Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gefið Framsóknarflokknum betri gjöf, en að mynda stjórn með Bjartri Framtíð og Viðreisn!

Ég er að segja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta, Björt Framtíð og Viðreisn samþykkja. Þá reikna ég fastlega með hressilegri fylgisaukningu Framsóknarflokksins!
En ég er nær algerlega viss, að þessi ríkisstjórn - verður fullkomlega lömuð af innri deilum!

  1. En þessi ríkisstjórn verður augljóslega ekki mynduð, nema að BF og Viðreisn, nái fram í stjórnarsáttmála, loforði Sjálfstæðisflokksins að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skal hefja aðildarviðræður að nýju.
  2. En þó svo að slíkt næðist fram inn í stjórnarsáttmálann, er það ekki endilega það sama og að af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verði - en þingið mun þurfa að samþykkja að halda hana formlega.
  3. Og þar sem að í 32-sæta meirihluta, hefur sérhver þingmaður stjórnarinnar neitunarvald, og sumir þingmenn Sjálfst.fl. eru mjög andvígir aðild.
  4. Þá er ég ekki að sjá, að sennilegt sé að meirihluti náist fram innan þingliðs stjórnarinnar, fyrir tillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
  5. Auðvitað, rökrétt beita þá þingmenn BF og Viðreisnar stöðvun á mál Sjálfst.fl. á móti - ef þeirra mál eru stöðvuð af einstökum þingmönnum Sjálfst.fl.

Hin athyglisverða spurning er þá gæti komið upp!
Er hvað stjórnarandstaðan gerir?

En tæknilega gætu t.d. 3-þingmenn Samfylkingar, og/eða þingmenn úr þingliði Pírata - stutt við tillögu Viðreisnar og BF - um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks a.m.k. greiða henni einnig sitt atkvæði.
--Gæti hún þá náð samt fram þrátt fyrir andstöðu einhverra þingmanna Sjálfstæðisfl.

  • Hinn bóginn, væru þeir þingmenn þá að bjarga jafnvel -- lífi stjórnarinnar!
  • Mundu flokkar er frekar vilja að vinstri stjórn verði mynduð -- hjálpa við að halda lífinu í slíkri hægri stjórn?

Óttarr_Bjarni Ben_Benedikt

Vegna innri klofnings og deilna gæti þessi ríkisstjórn orðið að "de facto" minnihlutastjórn!

Verið þá háð stjórnarandstöðunni um stuðning við einstök mál!
Það væri þá endurtekning á sjónarspilinu er Íslendingar urðu vitni að í tíð Vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms.

  • En á sama tíma, grunar mig, að það væri alltaf sterk freysting til staðar hjá a.m.k. Pírötum og Samfylkingu, jafnvel VG að auki -- að vilja fella stjórnina.

M.ö.o. sé a.m.k. ekki augljóst -- að þeir flokkar hjálpi stjórninni að koma sínum málum í gegn.

 

Útkoman gæti þá orðið sú, að stjórnin setji nýtt Íslandsmet í lömun og aðgerðaleysi

  1. Eiginlega græðir Framsókn í báðum tilvikum --> En ef Sjálfstæðisfl. eins og VG í tíð vinstri stjórnar, færi með virkum hætti að vinna í því að koma Íslandi inn í ESB.
    --Þá rökrétt lekur ESB andstætt fylgi yfir til Framsóknar.
  2. Ef vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu velja frekar að hjálpa ekki stjórninni, í von um að hún falli -- Framsókn hjálpar ekki við það að stuðla að ESB aðild.
    --Þá verða flokksmenn BF og Viðreisnar stöðugt pyrraðri -- þeir blokka mál Sjálfst.fl. þá á móti --> Nettó útkoma, fullkomin lömun!
    **Í þessu tilviki gæti Framsókn grætt jafnvel enn fleiri atkvæði.

Sigurð Inga --> Mundi ég ráðleggja að halda áfram að vera jafn kurteis og málefnalegur og honum er tamt! Að tala landsföðurslega!
--> En að hann skapi trausta ímynd á sama tíma og það logar allt sundur og saman í deilum meðal annarra hægri flokka, mundi sennilega með öflugum hætti stuðla að því að Framsókn græddi þreytta og leiða hægri sinnaða kjósendur!

 

Niðurstaða

Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkur sé að taka mikla áhættu með því, að stofna til ríkisstjórnar þar sem fyrirséð er mikil hætta á sundrung og deilum, samtímis að þingmeirihluti gerir einstökum þingmönnum flokkanna þriggja það mögulegt - að stöðva mál að vild fullkomlega.
--Ég bendi á að Samfylking fékk á sig fylgishrun í kjölfar Vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eins og þekkt er - logaði í nær stöðugum innri deilum kjörtímabilið á enda.

En rökrétt verða kjósendur leiðir - reiðir og pyrraðir á stjórn, þ.s. stjórnarheimilið reglulega logar stafna á milli.
--Svo erfið er þessi stjórn líkleg að verða hvað innra samstarf varðar, að hún sennilega virkar sem -- minnihlutastjórn, sem verði háð stjórnarandstöðu um framgang einstakra mála.

Það setur þá stórt spurningamerki, hvort að vinstri flokkarnir mundu hjálpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk? Eða nota tækifærið til að hefna sín fyrir kjörtímabil vinstri stjórnarinnar? Að sjálfsögðu mundi Framsókn ekki aðstoða BF og Viðreisn með þeirra mál!

Ég held að góðar líkur séu á útkomu, er mundi leiða fram umtalsverða smölun á fylgi af hægri væng, yfir til Framsóknarflokksins. Framsókn þyrfti fyrst og fremst að gæta sín á því, að deilur blossi ekki upp innan Framsóknarflokksins sjálf á sama tíma, en ef friður er innan Framsóknar á sama tíma og Framsókn gætir sín að halda málflutningi málefnalegum!

Þá mundi Framsókn geta grætt mjög umtalsverða fylgisaukningu í stjórnarandstöðu í þetta sinn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 847155

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband