Líkur á samkomulagi á Bandaríkjaþingi gætu hafa aukist!

Það er spurning hvernig maður les orð þingleiðtoga Repúblikana. En það má a.m.k. lesa þau með þeim hætti - að hann sé að bjóða upp á hugsanlega leið að samkomulagi.

Sú leið mundi þá geta falið í sér, að Obama samþykki viðbótar útgjalda niðurskurð samanborið við þann niðurskurð er þegar hefur verið boðaður og samþykktur.

En Repúblikanar í staðinn, lyfti skuldaþakinu og "Obama Care" fari á framkvæmdastig.

Slíkt samkomulag væri aldrei í sátt við "Te Hreyfinguna" sem virðist ekkert samkomulag vilja.

En það gæti verið að hófsamari hluti Repúblikana og Demókratar, geti myndað sátt einhvern veginn á þeim nótum.

Boehner Ties Deal to Talks on Debt

"House Speaker John Boehner (R., Ohio) said Sunday" - "The votes are not in the House to pass a clean debt limit, and the president is risking default by not having a conversation with us," - "I'm not going to raise the debt limit without a serious conversation about dealing with problems that are driving the debt up."

Ef umræðan er færð yfir á það plan, að snúast almennt um skuldastöðu Bandaríkjanna.

Stöðu fjárlaga - - í stað þess að snúast um "OB" sérstaklega.

Þá gæti vel myndast forsenda fyrir samkomulag einhvern tíma áður en næstu vika er á enda.

En þ.e. nauðsynlegt að a.m.k. útlínur samkomulags blasi við, þegar endir næstu viku nálgast.

Annars væri raunveruleg hætta á umtalsverðri paník á mörkuðum.

 

Niðurstaða

Ég held að heimurinn og Bandaríkin geti vel unað sátt einhvern veginn á þeim nótum. Að Obama samþykki viðbótar niðurskurð fjárlaga. En Repúblikanar á móti, umberi það að "Affordable Care Act" eða "Obama Care" komist til framkvæmda, þ.e. verði fjármagnað. Skuldaþakinu verði lyft í tæka tíð.

Einhver viðbótar niðurskurður, mun ekki binda enda á hagvöxt í Bandaríkjunum.

Hann er reyndar ekki hraður. Hefur þ.s. af er ári ekki mælst yfir 1,5%. Frekari niðurskurður getur hægt á enn frekar. 

En svo fremi sem hagvöxturinn hverfur ekki alfarið, þá munu allir anda léttar.

Þessari deilu lýkur þá án umtalsverðra boðafalla.

Annað verður auðvitað, ef í ljós kemur í vikulok - að ekkert samkomulag er í augsýn. Þá yrði fjandinn laus.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 1258
  • Frá upphafi: 849640

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1162
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband