Það verður að bæta eftirlit með bifreiðaframleiðendum í Evrópu

Það sem svindl Volkswagen - Audia - Seat - Skoda samsteypunnar vekur athygli á, er ekki síst það atriði - að sl. 15-20 ár hefur verið síbreikkandi bil milli fullyrðinga framleiðenda um mengunarútblástur samtímis um eyðslu.

  1. Þetta hefur gerst samhliða áherslu ríkja Evrópu á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda, samhliða ahliða minnkun megunar frá nýjum bifreiðum.
  2. Samtímis virðist því miður, eftirlit með bifreiðaframleiðendum -> Ekki hafa verið aukið.

1-kynslóð af Volkswagen rúgbrauði

Vandinn sé sennilega að kerfið eins og það er - hvetur til svindls

Kerfið í Evrópu og Bandaríkjunum - er eins að því leiti, að bifreiðar eru skoðaðar af einkareknum skoðanafyrirtækjum.
Þau keppa um viðskipti frá bifreiðaframleiðendum.

  1. Í Bandaríkjunum er þó samhliða - einnig opinbert eftirlitskerfi.
  2. Er tekur stikkprufur - til að prófa hvort að birtar niðurstöður standast.
  3. Og ekki síst, opinbera skoðunarstofan, getur hvenær sem er - ákveðið að prófa gerð af bifreið, jafnvel þó hún sé ekki ný á markaði - ef henni berast vísbendingar að rétt sé að framkv. tékk.

Það síðasta einmitt gerðist í tilviki Volkswagen, að opinberu prófunastofunni í Bandaríkjunum, bárust kvartanir - og tekin var ákvörðun um að tékka á samræmi fullyrðinga Volkswagen á mengun tiltekinna diesel véla og hvað próf opinberu prófunarstofunnar mundu leiða fram.

Og viti menn, það var vítt bil milli fullyrðinga Volkswagen og mælinga opinberu prófunarstofunnar.
Þetta var fyrir rúmu ári - Volkswagen fékk tíma til að útskýra málið, fyrst báru þeir fyrir sig -tæknigalla- en þeir gátu ekki boðið fram á annað eintak af bifreið með sömu vél, sem gat staðist prófin eða sýnt fram á að fullyrðingar Volkswagen um lága mengunarstuðla væru réttar.

Á endanum fyrir skömmu, viðurkenndi Volkswagen svindl.

Rétt er að nefna, að ekki fyrir mörgum árum - þurfti Hyunday/Kia samsteypan að greiða háar skaðabætur í Bandar. - þegar fullyrðingar um eyðslu, stóðust ekki.
Það finnst mér þó smærri glæpur - en ljúga til um mengun af því tagi, sem drepur fólk, þ.e. "nytur-oxíð" mengun.

  1. En Volkswagen samsteypan virðist hafa framleitt vélarnar vísvitandi með hugbúnaði, sem innihélt 2-stýriprógrömm.
  2. Þegar tölvan veitti því athygli að verið var að prófa bílinn, hafi prógramm sem minnki mengun, virkjast - ástæða að það sé ekki notað dags daglega, virðist að á móti skili vélin verulega minna afli og óhagstæðari eyðslu.
  • Volkswagen hafi ekki getað samtímis - uppfyllt mengunarstaðla.
  • Og skilað vélum er voru hagkvæmar í rekstri og skiluðu því afli sem kaupendur væntu.

Gamli góði voffinn - sennilega 1303

Í Evrópu virðist vanta sambærilegt opinbert eftirlit eins og Bandaríkin viðhafa

Án þess að til sé staðar -opinber eftirlitsaðili- sem ekki sé með nokkrum beinum hætti háður vilja bifreiðaframleiðendanna - -> Þá skapi kerfið sterkar hvatir til svindls.

Ég hef heyrt að bilið milli veruleikans um mengunarmælinga.
Og fullyrðinga bifreiðaframleiðenda, sé orðið svo vítt sem 40% að meðaltali - í Evrópu.

  1. En án opinbers eftirlits, séu - einkareknu skoðanafyrirtækin ofurseld vilja bifreiðaframleiðendanna.
  2. Skoðunarstofurnar keppa um viðskipti framleiðendanna.
  3. Sem leiði fram - lægsta samnefnarann.

Dæmi um svindl

  1. - speglar teknir af,
  2. - dekk höfð með alltof miklum loftþrýstingi,
  3. - alternatorar teknir úr sambandi,
  4. - teipað fyrir loft-inntök véla, og glufur meðfram hurðum.
  5. - vélar keyrðar upp, með óraunsætt lítilli hröðun, og háum gír.
  • Þannig verði prófin í litlu samhengi við raunveruleikann.
  • Það þarf ekki að vera að aðrir bifreiðaframleiðendur - hafi til viðbótar þessu, framleitt vélar með svindl-stýrikerfum.

Þetta er augljóst á svið við markmið ESB - að minnka meðal-mengun og eyðslu bifreiða.
Að það virðist sem að horft sé framhjá - stórfelldu og vísvitandi svindli.

Það sennilega þíði, að þó uppgefnar tölu sýni fram á að bifreiðaframleiðendur, séu að fylgja settum markmiðum um - minnkun mengunar í útblæstri.

Sé afar sennilegt að í vaxandi mæli fari bilið milli þeirra markmiða - og raunveruleikans sífellt breikkandi.

 

Niðurstaða

Það kemur sennilega einhverjum á óvart - að land hins frjálsa einka-framtaks, Bandaríkin. Skuli hafa betra eftirlitskerfi en aðildarlönd ESB. En það sýnir sig, að engin kærumál um svindl hafa komið fram í Evrópu sl. 20 ár - meðan að þau koma reglulega upp í Bandaríkjunum, vegna þess að þar er veitt aðhald -> Meðan að ekkert raunverulegt aðhalda virðist til staðar gagnvart bifreiðaframleiðendum í Evrópu.

Það virkilega þarf Evrópa að bæta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband