Er Pútín í raun og veru að græða eitthvað á niðurstöðu málefna Sýrlands?

Punkturinn sem ég ætla að koma með er sá - að ég sé í reynd ekkert nema kostnað fyrir Rússland af því að, reka flotastöð í Tartus og herstöð á flugvelli við Ladakia í Sýrlandi - að auki sé ég ekkert annað en kostnað fyrir Rússland af því að yfir höfuð að halda stjórninni í Sýrlandi á floti, eða að vera yfir höfuð að rembast við það að skipta sér af stríðinu þar.

  • Rökrétt séð ætti Rússland að gefa þetta allt upp á bátinn, þ.e. flotastöðina - herstöðina - Sýrland sjálft, það að halda uppi flota á Miðjarðarhafi, og auk þess afskipti af Mið-austurlöndum almennt.

Menn segja -- en Rússland þarf að hafa áhrif?
En punkturinn sem þarf að hafa í huga -- að áhrif þurfa að gagnast!

  1. Hver er tilgangur brambolts, þegar það hefur ekki í för með sér -- nokkurn hinn minnsta efnahagslegan ávinning fyrir Rússland?
  2. Ef um er að ræða þáttöku - sem einungis felur í sér kostnað, án nokkurra líkinda á efnahagslegum ávinningi.

Ef þú verð miklum kröftum í það sem hefur ekki í för með sér nokkurn efnahagslegan ávinning.
Þá ertu ekki að styrkja í þessu tilviki Rússland <-> Heldur veikja það.

  • Þegar það á við samtímis, að viðkomandi land er í kreppu, og hagkerfið almennt í hnignun -- þá er verið að nota upp bjargir sem betur mundu nýtast landinu, til efnahags uppbyggingar; í reynd verið að henda því fé í glatkystuna.

 

Hverju mundi Rússland tapa -- ef það gæfi þetta allt upp á bátinn?

  1. Rússland þarf í reynd ekki á því að halda, að halda Sýrlandi á floti - eða á því yfir höfuð að skipta sér af Mið-austurlöndum, eða að hafa þar her- og flotastöð, né á því að halda að reka flota á Miðjarðarhafi.
  2. Að auki gæti Rússland minnkað verulega sinn flota á Svartahafi - án nokkurrar áhættu.

Þannig gæti Rússland sparað heilmikið fé -- þ.e. að gefa Assad vopn.
Að halda uppi stöðvum í Sýrlandi.
Og lagt þeim skipum sem notuð eru á Miðjarðarhafi, og að auki fækkað þeim á Svartahafi.

Það mundi minnka hallarekstur á rússneska ríkinu á samri stundu.
Í reynd með umtalsverðum niðurskurði til hermála -- gæti Rússland afnumið þann hallarekstur alfarið.

Og því fylgi ekki nokkur hin minnsta hætta fyrir Rússland.
Enda tryggja kjarnavopn það að -- innrás sé óhugsandi.

  • Rússland þarf einungis nægilega sterkan her -- til þess að tryggja innra öryggi.

Má örugglega minnka núverandi herafla um a.m.k. helming.

Í staðinn gæti losnað fjármagn innan Rússlands, sem stjórnvöld gætu notað til að laga vegi - bæta heilbrigðiskerfið - en enn þann dag í dag er heilbrigðisástand í Rússlandi skammarlega lélegt samanborið við flest Evrópulönd.
Þetta sést m.a. á æfilíkum sem eru a.m.k. 10-árum lakari t.d. en hér á Íslandi.

  • Bætt heilsugæslukerfi - gæti hugsanlega hjálpað til að snúa við þeirri öfugþróun að rússneskar konur sl. 20 ár eignast færri börn að meðaltali en 2 -- 1,7 ef ég man rétt.
  • Þjóðinni hefur fækkað um 4-5 milljónir sl. 20 ár.

Og ef svo heldur sem horfir með þá þróun -- fækkar vinnandi höndum hlutfallslega milli 20-30% nk. 20 ár.

  • Þetta er sú krísa sem Rússland þarf að vera að fást við.

Að standa í -- hernaðarleikjum á erlendri grundu.
Skiptir alls engu máli fyrir Rússland -- í samanburði við það tjón, sem áframhaldandi neikvæð mannfjölgunarþróun mun valda Rússlandi, nk. 20 ár.
Ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við.

 

Það eina sem ég sé í tilganginum með hernaðarleikina er -- "national prestige"

Pútín fær töluvert -PR- þ.e. hann fær að mæta á ráðstefnur með leiðtogum heims.
Fær að taka þátt í fundum þ.s. fjallað er um málefni Mið-austurlanda.
Rússar upplifa að landið skipti máli á alþjóðavettvangi -- gefur þeim vellýðunartilfinningu í smá stund.

Hugtakið -- "five minutes of fame" -- kemur upp í hugann.

Málið er, að þetta skiptir í reynd engu máli.
Meðan að þessi hnignun sem er í gangi í Rússlandi -- heldur áfram á sama skriðinu.

Þá verður Rússland stöðugt veikara -- áratug frá áratug.

En fækkun vinnandi handa -- þíðir einnig að það eru færri sem geta gegnt herþjónustu á nk. 20 árum.

Að auki, þá þíðir fækkun vinnandi handa -- sérstaklega þegar hún stefnir í að verða þetta mikil, að mögulegur hagvöxtur dregst tilfinnanlega saman.

M.ö.o. á morgun mun landið enn síður hafa efni á -- hernaðarævintýrum en í dag.

Með því að verja fé í hernaðarævintýri - meðan að rússneska þjóðfélagið er statt í svo alvarlegum vanda, þá er verið að færa fé í það sem ekki gagnast þjóðinni - landinu með nokkrum hætti.

Sem gæti skipt máli í þeirri baráttu - sem sannarlega skiptir landið og þjóðina máli.

  • Að mínu viti, felur þetta í sér svik - við hina raunverulegu hagsmuni Rússa.
  1. Hernaðarstefnan sem nú sé í gangi.
  2. Sé skammsýn.

Í reynd glapræði.

 

Niðurstaða

Hvaða máli skiptir það í reynd, að Pútín hafi sl. mánuði tekist að ná styrkja tímabundið stöðu stjórnarinnar í Damaskus? Og að hann hafi gripið inn í málefni Sýrlands - svo eftir sé tekið?

Í reynd engu máli fyrir hagsmuni Rússlands.
____________
Mér finnst þetta minna á hernaðarleiki araba einræðisherra á 7. og 8. áratugnum, er þeir vörðu gríðarlegu fé til hernaðarmála -- í stað þess að byggja hagkerfi landa sinna upp, og í stað þess að bæta innviði samfélaga sinna.

Á endanum fór allur sá peningur í glatkistuna.
Það sama eigi við það fjármagn sem varið sé í hernaðarleiki af Pútín í dag.

Að það fé gagnist Rússum nákvæmlega ekki neitt.
Sé í reynd -- nettó tjón fyrir Rússa, vegna þess að því fé ef varið væri til efnahags uppbyggingar, til þess að bæta innviði Rússlands, til þess að bæta almennt heilsufar í Rússlandi -- gæti þá raunverulega gert heimikið gagn fyrir Rússa.

Þetta sýni ruglaða forgangsröðun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og einu sinni, þá horfir þú á málið ... frá al rangri hlið.

Sannleikur málsins er sá, að Rússar eru of friðsamir.  Þetta gæti orðið þeim til falls. Þeir eru eins og Kínverjar, og eru fyrst og fremst að hugsa um "eigin" vernd.  En gleima Tsun Zu, eins og þú ... að besta vörnin, er árás.

Rússland er með 1/4 af flugvélastyrk Bandaríkjanna. En Bandaríkjamenn eru ekki færir um að senda hverja flugvél í meir en eina ferð á sólarhring. Stundum minna.  Í Sýrlandi, sendu Rússar vélar sínar í 4-5 ferðir á sólarhring, nótt sem dag.  Allar þessar vélar þurfa skoðun, og endurnýjun varahluta.  Putin er ekkert að "hverfa frá", heldur er hann að taka vélarnar í endurskoðun til að sjá hvað þær eru færar um.  Hversu mikla varahluti þarf að skipta um, og í hvaða formi eru vélarnar eftir þessa nýtingu.

1. Rússar geta einir síns liðs séð við öllum flugstyrk NATO ... allavega í nokkra mánuði.  Hvort þeir geta það í lengri tíma, fer allt eftir hvaða ástand þær eru í, eftir þessa "of nýtingu".

2. Rússar er eina land veraldar, sem getur farið í stríð.  Öll önnur lönd, Bandaríkin, Kína, Bretland, Frakkland, Þýskaland ... verða olíulaus eftir þrjá mánuði.  Nema Bandaríkin, sem hafa möguleika á 6-9 mánaða byrgðum. Einungis Rússland, er fært um að halda þessu til þrautar ... olíubyrgðir þeirra eru það miklar, og byrgðir þeirra og framleiðsla yfirstígur notkun þeirra.

Með öðrum orðum, þessi "ferð" þeirra til Sýrlands, var þjálfun og viðbúnings undirbúningur, sem beint var að NATO.  Eins og ég hef sagt þér þúsund sinnum, þá hafa Rússar engan áhuga á mið-austurlöndum.

Allar försendur þínar, er ekkert annað en "rangsnúningur".  Af hverju erum við í mið-austurlöndum.  Svar: vegna olíunnar ... að halda annað, er hrein fáfræði.  Þó svo að bandaríkin hafi aukið "upp dælun" á olíu, þá geta þeir ekki haldið því uppi nema í stuttan tíma. Til loka þessa árs. Öll ríki Evrópu, eru olíu þurfalingar ... og hafa öll stríð í mið-austurlöndum, verið haldin til að gefa þessum auvirðulegu olíu oligarki í Evrópu, olíu.  Þýskaland tapaði síðari heimstyrjöldinni, vegna þess að Rommel tapaði þar og Þýska ríkið þurfti að leggja niður "Luftwaffe".  Þetta var dauðabiti Þýskalands.

Þetta er einnig dauðabiti Evrópu ... gegnumsneitt.  Við erum eins og sníkjudýr, sem mergsjúgum mið-austurlönd af eignum þeirra, og sendum síðan Bandaríkjamenn og Breta, til að myrða mann og annan, svo við getum haldið áfram fína lífinu hér á þessum slóðum.

Þetta er sannleikurinn ... svo þú getur lagt niður að kenna Rússum um neitt. Því eina sem þeir höfðu áhuga á, var að "stöðva" framgang NATO.  Og þeir hafa þegar fengið sínu fram, við bandaríkjamenn ... en við fáum ekki nokkurn tíma, að vita í hverju það fólst.  En við getum þó getið okkur til um það ... já, Ukraína, og Krím.

Mistök Rússa, eru þau að það er ekkert hægt að treysta loforðum kanans frekar en samninginn sem Raegan og Gorbachev komust á um. Þar sem þetta eru ekki opinberir samningar, þá er ekkert sem tryggir að þeir verði haldnir ... og þetta er galli Rússa.  Ef Rússar væru "sniðugir", þá myndu þeir setja upp sama ofbeldis heimsvalda stefnuna og Bandaríkjamenn hafa haldið uppi, eftir Breta. Eina leiðin fyrir þá að tryggja sig, er að hertaka allt og senda þér svo eina Tsar Bomba á skallan, ef þú ert andsnúinn þessu.  Afkomendur okkar, geta svo klagað og kveinkað sér eins og Japanir, og Írakar .. án árangurs.  Eða eins og Kínverjar, kennt börnum sínum hörmungar eyturlyfja sölunnar sem Bretar vildu "lögleiða" og morðum miljóna kínverja, af höndum bandaríkjamann og breta.

Vandamálið með Rússa, er að þeir eru bara ekki með heimsvaldastefnu.  Þeir lærðu af Sovét tímanum, að þetta er bara dýrt fyrirbæri og óþarft. Enda þurfa þeir þess ekki, eins og Evrópa, því þeir hafa nóga olíu og gas sjálfir. Það sem þeir geta ekki framleitt sjálfir, geta þeir fengið frá Indlandi og Kína ... nema kanski banana.  En eins og ein sænsk auglýsing segir "Bananas is for monkeys".

Spurningin sem þú átt að spyrja sjálfan þig að er ... þurfa Rússar á Evrópu að halda? og svarið er NEI. Getur Evrópa hótað Rússum? Svarið er NEI.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 22:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, kjarnavopn gera innrás í Rússland gersamlega óhugsandi -- þannig að þú getur algerlega lagt slíkar pælingar um hugsanlega hernaðarárás á Rússland á hilluna.

Rússar græða ekkert á átökum í Sýrlandi sem hönd sé á festandi - olíulöndin eru við Persaflóa. Og þar hafa Kanar tögl og haldir og munu ekkert hleypa Rússum þar að. Íranar hafa bersýnilega ákveðið, að semja frið við Kana og NATO lönd.

En ekki við Arabafurstana við Persaflóa.
Brambolt Rússa hefur engar forsendur þess að skila Rússum nokkrum hinum minnsta ágóða -- þannig að þeir geta allt eins sleppt því, einbeitt sér að uppbyggingu heima fyrir -- það gerði Rússlandi og Rússum mun meira gagn, en að verja stórfé til einskis í brambolt innan Mið-austurlanda sem nákvæmlega engu muni skila þeim - hvað ágóða varðar.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.3.2016 kl. 22:21

3 identicon

Síðan, til að slá aðeins af ... þá tel ég persónulega að Rússar "vilji" hafa samskipti við okkur hér.  Og af þessum sökum, "ættum" við að reyna að strjúka þeim á "réttuna".  Þannig, að þó svo að maður geti talið að þeir hafi fengið vilja sínum framkvæmt með Ukraínu ... þá myndi ég ekki túlka það þannig, að Rússar tækju við.  Eins og ég sagði þeir hafa enga heimsvaldastefnu, þannig að nákvæmlega í hverju samningarnir eru fólgnir sjáum við þegar fram vindur.

Persónulega "vona" ég, að samningurinn hafi verið á þann veg að það verður ekkert úr veseni meir, og að Rússar verði meir á "okkar" bandi framvegis ... en það er of snemmt að segja til um það enn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 22:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég mundi ekki kalla stefnu Rússa -heimsvaldastefnu.- Hún sé samt -valdastefna- þó hún geti ekki snúist um völd í hnattrænu samhengi.
Stjórnvöld Rússlands -- virðast vilja að svipað fyrirkomulag sé milli Rússlands og valinna landa sem áður voru hluti af Sovétríkjunum; og Bandaríkin á árum áður og lengi vel þvinguðu lönd í svokallaðri Mið-Ameríki í til.

M.ö.o. að svokallað "near abroad" Rússa sé þeirra "bakgarður" með svipuðum hætti.
Þannig að þeir geti ráðið því hverjir stjórnar þar, eins og Kanar lengi gerði í Mið-Ameríku, og tryggt að það sé gert skv. skilgreiningu stjv. Rússl. á sérhagsmunum Rússlands - eins og að stefna Bandar. miðaðist út frá þörfum tiltekinna stórfyrirtækja.

Bandaríkin virðast seinni árin nokkurn veginn hætt að stunda þetta í Mið-Ameríku.
Ef Rússar reka slíka stefnu áfram -- þá er ekkert furðulegt að þeir lendi í átökum við íbúa þeirra landa sem þeir gera tilraunir til að hafa þess konar afskipti af, og auk þess kalli fram í þeim löndum - harkalega þjóðernisstefnu.

Hérna er t.d. áhugaverð grein, sem fjallar um áhugaverðan stjórnmálamann í Úkraínu -- sem virðist vilja starta átökunum við Rússland að nýju:

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2016 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 274
  • Frá upphafi: 847388

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband