ISIS að reyna að breiða Sýrlandsstríðið til Lýbanon?

Það bárust fréttir af mannskæðu hryðjuverki í Beirút, sem ISIS samtökin hafa lýst ábyrgð á. Það þíðir að á 2-vikum hafa verið framkvæmdar 2-mannskæðar hryðjuverka árásir á -almenna- borgara af ISIS samtökunum.
1) Árásin á farþegavél í eigu rússnesks flugfélags.
2) Og nú árás á almenna borgara innan hverfis í Beirút þ.s. Shítar einkum búa.

Two suicide bombers hit Hezbollah bastion in Lebanon, 43 killed

ISIS Claims Responsibility for Deadly Blasts in Southern Beirut

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Lebanon-physical-map.gif

Þessi árás var framkvæmd með sérdeilis viðbjóðslegum hætti

  1. Árásin var framkvæmd akkúrat á slaginu kl. 6. Einmitt þegar fólk var á leið úr vinnu, og gjarnan að versla sér það allra nauðsynlegasta rétt áður en það snýr heim.
  2. En árásin var gerð á - útimarkað á torgi fyrir framan spítala.
  3. Fyrst var sprengja á mótórhjóli sprengd, sennilega með síma.
  4. Síðan þegar hópur manna dreif að, til að aðstoða þá sem létu lífið eða slösuðust í þeirri sprengingu. Þá sprengi sjálfsmorðs-sprengjumaður er stóð í mannþrönginni sig í loft upp - og nærstadda með sér.
  • Árásin m.ö.o. útfærð þannig að sem flestir láti lífið eða slasist eða örkumlist.

Þessi árás var gerð í hverfi þ.s. einkum Shítar búa, stuðningsmenn Hesbollah.
Og fyrir framan spítala, sem rekinn er af Hesbollah.
Þar fyrir framan, er þessi götumarkaður þ.s. sprengjan sprakk.

A.m.k. 43 látnir og 240 slasaðir.

  1. Einn tilgangur slíkrar árásar, gæti einnig verið - að ífa upp innanlandsmein Lýbanon.
  2. En þ.e. langt í frá, að allir sem þar búa, séu - - vinir Hesbollah.

Hesbollah er langsamlega sterkasta aflið í því landi.
En Hesbollah á sér þar samt marga óvini.

ISIS getur einnig með þessari árás.
Verið að sýna hópum sem fjandskapast við Hesbollah.
Að ISIS hafi afl til að beita sér - gegn þeirra óvini.

Þannig er a.m.k. hugsanlegt, að sú aðgerð - gagnist ISIS í því að afla sér fylgismanna meðal Lýbana sem fjandskapast við Shíta og Hesbollah sérstaklega.

Við skulum ekki halda að aðgerðir ISIS séu ekki útpældar.
Þeir oftast nær virðast vera Það.
Og þar með gjarnan einnig ætlað - þjóna flr. en einu markmiði samtímis.

 

Niðurstaða

ISIS sýnir klærnar í Lýbanon. Það að þessi sprengju-árás er gerð. Án vafa sannar að ISIS er þegar til staðar innan Lýbanon. M.ö.o. sé þegar búin að koma sér þar fyrir, meðal þeirra hópa Lýbana er hatast við Shíta.

Þannig að það geti mjög vel verið - - að ISIS sé í og með, að gera tilraun til þesss.
Að starta stríði innan Lýbanon, þannig að átökin í Sýrlandi dreifist einnig til Lýbanons.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Átökin eru þegar búin að breiða anga sína útum allt.

Þeir sprengja Beirút til að ná Hisbolla, sem eru erki-óvinir þeirra.  Ekki svo viss um að það sé neitt meira úthugsað, frekar en þetta með rússnesku flugvélin, sem bendir til dauðaóskar frekar en eithvað annað.

Og nú voru þeir að pikka í Frakka.  Frakkar eru linir og miklu móttækilegri fyrir svona löguðu.  Býst ég ekki við neinum blóðþorsta eða öðru skemmtilegu og/eða vitrænu frá þeim.

Ég býst við almennum heimskupörum útum öll vesturlönd fljótlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2015 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband