Virðist stefna hugsanlega í harðan árekstur á Spáni vegna deilna um Katalóníu

Á mánudag samþykkti héraðsþing Katalóníu yfirlýsingu - sem vægt sagt var ekki diplómatísk.

Catalan parliament to vote on break with Spain

  1. "The resolution commits the recently elected parliament to the “creation of the independent state of Catalonia, in the form of a republic”."
  2. "It also calls for the passing of new legislation to set up an independent tax authority and social security system within 30 days."
  3. "Most controversially, perhaps, it states that the Catalan parliament is no longer bound by the decision of Spanish institutions and, in particular, the constitutional court, the highest tribunal in Spain."

Sérstaklega mun reyna á næstunni á þátt yfirlýsingar þeirra - sem hafnar því að Stjórnlagadómstóll Spánar hafi lögsögu yfir Katalóníu, og málefnum Katalóniu.

Og ekki síður í því samhengi, að skv. yfirlýsingunni á héraðsþing Katalóníu þegar hefja formlegan undirbúning skipulagningar - eigin skattlagningar, talað víst um það að skattfé Katalóníu tilheyri Katalóníu, og hefja undirbúning á eigin félags tryggingarkerfi.

 

Graphic: Catalonia by the numbers.

Svar Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, gat vart komið á óvart, þ.e. að vísa málinu til Stjórnlagadómstóls Spánar

Rajoy mun að sjálfsögðu - setja mál þannig fram, að sjálfstæðissinnar í Katalóníu, séu að slíta í sundur lög landsins.
Rajoy virðist nýlega hafa elft lagaramman utan um Stjórnlagadómstól Spánar.

Spanish PM accuses Catalan leaders of breaking national unity

  1. "Under recently passed legislation, the constitutional court has the power to order direct administrative measures against officials who defy its rulings, for example, by declaring them unfit for public duty."
  2. "As long as the Catalan resolution is under review, a process that could take many months, it will be formally suspendedmeaning it cannot serve as a legal basis for further action by Catalan lawmakers."

Þetta virðist mér - varasamur kokteill.
En miðað við yfirlýsingu héraðsþings Katalóníu <-> þá ætla þeir að hefja án tafar, formlegan undirbúning að sjálfstæði héraðsins.
Sem skv. -lið 2- er þá ólöglegt, þ.s. málinu hefur verið vísað til Stjórnlagadómstólsins, þá sé þar með - yfirlýsinging lagalega séð á Spáni sett í frysti.

En sjálfsstæðissinnarnir, sögðu einnig -ekki ætla að taka mark á Stjórnlagadómstólnum- og að auki að spönsk lög gætu ekki stöðvað þeirra athafnir.
Þá reynir að sjálfsögðu á -1- þ.e. nýlega sköffuð tæki Stjórnlagadómstólsins -> Til að fyrirskipa að þeir sem óhlýðnast dómstólnum, séu settir af.

  1. Það áhugaverða getur hugsanlega gerst, að þingmenn sjálfstæðissinna, geri alvöru af því að hundsa það ferli sem hefur farið í gang af hálfu Stjórnlagadómstóls Spánar.
  2. Síðan þegar ljóst er að meirihluti sjálfsstæðissinna á héraðsþingingu væri virkilega að hundsa það ferli - og þar með skipanir Stjórnlagadómstólsins.
  3. Þá væri Mariano Rajoy þar með kominn með alla þá lagalegu stöðu sem hann þyrfti <-> Til að senda herlögregluna á vettvang; og handtaka liðið.
  4. Þá getur maður ímyndað sér senu fyrir framan þinghúsið í Barcelona, með fjölmennan múg framan við þinghúsið, að leitast við að verja það <-> Síðan hefjist raunverulega óeirðir með öllu til komandi, óeirðalögreglumönnum með skildi - stórir trukkar með öflugar vatnsbyssur <-> Svo til að hressa upp á þetta, gætu Molof kokteilar farið að fljúga um.

Ekki skal ég fullyrða að mál fari í akkúrat þessa átt.
Það getur vel einnig gerst að sjálfsstæðissinnar lyppist niður.
Á hinn bóginn, virðist nú til staðar á héraðsþinginu - - > Mun róttækari þinghópur en áður.
Sem gæti alveg verið til í að <-> Gerast nokkurs konar píslarvottar í varðhaldi spænskra yfirvalda.

  • En punkturinn er auðvitað sá - að sena sem þessi, ef gengur fram alla þá leið.
  • Gæti virkilega orðið til þess að skapa nægar æsingar innan héraðsins meðal íbúa.

Að Spánn væri kominn þar með í alvarlega - - innanlands krísu.

 

Niðurstaða

Það getur loks verið raunverulega að hitna undir kolunum í tengslum við deiluna um Katalóníu. Hún virðist mér hafa hugsanlega nægan sprengikraft - til að skapa raunverulega alvarlega innanlands krísu á Spáni.

En enn tel ég unnt að semja um málið, um millilendingu.
En það verður erfiðara eftir því sem málin æsast frekar.

  • En upphaflega hófst þetta út af deilu um - - skiptingu á skattfé milli Barcelóna og Madríd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Spán er búin að vera í fjárhagslegri krísu í nokkur ár, þessi aðskilnaður kemur ekki til að standa yfir lengi, múslimar eru komnir aftur og hyrða Spán og restina af Evrópu innan 20 ára.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 04:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Leiðist þessir múslimabrandarar, þeirra sem halda því fram að Evrópa sé í yfirvofandi hættu á að vera tekin yfir - eins og kenningar eftir skólakrakka.

Þær eru svo ótrúlega barnalega vitlausar.

Þ.e. verið að nota svona hræðsluáróður til að ýfa upp hatur innan Evrópu gagnvart Múslimum, af þeim sem virðast áhugasamir um að endurvekja Múslimastríðin.
Þetta líkist dálítið hugsunarhætti nasista rétt fyrir Seinna Stríð, varðandi Gyðinga og meinta hættu af þeim - sem leiddi til þeirrar hugsunar - að það yrði að útrýma Gyðingum.
**M.ö.o. að ímynda sér Gyðinga sem óskaplega ógn, sem yrði að verja samfélög Evrópu gagnvart.
Hægrimenn hvað lengst til hægri - - virðast vera að tala sig upp í hættulegt Múslimahatur.

Ef þeir lengst til hægri komast til valda, þá efa ég ekki að þeir vindi sig hið snarasta í það verkefni, að fara að stríða við Múslima af krafti - svo það verði af þeirra hálfur tryggt; að Múslimar verði þeir óvinir sem þeir trúa að þeir séu.
**Það yrði auðvitað að sanna kenninguna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.11.2015 kl. 11:02

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góði bezti Einar, þessi athugasemd þín er svo barnaleg, synir fávisku um umhverfið og það sem er að gerast í kringum þig.

Hægri menn þurfa ekkert að yfa upp hatur á múslimum í Evrópu, mússarnir sjá alveg um það sjálfir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 14:08

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Áhyggjur Jóhanns eru ekki með öllu ástæðulausar.

Sem betur fer er að koma í ljós að ISIS ,sem var búið að telja okkur trú um að væri óstöðvandi afl er pappírs tígur.

Eftir sex vikna hernað rússa í Syrlandi eru þeir á undanhaldi allstaðar í landinu.

Síðasta þriðjudag náði Sýrlenski herinn Kweiris herflugvelliinum og innan fárra daga munu þeir ná Marj al Sultan flugvellinum.

Þetta mun auðvelda mjög sóknina gegn ISIS og öðrum glæpagengjum í landinu vegna þess að nú verður hægt að fjölga árásarferðum og beita þyrlum í auknum mæli til að aðstoða Sýrlenska herinn. Nú er ekki spurning lengur hvort ISIS hernum verður eytt ,heldur hvenær

.

Vondu fréttirnar eru að ISIS liðinu er hleyft óhindrað inn í Tyrkland á flóttanum þar sem þeir njóta verndar NATO.Hryðjuverkamenn eru engir asnar og þeir vita hvert þeir eiga að fara til að  fá frið frá Rússum

Þessir hryðjuverkamenn mynu síðan dúkka upp í auknum mæli í Evrópu þar sem menn hafa gefist upp á öllu eftirliti með innflytjendum frá Afríku og Miðausturlöndum.

.

Hafa ber í huga að Öfgafólk er ekki einhver sérstök gerð af fólki,heldur venjulegt fólk sem er í annarlegu hugarástandi og ISIS liðarnir sem við eigum von á eru einmitt í þessu hugarástandi.

Það er ekki mjög líklegt að hugarástand þessa fólks breytist skyndilega við komuna til vesturlanda. Þetta getum við séð víða nú þegar.

Nú er fjörði dagurinn sem lögreglan í Calis í Frakklandi berst við flóttamenn sem fá ekki vilja sínum framgengt.

Þetta eru ekki flóttamenn sem eru þakklátir fyrir að hafa fengið skjól fyrir stríði og hörmungum heldur fólk sem kemur með sínar áætlanir og væntingar og ef það verður fyrir andstöðu við þær grípur það til ofbeldis. Ástandið er orðið það slæmt í Calis að borgarstjórinn hefur farið þess á leit að Franski herinn skerist í leikinn.Það þarf ekki mikið innsæi til að átta sig á hvert leiðin liggur eftir það. Samt eru hryðjuverkahóparnir ekki farnir að koma í miklum mæli ennþá.

.

Fyrsta frétt í MBL í morgun var um 17 manna hryðuverkahóp frá miðausturlöndum sem ætlaði að gera árás á Noreg.

.

Fyrir nokkru réðust nýkomnir "flóttamenn" á einhverja kellingu fyrir utan IKEA og skáru af henni hausinn og drápu dóttir hennar.

Áhyggjur Jóhanns eru ekki með öllu ástæðulausar,enda eru þeir verstu flestir ókomnir.

Borgþór Jónsson, 12.11.2015 kl. 14:10

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér þykir miður að hafa farið ranglega með kyn barnsins sem flóttamennirnir drápu fyrir utan IKEA í Svíþjóð,það var drengur en ekki stúlka.

En þeir stýfðu hausinn af kellingunni ,hafa sennilega gert það áður í heimalandinu.

.

Borgþór Jónsson, 12.11.2015 kl. 20:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Kveðja frá Houston"

Þetta var ekkert annað en hártogun.

Þú hefur í engu útskýrt hvernig fullyrðing þín getur mögulega staðist, né þar með með hvaða hætti svar mitt sé þá barnalegt.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.11.2015 kl. 00:52

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór - - ég sé að þú endurtekur þá ónákvæmni sem margir eru með í gangi.

    • Þessi heflugvöllur, var í ástandi umsáturs.

    • M.ö.o. hermenn Assads voru þar enn til varnar.

      • Því, hvernig getur það staðist, að hersveitir Assads hafi verið að taka hann?

      Klárlega rufu þeir umsátur um hann.

      Mér finnst merkileg þessi ónákvæmni í umfjöllun margra á netinu um þennan atburð. En þ.e. munur á að - - taka herstöð. Eða að frelsa eigin hermenn, sem enn halda viðkomandi herstöð, eftir langvarandi umsátur.

      Það virðist að hersveitirnar hafi ennig náð veginum til herstöðvarinnar aftur á sitt vald.
      Gott og vel - - ISIS hörfar A)frá veginum, og B)frá umsátrinu um herstöðina.

      "Eftir sex vikna hernað rússa í Syrlandi eru þeir á undanhaldi allstaðar í landinu."

      Hvar annars staðar eru þeir á undanhaldi?

      "Nú er ekki spurning lengur hvort ISIS hernum verður eytt ,heldur hvenær"

      Ef Rússar raunverulega fara að beina - megni sinna árása á sveitir ISIS.

      Annars hef ég enga trú á að tilgangur Rússa, sé raunverulega að eyða hersveitum ISIS.

        • Þeir hafi haft þetta takmarkaða markmið, að fresla herstöðina frá umsáturslið ISIS.

        • Og ná veginum til herstöðvarinnar.

        Lengra sennilega nái ekki tilgangur þeirrar herfarar.
        Mjög ósennilegt að Rússar allt í einu - - kúvendi sinni stefnu.
        Og fari að einbeita sér raunverulega að - ISIS.

          • Ég held að Pútín sé almennt slétt sama um ISIS.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 13.11.2015 kl. 01:01

          8 Smámynd: Borgþór Jónsson

          Punkturinn er að það er verið að losa um tvo flugvelli sem eru á svæðinu þar sem barist er. Þessir flugvellir koma svo að góðum notum við árásirnar á hryðjuverkaliðið,bæði ISIS og aðra hópa. Núverandi herflugvöllur er orðinn fullbókaður auk þess sem hann er of langt frá aðal bardagasvæðunum til að þyrlurnar nýtist almennilega.

          Flugtíminn að víglínunni tekur upp meira en helminginn af flugþoli Hind þyrlanna.Ég væri ekki hissa á að sjá mjög aukinn stuðning slíkra þyrlna  við Sýrlenska herinn í framtíðinni.

          .

          Putin hefur alveg örugglega alveg sérstakan persónulegann áhuga á ISIS af því þetta er að hluta til sama liðiðð sem slapp frá honum í Tséténíu um árið.Eins og Putin hefur sjálfur sagt hefur hann áhuga á að jafna um þá í Sýrlandi frekar en í Kákasus seinna ,þar sem er erfiðara að eiga við þá. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Putin svíkjist um að gera sitt besta í þeim efnum.

          En allt skal tekið í réttri röð,ekki dugar að slugsa við að eyða öðrum hryðjuverkamönnum þó hugurinn sé kannski mest hjá ISIS.

          .

          Borgþór Jónsson, 13.11.2015 kl. 02:19

          9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

          Ertu ruglaður eða hefur þú ekki fylgis með erlendum fréttum undanfarið Einar?

          Ef þú ert það latur að þú nennir ekki að lesa, hlusta eða horfa á erlendar fréttir þá þú um það og mér er farið að gruna að þú ert einn af Góða Fólkinu.

          Mér dettur í hug að þú sért eins og strúturinn stingur hausnum i sandinn og vilt ekki ekki horfast í augu við veruleikan.

          Kveðja frá Houston

          Jóhann Kristinsson, 13.11.2015 kl. 03:36

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Mars 2024
          S M Þ M F F L
                    1 2
          3 4 5 6 7 8 9
          10 11 12 13 14 15 16
          17 18 19 20 21 22 23
          24 25 26 27 28 29 30
          31            

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (28.3.): 3
          • Sl. sólarhring: 3
          • Sl. viku: 36
          • Frá upphafi: 845414

          Annað

          • Innlit í dag: 3
          • Innlit sl. viku: 33
          • Gestir í dag: 3
          • IP-tölur í dag: 3

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband