Samningur ESB og Tyrklands - besta von ESB til að koma böndum á flóttamannakrísuna! En það eru ótal leiðir fyrir þann samning að hrynja!

Eins og fram hefur komið í fréttum - hafa ESB aðildarlönd og Tyrkland undirritað samkomulag, sem til stendur að komi böndum á straum flóttamanna í gegnum Tyrkland til Grikklands.
Sem hefur verið megin leið flóttamanna til ESB aðildarlanda sl. ár a.m.k.

EU and Turkey agree deal to return migrants

Europe gambles to stem migrant flow

What’s in the E.U. Deal With Turkey? Controls, Concessions and Swaps

EU, Turkey seal deal to return migrants, but is it legal? Or doable?

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Með því að loka á strauminn frá Tyrklandi - er vonast til þess að klofningur meðal ESB aðildarríkja, verði ekki frekar til trafala!

  1. Tyrkir fá 6 milljarða evra árlegan stuðning við flóttamnnabúðir innan Tyrklands - þ.s. eru a.m.k. 2,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna.
  2. Þeir fá að auki -- opnun á kafla 33 í aðildarviðræðum ESB og Tyrklands, sem Frakkland hafði -fryst- fyrir töluverðu síðan, en sá kafli fjallar um framlög og styrki - þ.s. Tyrkland mundi augljóst verða nettó styrkþegi og mjög stór sem slíkur - hafði Frakkland fryst þann kafla, ekki síst skv. kröfu fransks landbúnaðar.
    Þannig fá Tyrkir -- formlega endurræsingu viðræðna.
    En áfram verða frystir þeir 5-kaflar sem Kýpur neitar að losa, nema að Tyrkir fallist á tilslakanir gagnvart Kýpur - sérstaklega þegar kemur að hugsanlegri sameiningu eyjarinnar.
    **Kýpur heldur því enn sínu taki á Tyrkjum. Þannig að þó viðræður geti hafist, þá standa Tyrki enn frammi fyrir þeirri pyllu, að þurfa - ef þeir vilja raunverulega aðild, á einhverjum enda að semja við stjórnvöld Kýpur.
  3. Vilyrðið sem aðildarlöndin veita Tyrklandi um opnun á frjálsar ferðir íbúa Tyrklands um ESB aðildarlönd - felur enn í sér að Tyrkland þurfi að uppfylla öll 72 skilyrðin sem aðildarríkin höfðu sett á sínum tíma.
    **Það sé því eiginlega ekki eftirgjöf af hálfu aðildarríkjanna.
  4. Síðan felur samningurinn það í sér - að Tyrkir fá samþykki aðildarríkjanna fyrir því, að þau taki við frá Tyrklandi -- sama fjölda sýrlenskra flóttamana og verða á næstunni sendir aftur til baka til Tyrklands, vegna þess að þeir komu til Grikklands ólöglega.
    **Þetta gildi þó einungis um þá flóttamenn - sem koma til grísku eyjanna eftir undirritun samningsins.
    **Næstu daga verður mikið að gera á grísku eyjunum næst Tyrklandi - þegar það þarf að koma á skráningarkerfi fyrir flóttamenn, sem virkar - yfirheyra þá sem koma, svo unnt sé að skilgreina hverja má senda til baka til Tyrklands --> Svo kerfið standist flóttamanna-sáttmála SÞ.
    **Aðildarlöndin hafa samþykkt, að senda þegar um helgina nokkur þúsund starfsmenn -- það verður bersýnilega mjög mikið að gera í flugi til eyjanna tveggja á laugardag.
  5. Og síðar þegar þau skipti hafa farið fram, og það kerfi er farið að virka þannig að þeir sem sleppa í gegnum Tyrkland til grísku eyjanna þrátt fyrir tilraunir tyrkneskra yfirvalda að stöðva þá. séu greindir síðan sendir aftur til Tyrklands þeir sem skv. sáttmála SÞ má senda aftur til baka -- þá hafa aðildarríkin samþykkt að hefja móttöku umsamins fjölda flóttamanna beint frá flóttamannabúðum innan Tyrklands.
    **Þ.e. fyrir utan þá sem ESB samþykkir að taka við í skiptum fyrir einhverja sýrlenska flóttamenn sem sendir eru aftur til Tyrklands.


Á sunnudaginn mun hefjast mikil törn á grísku eyjunum, þegar hefja skal skráningu og greiningu flóttamanna - sem streyma inn eftir að samkomulagið er tekið gildi

  1. "“Sunday will be a stretch,” a Greek interior ministry official said. “It will take several weeks to get going even with help from EU partners.”"
  2. "Mr Juncker admitted it was "a Herculean challenge" for Greece and "the biggest task the European Commission has ever faced"."
  • "Greece also requested 4,000 extra staff — including 2,500 from other EU countries — to help it man borders and detain and handle an estimated 10,000 arrivals per week, who must be processed individually according to the terms of the deal."

Ég hugsa að gríski ráðherrann hafi líklega á réttu að standa - að engin leið sé til þess að kerfið komist í gagnið um helgina.
En það sé mjög mikilvægt fyrir aðildarríkin - að stoppa upp í gatið.
Og það sé forsenda þess að samningurinn sé -löglegur- að hver og einn flóttamaður sé yfirheyrður og þannig greindur -- sem verður mikið verkefni í ljósi þess fjölda sem áætlað er að muni áfram streyma að af gríska ríkinu.

Á hinn bóginn þegar Tyrkir hafa fengið fyrir sinn snúð.
Þá líklega munu þeir reyna meir að stöðva strauminn.

Þannig að ekki er víst að þeir verði þetta margir sem grísk stjv. óttast.


Hætturnar fyrir samkomulagið eru sennilega mestar frá aðildarríkjunum sjálfum

Viðkvæmasti parturinn sé mjög sennilega sá hluti - sem felur það í sér að aðildarlöndin skipti sín á milli sýrlenskum flóttamönnum -- sem þeir taka við skv. samkomulaginu frá Tyrklandi.

Rétt að ryfja upp að samkomulag milli aðildarríkjanna um skiptingu flóttamanna sín á milli, sem gert var 2015 -- féll um leið og skiptin áttu að hefjast. Þegar Ungverjaland neitaði að taka þátt.

Síðan þá er komin ný -pópúlísk- öfgahægri stjórn í Póllandi -- og hún væri vís til þess ekki síður, að taka harða afstöðu til slíkra skipta.

  • Ef samkomulagið hrynur - þá hefur Tyrkland enga ástæðu til þess, að samþykkja að taka aftur til baka þá flóttamenn sem komast í gegnum Tyrkland ólöglega til ESB aðildarlanda.

Og í ljósi þess að lönd Norðan við Grikkland eru með landamæralokanir.
Þá mundi á Grikklandi á skömmum tíma skella fullkomlega stjórnlaus krísa.

Hrun Grikklands gæti blasað við á skömmum tíma. Sem gæti verið nægilega alvarleg til þess, að fjöldi Grikkja sjálfir gerist flóttamenn. Þannig að ný flóttamannakrísa skelli á - ofan í þá sem fyrir er.

  • Við gæti tekið fullkomlega óviðráðanlegt krísu ástand fyrir ESB, og það gæti leitt til þess að ESB sjálft liðaðist í sundur á skömmum tíma.

 

Sá möguleiki er til staðar að flóttamenn streymi aftur í gegnum Líbýu

Það væri ekki endilega ógn við samkomulagið við Tyrkland - en það gæti skapað nýja ógn fyrir innra samstarf ESB aðildarríkja.
En það styttist óðum í forsetakosningar í Frakklandi - 2017.
Og ef flóttamannastraumur myndast á ný í gegnum Ítalíu svo áfram Norður - síðan til Frakklands.

Þá gæti Hollande neyðst til að setja girðingar á landamærin við Ítalíu.
Austurríki - Sviss og jafnvel Króatía - gætu gert hið sama.

  1. Sá möguleiki er til staðar -- að Ítalía og Frakkland, mundu taka sig saman um hernaðaraðgerð í Líbýu.
  2. En stjórnvöld á Ítalíu hafa verið með slíka í undirbúningi um nokkurt skeið.

Gallinn er að Líbýa hefur ekkert virkt stjórnvald.
Þannig að smyglarar geta starfað þar óáreittir mitt í lögleysunni.
Þar með er ekki heldur til staðar neitt stjórnvald sem unnt er að semja við.

Slík hernaðaraðgerð gæti orðið raunhæfur möguleiki við slíkar aðstæður.
Sérstaklega í ljósi þess, að afar ósennilegt er að Bandaríkin fáist til þess, á kosningaári.

 

Niðurstaða

Nýja samkomulagið getur enn fullkomlega fallið um sjálft sig - en vegna þess hve mikilvægt þ.e. fyrir ESB að það gangi upp, og Tyrkland vill það einnig.
Þá reikna ég með því að mikið verði á sig lagt á næstunni af beggja hálfu að láta það ganga upp.

Spurning hvernig ESB glýmir við það - ef og þegar einhver aðildarlönd, gera tilraun til þess að skorast undan því - að taka við flóttamönnum skv. samkomulaginu.
Það verður að koma í ljós - mér virðist þetta megin ógnin við samkomulagið.

Spurning hvort að það verður evrópsk hernaðaraðgerð í Líbýu á þessu ári?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið almættið algóða um að hjálpa þér og öðrum að skilja raunveruleikann, Einar Björn. Og ég vil þér og öðrum bara vel.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 00:54

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hann er ekki svo vitlaus þessi nýji mansalssamningur frú Merkel við Tyrkland.

Nú getur Merkel þreifað á vörunni og sent hana til baka ef hún hentar ekki Volkswagen  verksmiðjunum.

Í staðinn fær Erdogan fjölskyldan pening fyrir að sjá um skítverkin fyrir Merkel.

Þetta er algert "win win".

Borgþór Jónsson, 19.3.2016 kl. 08:48

3 identicon

Eru ekki bretar í Lýbíu þegar, ef ég man rétt? svo sú aðgerð er þegar byrjuð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 08:55

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þjóðar morð, genocide, segir Bandaríska þingið, fulltrúadeildin.

Þjóðarmorð segir Kerry, það er Bandaríska stjórnsýslan.

Það var máll til komið.

Tyrkir sprengja og eyðileggja eins og þeir geta í byggðum Kúrda.

Það búa 15 miljónir Kúrda í Tyrklandi, og þeir eru undirokaðir af Tyrkjum.

Svo reka þeir Kúrdana og aðra, það er sem flesta Múslima til Evrópu.

Þetta eru samantekin ráð Súníta og yfir stjórnar Evrópu, yfir stjórnar Nató, og yfir stjórnar Bandaríkjanna, Obamastjórnarinnar.

Aðgerðir ISIS í Iraq og Sýrlandi þjóðarmorð, segir Kerry, Stjórnsýslan USA og The House, fulltrúadeildin í USA.

18.3.2016 | 00:02

Fyrst var talað um að Tyrkir tækju flóttamennina til baka og sendu þá áfram til Evrópu.

Einnig var talað um að opna á Shengensamstarf, það er að opna landamærin til að Tyrkir gætu sennt endalausan straum af flóttamönnum til Evrópu.

Þeir sem eru á launum við að fela þessa árás á Evrópu reyna að vinna fyrir kaupinu sínu.

En þeir sem geta ættu að kynna þessa arás af fremst megni.

Það er best að hætta þessari innrás og leita lausna.

Það er einnig farsælast fyrir innrásarmenn, ekki síst fyrir yfirstjórnina.

Egilsstaðir.19.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2016 kl. 10:44

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Athugasemda teljarinn er á núlli,  | Athugasemdir (0)

Notendur halda að það séu engar athugasemdir.

Gangi þér allt í haginn.

Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2016 kl. 12:57

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas - - Þú ert e-h að bulla, en ef það væri í gangi sambærilega harkalegar árásir á Kúrda, sem sést hafa í Sýrlandi þegar stjórnin af Sýrlandi hefur ráðist að uppreisnarmönnum -- þannig að yfir 5 milljón manns hafa lagt á flótta.

Þá væri sú nýja flóttabylgja þegar hafin.
Samningurinn skiptir í því tilviki alls engu máli - þ.s. eins og Sýrlandsdæmið sýnir, þá þarf ekki samninga til -- að flóttamenn streymi.

    • Augljóslega þar af leiðandi eru árásir þær sem beinast að Kúrdum af hálfu Tyrkja - ekki nándar nærri þeirri hörku sem tíðkast af hálfu Sýrlandsstjórnar.

    Það má aftur á móti -- sannarlega tala um þjóðernishreinsanir af hálfu Sýrlandsstjórnar -- í því ljósi að þeir virðast einkum vera að hrekja Súnníta úr landi.
    **Verða þá Alavítarnir - sem eru kjarni stuðnings við Assad stjórnina, þá hærra hlutfall landsmanna en áður.
    Eiga þá væntanlega auðveldar með að stjórna því í framtíðinni -- er þeir hafa hrakið úr landi þá sem reyndu uppreisn.

    "Athugasemda teljarinn er á núlli,"

    Þessi síða sjálf-uppfærir sig ekki.
    Til þess að fá teljarann af stað, þarf að fara inn í og vista síðuna. 
    Hann þá uppfærir sig þá einungis skv. þeim fjölda athugasemda sem þá eru inni.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.3.2016 kl. 17:43

    7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Mikið þakka ég þér fyrir athugsemdina.

    Ég var farin að halda að ég væri ekki sjáanlegur á blogginu.

    Allt sem ég er að skrifa um á blogginu styðst aðeins við þar sem aðrir eru að miðla til okkar á netinu.

    Það er lítið talað um að þjóðarmorð, genocide séu í gangi.

    Ég er að reyna að koma til skila því sem er raunverulega í gangi.

    Í Lýbíu var Gaddafi farinn að selja olíuna fyrir "gull"denara út um alla Afríku.

    Fyrsta verk nýrra valdhafa var að setja upp nýjan seðlabanka og selja olíuna fyrir dollara.

    Í Sýrlandi, er seðlabankinn ekki undir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

    Þannig töldu margir að  í Sýrlandi stæði til að koma upp seðlabanka Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

    000

    Aðgerðir ISIS í Iraq og Sýrlandi þjóðarmorð, segir Kerry, Stjórnsýslan USA og The House, fulltrúadeildin í USA.

    18.3.2016 | 00:02

    Það nýjasta: ISIS actions in Iraq and Syria 'genocide' - Kerry  17 Mar 2016 | 13 : 26 GMT  

    Þarna eru mikil vandræði, og fólki af trúarbrögðum sem aðilum líkar ekki við jafnvel hent í sjóinn.

    Þarna er talað um þjóðarmorð, genocide.

    US House votes unanimously to declare ISIS committing genocide of Christians, minorities

    000

    “Europe has been betrayed, if we don’t stand up for it, the continent will no longer be for those citizens living here.” “ Europeans are beginning to wake up, they have realized that immigration is a cultural question, our identity is at stake.”

    11.3.2016 | 18:10

    In another recent speech in Budapest, Mr Orban said “well organised money movers” such as billionaire George Soros were responsible for Europe’s current illegal immigration tsunami.

    “Europe has been betrayed, if we don’t stand up for it, the continent will no longer be for those citizens living here.”

    In September, Zsolt Bayer, another important Hungarian politician, gave a similar warning, saying that an “artificial, manufactured mass migration” was being used to destroy Europe, and anyone who disagrees “automatically becomes a Nazi“.

    Egilsstaðir, 19.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2016 kl. 19:05

    8 identicon

    Jónas, "þjóðarmorð" á hverju? Írökum? Bandaríkjamenn myrtu 3 miljónir Íraka ... en ISIS hvað, nokkur þúsund? Hefurðu litið á myndirnar af ISIS? Skoðaðu myndir af ISIS, og berðu þær saman við myndir af Blackwater, og öðrum sérsveitum Evrópu og Bandaríkjana.  Tilburðir eru það líkir, að það er meira en bara heimsóknir McCain sem er sameiginlegt með ISIS og Bandaríkjunum. Hvað varðar Gaddafi og Olíu ... Bandaríkin framleiða í dag 2/3 hluta af þeirr olíu sem þeir nota.  Kínverjar framleiða tæplega helming af því sem þeir framleiða.  Evrópa framleiðir 5% af olíu notkun sinni, en rússar framleiða 300% meir, en þeir nota.

    Þessi staðreind svara öllum þínum spurningum um það, hverjir séu sökudólgar yfir hörmungum mið-austurlanda.  Evrópa ... ekki vegna þess, að Evrópa sjálf standi fyrir því ... heldur vegna þess að Evrópa sem "neytandi" er mikilvægur. Heimsveldin, berjast um að "ráða" markaðinum ... Evrópu, með þvi að hafa höld og taglir á afurðunum ... mjólkinni, sem engin getur verið án.

    Og þó svo, að okkur hér finnist það slæmt að Evrópa skuli vera að grafa undan sjálfri sér ... þá er ekki annað hægt, en að kenna Evrópu sjálfri um. Bara við norðurlandabúar, erum leiðigjarnir asnar ... sem getum ekki komið okkur saman um eitt, eða neitt ... og erum þekktir um allan heim, sem heimskir og bláeygðir, eða "blondínur".

    Það er enginn sem mun sakna okkar, ekki einu sinni ... við sjálfir.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 23:40

    9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þakk fyrir ábendingarnar, Bjarne Örn Hansen

    Það sýnist að New World Order eigi stjórnsýsluna í Bandaríkjunum og ESB, sem aftur er í eign stærstu fyrirtækja heimsins, og stærstu fyrirtæki heimsins eru í eigu mestu olíuframleiðslu þjóða heims.

    Eru það Flóaríkin?  Og þá Islam?

    000

    og svo þetta til allra.

    Begin reproducing again

    "There are signs that Allah vill grant victory to Islam in Europe without swords, without guns, without conquest."

    http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2161132/

    000

    Hungary blocks immigrant swap and Turkish immigrant flood. Munum að þegar ýmis lönd ESB lokuðu fyrir fólksflutninga frá Tyrklandi, í gegn um Grikkland, þá flýtti stjórn ESB sér að búa til nýja leið til Evrópu með því að reyna að taka Tyrkland í Schengen.

    Egilsstaðir, 20.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 20.3.2016 kl. 06:13

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jónas, þegar talað er um þjóðarmorð í samhengi við ISIS -- er verið að tala um árásir þeirra á lítinn minnihluta hóp innan Íraks - svokallaðir Yazidar.
    **Þeir eru það fáir - að þegar 10 - 20þ. þeirra eru drepnir, þá er það töluvert hlutfall af þeim hóp.
    Þ.e. ljóst að árásir ISIS á þann hóp, voru skipulagðar - og með það markmið í huga, að útrýma þeim hóp.

    ISIS hefur einnig ráðist á Kristna.
    En stærsti hluti þeirra innan Sýrlands eða Íraks - býr á öðrum svæðum en þeim sem ISIS hefur náð undir sig.

    Varðandi Líbýu - þá skiptir engu máli þetta með það hvaða gjaldmiðil hugsanlega Gaddhafi íhugaði að selja sína olíu -- ef það var e-h annað en dollar.
    **Ástæðan hjá Gaddhafi hefur væntalega verið til að komast framhjá refsiaðgerðum Bandar.stjv. -- sem getur með margvíslegum hætti truflað aðila sem versla með gjaldmiðil Bandar.

    Þegar nýir aðilar taka við -- þá eru þær refsiaðgerðir ekki lengur til staðar.
    Þá nota þeir einfaldlega þann viðskiptagjaldmiðil - sem stóru fyrirtækin nota.

    Þarna ertu að lesa allt aðra sögu en ástæða er til.
    _____________

    Varðandi Múslima vs. Evrópu -- þá virðist þessi umræða um ógn, stórlega ýkt.
    **Múslimar eru einungis 6% heildaríbúafj. Evrópu.

    Miðað við rúmlega 500 milljón íbúa -- þá er erfitt að sjá að Evrópa væri raunverulega í stórhættu, miðað við aðflutning ca. 1 - 1,5 milljón per ár.

    En þá tekur 200 ár fyrir Múslima að verða helmingur íbúa.
    Það minnkar í 100 ár -- ef árleg fjölgun væri um 3 milljón per ár.

    Sem virðist ósennilegt -- því Evrópa er við það að setja verulega aðkomutakmarkanir fyrir flóttamenn.
    **Ósennilegt virðist að Evrópa sé tilbúin að taka við meir en í mesta lagi 500þ. per ár.

    Þegar aðstreymið er sett undir stjórn.

    Þá hverfur hugsanlega hætta alveg.


    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.3.2016 kl. 03:06

    11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þakka þér upplýsingarnar, Einar Björn Bjarnason.

    Hafa Tyrkir ekki drepið Kristna á svæðinu í aldaraðir, og eru enn að, þessi lönd voru Kristin.

    ISIS actions in Iraq and Syria 'genocide' - Kerry

    https://www.rt.com/usa/335971-isis-genocide-iraq-syria/

    "In my judgment, Daesh is responsible for genocide against groups in areas under its control, including Yazidis, Christians and Shia Muslims," Kerry said, using an Arabic derogatory term for Islamic State (IS, formerly ISIS/ISIL).

    000

    Þessi stefna olíulinda seljenda að halda okkur við notkunina á olíu hefur tröllriðið heiminum.

    Það er stanslaus barátta um þessar olíulyndir.

    Eins og Bjarne Örn Hansen, segir okkur, framleiðir Evrópa aðeins 5% olíunotum sínum, Bandaríkin framleiða  67%, og Kína 50%  og síðast Rússar 300% meir en þeir nota.

    Evrópa verður að koma sér upp Thorium verum til að brenna upp öllum geislavirka úrganginum frá gömlu Kjarnorkuverunum og eins brenna þar öllum kjarnorku sprengjunum, eins og tækifæri gefast til.

    Leggja  niður gömlu Kjarnorku verin sem fyrst.

    Alls ekki telja okkur trú um að við höfum ekki efni á að haga okkur skinsamlega.

    Muna að peningar eru bókhald og að þjóðirnar verða ríkari ef þær gera meira af yfirvegaðri skinsemi.

    Við þurfum að reyna að hafa sem mesta og besta yfirsýn, rýna í hinar ýmsu upplýsingar, til að við lendum ekki á villigötum til frambúðar.

    Slóðir

    Egilsstaðir, 21.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

    Begin reproducing again

     

    Jónas Gunnlaugsson, 21.3.2016 kl. 11:38

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (25.4.): 120
    • Sl. sólarhring: 182
    • Sl. viku: 203
    • Frá upphafi: 846841

    Annað

    • Innlit í dag: 111
    • Innlit sl. viku: 193
    • Gestir í dag: 109
    • IP-tölur í dag: 109

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband