Ríkisfjölmiðli Grikklands var lokað - - ekki af sparnaðarástæðum!

Þetta hljómar ef til vill einkennileg fullyrðing. En skv. frétt Financial Times, er ríkisfjölmiðill Grikklands ekki rekinn af fjárlögum. Þannig að lokun ERT sparar ekki eina evru af fjárlögum. En svo vill skemmtilega til, að eigi að síður þarf gríska ríkið af reka tiltekinn fjölda ríkisstarfsmanna þ.e. 2000 - fyrir júlí nk.

Greek coalition under pressure after sudden closure of public broadcaster 

"Ert's main source of revenue is a levy on electricity bills charged in a per-household basis." 

"Months of foot dragging by cabinet ministers over cutting public sector payroll forced the premier to take drastic action to ensure that Greece was in a position to sack 2000 state workers by July as agreed with the EU and International Monetary Fund." 

Að baki þeirri ákvörðun með öðrum orðum, að skyndilega loka "ERT" liggi skortur á samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar, um aðrar lausnir á því - hvar skal finna þá 2000 ríkisstarfsmenn.

Sem skv. samkomulagi Grikklands við "þrenninguna" svokölluðu, Grikkland þarf að vera búið að reka ekki síðar en nk. júlí.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með Grikklandi, en þetta er einungis í sarpinn.

En þúsundir ríkisstarfsmanna, þarf að reka til viðbótar fyrir árslok, ef ríkisstjórnin á að geta staðið við björgunarprógrammið.

Þeir geta ekki rekið sömu starfsmennina tvisvar!

 

Niðurstaða

Þetta er lítill hluti af grísku tragedíunni. Farsinn í tenglum við ríkisfjölmiðilinn. Fyrir utan að þar virðist að hann hafi verið eitt af því sem hefur lengi verið rotið í gríska kerfinu. En að sögn eru nær allir starfsmenn pólitískt ráðnir, það rak í reynd 4 stöðvar með samanlagt áhorf 20%, auk 2-ja symfóníuhljómsveita. Þetta á allt að minnka verulega. En þetta samt sparar ríkinu ekki neinn pening.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Einar, ERT er ekki rekið gegnum fjárlög Grikklands, heldur fyrir nefskatt, ekki svipað og hér á landi. Þessi nefskattur er svo innheimtur samhliða raforkureikningum þeirra Grikkja.

Ekki hefur heyrst að þessi nefskattur muni falla niður samhliða lokun stöðvarinnar og líklegt að haldið verði áfram innheymtu hans. Að ríkið muni ætla sér að nota þennan nefskatt til annara hluta.

Það mun því engin áhrif hafa á fjárlög Grikkja þó stöðinni sé lokað, en hugsanlega auka tekjur ríkissjóðs þeirra.

Hitt er einnig rétt, að gríska stjórnin berst við að standa við gefin loforð til þríeykisins, eða kanski öllu heldur kröfur þess á ríkisstjórnina, um að fækka starfsmönnum ríkissins um ákveðna tölu. Það má því gera ráð fyrir að þar liggi mesti hvatinn að lokun stöðvarinnar.

Annars er staða Grikklands orðin svo vonlaus að einungis er spurning hvenær uppúr sýður meðal þjóðarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 12.6.2013 kl. 23:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Átti auðvitað að vera "ekki ósvipað" í fyrstu setningu.

Gunnar Heiðarsson, 12.6.2013 kl. 23:59

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svo er það litla Kýpur, ég veit ekki hve mikið þeir falla á þessu ári. En það hlýtur að vera meir en 8% sem spáð er. En ennþá er víst það ástand, að fyrirtæki og einstaklingar geta ekki losað um meir en 10% af fé á reikningum. E-h rúml. 10% myndi ekki koma á óvart. Þeirra skuldastaða hlýtur að verða óviðráðanlega þegar á nk. ári. Tja, 145% í ár, svo minnkar hagkerfið um milli 10-15%, svo aftur kannski 10%. Ekki tekið mið af ríkishalla.

Ítalía með stefnir í 130% skuldastöðu, ef samdráttur heldur þar áfram, svo 140%. Þegar með ca. þjóðarframleiðslu 1998. Ég veit ekki hvað þeir ætla að gera, en í sl. viku gafst "ECB" upp á aðgerðaplani, ætlað að draga úr vaxtamun sem hefur myndast milli S/N-Evr. innan evru. "ECB" er eini aðilinn sem í reynd getur e-h gert í því að minnka hann! Það verður áhugavert að fylgjast með Ítalíu einnig - - en þeir vita mjög vel af því. Að án hagvaxtar er staða þeirra "vonlítil."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 847086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 416
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband