Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?

Það var áberandi fyrirsögn á Fréttablaðinu í dag miðvikudag 10/4. "Engin þjóðarsátt næst með íslenskri krónu." En innihald fréttarinnar var það, að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ - sagði sátt með fljótandi krónu ekki koma til greina. Heldur sagði hann þörf á að taka upp "fastgengisstefnu."

Að ASÍ væri tilbúið að ræða þjóðarsátt, á grundvelli fastgengis!

Einnig var vitnað í Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, sem tók undir þá hugmynd um þjóðarsátt í samhengi við fastgengisstefnu.

Að auki vitnað í Vilhjálm Birgisson forseta Verkalýðsfélags Akraness, sem segir hækkun lægstu launa forsendu þjóðarsáttar.

 

Hvað þarf til að fastgengisstefna geti mögulega gengið upp?

  1. Laun þurfa að vera jafn sveigjanleg niður-á-við sem upp-á-við. 
  2. Þarf strangt aðhald að launahækkunum.
  3. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - gjaldeyrisvarasjóðs.
  4. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - viðskiptajöfnuðar.
  • Gylfi hefur hingað til talað um strangt aðhald hjá ríkinu - - og strangt aðhald að verðhækkunum.

Vandinn er sá - að aðhald að launahækkunum er ekki eitt og sér nóg.

Ekki heldur dugar til - þó bætt sé við í púkkið, aðhaldi að ríkisútgjöldum sem og útgj. sveitafélaga.

Þó það skipti einhverju máli hvaða gjaldmiðil er tengt við - er það ekki heldur nóg að velja réttan.

Því sá er aldrei alltaf - - réttur.

 

Vandi Íslands er að það er örríki!

Það er ástæða þess, hve erfitt er að viðhalda stöðugu gengi - en einnig af hverju fastgengi er mjög erfitt í framkvæmd.

Það myndi ekki bæta úr sök, að taka upp mjög kyrfilega niðurnjörvað form fastgengis kallað "myntráð."

En lausnin liggur ekki í að ganga sem kyrfilegast frá fastgenginu - svo að gengisfall sé útilokað.

Því það í reynd er ekki lausn þess vanda sem er orsök óstöðugleikans hér.

--------------------------------

  1. Málið er að Ísland flytur inn nærri allar neysluvörur!
  2. Það er ekki grundvöllur fyrir framleiðslu, nema á litlum hluta þess sem hér þarf að nýta, svo okkar þróaða hagkerfi geti starfað.
  • Af því leiðir - - > hér þarf alltaf að vera til staðar gjaldeyrissjóður.
  • Sem tryggir innflutning.

En sjóðurinn skapar traust eða tiltrú seljanda gagnvart okkur - svo þeir eru til í að hafa okkur í reikningsviðskiptum.

Með öðrum orðum - krefjast ekki staðgreiðslu.

Ef sjóðurinn klárast, þá bilar sú tiltrú - - og erlendir aðilar, fara að krefjast staðgreiðslu.

Við fundum fyrir þessu rétt eftir hrunið, þegar um í nokkra mánuði gekk ílla að leysa út vörur, verslanir áttu í erfiðleikum með að tryggja afhendingu á réttum tíma. Það skall þó blessunarlega ekki á vöruskortur - en sú útkoma getur átt sér stað ef skortur á gjaldeyri ágerist.

 

Við stöndum alltaf frammi fyrir erfiðum valkostum þegar við rekum fastgengisstefnu!

Valkostirnir hafa einfaldlega verið.

  1. Fella gengið - þ.e. falla frá fastgengisstefnunni, eða fella og tengja aftur.
  2. Eða, að taka upp innflutningshöft.
  • Málið er að við erum algerlega háð því að til staðar sé "lágmarksgjaldeyrissjóður."
  • Svo unnt sé að tryggja innflutning "grunnnauðsynja."

Gengi íslensku krónunnar er algerlega háð því að gjaldeyrisstaða landsins sé sæmilega traust.

Því ótraustari sem hún er, því lægra er gengið.

Og að auki, án lágmarks gjaldeyrissjóðs þarf gengið annað af tvennu; að falla eða innflutningshöft þarf að setja á.

 

Við þurfum að gæta að "debit" og "kredit"

Okkar vandræða-barn er gjaldeyrisjöfnuðurinn við útlönd.

Eða með öðrum orðum - tekjustaða landsins gagnvart útlöndum vs. verðmæti innfluttra vara og þjónustu.

Það er hann sem veldur - gengisósstöðugleika krónunnar, oftast nær.

Að auki - ef böndum er ekki komið á hann, getur engin tegund eða form af fastgengisstefnu gengið upp til lengdar.

Alveg sama við hvaða gjaldmiðil væri tengt eða körfu, eða þó um væri að ræða það niðurnjörvaða form "Myntráð."

Sama um upptöku annars gjaldmiðils hvort sem þ.e. einhliða eða ekki.

 

Er þá stöðugt gengi ekki mögulegt?

Eins og ég sagði ofar - ef menn eru tilbúnir til þess að hafa launin jafn sveigjanlega upp sem niður.

Þá þarf að hafa mjög náið eftirlit með viðskiptajöfnuðinum og gjaldeyrisstöðunni.

Þá væru einhver "rauð strik" og samkomulag um launalækkun ef farið er niður fyrir þau.

Önnur strik mætti hafa, má kalla þau "blá strik" þ.e. að óþarflega stór jákvæður jöfnuður myndi kalla á nærri sjálfvirka launahækkun.

Ég nefndi einu sinni sem hugmynd að viðmiði +/- 1,5%. Um jöfnuðinn.

 --------------------------------

Þetta er í raun og veru - málið.

Þarf enga sérstaka töfralausn - ekki einhliða upptöku eða myntráð, eða evru.

  1. En gagnlegt væri að stækka gjaldeyrissjóðinn.
  2. Þannig að hann væri virkari sem "buffer" svo að meiri tími væri til stefnu, til að taka ákvarðanir.

En stór sjóður er lengur að eyðast upp - en lítill.

Þá meira svigrúm til viðbragða.

Til saman myndi stækkaður gjaldeyrissjóður + sveigjanleg launastefna.

Duga til þess að gengi íslensku krónunnar myndi vel geta haldið tengingu við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla, þess vegna árum saman - án sérstakra vandkvæða.

 

Niðurstaða

Grunn vandinn er smæð landsins, sem þíðir að hér er grundvöllur fyrir mjög fáar tegundir af starfsemi. Flestar tegundir neysluvara þarf að flytja inn. Fyrir bragðið er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga ávallt að hafa nægan gjaldeyri til vörukaupa erlendis frá.

Þess vegna er lykilbreytan þegar kemur að spurningunni um gengisstöðugleika vs. óstöðugleika, okkar gjaldeyrissjóður.

En tilgangur hans hér er að baktryggja innflutning.

Án nægs gjaldeyris - eru innflutningshöft algerlega nauðsynleg.

En þá verður að forgangsraða því hvað er keypt inn.

Forsenda frelsis um innflutning er að gjaldeyrissjóður sé nægilega digur.

Engin fastgengisstefna getur haldið, ef landið skortir gjaldeyri - nema að valið sé hitt neyðarúrræðið að setja á innflutningshöft. Þá skiptir ekki nokkru máli hvaða form fastgengisstefnu er um að ræða. Engu máli heldur hversu niðurnjörvað það fyrirkomulag væri.

----------------------------

Ef valið væri mjög niðurnjörvað form af fastgengi t.d. myntráð. Er gengisfall ekki mögulegt, svo þá eru valkostir höft á innflutning eða launalækkun. Ef gengur ílla að lækka laun þegar viðskiptahalli hefur skapast og skuldir hlaðast upp, þá væru höft á innflutning eina úrræðið til að forða hruni þess fyrirkomulags.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæll Einar.Mig langar til að fá smá útskýringu á þessu fyrsta sem þú telur upp ."Laun þurfa að vera jafn sveigjanleg niður-á-við sem upp-á-við".Nú er það svo að ég hef verið skotinn í hugmynd Vilmundar Jósefssonar sem felst í því að gera kjarasamninga til 5 ára og festa gengið því samfara sama tímabil.Endurskoða þá málin.Ef þetta yrði gert og vísitölur afnumdar(verðtrygging) þarf þá að hugsa um þennan þátt?Ef þarf þess,er þá ekki hægt að vera einfaldlega með sjóð sem dempara líkt og þú ert að tala um gjaldeyrissjóðinn?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2013 kl. 16:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grundvöllur kjara á landinu er gjaldeyrisinnkoma.

Hingað til hafa allar tilraunir til fastgengisstefnu endað með því að hún hrynur í lok þess að gjaldeyrissjóður - tæmist.

  • Stækkaður sjóður - kaupir einungis tíma.
  • Getur séð hann sem okkar eigin björgunarsjóð.

En hann klárast fyrir rest - ef hallinn á jöfnuðinum stendur nægilega lengi. 

Þannig að hann einn og sér er ekki lausn.

Vandinn er sem sagt þróun yfir í halla á okkar viðskiptajöfnuði - það skiptir ekki megin máli hver akkúrat er grunnorsök, þ.e. hrap á gjaldeyristekjum eða að gjaldeyrisneysla hafi aukist hraðar en aukning á gjaldeyristekjum.

Þá skiptir ekki heldur megin máli hvort of neysla á gjaldeyri, þ.e. sem lýsir sér í því að við kaupum meir inn en nemur verðmætum okkar gjaldeyristekna, sé komin frá atvinnulífi eða almenningi - vanalega er það hvort tveggja í bland.

--------------------------------

Gengisfall virkar alltaf sem dempari á gjaldeyrisneyslu.

Þá hættir sjóðurinn að minnka, og þess í stað stækkar á ný. Þetta hefur verið hin klassíska ísl. hagsveifla.

Þ.e. fall - gjaldeyrisneysla minnkar, sjóðurinn byggist aftur upp.

Gjaldeyrisneyslan eykst aftur smám saman í fyrra horf. Aftur fer sjóðurinn að minnka. Að lokum fellur gengið aftur - þegar stefnir á að sjóðurinn tæmist.

Jó - jó sem við þekkjum öll.

--------------------------------

Að lækka laun til skiptis eða hækka í staðinn fyrir að beita genginu á misvíxl.

Sem stjórntæki á viðskiptajönuðinn.

Ætti alveg að geta verið eins skilvirkt úrræði.

Þá í stað þess að gengið sveiflist, sveiflast launin í staðinn.

Og verðbólga verður mun lægri og þar með vextir.

--------------------------------

Launin eru þá jó-jóið í staðinn fyrir að gengið sé það.

Eitthvað á Íslandi þarf að vera jó-jó.

Laun eru stærsti útgjaldaliður mjög margrar tegundar af starfsemi, að auki er vert að muna að vegna þess að flestar neysluvörur eru innfluttar.

Hefur launastig mjög mikið að segja til um það hve mikið er flutt inn - vegna þess einmitt að flest það sem hver og einn kaupir fyrir utan matvæli er innflutt.

Fyrir utan matvæli ef þú hugsar málið er örugglega ekki mjög margt sem þú átt, sem raunverulega er ísl. framleiðsla.

Að beita launum í staðinn fyrir vagninn - virðist því rökrétt séð skilvirkt. Út frá kaldri rökhyggju.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.4.2013 kl. 16:58

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hefur reyndar verið alltaf inn í myndinni hjá mér að það þarf að leiðrétta gengið reglulega.Og það myndi þá vera þetta Jó-Jó .En held það sé mjög óvinsælt að lækka laun(hitt er vinsælla).En ég get hinsvegar ekki skilið hvers vegna sé ekki hægt að niðurgreiða þessar hugsanlegu launalækkanir á tímabilinu.Og í raun og veru stjórnast gengið af efnahagsástandinu þ.e. viðskiptajöfnuðinum-ekki rétt.Þessvegna hefði svona aðgerð enga þýðingu nema hún virki sem bremsa á verðbólgu,sem ég held að hún geri og eykur stöðugleikann.Framtíðarlausn væri að gera viðskiptajöfnuðinn hagstæðan.Með því .1.Að hefta innflutning(slæmt)2.Auka Útflutningstekjur með aukinni framleiðslu eða/og 3. Minnka umsvif ríkisins með því að fækka ríkisstarfsmönnum,fá með því fleiri vinnandi hendur (til framleiðslu)en þá þarf að sjálfsögðu að auka atvinnustigið að sama marki.Er ég á réttri leið?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2013 kl. 18:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltaf spurning hvað menn meina með stöðugleika. Þessi misserin er ákaflega starað á gengisstöðugleika. Þó það sé í reynd ekki stöðugleiki sem er í boði hjá okkur. Eins og ég í reynd bendi á, þá er með því að velja gengisstöðugleika eingöngu verið að skipta um þátt sem er óstöðugur.

Ég held að sama hve rík við verðum, þurfum við alltaf að hafa einhvers konar form af stjórnun á viðskiptajöfnuðinum. En sagan sýnir að við getum alltaf keypt meira - hversu mikið sem okkar efnahagur batnar; getum við ávallt keypt meir inn en við höfum tekjur fyrir. Ef þ.e. ekki e-h form af stjórntæki sem setur þeirri eyðslu e-h mörk.

Þ.e. hættan við að starfa innan annars gjaldmiðils t.d. að þá hverfur þessi sjálfvirka stýring sem gengið er. Of ef menn eru sofandi fyrir viðskiptajöfnuðinum sem hættu í kjölfari þess. Geti mjög hratt safnast upp lítt viðráðanlegur skuldavandi.

Það sem kom fyrir nokkrar aðildarþjóðir evru innan þess gjaldmiðils. Þegar nokkrar aðildarþjóðir uggðu ekki að sér, þegar hagkerfi þeirra smám saman fór inn í neikvæðan viðskiptajöfnuð sem ágerðist ár eftir ár.

Þangað til að eigendur skulda ókyrrðust. Þá þurftu viðkomandi ríki að fá neyðarlán.

Alveg sama í hvaða samhengi Ísland væri rekið - væri alltaf þörf á einhverskonar stjórnun á jöfnuðinum gagnvart öðrum löndum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.4.2013 kl. 20:28

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Góð hagstjórn er einmitt það sem koma skal.En til þess þurfa líka stjórnendurnir (Ráðherrarnir)að hafa reynslu og þekkingu svo þeir viti hvað þeir eru að gera.Þakka þér fyrir upplýsingarnar.Hef lært mikið í dag.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2013 kl. 20:38

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi" - ég held það en ég geri mér grein fyrir því að mjög margt þarf að breytast hérna. í dag höfum við ágætt tækifæri í þá átt. kannski betri en áður en það er að tengjast esb. við höfum kannski 10+ ár að taka til hjá okkur

Rafn Guðmundsson, 10.4.2013 kl. 21:30

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rafn - að hvaða leiti er það gagn af því að tengjast ESB, þegar grunnvandinn er viðskiptajöfnuður landsins?

Þ.e. sá sem veldur gengisóstöðugleika að stærstum hluta - hingað til hefur ESB ekki boðist til að jafna út viðskiptaójafnvægi sem skapast innan einstakra aðildarlanda heldur krafið þau sjálf um að laga slíkt ójafnvægi; í gegnum - > Beinar launalækkanir og svokallað "austerity" þ.e. niðurskurð útgjalda til að laga þá þann ríkishalla sem óhjákvæmilega skapast í tengslum við þann hagkerfissamdrátt sem þá óhjákvæmilega verður er laun eru lækkuð með beinum hætti?

Sem sagt, ESB aðstoðar ekki ríki við slíkann vanda, nema þegar sá veldur þeim það miklum skuldavanda að markaðir glata þolinmæði; en þá fá þau neyðarlán.

Við sjáum hve þægilegt ástand hefur þá skapast innan þeirra tilteknu landa, sem hafa lent í vandræðum með sinn viðskiptajöfnuð, og komist í skuldavanda í kjölfarið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 00:09

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt hjá þér að esb lagfærir ekki þessi vandamál. ég tel að við hérna þessi 320þ nái ekki þeim aga sem þarf nema að ganga í stærra samfélag. viðskiptajöfnuður landsins verður aldrei næginlegur til að viðhalda svipuðum lífskjörum hérna nema með því að taka mjög erfiðar ákvarðanir um hvernig ísland þarf að vera til að ná því fram.

Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 00:52

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rafn ég held að tækifærið felist í því að nota næstu 10 ár(EF Evra verður ekki tekin upp gerist það ekki fyrr) í það að byggja upp Efnahagskerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli þannig að við höfum alla stjórnina á okkar hendi.Og ég hef þá skoðun að til þess að besti árangur náist í þeim efnum eigum við að hafna ráðherrum af þinginu og ráða þá einfaldlega eins og stjórnendur fyrirtækjanna í landinu.Fá besta starfsfólkið.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.4.2013 kl. 08:17

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski góð hugmynd Jósef en ert þú að sjá það gerast hérna á Íslandi?

Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 10:15

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það verði að hugsa málið ofurlitíð áður en menn fara að halda að fastgengi sé lausnin.

Hvað myndi gerast ef Íslendingar ákvæðu að festa fiskverð?  Annað hvort í dollurum eða euroum?

Hvað myndi gerast ef Íslendingar ákvæðu að frysta allt vöruverð innanlands?

Hvað myndi gerast ef Íslendingar myndu ákveða að festa vexti - til eilífðar?

Yrði ekki tóm hamingja og allir myndu lifa hamingjusamir upp frá því?

Eða myndu köttur setja upp á sig stýri, Íslendingar enda úti í mýri og úti yrði ævintýri?

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 16:07

12 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, þú heldur áfram að gera allt of mikið úr hugsanlegum vandamálum við fastgengi. Það stranga aðhald sem þú talar mikið um, fæst til dæmis einmitt með fastgenginu. Með því að setja gengið fast verða einungis vextir og fjármagnsflutningar frjálsir. Þessar þrjár breytur er ekki hægt að festa samtímis.

Með fastgenginu er peningakerfið komið á sjálfstýringu, það er að segja vextir og fjármagnsflutningar vega salt, sem gerir stýrivexti óþarfa, enda verður Seðlabankinn lagður niður. Hagkerfið losnar við mikið af óþarfa kostnaði, ekki bara kostnaðinn við Seðlabankann.

Mikilvægt er að skilja að fastgengi er ekki hugsanlegt með torgreindri peningastefnu, undir stjórn seðlabanka – ekki hugsanlegt. Það sem fákunnandi nefna fastgengi seðlabanka nefnist í raun tyllt-gengi. Eini munur flotgengis og tyllts-gengis er útlitið á  fallferli gjaldmiðilsins. Flotgengi fellur nokkuð samfellt, en tyllt-gengi fellur í stökkum.

Tyllt-gengi hefur oft sömu hagkvæmu áhrif á hagkerfið og fastgengi, en þau áhrif vara ávallt tímabundið. Það eru þessi tímabundnu áhrif, sem valda því að þeir sem ekki þekkja vel til peningamála, halda að tyllt-gengi sé fastgengi.

Fastgengi (alvöru fastgengi, ekki tyllt-gengi) er auðvelt í framkvæmd, en andstæðingar þess eru sterkir – hagfræðingar seðlabankanna og stjórnmálmenn. Eki þarf að vera annar opinber gjaldeyrissjóður en varsjóður myntráðs, sem heldurstoðmynt til jafns við útgefinn innlendann gjaldmiðil, Ríkisdal. Ef fastgengi er fengið með upptöku erlends gjaldmiðils er engin þörf á varasjóði.

Ég bendi á frekari umræðu hér:

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1292326/

og svo er mikið hér um efnið:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1230005/

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 11.4.2013 kl. 18:04

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - "Með fastgengi er hagkerfi Íslands í reynd orðið hluti af hagkerfi þess ríkis sem gefur út stoðmynt myntráðs, eða þann gjaldmiðil sem notaður er."

Nei, það stenst ekki - evrusinnar héldu frammi sama hlut á sl. áratug, að aðild að sameinuðum gjaldmiðli þíddi að viðskiptajöfnuður skipti ekki máli lengur.

Þvert á móti er hann algert lykilatriði í báðum tilvikum. Og slæmt að þú neitir að horfast í augu við þetta.

En jöfnuðurinn er hvorki meira né minna en grundvallarveikleiki hugmyndarinnar um - fastgengi.

Fastgengi fellur alltaf á Íslandi vegna vanda sem skapast frá ójafnvægi í jöfnuðinum gagnvart útlöndum.

Að sjálfsögðu verðu það svo áfram, að jöfnuðurinn sé lykilatriði.

Það er því gersamlega óviðkomandi að við notum t.d. dollar. Það þíðir ekki að við séum orðin hluti af þeirra hagkerfi - í sama skilningi og við værum fylki í Bandar.

Fylki í Bandar. þ.e. rétt, að jöfnuður er minniháttar atriði.

En þ.e. vegna þess, að alríkið í Bandar. beitri margvíslegum aðgerðum í gegnum skattakerfi, til að styðja við svæði sem einhverra hluta vegna láta undan síga.

Með öðrum orðum - standa ekki undir sjálfu sér.

En ójöfnuður gagnvart útlöndum er ekkert annað en það, að landið standi ekki undir sjálfu sér.

----------------------

Málið er einfaldlega það, að ef fjármagnsflæði er nettó neivkætt frá Íslandi.

Minnkar heildarfjármagn á Íslandi smátt og smátt.

Ef v. værum fylki í Bandar, þá fengjum við peninga frá Alríkinu ef v. værum í vanda.

En því er ekki að heilsa þ.s. við erm sjálfstætt ríki - ekki fylki í nokkru öðru.

Þess vegna réttir enginn okkur peninga - til að rétta af neikvætt flæði af því tagi sem neikvæður viðskiptajöfnuður er.

----------------------

Hann þíðir hvorki meira né minna, að sífellt minna yrði af peningum í landinu - þ.e. ef haldið er fast í regluna um það að dollar verði að vera á móti krónu. Þá yrði að minnka magn króna taka þær úr hagkerfinu eftir því sem dollar minnkar, ef nettó útstreymi er viðvarandi vandamál.

Annars minnka einungis dollarar, en þá rofnar reglan um dollar á móti krónu.

Það væri einungis spurning um tíma - hvenær nettó útstreymi myndi leiða til þess, að erlendir byrgjar myndu ókyrrast gagnvart Íslandi.

Þ.e. taka upp kröfu um staðgreiðslu - en vegna mikillar innflutningsþarfar þarf mikið fjármagn stöðugt að vera til staðar til að tryggja innflutning.

Þá væru innflutningshöft nauðsynleg.

Þess vegna segi ég:

  1. Fastgengisstefna á Íslandi endar alltaf á tímapunktinum.
  2. Þegar kemur að valkostunum að fella gengið eða taka upp innflutningshöft.

Hve agað peningakerfið er - í einhverjum peningafræðilegum skilningi.

Hefur engin áhrif á veruleika þann sem tengist viðskiptajöfnuði.

Vandi sem ég kalla "debit" og kredit."

Ísland þarf að eiga fyrir innflutningi - flóknara er það ekki.

----------------------

Þessu er unnt að stýra með öðrum hætti - - þ.e. sveigjanlegum launum.

Þá þarf eins og ég tek fram - mjög náið eftirlit með vöruskiptajöfnuði. 

Mjög náið eftirlit með gjaldeyrissjóðnum. Í tilviki myntráðs er sá sjóður bundinn innan þess.

Svo þarf rauð strik þ.e. eitthver viðmið um viðskiptahalla sem krefst launalækkana.

Og það þarf fyrirfram samkomulag við stéttafélögin, um það atriði - að slíka lækkanir fari fram eftir þörfum.

Á móti komi þ.s. mætti kalla blá strik, þ.e. ef afgangur af utanríkisviðskiptum verður umfram tiltekið viðmið. Þá komi launahækkun til.

Þannig að kerfið virki ekki bara í aðra átt.

-------------------

Að mínum dómi getur engin tegund af fastgengisstefnu virkað á Íslandi nema að e-h í þessa átt sé framkvæmt.

Sama á við um upptöku annars gjaldmiðils.

Einungis það að vera áfram innan krónu - gerir slíka stjórnun óþarfa. Þ.s. krónan stýrir jöfnuðinum með sjálfvirkum hætti í gegnum það að falla algerlega óhjákvæmilega þegar gengur á gjaldeyrissjóð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 21:03

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rafn Guðmundsson- - Hafðu í huga að Ísland sem aðili myndi missa nokkra spæni úr sínum aski.

Ég er að vísa til hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu. En Ísland væri ríkið með fæst atkvæði.

Mér virðist klárt að Ísland geti nánast ekki mögulega unnið deilur við önnur aðildarríki um fiskveiðimál þegar eiga í hlut stofnar sem ganga á milli ríkja, ef það væri aðili innan hins samieginlega kerfis.

En við værum alltaf ofurliði borin í atkvæðum að flestum líkindum. Yrðum að sætta okkur líklega við það samkomulag sem stærri þjóðirnar myndu gera sín á milli.

------------------------------

Í dag höfum við mun betri samningsstöðu, vegna þess að heyra ekki beint undir stofnanir ESB.

Að auki er ég á því að líklega hefði eins farið fyrir Icesave - en í deilu v. tvær mun öflugari aðildarþjóðir hefðum við staðið mjög höllum fæti.

En þær hefðu t.d. getað hótað því að samþykkja óeðlilega miklar veiðar á Íslandsmiðum - svo dæmi sé nefnt.

Getað beitt áhrifum inna stofnana til að hindra fyrirgreiðslu hingað, en þó við getum líka safnað bandamönnum er t.d. ljóst að Norðurlöndin stóðu í reynd m. Bretum líklega vegna þess að þau eiga mun meir í húfi að hafa hönk í bakið á Bretum. Við myndum aldrei getað jafnað tilboð sem Bretar hefðu getað komið fram - t.d. að lofa að styðja mál sem þau hafa áhuga á þ.s. okkar atkvæði hefði svo mikið minna að segja. 

-------------------------------

Það eru ímsir gallar við það að tilheyra sameinaða apparatinu,

Að auki er ég á því að núverandi efnahagsstefna þess apparats sé eiginlega - mistök.

Það sé verið að ofkeyra á "austerity" í S-Evr. 

Ég bendi á nýlega niðurstöðu EUROSTAT um fátækt. 

Skoðaðu tölur um fátækt barna - hérna fjalla ég um þessar niðurstöður, þar er einnig að finna hlekk á þær:  Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!

Það er merkilegt að fátækt hér sé þetta mikið minni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2013 kl. 21:14

15 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, líklega það eina sem ESB-sinnar fara rétt með, er einmitt þetta:

 

»Með fastgengi er hagkerfi Íslands í reynd orðið hluti af hagkerfi þess ríkis sem gefur út stoðmynt myntráðs, eða þann gjaldmiðil sem notaður er.«

 

Ég hef ekki haldið fram, að myntráð leysi allan vanda, hins vegar hef ég sagt að myntráð leysi fullkomlega þau verkefni sem því er ætlað að leysa. Eins og ég hef bent á, þá verður fastgengi komið á með tvennu móti: með myntráði og með upptöku erlends gjaldmiðils. Til einföldunar er því ráðlegt að ræða um upptöku erlends gjaldmiðils, sem lögeyris á Íslandi.

 

Yrði viðskiptajöfnuður eitthvað sérstakt vandamál ef Ísland hefði USD sem lögeyri? Ég fæ ekki séð að það yrði og þyrfti ekki að koma til einhverjar hjálpar-aðgerðir frá Stóra bróður. Auðvitað verður hagkerfið að aðlagast öðrum aðstæðum en ríkt hafa hérlendis í nærstum 100 ár.

 

Eins og þú viðurkennir yrði viðskiptajöfnuður ekki vandamál, því að Ísland verður eins og fylki í Bandaríkjunum. Ef tekjufall verður við fastgengi, þá verður auðvitað að leysa þann vanda og það er hægt að gera með margvíslegum aðgerðum.

 

Tekju-rýrnun verður að sjálfsögðu að mæta með útgjalda-rýrnun, þetta er augljóst mál og þarfnast ekki langrar umræðu. Nákvæmlega þetta skeður á afmörkuðum svæðum innan hagkerfis, hvort sem við erum að tala um bæjarfélag á Íslandi eða fylki í Bandaríkjunum. Síðasta úrræði í erfiðri stöðu væri að breyta um fyrirkomulag og það er ekki mjög flókið, en yrði að gera í sátt við þjóðina.

 

Ein þeirra aðgerða sem ég tel sjálfsagt að viðhafa, er að safna í varasjóð til mögru áranna. Þetta er mjög auðvelt á Íslandi, því að þrátt fyrir allt er landið auðugt og getur hæglega lagt fjármuni til hliðar. Þess vegna vísa ég á bug allri gagnrýni á fastgengi. Kostirnir eru miklir og hugsanlegir gallar eru fáir og auðleysanlegir.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 12.4.2013 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 847060

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband