Kína virðist vera að gera tilraun til að slátra efnahagsbólu án þess að það framkallist "krass!"

Það hefur vakið athygli þ.s. virðist innan Kína vera "bólu-krass" í hægagangi. En stjórnvöld virðast vera að gera tilraun til að "sprengja" með ýtrustu varfærni "graftarkýli" í hagkerfinu, án þess að það leiði til eiginlegrar kreppu eða efnahagshruns.

Þarna má sjá að verki áhugaverða tilraun til - - stýrðrar lendingar á hagkerfinu!

Þetta er eins langt frá "frjálshyggju" og hugsast getur - - þ.e. stjv. virðast vera að velja og hafna, þegar þau ákveða "hver verður gjaldþrota" og hver er of mikilvægur til þess að óhætt sé að heimila gjaldþrot?

Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvort kínv. stjv. tekst að tempra niður þá risastóru fjármagnsbólu sem myndast hefur innan einkahagkerfisins, án þess að það gerist sem nær alltaf - að það verði leiðrétting í formi kreppu!

Let a hundred companies fail

George Magnus - China’s financial distress turns all too visible

 

Áhugaverð er útskýring ritstjóra Financial Times!

  1. "Since taking off five years ago, China’s debt market has had the appearance of a one-way bet."
  2. "The country’s turbocharged growth meant corporations were typically in good enough financial health to pay back their loans."
  3. "But even those companies that ran into trouble did not face the risk of default, since the government would order state-owned banks to ride to their rescue."
  4. "The same principle applied to local authorities, which were put in the position to borrow large sums of money via off-balance sheet financial vehicles."
  • "The era of riskless borrowing came to an abrupt end this month, when the authorities decided to let Chaori, a solar-cell maker, miss an interest payment on a bond, triggering the first default in China’s modern history."

Þessi 5 ár hafa skuldir hagkerfisins - - vaxið úr 130% í 230%.

Þetta er sennilega "hraðasta" skuldasöfnun sem þekkist á seinni tímum í meiriháttar hagkerfi.

Í ljósi þess að fram að þessu höfðu allir lánveitendur verið varðir - - þá blasir við að líkur eru yfirgnæfandi á því að mikið sé af "óvönduðum" lánum.

Sú lánabóla er varð til á Íslandi - - var nægilega herfilega slæm, þó hefur það prinsipp verið til staðar frá upphafi, að menn verða gjaldþrota ef þeir ráða ekki við lánin sín, eða þ.e. a.m.k. bankinn sem þá ræður þeirri útkomu - - ekki stjv.

Ritstjórinn bendir einnig á þ.s. hann kallar "credit chain" þ.e. að stór fyrirtæki "ábyrgist" lán fyrirtækja gjarnan "íhlutaframleiðenda" sem eru háð stóra fyrirtækinu - - sé algeng í Kína. 

  • Þannig að stórt gjaldþrot gæti "tekið niður heilt fyrirtækjanet."

Síðan eru merkileg þessi  "off-balance sheet financial vehicles" sem hann nefnir, en ég hef lesið um þau - - en kínv. bankarnir virðast hafa stundað áhættu lánsfjármögnun með "nýstárlegum hætti" þ.e. þeir gerast "brokers" þ.e. milligönguaðili í lánaviðskiptum þ.s. fyrirtæki óskar eftir láni, en bankinn auglýsir þá ósk "sem fjárfestingartækifæri" "höfum í huga að öll lán höfðu fram að þeim tíma verið örugg" "sama hversu vitlaus þau voru."

Þ.s. þetta þíðir er að - - þegar skuldabréfið fellur. Þá standa þeir einstaklingar sem lögðu fram fé í púkkið uppi með sárt ennið, þ.e. tapa sínu fé.

Meðan að bankinn sleppur - - það hefur verið gríðarlegur vöxtur í slíku formi "shadow banking" þ.s. þetta var eftir allt saman auglýst sem "gróði án áhættu."

  • Og það virtist a.m.k. "satt" þessi 5 ár.
  1. Með þetta í huga - - þá get ég ekki ímyndað mér þær fjárhagslegu rúllupylsur sem líklega hafa orðið til innan kínv. einkahagkerfisins.
  2. Þær eru nægilega slæmar stundum, þegar menn vita að lán geta tapast.
  3. Þær hljóta að vera miklu mun verri, eða það virðist rökrétt, í hinu kínv. efnahagsumhverfi, sem fram að þessu hafði verið "risk free" eða svo töldu menn að stjv. hefðu lofað.

Auðvitað er það svo að það er aldrei neitt - - sem ekki hefur nokkra hina minnstu áhættu.

Stóra spurningin er - - hvort þ.e. virkilega mögulegt fyrir kínv. stjv. að sprengja graftarkýlin, án þess að einkahagkerfið innan Kína detti í dæmigerða "kreppu?"

Efasemdir eru rökréttar, þ.s. ég get ekki í fljótu bragði nefnt eitt einasta hagkerfi sem hefur vaxið frá fátækt upp í ríkidæmi, án þess að lenda a.m.k. einni stórri kreppi á þeirri vegferð.

 

Niðurstaða

Eins og Magnus bendir á, þá er þessi tilraun kínv. stjv. líkleg til að hafa verðhjaðnandi áhrif. Það hefur vakið athygli, að verðlag á hrávörum sérstaklega málmum sem Kína hefur keypt mikið af í seinni tíð - - hafa verið að falla nýverið. Bersýnilega vegna þess að hægt hefur á eftirspurn innan Kína.

Það virðist gersamlega öruggt að frekari tilraunir kínv. stjv. til að lenda hagkerfinu án brotlendingar, muni leiða til þess að frekar en nú þegar orðið er muni hægja á hagvexti innan Kína.

Vandinn við það, er náttúrulega sá - - að þegar alvarleg lánabóla hefur myndast. Þá þarf ekki endilega meira til svo að gjaldþrotahrina fari af stað, en að hagvöxtur minnki.

Ef gjaldþrotahrinan hefst, getur hagvöxtur á undraskömmum tíma orðið að niðursveiflu.

Hvað haldið þið - - mun Kína sleppa við þá klassísku leiðréttingarkreppu er virðist framundan?

Eða mun sú kreppa skella yfir?

Ef Kína dettur í raunverulega kreppu, þá mun bersýnilega verða "verðhrun" á dæmigerðum "commodities" þ.e. hrávörum. Það mundi m.a. þíða verðhrun líklega á áli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband