Robert Mugabe virðist eiga fá vernd gegn lögsókn, fá að halda öllum eignum, og ásamt fjölskyldu að dvelja áfram í landinu

Valdaránið í Zimbabwe virðist líkjast meir og meir - innanflokks átökum í valdaflokki landsins, Zanu PF. En mig grunar í vaxandi mæli að lítið breytist annað en það, að 75 ára karl sé forseti landsins og í stað 93 ára karls.
--Að áfram sé sami flokkur við völd, Zanu PF.

Robert Mugabe offered immunity from prosecution after resigning

 

Emmerson  Mnangagwa og Robert Mugabe - á góðum degi

http://img.bulawayo24.com/articles/Mnangagwa-Mugabe-Shakehands.jpg

Þó rétt sé að hafa í huga, að Financial Times var að ræða við sérstakan talsmann Roberts Mugabe - fullyrðingar George Charamba virka þó á mann afar sjálfsöruggar!

George Charamba: "There will not be a repudiation of Robert Mugabe. Forget it, forget it," - "Mr Charamba...said that once the “madding crowd had calmed down”, they would forget their criticisms of Mr Mugabe who, like the late Chinese leader Mao Zedong, would remain a core element of the ruling Zanu-PF’s ideology and legacy."

Áhugaverð samlíking - við goð valdaflokksins í Kína.

Nýr forseti landsins, starfaði öll 37 valdaár Mugabe honum við hlið - auk þessa barðist hann með Mugabe þar á undan, er þeir báðir voru skæruliðaforingjar gegn hvítu minnihlutastjórninni í því er þá hét - Ródesía.

Skv. þessu, að Mugabe fái að lifa óáreittur í landinu og eiginkona. Það verði alger friðhelgi eigna og gagnvart lögsóknum.
--Þá sé líklega trúverðug fullyrðing Charamba, að Mugabe verði ekki felldur af stalli.

Og þar með getur vel verið að líking hans við Mao sé ekki út í hött.
Að Zanu PF muni í framtíðinni, draga upp helgimynd af Mugabe.

Það þíddi auðvitað - ef maður geri ráð fyrir að Kína sé fyrirmyndin - að flokkurinn stefni að því að einoka völdin í landinu áfram.
--Að einungis hafi verið skipt um einræðisherra.

En vart verður með öðrum hætti tryggt að goðinu sé ekki steypt af stalli.

 

Niðurstaða

Það virðist í vaxandi mæli sennilegt að valdaskiptin feli einungis í sér skipti á einstaklingi á sjálfum toppnum. Fremur en eiginlega stórfellda breytingu á stjórnarfari. Að líklega tryggi Zanu PF sér áfram völdin í landinu - með aðstoð öryggissveita, annarra þeirra tækja sem stjórnin þar ráði yfir.
--Að annar einræðisherra sé tekinn við.
Eins og þegar valdaskipti verða innan kínverska valdaflokksins.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband