Hefur hið nýja vinstri lausnir sem eru nothæfar gagnvart vandamálum þeim sem fylgja heimsvæðingunni svokallaðri?

Við þekkjum þau vandamál sem hafa gerst sífellt meir áberandi: Kjör miðstéttafólks eru í hnignun í gervöllum hinum Vestræna heimi -ekki bara í Bandaríkjunum, þau hafa besta falli staðið í stað eða hnignað, meðan að kjör sérfræðihópa hafa batnað verulega, og samtímis er gríðarleg aukning í velmegun þeirra sem eru eigendur í fyrirtækjum eða stunda fjárfestingar; ofan í þetta, eru verkamenn að sjá beina tekjurýrnun - þeir eru að auki að sjá starfsöryggi hraka og áunnin réttindi eiga sífellt meir á högg að sækja, og eru víða hvar í hnignun.

Að einhverju leiti má líta á kjör - - Jeremy Corbins, sem formanns Verkamannaflokksins breska, sem andsvar eða mótmæli við þessari þróun.

Stefán Ólafsson - sem við þekkjum, hann er ekki í nokkrum vafa, hverjum það er að kenna - af hverju þessi þróun hefur verið í gangi sl. 15-20 ár. Að sjálfsögðu, hægri mönnum að kenna.

Þarna á blogginu hans, má sjá marga pistla eftir hann - þ.s. hann mótmælir þeirri þróun sem ég vísa til - og veifar skýringu sinni, að þetta sé allt hægri mönnum að kenna.

Ég reikna með því að -Jeremy Corbin- sé Stefáni vini okkar, fullkomlega sammála.

 

Ég hef að sjálfsögðu allt aðrar skýringar, m.ö.o. - - uppbygging Asíu, einkum Kína

Það þarf að hafa í huga, að þessi þróun - hefur verið að gerast í öllum hinum Vestræna heimi, og það burtséð frá því - hvort hægri eða vinstri stjórnir hafa verið við völd.

Ég er að tala um ekki einungis V-Evrópu, Bandaríkin og Kanada, heldur að auki - S-Kóreu, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralíu.

Ég hef fjallað um þetta áður - en rökin eru sára einföld.

  1. Íbúar Vesturlanda nálgast ef til vill samanlagt 1,5 milljarð.
  2. Í Kína einu saman búa ef til vill ca. svipað margir.
  3. Við höfum Indland, ekki alveg komið eins langt í hagþróun en samt á uppleið.
  4. Við höfum restina af SA-Asíu stór þjóðfélög eins og Indónesía, Malasíu, jafnvel Bangladesh, Tæland - - kannski samanlagt kringum hálfur milljarður manna.
  5. Afríka hefur liðlega milljarð manna.

Það sem við þurfum að muna, er að kringum 1990.

  1. Var hagrþóun risa þjóðfélaganna Indlands, Kína - miklu skemmra komin. Og það efnahagslega -take off- sem hófst í mörgum löndum Afríku ca. 2000, var þá ekki hafið.
  2. Síðan þá, hefur samkeppni um -auðlindir- og um -framleiðslustörf- í heiminum. Vaxið geigvænlega.

Við erum virkilega að tala um það - - að 3.000 milljón manns, eru í löndum í hagþróun.

 

Þetta leitar beint til gamla lögmálsins, framboð vs. eftirspurn

  1. Munið eftir þeim þætti - - - að ef framboð vex gríðarlega.
  2. Þá lækkar verðið - - - ef framboðið vex hraðar en eftirspurnin.

Þetta tel ég vera ástæðu þess, að kjör verkafólks á Vesturlöndum eru í hnignun.

Þegar 3.000 milljón manna þjóðfélög fara á hreyfingu, að þá vex gríðarlega framboð af vinnu-afli í boði á hnettinum.

Og sú gríðarlega aukning á framboði - - knýr fram verðlækkun.

---------------------

Þetta aukna framboð - - tel ég einnig hafa áhrif á öðrum sviðum.

  1. Þannig hafi einnig orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir fjárfestum, þ.e. fjárfestingum, þegar svo mörg lönd eru að bjóða ný fjárfestingartækifæri.
  2. Það þíði, að -samnings aðstaða fjárfesta hefur batnað stórfellt- sem skýri sennilega, hvers vegna lönd eru að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum - - > Sífellt hagstæðari kjör.
  • Sem auðvitað, eykur hagnað fjárfesta, og þar með þeirra auð - þ.e. samfélögin fá minna til sín, stærra hlutfall gróða lendir hjá fjárfestunum sjálfum.
  • Þetta skýri miklum hluta - af hverju verkafólk verði fátækara < - - > Samtímis að gróði hinna ofsaríku hafi aldrei sennilega verið meiri.
  • Við sjáum þetta einnig í þeirra hegðan, þ.e. þeir verða sýfellt hrokafyllri.
  • Sífellt minna tilbúnir til að - veita til samfélaganna, láta fé af hendi rakna til sameiginlegra sjóða.

---------------------

Sérfræðingastéttir - virðast einnig vera að græða á þessu, a.m.k. enn - þ.s. að enn sem komið er, þá sé þróunin að leiða fram aukna eftirspurn eftir þeirra þekkingu.

  • En ég hugsa, að það muni koma sá tími, að löndin sem eru að þróast - fari að skóla nægilega mikinn fjölda eigin sérfræðinga.
  • Sem líklega lengra séð inn í framtíðina, muni einnig leiða til - aukins framboðs af sérfræðingum, þannig að -framboð vs. eftirspurn- þá snúist gegn þeim einnig, í stað þess að virka með þeim.

---------------------

En fjárfestirinn líklega heldur áfram að vera kóngurinn á hæðinni.

Það virðist vera að byggjast upp ný auðsstétt - sem sé svo ofsalega svakalega auðug, að sá auður er ekki á færi venjulegs manns að skilja.

Það gæti alveg farið hugsanlega svo, að það sé að þróast - - ný aðalsstétt.

 

Það er að sjálfsögðu engin furða, að það séu að spretta upp mótmæli gegn þessari þróun

Vandinn er - - að ég er alls ekki viss að lausnir dæmigerðra vinstri manna, muni virka - fremur en áður.

En Corbin er eftir allt saman - vinstri maður eins og vinstri menn voru á 8. áratugnum.

  1. Það sem geri hann ferskan -í vissum skilningi- sé að hann hélt sér alltaf í sínu fari.
  2. Heimurinn sé aftur á móti, að snúa sér í hring - og að einhverju leiti að leita að nýju í smiðju, hins gamla vinstri.
  • Menn kalla hann "authentic" eða "alvöru" vegna þess að hann skipti aldrei um skoðun, m.ö.o. hann leitaði aldrei málamiðlana.
  • Þ.e. e-h í tísku núna, að horfa með aðdáun á einstaklinga, sem hafna málamiðlunum.

Þeir eru nú titlaðir með aðdáun -authentic- eða -alvöru- þ.e. menn sem meina þ.s. þeir segja, ekki -gerfi.-

En þ.e. allt og sumt sem þessir einstaklingar eru - -> Þ.e. einstaklingar, sem halda á lofti hugmyndum, sem séu róttækar -sannarlega,- en þegar þeir hafna -venjulegri pólitík- eru þeir að hafna -málamiðlunum.-

Sumir þessara -virðast vonast til þess- að geta komist hjá þeim, með því að -höfða beint til fjöldans.

M.ö.o. séu þetta fyrirbærið "demagogues" - sem mætti nefna -upphrópendur- eða -æsingamenn.-

Við höfum séð marga slíka áður.

---------------En punkturinn, hvað geta þeir gert?

Ég sé í reynd í þeim lausnum sem haldið er á lofti.

Ekki nokkurt sem líklegt sé til að - snúa þessari þróun við.

Ef maður horfir t.d. á Jeremy Corbin: Þá vill hann afnema skólagjöld, ríkisvæða járnbrautir í Bretlandi, hætta niðurskurði í ríkisútgjöldum + auka seðlaprentun.

  • M.ö.o. - klassísk verðbólguleið.

Endurvakning stefnu Verkamannaflokksins frá árunum - fyrir Thatcher.

En á 8. áratugnum var einmitt í Bretlandi tíð gjarnan mikillar verðbólgu.

 

Meðan að við búum enn við opið hnattrænt viðskiptakerfi

Þá gildir það enn - - að verkamenn í Kína, keppa beint við verkamenn í Evrópu. Það á einnig við verkamenn í vaxandi mæli, í enn fátækari löndum.

  • Aukin seðlaprentun í Evrópu, breytir því ekki.

Samtímis, þá hafa fyrirtæki gríðarlegan fjölda valkosta - að fjárfesta annars staðar en í Evrópu. Það rökrétt heldur áfram, að þrýsta á lönd að veita þeim mjög hagstæða fjárfestingar samninga, þannig að - löndin bera lítið út bítum.

  • Sem þíðir að þeir ofsaríku, halda áfram að verða enn auðugari - og enn hrokafyllri.

Og mig grunar, að sá tími muni renna í garð -að hnattvæðingin bitni á sérfræðingum, þegar sérfræðingar menntaðir í ný-iðnvæðandi löndum, fara í vaxandi mæli að koma inn.

----------------

  1. Það er alveg augljóst, að hið hnattvædda viðskiptakerfi.
  2. Er að skapa nýja tekjuskiptingu, milli landa í þróun - - og landa sem hafa þróast.
  • M.ö.o. - kjör á Vesturlöndum lækka.
  • Kjör í ný-iðnvæðandi löndum batna.

Ég kem ekki auga á að - lausnir vinstri manna.

Muni forða þeirri útkomu.

  1. Það er auðvitað, að vegna þess að -einlægir vinstrimenn- eins og Stefán Ólafsson (þó hann sé haldinn þeirri ranghugmynd að vera miðjumaður) - - > Virkilega trúa því, að öfug þróunin sé stefnu hægri manna að kenna.
  2. Svo þeir geta básúnað það, með svo miklum sannfæringarkrafti - - > Að unnt sé að snúa þessu öllu við, ef þeirra -vinstristefna- er tekin upp.

Nú er í tísku - að falla í stafi af aðdáun yfir mönnum með sannfæringarljóma.

Sem halda fram róttækum leiðum - hafna málamiðlunum sbr. hafna venjulegri pólitík.

Ég er aftur á móti algerlega viss.

Að Stefán (ég hef reyndar útskýrt þetta allt fyrir honum á hans eigin bloggi) og aðrir hans skoðunarbræður - - > Greina vandann kolrangt.

Það séu ekki - vondir hægri menn sem séu að valda þessu.

Heldur - hnattvæðingin sjálf.

 

Er unnt að leysa þetta innan samhengis hnattvæðingarinnar?

Það má alveg hugsa sér - - sérstaka skattheimtu á hnattrænt starfandi fyrirtæki.
Er mundi fara í að standa undir rekstri alþjóða stofnana.

Það má hugsa sér - - sérstakan skatt á skattaskjól, er væri samþykktur sameiginlega af meirihluta þjóða heims - er einnig mundi fara í rekstur alþjóða stofnana.

En gríðarlegur kostnaður t.d. fylgir vaxandi flóttamanna-vanda. Og það kostar mikið fé að mæta þeim vanda. Einnig til að aðstoða lönd eins og í Sahel svæðinu í Afríku, þ.s. fátækt er líkleg til að vera gríðarleg áfram.

  • Lönd heims, gætu sameiginlega ákveðið innan ramma S.Þ.
  • Að sækja í þennan auð, sem auðmenn fela í skattaskjólum út um hvippinn og hvappinn.

Að sjálfsögðu - yrði veruleg andstaða.

Auðmenn mundu beita sér á ríkisstjórnir - um að hafna slíku.

Sérstaklega fókusa á þær sem hafa - neitunarvald.

----------------

En sú hætta getur skapast - - að sú krafa komi fram.

Að snúið verði baki við þessu - - opna viðskiptakerfi.

Og tekið upp í staðinn - - kerfi með lokuðum blokkum.

  1. Það mundi sannarlega, ekki bæta lífskjör - sú útkoma.
  2. Fyrstu áhrif væru sennilega, að framkalla mjög djúpa heimskreppu eins og á 3. áratugnum.
  3. En smám saman, mundi nýtt jafnvægi skapast.
  • Kjarnorkuvopn - sennilega koma í veg fyrir nýja heimsstyrrjöld.
  • En þau mundu ekki forða því - að ný heims blokkavæðing, leiði fram - > Vaxandi spennu og vopnavæðingu.

Það sé vegna þess, að í dag - þá eru margir þættir innan -heims-væðingarinnar- sem stuðla að auknu samstarfi í hnattrænu samhengi.

En ef kerfið brotnar upp í blokkir, þá fækkar ástæðum -til að vinna saman.-

En hver blokk um sig, mundi sennilega stærstum hluta vera sjálfri sér næg.

  1. Þjóðir mundu skipta sér í lið.
  2. Og ríkjandi þjóðir innan hverrar blokkar, mundu drottna yfir sinni blokk.

Vegna þess að hver blokk fyrir sig væri sjálfri sér næg.

Mundi sennilega verða -ívið jafnari dreifing á framleiðslustörfum en í dag.

Og það gæti stuðlað að nokkurri endurkomu -starfsöryggis.

  1. En kjör yrðu mjög líklega - heilt yfir lægri.
  2. Alþjóðlegt samstarf yrði sennilega - mjög erfitt, jafnvel ólíklegt.
  • Sem þíddi sennilega m.a. niðurbrots samstarfs, um að forða - hnattrænni hlýnun.

----------------

Ég er ekki að segja að þetta fari þannig pottþétt.

Einungis að benda á þá hættu.

Að það getur gerst.

Að almenningur snúist gegn - hnattvæðingunni.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið framundan sé bylgja á nk. árum, af róttækum vinstri stjórnum. Sem muni gera tilraunir til þess -að beita hefðbundnum vinstri aðferðum. Á birtingarmyndir -heimsvæðingarinnar- sem hrjá í dag Vestræn þjóðfélög.

Hinn bóginn hef ég ekki trú á að -leiðir hins hefðbundna vinstris muni virka.

En m.a. bendi ég á, að margir vinstri menn, kenna bakara fyrir smið, þegar þeir halda því fram - að um sé að kenna, vondri hægri stefnu eða vondum hægri mönnum.

En ekki - heimsvæðingunni sjálfri.

Það má vera - með réttum skilningi, þ.s. að það sé sjálf heimsvæðingin sem valdi þessu.

Þá sé unnt að gera tilraun - til að bregðast við hnattrænum risafyrirtækjum, að hnattrænir fjárfestar feli auð í skatttaskjólum - með hnattrænum hætti.

En það ætti að vera mögulegt - að setja alþjóðalög og reglur, og meira að segja að leggja á alþjóðlegan skatt.

  • En ef sú tilraun mundi fara út um þúfur.
  • Gæti fyrir rest, sjálf alþjóðavæðingin -beðið skiprot.
  • Þegar þjóðir mundu snúa við henni baki, og ákveða þess í stað -að brjóta niður sjálft kerfið.

Slíkt kerfis niðurbrot hefur áður gerst.

Þ.e. árin rétt fyrir Seinni Heimsstyrrjöld - sem auðvitað felur í sér ábendinu, um mögulega endurtekningu heimssögunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef tekið eftir því hér á vesturlöndum, sem er mikil plága, og það er að nógu stór fyrirtæki fá ekki að fara á hausinn.  Þá það sé öllum fyrir bestu til langframa.

En nei, þetta er mikið til komið á ríkisstyrk, sem veldur því að þau eru með 2 tekjulindir: viðskiftavini og alla sem búa í heimalandinu - sem sagt, Ríkið.

Þetta er mjög vinstri mönnum þóknanlegt, vegna þess að þetta gerir þessi fyrirtæki að vissu leyti að ríkisfyrirtækjum.

Það stóð til að gera útgerðina svona, hér undir síðustu stjórn, en tókst ekki.

Já...

Mín meining: kerfið er ekki eins langt til hægri og fólk heldur.  Það er reyndar frekar fyrir miðju - de facto.  Sósíal Demókratískt.  Og ekki einstaklingshyggja að miklu leiti.

***

Indland gæti verið ríkara en Kína, en það sem stoppar þá er að þeir búa við eitt spilltasta kerfi heims.  Það err erfitt að vera með meiriháttar fyrirtæki þar nema maður múti öllum og sé með vini á topp-stöðum.  Sem er bara ekkert viable fyrir alla.

***

Ég efast ekkert um að það verður meiriháttar vinstri sveifla í Evrópu.  Svo verða allir voða hissa þegar efnahagurinn dregst allt í einu hraðar saman en áður, og allir peningarnir enda í vasanum á ríkasta prómillinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2015 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 847291

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband