Angela Merkel virðist hafa tapað héraðs kosningu í sínu heimahéraði fyrir flokki sem berst fyrir harðari stefnu gegn flóttafólki -- Líkur vaxandi á að stefna Evrópu gagnvart flóttamönnum harðni, án þess að það líklega leysi vandann

Skv. úrslitum í Mecklenburg-Vorpommern:

  1. Social Democratic Party of Germany "SPD" 30,2% í stað 35,6% 2011.
  2. Alternative for Germany (AfD) 21,9%.
  3. Christian Democrats (CDU) 19% í stað 23% 2011. Versta útkoma flokks Angelu Merkel í héraðinu - nokkru sinni.
  4. Linke eða "Left Party" 12,7% í stað 18,4% 2011.
  5. Græningjar 4,9% í stað 8,7% 2011.

German anti-immigrant party beats Merkel in her home district:"Despite losing support, the SPD (26 seats) and the CDU (16) won enough seats to be able to continue their coalition in Mecklenburg-Vorpommern, with the AfD as the second-largest bloc in the 71-seat state assembly with 18 seats. The SPD, which could also form a coalition with the Left Party, said it was leaving its options open."

 

Þetta er augljóslega slæm niðurstaða fyrir Merkel!

Þrátt fyrir allt, þarf alls ekki vera að þetta bendi til - yfirvofandi falls Merkel, sem hefur nú stuðning 45% kjósenda ca. í stað 67% fyrir ári.
--En Mecklenburg-Vorpommern er einnig hvar þingsæti hennar er!

Á hinn bóginn var ekki fylgissveifla flokks hennar stór þ.e. 4%.
--Þýskir kratar - þýskir græningjar og Vinstri-flokkurinn -- misstu svipað fylgi.

Sem raunverulega gerir sveifluna áhugaverða!
--En það getur þítt, að AfD hafi tekið fylgi - af öllum flokkum ca. jafnt.

  • Þetta samt augljóslega setur aukinn þrýsting á Merkel.
  • En samtímis, sé sá þrýstingur ekki endilega á Merkel - eingöngu.
  • Heldur deilt á flokkana sem fyrir voru!

 

Varðandi flóttamannavandann -- þá sé ég enga raunverulega lausn á þeim vanda!

Það virðist ljóst af fylgissveiflunni er nær yfir alla flokka -- þ.e. frá öllum flokkum yfir á AfD. Að óttinn við flóttamannabylgjuna sem skollin er á Evrópu; nái þvert yfir venjulegar pólitískar línur!
--Þ.e. þetta sé ekki endilega - hægri vs. vinstri mál, í dæmigerðum skilningi.

Það sé þó ljóst að átakalínan liggur milli þeirra:

  1. Sem vilja mun harðari stefnu gegn flóttamönnum, er m.a. mundi fela í sér verulega skerðingu réttinda þeirra - t.d. þegar kemur að málsmeðferð, og til stuðnings meðan á málsmeðferð stendur -- einnig áhersla á þrengingu réttinda flóttamanna til búsetu í Evrópulöndum.
  2. Síðan má setja alla aðra undir ca. einn hatt, sem nær þá yfir þá sem - jafnvel vilja stíga skref í hina áttina, yfir til þeirra - sem vilja sem minnsta stefnubreytingu þ.e. ca. status quo.

Þetta gangi þvert á hefðbundið hægri eða vinstri, þ.s. til eru vinstri menn sem eru harðir andstæðingar frekari aðflutnings flóttamanna, samtímis því að það eru til staðar hægri menn - svipaðrar skoðunar.

Og svo má segja það sama í spegli, að til eru vinstri menn og hægri menn, er standa á hinni línunni.

  • Það aftur á móti getur bent til þess - að margir þeirra sem kjósa AfD þessa stundina!
    --Eigi ef til vill fátt sameiginlegt annað, en vilja stefnubreytingu í málefnum flóttamanna.
  1. Spurning hvort það geti myndast -- 2. flokkakerfi.
  2. Þ.e. að málefni flóttamanna geti með tíð og tíma, orðið að nýjum klofnings ás; þannig að það geti verið til staðar -- hægri - vinstri - miðju-sinnaðir andstöðuflokkar gegn frekari aðflutningi flóttamanna.
  • Þannig að heildar útkoman gæti orðið sú, að stuðla að fjölgun flokka -- stóru flokkunum hnignaði; og hugsanlega verði erfiðar að mynda ríkisstjórnir í framtíðinni.

 

En ástæðan að ég segi þetta, sé sú -- að ég sé enga lausn á flóttamannavandanum!

M.ö.o. að sá vandi sé kominn til með að vera!

Bendi t.d. á hvernig það streymdu 5.500 flóttamenn alla leið til Noregs frá Mið-austurlöndum, árið 2015 eftir langa leið í gegnum Rússland: Noregur að setja upp mannhelda girðingu á landamærum við Rússland!.
--Þetta sýni að flóttamenn eru til í að leggja mikið á sig!
--Höfum einnig í huga, að fólk sem leita til Evrópu alla leið frá Afríku, hefur margt hvert ofan á að taka á sig hættuför yfir Miðjarðarhaf, lagt á sig hættuför að auki yfir Sahara þ.s. margir farast árt hvert til viðbótar við þá sem drukkna í Miðjarðarhafi.

  1. Málið er að ég held að vandinn þróist svipað og gert hefur í Bandaríkjunum, en þar er mikið talað um 11 millj. sem Trump vill vísa úr landi, en í raun má víkka þá tölu upp í 30 milljón.
    --En þessir 11 millj. búa ólöglega í Bandaríkjunum, og án allra réttinda -- þ.e. fá engan félagslegan stuðning, svo ég viti til - nema einstök sveitafélög ákveði annað.
    --Þeir eiga alltaf á hættu að vera sendir úr landi - geta þá ekki leitað til yfirvalda.
  2. Þetta hefur samt ekki stöðvað bylgju aðkomumanna til Bandaríkjanna -- að Bandaríkin hafi girðingu á landamærum, ásamt eftirliti.
    --Þá reglu að ólöglegir innflytjendur séu án réttinda.
    --Hafi engan rétt til opinbers stuðnings.
    --Og það sé ólöglegt að veita þeim vinnu.
  3. En þeir streyma samt að, því þeir fá samt vinnu.
    --Það hefur aldrei tekist að hindra að þeir fái vinnu.
    Jafnvel þó það séu viðurlög - hvort tveggja í senn fyrir vinnuveitanda og þá sem eru ólöglegir.

Það sem þá gerist sé --> Að ólöglegir aðkomumenn, verða að stétt vinnandi fólks, án allra réttinda!

  • Hafið í huga -- að það virkilega fælir ekki veitendur vinnu - frá, að veita vinnu.
  • Það sé sérstaklega -- svarti geirinn sem græðir á þessu.
  • Ekki síst -- glæpasamtök!

Ég held að það sé engin tilviljun að skipulagðar glæpahreyfingar séu mjög virkar og öflugar í landamærahéröðum Bandaríkjanna <--> Beggja vegna landamæranna!

  1. En þær hafi einfaldlega -- stöðugan aðgang að vinnuafli, sem geti ekki leitað til yfirvalda!
  2. Glæpahreyfingar --tel ég-- einnig að ástundi það, að hvetja fólk frá fátækum löndum Sunnan við Bandaríkin, til að leita til Bandaríkjanna --> Með því að reka svokallaðar "ráðningastofur" í þeim löndum, sem séu ekkert annað en - glæpafyrirtæki, er plata fátækt fólk til að leita, Norður.
  3. En glæpaflokkarnir græði gríðarlega mikið á því, að hafa stöðugan aðgang að -- rosalega ódýru vinnuafli, sem eigi engan möguleika á að leita til yfirvalda.

 

Margir vilja meina, að harneskjuleg stefna -- stöðvi flóttann til Evrópu

En ég held að dæmi Bandaríkjanna, sýni að það sé ekki rétt!

  1. En innan Bandaríkjanna, virðist mér sú stefna -- að gera ólöglega vinnuleitendur réttindalausa; fyrst og fremst hafa leitt til eflingu glæpasamtaka.
  2. En aðkomufólk án allra réttinda, og sem ef leitar til yfirvalda er strax rekið úr landi --> Er að sjálfsögðu, hið fullkomna vinnuafl glæpasamtaka.
  3. Það sé svo gróðavænlegt fyrir glæpasamtök, að fá áfram ofur ódýrt vinnuafl sem sé fullkomlega réttlaust því algerlega öfurselt slíkum samtökum --> Að glæpasamtök ástundi dreifingu lygaáróðurs með gylliboðum til fátækra íbúa fátækra landa, til að hvetja slíka einstaklinga til að halda áfram að leita til ríku landanna --> Þrátt fyrir að opinberir aðilar, tjái þeim annað! Þá sé gjarnan í fátækum löndum sem gjarnan eru rekin af spilltum stjórnvöldum, gjarnan mikil tortryggni gagnvart stjórnvöldum --> Því líkur á að upplýsingum dreift þaðan, sé ekki trúað.

Í evrópsku samhengi -- mundi þá líklega áframhaldandi aðstreymi fátækra réttindalausra atvinnu-leitenda.
Ef maður gefur sér, að sú stefna verði ofan á, að svipta slíkt fólk öllum réttindum -- ef þeir smygla sér samt - eða er smyglað, inn fyrir landamæri Evrópu.
--Þá leiða til eflingu skipulagðra glæpasamtaka, sérstaklega í S-Evrópu --> Sem mundu eins og mér virðist hafa gerst í Bandaríkjunum, eflast einkum í löndum nærri Suður landamærum Evrópu.

Öflugri glæpasamtök, leiða náttúrulega til -- eflingu glæpa almennt!
Þá alls þess sem skipulögð glæpasamtök stunda!

  • Deilan um ólöglegt aðkomufólk -- verður þá líklega lifandi deila í pólitíkinni í Evrópu, ekki ósvipað og að deilur um ólöglega innflytjendur gjósa alltaf reglulega upp í Bandaríkjunum -- undanfarna áratugi.

 

Niðurstaða

Ég held að mjög sennilega, ekki ósvipað og innan Bandaríkjanna, muni deilur um ólöglega innflytjendur halda áfram á komandi áratugum - það málefni mjög sennilega að auki og ekki ósvipað er samanborið við Bandaríkin; verði þá líklega mis áberandi í pólitísku umræðinni eftir árum - meir áberandi sum árin, minna sum önnur árin.

Ris og hnig innan umræðunnar, virðist ekki endilega í bandarísku samhengi fara eftir því hve fjöldi aðkomumanna er mikill per ár -- heldur frekar efnahags ástandi innan Bandaríkjanna.

Svipað gæti gerst í Evrópu, að ef framboð starfa innan Evrópu skánar, þá dragi úr andstöðu við ólöglegt aðkomufólk -- en ef útbreitt atvinnuleysi heldur áfram að vera viðvarandi ástand; að þá haldi andstaða við ólöglega innflytjendur - jafnvel áfram að eflast.

  1. Ég á aftur á móti ekki von á því, að fylgismenn harðneskjulegrar stefnu, muni sjá þann árangur af sinni stefnu -- að slík stefna bindi endi á aðstreymi ólöglegra aðkomumanna í atvinnuleit.
  2. Líklegra sé, að því harðari sem stefnan sé, því líklegra sé að ólöglegir aðkomumenn séu að starfa fyrir -- skipulögð glæpasamtök!
    --Það kaldhæðnislega er, að það geti vel farið svo að skipulögð glæpasamtök styðji slíka harða stefnu, til þess að tryggja að ólöglegt aðkomufólk eigi sem minnsta möguleika á að leita til yfirvalda!--Vegna þess að slík stefna verði þeim einmitt hagfelld. Vegna þess hve mikið þau græði á því, að hafa stöðugan aðgang að fólki sem eigi engan möguleika á að leita til yfirvalda -- þá muni þau gera sitt ýtrasta til að aðstoða flóttafólk að komast framhjá landamæraeftirliti. Samtímis og þau að auki -- dreifi áróðri í fátækum löndum í formi falskra gylliboða, til að viðhalda aðstreyminu.

Nettó útkoman verði -- efling skipulagðra glæpahópa!
--Harðneskjuleg stefna gegn innflytjendum geti að einhverju verulegu leiti, haft svipuð áhrif og vínbannið fræga á 3-áratugnum hafði á eflingu glæpasamtaka.

  • Það mun að sjálfsögðu efla þá neikvæði ímynd af ólöglegu aðkomufólki.
    --Að það stuðli að eflingu glæpa!
    --Sem að sjálfsögðu mun hjálpa við að viðhalda stuðningi við harða stefnu gegn ólöglegu aðkomufólki.

Líklega viðhaldist varanleg samfélags deila um þessi mál!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband