Er rangt fyrir kynslóðir nútímans að nýta þ.s. ekki er unnt að nýta á morgun?

Rétt er að hafa í huga, að þegar menn bera okkur í dag saman við siðmenningar fyrri tíðar, sem sannarlega eiga allar sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti. Hætt að vera til. Þá er rétt að árétta að sennilega aldrei áður hefur verið til - siðmenning sem hefur raunverulega verið hnattræn.

Það sem siðmenningar fyrri tíðar eiga allar sameiginlegt - - er að þær voru miklu mun takmarkaðri að umfangi. En ekki síst, réðu yfir miklu mun minna fullkominni tækni.

Það þarf því að fara ákaflega varlega í að framreikna - núverandi nýtingu.

Og fullyrða að hún sé ósjálfbær! Augljóslega.

Sannarlega miðað við tæknina eins og hún er í dag, þá virðist svo vera.

En ég mynni fólk á Malthus, en tækniframfarir gerðu það að verkum - - að spádómur hans hefur fram að þessu ekki ræst.

  • Og þ.e. einmitt hin stóra "villta breyta" tækniframfarir.
  • Og tækniframfarir eru einmitt keyrðar áfram - eins og aldrei fyrr í gervallri sögu mannkyns, af því samfélagi sem er til staðar í dag, með allri þeirri samkeppni milli aðila sem tíðkast.
  • Punkturinn er sá - - að engin leið er að spá fyrir um, hvað verður mögulegt á morgun!


Ég vara við þeirri hugsun að við þurfum að hverfa til ástands - - einskis hagvaxtar, og jafnstöðu nýtingar!

En það leiðir hjá sér einn mikilvægan sannleik, sem gerir núverandi samfélag sögulega einstakt - - sem er að þ.e. einmitt óstöðugleikinn sem knýr breytingar, þar á meðal tækniframfarir.

Það sem einkenndi einmitt samfélög fyrri tíma, var að breytingahraðinn einungis brotabrot af því sem tíðkast í dag; en ekki síst. Miklu mun fátækari.

Að auki, var misskipting auðs margföld á við daginn í dag!

Þetta er ekki mikilvægasti punkturinn, mun mikilvægari er sá - - að sameiginlegt einkenni samfélaga fyrri tíma; er sannarlega að þau voru miklu mun stöðugari.

En þ.e. ástæða að ætla, að einmitt sá stöðugleiki - - leiði til slíkrar óskaplegrar misskiptingar auðs. Yfir tíma, þ.s. í stöðugu efnahagsástandi. Þá smám saman lokist leiðir fyrir aðila í fátækari hópum, til þess að komast til auðs og áhrifa.

Smám saman þróist á ný þ.s. áður var ávallt til staðar - aðalsstétt. Og þá að sjálfsögðu, einhvers konar form stjórnunar á hennar vegum.

-----------------------------------

En þ.e. ástæða að ætla, að óstöðugleiki núverandi samfélags, dragi úr tekjumisskiptingu.  En ef v. skoðum hvað hefur gerst síðan iðnbyltingin hófst, þá í öllum samfélögum sem hafa iðnvæðst.

Hafa hefðbundnar aðalsstéttir látið undan síga, og svokallaðir - nýríkir tekið við, með nýjar hugmyndir.

Þ.e. nýir komust að, þeir sem ekki voru áður ríkir.

Að auki, hefur í öllum löndum sem komist hafa langt á braut iðnvæðingar, skapast - millistétt.

Þ.e. fjölmennir hópar almennings, hafa komist í sæmilega álnir ef ekki beint ríkidæmi.

  • Þetta er einstakt - - því í öllum samfélögum fyrri tíma.
  • Sem teljast mun "sjálfbærari" þá var einnig mjög fáir sem höfðu það gott.
  1. Ég sé enga leið framhjá þessu vandamáli - - þ.e. að ef við myndum ákveða að leggja af hagvöxt.
  2. Ákveða að minnka til mikilla muna, neyslu - en stærsti hluti hennar á vesturlöndum er neysla almennings.
  3. Þá munum við stórfellt lækka lífskjör meginsins af þeim sem lifa og starfa innan þeirra samfélaga, þá er ég að sjálfsögðu að tala um þau efnislegu gæði sem hver og einn hefur efni á að veita sér.
  • Það mynd leiða til stórfellt aukinnar - - tekjumisskiptingar að nýju.
  • En það mun aldrei takast, að hindra þá duglegustu í því að sanka að sér gæðum, þannig er það enn í dag, þannig var það áður - - meginmunurinn milli samfélags dagsins í dag og fyrri tíma, er að pöpullinn er mun ríkari en áður. Meðan að hinir ríku hafa ekki aukið sinn auð að sama hlutfalli.

Ég er einnig fullviss, að forsenda nútímalýðræðiskerfis, er sú almenna velmegun sem er til staðar.

Þannig að afleiðingin yrði - lengra fram séð, endalok þess samfélags einnig.

 

Ég sé í reynd einungis eina leið, að halda áfram vegferðinni sem mörkuð hefur verið!

En það sé gersamlega augljóst, að núverandi fjöldasamfélag, einfaldlega myndi aldrei samþykkja, að gefa eftir þá sókn til lífskjara sem nú er til staðar.

Já það þíðir, að mannkyn mun halda áfram að nýta gæði Jarðar í auknum mæli, eins og hingað til.

  • Sem þíðir ekki - að ekki neitt sé unnt að gera!
  1. En augljóst mun sú sókn, leiða til aukinnar neyslu. Burtséð frá því hve mikið leitast verður við að auka skilvirkni.
  2. Og augljóst er jafnframt, að margar af þeim björgum sem Jarðarbúar nýta. Munu þverra á endanum.
  • En leiðir það ekki til hruns á endanum? Þegar bjargir ganga til þurrðar?

Það þarf alls ekki að vera svo!

Höfum í huga, að tækniframfarir eru stöðugar - og hraðar. Þó svo að málmar - kolefnagrunnað eldsneyti, á endanum gangi til þurrðar.

Þá gerist það ekki á líftíma þeirra sem lifandi eru í dag. Og ég bendi fólki á það, hve mikið hefur gerst í tækni á okkar líftíma þeirra sem t.d. eru á miðjum aldri.

  • Að auki, er rétt að benda á - - að yfrið nóg er af hráefnum, utan Jarðar!

Sem órökrétt er að halda fram, að sé augljóslega utan seilingar Jarðarbúa, þegar að þeim tíma kemur að sumar hráefnaauðlindir fara að þverra!

  1. En ábending þess efnis, að Jarðarbúar þurfi meir en heila Jörð - eru líklega réttar!
  2. En svarið er ekki það, að kæfa samfélag okkar - - niður á fyrra stig.
  3. Heldur, að þá nýta þær auðlindir sem til staðar eru í margföldu magni í Sólkerfinu fyrir utan Jörð.
  • Hver hefur rétt til þeirra - annar en við?


En hefur núverandi kynslóð rétt til að nýta þ.s. ekki verður til á morgun?

Augljóst er að suma tegund nýtingar er unnt að gera "sjálfbæra" þ.e. nýtingu dýrastofna. 

Nýtingu virkjana sem nýta auðlyndir sem raunverulega eru endurnýjanlegar, svo fremi sem sú nýting er innan þess ramma sem sé sjálfbær til langframa.

  • En þ.e. ekki unnt að með sambærilegum hætti, nýta auðlyndir sem ganga til þurrðar óhjákvæmilega!
  1. Þ.e. spurningin að nýta í dag eða á morgun!
  2. Ekkert segir að samfélag morgundagsins hafi meir rétt, heldur en samfélag dagsins í dag.
  • Svo þarf að muna eftir - - stöðugum tækniframförum.

En þ.e. langt í frá svo, að það sé augljóslega rétt - - að með því að nýta forgengisleg hráefni, sé verið að svipta framtíðar kynslóðir möguleikum.

En höfum í huga, að allt okkar samfélag frá upphafi iðnbyltingar hefur byggst á slíkri nýtingu, og það samfélag hefur drifið mestu aukningu velferðar sem sést hefur í mannkynssögunni.

Hver kynslóð hefur verið að nýta forgengilegar auðlyndir, en í því starfi hefur hverri kynslóð tekist að tryggja börnum sínum þrátt fyrir það - betra viðurværi. Ekki verra!

  1. Og mikilvægur þáttur í því - - hefur einmitt verið "hagvöxtur."
  2. Sem í grunninn má kalla, nettó árlega aukningu efnislægra gæða sem til boða standa hverju samfélagi!

Stöðug aukning efnislegra gæða í boði, innan hvers samfélags - sem iðnvæðst hefur.

Hefur leitt til þeirrar aukningar velferðar sem átt hefur stað!

  • Þannig að þ.e. algerlega augljóst, að ef - það væri gert staðar nem í þeirri aukningu efnislegra gæða per haus, þá hættir sú velferðaraukning.
  • Að auki, ef á að minna á sama tíma verulega neyslu á efnislegum gæðum á Vesturlöndum, þá yrði almenn velferð að sama skapi minnkuð!
  • Sem augljóst leiðir til þess - - að slíkri stefnu verður aldrei unnt að framfylgja í lýðræðisríki

En þeir sem halda henni á lofti - eru í reynd að segja, að við höfum það of gott!

Sem er augljóst ekki söluvænleg stefna!

 

Er þá ekki hætta á hruni okkar samfélags vegna vistkerfishruns?

Ég á ekki von á því að slík útkoma sé líkleg, jafnvel þó svo við gerum ráð fyrir stórfellt meiri hnattrænni hlýnun en 2°C. T.d. 10°C.

En þegar menn tala um bráðnun jökla, þarf að árétta tímaramma - - en það mun taka meir en 100 ár fyrir ísl. jökla að hverfa með öllu. Þó svo við reiknum með svörtustu spám um hlýnun.

Grænlandsjökull, mun taka nokkur árhundruð. Og S-skautsjökull a.m.k. 1000 ár.

  • Hugsanlega fer loftslag Jarðar í heitan fasa - þ.e. hefur fasaskipti.
  • En ég árétta að, Jörðin hefur oft í sögu sinni, verið í heitum fasa. T.d. ekki lengra en ca. 15 milljón árum, var hér að finna risafurur þ.e. á Íslandi.

Greenhouse and icehouse earth

Það eru ekki nema 2 milljón ár síðan ísinn á N-skautinu myndaðist. Fyrir þann tíma, var of hlítt á Norðurskautinu fyrir ís.

Ísinn á S-skautinu fór að myndast fyrir 34 milljón árum, en fyrir þann tíma og um töluvert langan Jarðsögulegan aldur þar á undan, eða ég held alla leið aftur á "Perm" tíma. Jörðin íslaus.

Jörðin telst enn vera í - kald fasa!

-----------------------------------

Punkturinn er sá, að mannkyn hefur töluverðan tíma - til að bregðast við.

Og svo er ekki eins og ekkert sé unnt að gera, til að bregðast við sbr.:

Geoengineering 

  • En ég held að það sé ekki ósanngjarnt að ætla, að innan t.d. þess tímaramma sem það tekur Grænlandsjökul að bráðna, sem er örugglega ekki skemmri tími en hefur liðið síðan iðnbylting fyrst hófst á Jörðinni, eða síðan t.d. Bandaríkin voru stofnuð eða franska byltingin varð.
  • Verði mannkyn fært um að þróa þá tækni sem til þarf - til að kæla Jörðina ef með þarf.

En það getur líka verið valkostur - - að heimila full fasaskipti.

Þetta verður val "framtíðar" kynslóða - - engin leið að vita í dag, hvert þeirra val verður.

 

En hvað með - efnahagshrun, af völdum þess að nauðsynleg hráefni gangi til þurrðar?

Nei eiginlega ekki heldur - - en rétt er að benda á t.d. að járn sem dæmi, er í það miklu magni að það er ólíklegt til að ganga til þurrðar. Þó svo að hugsanlega verðir dýrara að afla þess, því aðgengilegar námur séu á þrotum. Þá myndi kostnaðarhagkvæmni þá endurnýtingar batna.

Á sama tíma, þá yrði einnig hagkvæmara en í dag - - að taka á sig þann kostnað. Að nýta hráefni utan Jarðar.

En eftir því sem hráefni hér þverra, þá verða þau dýrari hér á Jörðu. Sem hefur samtímis þau áhrif, að endurvinnsla verður arðbærari. En einnig, að sókn í auðlyndir Sólkerfisins mun þá verða efnahagslega áhugaverð.

Sérstaklega þegar við einnig höfum í huga, stöðugt batnandi tækni. En geimferðatækni fleygir fram sem annarri tækni.

  • Ég á með öðrum orðum ekki von á því - - að hráefnaskortur muni leiða til "hruns."
  • Mannkyn muni leita á ný mið - - eins og ávallt hingað til síðan iðnbylting hófst!

 

Niðurstaða

Þ.e. einungis ef menn skilgreina hlutina nægilega þröngt. Að menn geta komist að þeirri niðurstöðu. Að samfélag manna verði að breyta sinni hegðun með mjög róttækum hætti - - annars fari allt til andskotans. Í raun og veru, krafa um fullt afnám nútíma samfélagshátta - hjá þeim sem ganga lengst!

En þá leiða menn hjá sér, stöðugar framfarir í tækni. Sem þíðir að möguleika framtíðar - - er ekki unnt að fyrirfram skilgreina. 

Það þíðir ekki að við eigum í engu að laga okkar atferli!

  1. Það eru verðmæti sem óskynsamlegt væri að eyðileggja - - t.d. dýra- og plöntutegundir. Sem engin leið er til að þekkja, hvers virði verða á morgun. Fyrir utan að fjölbreytnin er falleg. 
  2. Það væri einnig snjallt, að leitast við að bæta skilvirkni landbúnaðar, en sérstaklega í þróunarlöndum má bæta hana stórfellt - - í reynd auka verulega fæðuframleiðslu án þess að auka verulega við það land sem notað er til slíkra hluta.
  3. Það þarf að gæta að sér við vatnsnotkun, en stýring á henni - - snýst helst um að "verðleggja vatn" rétt. En víða er það of ódýrt eða jafnvel ókeypis. Þannig að menn hafa ekki hvatir til að nýta það af skilvirkni. Mikið af óþarfa tapi víða.
  4. Gæta að okkur varðandi loftmengun, en ég er þá að vísa til "heilsuspillandi" mengunar - fremur en "CO2" mengunar, sem ekki er heilsuspillandi. T.d. brennisteins.
  • Víða felst lausnin í stýriaðferðum - efnahagslegs eðlis.
  • Þ.e. rétt verðlegging - - en ef e-h er dýrt, notar þú þann hlut sparlega.

Ýmsar snjallar leiðir eru í býgerð, til þess að gera það að verðmæti - - að vernda vilt dýr.

Að vernda villta skóga, o.s.frv. Það eru leiðir sennilega líklegastar til árangurs. Því mannkyn hugsar ávallt með buddunni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 847086

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 416
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband