Viðskiptastríð að skella á milli Kína og ESB?

Evrópusambandið hefur ákveðið að skella á háum tollum á kínversk framleiddar sólar-rafhlöður. Mig grunar að ekki sé unnt að leiða hjá sér samhengi kreppunnar í Evrópu. En eitt af því sem evrópsk stjórnvöld hafa verið að skera niður. Eru styrkir til evrópskra framleiðenda sólarhlaða, og samtímis einnig minnkað niðurgreiðslur á kostnaði við uppsetningu hlaða. Evrópskir framleiðendur hafa  í seinni tíð margir hverjir orðið gjaldþrota vegna taprekstrar. En þeir eru í harðri samkeppni við kínverska framleiðendur, sem sagðir eru njóta margvíslegra fríðinda frá kínverskum stjórnvöldum, sem hafa stöðugt einnig verið að keyra niður verðlag á sólarhlöðum - verðsamkeppni sem evr. framleiðendur viðrðast ekki vera að standast, þegar þeir á sama tíma eru að lenda í niðurskurði evr. stjórnvalda.

Kínversk stjórnvöld hafa umliðinn áratug eins og þau evrópsku, einnig litið á sólarhlöður sem strategíska framtíðar framleiðslu, mikilvægt að efla Kína sem mest á því sviði.

Innan Evrópu hefur grænn iðnaður ekki síst framleiðsla og uppsetning sólarhlaða, verið "hæpaður" sem ný von, ný hátæknigrein sem Evrópa geti haslað sér völl innan. Pólitískar áherslur á svokallaða "græna tækni" hafa notið vinsælda. Evrópa hefur viljað skapa sér samkeppnisforskot á því sviði. Framleiðendur í Evrópu, hafa notið þess að uppsetning sólarhlaða hefur verið styrkt víða um aðildarlönd Evrópusambandsins, á sama tíma og sjálf framleiðslan einnig hefur notið margvíslegra fríðinda.

  • En í kreppunni í síðustu tíð, eru allir þessir styrkir á undanhaldi.
  • Og allt í einu, óttast menn að evrópskir framleiðendur verði undir - hreinlega.
  • Hvað með framtíð græns iðnaðar, sem pólitíkin hefur verið að halda á lofti seinni árin?
  • Þá kemur, klassísk "protectionism" stemming!

Solar power installations fall in Europe as PV market shifts

EU To Impose Tariffs on Chinese Solar Panels

EU Plans Tariffs of Up to 67.9% on Chinese Solar Panels

Europe on verge of trade war with China over cheap solar panels

  • The tariffs, which will come into effect by June 6, will range from 37.3% to 67.9%, according to the document, drafted by the European Commission.
  • Some of the largest Chinese manufacturers will face duties on the higher end of that range.
  • "Dozens of European manufacturers have shut production or gone out of business as solar-panel prices have plummeted; the industry says unfairly priced imports from China are the cause."
  • The commission document portrays an industry that managed to expand in recent years despite rising Chinese imports but was particularly hard hit by Chinese competition starting in the middle of 2011.
  • "The price of Chinese solar panels imported into the EU fell nearly 75% between 2009 and last year."
  • "Solar-panel equipment has grown to become a significant chunk of China's exports to the EU, which is the world's largest solar market."
  • "The amount of new solar power installed in Europe fell sharply for the first time in more than a decade last year...New installation fell from 22.4GW in 2011 to 17GW in 2012, taking Europe’s share of new capacity down from 74 per cent to 55 per cent in what the solar industry said was a “turning point in the global PV [photovoltaic] market that will have profound implications in coming years”."

 

Evrópskir framleiðendur virðast hafa lent milli tveggja elda!

Eins og fram kemur í frétt Financial Times, varð viðsnúningur 2012 í uppsetningu nýrra sólarhlaða í Evrópu. Þeim fækkaði!

Þar ræður örugglega miklu, lækkun niðurgreiðslu kostnaðar við uppsetningu - samtímis því að kjör neytenda hafa verið í hnignun vegna kreppunnar.

Það má fastlega gera ráð fyrir því, að umtalsverðar verðhækkanir á sólarhlöðum í Evrópu sem tollarnir munu framkalla, muni valda frekari samdrætti í nýuppsetningum sólarhlaða.

Evrópsk fyrirtæki virðast hafa lent í verulegum taprekstri ca. frá og með 2011, og síðan það ár virðist fjöldi fyrirtækja hafa rúllað eða að móðurfélög hafa hætt framleiðslu sólarhlaða.

  • Líklega munu kínversk fyrirtæki, koma sér upp framleiðslulínum í löndum utan Kína.
  • Til að komast framhjá tollverndinni.

Og þá örugglega, í einhverju öðru láglaunalandi - t.d. Víetnam. Þannig, að líklega sé sú vernd sem evrópskir framleiðendur fá - skammlíf.

  • Niðurstaðan sé líklega sú, að enn eina ferðina sé Evrópa að verða undir, í samkeppninni við Asíu.
  • Þær vonir sem gerðar voru um uppbyggingu græns iðnaðar, sem nýrra framtíðarhátæknigreina, sé líklega að bregðast.

 

Niðurstaða

Evrópa virðist standa frammi fyrir brostnum vonum eina ferðina enn, en áður hefur Evrópa gert tilraun til að keppa í hátæknigreinum í tölvugeiranum, en Asía er í dag nærri algerlega dóminerandi í framleiðslu á tölvubúnaði - fyrir utan að Bandaríkin enn hafa töluverðan iðnað í Kaliforníu.

Grænn iðnaður var mjög "hæpaður" á umliðnum árum, sem hin nýja von. Framtíðargrein sem gæti vaxið án takmarkana - þ.s. augljóst virðist að heimurinn þurfi í vaxandi mæli á því að halda, að framleiða hærra hlutfall af sinni orku með meir umhverfisvænum aðferðum.

Mikið fjármagn hefur verið lagt í stuðning við uppbyggingu framleiðslu sólarhlaða. Ekki síst, fjármagni verið varið til að niðurgreiða kostnað við uppsetningu.

En enn eina ferðina, stefnir í það að asískir framleiðendur verði yfirsterkari.

Enn ein iðngreinin flytjist til Asíulanda!

Ef þetta heldur áfram, er erfitt að sjá hvernig Evrópa kemst hjá verulegu hrapi lífskjara fyrir rest. En þegar það dugar ekki framleiðendum að vera skilvirkir - því keppinautarnir eru það einnig, þá verður samkeppnin að beinni samkeppni um launakostnað.

Og þá tapar Evrópa óhjákvæmilega!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 408
  • Sl. sólarhring: 590
  • Sl. viku: 1295
  • Frá upphafi: 848790

Annað

  • Innlit í dag: 380
  • Innlit sl. viku: 1222
  • Gestir í dag: 370
  • IP-tölur í dag: 362

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband