Vara eindregið við hugmyndum að setja lögbann á fjölmenn verkföll sem eru fyrirhuguð á næstu vikum

Það er alveg augljóst - að þrýstingur á "lögbann" mun fram koma. En margir eru líklegir til þess að misskilja reynsluna af fyrri skiptum þegar lögbann hefur verið sett á verkfall.

  1. Málið er að -þau verkföll sem eru fyrirhuguð, eru miklu mun fjölmennari en -ég man til, að áður hafi verið beitt á lögbann.
  2. En allt að 100þ. manns fyrirhuga hugsanlega verkfall á næstu 2-mánuðum.

Þegar þú ert með slíkan fjölda þ.e. á bilinu 30 - 100þ.

Þá er áhættan á allt, allt, allt öðru stigi -að beita lögbanni.

 

Fjölmenn götumótmæli!

Þetta er sú áhætta sem ég vísa til -og ég vara fólk við því, að taka þau mótmæli sem viðmið, sem hafa -við og við sést árin frá 2009.

  • Ég er að tala um mótmæli, frekar á þeim skala sem við sáum beitt gegn ríkisstjórn Geira og Sollu, lokatíma þeirrar ríkisstjórnar við völd.

Ríkisstjórnin má alls ekki misskilja eða vanmeta það hættustig sem hún stendur frammi fyrir.

Ég er m.ö.o. að segja -lögbann í tilviki svo fjölmennra verkfalla -> Of áhættusama aðgerð.

Ég geri mér fulla grein fyrir því tjóni -á efnahagslíf þjóðarinnar sem þessi verkföll munu valda, ef af þeim verður.

Þess vegna - -> Mín seinni ályktun.

 

Ríkisstjórnin á ekkert annað raunhæft val en að fallast á kröfur félaga launamanna

Ég geri mér fulla grein fyrir því -hvaða afleiðingar það mun hafa, að láta þær launahækkanir sem -læknar og -kennarar hafa fengið, ganga yfir línuna.

Það þíðir að sjálfsögðu -verðbólgu og óstöðugleika.

Á hinn bóginn -lít ég svo á nú, að það sé samt skárri kosturinn í boði.

  1. Hætta er að sjálfsögðu að -ferðamannasumarið fari í súginn.
  2. Það þíðir mikið tap gjaldeyristekna, sem þjóðfélagið hefur síst efni á.
  3. Að auki, getur vel verið að ferðamenn mundu einnig að einhverju leiti, afpanta fyrir sumarið á eftir, vegna ótta við óstöðugleika hér. Þannig að tjón af stórfelldum verkföllum, væru ekki endilega - - > Bara sumarið í ár.
  1. Á hinn bóginn, ef -lögbann væri sett á yfirvofandi verkföll.
  2. Og það gerist sem ég á þá von, að í staðinn muni sömu verkalýðsfélög standa fyrir -fjölmennum götumótmælum.
  3. Sennilega -í leiðinni, snöggum skammtímaverkföllum. Þ.e. starfsmenn mæta á mótmælafund, í stað þess að vinna. Það séu kannski - mjög fjölmennir mótmælafundir t.d. 2-svar eða 3-svar í viku, á meðan að fámennari mótmælastaða verði haldið uppi stöðugt þess á milli.
  4. Það verði nefnt mótmæli ekki verkfall.
  5. Og bent á réttinn til að mótmæla, þetta séu ekki verkföll, því ekki brot á lögbanni.
  • Þá er mikil hætta á því, samt sem áður, að ferðamannasumarið mundi fara í súginn.

En það yrði óhjákvæmilega mikill hiti á slíkum, mótmælasamkundum í kjölfar lögbanns.

Og hætta stöðugt yfirvofandi á -óeirðum.

Það má reikna með -nákvæmlega sama viðbúnaði lögreglu, og þegar mótmælin stóru stóðu yfir þegar ríkisstjórn Geira og Sollu var við völd.

Sá kvittur gæti mjög auðveldlega skapast meðal ferðamanna, erlendra aðila í ferðaþjónustu -að hættulegt ástand vofi hér yfir.

Það er ekki einu sinni víst - að það yrðu stórar ýkjur.

 

Hvað er þá til ráða?

Úr því sem komið er -sé líklega of seint að forða þeirri verðbólgu og efnahags óstöðugleika sem líklega af hlýst, þegar gengið verður að kröfum verkafólks.

En málið er -að ég tel að stjórnendum og forsvarsmönnum helstu verkalýðsfélaga hljóti að vera það kunnugt, hvað mun gerast.

  1. Þannig að tilgangur þeirra krafna, að fá sambærilegar hækkanir við þær hækkanri sem aðrir hafa fengið.
  2. Sé einmitt sá, að framkalla þá verðbólgu og óstöðugleika - -því þá virðislækka laun þeirra sem þegar hafa fengið 30%. Enginn fær þá í reynd 30% heldur miklu minna.
  3. Verkalýðshreyfingin, sé að verja sneið síns fólks af þjóðarkökunni. En foringjar þeirra félaga hljóta að vita að 30% hækkun allar virkar ekki. Að það verður gengisfelling síðan verðbólga.
  4. Svo að sá eini -nytsami tilgangur sem ég kem auga á. Ég vil ekki gera ráð fyrir því að -forkólfar verkalýðsfélaga séu heimskir.
  5. Sé þá sá, að fyrst að við getum ekki fengið 30% eins og þeir, þá sé skárra fyrir okkur að lækka þá niður sem fengu 30%. Þannig að enginn fái þá raunverulega 30%.
  6. Það sé tilgangur í sjálfu sér því, að framkalla þá gengisfellingu og verðbólgu sem af hlýst.

Auðvitað -leiðir það til þess, að ríkisstjórnin getur ekki losað höft þetta ár.

En ég tel að ríkisstjórnin -hafi þegar verið búin að kasta þeim möguleika frá sér, þegar samningar við kennara sem tryggðu þeim 30% hækkanir voru undirritaðir.

Um þetta ályktaði ég þegar í júlí 2014:

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Önnnur færsla frá janúar 2015 - þegar hlutir lágu nokkuð skírar fyrir:

Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

  • Meginlínur þess sem ég átti von á, virðast vera að rætast

Með öðrum orðum, allt sem síðan þá hefur gerst, hafi verið óhjákvæmilegt!

Því að -hin félögin sætti sig ekki við, að sneið sinna félagsmanna af þjóðarkökunni minnki.

Það eina sem kemur mér á óvart í því samhengi, er að ríkisstjórnin hafi ekki séð þetta sjálf fyrir -en þ.e. augljóst að það gerði hún ekki.

Hún súpi nú biturt seiði af þeim mistökum.

 

Niðurstaða

Eins og ég skil tal forsvarsmanna verkalýðsfélaga -þegar þeir hafna því að ætla að valda óstöðugleika. Kenna ríkisstjórninni sjálfri eða vinnuveitendum.

Þá vísa þeir til þeirra háu prósentu launahækkana -sem nokkur fjöldi hátekjuhópa hefur fengið, eða tekið sér. Þeir séu m.ö.o. að segja sínar aðgerðir -afleiðingu þeirra hækkana sem ríkisstjórnin eða vinnuveitendur, hafi þegar samþykkt fyrir þá hópa.

Þannig að niðurstaðan -sé m.ö.o. þeim sjálfum að kenna. Þá vísa ég til þess sem ég bendi á að ofan. Að verkalýðsstéttinn; sé að verja sína sneið af þjóðarkökunni umræddu.

En eins og komið sé -sé eina leið verkalýðsfélaganna einmitt að knýja fram sambærilegar launahækkanir. Í fullkominni vitneskju ákaflega sennilega að þá komi gengisfelling síðar og verðbólga.

  • En þ.s. sú aðgerð geri, sé að hún ver -sneið viðkomandi hópa launafólks af þjóðarkökunni umræddu.
  • Gengisfelling og verðbólga, sé þá -hliðarafurð.

Ég sé ekkert sem bendi til þess, að ríkisstjórnin geti sannfært hópa launamanna um að hætta við kröfur sínar -eða slá umtalsvert af þeim.

Að auki tel ég að það væri ákaflega háskaleg aðgerð, að gera tilraun til lögbanns á svo afskaplega fjölmenn verfköll -slíkt gæti framkallað, raunverulega uppreisn meðal fjölmennra hópa almennings. Alltof áhættusamt með öðrum orðum.

  1. Ríkisstjórnin verði einfaldlega taka þá bitru pillu.
  2. Að hún hafi misst plottið, þegar hún samþykkti launahækkanir til kennara á sl. ári.
  3. Að allt sem síðan þá hafi gerst, sé afleiðing þess að hafa látið kennara síðan lækna fá háar prósentu hækkanir.

Hvað gerist þegar það kemur síðan í ljós - - að hvorki læknar né kennarar.

Fengu raunverulega, leiðréttingu launa?

Það má vera að þá verði landflótti í þeim stéttum, en eins og er að koma í ljós, er hvort sem er ekki unnt að -leiðrétta laun tiltekinna hópa, án þess að aðrir stórir hópar launamanna hafi gengist inn á að sætta sig við að sitt fólk fái mun smærri prósentu launahækkanir.

  • Það skársta í boði, úr því sem komið er, sé að samþykkja kröfur launamanna um stórar launahækkanir sem fyrst.
  • Svo að verkföll skaði ekki ferðamannasumarið.

Gengisfelling verður væntanlega síðar -nk. haust eða nk. vetur.

Allar aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar -leiði fram enn verri útkomu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

afhverju þarf þettað að vera vandamál að óbreitum lögum mun ríkisjóður auka tékjur sinar. þeir gætu hækkað skatta þanig að hækkunin verði ekki meiri en 3-4%. afnumið skatta af fyrirtækjum sem mismuninum nemur. ymsar leiðir eru til. bara spurníng um vilja. viljin virðist ekki vera til staðar þar sem þeir lækka skatt á vörum sem eiðir gjaldeyri. eins eru fleiri furðulegar áhvarðanir sem auka þenslu í þjóðfélaginu t.d hús vigdísar. byggja spítala á sama tíma og uppyggíng er á iðnaði sem vonandi kemur

Kristinn Geir Briem, 3.5.2015 kl. 23:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þyrfti afskaplega myndarlega tekjuskattshækkun. Það yrði ekkert smáræðis hitamál. Gæti gert tekjuskatt launþegar hér á landi, að þeim hæsta í heimi.

Nema auðvitað að -menn mundu fara að, svíkja undan skatti í stórauknum mæli. En það væru alveg hugsanleg áhrif -sérstaklega ef aðstæður mundu skapa þá stemmingu að skatturinn væri ranglátur.

En ég get alveg séð slíka stemmingu myndast, ef tekjuskattshækkun -eins og þú leggur til, væri vísvitandi beitt til þess, að taka af megnið af -almennri launahækkun.

    • Það yrði þá einungis, uppreisn með öðrum hætti.

    • En með verkföllum, eða götumótmælum.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 3.5.2015 kl. 23:52

    3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

    hélt því ekki fram að þettað yrði auðvelt. ætli það sé ekki um 60%. launamanna fái laun frá ríkinu á eitn eða annan hátt. þeir géta ílla unnið svart þó tékjuskattur sé einfaldastur. eru fleiri skattar til og gjöld sem mætti hækka ef vilji væri til. annars eru útreigníngar s.a. stórfurðuleigir ekki mindi ég ráða þessa almanateingla í vinnu. virðast fara í eilífa hríngi í rökfærsluni tilað minda um lágmarkslaun sem þeir halda fram að sé um 240.000.þ.kr.sú tala er hærri enn krafa s.g.s. sem er um 35.000.kr. á ari í 3,ár, að hækka uppí 240.000 strax mindi ekki valda aukinni verðbólguef mark má rökfærluna  

    Kristinn Geir Briem, 4.5.2015 kl. 10:09

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.4.): 16
    • Sl. sólarhring: 36
    • Sl. viku: 502
    • Frá upphafi: 847157

    Annað

    • Innlit í dag: 16
    • Innlit sl. viku: 478
    • Gestir í dag: 16
    • IP-tölur í dag: 16

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband