Margir leggja það til að Trump semji við Pútín um endalok deilna um Úkraínu

Það sem ég bendi á - á móti, er hve óskaplega erfitt það er að treysta Rússlandi undir stjórn Pútíns. En til þess að semja við Pútín þarf traust - og ef menn ofmeta það að hvaða marki Pútín er unnt að treysta. Geta menn endað með -- rasskell!

Gideon Rachman hjá Financial Times lagði til eftirfarandi samkomulag milli Pútíns og Trumps: Donald Trump, Vladimir Putin and the art of a deal with Russia.

"The US will end its opposition to Russia’s annexation of Crimea." - "...it would accept it as a fait accompli." - "Following that, the US will lift economic sanctions." - "The Americans will also drop any suggestion that Ukraine or Georgia will join Nato." - "The build-up of Nato troops in the Baltic states will also be slowed or stopped."

"In return for these large concessions, Russia will be expected to wind down its aggression in eastern Ukraine and not attempt to make further territorial gains there." - "Russian pressure and implicit threats towards the Baltic states of Estonia, Latvia and Lithuania will be dropped." - "Military tensions on the front line between Nato and Russia will be dialled down."

 

Áhættan er augljóslega sú að Pútín getur gengið á bak orða sinna!

  1. Ef refsiaðgerðir eru lagðar niður - væri mun erfiðar að starta þeim aftur, þ.s. smám saman hefur byggst upp nokkur andstaða við þær. Þegar aðgerðir Pútíns á Krímskaga voru ferskar -- þá dugði reiðialdan í kjölfarið til þess að skapa samstöðu um aðgerðir.
    --Nema að Pútín gerði eitthvað nýtt stórt, þá væri erfitt að endurræsa refsiaðgerðirnar, grunar mig.
    **Þannig að Pútín gæti sennilega bókað þetta sem "win" þó svo að hann stæði að mörgu leiti ekki við samkomulagið.
  2. Ef Trump formlega samþykkir yfirtöku Rússlands á Krímskaga -- þá getur hann ekki svo auðveldlega dregið það til baka, nema hann hafi skilyrt sína viðurkenningu því að Pútín mundi standa við alla sína enda.
    --Segjum að Trump setji engin slík skilyrði, þ.e. hann velji að treysta Pútín -- þá gæti Trump litið afskaplega aulalega út, ef Pútín stendur ekki við sína þætti samkomulagsins eftir allt saman.

T.d. hefur Pútín alltaf hafnað því, að svokallaðir uppreisnarmenn séu í reynd -- málaliðar. Þó að Pútín greiði fyrir allt uppihald þeirra stjórnsýslu, laun þeirra hermanna og að auki útvegi þeim nærri öll þeirra vopn.
--Það gæti verið verulega stórt -trix- að sanna það svo óhyggjandi sé, að Pútín hafi hætt afskiptum af Úkraínu deilunni.

En ef málaliðar hans væru enn á svæðinu, þ.e. svæðin eru ekki formlega afhent stjórnvöldum Úkraínu!
Ef Trump mundi samþykkja loforð Pútíns, án þess að ganga úr skugga um það, að Pútín gæti ekki með mjög einföldum hætti með skömmum fyrirvara bakkað til baka í sama ástand og er nú.
--Þá gæti Pútín einfaldlega -- þegið sem "win" að hafa fengið samþykki Trumps formlega á yfirtöku Krímskaga, samtímis og ef loforð um engin frekari afskipti af Úkraínu eru án innihalds -- þá gæti hann dregið þau loforð til baka með litlum fyrirvara.

Sama gilti auðvitað um sérhvert loforð um -- tilfærslu herstyrks innan landamæra Rússlands, að slíkan her er unnt að færa aftur til baka með litlum fyrirvara; meðan að það mun taka töluverðan tíma að nýju fyrir NATO lönd að skapa aftur nýja samstöðu til þess að færa sína hernaðarstöðu aftur til baka.
--Þarna nýtur einræðisríkið eins af fáum kostum einræðis, að geta verið snöggt að breyta ákvörðunum.

Að lokum, gæti Pútín einnig síðar meir mjög auðveldlega dregið til baka hvert það loforð sem hann kann að hafa veitt -- um afskiptaleysi af innri málefnum Eystrasalt landanna!
--En eftir allt saman er fordæmi til staðar, að Pútín - sveik hátíðlegt loforð Yeltsins sem fyrri forseti Rússlands undirritaði með fulltrúum Bandaríkjanna - Bretlands - Frakklands og Þýskalands, að tryggja og virða með ævarandi hætti landamæri Úkraínu.
**M.ö.o. hefur Pútín sannað í fortíðinni, að fyrir honum er undirritað samkomulag ekki pappírsins virði, ef hann síðar meir ákveður -- að það henti ekki honum lengur að virða það!

Með öðrum orðum, gæti Trump litið út á eftir sem fullkominn auli!

Spurning hvað mundi Trump gera við samskiptin við Rússland, ef Pútín mundi fullkomlega taka hann í bakarýið með ofangreindum hætti?

Augljóslega yrði Trump óskaplega reiður!

En það gæti verið mat Pútíns, að Trump sé veikgeðja, þannig að hann mundi meta það svo að Trump mundi ekki gera Pútín eða Rússlandi neitt það sem Pútín mundi ekki treysta sér að lifa við -- gegnt því að hafa grætt formlega viðurkenningu á yfirtökunni á Krímskaga og endalok refsiaðgerða, án þess að fyrir rest leggja inn nokkuð á móti eða m.ö.o. fyrir ekki neitt!

 

Niðurstaða

Ég á ekki von á því að það séu miklar líkur á meintu bandalagi Pútíns og Trumps. En málið er að ég held virkilega að Pútín fyrirlíti Trump. Á hinn bóginn hafi hann sennilega reiknað Trump út fullkomlega - enda sem gamall starfsmaður KGB, lengi þar háttsettur yfirmaður - þá kann Pútín sennilega allt um "personal manipulation" þ.e. hann er líklega mjög góður í því að reikna fólk út, og finna út hvernig er unnt að ná út úr því - hverju því sem hann vill!

Mér virðist viðbrögð Rússlands og rússneskra fjölmiðla benda til þess - þ.e. með hvaða hætti augljóslega er uppi tilraun til að sleikja upp Trump af hálfu Rússa!
--En þ.e. þekkt að aðferðin til að eiga við "narkissista" eins og Trump, er að blíðka þá eða m.ö.o. slá þá gullhömrum.
Þar sem að "narkissistar" eru alltaf sannfærðir að þeir eigi gullhamra skilið, séu þeir alltaf veikir á svellinu fyrir "personal manipulation" af því tagi að beinlínis er verið að "taktístk" að blíðka þá.

Mig grunar sterklega að Pútín sé að þessu til þess eins -- að hafa eins mikið upp úr Trump og hann getur, samtímis og Pútín ætlar sér að láta eins lítið á móti og hann mögulega getur!
Öllu verði á meðan tjaldað til í Kreml til að slá Trump gullhamra!
Og ef Trump mundi koma í heimsókn meðan á því stendur til að undirrita samkomulag, mundi sennilega vera stráð blómahafi í kringum Trump.
--Ekkert sé um of í augum Pútíns, þegar hann sé að fiska og leitast við að hala inn fiskinn:)

Síðan grunar mig eftir að hann hafi haft upp úr Trump það sem hann getur!
Þá auðmýkji hann Trump!
Því Pútín fyrirlíti líklega Trump!
En einnig vegna þess, að Pútín vilji stuðla að því að embætti Bandaríkjaforseta sé sem veikast -- ein aðferð til þess, sé að veikja þann aðila sem gegni því á hverjum tíma!

Pútín sé að leitast við að beita -- "divide and rule."
--Hann skipulega leitist við að veikja alla þá sem hann telur geta ógnað sér!
**Mig grunar sterklega að hann muni ekki sleppa tækifærinu að veikja stöðu Trumps, eftir að hann hafi náð upp úr Trump því sem hann telur sig mest geta náð fram!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Um eitt erum við sammála Einar,mjög líklega fyrirlítur Putin Trump ,eins og svo margir aðrir.

.

Hitt sem þú ræðir eru Krímskagi og Úkraina.

Lausnin á Úkrainudeilunni er þegar fyrir hendi og hún heitir Minsk samkomulag. Eina sem vantar þar er að Phoroshenko haldi áfram að innleiða það.

Minsk samkomulagið var óvenju vel úr garði gert og inniheldur aðgerðir sem settar eru upp í tímaröð.

Núna er boltinn hjá Phoroshenko og meðan hann heldur ekki áfram með þau verkefni sem honum voru falin er allt stopp.

Það er því engin þörf á samningum um þetta efni milli Trump og Putin,það eina sem þarf að gerast er að Bandaríkin hætti að standa í vegi fyrir að ákvæðum samkomulagsins verði framfylgt.

Til þess að það megi verða þarf Trump að draga til baka stuðning bandaríkjanna við Nasistasveitirnar sem steyftu Úkrainustjórn 2014.

Þetta verður samt ekki auðvelt af því þessar sveitir standa ennþá gráar fyrir járnum í Úkrainu og hafa í hótunum við stjórnvöld ef þau ætla að framfylgja Minsk II.

Ástæðurnar fyrir því að Evrópuríkin þrýsta ekki á að samkomulagið verði haldið af hendi Phoroshenko er fyrst og fremst sú að þau vita að ef það er gert þýðir það nýtt borgarastríð í Úkrainu og það lítur ekki sérlega vel út á ferilskránni hjá þeim ef þeir bera ábyrgð a´tveimur borgarastyrjöldum í sama landinu á jafnmörgum árum.

Það er því ekki um neitt að semja.

.

Krímskagi er hluti af Rússlandi og þar er heldur ekkert um að semja frekar en Kóla skaga eða Síberiu sem eru líka hluti af Rússlandi.

Þetta er alveg arfavitlaus hugmynd,kannski Putin ætti að krefjast þess að Trump semji við hann um framtíð Kaliforníu eða Florida.

.

Varðandi viðskiftaþvinganirnar. Ein ástæðan fyrir að þeim er ekki aflétt er sú að það er alltaf erfitt að bakka þegar maður er búinn að gera einhver heimskupör.

Ástæðan fyrir að þær voru settar er sú að ESB hélt í hroka sínum að þeir gætu pyntað Rússland án afleiðinga.Þetta byggist á því að ESB og USA hefur komist upp með þetta áratugum saman gagnvart öðrum löndum án þess að verða fyrir nokkru hnjaski.

Allar þessar aðgerðir auk annarra glæpa þessara ríkja í öðrum löndum eru fullkomlega ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og samningum og þess vegna tala vestrænir stjórnmálamenn aldrei um alþjóðalög heldur "international norms" og "western values" þegar þeir riðlast um heiminn og eyðileggja ríki og drepa fólk.

.

Við getum ekki verið áfram með stjórnvöld sem haga sér með þessum hætti.

.

Það er líka annað vandamál sem blasir við ríkisstjórnum vesturlanda. Óábyrg hegðun þeirra gagnvart Rússneskum fjárfestum hefur væntanlega orðið til þess að þeir hafa ekkert traust á vestrænum fjármálamörkuðum lengur. Það er viss hætta á að ef eignir þessa fólks eru teknar úr frosti ,þá muni þeir draga þær út frá vesturlöndum ,smátt og smátt til að forðast að verða aftur fyrir ólöglegri aðför.Þarna er um verulega fjármuni að ræða og ekki víst að þessi fjármálakerfi eigi auðvelt með að fást við afleiðingarnar.

.

Niðurstaðan er sú að ef Trump reynist vera friðelskandi manneskja ,og hefur tök á að fylgja því eftir ,er ekkert til fyrirstöðu að koma á eðlilegum og jafnvel góðum samskiftum á milli Evrópuríkja.

Á næst ári eru kosningar í stóru ríkjunum í Evrópu og það munu koma nýjir leiðtogar þar. Þessir nýju leiðtogar hafa fulla möguleika á að draga til baka þau axarsköft sem núvereandi leiðtogar hafa gert ,án þess að missa andlitið. Ég er orðinn frekar bjartsýnn á að það verði.

T.d. verður Sigmar Gabriel væntanlega næsti forseti Þýskalands ,og hann virðist hafa heibrigðari sýn á hlutina en Merkel.Reyndar hef ég á tilfinningunni að Merkel hafi undanfarin ar látið stjórnast af persónulegrui óvild á Putin ,en ekki málefnum. 

.

Borgþór Jónsson, 15.11.2016 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 847166

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband