Ákaflega mannskæð sprengjuárás Saudi Araba á Yemen - leiðir til ákalls til Bandaríkjanna að hætta aðstoð við stríð Sauda

Eitt sem er merkilegt við þessi átök er hvernig landið Yemen --> Virðist í núverandi átökum aftur klofið. En mér virðist fréttir af átökunum benda til þess, að svokallaðir Húthar Shíta hreyfing sem Íran styður sem er í bandalagi við Súnníta hóp sem hollir eru fyrrverandi forseta hins sameinaða Yemen - Ali Abdullah Saleh, ráði að mestu því landsvæði sem á árum áður hét --> Norður Yemen.
Því sem Saudar og bandamenn Sauda araba furstadæmi við Persaflóa virðast í sameiningu hafa áorkað, með stuðningi við vopnaða hópa -- er veita andstöðu sveitum Hútha og hersveitum í bandalagi við Hútha sem hliðhollar eru Saleh; er að þeim hópum virðist hafa tekist að hrekja sameinaðar hersveitir Hútha og Saleh fyrrum forseta hins sameinaða lands, af svæðum sem tilheyrðu áður Suður Yemen.

En þrátt fyrir stöðugar loftárásir og vopnasendingar frá Saudum - virðist vopnuðum hópum frá Suður-Yemen, ekki hafa tekist að ná nokkrum umtalsverðum svæðum í Norður-Yemen hluta landsins.

  • Eiginlega góð spurning -- > Hvort ekki sé einfaldast að enda átökin með því, að endurreisa formlega - löndin 2?

Kortið sýnir skiptingu Yemen fram til maí 1990 í ríkin Suður og Norður Yemen

http://vignette1.wikia.nocookie.net/althistory/images/9/9f/Map_yemen2.gif/revision/latest?cb=20110109022806

Það sem ekki blasir við á kortinu að ofan, sést á kortinu af neðan!

http://www.worldmapsonline.com/images/academia/countries/asia/academia_yemen_physical_lg.jpg

Ég held að leiða megi líkur af því - að fjöllin - gilin og hæðirnar í NV-hluta Yemen, séu að reynast - torsótt til framsóknar fyrir andstæðinga Hútha og hersveita hollar Saleh.

M.ö.o. hjálpi landslagið Húthum og sveitum hliðhollum Saleh - að halda sameiginlega velli, þrátt fyrir stöðugar loftárásir og þrýsting hersveita andstæðinga þeirra.

Mér finnst alltaf gagnlegt að hafa í huga - sögu lands þar sem átök fara fram.
Og auðvitað að sé einnig gagnlegt að skoða kort!

More than 140 killed in air strikes on Yemen funeral: UN

Saudis to probe deadly air strikes on Yemen funeral hall

US reviews support for Saudi-led coalition in Yemen after 140 killed

 

Það auðvitað blasir við, að meðan Bandaríkin - veita herför Sauda stuðning, er það fullkominn tvískinnungur hjá þeim, að samtímis gagnrýna harkalega loftárásir Rússa á Aleppo

Árásin á jarðaför virðist ekki hafa haft nokkra hina minnstu réttlætingu.

-----------------------

"More than 140 people were killed and more than 525 wounded Saturday when air strikes hit a funeral ceremony in Yemen." - "The UN humanitarian coordinator in Yemen, Jamie McGoldrick, said aid workers were “shocked and outraged” by the attacks that hit a community hall in the capital Sanaa where mourners had gathered."

UN Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs and Emergency Relief Coordinator Stephen O’Brien --> “I also call on all parties to protect civilians and stop using explosive weapons or conducting aerial bombardments in civilian-populated places in Yemen. Surely enough is enough,” - “This horrendous and heinous attack displayed an utter disregard for human life.”

  • "In September 2015, a suspected coalition air strike killed at least 131 civilians at a wedding near the Red Sea city of Mokha."
  • "And in March this year, Saudi-led air strikes on a market killed at least 119 people, including 106 civilians, of which 24 were children, in the northern rebel-held province of Hajja."

-----------------------

Þessar tölur um mannfall, eru sambærilegar þeim tölum - sem heyrast í tengslum við umkvartanir SÞ-varðandi mannskæðar loftárásir Rússa á Aleppo.

Ég verð náttúrulega að taka undir það - að loftárásir Sauda og flóa Araba á Yemen, sem einnig eins og harðar loftárásir Rússa og flughers Sýrlandsstjórnar leiða til mikils mannfalls meðal almennra borgara!

Séu að sjálfsögðu í engu meir réttlætanlegar - heldur en þær loftárásir á almenna borgara innan Sýrlands, sem ég einnig vísa til.

  1. Ég sé í engu smærri ástæðu til að beita þá aðila sem beita lofthernaði með slíkum hætti á Yemen - þrýstingi um að hætta þeim lofthernaði, eða a.m.k. stórlega að draga úr þeim lofthernaði, vegna mikils mannfalls almennra borgara.
  2. En þegar kemur að sambærilegum lofthernaði Rússa og flughers Sýrlands gagnvart landsvæðum innan Sýrlands - í uppreisn gegn stjórnvöldum Sýrlands.
  • Réttlæting Sauda er í reynd merkilega svipuð - réttlætingu Rússa og sýrlenskra stjórnvalda, að nauðsynlegt sé að kveða niður ólöglega uppreisn og hryðjuverkaöfl.

Þá er auðvitað verið að stimpla Hútha og hersveitir Saleh forseta -- með sambærilegum hætti og sýrlensk stjv. og Rússar, stimpla þau landsvæði innan Sýrlands er lúta - hópum uppreisnarmanna.

Bandaríkin láta í annan stað - eins og þetta sé gott og blessað, í Yemen!
--Meðan þeir fordæma svipað athæfi í Sýrlandi!

  • Ég tek fram, að ég tek fullkomlega undir það, að lofthernaður Rússa og flughersveita stjórnarinnar í Damaskus, hafi verið -- ónauðsynlega grimmur!
  • Samtímis og ég sé enga ástæður til að bera blak af Saudum og flóa Aröpum -- er þeir beita sambærilegri grimmd í Yemen.

Ég er algerlega andvígur slíkri ónauðsynlegri grimmd - sama hver beitir slíkum aðferðum.
Og ég fordæmi að auki ónauðsynlega grimmd, sama hvar ónauðynlegri grimmd er beitt.

 

Niðurstaða

Mín afstaða til átakanna í Sýrlandi og Yemen er svipuð að því leiti, að mig grunar sterklega að vænlegast til að enda þau átök með þeim hætti að mestar líkur séu á að friður geti síðar meir - ríkt. Sé að skipta báðum löndum upp!

Skiptingin sé algerlega augljós í Yemen - þ.s. stríðið sé ca. búið að hólfa landið í sundur eftir gömlu landamæralínunni sem til staðar var til 1990.

Í tilviki Sýrlands, virðist mér vænlegast að skipta landinu milli - Alava, Shíta, og nokkurra annarra smárra minnihlutahópa -annars vegar- og meirihluta Súnní araba -hins vegar.-
--Virðist að - Alavar, Shítar, og litlu minnihlutahóparnir ætli að lúta Assad áfram.
--Meðan að stór hluti Súnní Araba meirihluta landsmanna, hafi verið í uppreisn síðan 2011.

  • Átökin nú, virðist mér markast af því --> Að "Alavar" - "Shítar" og hinir minnihlutahóparnir, séu að reyna að -- hreinsa "Súnní Arabana" þ.e. hrekja þá sem mest í burtu, sbr. 5-milljón þegar brottflúnir og frekari tilraunir sem virðast blasa við, í því skyni að hrekja íbúa svæða sem uppreisnarmenn ráða enn, í burtu.

Aleppo ef sú hreinsun heppnaðist - mundi þá fyrir rest, verða mikið til yfirgefin á stórum svæðum. En verulega mundi sennilega fjölga í flóttamannabúðum utan landsins.
--Eða að nýjar slíkar spretta upp, á öðrum svæðum innan landsins er ekki lúta stjórnarhernum og hersveitum í bandalagi við stjórnarherinn.

  • En 6 milljónir eru innan landsins sem eru flóttamenn í landinu sjálfu, það fyrir utan 5 milljónir landflótta! Þær 6-milljónir virðast skiptast milli allra héraða landsins, þannig að sennilega eru - uppreisnarmenn einnig að hreinsa, þ.e. hina hópana!

Þá sé þetta orðið svipað átökunum í fyrrum Júgóslavíu - þ.s. hreinsanir gengu á - víxl.
--En einmitt átökin í því landi, enduðu með - skiptingu landsins milli hópanna.

  • En að aðskilja hópa er berjast - getur einmitt virkað!
    --Skilað nýjum stöðugleika og friði.

Ég held að það úrræði ætti að geta virkað fyrir bæði löndin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heirðu vinur, sko vandamálin í Yemen og Sýrlandi, Írak, Íran, Afghanistan, Pakistan, Indlandi ... eru af völdum manna eins og þér.

Á hvaða forsendum ætlar þú að skipta upp löndum? Á sömu forsendum og nasistar ... "Deutchland fur deutchen".

Við lifum á tímum, þar sem "nasista" líðurinn ... verður bara að lifa við það, að við hliðina á þeim býr fólk sem hvorki er sömu trúar, né sömu skoðunnar. Og þú skiptir ekki löndum, á neinum forsendum ... Bandaríkin gerður stærstu mistök síns tíma, með því að byrja í feta í fótspor nasista.

Ef þú heldur að friður, fáist þannig ... þá ertu svo gersamlega viltur ... að þú sérð ekki einu sinni skóginn fyrir trjánum. Við skulum bara fara út í það að skipta Íslandi, þú lifir á þínu skeri og ég á mínu og ef þú vogar þér að koma yfir á mitt sker ... þá er það bara kjarnorkubomba.

Svona hugarfar fólks, í Júgóslavíu, Ukraínu, Sýrlandi, Saudi Arabiu ... er ekki til að samþykkja. Ef þetta fólk, getur ekki lifað innan um aðra með aðrar skoðanir, eða aðra trú ... þá getur það flutt sjálft.  Til Tunglsins ... 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 07:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen -- Þú ert áhugaverður, m.ö.o. ertu að segja, að ef það hatar hvert annað svo mikið að það leiðir til stríðs þeirra í milli --> Eigi samt að halda landinu saman, hvað sem það kostar.

Mér virðist hugmynd þín vera sú --> Að sprengja liðið til hlýðni, þ.e. drepa nægilega marga þar til að uppreisnar-andinn hefur verið barinn niður!

Það væri lausn herra Jósefs Stalín - eða Adolfs Hitler - eða Maó formanns - eða Pol Pots.
--> Sjálfsagt viltu kalla slíkt skoðanaofstæði, stefnu um frið.

Sjálfsagt sama friðarstefnan er Tacitus lýsti að væri praktiseruð af Rómarveldi, þ.e. - búa til eyðimörk og kalla hana frið, eða m.ö.o. - er allir eru dauðir er ekkert lengur til að berjast yfir.

Skemmtilegt hugarfar hjá þér, og æði fornt!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.10.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband