S-Evrópa er í hættu á því að enda í fátæktargildru!

Hugmyndin sem virðist vera uppi innan stofnana sambandsins er afskaplega einföld í reynd. En hún er sú að S-Evrópa skuli endurreisa samkeppnisgetu sína, með innri aðlögun þ.e. lækkun launa og samtímis auka skilvirkni. Skuldavanda skuli leysa með því að skera niður útgjöld, og endurgreiða skuldir.

Til þess að borga þann halla sem óhjákvæmilega skapast, þegar slík innri aðlögun á sér stað þ.e. launalækkanir draga úr eftirspurn og samdráttur ríkisútgjalda minnkar umsvif þess; þannig að heildarhagkerfið dregst saman.

Þarf þá að fá inn fjármagn einhvers staðar annars staðar að, þegar lokað er á leiðir eins og peningaprentun - - þannig að áherslan er á útflutning.

Þetta er í reynd "Þýska módelið" sem ætlast er til að öll Evrópa eða a.m.k. allt evrusvæði, api eftir og fylgi fram.

Martin Wolf er með áhugaverða grein um þetta atriði:

The German model is not for export

 

Gallinn við þýska módelið!

Á árunum 2000-2007 færði Þýskaland sig úr viðskiptahalla upp á 1,7% skv. Martin Wolf, yfir í afgang upp á 7,5%. Þannig tókst Þýskalandi þrátt fyrir aðhald í launum sem hélt niðri neyslu heima fyrir, að skapa nægilegan hagvöxt til þess að þýska hagkerfinu tókst að ná sér upp úr dívunni sem það lenti í. Við upphaf sl. áratugar og komast aftur til álna.

Takið eftir, að viðskipta-afgangurinn er í reynd aðferð, til þess að láta restina af heiminum borga fyrir þína efnahagslegu viðreisn!

Þú færð í gegnum hann, viðbótar hagvöxt sem er ekki í boði, ef þú ert eingöngu að treysta á innri eftirspurn.

---------------------------------

Það má einnig nefna Japan, en að mörgu leiti er Japan áhugaverðara dæmi, en Japan síðla haust 1989 lenti í mjög stóru bólukrassi, er risastór efnahagsbóla sprakk með látum. Og Japan lenti í djúpri efnahagslegri niðursveiflu.

Japan eins og Þýskaland er aftur á móti með mjög sterkt útflutningshagkerfi, og beitti í reynd sömu aðferð - - að senda reikninginn til heimsins.

Það með því að viðhalda margra prósenta viðskipta-afgangi, tókst að halda uppi nægum hagvexti til að halda sjó efnahagslega þrátt fyrir mjög alvarlega innri stöðu, þ.e. víðtæks skuldavanda sem var útbreiddur innan hagkerfisins ástand sem líkist því ástandinu innan evrusvæðis í dag

 

Stóra spurningin er - - getur evrusvæði sent heiminum reikninginn?

Ég á raun og veru við, getur heimurinn borið þann reikning. En menn eru að tala um það, að heimurinn geti ekki lengur borið uppi Kína sem risahagkerfi sem viðheldur stöðugum útflutningsafgangi.

En afgangur þíðir að einhver annar þarf að hafa viðskiptahalla á móti. 

Annars gengur dæmið ekki upp, en þjóðir með afgang ryksuga í reynd fjármagn til sín frá alþjóða kerfinu, þaðan sem það þarf þá að leita aftur með einhverjum hætti.

T.d. í dag eru Kínverjar mjög að kaupa upp eignir víða um lönd, alveg eins og Japanir voru að gera áratuginn milli 1980-krassins síðla árs 1989.

  • Hver getur haft nægilega stórann afgang á móti, til þess að mæta tilraun evrusvæðis sem heild, til þess að fjármagna sína innri aðlögun með stórum viðskiptaafgangi við önnur svæði í heiminum?

Martin Wolf - "The eurozone as a whole is forecast to run a current account surplus of 2.5 per cent of GDP. Such reliance on balancing via external demand is what one would expect of a Germanic eurozone."

2,5% afgangur er ekki nægur, hann þyrfti að verða a.m.k. eins hlutfallslega stór og sá afgangur sem Þýskaland viðhélt á sl. áratug, þ.s. taka verður tillit til þess að efnahagstjón þ.s. Evrópa þarf að borga fyrir er í reynd miklu mun stærra, en þ.s. Þýskaland var að fjármagna á sl. áratug.

Hvað kom fyrir S-Evrópuþjóðirnar á sl. áratug er áhugavert að muna, meðan þær bjuggu með Þýskalandi innan sama gjaldmiðils.

Martin Wolf - "Between 2007 and 2009, the fiscal balance shifted from a surplus of 1.9 per cent of GDP to a deficit of 11.2 per cent in Spain, from a surplus of 0.1 per cent to a deficit of 13.9 per cent in Ireland, from a deficit of 3.2 per cent to one of 10.2 per cent in Portugal and from a deficit of 6.8 per cent to one of 15.6 per cent in Greece."

Skuldakreppan er mikið til einmitt tilkomin vegna skulda sem hlóðust upp, vegna þessa viðskiptahalla.

Takið eftir því, að allar þjóðirnar sem voru með stóran viðskiptahalla lentu í alvarlegri kreppu síðar, og náttúrulega heimtar sá sem veitti lánin Þýskaland peningana til baka. Með vöxtum takk fyrir.

Nefni einnig, að Eystrasaltlöndin voru ekki með minni halla á sl. áratug. Og þau einnig lentu í djúpri kreppu.

  • Punkturinn er sá, að þið getir séð þessa sviðsmynd endurtekna fyrir heiminn allan, gersamlega fyrirsjáanlega, ef Evrópa myndi komast upp með að gera þessa tilraun.
  • Hinn bóginn held ég, að Evrópa í reynd komist aldrei upp með þessa tilraun.

 
Fleiri vandamál við sviðsmyndina, innri aðlögun!

Vandinn er sá, að stefnan er alfarið á grunni hagsmuna ráðandi afla innan N-Evr. ríkjanna. Þeirra örfáu ríkja í ESB sem enn vegnar vel. En þau eins og Þýskaland, eiga skuldir v. S-Evrópu og löndin í vanda. Þó svo að Þýskaland sé langsamlega stærsti einstaki eigandi skulda.

S-Evrópuþjóðir eru ekki blindar frammi fyrir því atriði, þess vegna fer hatur á Þjóðverjum svo hratt vaxandi, en um leið "andúð" á stofnunum ESB - sem virðast haldnar þráhyggju um þýska módelið.

----------------------------------

Ekki síst að ég fæ ekki séð, að S-Evrópa geti enst mörg ár til viðbótar í því að fylgja fram innri aðlögunar módelinu!

  1. Þýskaland og Japan gátu eflt sinn útflutnings svo stórfellt sem þau gátu. Vegna þess að aðstæður í alþjóða hagkerfinu voru hagstæðari en þær eru í dag. En ekki síst einnig vegna þess, að þessi 2-lönd áttu fyrir mjög öflug og gríðarlega samkeppnisfær útflutningsfyrirtæki.
  2. Ef þú átt ekki slíkan öflugan útflutningsiðnað fyrir, vandast málið stórum. En þá bætist við vandamálið, að skapa slíkan iðnað samtímis því að þú ert í innri aðlögunarkreppu. Og að skapa iðnað frá "0" eða a.m.k. stækka stórfellt lítinn útflutningsiðnað gera lítinn að stórum, allt tekur tíma. Svo þá er búið líklega að lengja kreppuna um - - > A.m.k. áratug.
  3. En ef þú færð enga aðstoð, til að fjármagna þann kostnað sem hagkerfið stendur frammi fyrir að utan, og samtímis þú ert með veikan útflutningsiðnað - - og þar ofan í hagkerfið er mjög skuldugt. Ekki síst stjórnvöld eru það einnig. Þá þarf ferlega djúpann niðurskurð alls þess sem heitir velferðarkerfi - í reynd stærstum hluta, afnám þess. Mikill fj. skuldara líklega verður gjaldþrota, sem veldur vandamálum í bankakerfinu. Og ríkið líklega einnig lendir í miklum vandræðum með sín eigin skuldamál. Sem líklega kallar fram kröfu eigenda skulda, um að það selji allt steini léttara til að greiða fyrir með.
  4. Líklega rúllar bankakerfið fyrir rest, og öll S-Evr. endar í svipuðum vanda og Kýpur í dag. Og ílla mun eins og þar ganga, að endurreisa traust á fjármálakerfinu, meðan enn gengur ílla að skapa forsendur fyrir endurreisn úr efnahagslegu holunni sem landið er komið í.
  5. Þá ertu kominn með þ.s. ég var að vísa til - - fátæktargildru

Við erum í reynd að tala um að færa S-Evrópu aftur í ástand af því tagi sem var til staðar á 4. áratugnum, þegar fátækir fengu í reynd nær enga aðstoð frá stjórnvöldum.

  • Að vera fátækur þíddi að eiga ekki neitt. Ég meina, ekki neitt.
  • Að vera atvinnulaus, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera ekki fær um að vinna, þ.e. t.d. fatlaður eða veikur, þíddi að vera fátækur.
  • Að vera aldraður, ef þú hafðir ekki einhverra hluta vegna sparað nægilega til ellinnar, þíddi að vera fátækur. 

----------------------------------

Það þarf að muna, að á 4. áratugnum óðu upp alls kyns vafasamir karakterar, menn eins og Mussolini og fjöldi einræðisherra í Miðevrópu, það var borgarastyrjöld á Spáni.

  1. En það þarf að muna, að fátækir hafa kosningarétt.
  2. Að því leiti er tíminn frá 20. öld öðruvísi tímanum á t.d. 19. öld.

Eftir því sem fátækum fjölgar, því vex stuðningur við sjónarmið þeirra sem hafa ekki neitt að hverfa.

Og sjá enga vona, í núverandi stefnu.

Spurningin er þá einfaldlega um það, hvenær fátækir kjósendur ná meirihluta.

 

Í raun og veru er núverandi stefna stórhættulegt tilræði við framtíð Evrópu, en einnig heimsins alls!

Það verður í reynd mjög erfitt að skilja af hverju þetta er með þessum hætti, fyrr en maður skilur að Þýskalandi sjálfu er stjórnað af fámennri ofsalega ríkri elítu.

Prófessor Paul De Grauwe: Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hana má einnig finna: Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!

Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Takið eftir, ríkustu 20% eiga 140 falt meira en 20% fátækustu innan Þýskalands.

Það er þessi 20% hópur sem virðist í reynd ráða öllu innan Þýskalands, og síðan í reynd óskaplega miklu einnig innan stofnana ESB.

Í reynd er þessi stefna ekki heldur þýsku þjóðinni í hag, heldur eingöngu sérhagsmunum 20% hópsins.

Því þýska þjóðin mun stórfellt tapa á því hatri sem er að byggjast upp gagnvart Þjóðverjum í S-Evrópu.

En þýska elítan stórgræðir á núverandi ástandi:

  1. Lánskjör til þýskra fyrirtækja hafa aldrei verið hagstæðari.
  2. Evran er mun gengislægri en þýska markið væri, og þar með eru launin sem elítan þarf að greiða raunverulega einnig minna virði, en annars væri. Meiri hagnaður og gróði.
  3. Vaxandi fátækt og örbyrgð í S-Evrópu, er að auka samkeppnishæfni þýsku fyrirtækjanna, en t.d. á sl. ári streymdi yfir milljón manns í atvinnuleit til Þýskalands frá ríkjum í efnahagsvanda þ.e. frá S-Evr. og A-Evr. Það þíðir, að þýska efnahagsvélin hefur aðgang að hæfu verkafólki á lágum launum, en það eru engin lágmarklaun í þýskalandi. Eingöngu lágmarkslaun stéttarfélaga, en ef þú ert ekki hluti af því þá ertu ekki á þeim lágmarklaunum. Hæfir verkamenn frá S-Evr. og A-Evr. eru að falbjóða sig á undirverði. Þetta auðvitað þíðir, að hæfa fólkið streymir frá löndunum í vanda.
  4. Þó svo að Þýskaland sé að tapa mörkuðum í S-Evr., vegna hratt minnkandi eftirspurnar þar. Þá hefur samkeppnisstaða þýsku iðnvélarinnar aldrei verið betri, gagnvart fyrirtækjum utan við Evrópu. Það er til samkeppni við Japan, Bandaríkin og Kína. Sem þýska iðnvélin í reynd horfir.

Í dag hefur 20% hópurinn nánast enga hagsmuni gagnvart S-Evr. en þá, að fá peningana til baka með vöxtum, og að fá eignir fyrir lítið - sbr. krafa um brunaútsölur eigna ríkissjóða S-Evr.

S-Evr. sé afskrifuð að öðru leiti, þannig séð.

-----------------------------------------

Það er sem sagt málið, að evrusvæði er í reynd að haga stefnu sinni skv. sérhagsmunum þröngs hóps, ofsaríkra einstaklinga sem hafa yfir að ráða óskaplega miklu fjármagni.

Þeir eru eingöngu að hugsa um eigin rass!

Ekki um hagsmuni þjóðanna, ekki einu sinni - eigin þjóðar.

  • Ef menn skilja þetta ekki, verður stefnumörkunin, óskiljanleg. 
  • En verður skiljanlegri, þegar þetta skilst! 

Þessi hópur virðist einfaldlega hafa frekar þrönga sýn - - það er hag sinna fyrirtækja - punktur.

Þeim virðist slétt sama um þá sem minna mega sín. Eða einstakar þjóðir.

Á 19. öld voru kreppur alltaf leystar þannig, að laun voru lækkuð - - það varð alltaf mikið atvinnuleysi í kreppum - - þær voru alltaf mjög djúpar - - það var ekkert velferðarkerfi - - skattar voru lágir - - ríkisvaldið gegndi einungis sínu klassíska hlutverki.

  • Á þessum tíma, var kosningaréttur einnig takmarkaður við eign!
  • Svo fátækir gátu ekki kosið.

Draumur elítunnar virðist alltaf vera að fara aftur á 19. öld, hvað samfélagsuppbyggingu varðar.

  1. En eins og 4. áratugurinn sýnir, í ástandi þ.s. fátækir geta kosið, munu kjósa.
  2. Þá velja fátækir fyrir rest, þá sem lofa þeim að hverfa frá ríkjandi stefnu!

-----------------------------------------

Hættan er með öðrum orðum, að það verði endurtekning 4. áratugarins, þegar síðast var haldið fram sambærilegri stefnumörkun, þ.e. hinna klassísku íhaldssömu hagfræði.

Að beita innri aðlögun - - samtímis því að ofuráhersla er lögð á lága verðbólgu.

Engin tilraun gerð til að hindra - - verðhjöðnun.

Hættan fyrir heiminn, er í því ástandi sem getur skapast innan Evrópu.

En það þarf að hafa í huga, að innan Evrópu áttu sér upphaf báðar heims styrjaldirnar.

En þ.e. einnig í því djúpa efnahagshruni sem getur átt sér stað.

Evrópa er í dag - - langsamlega mesta kerfislega hættan, fyrir heimshagkerfið. En einnig fyrir peningakerfi heimsins.

  • Það er í reynd verið að keyra fram stefnu sem getur ekki gengið upp.
  • Og mun enda með ósköpum, ef hún er ekki stöðvuð í tíma.


Niðurstaða

Vandamálið er "per se" ekki evran sem slík. Heldur sú efnahagsstefna sem fram er haldið á evrusvæði. Og virðist eingöngu henta sérhagsmunum 20% hópsins innan Þýskalands. Og einhverra tiltölulega ríkra innan þröngs hóps ríkja. En 20% hópurinn í Þýskalandi er sá sem ræður. Hinir eru fylgisveinar.

Það væri unnt að stjórna evrusvæði með afskaplega ólíkum hætti, þ.e. meir í átt við þá hagstjórn sem ástunduð er í Bandaríkjunum. 

Þ.s. stöðugt var með virkum hætti barist við þá niðursveiflu er átti sér stað. Og enn er verið að berjast með mjög virkum hætti, við afleiðingar þess hruns sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.

Af því leiddi, er að í dag eru Bandaríkin sem heild búin í að lyfta sér upp fyrir þann topp, sem þau voru stödd á. Áður en kreppan hófst.

  • Þ.e. í reynd stefna 20% hópsins sem er að keyra S-Evr. niður í svaðið.
  • Og mun fyrir rest valda niðurbroti evrunnar, ef stefnunni er ekki hrundið á bak aftur.
  • Valda óskaplegu efnahagstjóni fyrir heiminn allan, þegar það niðurbrot á sér stað, með uppreisn almennings í S-Evr. Þegar hún loks kemst yfir þann hjalla, að yfirvinna það gríðarlega tak sem hin ofsaríka elíta hefur á stofnunum ESB sem og stærstu fjölmiðlum.

-----------------------------------------

Sú hugmynd að S-Evr. þjóðirnar fylgi fordæmi þýska módelsins, með því að gervallt evrusvæði fari í útflutningsdrifinn vöxt - eiginlega eingöngu.

Því meðan skuldakreppan ágerist, er stöðugt verið að drepa innri eftirspurn. 

Getur ekki gengið upp í dag, hefði líklega ekki heldur getað gengið upp í gær, en evrusvæði sem heild er hagkerfi svipað að stærð og hagkerfi Bandaríkjanna.

Það þíðir eiginlega, að það stefnir líklega í viðskiptastríð.

Ef raunverulega er leitast við að beita þeirri stefnu, en Bandaríkin eru bún að fá nóg af viðskiptahalla gagnvart Kína. Þau munu ekki sætta sig við að fá sambærilegan halla við Evrópu.

Né sé ég nokkrar líkur þess, að Kína sé til í að gerast nettó kaupandi í miklum mæli á varningi frá Evrópu, en hingað til hefur það haft þá stefnu að halda Evrópu sem nettó kaupanda á varningi frá Kína.

Ekki ætlar Japan að gerast slíkur nettó kaupandi heldur, en ný stjórn ætlar að efla japanska hagkerfið - takk fyrir.

Ekki getur Afríka eða S-Ameríka sýnist mér, tekið af sér hlutverk nettó kaupanda.

  • Það myndi soga til sín fé frá Afríku og frá S-Evr., með sama hætti og Þýskaland á umliðnum áratug sogaði til sín fé frá S-Evr.
  • Afleiðing, S-Evr. í kreppu í dag.
  • Afríka og S-Ameríka myndi lenda í sambæril. skuldakreppu v. skuldakreppu S-Evr. einnig á ca. áratug.

Það þíðir - að engin leið verður fyrir Evrópu að byggja upp nægilega stóran afgang.

Til að búa til vöxt, meðan að innri aðlögunarferlið heldur áfram.

Sem segir eiginlega það, að S-Evr. sé nánast fordæmd til kreppunnar löngu, meðan að S-Evr. heldur sér innan evrunnar, svo lengi sem evrusvæði er stjórnað af 20% hópnum þýska.

Ef S-Evr. getur ekki tekið stjórnina á evrusvæði yfir til sín, þá þarf S-Evr. að fara út úr evru.

Flóknara er það ekki, að svo lengi sem stefna 20% hópsins er viðhaldið, á S-Evr. ekki sér viðreisnar von innan evrunnar!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Raunvirði heildarlaun á hverju ári er raunvirði seldrar þjóðarframleiðslu innan lögsögu + öruggar framtíðar PPP framtíðar kröfur í annarra ríkja PPP uppskeru.   Sérfræði sundurlunar flækjur neðar í bókhaldinu auðvela ekki skilning á málum í heildina litið.  Analýsa að ofan .  [ekki upp ]

Júlíus Björnsson, 9.5.2013 kl. 17:46

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Lausnin er ekki að S-Evr fari úr evru

Lausnin er að N-Evr fari úr evru.

Það er búið að skrifa undir svo háar skuldir í evrum að þær verða aldrei greiddar með evrum sem hafa eitthvað verðgildi í námunda við það sem N-evr búar gera sér vonir um.

S-Evr verður að halda evrunni og N-Evr tekur upp aðra gjaldmiðla. evran fellur eins og steinn og bókfærðar eignir N-Evr banka og sjóða rýrna sem því nemur.

Þetta er einfaldlega staðreynd og getur ekki orðið öðruvísi.

Sá sem ekki á pening til að borga , borgar ekki. Það skiptir engu máli hvað okurlánarinn setur háa vexti á lánið, hann fær ekki borgað.

20% okurlánarnir í Þýskalandi verða að velja á milli, hvort þeir vilja halda áfram viðskiptum við almúgan í suðri eða horfa í blóðhlaupin augu fólks sem engu hefur að tapa.

Sigurjón Jónsson, 9.5.2013 kl. 22:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurjón, reyndar gæti land yfirgefið evruna - ef sáttin væri með þeim hætti, að skuldum þess væri breytt yfir í hinn nýja gjaldmiðil þess.

Eða, að löndin gætu komið sér sama um að leggja evruna af, og að láta þá reglu gilda. Að skuldir hvers lands, séu færðar yfir í gjaldmiðil hvers og eins fyrir sig.

Sannarlega, væri það mörgu leiti best. Að N-Evrópa stofnaði sinn eigin gjaldmiðil.

En mér virðist því miður, líklegasta niðurstaðan að S-Evrópa hrökklist út og verði gjaldþrota, endi í efnahagslegri gjá - - sem mörg ár muni taka að vinda ofan af. 

Gæti orðið hættulegt fyrir Þjóðverja að ferðast til S-Evr. í einhvern árafjöld á eftir. Líklega yrðu samskiptin það erfið, að hin evr. samvinna myndi verða fyrir fjörtjóni.

Óþarfar útkomur, fræðilega getur S-evr. pólit. elítan, barist v. hin þýsku 20% ef hún myndi standa saman, mynda sameiginlega stefnu um andstöðu er væri nægilega einbeitt. En mér virðist ekki sérdeilis líklegt, að þannig samstaða myndist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2013 kl. 23:22

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

10 % okurlánarnir á Íslandi verða að velja á milli, hvort þeir vilja halda áfram viðskiptum við almúgan í sínu eigin ríki eða horfa í blóðhlaupin augu fólks sem engu hefur að tapa.

S-EU , bjó við meiri alda gamla þjóðar fátæktar hamningju fyrir grunn láviðris verkskiptinguna og hagræðingar lánafyrirgreiðslu sem henni fylgdu.  30 ár í 1000 ára sögu þessra ríkja breyta engum um efnahaglegar auðlyndir þessa svæðis.  Bullið sem kemur úr illa grunnmenntuð nútíma meðalgreindum sérfræðingum er bara til flækja hlutina.

Heila netto tekjur EU hafa lækkað í heildina því að meðatali og  miðað við aðrar efnahagsblokkir, sönnum [emperisk] PPP samburður vegið meðtal alls þess selst  og er nýtt [vsk] á hverju ári.

Þjóðverjar eru hollustu borgarar, og kunna að líta þanning á málin að sleppa þeim rökum eða hliðum sem koma þeim ekki að notum.

PPP minkaði í heildina líka í þýsklandi í samræmi við lög um hlutfallslega skiptingu í grunni , til dæmis secondary market allra Meðlima ríkja hvers um sig.     Hinvegar minnkaði PPP á íbúa ekki eins mikið, allir þjóðverjar hafa skyldu til framfæra sig frá vöggu til grafar, Þóðverja sanna tölfræðila að þessu liði hefur fækkað á hverju ári frá 2000.   Varasjóða tekjur Þýskalands af við skiptum við USA hafa líka minnkað síðan samið var í Lissabonn.   Eftirspurn á hvern þjóðverja hefur hinsvegar minnkað nánast ekkert.    Ríkishollustan er grundvöllur fyrir EU hollustuna og hæfi til innri keppni um að auka sitt heima viðskiptagengi [Prime market og common] sem heldur svo uppi  heima fjármálagengi. Secondary market  og sub Prime market.

Elítur keypta fjármagnað sín áhrif og vinsældir með eitthavð er í sjóðum til að selja. Meðalgreindar [hafa enga rétt þjálfað yfir IQ einstalinga] elítur geta ekki unnið innri keppni við þær sem eigi hæfilega mikið af lið í ákvörðunartöku. Lið sem aldrei spekúlerar eða lætur frá sér tilfinngalega rök nema í sínu einkalífi, eða til að hafa áhrif á hina meðalgreindu. 

Jafnaðar hugmyndir er mismunadi eftir ríkjum , þessi Alþjóðlega jafnaðar sinnuðu er það vegna skorts á PPP til sjálfbærni eða einfaldlega vegn greindarleysis.  Þjóðverjar og fleiri ríki nýta sér sín forréttindi sér til framdráttar.  Varnir hlutafélgsins EU eru þannig að ríki sem eru  kommin inn eða hæf til að fara inn, þurfa að greiða upp allar sínar skuldir eftir uppsögn á markaðavöxtum.  Hinvegar getur hæfur meirhluti líka sparkað hverju aumingja út þegar honum sýnist.
S-EU átti lítið val fyrir 50 árum og þetta efnis val hefur ekkert aukist náttúrelga síðan þá.
Coherence =(of an argument or theory) logical and consistent. ▶able to speak clearly and logically.
    holding together to form a whole.

Er krafa til umsækjenda ríkja, ég þekki enga Íslending sem þekki mun á tilfinngalegum rökum og efnislegum rökum. Flest hér sem er efnisleg rök í t.d. þýsku er snúið hér um í tillfingaleg rök.  Alli sem skilja ekki muninn þykja þessi efnislegu: oftast leiðinleg og torskilin eða almennt ekki auðskiljanleg.     

Norðlenskir ísl. útgerða menn segja  þýskir kaupendur vilja gera langtíma [PPP] viðskipta samninga. þarna er verið að tala um Coherence [ samloðun í íslenskum orðabókum].

Júlíus Björnsson, 9.5.2013 kl. 23:54

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er bara ekki allskostar rétt, því m.a. Pólland, Tékkland, Slóvakía og Eystrasaltslöndin fylgja í raun þessu sama módeli og gengur bara ágætlega. Það sem gerðist í Suður-Evrópu er að kaupmáttur launa hækkaði meira en sem nam raunverulegri aukningu þjóðarframleiðslu (bólan ekki innifalin), en þetta var m.a. gert með því að bankar lánuðu allt of mikið til byggingariðnaðar o.s.frv. Á sama tíma tútnaði ríkiskassinn út og ríkisútgjöld hækkuðu og úr varð ein allsherjar bóla. Svipaðir hluti gerðust hér á landi og ekki enn búið að leysa úr því. Á Íslandi þurfti hvorki ESB eða evru til þess að allt færi á annan endann.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.5.2013 kl. 09:12

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Við sem höfum fylgst með hinum breska Martin Wolf, sem er að auki gyðingur, vitum að hann er svo sem enginn sérstakur vinur Þjóðverja.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.5.2013 kl. 09:25

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Pólland lét gengið síns gjaldmiðils falla skarpt 2008, var eina landið sem ekki lenti í neinni kreppu það ár, var ekki heldur í kreppu 2009 - slapp alfarið við hana. Var með lágar skuldir, lenti í engri efnahagsbólu.

Þeir með öðrum orðum, tóku aðlögun með sínum gjaldmiðli, hún var snögg, hagvöxtur stöðvaðiast aldrei.

Þetta gerir Pólland mjög ósambærilegt.

----------------------------

Tékkland einnig leyfði sínum gjaldmiðli sveiflast, en þar varð grunn kreppa þó, þeir hafa eins og Pólverjar beitt sjálfstæðri peningastefnu - til þess að halda sjó. Og hefur tekist það.

----------------------------

Slóvakía er dálítið sérstætt dæmi. En þar var landið þegar mörg önnur lönd voru í bólu, að undirbúa sig undir evru aðild.

Var beitt aðhaldssamri stefnu, meðan mörg lönd voru með lausamennsku, þeir hafa fengið mörg þýsk fyrirtæki til sín. Eru vel staðsett fyrir þýsk fyrirtæki.

Þar var aldrei skuldabóla, ekki húsnæðisbóla heldur.

Þ.e. ekkert mál að fyglja þýsku stefnunnni - - ef skuldastaðan er lág, þ.e. ekki bara ríkis heldur einnig almennings sem og atvinnulífs.

**Hún skapar mikinn vanda, þegar skuldastaða aftur á móti er útbreidd, er mikil hjá mörgum aðilum þ.e. almenningi, fyrirtækjum og ríkinu einnig.

Þá veldur aðhaldsstefna, mjög djúpri hjöðnun.

Einar Björn Bjarnason, 10.5.2013 kl. 10:46

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru mikill Millríkja viðskipti milli Þýsklands og Pollands, 26% af inn og útflutning. Þar vinna 23% við landbúnað sem skilar 3,3% af PPP tekjum. [?=> sjálfþurftarbúskapur].   Þýskastefna byggir að eyða ekki meira í fjármálageira af viðskipta tekjum PPP er þýskland gerir hlutfallslega. PPP: er lokasöluverð :  efni+orka + arður[vextir+skattar + laun hluthafa].   Í EU þá er stefnt að [efni +orka] fylgi tölulegri hækkun PPP.  arður er því að að valdur bólgu.

Júlíus Björnsson, 10.5.2013 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 848200

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 731
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband