Hagvöxtur á Íslandi 2012 einungis 1,6%

Ég verð að segja að þetta kom mér virkilega ekki á óvart. En þ.e. ekki lengra síðan en í fyrstu vikuna í febrúar. Að seðlabanki Ísland var að spá 2,2% hagvexti það ár, sem var lækkun fyrra mats úr 2,5%.

Þannig að mældur hagvöxtur er 0,9% neðan við þá spá sem Seðlabanki Ísland lagði fram á sl. ári, og ríkisstjórnin hafði sem viðmið.

Hvað þíðir þetta? Augljóslega að tekjur ríkisins muni reynast mun lakari á sl. ári - þegar lokauppgjör verður gefið út?

Landsframleiðslan 2012

  1. Landsframleiðsla 2012 1.708 ma.kr.
  2. Hagvöxtur 2012 1,6% sbr. 2,9% 2011.
  3. "Einkaneysla 2012 2,7%.
  4. Einkaneysla 53,6% af landsframleiðslu..."Í sögulegu samhengi er þetta hlutfall mjög lágt, en það var á bilinu 55–60% fram til ársins 2007."
  5. Samneysla 2012:  -0,2% "...fjórða árið í röð sem samneysla dregst saman..."
  6. Samneysla 2012 25,5% af landsframleiðslu.
  7. Fjárfesting 2012: 4,4%. "Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum dróst fjárfesting á síðasta ári saman um 4,7%...
  8. Fjárfesting 2012: 14,4% af landsframleiðslu. "...hefur þetta hlutfall verið í sögulegu lágmarki síðustu fjögur árin. Sambærilegt hlutfall fyrir OECD ríkin í heild hefur verið mun stöðugra, um eða rétt undir 20% undanfarinn aldarfjórðung."
  9. Atvinnuvegafjárfesting 2012: 8,6%. "...2011 jókst hún um 27,9%"
  10. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 2012: 6,9%. "....samanborið við 5,4% aukningu árið 2011"
  11. Fjárfesting hins opinbera 2012: -17% "Samdráttur í fjárfestingu hins opinbera á síðasta ári skýrist að stærstum hluta af mikilli fjárfestingu í varðskipi á árinu 2011 og að því frátöldu nam samdráttur í fjárfestingu hins opinbera á síðasta ári 4,1%."
  12. Þjóðarútgjöld 2012: 1,9%. "Árið 2011 jukust þjóðarútgjöld um 4,1%"
  13. Útflutningur 2012: 3,9%.
  14. Vöruútflutningur 2012: 3,1%
  15. Þjónustuútflutningur 2012: 5,2%.
  16. Innflutningur 2012: 4,8%.
  17. Vöruinnflutningur 2012: 1,4%.
  18. Þjónustuinnflutningur 2012: 10,6%.
  19. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 2012: 108 ma.kr. "...samanborið við 139 milljarða króna árið áður."
  20. "Meiri aukning innflutnings en útflutnings að raungildi olli því að landsframleiðsla
    jókst nokkru minna en nam vexti þjóðarútgjalda, eða 1,6% samanborið við 1,9%
    aukningu þjóðarútgjalda."
  21. "Viðskiptakjör versnuðu nokkuð á árinu 2012 eða sem nam 2% af landsframleiðslu fyrra árs og er það annað árið í röð sem þau versnuðu (um 1% árið 2011)."
  22. "...þjóðartekjur jukust meira en nemur vexti landsframleiðslu eða um
    3,7% samanborið við 1,6% vöxt landsframleiðslu...jukust þjóðartekjur einnig meira
    á árinu 2011 en nam vexti landsframleiðslu, 6% á móti 2,9%."
  23. "Þjóðartekjur á liðnu ári nema svipaðri fjárhæð að raungildi og þjóðartekjur áranna 2004 og 2008."

Ég get sannað það að þetta kom mér ekki á óvart?

Það vildi svo til að ég sendi inn athugasemd á Eyjuna þann 6/2 sl.

--------------------------------------------------

Hagkerfið kólnar: Minni hagvöxtur, veikari króna og hægari fjölgun vinnustunda

"Flest bendir til þess að hagvöxtur sl. árs hafi einungis verið milli 1-2% ekki milli 2-3%. Að auki hafa fiskverð farið lækkandi síðan sl. haust. Og lækkað snarpt við upphaf þessa árs.

Ef ekki verður gríðarleg aukning í ferðamennsku þetta sumar - ofan á aukningu sl. sumars.


Stefnir í lífskjarahrap í haust. Og þá skiptir engu hver tekur við stjórn mála.


Þetta er einnig kostnaður við það klúður ríkisstjórnarinnar að hafa mistekist algerlega að starta þeirri miklu atvinnuuppbyggingu sem hún lýsti yfir að til stæði, vorið 2009 skv. yfirlísingu ríkisstjórnarinnar sem finna má stað í stjórnarsáttmála.


Öll þessi glötuðu tækifæri þíða einmitt - hagvaxtardoða, lægri lífskjör - og eins og sést í annarri frétt; algert neyðarástand innan heilbrigðiskerfisins er lykilfólk ætlar sér að hverfa til útlanda.


Sem ekk
ert getur komið í veg fyrir úr þessu, því röð atvinnuuppbyggingarklúðra ríkisstjórnarinnar þau 4 ár sem hún hefur setið, þíðir að peningurinn er ekki til - til að mæta kröfum heilbrigðisstéttanna, þannig að það stefnir í hrun þjónustu heilbrigðiskerfisins nú á næstu mánuðum.

Til hamingju með árangurinn - ríkisstjórn velferðar. Ríkisstjórn velferðar er að verða að einu mesta gríni Íslandssögunnar.

Svo alvarlegt er ástandið í þjóðfélaginu út af ráðsmennnsku ríkisstjórnarinnar, að það verður ekki mögulegt fyrir nýja ríkisstjórn að stöðva þetta hrun í heilbrigðiskerfinu. Því verður ekki bjargað úr þessu. Heilbrigðiskerfið fer líklega aftur ca. 30 ár.

Ekki heldur því hruni lífskjara sem líklega á sér stað þetta ár - - nú verðum við að leggjast á bæn, um rosalega gott ferðamannasumar. En ríkisstjórnin reddar engu úr þessu."

--------------------------------------------------
  • Eins og ég sagði, hagvöxtur milli 1 og 2%.
  • 1,6% er einmitt mjög nærri þeirri miðju.

Ég verð að segja eins og er, að ég er enn ákaflega svartsýnn hvað þetta ár varðar, eins og sjá má í athugasemd minni að ofan frá því í febrúar.

Það vill nefnilega svo til, að Ísland hefur fundið fyrir dragsúgnum frá Evrópu.

Við erum svo háð henni, vegna þess hve hátt hlutfall okkar viðskipta er þangað.

Versnandi viðskiptakjör eru að stærstum hluta vegna lækkandi fiskverðs í Evrópu.

Þó það virðist ekki mikið, viðskiptakjör 2% lakari. Munar um þetta, því útflutningur er rúmlega helmingur landsframleiðslunnar.

Það þíðir, að minna er þá unnt að flytja inn.

Lífskjör verða lakari strax.

 

Ég tel að kreppan í Evrópu verði verri þetta ár!

Fyrir bragðið megum við þakka fyrir, að ef hagvöxtur verði rétt ofan við 0.

Ég held, að 80% líkur séu á að hann verði milli 0 - 1%. 50% líkur á að hann verði milli 0 - 0,5%.

Ég er sem sagt ekki endilega að reikna með hruni, heldur því að dragsúgurinn frá Evrópu þyngist, þ.e. lækkun fiskverða haldi áfram. Viðskiptakjör versni enn.

Hagvöxtur hérlendis, sem var þokkalegur sæmilega þannig séð 2011, verði enn í rénun þetta ár.

Og úr því sem komið er, ekkert sem fái því breytt.

  • Þetta ár sé glatað ár, og muni engu skipta hver tekur við eftir kosningar. 

Það verði engin aukning lífskjara - heldur nokkurn veginn svo að þau standi í stað.

--------------------------

Svo fremi að engin stóráföll verða, þá sé þetta líklegasta útkoman í ár.

 

Það er að sjálfsögðu ekki ríkisstjórninni að kenna að þ.e. kreppa í Evrópu

En við getum kennt henni um, að hafa ekki notað tækifærin árin 2010 og 2011. En 2010 var töluverð bjartsýni. Evrópa virtist vera að snúa við inn í hagvöxt. Bandaríkjastjórn var þá einnig töluvert bjartsýn. Það ár, ríkti meiri bjartsýni í alþjóðasamfélaginu um framvinduna en nú ríkir.

En kreppan sneri aftur 2011 seinni hluta árs. Tækifærið var þessi ca. 17 mánuðir frá upphafi árs 2010 fram til ca. maí 2011. En þá sneri evrukrísan til baka mjög harkalega. Og frá haustinu 2011 hefur verið ljóst, að Evrusvæði væri ekki laust við kreppuna.

Og síðan hafa allar hagtölur verið á verri veginn.

-----------------------------

Þessir 17 mánuðir mynduðu glugga. Sem var besta tækifærið til að koma einhverju af stað hérlendis. Þegar fjárfestar voru bjartsýnni. Og líklegri til að vera fáanlegir til að taka áhættu.

  • Núna í mun verra efnahagsástandi.
  • Þá verður mun erfiðara að sannfæra erlenda aðila, um það að taka stórfellda áhættu. Þ.e. að leggja í dýra fjárfestingu sem tekur mörg ár að skila arði.

Ef unnt hefði verið að starta stórum fjárfestingum innan þessa tímaramma, þá væru þær framkvæmdir líklega enn í gangi.

Og það hefði verulega munað um það, sbr. að þá væri sannarlega hagvöxtur í rénun.

En allar tölur væru þó hærri.

Og gengið væri hærra.

Og þar með lífskjör ívið betri.

-----------------------------

Dýrt að klúðra tækifærum!

 

Niðurstaða

Afstaðið kjörtímabil hefur verið að miklu leiti tími glataðra tækifæra. En því miður verð ég að segja að, framtíðin er ekki íkja björt. Það er, Bandaríkin hafa startað svokölluðu "budgetary sequestration" þ.e. þar er hafin niðurskurðarstefna útgjalda eins og innan Evrópu. Það þíðir, að sú aukning hagvaxtar sem menn hafa verið að vonast eftir frá Bandaríkjunum þetta ár, verður alveg örugglega ekki. 

Á sama tíma dregur hágengi evrunnar sem hefur verið síðan ca. ágúst 2011, úr samkeppnishæfni ríkjanna á evrusvæði í vanda, sem þurfa einmitt að auka sinn útflutning. En eftir að Draghi kom með loforð sitt um kaup á skuldum ríkja í vanda án takmarkana. Hefur svokölluð evrukrísa hætt að vera bremsa á gengi evrunnar. Þannig, að gengi hennar hefur farið að myndbirta eðlilega gengisstöðu evru. Miðað við það hver peningastefna seðlabanka viðkomandi gjaldmiðla er.

En þó Mario Draghi segi að hans peningastefna sé "accomodative" er eigi að síður svo, að peningastefna "Federal Reserve" og "Bank of England" er mun lausari, auk þess að í næsta mánuði tekur við nýr seðlabankastjóri í Japan og sá ætlar að lækka gengi hennar með peningaprentun. Og þær væntingar eru þegar farnar að spila sig inn í verðið á jeni á mörkuðum vs. evru.

Hágengi evru eru slæmar fréttir fyrir evrusvæði. Það hágengi mun magna kreppuna á evrusvæði þetta ár. Seðlabanki Evrópu er að fremja meiriháttar "axarskaft." Að halda vöxtum óbreyttum. Og vera ekki að stuðla að lækkun evrunnar. Með því að slaka á stefnunni.

Punkturinn er sá, að fyrir ríki N-Evr. er gengið ekki sérlegur vandi, þ.s. framleiðsla þeirra er yfirleitt með hærri virðisauka. Þannig að skiptigengi er minna hlutfall af söluverði. 

En S-Evr. með að jafnaði ódýrari framleiðsluvörur, lægri gróða per selda vöru; þá skiptir gengið verulegu máli. Og hærra gengi, þíðir því að í þeim löndum - mun þurfa að þrýsta launum enn frekar niður þetta ár, vegna hágengisins og líklega frekar hækkunar á gengi evru sem örugglega er framundan. Sem auðvitað mun leiða til, að kreppan í þeim löndum verður verulega dýpri en spár stofnana ESB gera nú ráð fyrir.

-----------------------------

Þetta auðvitað þíðir fyrir Ísland - frekara hrun á saltfiskverði, en saltfiskur er einkum seldur til Íberíuskaga. 

Og þ.s. Frakkland er farið að hegða sér eins og löndin í S-Evr., að þar munu líklega verða frekari umtalsverðar verðlækkanir á fiski.

Hugsanlega mun markaðurinn innan Þýskalands halda sér nokkurn veginn.

  • Þetta þíðir líklega að bilið milli Norður og S-Evr. breikkar í ár.

Dýpkandi kreppa í Evrópu getur haft hliðaráhrif yfir á Bandaríkin, víxlverkan þarna á milli er helsta áhættan um það að hugsanlega verði verri atburðarás en sú sem ég tel líklega núna.

-----------------------------

Þessi laka framvinda þýðir auðvitað að fjárfestar verða tregir til.

Það verður erfitt að fá fjárfestingar, alveg burtséð frá því hver tekur við.

Því miður!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 1399
  • Frá upphafi: 849594

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1290
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband