Að sjálfsögðu mundi Trump sem forseti ekki geta fyrirskipað fangelsun Hillary Clinton

Það virðst ummælin frá - 2. kappræðum Clinton og Trump, er mesta athygli vekur. En sem betur fer, þá eru virk 3-skipting valds innan Bandaríkjanna. Þannig í ímynduðu tilviki að Trump væri forseti, þá virkilega gæti hann ekki -- komið Clinton í fangelsi!

  • Bandaríkin eru ekki - Rússland!

Aðrar kappræðurnar í fullri lengd

  1. ""If I win, I am going to instruct my attorney general to get a special prosecutor to look into your situation," Trump said, "because there has never been so many lies, so much deception.""
  2. ""Good that someone with the temperament of Donald Trump is not in charge of the law in our country," Clinton said."
  3. "To that, Trump shot back: "You'd be in jail."

--Sjálfsagt getur Trump sem forseti, tæknilega skipað - rannsókn á E-mailum Clinton, og öðrum meintum ákúrum!
--Á hinn bóginn, hefði slík rannsókn fyrst og fremst "pólitíska skýrskotun" þ.s. að rannsakandi á vegum Trumps - væri afar ósennilegt að mundi vera álitinn, óhlutdrægur.
--Og hitt, að ef slíkur væri skipaður með "executive power" forseta - en ekki með milligöngu nýrrar lagasetningar frá þinginu - þá hefði slíkur rannsakandi enga möguleika til að knýja fram - saksókn út á sínar niðurstöður!
--Þar með - Trump ekki heldur!

Áhugaverð atlaga Trumps þ.s. beitti fyrir sig konum sem telja sig eiga harma að hefna!

FBI - eins og áður hefur komið fram, metur E-mail mál Clinton ekki tækt fyrir dómi!

Höfum í huga að afstaða FBI - getur breyst, ef ákvæði laga eru uppfyllt.
--En til þess að vanræksla með leyndarskjöl - leiði til líklega fangelsunar.
--Virðist þurfa að sannast, að leyndargögn hafi komist í hendur aðila utan eða innan Bandaríkjanna, sem engan lagalegan rétt skv. bandarískum lögum hefur til að hafa til umráða bandarísk leyndargögn.

Fyrir áhugasama: 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information.

"(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer—

Á hinn bóginn --> Efa ég að úr þessu sé sennilegt að leyndargögn hafi í reynd borist til aðila utan eða innan landamæra Bandaríkjanna, sem áhugasamir eru um að - hindra að Clinton nái hugsanlega kjöri!
En annars væri slík afhjúpun slíkra leyndargagna örugglega þegar komin fram!

  • Það má ímynda sér að einhver ætli sér síðar meir, að beita hana þrýstingi -- en það getur í besta lagi, kallast - vangaveltur.

Eins og Director Comey FBI sagði: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.

  1. "All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."
  2. "Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."

En um leið og FBI - mundi geta sannað að -leyndargögn- hefðu lekið til aðila sem ekkert erindi hafa að ráða yfir leyndargögnum.
--Mundi afstaða FBI til saksóknar - að sjálfsögðu breytast snarlega!

  • Þetta mál þar af leiðandi --> Getur hangið yfir Hillary Clinton áfram, sem hugsanleg - fallöxi.

 

Stjórnendur Repúblikana flokksins virðast á fremsta hlunn með að afskrifa framboð Donalds Trump!

En fyrstu kannanir eftir hræðilega helgi - þ.s. 11-ára ummæli Trumps komu fram, þ.s. hann gortar af því að geta kynferðislega áreitt fallegar konur að vild, vegna þess hversu frægur hann sé!
--Benda til þess að sú afhjúpun helgarinnar hafi skaðað fylgi Trumps töluvert!
--Þannig að bilið milli Trumps og Clinton - sé aftur orðið umtalsvert!

Top Republican Ryan distances himself from Trump White House bid

En ef höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins í Washington - hætta að styðja framboð Donalds Trump, setja þess í stað -- það fjármagn sem þær ráða yfir, í stuðning við framboð einstakra þingmanna og fylkisstjóra!

Þá væri það sterk vísbending þess, að höfuðstöðvarnar telji - Trump ekki lengur hafa raunhæfa sigurmöguleika!

Þannig að rökrétt sé þá, að verja þingsætin þegar samtímis forsetakosningum verður kosið til þings, og samtímis fylkisstjórastöður.

  1. Flestir sem fjalla um framboð Trumps - telja að honum hafi í kappræðunum líklega tekist að þétta raðir eigin fylgismanna, eftir - hræðilega helgi.
  2. En að honum hafi samtímis í kappræðunum, ekki tekist að höfða til kjósendahópa fyrir utan sína stuðningsmenn - m.ö.o. forðað því að missa frekari stuðning, en ekki líklega tekist að mjókka bilið í fylgi við Clinton!

 

Niðurstaða

Bilið milli Trumps og Clinton virðist aftur hafa víkkað umtalsvert - skv. nýjum skoðanakönnunum. Paul Ryan greinilega metur það nú, að Trump eigi ekki möguleika úr þessu.
--Það eru eftir einar kappræður til!

Sem verða væntanlega lokatækifæri Trump til að sækja að Clinton. Það er, ef framboði Trumps í millitíðinni, tekst ekki að minnka bilið að ráði að nýju.

En 8. nóv. nálgast hratt, þegar kosið verður í Bandaríkjunum, og stund sannleikans rennur upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"leyndargögn hafi í reynd borist til aðila utan eða innan landamæra Bandaríkjanna" ... 

Heirðu drengur, það sem þú segir er i beinni andstæðu við það sem stendur í lagabókstafnum be lost, stolen, abstracted, or destroyed.  Það er hvergi tekið fram þar, að skjölin þurfi að lenda í höndunum á einum eða neinum ... eða þarftu túlkun á orðinu "abstracted". Er lagabókstafurinn eitthvað sem þú túlkar eftir eigin þörfum.

Síðan blöskrar manni að lesa "þrískipting valds" í Bandaríkjunum ... þvílík endemis firra.

Forsetinn er full fær um, að koma þessu til leiðar ... engin þrískipting þar.  Hann þyrfti ekki einu sinni laga ástæðu ... þingið gæti þetta líka.  Eina sem hann þyrfti að gera, væri að bjóða "dómsvaldinu" (Hæðstaréttardómaranum sem hann sjálfur velur) í matarboð, og þessir vinir og kunningjar sem standa "saman" í stjórn, leggðu á ráðin hvernig hægt væri að nota framkvæmdavaldið (Yfirmann hvers hann velur) til að draga hana fyrir hæðstaréttardómarann.  Og ef það yrði uppþot, myndi hann kalla á herinn (eða varaliðið) hvers yfirmaður hann er sjálfur (og hefur margsinnis verið gert í bandaríkjunum), til að berja niður lýðinn.

Þér ferst að tala um Rússland ... drengur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 11:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég er í engri andstöðu við sjálfan mig -- en hvernig ætlar þú að sanna að leyndarskjöl hafi glatast --> Ef enginn sá aðili finnst utan landamæra Bandaríkjanna, eða innan þeirra - sem hafa komist yfir slík gögn?
----------
Án þess að slíkur aðili sé fundinn - hefur þú enga leið til að sanna slíkt!
--> Sem er einmitt ábending Director Comey - en hann sagði, að hann teldi það sennilegt að leyndargögn hefðu komist í annarra manna hendur!
--> En samtímis, hefði FBI ekki tekist að sanna að slíkt hefði gerst!

----------

"Forsetinn er full fær um, að koma þessu til leiðar"

Ég nenni síðan ekki að ræða þær hugmyndir sem þú hefur um það hvernig Bandaríkin virka -- þær eru afar fjarri sanni. Algerlega út í hött!

Ef þú trúir því að mál virki eins og í Rússlandi - þ.e. að "the executive" geti gert nákvæmlega það sem því sýnist - sbr. látið fara fram pólitíska rannsóknir á meintum og raunverulegum andstæðingu, síðan eins og algengt er í Rússlandi - komið þeim í fangelsi, burtséð frá því hvort þeir aðilar séu yfirleitt raunverulega sekir um nokkurt annað, en að hafa verið að mati ríkjandi forseta -- hugsanleg ógn við hans völd!

--> Þá heldur þú þér við þá trú!

En ég veit mæta vel, að ekkert - nákvæmlega ekki neitt er til í því blaðri hjá þér, að þannig geti þetta gengið fyrir sig --> Að forsetinn geti rætt við menn, síðan geri þeir allt það hvað sem forsetinn vill!

Alveg burtséð frá réttarhefðum eða hvað stendur í stjórnarskrá Bandaríkjanna, eða hvað Hæsti-réttur mundi segja; en hann mundi að sjálfögðu ef enginn annar það gerði, dæma alla gerninga sem brjóta stjórnarskrána ólöglega!

-- -- > Líklegasta afleiðingin er, ef Trump reyndi e-h slík, væri að þingið í Bandaríkjunum tæki hann fyrir, eins og Richard Nixon var tekinn fyrir - í kjölfar þess að það komst upp, að Nixon hafði brotið lög og stjórnarskrá Bandaríkjanna!

**En grundvallar munurinn á Rússlandi og Vesturlöndum, þar á meðal Bandaríkjunum, er fyrirbærið -- "Rule of law."

**Þ.e. lögin gilda, og eru framkvæmdavaldinu æðri, þ.e. stjórnlögin, þess vegna hafa menn dómstóla sem eru sjálfstæðir, sem geta slegið allt af sem er brot á lögum.
-------
Í Rússlandi er þetta þveröfugt, þar getur "executive" eða framkvæmdavaldið, gert nákvæmlega það sem því sýnist - burtséð frá því hvað lögin segja!

Þá eins og þú nefndir, er rætt við menn - væntanlega mútufé fært á milli, jafnvel hótunum beitt ef þarf; og þeir sveigðir að vilja framkvæmdavaldsins eftir þörfum.

Þess vegna er Rússland svona óskaplega spillt - þ.s. ekkert, þá meina ég virkilega ekkert, tékkar af spillingu framkvæmdavaldsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2016 kl. 17:57

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þingið getur auðvitað -- tæknilega búið til saksóknaraembætti, er gæti síðan farið með rannsakað mál fyrir dómstóla!
--> En þ.s. að þ.e. virk - raunveruleg - virk 3-skipting valds í Bandaríkjunum!
----------
Að ef ekki er unnt að sanna eins og FBI telur -- athæfi sem sögulega í réttarkerfi Bandar. -sbr. "common law" kerfið þ.s. hefð skiptir nærri eins miklu máli og lögin sjálf- --> Þá líklega væri málin, pent frávísað!

--> En þ.e. einmitt mat Comey - að enginn dómstóll miðað við ríkjandi dómahefð í málum af þessu tagi, þ.s. tiltekin hefð hefur skapast um túlkon ofangreindra laga; þá mundi lögsókn ekki leiða til dóms.

Þ.e. þá þ.s. Trump lenti í - með sitt sérstaka embætti, ef því tekst ekki að sína fram á líkleg brot á Clinton sem dugar til þess að dómstóll samþykki að taka málið fyrir.
-- --> Til að veita þá sérstaka saksóknaranum tækifæri að sanna sekt um það brot.

Þ.e. einmitt punkturinn - að líklegast væri málinu vísað frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2016 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 846737

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband