Inngrip Pútíns í rás atburða í Sýrlandi er atburður vikunnar - klárlega til þess að forða yfirvofandi hruni Assad stjórnarinnar

Ég held að það blasi við - eftir að ég hef tékkað á fréttum um stöðu mála í Sýrlandi - að inngrip Pútíns sé neyðaraðgerð til að bjarga Assad frá hruni. En Pútín hefur sett duglegt spinn á þetta. Sett fram - björgun Assads. Sem stríð gegn ISIS. Og heldur á lofti þeirri kenningu, sem er vinsæl hjá sumum netverja, að Assad sé hvorki meira né minna en - vonarstjarna. Haldreipi gegn ISIS - án hans sé öll von um stöðugleika fyrir bý.

Bendi fólki á að taka eftir borginni Idlib á kortinu.
Og samnefndu héraði - en það féll í sumar.
Uppreisnarherinn sem tók það, hefur hafið árásir á Ladakia hérað - sjá kort.

  1. Með því að horfa á kortið - sjá staðsetningu Ladakía héraðs, þá sést vel hve graf alvarleg staða Assad stjórnarinnar er orðin.
  2. Uppreisnarherinn sem kallar sig -sigurherinn- eða -army of conquest- hafi verið að hefja innreið beint inn í kjarna héruð þau sem Assad á enn eftir.

Með þá vitneskju - þá virðist mér klárt að fyrir Pútín vaki, að forða því sem sannarlega lítur út annars sem - yfirvofandi hrun og lokaósigur Assads.

En þá er það spurning - hvort Pútín geti forðað hruni Assads?
En saga stórvelda - sem blanda sér í innanlands átök, og glíma við víðtækar innanlands uppreisnir, er sannarlega ekki stórglæsileg.

  • Allir ættu að muna eftir Víetnam, en auk þess, þá töpuðu Bandar. einnig í Nígaragúa.
  • Sovétríkin -Rússar ættu muna- fóru ófarir í Afganistan.

Stóra spurningin er m.ö.o. - - hve miklu er til fórnandi að halda Assad á floti?
En þegar er ljóst skv. hótun utanríkisráðherra Saudi Arabíu, sem ég fjallaði um í vikunni, að Saudar mjög sennilega - munu auka sitt framlag til andstæðinga Assads.
Það virðist ljóst, að Saudar og Flóa Arabar eiga næga peninga, til að auka vopnasendingar og fjármögnun uppreisnarhópa, til að mæta hverju því sem Rússland mundi við bæta.

  • Það virðist a.m.k. klárt, að ef framlag Rússlands er einungis, loftárásir með úreltum hervélum, þá mun það framlag fljótlega fjara að mikilvægi - þegar Saudar mæta því með gagnaðgerðum, t.d. að útvega uppreisnarmönnum, loftvarnar-eldflaugar, sem gamlar úreltar vélar eru án vafa í hættu gagnvart.
  • Þ.e. þá spurningin, hvort að Rússar - munu vera tilbúnir til þess, eins og þegar Bandaríkin hófu smám saman, skref fyrir skref, þátttöku í Nam, á fyrri hl. 7. áratugarins, að senda sífellt fjölmennari hópa af eigin herliði?

En þá kemur auðvitað sú hætta, að lenda í svipuðu vandamáli og Kanar lentu í Nam, eða í öðrum samanburði - Ísraelar í Lýbanon á 9. áratugnum, að þeir eru að glíma við stöðugar árásir - stöðugt mannfall, og þeir megna ekki með aðgerðum sínum - að knýja fram sigur.

Það er töluverður hópur, sem heldur upp á Pútín - sem er í skýjunum, vegna þess hve Pútín í þeirra augum -á að hafa snúið á Obama.
En á móti, má alveg eins halda því fram, að það sé Obama sem sé sá snjalli, því hann hafi hingað til þverneitað að senda fjölmennt herlið til Sýrlands.

  • M.ö.o. - - hver er kjáninn? Sá sem tekur áhættuna? Eða sá sem tekur hana ekki?

Það veltur á því - hverju menn trúa að atburðarásin í framhaldinu verði.

En ég er persónulega afar afar skeptískur á að Pútín takist að knýja fram nokkurt annað en það, að forða a.m.k. um einhvern tíma - hruni Assads stjórnarinnar.
En á móti, dragist stríðið á langinn. Átök verða sennilega harðari, vegna inngripa Rússa á meðan - og vegna þess að flest bendir til þess að nokkur herstyrkur frá Íran, verði með.

En lokasigur - - verði án efa, alltaf utan seilingar. Þess í stað, verði þetta bitur átök, með stöðugu mannfalli.

Ég er persónulega með Obama í þeirri afstöðu - að það hafi verið rétt ákvörðun, að senda ekki á staðinn - fjölmennt herlið.
Þeir sem heimta þannig aðgerðir - tala síðan um aðgerðaleysi.

 

Þegar menn hefja Assad til skýjanna - er það augljóst spinn

Einhvern veginn, þá gleyma þeir einstaklingar alfarið - að Assad átti möguleika til að forða almennum borgaraátökum.

  1. Tökum t.d. Ben Ali af Túnis.
  2. Í stað þess að senda herlögregluna á lýðinn, þá steig hann upp í þotu og býr nú erlendis.

Það voru viðbrögð Ben Ali, við akkúrat sama vanda og skall yfir Sýrland sama vor, þ.e. hreyfing sem nefnd er -Arabíska Vorið- þegar bylgja mótmæla fór úr einu landi yfir í það næsta í N-Afríku.

Menn geta rifist um það - hver hafði rétt fyrir sér.
En í Túnis skall ekki á borgarastríð.
Þar var landið ekki lagt í rúst.
Þaðan flýja ekki flóttamenn milljónum saman.
Þar hefur ekki mikill fjöldi látið lífið.

-------------Gott og vel, en þetta er ekki eini möguleikinn, flótti.

Assad hefði einnig getað, þegar útbreidd mótmæli hófust, ákveðið að hefja viðræður við foringja mótmælahreyfingarinnar - - en mánuðum saman sumarið 2011, þá stóðu yfir mjög útbreidd götumótmæli.
Krafan - aukin lýðréttindi, að kosningar hefðu raunveruleg áhrif um stjórnun landsins.
Hvort tveggja sem er sjálfsagður hlutur t.d. á Íslandi.

En besti möguleikinn til að semja - var auðvitað áður en blóðug átök hófust.

---------------Þessu má einnig líkja við þegar A-tjalds ríkin hrundu.

En málið er að í öllum tilvikum nema einu, fóru valdaskipti eins friðsamlega fram haustið og veturinn 1989-1990, og í Túnis.
En það hefði mjög mjög vel - getað farið miklu mun verr.
Ef kommúnískir leiðtogar landanna, hefðu eins og -tja Assad- tekið þá ákvörðun, að skjóta á múginn.

  • Þá hefðum við getað orðið vitni að mjög blóðugum borgaraátökum í A-Evrópu.
    Eins og nú í Sýrlandi.

Ég er í engum vafa um, að viðbrögð Assads - réðu þeirri útkomu.

  1. Þess vegna hef ég ályktað að - mannfallið 300þ. og 12 milljón á faraldsfæti, sé allt honum að kenna.
  2. Einnig að ISIS varð að alvarlegu vandamáli, en þ.e. þegar uppreisn í Sýrlandi verður að vopnaðri uppreisn í kjölfar þess að Assad skipar að vopnum sé beitt á múginn, og uppreisn brýst þá fram innan hersins - - - en þá klofnar herinn.
  3. Hluti hersins fer þá að berjast við þá hluta sem halda áfram að samþykkja skipanir frá Assad - - þau átök rökrétt leiða til þess að sá hluti stjórnarhersins sem lýtur Assad - ræður ekki lengur við það verk, að viðhalda stjórn innan alls landsins.
  4. Það myndast m.ö.o. valdatóm á stórum svæðum, sérstaklega svæðum fjær þettbýlustu svæðunum, þ.e. svæðum nærri landamærum Íraks. Og inn í það valdatóm - - stingur ISIS sér 2013, eða 2-árum eftir að átök hefjast.
  • M.ö.o. er það valdatómið er myndast vegna uppreisnarinnar, að tapa stórum hluta hersins og þurfa að berjast við þann hluta hersins er hefur gert uppreisn - sem leiðir fram ástand sem ISIS getur hagnýtt sér, til að ná stjórn á stórum landsvæðum innan Sýrlands.
  • Án þess valdatóms, hefði ISIS aldrei getað byggt sig upp á svæðum innan Sýrlands, og síðan gert innrás af þeim svæðum inn í Írak - til að hrifsa þar einnig yfirráð yfir stórum svæðum.

Þetta er m.ö.o. það sem er að kenningu þeirra sem - líta á Assad sem lausn.

Að hann er sá aðili - sem bjó til vandann. Og því merkilegt að líta sama aðilann, lausnara.

Svo auðvitað - vegna grimmdar hers Assads, 300þ. látnir og 12 milljón heimilislausir, þá er að sjálfsögðu komið gríðarlega útbreitt haturs ástand - meðal íbúa landsins.

Sem ég tel gagnast ISIS gríðarlega vel, þ.e. að það hatur sem Assad hafi skapað - -> Tryggi ISIS öruggan og stöðugan straum nýrra fylgismanna.

Ég vil að sjálfsögðu meina, að svo lengi sem Assad sé haldið á floti - þá muni hatur fólks á Assad, halda áfram að gagnast ISIS til að hala inn nýja fylgismenn.

 

Mjög margir stórfellt vanmeta - neikvæð áhrif þess haturs sem morðóðir stjórnendur skapa með morðóðu atferli sínu

Tek sem dæmi Saddam Hussain - þ.e. algerlega rétt, að svokölluð "de-Bathification" stefna hafi haft veruleg neikvæð áhrif innan Íraks -> Skapað óánægju innan Íraks, meðal Súnníta, er ISIS hafi fært sér í nyt - er ISIS hélt innreið ínn í Írak 2014.

En þeir sumir - - skilja bersýnilega ekki, af hverju þeirri stefnu var haldið til streitu.

  1. Höfum í huga, að í augum meirihluta Shíta í Írak - er Bath flokkurinn litinn svipuðum augum, og t.d. Nasista-flokkurinn í Þýskalandi Hitlers.
  2. En í kjölfar átaka við Bush forseta eldri, þegar Bush rak Saddam Hussain frá Kuvæt. Þá hófst uppreisn í Shíta héruðum Íraks. Sem Saddam Hussain barði niður með óskaplegri hörku - 300þ. sagðir hafa látist.
  • Punkturinn er, að þegar leiðtogi drepur 300þ. manns.
  • Þá skilur það eftir gríðarlegt haturs ástand meðal fólksins í landinu er lifði af.

Mjög margir vanmeta - - slík hatur.
Þau áhrif er það hefur.

En það er enginn vafi í mínum huga - að akkúrat þetta hatur, leiddi fram þá afstöðu Shíta stjórnarinnar í Bagdad - en í kjölfar innrásar Bush forseta yngri, þá var meirihluti Shíta leiddur til valda í Írak - -> Að alla þá sem áður tilheyrðu Bath flokknum, ætti að útiloka frá öllum opinberum störfum.

Höfum í huga, að eftir Seinna Stríð, voru fyrrum meðlimir Nasista flokksins, almennt útilokaðir - með svipuðum hætti.

Að hatur Shíta - kom í veg fyrir að "de-Bathication" væri hætt.
Þó Bandaríkin þrýstu á Maliki er lengi var forsætisráðherra Shíta, um að leggja þá stefnu af.

  • Svo auðvitað kallaði hatrið sem - Saddam Hussain bjó til meðal sinnar þjóðar.
  • Til blóðþorsta, er spratt fram - er Bandaríkin tóku stjórn Saddams Hussain niður, og blóðhefndir Shíta á hendur Súnnítum fljótlega hófust.

Sá hefnarþorst hefði að sjálfsögðu ekki verið til staðar.
Ef stjórn Saddam Hussain hefði verið með allt öðrum og manneskjulegri hætti.

-----------------

  1. Þetta er einmitt atriði er margir, sem aðhyllast kenninguna um stöðugleika undir blóðþyrstum einvöldum.
  2. Að slíkir með einmitt sinni valdnýðslu og ofbeldi, sá hatri meðal sinna landsmanna er vex smám saman, og á einhverjum enda verður landið að púðurtunnu er þarf bara neista.

Ég tel enga frekari skýringu þörft á því - af hverju Sýrland sprakk upp.

Áratuga valdnýðsla og ofbeldi Assadanna - sé næg skýring þar um.

  • Og að sjálfsögðu hafi Assad síðan 2011, eftir 300þ. látna og 12 milljón komna á vergang, búið til gríðarlega mikið af nýju hatri.

Það sé á þessu hatri.
Sem ISIS vaxi innan Sýrlands - eins og púkinn á fjósbitanum.

  1. Það sé einmitt það hatur sem ég met það varasamt, að áframhaldandi tilvist Assad stjórnarinnar.
  2. Sé klárlega nettó neikvæð.
  • Því svo lengi sem Assad stjórnin haldi velli, sé tilvist þess haturs - að hvetja fólk til að ganga öfgahreyfingum á hönd, tilvist Assads m.ö.o. styrki öfgahreyfingar frekar en að veikja þær.
  • Og að sjálfsögðu skapar það hatur, gríðarlega hættu á blóðhefndum, gagnvart stuðningsmönnum Assads, ef og þegar Assad stjórnin tapar.

Að sjálfsögðu hafa þeir stuðningsmenn - a.m.k. að einhverju leiti, unnið sér það inn.
Það er ekki eins og gríðarleg fjöldadráp - hafi engar afleiðingar.

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur, þá hafna ég kenningunni um - stöðugleika undir blóðþyrstum einvöldum. En menn gjarnan horfa til áranna þegar ekki voru átök. En málið er, að einmitt á þeim árum - var sú spenna innan viðkomandi lands smám saman að byggjast upp. Er síðan sprakk fram í þeim ofsa átaka er síðar varð.
Ég vil meina að harðstjórnirnar sjálfar beri mjög mikla ábyrgð á því, að þeirra lönd sprungu í tætlur í ofsa haturs og morða.
Hafna því með öllu, að slíkt stjórnarfyrirkomulag leiði fram stöðugleika.

Þvert á móti ætti einmitt það að sýna fram á óstöðugleika þess valdforms, og hættuna sem því fylgi - - hvernig 3-lönd þ.s. áður sátu mjög grimmir harðstjórar hafa flosnað upp í borgaraátökum.
Við séum þar að sjá -svarta gallið- sem harðstjórarnir sjálfir bjuggu til, brjótast fram.
Eins og að ef það myndast graftarkýli, og ef stungið er á kýlið vellur gröfturinn fram.
En ef ekki er stungið á það, þá mun það samt springa og gröfturinn fram vella á einhverjum punkti.
______________

Eins og sést er ég hvorki aðdáandi Assads - né Pútíns.
Mér virðist ljóst að Pútín sé einmitt að gera tilraun til að bjarga - Assad.
Það sé sennilega töluverð örvænting í þeirri tilraun.

Sem Pútín breiði yfir með - pólitísku spinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta útspil hans Obama með borga málaliðum eða "góðum uppreisnarmönnum" til þess eins að koma honum Assad karlinum frá völdum, svo og þessi líka góði þytkistuleikur í þessu svokallaða stríði gegn ISIS, voru menn hættir að kaupa eftir núna eitt ár, og þar sem ISIS var alltaf að stækka og stækka. 

Nú kemst þetta allt saman upp á yfirborðið hjá honum Obama og Zíonistum:
Oops: Did CNN Just Admit the U.S. Is Working with ISIS?    

ISIS Leader Admits We Are Being Funded By The Obama…

Obama Admits US Trains ISIS!

Russian Airstrikes in Syria Targeted “NATO Created Mercenaries”. Michel Chossudovsky http://www.globalresearch.ca/russian-airstrikes-in-syria-targeted-nato-created-mercenaries/5479359

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 10:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 Þorsteinn - RT og allir rússn. fjölmiðlar eru með öllu ómartktækar málpípur rússn. stjv. - engu sem þar kemur fram er unnt að taka án stórs fyrirvara. Rússn. stjv. hafa ákveðið að halda á lofti söguskýringum - sem fegra Assad, og leitast við að sverta hvern þann sem er andvígur þeim blóðþýsta einræðisherra. Það er í engu hægt að taka nokkurt mark á umfjöllun RT um málefni - þegar stjórnvöld rússl. eru beinir aðilar að tilteknu deilu-máli.

    • Global-research er einnig með öllu ómarktækur miðill - sterklega grunaður um að vera rekinn af rússn. leyniþjónustunni.

    • Enda gæti sá miðill ekki mögulega verið hlutdrægari, en ef rússn. leyniþjónustumenn skrifa allt efni þar.

    Ég hef sjaldan séð eins miklar dómadags vitleysur á nokkrum miðli og þeim.
    Þú getur treyst því að allt sem þar kemur fram, er kjaftæði.


    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.10.2015 kl. 11:23

    3 identicon

    Sæll aftur Einar Björn
    Ég tek nú frekar mark á RT og öðrum fjölmiðlum en hérna NYT áróðurslygafjölmiðlinum, er menn eins og hann M.S. King eru farnir að skrifa heilu bækurnar um lygar NYT (http://www.amazon.com/gp/product/1517183022?keywords=m.s%20King&qid=1443880336&ref_=sr_1_6&sr=8-6). 
    Nú bæði BBC og CNN tek ég ekki lengur mark á, þar sem að þessir fjölmiðlar ekki bara koma inn lygum og áróðri, heldur hreinlega búa til og framleiða fréttir og þvælu, og þú getur fundið mikið efni um það allt saman á youtube.com, eða undir BBC lies og CNN lies.
    Þetta hefur allt saman gengið mjög vel hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum með að koma inn átillum fyrir stríð, eins og td. Írak 2003 eða um gjöreyðingarvopn (WMD), og með lygum um nauðganir og manndráp fyrir stríðið nú síðast í Líbýu, er reyndust lygar til ráðast á Líbýu. 
    Þannig að nú bíður maður bara efir næstu átillu eða "dómadags vitleysu" frá málpípum bandarískra stjv. - til að ráðast á Sýrland og/eða Íran fyrir hérna Zíonista Ísrael.     
    Þú mátt hafa þínar skoðanir á Global-research í friði, en ekki hef ég fundið neitt að honum prófessor Michel Chossudovsky og öðrum þarna á Global-research, þú?

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 15:05

    4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn - - reglan er afar einföld þegar kemur að fjölmiðlum.

      • Þú vantreystir þeim, þegar þeir fjalla um hagsmuni eigenda sinna.

      • Flestir vestrænir fjölmiðlar eru í einka-eigu, þannig mundi ég t.d. vantreysta fjölmiðlum í eigu Muroch, ef einn hans fjölmiðla væri að fjalla um hagsmuni er tengjast Robert Murdoch. 

      • Ef maður skoðar rússn. fjölmiðla frá þeirri reglu - - þá sé engin ástæða til að vantreysta þeirra umfjöllun - - > Þegar hagsmunir eigenda þeirra, rússn. ríkisins - séu ekki undir. Pútín hefur skilgreint Assad sem mikilvæga hagsmuni rússn. ríkisins og einnig málefni Úkraínu - - > þá eru þau málefni innan þeirrar reglu, að það ber að vantreysta fjölmiðlum, þegar þeir fjalla um hagsmuni eiganda síns.

        • Þ.e. órökrétt að reikna með óhlutdrægri umfjöllun rússn. fjölmiðla þar af leiðandi um málefni Úkraínu, eða málefni Sýrlands.

        En þegar ekki er um að ræða málefni sem séu mikilvæg hagsmunamál fyrir rússn. stjv. - eigenda rússn. fjölmiðla -> Sé ekki sérstök ástæða til að tortryggja þeirra umfjöllun.
        __________________

        Þetta er sama regla og ég nota á Vestræna fjölmiðla -by the way- þ.e. að vantreysta þeim, þegar þeir fjalla um hagsmuni eigenda sinna.
        Ég hef mikla trúa á þeirri reglu.

        Það sé barnalegt eiginlega - að reikna með óhlutdrægri umfjöllun rússn. fjölmiðla þegar mikilvægir skilgreindir hagsmunir rússn. ríkisins séu undir.

        Aftur á móti - - þegar kemur að Vestrænum miðlum, vegna þess að þeir séu langsamlega flestir í einka-eigu, sé engin rökræn ástæð að tortryggja almennt séð þeirra umfjöllun um hagsmuni sinna ríkisstjórna - -> Enda ekki í eigu sinna ríkisstjórna, heldur einka-aðila í flestum tilvikum, sem ekki tengjast með neinum augljósum beinum hætti almennt hagsmunum þeirra ríkisstjórna.

          • Það sé mikill kostur, að hafa fjölmiðla í einka-eigu.

          • Og því óhlutdræga er kemur að hagsmunum sinna ríkisstjórna.

          Mikill galli rússn. fjölmiðla - að þeir séu ríkiseign, því ekki unnt að taka mark á þeirra umfjöllun þegar kemur að deilum sem rússn. ríkið stendur í.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 3.10.2015 kl. 20:07

          5 Smámynd: Sigurður Antonsson

          Frábær umfjöllun um Sýrlandsstríðið Einar. Þorskastríðið vannst með góðum málstað. Uppreisnarmenn sem leggja líf sitt í hættu eru líklegri til að vinna ofjarla á eigin grund. Ekki geta allir flúið Sýrland.

          Fjölmennt ríki með mikla menningu á sér alltaf viðreisnar von. Skelfilegt að stórveldi geti beit öflugustu stríðsvélum til að sprengja upp fjarlægar borgir. Rússar með fámennisklíku við völd geta sýnt "þotu styrkleika" ákveðinn tíma, en tapa að lokum. Blóðdrifinn Pútín er ekki sú ásjóna sem hinn venjulegi Rússi getur búið við? 

          Sigurður Antonsson, 3.10.2015 kl. 21:37

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Apríl 2024
          S M Þ M F F L
            1 2 3 4 5 6
          7 8 9 10 11 12 13
          14 15 16 17 18 19 20
          21 22 23 24 25 26 27
          28 29 30        

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (26.4.): 88
          • Sl. sólarhring: 101
          • Sl. viku: 440
          • Frá upphafi: 847081

          Annað

          • Innlit í dag: 83
          • Innlit sl. viku: 417
          • Gestir í dag: 81
          • IP-tölur í dag: 77

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband