Atvinnusköpun eða umhverfisvernd!

Það hafa nú komið fram tvær áhugaverðar kannanir, keyptar af Landvernd:

  1. 43% á móti Bjarnarflagsvirkjun
  2. Andvíg byggingu fleiri álvera

Sú fyrri er ca. mánaðargömul, en sú seinni var kynnt í útvarpinu í hádeginu í dag.

Skoðum hlutfall svarenda, í fyrri könnuninni er þátttaka úrtaks 59,4% - í þeirri síðari einnig 59,4%.

Afstaða svarenda í fyrri könnuninni er 43% gegn virkjun en 30% á móti. Sú á að veita kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík orku.

Í þeirri síðari 51,3 andvíg frekari álverum en 30% hlynnt þeim.

Kort af Mývatni og Bjarnarflagi!

  • Landvernd er að heimta nýtt umhverfismat, sem mun a.m.k. seinka kísiliðju á Bakka um 2 ár að líkindum. 
  • Því miður þekki ég ekki hvaða meint eða raunveruleg hætta, stafar af Bjarnarflagsvirkjun - en bendi á mynd að neðan, að þ.e. ekki beint svo að svæðið sé ósnert. Þar er lítil virkjun fyrir.

Svo er hús með aðstöðu fyrir jarðböð, sem túristar geta notfært sér. Á öðrum stað innan marka háhitasvæðisins kennt við Bjarnarflag - sjá neðri myndina.

Ekki klár á því hvert afl litlu virkjunarinnar sem er þegar til staðar á svæðinu er, en líklega er fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun upp á 45-90 megavött verulega mikið öflugari.

  • Ég hef ekki beint séð útskýringu á því - akkúrat hvað menn óttast.
  • En miklu stærri virkjun þíðir auðvitað flr. borholur - spurning hvort menn óttast samt fremur mengun af afgangsvatni virkjunarinnar

En eitthvert þarf afgangsvatnið að fara, sem líklega er miklu meira að umfangi heldur en íbúar á svæðinu geta nýtt sér. Og slæmt væri örugglega að láta það fara beint út í náttúruna.

Spurning hvort það geti ekki legið - tækifæri í því afgangsvatni?

En Bláa Lónið er nýtir afgangsvatn frá gufuvirkjun á Reykjanesi. Stækka aðstöðuna sem býður upp á jarðböð við Bjarnarflag kannski margfalt, vera með sundlaug einnig - og kannski einnig laug svipaðri þeirri sem er við Bláa Lónið.

  • Það getur einnig verið, að ótti sé við loftmengun - - ef gufu er hleypt út í andrúmsloftið frá borholum eða virkjuninni sjálfri - - en hún getur innihaldið t.d. brennistein.

Sjálfsagt þarf að gæta þess að ekki sé verið að hleypa magni af gufum út í loftið svo nærri þetta viðkvæmu vistkerfi sem Mývatn er. Brennisteinsmengun gæti vissulega skaðað lífkerfi Mývatns.

Svæðið nærri Mývatni - eins og sést á myndum samt nokkurn spöl frá. Nægilega nærri þó, til þess að skaði sé sannarlega hugsanlegur. Ég er alls ekki að segja að Landvernd hafi augljóst rangt fyrir sér.

Það þarf að fara gætilega í þessa uppbyggingu. En í henni á sama tíma geta legið mikil tækifæri fyrir Húsavíkur og Mývatnssvæðið. Rétt að halda því einnig til haga.


Varðandi álversumræðuna, þá er vert að halda til haga að Ísland er í skuldakreppu þessi árin!

Ein leið til þess að hún lýði hjá fyrr en frekar seinna - - er að hrinda í verk erlent fjármögnuðum stórverkefnum, sem dæla erlendu fé inn í hagkerfið.

Sannarlega var verkefnið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa við Reyðarfjörð; rangt tímasett - þ.e. miðað við hagsveifluna á Íslandi þau ár. Getur hafa átt þátt í þróun til bóluhagkerfis.

Á hinn bóginn, þá er Ísland nú statt í öldudal - þar að auki í mesta skuldavanda Íslandssögunnar.

Það er alveg augljóst, að erlent fé getur flýtt fyrir því að landið losni úr kröggum sem liggja einkum í erlendum gjaldeyrisskuldum.

Að flýta fyrir því að sá vandi taki enda í fyrri lestinni frekar en þeirri seinni; þíðir að lífskjör almennings geta rétt við kútnum fyrr frekar en seinna.

-------------------------------

Tek fram, að líklega getum við náð okkur upp án slíkra framkvæmda - en þá í tímaramma er verður eitthvað lengri.

Kröfur um bætt lífskjör verða þá frústreðaðar eitthvað lengur - en í hinni sviðsmyndinni.

Spurning um valkosti!

  • Því má einnig bæta við - - að álver er ekki það eina sem unnt er að gera.
  • Má benda á kísilmálmverksmiðjuna sem stendur til að reisa við Bakka. 
  • Svo má vera að menn séu andvígir verksmiðjum yfirleitt.

Þá eru einnig til staðar möguleikar; eins og frekari uppbygging fiskeldis í fjörðum, firðir fyrir Austan og Vestan eru einna helst ákjósanlegir fyrir slíka uppbyggingu.

Að auki má nefna, að það eru tækifæri tengd landbúnaði - - sbr. frekari loðdýrarækt, en ekki síst - uppbygging í ilrækt.

Ilrækt er alveg raunhæfur kostur, en þá er einnig verið að tala um að nýta jarðvarma, en með örlítið öðrum hætti þ.e. ekki endilega "háhita."

Hugmyndir, að slík ræktun fái orkuna á svipuðu verði og álver - eða ekki miklu hærra; þá sé grundvöllur fyrir mikilli aukningu slíkrar starfsemi. Ég á við, að þetta geti orðið að stóriðju.

 

Ég hafna alls ekki því að gera eitthvað annað en álver - - en má ekki gera þetta allt saman?

  1. Eitt álver til viðbótar - að álverið við Helguvík verði klárað. Líklega síðasta álverið.
  2. Húsavík fær kísilmálmverksmiðjuna, sennilega í stað álversins sem norðanmenn hafa verið að heimta. Í tengslum við gufuvirkjun unnt að byggja aðstöðu við Bjarnarflag sambærilega við Bláa Lónið.
  3. Auk þess sem ég hef ekki enn nefnt, er unnt að hefja framleiðslu á hlutum úr áli - nýta álið sem hér er hvort sem er, til þess að auka útflutningsverðmæti áls. Þá hugsa ég iðnsvæði í grennd við alver Alcoa sennilega innan sömu girðingar nýtir sömu höfn, einnig svipað við Hafnarfjörð og síðan í Hvalfirði. Ef Álverið við Helguvík verður klárað, þá sé þar einnig svipað iðnaðarsvæði - sem framleiðir frekari verðmæti úr álinu sem álverið framleiðir.
  4. Stórfellt aukin ylrækt þ.s. ylræktendur fá svipað verð fyrir orkuna og álverin, að auki nýta varma úr jörðu - afurðir til útflutnings héðan.
  5. Aukin loðdýrarækt.
  6. Aukið fiskeldi.
  7. Sem ég hef ekki enn nefnt, hátækni-iðnaður einkum í Reykjavík og nágrenni, byggður upp í tengslum við háskólasamfélagið í Reykjavík. Akureyri getur hugsanlega gert eitthvað svipað.
  • Viljandi hef ekki haft hugsanlega olíu fyrir Norðan land á þessum lista.
  • Sama um hugsanlegar risahafnir.

Það eru draumar sem við ráðum ekki beint hvort munu eiga sér stað. Atriðin 1-7 aftur á móti eru allt framkvæmanleg atriði, sem við ráðum að stærstum hluta hvort munu eiga sér stað eða ekki.

Það sem ég er að tala um, er að með því að auka framtíðar gjaldeyristekjur landsmanna.

Getum við samið við þá sem eiga okkar gjaldeyrisskuldir, um að framlengja þau lán og lækka vexti.

Því með ofangreindri tekjuaukningu þá lækkar áhættan - fyrir þá aðila sem eiga þau lán.

--------------------------------

Þannig lækkar greiðslubyrðin samtímis því að gjaldeyristekjurnar hækka.

Og þar með unnt, að hífa verulega upp lífskjör.

Hækka bætur til aldraðra - til öryrkja - atvinnuleysis.

Minnka atvinnuleysi - hækka laun almennt.

Uppgangur leiðir til hækkaðs fasteignaverð á ný - svo hratt batnar eigna vs. skuldahlutfall húsnæðiseigenda, fyrir utan að til stendur að þeir fái eina leiðréttingu.

  • Fræðilega er unnt að sleppa viðbótar álveri úr þessum lista - ef andstaða er of mikil.
  • Það kannski hefur ekki nein úrslitaáhrif - þ.e. þau ár sem bætast við, að það taki lengri tíma að koma okkar lífskjörum í samt lag á ný, verða kannski ekki svo mörg.

 

Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn er ekki sami flokkurinn er var við völd þegar Davíð Oddson of Finnur Ingólfs réðu, heldur eftir að hafa farið á sl. áratug mjög langt niður, ráða þar ríkjum mun hófsamari öfl en áður.

Hófsamari í þeim skilningi, að þetta er miðjufólk ekki hægri sinnað. Flokkurinn er þó aftur orðinn þjóðernissinnaður, en þó í hófsömum skilningi.

Ef á ég að líkja Framsóknarflokknum við einhvern erlendan stjórnmálaflokk, væri það einna helst Demókrataflokkurinn bandaríski en - ekki evrópskir krataflokkar. Þó ekki vinstrisinnaðir demókratar.

Það er það sem ég vill árétta - að Framsókn hefur leitað inn á miðjuna á ný

Ég held að það einnig sjáist á fylginu. Að Framsókn er að höfða til millistéttarinnar á landinu.

-----------------------------

Þegar ég segi hófsamari - á það einnig við um "uppbyggingarstefnuna." Hún er einnig hófsamari, hún var dálítið hrokafull undir Halldóri. Það var "keyrt yfir andstöðuna" í stað þess að ræða málin og útskýra. Meðan að í dag er líklegar að Framsókn muni verja miklu púðri í að útskýra sína afstöðu, til að afla henni fylgis - helst víðtæka samstöðu.

Sé því til í að ræða málin opinskátt við þá hópa, sem hafa efasemdir um tiltekin atriði stefnunnar.

Ég á von á því að tekið verði tillit til vel rökstuddra mótbára, ekki endilega þannig að verkefnin fari ekki samt áfram - heldur að þau verði aðlöguð, lagfærð - dregið úr skaðsemi þeirra eftir megni. Hönnun sniðin að því, að fela mannvirki sem mest. Gera þau falleg jafnvel.

Framsókn ætlar sér eftir allt saman ekki að endurtaka það tímabil, þegar flokkurinn hafði lítið fylgi.

Að fylgja hinum breiða hópi kjósenda er lykillinn að framtíð flokksins.

Þá vil ég meina að sjónarmið uppbyggingar og verndar geti mæst í miðjunni.

----------------------

Ps: Fékk ábendingu að virkjun við Þeystareiki eða Kröflu. Sé líklega skárri út frá verndun Mývatns.

Bæti þessi við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er verið að tala um 30 sinnum stærri háhitavirkjun er nú er við Bjarnarflag, aðeins 3,8 kílómetra frá vatninu og 2,8 kílómetra frá grunnskólanum. Mat á á umhverfisáhrifum var gert um svipað leyti og mat vegna Hellisheiðarvirkjunar. Niðurstaða beggja sú sama: Allt í góðu lagi og viðráðanlegt. Málið dautt?

Nei, ekki á Hellisheiði. Virkjunin reist loftmengun óviðunandi í 10 sínnum meiri fjarlægð en er við Mývatn. Affallsvatnið óviðráðanlegt og manngerðir jarðskjálftar, sem ekki var minnst á í mati á umhverfisáhrifum.

Frá svæðinu undir Bjarnarflagi rennur kísilblandað vatn af ákveðnum hita út í Mývatn sem er grundvöllur einstæðs lífríkis þar í einn einstæðara samblandi við einstæðar jarðmyndanir.

Nú hefur komið í ljós að kísilnámið í vatninu á sínum tíma hefur valdið hruni silungsstofnsins í vatninu. Varúðarreglan var víðsfjarri þegar ákveðið var að fara út í áhættuspil með Kísiliðjuna.

Nú á að ana út í stórvirkjun þar sem þegar liggur fyrir að menn ráða ekki við affallsvatnið og vita ekkert um það  hvaða áhrif virkjunin hafi á rennslið út í vatni en ætla að gera öfugt við það sem var niðurstaðan á Hellisheiði. Á Hellisheiði hafa menn hætt að virkja frekar og halda áhættuspilinu áfram og biðja um sjö ár til þess að rannsaka, hvort einhver lausn fáist á loftmengunar- og affallsvatnsvandamálunum.

Hvort tveggja eru vandamál við Bjarnarflag en ofan á bætast áhrifin á rennsli vatns neðanjarðar út í Mývatn sem stórfelldur vafi leikur á um.

Já, við Mývatn ætla menn hins vegar að virkja eins og ekkert sé eðlilegra en að spila áhættuspil með annan af tveimur stöðum á Íslandi, sem fyrst var sótt um að yrði á heimsminjaskrá UNESCO.

Þingvellir eru komnir á skrána en Mývatn með sína Kisiliðju og kísilnám var hlegin út af borðinu.

Nú er Mývatn komið á válista, með rauðan lit vegna þess að það fellur undir Ramsarsamninginn. Allt í fína lagi með það og bara hið besta mál að bæta bara í ! Kallarðu þetta "hófsemi", frændi?  

Í nokkurra kílómetra fjarlægð fyrir austan virkjunina er næst fjölsóttasta hverasvæði landsins, Hverarönd.

Í mati á á umhverfisáhrifum eru gefnir upp þrír möguleikar um það sem geti gerst varðandi Hverarönd. 1. Virknin í hverunumverði óbreytt. 2. Virknin hætti, jafnvel mjög snöggt. 3. Virknin aukist. Menn eru alveg tilbúnir til að taka áhættu með þetta. Varúðarreglan? Víðsfjarri.

Einu sinni var Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins og formaður Náttúruverndarráðs, sem beitti sér fyrir setningu laganna um friðun vatnasviðs Laxár og Mývatns.

Fyrir nokkrum árum var aflétt þeim lögum.  

Verður Framsóknarmönnum aldrei hugsað til þess hvað þeim merka manni hefði fundist um þá stóriðjustefnu á kostnað náttúru landins sem nú er rekin?

Fyrir liggur að skilyrði fyrir álveri í Helguvík er að það verði minnst 360 þúsund tonn og noti 625 megavött. Það þýðir að njörva svæðið frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið niður í kerfi af virkjanamannvirkjum; háspennulínum og linuvegum, stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum og gufuleiðslum.

Mikil "hófsemi" fólgin í því?

Eysteinn hefði orðið afar ánægður með það eða hvað?  

Ómar Ragnarsson, 14.4.2013 kl. 17:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá viðbót. Ég er nógu gamall til að muna eftir því hvað ég hlakkaði til þess sem ungur maður fyrir næstum 50 árum að sjá allan úrvinnsluiðnaðinn rísa í sambandi við álverið í Straumsvík.

Sjá hvernig við sjálfir framleiddum allan okkar álpappír og álþök og flyttum út.

Um daginn hitti ég mann, sem var að setja álplötur á hús sitt og nefndi þetta mál. Hann sagðist hafa spurt sölumann álplatnanna hvort ekki væri alveg eins hægt að framleiða þetta hér á landi en hefði fengið það svar að álplöturverksmiðjan, sem plöturnar kæmu úr, framleiddi á hverjum degi plötur sem nægðu til að anna þörfum Íslendinga í tíu ár!

Ómar Ragnarsson, 14.4.2013 kl. 17:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Atvinnusköpun eða umhverfisvernd er gjarnan stillt upp sem andstæðum. Álver er atvinnusköpun en umhverfisvernd eins og við Geysi og Gullfoss er ekki atvinnusköpun. Álverið er "nýting", Geysir og Gullfoss fela ekki í sér "nýtingu".

Það að taka gamalt handrit á 18. öld og gera úr því skóbætur var "nýting", vernd handritsins ekki.

Þetta aldagamla viðhorf á ekki við um umhverfisvernd sem er undirstaða undir ferðaþjónustu sem skilar mun meiri virðisauka inn í þjóðfélagið en stóriðjan, að ekki sé talað um atvinnuna.

Aðeins rúmlega 1% vinnuafli þjóðarinnar er nú í álverunum, brot af því sem vinnur við ferðaþjónustuna, og jafnvel þótt gefinn væri skítur í öll náttúruverðmæti Íslands og allt virkjanlegt virkjað, yrði þessi fjöldi starfanna í álverunum aldrei verða hærri en rúmlega 2%.

Menn halda því fram að "afleidd störf" af álverunum komi tölunni upp í 5-6% en svipað er líka hægt að segja um ferðaþjónustuna og sjávarútveginn sem skila hlutfallslega meir en tvöfalt meiri virðisauka inn í þjóðarbúskapinn en stóriðjan.

"Orkufrekur iðnaður" hefur verið sveipað sérstökum helgiljóma, en á öld vaxandi orkuskorts ætti "orkumildur" iðnaður frekar að sveipast slíkum ljóma.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2013 kl. 17:18

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Afleidd störf geta orðið miklu fleiri ef hafin væri markviss stefna í því að framleiða úr áli hérlendis.

Augljóst er markaður hérlendis alltof lítill til þess að hann sé grundvöllur slíkrar framleiðslu.

Það þarf greinilega að minnka umfang álversins við Helguvík. Mjög líklegt að 360þ. tonn sé óviðráðanlegt.

En hálfu smærra álver sannarlega minna hagkvæmt fyrir þann sem vill reisa það, gæti gengið upp. Það verður að koma í ljós hvort sá vill reisa það við þau skilyrði.

En greinilega er upphafleg áformuð risastærð of krefjandi fyrir okkar umhverfi.

Þekkti ekki þetta affallsvatn sem rennur náttúrulega í vatnið - en þ.e. góður punktur. Þá þarf að greina nákvæmlega efnasamsetningu þess, og tryggja að sama magn með sömu efnasamsetningu streymi áfram.

Ef menn áforma að láta affallsvatnið í jörðina í stað þess að nýta það með öðrum hætti, þá er örugglega líkur á töluverðri jarðskjálftavirkni - greinilega er ekki unnt að láta allt þetta vatn streyma í vatnið.

Spurning hvort unnt væri að nýta það í umfangsmikla bað-aðstöðu sambærilega við þá sem til staðar er á Reykanesi sbr. Bláa Lónið. Líklega þarf það að vera þó ívið meira að umfangi.

Augljóst gengur ekki að loftmengun sé hleypt í andrúmsloftið - á þessu svæði.

--------------------------

Þ.e. augljóst að þetta verkefni verður mjög krefjandi.

Ef á að vera mögulegt að finna leið sem er í samræmi við náttúruna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það verður að fara milliveginn. 

Við getum ekki búið í þessu landi án þess að nýta landgæðin.

Á hinn bóginn er óþarfi að raska meiru en þarf.  Hverju sinni.

Kolbrún Hilmars, 14.4.2013 kl. 18:06

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæti einnig því við, að ferðamennska er ekki án sinna vandamála.

En þegar er að sjást mikið álag víða á landinu af átroðslu - ef það á að mæta vonum þjóðarinnar með ferðamennsku eingöngu.

Þyrfti líklega að stefna á að vel yfir milljón ferðamanna væri hér - ár hvert. 

En ekki síst virðist aukin átroðsla að vetrarlagi vera farin að hafa neikvæð umhverfisáhrif, þó ferðamenn séu þá hlutfallsl. færri - er stefnan ferðaþjónustuaðila sérstaklega á að fjölga ferðamönnum utan hins hefðbundna sumarshápunkts, farin að skila átroðslu að vetrarlagi þegar landið virðist enn viðkvæmara.

Ekki má gleyma þeim mikla akstri sem því fylgir um landið allt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2013 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 512
  • Frá upphafi: 847167

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband