Fjármögnunarþörf Kýpur er nú áætluð 23ma. evra eða 128% af þjóðarframleiðslu!

Best að taka strax fram. Að ekki er verið að ræða um það að Kýpur fái stærra lán en áður. Heldur heldur er þess krafist að Kýpur finni 6ma.€ til viðbótar, ofan á 7,5ma.€ sem Kýpur hafði áður fundið í púkkið.

Þetta er verulega þung byrði fyrir land með þjóðarframleiðslu upp á 18ma.€.

Sem þegar fyrir skuldaði um 90% af þjóðarframleiðslu.

Framlag Kýpur á þá að vera 13ma.€ eða kringum 70% af þjóðarframleiðslu.

Til að fá á móti 10ma.€ að láni! Eða 60% af þjóðarframleiðslu.

Cyprus bailout cost surges to €23bn

EU ministers to tackle Cyprus fallout, banking union at Dublin talks

 

Þessu er líklega stærstum hluta náð fram með því að ganga á það sem til er í föllnu bönkunum tveim!

Það munar samt um að afskrifa svo mikið fé til viðbótar - þ.e. kannski þess vegna sem kýpverski Seðlabankinn hefur enn ekki opnað aðgang að nema rúmlega 10% af fjármagni á innistæðum.

En þetta stækkar enn spurningamerkið sem ég hef verið með uppi varðandi það!

Hvaða hlutfall munu innistæðueigendur fá greitt - - af svokölluðum tryggðum innistæðum?

Alveg síðan fall kýpv. bankanna átti sér stað - - hefur mig grunað sterklega að meira að segja "tryggðar innistæður" muni einungis fá hlutfall útgreitt, fyrir rest.

 

Annað er að Kýpur þarf að selja 2/3 af gullforðanum sínum!

Cyprus to sell €400m of gold as bail-out costs nearly double

If Cyprus can sell gold to help bailout, why not others?

Salan til að losa 400 milljónir €. Fer í hítina sem Kýpur er að leitast við að fjármagna.

Galli við þessa sölu, er að þægilegra væri að eiga gullforðann - þegar eða ef Kýpur tekur aftur upp Kýpur-pundið. 

Þó það sé ekki alger forsenda.

------------------------

Sumir eru að velta fyrir sér hvort fleiri ríki verði knúin til að selja gullforðann sinn, t.d. Portúgal.

Sem akkúrat er í klemmu, vegna ca. 1,5ma.€ sparnaðar sem Stjórnlagadómstóll landsins ógilti. Ríkisstjórnin þarf að finna einhverja aðra peninga eða sparnað í staðinn.

Akkúrat núna er því björgun Portúgals í nokkrum vandræðum - "Portugal holds 382.5 tonnes of gold, worth some 14.76bn. at current prices, in its reserves..."

Sala hluta forðans gæti því vel dekkað hin óvæntu vandræði ríkisstj. Portúgals.

Vegna þessara vangavelta lækkaði gullverð nokkuð skilst mér af fréttum.

 

Að lokum - Spánn hefur viðurkennt að hallinn á sl. ári var mun meiri en spáð var!

Spain admits wide miss of deficit target

Ríkisstjórn Rajoy hefur loks viðurkennt halla í kringum 6%. 

Þó þessi tala sé enn - áætlun. Ekki lokatala.

Framkvæmdastjórn ESB spáir 6,7% halla fyrir sl. ár - - og hingað til hefur hún ekki verið sek um að "vanáætla" hallarekstur ríkja í vanda.

Þvert á móti, hefur vanáætlun á þeim bæ verið hin vanalega útkoma í núverandi evrukreppu.

  • Það myndi ekki koma mér sérdeilis á óvart, að hallinn reynist vera 7% eins og hann var árið á undan.
  • Þannig að fórnirnar miklu við það verk, að ná niður hallarekstri ríkisins á Spáni með mjög óvinsælum niðurskurðaraðgerðum, sem Rajoy fékk fyrir lof frá aðildarríkjunum og Seðlabanka Evrópu.
  • Verði unnar fyrir gíg.
  • Sem muni augljóslega verða mikið áfall fyrir stefnuna!

------------------------

Ef það yrði niðurstaðan, finnst mér fjarskalega líklegt að nær ómögulegt verði þaðan í frá fyrir ríkisstjórn Mariano Rajoy að halda sig áfram við "austerity."

En þegar fórnirnar verða til einskis, verði ekki unnt að ná fram pólit. samstöðu um þær.

Ef það verður niðurstaðan, verður forvitnilegt að sjá hvernig það mun spila sig á mörkuðum þ.e. vaxtakröfu Spánar.

En þá verður algerlega ljóst - að stöðug aukning skulda Spánar verði ekki stöðvuð í náinni framtíð.

 

Niðurstaða

Þó að evrukrísan fari ekki eins hátt í fjölmiðlum og fyrir nettu ári. Þá eigi að síður mallar hún stöðugt áfram. Skuldir aðildarríkjanna vaxa og eru meiri í dag en fyrir ári. Hallarekstur ríkissjóða virðist óleysanlegur. Á sama tíma bendir afskaplega fátt til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé í kortunum á þessu ári. Kannski ekki heldur því næsta.

Mjög forvitnilegt að veita Kýpur athygli. Vegna þess að manni finnst Kýpur að mörgu leiti vera Ísland, ef Ísland hefði verið í evrunni er bankahrunið átti sér stað.

Samlíkingin er ekki fullkomin, við höfum meir að bíta og brenna en íbúar Kýpur þ.e. fisk og orkufrekar auðlindir. Þannig að okkar lífskjör hefðu líklega ekki sokkið alveg eins langt og kjör íbúa Kýpur líklega eiga eftir að gera. En ég er samt á því eigi að síður að Ísland hefði orðið greiðsluþrota og ég er alveg öruggur á því að það verður í tilviki Kýpur - nema 80% af skuldunum verði afskrifaðar. Sem örugglega verður ekki gert.

Á á því von á að Kýpur fari úr evrusamstarfinu. Get ekki tímasett þann atburð.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 847163

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband