulegt að komast aftur inn í andrúmsloftið án þess að brenna upp.

                      Uppsetning gagnflauganna hefst í tíð Obama - en þróunin var fyrirskipuð í tíð Bush -- en byggðist á eldri kerfum sem Bandar. þá áttu fyrir er þróuð voru undir lok Kalda-stríðsins.

                      Þ.e. nákvæmlega engin ástæða að efast að gagnflaugakerfi NATO séu til þess sem þau eru sögð vera fyrir. Gagnsemi þeirra gagnvart Rússl. er nákvæmlega engin -- en þau eru ágætlega gagnleg gegn þeim hættum sem eiga í hlut -- þ.e. NK og Íran, ef Íran aftur hefur kjarnorkuprógrammið.

                      En vitað var að Íran átti skammt á veg til að smíða sprengju. 

                      **Hef ekki tíma til að tjá mig meir að sinni.

                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 27.11.2017 kl. 15:21

                      9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                       

                      "Ég veit ekki hvar þu hefur grafið upp þessar tölur um þjóðarframleiðslu,en þær eru hræðilega rangar. Samkvæmt World Bank er GDP í Rússlandi 1.283 milljarðar dollara ,en Kína 11.199 milljarðar dollara. Þetta er fyrir 2016. Efnahagur Kína er því ca 8,7 sinnum stærri."

                      Þú þarft að átta þig á - að þ.e. unnt að reikna þessar stærðir með fleiri en einni aðferð.

                      Svokölluð "PPP" mæling -- gefur hærri tölur samtímis fyrir Rússland og Kína.
                      En ef landsframleiðsla þeirra -- er ekki uppreiknuð skv. "purchacing parity index."

                      En "PPP" reikningur þíðir -- að landframleiðsla er reiknuð upp, með því að taka tillit til lægra almenns verðlags í Kína annars vegar og Rússlandi hins vegar en innan Bandaríkjanna.
                      --Þá er tekið tillit til þess -- að kínverjinn og rússinn - getur raunverulega keypt meira af sambærilegum varningi heima hjá sér, en viðkomandi gætu ef staddir í Bandar.

                       

                       

                       

                        • Munurinn á þessum reikni-aðferðum er einfaldlega þetta mikill.

                         

                        Hinar tölurnar eru ekki rangar -- þær eru ekki uppreiknaðar miðað við "PPP" gildi.

                        ---------------------

                        "Það er alveg sama hvaða hagkerfi þú berð saman við það kínverska í vexti. Öll ríki koma illa frá því,flest verr en það Rússneska."

                        Þ.e. hreinlega hlægileg fullyrðing. 
                        --Rússn. hagkerfið þ.s. nánast eini iðnaðurinn alþjóðlega samkeppnishæfur - er vopnaframleiðsla. 
                        --Er greinilega ekki, á vetur sett til frambúðar.

                        Þetta er þvílíkt afturhald í nútímanum - hagkerfi þ.s. 70-80% framleiðsluverðmæta er í eigu ríkisins -- einungis litlu lægri hlutfalls tölur en þegar rússn. hagkerfið var sovéskt.

                        Ríkisvæðing í Rússl. er nærri eins háu hlutfalli - og í Venezúela. 
                        --Þetta þíðir á mannamáli, að nánast allt atvinnulífið er niðurnjörvað í ríkisbákn af margvíslegu tagi.

                         

                         

                         

                          • Meira að segja Kína er komið út úr hagkerfi af slíku tagi.
                            --Rússland er eins og fortíðardraugur.

                           

                          Það eru svo margar ástæður fyrir - stöðnun Rússlands, að ég get haldið áfram að tína þær fram lengi. En rússn. ríkið er sem dauð hönd yfir öllu.

                          ----------------------

                          "Rússneska hagkerfið er NÚNA 5 sinnum stærra en þegar Putin tók við völdum. Þetta er þegar áhrif olíuverðshækkananna hafa gengið til baka að mestu leyti.

                          https://tradingeconomics.com/russia/gdp

                           

                           

                           

                            • Lægsta staðan á botni efnahagshrunsins 1999 var sannarlega 195,9ma.dollara.

                             

                             

                              • 2016 er staðan 1283,2ma.dollara.

                               

                              Það er afar villandi að -- nota ár dýpsta efnahagshruns sem Rússl. hefur gengið í gegnum sem upphafs punkt. En svokölluð "dot.com" kreppa framkallaði verulegar olíuverðs lækkanir - og þá skall yfir Rússl. enn verri kreppa, en sú er hófst 2015.

                              Þ.s. þetta sýni vel - er hve olíuverðs sveiflur hafa gríðarleg áhrif á rússn. hagkerfið.
                              --Ég kem ekki auga á nokkurt atriði í efnahagsmálum sem Pútín á að hafa framkv. - sem ætti að hafa framkallað einhvera meinta velgengni umfram þ.s. annars hefði hvort sem er orðið.

                              En allt og sumt sem gerðist, var það að olíverð hækkaði aftur - síðan fjármagnar það aukningu innanlans neyslu -- síðan rýkur olíuverðið enn meir upp eftir 2003 innrásina í Írak og helst yfir 100 Dollurum til 2015 - þá dettur rúss. hagkerfið aftur verulega niður; en þó ekki eins langt niður og í "dot.com" kreppunni.

                              --Ég sé ekki neitt efnahagsundur -- einfaldlega hagkerfi sem rokkar til og frá -- eftir því hvert alþjóðlega verðlagið er á olíu.
                              --Hagkerfið rússn. virkaði þannig er Pútín tók við -- það virkar þannig enn í dag 27 árum síðar.

                              M.ö.o. hefur raunverulega enging grundvallar breyting orðið á rússn. hagkerfinu.
                              --Stöðnun m.ö.o. rýki í flestu.

                               

                               

                               

                                • Nú þegar rússl. hefur nýtt nærri algerlega alla þá aukningu í tekjum sem það getur náð úr olíu -- þá sé ég engan verulegan viðbótar hagvöxt yfirleitt mögulegan.

                                 

                                 

                                  • Þetta sé eins og þegar ísl. á 9. áratugnum var búið að fullnýta miðin.

                                   

                                  Meðan engin grunn breyting verður í rússl. til að gera framleiðslu í Rússl. alþjóðlega samkeppnishæfa -- þá viðhelst þessi stöðnun til lengdar.

                                  Ég er að tala um löturhægan hagvöxt.
                                  --Kína ef það heldur núverandi hagvexti áfram - maun auðveldlega 2-faldast á nk. 10 árum í þjóðartekjum á mann -- meðan þjóðartekjur á mann innan rússl. vaxa í besta falli afar hægt.

                                  -----------------

                                  "Ég held að það sé orðið timabært Einar að þú gerir grein fyrir hvaða skilning þú leggur í orðið Viðskiftaþvinganir."

                                  Nei -- þetta eru ekki viðskiptaþvinganir.

                                   

                                   

                                   

                                    • Aðgengi Rússl. að tiltekinni tækni -- hefur verið þrengdur.

                                     

                                     

                                      • En útflutningur Rússl. hefur í engu verið takmarkaður - á öðrum sviðum en vopnum.

                                       

                                       

                                       

                                       

                                        • Allt þ.s. rússl. flytur út annað en vopn, getur rússl. selt til Vesturlanda.

                                         

                                        Ef sala Rússl. á varningi - öðrum en vopnum - væri takmörkunum háð; væri sannarlega viðskiptabann.
                                        --En aðgengi Rússl. að mörkuðum fyrir varning sinn er einungis takmarkaður á Vesturlöndum, er kemur að vopnum.

                                        --Það að Vesturlönd neita að selja -- tiltekna nýja tækni til Rússlands.
                                        --Teljast ekki vera, viðskiptaþvinganir.

                                        Er kemur að takmörkunum á tiltekin fyrirtæki um lánsviðskipti á Vesturlöndum - nær það  einungis til fyrirtækja -- undir stjórn tiltekinna einstaklinga.

                                        --Pútín þarf ekki annað til að losa þau fyrirtæki undan því banni á Vesturlöndum - en að taka þau fyrirtæki af þeim einstaklingum; og setja þau undir aðra aðila -- eða í staðinn, að einkavæða þau að nýju.

                                        Ekkert allsherjar bann er við viðskiptum við rússn. banka eða rússn. olíufyrirtæki -- einungis takmarkanir á lánsviðskiptum annars vegar og á sölu á tiltekinni nýrri tækni sem Rússl. ekki ræður a.m.k. enn yfir -- í tilvikum þeirra fyrirtækja sem tilteknir einstaklingar reka.

                                         

                                         

                                         

                                          • Engum af þessum fyrirtækum er bannað að -- selja sína framleiðslu á Vesturlöndum.

                                           

                                          Það væri stórundarlegt að heimila það - að einstök NATO lönd væru gerð háð Rússl. um vopn.

                                          --------------------
                                          "Eins og þú þekkir væntanlega gerist það strax að Ísland lendir í gjaldeyrisvandræðum og byrjar að safna skuldum. Í Rússlandi gerist þetta aldrei. Rússar hafa alltaf nógann gjaldeyri og lenda aldrei í gjaldeyrisvanda. Ekki einu sinni við helmings lækkun á helstu útflutnngvöru þeirra + viðskiftaþvingunum."

                                           

                                           

                                           

                                            • Rússn. hagkerfið er 70-80% í eigu ríksins. Þó það sé heimilaður frjáls innflutningur -- virðast flest framleiðslufyrirtæki annaðhvort í beinni ríkiseigu eða í eigu aðila mjög nátengdir ríkinu -- oft eiga þei sömu aðilar er reka ríkisfyrirtæki; einnig fyrirtæki sem tæknilega teljast í einkaeigu.

                                             

                                             

                                              • Munurinn er sá, að rússn. framleiðlan er miklu mun lélegri - í flestum tilvikum. Þess vegna vildu menn erlenda varninginn - þegar þeir höfðu efni á honum.

                                               

                                              Þ.e. nauðung fyrir flesta, að skipta yfir í hina rússn. framleiðslu - sem einfaldlega er ekki alþjóðlega samkeppnisfær -- þeir gera það einungis, meðan þeir hafa ekki efni á betra.

                                               

                                               

                                               

                                                • ég mundi persónulega ekki kalla þetta - kapítalískt hagkerfi.

                                                 

                                                 

                                                  • í besta falli er þetta -ríkiskapítalismi- í raun mjög nærri kerfi Mussolinis á Ítalíu á sínum tíma.

                                                   

                                                  --> En þ.e. ekki rétt, sem þú segir, að Ísl. lendi í gjaldeyrisþurrð - þetta er í raun og veru nákvæmlega sama sem gerist; þ.e. krónan fellur og rúbblan fellur - til að forða gjaldeyrisþurrð.

                                                  --> En þegar Rússl. lendir í því að útfl. tekjur skreppa snarlega saman - alveg eins og á Ísl. á 9. áratugnum - þarf Rúbblan að lækka, til að minnka innflutning.

                                                  Annars læki gjaldeyrinn úr landi - og þurrð yrði fyrir rest.
                                                  Gengislækkunin forðar því - alveg eins og nánast alltaf á Ísl.

                                                  --Eina undantekningin er bankahrunið - en þá lánaði Dabbi allan gjaldeyrissjóðinn til eins banka, og tapaði honu --> Þ.e. eina skiptið síðan eftir 1959 - að Ísl. raunverulega stóð frammi fyrir gjaldeyrisþurrð.

                                                  --Ísl. er annars, eins og þú segir Rússl. vera, ekki í gjaldeyrisvandræðum - því Rúbblan eins og Krónan -- þá minnkar innflutning með því að lækka gengið; þ.e. gerir innflutt dýrara.

                                                  ---------------
                                                  Ef þetta væri eins og þú segir -- Rússl. framleiðir allt sem landið þarf á að halda.
                                                  Þá mundi gengi Rúbblunnar ekki sveiflast -- um svipaðar stærðir og er krónan sveiflaðist reglulega á 9. áratugnum.

                                                  --En hinar stóru sveiflur -- segja einmitt aðra sögu.
                                                  --Að Rússl. þurfi mjög svipað á innflutningi að halda og Ísl.

                                                  Annars gengur það ekki upp - hve stórar gengissveiflurnar eru.
                                                  Þá einfaldlega vilja Rússarnir ekki þessa "gaz" bíla heldur frekar en útlendingarnir -- vilja frekar 10 ára Volvo eða bens.
                                                  --Eiga þá gamla bílinn sinn eins og Íslendingurinn - þangað til að aðstæður batna næst.

                                                  En ef það væri virkilega að Rússarnir skiptu bara í innlent -- þá væru sveiflurnar á genginu miklu mun smærri - en þær reynast vera.

                                                   

                                                   

                                                   

                                                    • En ef Rússarnir væru viljugir að kaupa sína framleiðslu - eins og þú segir þá vera - þá væri innflutningurinn mun minni á góðu árunum.

                                                     

                                                     

                                                      • En þeir mundu ekki allt í einu snarlega hætta að kaupa rússn. framleiðslu ef hún væri nægilega góð - til þess að þeir vildu hana.

                                                       

                                                      --Sagan sem maður les úr þessu, sé að þessi framleiðsla sé enn í dag - hrat.

                                                      "Rússar eru hinsvegar hæst ánægðir með nýja gengið á Rúblunni og eru á fullri ferðað byggja upp nýjar greinar."

                                                      Þetta er spreng hlægilegt - rússn. ríkisfyrirtækin - munu ekki geta byggt upp framleiðslu til almennrar neyslu sem virkar -- fyrst að rússn. almenningur vill greinilega ekki eigin framleiðslu; nema útlend sé það dýr að Rússinn geti ekki keypt útlent.

                                                      Það segir að allt sé með sama hættinum og var áður -- að rússn. ríkisfyrirtækin séu að framleiða varning að -- skelfilegum gæðum.

                                                      Þau munu án vafa -- byggja einungis upp framleiðslu á slíkum standard. Þ.e. framleiðslu sem einungis geti gengið --> Ef gengi Rúbblunnar sé haldið það lágt; að almennur Rússi fátæktar vegna sé nauðbundinn að kaupa hana.
                                                      --Þá sé það í reynd fátæktarstefna gagnvart Rússn. almenningi.

                                                      "Þeir eru aftur farnir að flytja út bíla og landbúnaðarvélar ásamt flugvélum og fleiru."

                                                      Þeir hafa hingað til einungis getað selt þá framleiðslu til - Mið-Asíu landa og landa í 3-ja heiminum, má vera að Íran kaupi eitthvað.
                                                      --Meðan að framleiðslan er einfaldlega ekki alþóðlega samkeppnisfær, þá verður það þannig.

                                                      Að þeir verða að selja mun lægra verði - og aðilar sem hafa ekki efni á betra, kaupa þá.

                                                      "Gaman að þessu."

                                                      Þ.e. reyndar afar merkilegt hve lengi rússn. landbúnaðurinn hefur setið aftarlega á merinni - hafandi í huga að heildar magn landbúnaðarlands í Rússlandi; er stærra en í Bandaríkjunum.

                                                       

                                                       

                                                       

                                                        • Ef þ.e. rétt að Rússl. sé að flytja inn - landbúnaðarþekkingu; þíðir það viðurkenningu á að þeir kunna ekki á ræktun af þess konar tagi.

                                                         

                                                         

                                                          • Að auki viðurkenning að eigin framleiðsluaðferðir séu ekki samkeppnishæfar - er erlendir sérfræðingar eiga að tryggja gæði.

                                                           

                                                          Miðað við hvað rússn. framleiðsla er yfirleitt -- af lélegri gæðum hingað til en sambærilegt annað -- trúi ég því rétt mátulega að þeir nái að sigra heiminn í nautgriparækt.

                                                          --Ég reikna með því, að gott kornræktarár í Rússl. - hafi hitt á lélegt kornræktarár í Bandaríkjunum. En kornrækt er mjög háð árferði.

                                                           

                                                           

                                                           

                                                            • Hinn bóginn, ef sömu aðilarnir í Rússl. sem eiga og reka rússn. ríkisfyrirtækin - eiga einnig að eiga og reka þessa nýju framleiðslu -- þá á ég ekki von á að gæði hennar verði á endanum meiri en þ.s. Rússl. hefur framleitt hingað til.

                                                             

                                                             

                                                              • En þ.e. rétt að halda því til haga, að rússn. bifreiðafyrirtækin -- eru öll sprottinn fram á einhverjum punkti; af sambærilegum innflutningi erlendra sérfræðinga.

                                                               

                                                              Alltaf þarf Rússland að leita nýunganna erlendis -- vegna þess að innlenda kerfið í Rússlandi - drepur niður alla innlenda rússn. nýungagyrni.

                                                              --Þetta samstarf við Bens þíðir þá að Bens er þá að þróa þann Gaz bíl fyrir Gaz.

                                                              Þannig hefur það alltaf virst vera - að dauð hönd ríkisins í Rússlandi - drepur allr nýungar; nema í vopna-iðnaði.

                                                              Kv.

                                                              Einar Björn Bjarnason, 28.11.2017 kl. 08:51

                                                              10 Smámynd: Borgþór Jónsson

                                                              Nei Einar. Tölurnar hjá þér eru einfaldlega kolvitlausar. 

                                                              Ef notað er GDP PPP er Rússland me 4000 milljarða dollara ,svipað og Þýskaland sem er með 4100 milljarrða dollara.   

                                                              Kína með 23.000 milljarða dollara og Bandaríkin með rúmlega 19.000 milljarða dollara.

                                                              Þetta eru tölur seem ég fann hjá IMF

                                                              .

                                                              Hérna er svo linkur á kort frá  Bandaríska varnarmálaráðuneytinu varðandi drægni Íranskra eldflauga,

                                                              https://pbs.twimg.com/media/DCt49fSXkAAK8xB.jpg

                                                              Vakin skal athygli á að brotalínan sýnir svæði sem hugsanlegar framtíðarflaugar gætu náð til.

                                                              Þær eru hinvegar ekki til í dag og það var frétt í Mogganum fyrir nokkrum dögum ,þess efnis að Íranir hefðu ekki hug á að þróa þessar flaugar.

                                                              Borgþór Jónsson, 29.11.2017 kl. 02:19

                                                              Bæta við athugasemd

                                                              Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                                                              Um bloggið

                                                              Einar Björn Bjarnason

                                                              Höfundur

                                                              Einar Björn Bjarnason
                                                              Einar Björn Bjarnason
                                                              Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                                                              Mars 2024
                                                              S M Þ M F F L
                                                                        1 2
                                                              3 4 5 6 7 8 9
                                                              10 11 12 13 14 15 16
                                                              17 18 19 20 21 22 23
                                                              24 25 26 27 28 29 30
                                                              31            

                                                              Eldri færslur

                                                              2024

                                                              2023

                                                              2022

                                                              2021

                                                              2020

                                                              2019

                                                              2018

                                                              2017

                                                              2016

                                                              2015

                                                              2014

                                                              2013

                                                              2012

                                                              2011

                                                              2010

                                                              2009

                                                              2008

                                                              Nýjustu myndir

                                                              • Mynd Trump Fylgi
                                                              • Kína mynd 2
                                                              • Kína mynd 1

                                                              Heimsóknir

                                                              Flettingar

                                                              • Í dag (19.3.): 0
                                                              • Sl. sólarhring: 7
                                                              • Sl. viku: 40
                                                              • Frá upphafi: 0

                                                              Annað

                                                              • Innlit í dag: 0
                                                              • Innlit sl. viku: 33
                                                              • Gestir í dag: 0
                                                              • IP-tölur í dag: 0

                                                              Uppfært á 3 mín. fresti.
                                                              Skýringar

                                                              Innskráning

                                                              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                                                              Hafðu samband