Ráðlegast að halda þjóðaratkvæðagreiðslu tengda spurningunni um aðildarviðræður samhliða nk. Alþingiskosningum!

Rifrildið um þjóðaratkvæði um það hvort þjóðin vill ræða við ESB eða ekki. Er augljóslega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki kynnt nokkra dagsetningu. Um það hvenær sú atkvæðagreiðsla skala fara fram.

Það væri augljóslega ekki nokkrum manni í hag að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu innan kjörtímabilsins, þ.e. ekki heldur viðræðusinnum.

Því að ríkisstjórn skipuð ráðherrum og með þingmeirihluta sem er andvígur aðild, mun bersýnilega aldrei ljúka samningum á kjörtímabilinu. Þó svo að niðurstaða atkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort þjóðin vill að viðræður fari fram - hafi skilað meirihluta "já."

  1. Til þess að binda enda á þetta rifrildi - - væri einfaldast að kynna dagsetningu.
  2. Og þ.e. langsamlega skynsamast að halda þá atkvæðagreiðslu samhliða nk. þingkosningum.

Þetta ætti að geta virkað fyrir alla - þ.e. andstæðinga aðildar, þá sem eru áhugasamir um viðræður en ekki endilega aðild, og þá sem eru áhugasamir um aðild og vilja þess vegna viðræður.

En þ.e. ekki nokkur möguleiki á annarri útkomu en algerum farsa, ef ríkisstjórnin væri knúin til að hefja viðræður.

Þ.s. hún mundi að sjálfsögðu aldrei treysta sér til að ljúka þeim, þ.s. stjórnin er eftir allt saman andvíg aðild.

Þannig, að aðildarviðræður væru látnar fara af stað, en engar ákvarðanir gætu verið teknar - - því ráðherrarnir sem væru ósammála þeirri líklegu niðurstöðu sem viðræðurnar leiða fram, gætu aldrei samþykkt þær útkomur - þannig að engum útistandandi köflum væri lokað.

  • Þannig séð gæti stjórnin hangið á því, að þó svo að hún sé knúin til viðræðna!
  • Þá sé hún ekki endilega skuldbundin til að ljúka þeim.

Ég held að meira að segja aðildarsinnar og viðræðusinnar, ættu að geta orðið sammála um það - - að við Íslendingar ættum ekki að gera mótherjum okkar við samningaborðið það, að neyða þá til að upplifa slíkan farsa.

Það væri augljóslega þjóðinni til minnkunar - - gerði hana að atlægi.

En þ.e. enginn möguleiki á því, að ríkisstjórnin sem er andvíg aðild, samþykki að setja samninganefnd skipuð pólitískum andstæðingum hennar - - síðasta samninganefnd var að sjálfsögðu skipuð einlægum aðildarsinnum, "ekki hlautlausum fræðimönnum."

Það eru engir hlutlausir fræðimenn - sem unnt væri að afhenda málið, og láta afgreiða það með algerlega óhlutdrægum hætti.

Málið er stórpólitískt hvernig sem á það er litið! Það eru engir sem geta verið hlutlausir í því. Þ.s. eftir allt saman, allir þættir málsins eru háðir mati þess útkoma byggir algerlega á sýn viðkomandi.

 

Hvað næst fram ef atkvæðagreiðslan er haldin samhliða þingkosningum?

Nú, ef þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vill setja viðræðurnar aftur af stað, er haldin samhliða nk. Alþingiskosningum 2017. Þannig að þjóðin er að greiða er hver og einn gengur inn í kjörklefa, fær 2-stk. atkvæðaseðla.
  1. Annar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
  2. Hinn fyrir Alþingiskosningarnar. 

Þá kemst þjóðin ekki hjá því, að hafa spurninguna um aðild í huga inni í kjörklefanum. Og því ofarlega í huga, þegar hún í það skiptið - velur hverjir eiga að stjórna landinu næst.

Það að sjálfsögðu tryggir það ekki 100% að þjóðin muni velja ríkisstjórnarflokka, út frá spurningunni um aðildarviðræður, þetta eingöngu eins og ég sagði - hámarkar líkur þess að svo verði.

Þannig að þá mundu nk. Alþingiskosningar um leið verða að þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna um aðildarviðræður.

Ég mundi líta svo á, að ef núverandi stjórnarflokkar í það sinnið halda áfram - þá væri það svar þjóðarinnar við aðildarspurningunni, jafnvel þó svo að um þá spurningu hefði þjóðin í reynd sagt "já" en samt kosið núverandi stjórnarflokka til valda. En þá teldist ekki mikil alvara að baki því "já."

Á hinn bóginn, væri þetta tækifæri aðildarsinna, og einnig viðræðusinna sem kannski eru ekki endilega aðildarsinnar,  að sannfæra þjóðina.

  • Höfum í huga að 2017 ætti margt um Evrópusambandið vera farið að skýrast, þ.e. hvert sambandið sjálft er að fara á sinni vegferð, er hófst þegar kreppan í Evrópu byrjaði.
  • Þannig séð því, ætti þjóðin að vera betur upplýst um framtíðarstöðu ESB en hún gat áður verið.
  • Því hennar upplýsta ákvörðun af hærri gæðum, en hún hefði áður getað verið.

Ég bendi að auki á mjög áhugaverða skýrslu starfsmanna Framkvæmdastjórnar ESB fyrir þá sem ekki enn hafa séð hana, og nánar tiltekið á mjög áhugaverða mynd sem sjá má á bls. 11.

Quarterly Report on the Euro Area.

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/potential_growth.jpg

Takið sérstaklega eftir línunni sem er merkt "Euro area potential growth." Og enn fremur, sjáið hvernig "potential growth" minnkar stöðugt árin eftir 2000.

Það sem þetta segir okkur er að evran hafi alfarið misheppnast sem aðferð til hagvaxtarlegs viðsnúnings fyrir ESB.

Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar - - bendi fólki einnig á að lesa nánar þetta plagg, en þar kemur enn fremur fram spá sérfræðinga Framkvæmdastjórnarinnar, þess efnis að 2023 verði lífskjör evrusvæðisríkja einungis 60% af lífskjörum í Bandaríkjunum, vegna þess hve afskaplega lélegur meðalhagvöxtur evrusvæðis verði í millitíðinni þ.e. 0,9% sbr. á bilinu rúmlega 2% til 3% fyrir Bandaríkin.

2017 ætti það þegar verið að sjást vel - hvort þessi spá sé ekki örugglega að rætast.

Þ.s. ég er að segja, er að við sjálfstæðissinnar höfum ekkert að óttast með því, að lísa því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram samhliða nk. kosningum til Alþingis.

Legg ég því til að ríkisstjórnin tilkynni sína fyrirætlan, að halda þá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum 2017. Og málið er dautt og rifrildið koðnar niður.

Líkur eru mjög miklar á því að það blasi við árið 2017 að ESB sé ekki sérdeilis spennandi valkostur.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórnin tilkynni að þjóðaratkvæðagreiðsla um þá spurningu hvort þjóðin vill að viðræðum um aðild að ESB sé framhaldið eða ekki - fari fram samhliða kosningum til Alþingis árið 2017. Þetta sé niðurstaða sem sé sú besta í boði fyrir alla miðað við núverandi aðstæður og síðustu kosningaúrslit. Þessi niðurstaða mundi ekki seinka aðildarviðræðum miðað við þá seinkun sem orðin er og er óhjákvæmileg vegna úrslita Alþingiskosninganna 2013. En þ.e. ekki nokkur möguleiki að núverandi stjórnarflokkar mundu klára viðræður þó þeir væru knúnir til að halda þær. Með þessu væri aðildarsinnum veitt afskaplega sanngjarnt tækifæri til að sannfæra þjóðina um það - að sá valkostur sem þeir bjóða upp á sé hinn rétti fyrir land og þjóð. Og þetta væri raunverulegt tækifæri!

Ég persónulega tel að 2017 verði það kýrskýrt að ESB sé ekki hagstæður valkostur fyrir land og þjóð. Þannig að sjálfstæðissinnar séu ekki að taka neina umtalsverða áhættu með því að skuldbinda sig til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður samhliða nk. þingkosningum.

Best sé fyrir alla einmitt, að lísa þessu yfir sem fyrst - - til þess að binda enda á rifrildið um það, hvenær skal kjósa um málið.

Þessi tímasetning sé sú besta fyrir alla!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er mikilvægara Einar minn að ljúka rifrildi með þvi að láta eftir frekjuliðinu að kjósa um áframhald viðræðna við Esb.Það kom skírt fram í stefnuskrá Sjálfstæðisflokkks sem viðræðusinnar kjósa að misskilja,að ekkert verður af,meðan ekki er boðað til þess,því stefna þeirra og Framsóknar er að Esb-aðild samrýmist ekki hagsmunum okkar. Þeir af ,,viðræðusinnum,, sem tjá sig hér á Mbl. er tíðrætt um ,hræðslu okkar sem erum alfarið á móti aðild,við að kjósa um það,sem má með sanni herma upp á þá sjálfa sem felldu sanngjarna tillögu þar um 2009. - Ekki er ég í vafa um og allir vita að flestir Íslendingar hafna Esb,aðild. Auðvitað óttast maður menn sem í engu svífast til að svifta okkur sjálfræði,þeim er ekkert heilagt í þeim efnum,það höfum við fengið að sjá. Ég er ein af mörgum sem vill að við skilum umboðslausri umsókn í Esb. Það getur alþingi gert rétt eins og til þessarar umsóknar var stofnað. Þakka þér Einar allar þínar fróðlegu greinar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2014 kl. 04:34

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með Helgu hér að ofan.

Það á slíta þessum ESB aðildarviðræðum og afturkalla umsóknina þegar í stað.

Að því loknu mætti hinns vegar vel hugsa sér að ákveða sérstakelga og sjálfsstætt að kjósa um afstöðu þjóðarinnar til ESB undir lok næsta kjörtímabils.

Það á alls ekki að kjósa um þetta mikla deilumál samhliða Alþingiskosningum af því að þá myndi ESB málið skyggja á þingkosningarnar og öfugt það er að þingkosningarnar skyggðu á ESB málið. Þetta mál er það stórt að það krefst þess að fá allan fókusinn og ekki að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar geti sloppið við að taka afstöðu með því að skýla sér á bak við einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu.

En þetta á heldur ekki að gera með einhverjum loðnum spurningum um einhverjar óskilgreindar tímalausar aðildar- og aðlögunarviðræður við ESB.

Þetta á að gera með einni lykilspurningu: Villt þú að þjóðin stefni að ESB aðild Íslands? - Já eða nei ?

Þetta er vegna þess að til þess að einhver alvara og þungi á að vera í umsókn um aðild þá þarf að vera skýr vilji þjóðarinnar til að vilja inn í Evrópusambandið.

Þetta er líka alveg í samræmi við inngönguskilmála ESB sjálfs, en þar segir þetta skýrum orðum.

Gunnlaugur I., 19.1.2014 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 512
  • Frá upphafi: 847233

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband