Gengi krónunnar of hátt - Robert Aliber

Eins og títt er, þá hélt hinn þekkti hagfræðingur Robert Aliber fyrirlestur í HÍ í dag, sjá: Hagstjórn á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil. Skoðanir hans og hugmyndir vekja að sjálfsögðu athygli vegna þess, að hann var einn af þeim fáu sem spáði falli bankanna íslensku fyrir hrun.

  • Gengi krónunnar of hátt!

Þetta fannst mér eitt af því skemmtilegasta sem fram kom hjá honum, en hann vill meina að krónan sé of hátt skráð í dag. Sem mig grunar að mjög margir muni mótmæla.

En hann nefndi kostnaðinn við leigubíla-akstur héðan. Væri töluvert dýrara að vera ekið á leigubíl frá Flugstöð Leifs Eíríkssonar heldur en frá Kennedy Flugvelli í Washington og niður í miðborg þar. 

Sagði að Seðlabanki Íslands ætti að kaupa gjaldeyri - til þess að lækka gengið.

  • Mistök að hafa haft flotgengi!

Ég tek eiginlega undir þá gagnrýni, verð að segja að ég hef efasemdir um hans uppástungu, að Seðlabankinn kaupi í dag fullt af erlendum gjaldeyri, líklega sé ekki slíkt svigrúm til gjaldeyriskaupa til staðar eins og staðan er í dag, en það hefði ekki verið neitt vandamál árin 2002-2006 t.d., þegar Ísland hafði AAA stimpil helstu matsfyrirtækja. 

Seðlabankinn hefði þá ekki átt í neinum vandræðum með það, að kaupa fyrir útgefnar krónur þá dollara eða þau pund eða þær evrur, sem hann hefði þurft. Til að halda niðri gengi krónunnar.

Til að stemma stigu við tilraunum annarra aðila, m.a. fjármálafyrirtækja - til að hækka gengið. Svo eftirspurn eftir lánum mundi aukast, innflutningur aukast.

  • Setja krónuna í myntkörfu!

Alveg til í það. Hann leggur til þess, að karfan sé með rúmu svigrúmi. Þannig að gengið sé "semi" fljótandi, Seðlabankinn kaupi krónur eða selur, eftir því sem við á. 

Þetta krefst þess þó að höft séu losuð og lágmarks traust sé endurreist. En leiðin til þess, er að endurreisa trúverðuga gengisskráningu. Sem er einungis mögulegt ef höft eru losuð, og sú peningastífla sem hér er til staðar.

Að viðhalda körfu krefst þess að hagkerfinu sé stjórnað sæmilega vel, en Seðlabankinn getur ekki varið hana - þá meina ég virkilega getur það ekki, ef stjórnvöld sinna ekki hagstjórn af viti.

Seðlabankinn getur ekki einn setið vaktina, stjórnvöld verða að spila með.

  1. Eitt mikilvægasta atriðið er, að kjarasamningar hér á landi séu innan raunhæfra marka.
  2. En ef þeir verða of kostnaðarsamir, mun gengið á endanum þurfa að falla niður fyrir sett viðmið körfunnar, þetta hefur gerst áður.

Lífskjör geta ekki sjálfært aukist hraðar en þjóðartekjur. Þ.e. málið, síðan þarf einnig að muna að ef stór skellur verður þ.e. þjóðartekjur verða fyrir verulegu áfalli. Þá getur einnig allt í einu skapast þörf fyrir gengið að falla umfram svigrúm körfunnar.

Þá standa menn frammi fyrir valkostum. En ef Seðlabankinn á verulegt magn af gjaldeyri, þá á landið fyrir viðskiptahalla a.m.k. um einhverja hríð.

Þá er a.m.k. tæknilega til staðar sá möguleiki, að framkvæma beinar launalækkanir - - til að viðhalda tengingunni við myntkörfuna.

Við höfum hingað til alltaf valið að yfirgefa slíkar tengingar, vegna þess að hingað til hefur annaðhvort skort vilja eða framtakssemi, til þess að framkvæma hina aðferðina.

En hún krefst þess að nægur eignagjaldeyrissjóður sé til staðar svo það sé tími til þess að framkvæma slíka "innri aðlögun" með beinum launalækkunum.

  • Aliber mælir sem sagt ekki með því að Ísland taki upp erlendan gjaldmiðil.

Vegna þess hve Ísland sé háð hrávöru útflutningi, sem séu í eðli sínu mjög sveiflukenndar greinar. Hafi Ísland þörf fyrir að framkvæma snöggar aðlaganir.

Þau orð eru áhugaverð - en það vekur spurningar um það. Hversu vítt svigrúm myntkörfu hann var að tala um.

Hann vil sem sagt meina, að annar gjaldmiðill væri of stíf leið fyrir Ísland með svo sveiflukennda atvinnuvegi.

  • Gallar í alþjóða fjármálakerfinu!

Hann vísar til hins gríðarlega fjármagns sem streymir um alþjóðakerfið, og getur á skömmum tíma skekkt mjög verðmyndun innan einstakra hagkerfa. Ég tek alveg heils hugar undir þá gagnrýni á alþjóðakerfið.

Ég held að við verðum að gæta okkar í vaxtaákvörðunum, þ.e. Seðlabankinn þurfi að íhuga aðrar leiðir en vexti. Til að stýra innlenda peningakerfinu.

Vegna þess hvernig háir vextir á sl. áratug, löðuðu að fjármagn - sem fór síðan jafn snöggt út aftur.

Þetta sé einmitt einkenni þessa fjármagns, og þetta sé sífellt að gerast út um heim.

Það sé að sækjast eftir skammtíma ávöxtun, við eigum ekki að laða það að okkur með því að viðhalda mjög háum stýrivöxtum.

Það sé mögulegt að beita öðrum úrræðum, svo sem eiginfjárbindingu viðskiptabanka og/eða lausafjárbindingu sömu aðila. Síðan ef stjv. og Seðlabankinn vinna saman, geta stjv. einnig beitt úrræðum t.d. sköttum - eigin sparnaði o.s.frv. Ég held að vexti ætti að nota mun sparlegar.

----------------------------

Vandamálið er að annar gjaldmiðill leysir ekki endilega vandann með alþjóðlega flæðandi fjármagnið, ok þá hreyfa þeir ekki við genginu.

En það þíðir ekki að slíkt fjármagn geti ekki sett allt fjármálakerfið meira eða minna á annan endann, eða raskað verðmyndun hér á landi.

Ef einhverra hluta vegna Ísland er tímabundið hagstæður skammtímafjárfestingarkostur í augum þess. Menn hafa stundum talað um það, að Ísland geti þurft að hafa þann möguleika að setja tímabundin höft á aðstreymi fjármagns - vega þess hve krónan sé lítil.

En ég held að Seðlabankinn geti vel keypt pund eða evrur eða dollara, þegar slíkt er í gangi þegar fé vill streyma inn í landið - þá sé hann ekki í vandræðum með það að útvega sér þann gjaldeyri er þarf. Þannig hindrað gengishækkun. 

Á hinn bóginn aðstreymi kviks fjármagns er samt talið hættulega mikið þó genginu sé haldið innan vikmarka með kaupum, held ég að sami vandi væri til staðar og hætta þó svo að landið hefði tekið upp annan gjaldmiðil - þ.e. hætta fyrir innlenda hagkerfið.

Seðlabankinn á -tel ég- alltaf að geta varist gengishækkun, en það er helst að gerast við aðstæður þegar hagkerfið er i vexti, hingað er að streyma fjármagn - - þá á Seðlabankinn ekki að eiga í vandræðum með það, að kaupa gjaldeyri fyrir krónur.

Og getur keypt eins mikið af þeim og hann þarf. 

Vandinn kemur þegar dæmið verkar í hina áttina, þ.e. gengið vill lækka.

Hann á þá alltaf takmarkaða sjóði, en ef Seðlabankinn gætir þess að gengið hækki ekki umfram tiltekið viðmið t.d. ef gengið er innan vikmarka í körfu.

Þá að auki ætti ekki sambærileg neyslubóla að endurtaka sig og gerðist á sl. áratug. Er síhækkandi gengi. Magnaði neyslubólu í hærri hæðir.

Á endanum stóðst að sjálfsögðu ekki ofurgengið, eða sá kaupmáttur er þá myndaðist um skamma hríð. Hann gat að sjálfsögðu ekki staðist.

  • Slík stýring er þá hluti af jafnvægisstýringu á hagkerfinu.

Ef hann verst hækkun, þá um leið hefur hann safnað nokkuð í gjaldeyrissjóð til að verjast lækkun. En auðvitað, getur hann ekki varist lækkun - - ef stjv. hafa hagað hagstjórn of óskynsamlega, eða heimilað of miklar kauphækkanir eða ef risa áfall dynur yfir.

Þá í mesta lagi kaupir sá stækkaði gjaldeyrissjóður smá svigrúm til athafna, fræðilega er þá hægt að velja snögga kauplækkun. Annars fellur gengið fyrir rest, ef ekki tekst að afnema viðskiptahallann.

En þ.e. aldrei unnt að fjármagna viðskiptahalla hér nema í mjög takmarkaðan tíma.

 

Niðurstaða

Robert Aliber sagði okkur svo sem ekkert sem við vitum ekki. Það er þó alltaf fengur að því að heyra í einstaklingum sem hafa svo góðan þekkingar bakgrunn sem hann hefur.

Ráðleggingar hans undirstrika eina ferðina enn mikilvægi þess að losa höftin. Þ.e. ekkert að því í sjálfu sér að tengja við myntkörfu. Höfum gert það áður. Tengingar hafa aldrei þó haldið til lengdar.

Málið er að þ.e. okkur sjálfum að kenna, stjórnvöldum - samtökum atvinnulífsins og að einhverju leiti þjóðinni einnig.

Lífskjör geta ekki sjálfbært aukist hraðar en nemur árlegri aukningu þjóðartekna, ef leitast er til við að hækka þau hraðar en grundvöllur er fyrir. Skapast viðskiptahalli, og eins og ég benti á að ofan, getum við ekki fjármagnað viðskiptahalla nema í takmarkaðan tíma. Á endanum af fullkomnu öryggi, fellur krónan úr myntkörfunni ef slíkur halli er ekki stöðvaður með öðrum ráðum en gengisfellingu.

Það eru ekki bara stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að skapa ekki óraunhæfar væntingar, það á einnig við um aðila vinnumarkaðar að þeir einnig bera á því ábyrgð - að dæmið ísl. hagkerfið gangi upp.

Við þurfum að taka þá umræðu, með aðilum vinnumarkaðarins. Hvort ekki sé unnt að koma sér saman um að beita beinum launalækkunum. Þegar það á við. En Seðlabankinn á aldrei endalausan gjaldeyrissjóð til að verja gjaldmiðilinn innan myntkörfu. 

Við þurfum alltaf að tryggja að hér sé annaðhvort smávægilegur viðskiptaafgangur eða viðskiptajöfnuðurinn sé nærri "0" mörgum þ.e. hvorki halli né afgangur.

Ef okkur tekt það - - þetta er lykilatriðið.

Getur tenging krónu staðist þess vegna um áratugi.

Stöðugleikinn snýst mest um okkar eigin vilja. Erum við til í að færa þær fórnir sem þarf?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Við þurfum að taka þá umræðu, með aðilum vinnumarkaðarins. Hvort ekki sé unnt að koma sér saman um að beita beinum launalækkunum.

Einar björn finnst þér líklegt að almenningur í þessu landi viljji taka þátt í þessu þegar hann  horfir endalaust upp á að embættismenn og þeir sem mest hafa fá samt aldrei nóg og eru að taka til sín LAUNAHÆKKANIRsem nema mánaðarlaunum verkamanns.

Óli Már Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 00:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og ég benti á að ofan, þá er ekki mögulegt að fjármagna viðskiptahalla á Íslandi nema í mjög takmarkaðan tíma. Ef gjaldmiðillinn er inni í viðskiptavog eða körfu, og viðskiptahalli skapast t.d. vegna skyndilegs verðfalls á okkar helstu afurðum erlendis - það verðfall stefnir í að verða ekki skammtímasveifla. Þá á endanum klárast gjaldeyrissjóðurinn sem Seðlabankinn hefur úr að spila. Þannig að hann getur ekki varið gengi krónunnar innan vikmarka körfunnar, svo að krónan fellur úr körfutengingunni eins og svo oft áður.

Tæknilega í slíku tilviki, væri unnt að redda málinu með launalækkun á alla jafnt.

Ef ekki er mögulegt að ná samkomulagi með aðilum vinnumarkaðar, um slíka reddingu skv. fyrirfram skilgreindum viðmiðum, þegar ljóst er að gengið verður ekki varið með öðrum hætti.

Þá verður sá vandi áfram, að engin tenging getur haldist til lengdar. Þetta -hafðu í huga- einnig útilokar það, að upptaka annars gjaldmiðils geti gengið upp.

Við erum þá dæmd til þess að halda áfram sömu endurtekningunni, "ad nauseum."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2013 kl. 01:29

3 Smámynd: Björn Emilsson

Að auka þorskveiði kvótann uppí 500þ tonn, myndi ráða sköpum

Björn Emilsson, 8.10.2013 kl. 02:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Robert Aliber krítaði liðugt þegar hann sagði frá taxta leigubíla. Hann nætti amk. 50% ofan á.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2013 kl. 07:28

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá er gengið líklega ekki of hátt. Ef við hugsum dæmið eingöngu í erlendri skuldastöðu - fjármögnunarþörf þeirra skulda. En jafnvægisgengi er líklega samt nokkuð lægra, ef við bætum að auki við því umframfjármagni sem hér er til staðar fast innan peningahagkerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2013 kl. 08:32

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Björn, já það væri ígildi álvers og vel það. En væri það þorandi?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.10.2013 kl. 08:33

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Robert Aliber gleymdi því að í Bandaríkjunum er bensínið helmingi ódýrara þar sem skattar á það eru lægri, bílar helmingi ódýrari af sömu ástæðu, og nýting leigubíla örugglega tvöfalt meiri þar sem menn fara ekki á einkabílum í miðbæinn í Washington.

Ef hann er er með Ronald Reagan Washington National Airport í huga, þá er sá flugvöllur nánast í miðbænum, svipað og Reykjavíkurflugvöllur hér.  Hann hefði því frekar átt að miða við kostnað við akstur frá Reykjavíkurflugvelli í miðbæinn .

Ágúst H Bjarnason, 8.10.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 1261
  • Frá upphafi: 849643

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1164
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband