Næst Úkraína?

Eins og rækilega hefur komið fram í fréttum, þá hreyfði Pútín sig á hraða sem kom meira að segja -- mér á óvart. En ég taldi að hann mundi vera búinn að "immlima" Krímskaga "fyrir helgi" - sem reyndist rétt. En mig grunaði ekki að það gerðist þegar á þriðjudag.

  • En nú þegar Pútín hefur klárað dæmið með innlimun Krímsskaga.
  • Sem líklega verður engin leið að snúa til baka, en ég sé ekki líkur á það alvarlegum hótunum af hálfu Vesturvelda, nokkur möguleiki sé til þess að því dæmi verði snúið við.
  • Þá er rökrétt að velta fyrir sér - - hvað gerir Pútín næst?

 

Það virðist ljóst að nú hljóta sjónir að beinast að A-héröðum Úkraínu?

Mynd sýnir hlutfall rússnesku mælandi íbúa Úkraínu eftir héröðum!

  1. Vandamál með A-héröðin er ekki bara það, að þau eru byggð Rússum.
  2. Að íbúar þeirra héraða horfa frekar til Rússlands, heldur en núverandi stjv. í Kíev.
  3. Að þar hefur gætt mikillar andstöðu við núverandi stjórnvöld í Kíev, sem Pútín er líklegur að færa sér í nyt á næstunni. 
  • Heldur ekki síst það, að þessi héröð fúnkera efnahagslega séð - - eins og þau séu enn "hluti af Rússlandi."

Grein í Der Spiegel fjallar um þetta atriði: Moscow Moves to Destabilize Eastern Ukraine

Kort frá Der Spiegel er einnig áhugavert, en þ.e. ekki eins nákvæmt!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Eins og sést ef maður ber saman "kortin 2" þá eru héröðin "Donetsk" og "Luhansk" líklegir "heitir reitir."

Áhugavert þó að "Odessa" svæðið er það einnig - - en Odessa er meginhafnarborg Úkraínu. Og landið má alls ekki "missa" þá borg.

Erfitt að ímynda sér Úkraínu efnahagslega "viable" án Odessa.

  1. "When it comes to the geo-political power-play for Ukraine, the ace up Putin's sleeve is the east, not Crimea. It would be easy for him to light the fuse there, even without a military operation."
  2. "In the eastern part of Ukraine, with several large cities including Donetsk, Kharkiv and Dnepropetrovsk, polls show three-quarters of those surveyed rejecting the popular revolt in Kiev."
  3. "Indeed, the conflict could ultimately split Ukraine -- with the east turning to Moscow and the west to the European Union."
  4. "If that were to happen, it's possible the new government in Kiev would lose the part of the country that is most important economically because the coal mines and the steelmaking plants of the east comprise Ukraine's economic heart."
  5. "The large firms are highly dependent on Russian orders. Ninety percent of Russian nuclear power plants, for example, are equipped with turbines from the Kharkiv-based high-tech firm Turboatom."

Það má einnig nefna að fyrirtæki í Úkraínu framleiða margvísleg vélar og tæki af öðru tagi sem notuð eru í Rússlandi, og rússn. iðnaður - - þarf á að halda.

Þetta er afleifð þess ástands, að Úkraína var hluti af Sovétríkjunum í áratugi, og allt hagkerfið var skipulagt "miðlægt."

T.d. framleiðir Úkraína enn farþegavélar og flutningavélar fyrir rússn. herinn, þ.e. Antonov verksmiðjurnar. Megin markaður fyrir framleiðslu Antonov, er enn Rússland.

Þ.e. e-h selt líka af vélum til 3-heimsins, en það hefur ekki gengið sérlega vel að komast inn á vestrænan markað, þó svo að Antonov flutningavélar séu með þeim öflugustu sem til eru.

Þar að auki framleiðir Antonov farþegavélar bæði smáar skrúfuvélar og stórar farþegaþotur.

--------------------------

Þessi fyrirtæki eru - gersamlega háð Rússlandsmarkaði.

Það þarf ekki að efa, að ef Pútín fer að beita "þumalskrúfum" þá gætu "local" bossar ákveðið, að til þess að fyrirtækin geti lifað af áfram - - þá þurfi þeir að styðja andstöðuhreyfingar innan eigin héraða.

Þ.e. andstöðuhreyfingar við úkraínsk stjv. - - og ef stjv. Úkraínu senda herinn sinn inn.

Tja, þá væri Pútín kominn með afskaplega öflugt áróðurstæki - - þar fyrir utan að slíkt, gæti orðið að nægri tylliástæðu fyrir Pútín. Að beita rússneska hernum í landamærahéröðum Úkraínu.

En þ.e. aldrei að vita, ef Pútín "snýr nægilega mikið upp á hendurnar á local bossum" þá gætu verið til staðar vopnaðar "militias" sem gætu beitt sér gegn her Úkraínu, ef hann mætir á svæðið til að halda uppi röð og reglu.

Vopnuð átök í héröðunum milli íbúa og stjv. í Kíev - - mundi fullkomna þá afsökun. Að Pútín þurfi að beita valdi, til að "tryggja öryggi" rússn. mælandi íbúa.

  • Hættan virðist augljóst að Pútín muni næst einbeita sér að því að "kljúfa Úkraínu."
  • Hann þarf til þess ekki að beita aðilum sem starfa fyrir rússn. stjv. svo vitað sé.
  • Nóg er af hugsanlegum "activistum" á svæðinu, og "local" bossar sem væntanlega ráða mestu í pólit. lífi innan héraðanna, ef þeir beita sér - - getur á skömmum tíma skapast mjög öflug andstöðuhreyfing í þessum svæðum.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að svo öflug gæti hún orðið, líklega með öflugum leynilegum stuðningi Pútíns, að úkraínsk stjv. gætu misst alla stjórn á þeim. Jafnvel þó að her Úkraínu sé töluvert öflugur.

  • Fyrir utan, að ef þau færu að drepa marga rússn. mælandi, gæti Pútín ákveðið að fara inn með rússn. herinn.

Ótti við þá útkomu, gæti leitt til þess að þau þori ekki að beita eigin her af afli, til að mæta slíkum andstöðuhreyfingum!

 

Hverjar væru afleiðingar fyrir Úkraínu að tapa A-héröðunum?

Hrikalegar efnahagslega, því þarna er rjóminn af iðnaðinum í landinu. Og megnið af þjóðarframleiðslu. Landið gæti aldrei mögulega staðið undir núverandi skuldum. Og af og frá að það gæti gengið upp, að taka dæmigert AGS prógramm.

En þ.e. eiginlega forsenda þess að hugsanlegt AGS prógramm gangi upp, að það verði ekki alvarlegur klofningur innan landsins, að það haldi núverandi "economic assets" innan landamæra.

  • Þetta er þ.s. ég hef verið að benda á, hve öflug tæki Pútín hefur til þess að gera það afskaplega dýrt fyrir Vesturlönd, að halda Úkraínu á floti.
  • En ef uppreisn hefst í þeim héruðum með rússn. mælandi meirihluta, þá hætta væntanlega skatttekjur þaðan að berast til úkraínska ríkisins.

En Pútín þarf meira að segja ekki að ganga þetta langt - - það að setja "tolla" á útflutning Úkraínu til Rússlands, væri öflug leið til þess að "lækka lífskjör" í Úkraínu.

Auk þess, að við það mundu skatttekjur stjv. í Kíev skreppa saman.

 

Niðurstaða 

Þ.e. vegna þess hve Úkraína er afskaplega viðkvæm fyrir aðgerðum ætlað að skapa sundrung og úlfúð, ásamt því hve Pútín einnig getur mjög auðveldlega beitt landið mjög öflugum efnahags þvingunum. 

Að þrátt fyrir allt sem á hefur gengið, sé ég ekki vænlegan kost annan fyrir Úkraínu. En að ná samkomulagi við Pútín.

Kröfur Pútíns liggja í reynd fyrir

  1. Aukið sjálfstæði héraða.
  2. Rússn. jafngilt tungumál á við úkraínsku.
  3. Að Úkraína verði ævarandi hlutlaus, gangi aldrei í NATO.

Krafan virtist reyndar um afskaplega mikið sjálfræði einstakra héraða frá miðstjórnarvaldinu í Kíev. Að þau hefðu hátt hlutfall skatttekna til eigin nota.

Það getur verið erfitt að "skvera" þá kröfu við núverandi skuldastöðu Úkraínu - - skýr vísbending þess að það muni þurfa að skera sennilega mikið niður skuldir þess lands.

Ég á erfitt að sjá fyrir mér að Evrópa og Bandaríkin verði það "rausnarleg", ef t.d. A-héröðin fara og ganga til liðs við Rússland; að því verði forðað að sú útkoma leiði til mikillar skerðingar kjara almennings í því sem þá verður eftir af Úkraínu.

  • Ég hugsa að einungis með samkomulagi við Pútín, um einhvers konar "millilendingu" þ.e. að landið fari aldrei í NATO. Það verði t.d. sett í stjórnarskrá.
  • Verði því forðað að landið liðist í sundur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hann mun trúlega reyna að taka austasta hlutann - þann sem er byggður rússum aðallega. Það er auðvelt og á ekki að kalla á blóðsúthellingar.

Gulrótin er iðnaður af ýmsu tagi. Hann er allur öðru megin í landinu.

Þetta er það sem ESB vill ekki, vegna þess að einmitt þessi iðnaður er þeirra gulrót til að innlima pleisið.

Öllum er drullusama um íbúana, þeir mega éta það sem úti frýs. Hver fær peninginn...

Sem aftur leiðir hugann að því að Pútín hefur kannski ekkert áhuga á allri Úkraínu. Vestur hlutanum. Og ESB hefur ekki áhuga á þeim hluta heldur, þó einmitt sá hluti fengi mest út úr því að vera í ESB.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2014 kl. 17:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að þú vanmetir aðeins gildi besta landbúnaðarsvæðis í Evrópu, brauðkörfu Evrópu eins og þ.e. gjarnan kallað. Síðan er iðnaðurinn gíraður inn á Rússland. Mig grunar eiginlega frekar að V-Evr. sé áhugasöm um V-hlutann. Enda er iðnaðurinn í A-hlutanum ekki með neitt sem Evr. á ekki þegar.

--------------------

Ef Evr. hefur e-h áhuga á A-hlutanum. Sé það frekar frá því sjónarmiði að veikja Rússland. Sem mundi þá þurfa sjálft að reisa verksmiðjur, til að skipta út þeim úkraínsku í A-hlutanum er framleiða gjarnan mikilvæga þætti fyrir Rússa - fyrir utan geimflaugar Zenit og flutninga/farþegavélar Antonov. Frekar en að af A-hlutanum sé að öðru leiti beinn gróði fyrir Evrópu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2014 kl. 18:03

3 identicon

Sæll Einar Björn
Af hverju tengir þú þetta allt svona mikið við hann Pútin karlinn og/eða  Rússland, þegar að þetta Rússneska fólk þarna í Úkraníu er svona ónægt með sjálfskipuð stjórnvöld þarna, svo og í öllum þessum héruðum ( "What happens to Ukraine will be a model for the rest of us" )?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 23:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn - hann er að spila með þá óánægju, nota hana. Hann hefði getað gert það þveröfuga, að leita eftir því að slá á óánægju - t.d. hefði getað boðið Úkraínu að halda "fjármögnunarpakkanum" er hann bauð fyrri forseta. Þó ekki alfarið án skilyrða, hefði með öðrum orðum getað beitt "gulrótaraðferðinni" í stað þess að beita hótunaraðferðinni. Sem sagt, ekki skipað hermönnum sínum, tað taka Krímskaga yfir. Og sleppt því að kaupa mann til verks, að vera "stooge" eða lepp leiðtogi fyrir hann á Krímskaga. Látið vera að standa fyrir þeirri valtatöku þar er bersýnilega er algerlega hans aðgerð. Sú aðferð hefur eðlilega gert samskipti Úkraínu og hans afskaplega erfið. Og sáð viðbótar tortryggni milli "þjóðahópanna" innan Úkraínu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2014 kl. 23:51

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þetta er bara ekki rétt, því það voru Bandaríkjamenn er stóðu fyrir því magna upp og spila með óánægju fólks með því þá að borga hverjum og einum mótmælanda 15-25 evrur á dag til þess að halda upp ofbeldi þarna (
US and EU Are Paying Ukrainian Rioters and Protesters).

Allt þetta Coup (
Coup d'Etat in Ukraine) hjá þeim tókst mjög vel, og auðvita stóð aldrei til að semja um að halda kosningar eins og boðið hafði verið uppá í miðjum mótmælunum, heldur var planið alltaf að rústa öllu og rekja alla hina þingmennina í burtu ásamt forseta og taka við.
Af hverju eiga stjórnvöld í Rússlandi að standa við einhvern 'fjármögnunarpakka' við þessa  umboðslausu og ólýðræðislegu Neo- Nazi stjórn?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 01:14

6 identicon

World War III Risk Due to U.S. Meddling in Ukraine!
http://www.youtube.com/watch?v=6_tt7uLmq3s

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 01:27

7 Smámynd: Snorri Hansson

Mál Ukrainu og "uppreisnin" þar hefur farið í mig mjög svipað og  Þorstein Sch Thorsteinsson.

 Það eru vesturlönd sem hafa verið með puttana í þessu og hrópa upp " ljótu rússar" lævísi Pútin" til að breiða yfir skítinn sinn. Hvað í ósköpunum gat Pútin annað gert á  Krimskaga ?

Nú kemur lánið frá ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur með sitt  og gerir sínar aðgerðir  sem verða auðvitað með Grísku yfirbragði.  Lífskjör almennings skorin við trog enn frekar.  Þá er alls ekki víst að austur héruðin, að mestu mönnuð rússum  þurfi svo mikinn "undirróður frá Pútin" til að skylja sig frá og verða rússar (aftur). Þá situr ESB uppi með restina. Verði þeim að góðu.

Snorri Hansson, 20.3.2014 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 847140

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband