Samkomulag aðildarríkja ESB um Bankasamband í vandræðum vegna deilna við Evrópuþingið!

Þarna kemur til það - að þingið er ósátt við samkomulag sem leiðtogar aðildarþjóðanna og ráðherrar aðildarþjóðanna komust að sín á milli, um sameiginlegan "slitasjóð."

Þingið er ósátt, að það samkomulag var gert beint milli ríkisstjórna aðildarríkjanna og þar með algerlega framhjá hinu venjubundna ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins, þ.s. þingið hefur mikilvægt hlutverk.

Þingið er sem sagt "ósátt við aðferðina" sem það telur "ólöglega" og hins vegar er það ósátt við sjálft samkomulagið, þ.e. fyrirkomulag þess "sameiginlega slitasjóðs" sem ríkin samþykktu að koma á fót.

European Parliament challenges plan for €55bn bank rescue fund

  1. Þingið vill að sjóðurinn taki til starfa 2018 en ekki 2026.
  2. Það vill einnig að sjóðurinn verði betur fjármagnaður, þ.e. telur hann of veikan.
  3. Það vill að sjóðurinn hafi aðgang að "lánalínu" til að draga sér fé - - ef sjóðurinn þarf á meira fé að halda. Líklega er verið að tala um þá hugmynd að sjóðurinn hafi lánalínu við Seðlabanka Evrópu. Þannig aðgang að "tæknilega séð" takmarkalausri fjármögnun.
  4. Ekki síst að þingið vill einfalda ákvarðanatökuferlið sem snýr að beitingu fjármuna sjóðsins, gera hann að sjálfstæðari stofnun en núverandi samkomulag hljóðar upp á.

Þarna er núverandi þing komið í bein átök við ríkisstjórn Þýskalands. En það samkomulag sem aðildarþjóðirnar náðu sín á milli í desember sl., var það mesta sem ríkisstjórn Þýskalands var til í að sætta sig við.

En skv. því verður svokallaður "slitasjóður" sem fjármagnaður á að vera af bönkum í aðildarríkjum, búinn til 2026 með því að "slitasjóðir" einstakra landa sem fram að þeim tíma verða fyrir hendi og fjármagnaðir eingöngu af bönkum í hverju landi fyrir sig renna saman í einn sameiginlegan.

Skv. því leggja aðildarríkisstjórnirnar því sjóðakerfi ekki til neitt fé - með beinum hætti. Skv. stefnu ríkisstjórnar Þýskalands, að kerfið verði eingöngu fjármagnað af bönkunum.

Að auki, er ríkisstjórn andvíg því að sjóðurinn fái lánalínu hjá Seðlabanka Evrópu, því það mundi fela í sér þá hættu - - að opna bakdyraleið að því að Seðlabanki Evrópu endurfjármagni bankakerfi Evrópu í gegnum þann slitasjóð með "seðlaprentun."

Tja eins og "US Federal Reserve" og "Bank of England" gerðu á sínum tíma.

Þjóðverjar eru og hafa verið mjög andvígir seðlaprentun af nokkru tagi - - vegna eindreginnar andstöðu við allt það sem getur stuðlað að aukinni "verðbólgu."

En það væri að sjálfsögðu mjög sterk freisting að nota lánalínuna ef í óefni er komið, þ.s. eftir allt saman er bankakerfið aðildarþjóða ESB það risastórt þ.e. ca. 3-föld þjóðarframleiðsla ESB, að ef meiriháttar fjármálaóstöðugleiki steðjar að getur fjármögnun í gegnum Seðlabankann með beinni prentun verið eina leiðin sem fær mundi vera til þess að verja kerfið falli.

  • Ég sé ekki fyrir mér að ríkisstjórn Þýskalands muni láta undan kröfu Evrópuþingsins, en það hótar að kæra núverandi málsmeðferð fyrir Evrópudómstólnum.

-------------------------------------

Á hinn bóginn munu kosningar til Evrópuþings fara fram í aðildarríkjum ESB dagana 22-25 maí nk. Og það má vænta nokkurra breytinga á liðsskipan þingsins í þeim kosningum.

T.d. eru líkur á að næsta þing verði "síður" Evrópusinnað, og ef til vill - hallara undir sjónarmið ríkisstjórnar Þýskalands en núverandi liðsskipan þess.

Þannig að verið getur, að ríkisstjórn Þýskalands muni sætta sig við það, að deilan milli þingsins og aðildarríkjanna um endanlega niðurstöðu mála verði í hnút þangað til a.m.k. að afstaða nýkjörins þings liggur fyrir einhvertíma síðsumars nk. sumar.

 

Niðurstaða

Ég tek reyndar undir að mörgu leiti sjónarmið þingmannanna. En þ.e. alveg rétt að sjóðurinn verður alltof veikur - með einungis 55 milljarða evra. Sem dæmi kostaði hrun "Anglo Irish" bankans eins og sér um 30 milljarða evra. Og það eru margir miklu stærri bankar en "Anglo Irish" bankinn sálugi innan aðildarríkjanna. Þannig að sjóðurinn mundi geta mjög augljóslega þurrkast út.

Síðan mundu geta skapast vandræði milli 2014 og 2026 áður en einstakir "slitasjóðir" fjármagnaðir innan einstakra aðildarríkja eiga að renna saman og mynda þann sameiginlega sjóð. Og ekki augljóst hvernig þau vandræði mundu leysast. 

Þó skv. núverandi samkomulagi hafi sjóðir einstakra landa rétt á að fá lán frá eigin ríkissjóð eða frá slitasjóði næsta lands, þá virðist augljós hætta á því að ef vandi verði inna einstaks lands eða einstakra landa. Að eina leiðin verði að leita til björgunarsjóðs evrusvæðis sbr. "ESM."  Þannig að skattborgarar þess lands eða þeirra landa, muni verða knúnir til að taka á sig skellinn eins og varð í tilviki Írlands um áriö.

Þannig að innan núverandi fyrirkomulags, eru tengslin milli banka og ríkja ekki enn rofin. Þannig að bankavandræði geta enn leitt til skuldavandræða ríkissjóða, og víxlverkast og skapað nýja fjármálakreppu innan Evrópu.

Ég hef því vissa samúð með afstöðu þingmannanna, að eina leiðin sé líklega að næst endurfjármagna bankana með seðlaprentun - - þó að ég á sama tíma sjái engan möguleika á því að ríkisstjórn Þýskaland muni gefa sína afstöðu eftir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 512
  • Frá upphafi: 847233

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband