Dýpkandi kreppa, verðbólga vel innan við 2%, dugar ekki til að Seðlabanki Evrópu lækki vexti!

Samkvæmt verðbólguspá Seðlabanka Evrópu, verður verðbólga líklega 1,6% að meðaltali á evrusvæði þetta ár, og einungis 1,3% árið eftir. Þar sem viðmið ECB varðandi verðbólgu er að hún skuli vera innan við 2% en þó ekki fjarri því marki. Og samtímis, hefur Seðlabanki Evrópu viðurkennt að 4. ársfjórðungur 2012 var verri en bankinn hefur áður talið, og hefur að auki fært hagspá sína fyrir þetta ár niður í -0,5%.

Þá vekur það nokkra athygli, að Seðlabanki Evrópu skuli halda vöxtum óbreyttum 8. mánuðinn í ár.

Vextir áfram 0,75% sem Mario Draghi kallar "accomodative."

 

Ég vitna í mjög áhugavert svar, við spurningu blaðamanns:

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 March 2013

  • "As I said in the Introductory Statement, the downward revision is due to a carry-over from a weak fourth quarter of last year, but the recovery path is by and large unchanged."

Hann telur sem sagt, að verri 4. fjórðungur 2012 sé ekki neikvæð vísbending, er enn á því að hagkerfi evrusvæðis muni rétta af sér þetta ár, og snúa við til hagvaxtar fyrir árslok.

  • "We are actually seeing a dichotomy between the hard data which, as you said a moment ago, are on average disappointing and a broad indicator of soft data, of survey data, of sentiment data, which almost uniformly are positive."

Þetta er áhugavert - hann viðurkennir. Að mældar útkomur, þ.e. hvað hagkerfið er raunverulega að gera, hefur hingað til gefið dökka mynd.

En að á sama tíma, hafa markaðir og væntingar fyrirtækja - farið nokkuð upp.

  • "We have to distinguish, here, the outlook for the short term, which shows weak consumption, weak investment overall, weak domestic demand and high unemployment."

Þetta er þ.s. raunverulega er að gerast.

  • "But in the medium term, we continue seeing the beginning of a gradual recovery, which is basically caused by three factors."
Þarna er hann að tala um framtíðina nokkur næstu ár. Heldur því fram að sá viðsnúningur sem enn eru engin merki um, sé á leiðinni.
  • First, stronger world demand, meaning more exports.

Ég velti fyrir mér, hvaðan þetta "stronger world demand" á að koma. En þ.e. alveg útséð með það, að hagvöxtur verði meiri þetta ár í Bandaríkjunum en það síðast - nú þegar ljóst er að Obama hefur samþykkt, að svokallað "Budgetary Sequestration" skuli hefjast, þ.e. flatur niðurskurður á öll útgjöld bandar. alríkisins.

Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum en annars hefði verið, ætti þá að þíða að neysla mun ekki aukast.

Spurning um Kína, en það land hefur hingað til ekki sýnt áhuga á að verða útflutningsland fyrir aðra, reyndar gengur Þjóðverjum vel - v. eftirspurnar eftir þýskum bílum, snyrtivöruframleiðendum gengur nokkuð vel. En heilt yfir selur Kína mun meir til Evrópu en það flytur inn þaðan.

  • Second, our monetary policy stance, which will remain accommodative as long as needed, and we will remain in fixed rate full allotment mode as long as needed

Þarna er hann eiginlega búinn að lofa því að halda vöxtum "lágum" eins lengi og þörf er á.

Hann neitaði að lofa að lækka vexti síðar. 

  • And the third factor: Some countries, especially the ones that have front-loaded the fiscal adjustment, will actually see a gradual reduction in the contractionary effects of the fiscal consolidation. And that’s going to be another factor which gradually, by the year end probably, will also contribute to this recovery."

Bravó - sum lönd sem áður hafa þurft að skera mikið. Þurfa minna að skera niður í ár.

 

Setjum "accomodative" peningastefnu Draghi í samhengi!

Þegar fréttirnar bárust út, að Draghi ætli að vera "accomodative" áfram.

Þá hækkaði gengi evrunnar gagnvart dollar um 1% og 2% gagnvart jeni.

  • Munið, að hærra gengi evru skaðar útflutning.

Markaðurinn bjóst við vaxtalækkun, eftir allt saman með verðbólgu skv. mælingu í febrúar komin í 1,8%. Og að auki, fyrstu vísbendingar um framvindu efnahagsmála allar slæmar.

Þ.e. verri 4. fjórðungur en áður var reiknað með. Síðan margvíslegar mældar hagtölur ekki gefið byr undir væng fyrir bjartsýni, t.d. minnkun pantana erlendis frá til þýskra iðnfyrirtækja í janúar um 3% miðað við desember, í stað aukningar sem áður var búist við.

Tölur frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu. Sem benda til lakari stöðu á sl. ári. En áður var reiknað með.

-----------------------------

En þrátt fyrir þetta. Að Draghi viðurkenni, að hið "harða data" gefi hingað til slæmar fréttir.

Þá segir hann - verið óhræddir.

Þetta fer allt að batna á morgun.

Og þess vegna er engin ástæða til að lækka vexti!

  • Hann hefur ekkert í höndunum annað en vaxandi trú markaða á framtíðina, sem raunverulega byggir eingöngu á loforði sem hann sjálfur gaf á sl. ári.
  • Og síðan, trú hans sjálf á það - að stefnan muni alveg örugglega virka.

-----------------------------

Til samanburðar, þá viðhefur "Bank of England" og "Federal Reserve" 0 vexti.

En auk þess, eru báðir að prenta peninga. Sem er ígildi þess að hafa neikvæða vexti. 

Auk þess er gamli seðlabankastjóri Japans að hætta, og við tekur annar. Sem er ráðinn með það markmið, að auka verðbólgu í Japan í 2%. Sem vitað er að verður gert með prentun.

  • Þannig - að "accomodative" stefna Mario Draghi.
  • Er samt miklu stífari en stefna hinna.

Hann enn tala um það, að hans "accomodative" stefna sé að styðja við hagkerfið.

Meðan Bretland og Bandaríkin, og síðan mun Japan bætast við; ætla að halda vöxtum á 0 samtímis að þau prenta m.a. til að halda niðri gengi sinna gjaldmiðla. Svo útflutningur vaxi ásmegin.

En Seðlabanki Evrópu, sem mun sjá evruna styrkjast stöðugt gagnvart þeim gjaldmiðlum, þ.s. peningastefnan er í reynd mun stífari; mun uppskera það að stöðugt hærra gengi evru - hamli gegn vexti útflutnings.

Á sama tíma, og hagvöxtur í Bandaríkjunum verður líklegast - ekkert skárri í ár en sl. ár, því engin viðbótar eftispurn þaðan.

  1. Það virðist vanta þann skilning - að gengið skiptir máli þegar kemur að samkeppnishæfni.
  2. En því hærra sem það verður, því meir þurfa lönd t.d. í S-Evr. að þrýsta launum niður. 
  3. Sem þá lamar innlenda eftirspurn enn meir, eykur atvinnuleysi, eflir óánægju almennings enn frekar.
  4. Og auðvitað, heldur áfram að smætta heildarumfang þeirra hagkerfa.
Mér sýnist ekki ljóst að þessi stefna muni ganga upp. Þvert á móti.

 

Að lokum: Evrópa getur sennilega hætt að hafa kosningar!

En ein enn ummæli Draghi vöktu athygli mína, í svari við spurningu annars blaðamanns:

  • "You also have to consider that much of the fiscal adjustment Italy went through will continue on automatic pilot."

Hann bendir á að óvissan á Ítalíu - skipti engu máli að þessu sinni.

Því að mörkuð stefna mali áfram eftir sem áður.

Peter Spiegel - The so-called fiscal compact is now law of the land

"In all eurozone countries, the so-called “fiscal compact” is now law of the land, severely constraining policy makers’ ability to do anything but stick to demanding deficit and reform targets."

Þetta er einmitt málið - öll aðildarríki evrusvæðis gerðu hinn svokallaða "Stöðugleikasáttmála" að landslögum.

Og sá bindur ríkin skv. lögum, til að fylgja mjög ströngum viðmiðum um halla á fjárlögum - þannig að niðurskurðarstefnan er orðin að landslögum.

Með öðrum orðum - það skiptir litlu máli. Þó haldnar séu kosningar. Nýir flokkar, geta ekki breytt stefnunni.

-----------------------

Peter Spiegel réttilega bendir á, að þetta hljóti að hvetja kjósendur í löndum þ.s. óánægja fer vaxandi. Til þess, að halla sér í vaxandi mæli að flokkum, sem leggja til "róttækar" lausnir.

 

Niðurstaða

Ég á alls ekki von á því, að trú Draghi um viðsnúning fyrir árslok, komi til með að rætast. Mér finnst orð hans, að hann sé til í að vera "accomodative" eins lengi og þarf, benda til þess. Að "ECB" ætli sér ekki neðar í vöxtum. En séu til í að halda þeim þetta lágum áfram.

Það verður áhugavert að sjá - eftir því sem fram vindur árið. En Japan mun fljótlega hefja prentun. Og þá fer væntanlega jenið að falla hratt gagnvart evru. 

Og Japanir eru meginkeppinautar Evrópu á mörkuðum, bæði í Bandaríkjunum og í Asíu.

Þegar eru Bretar og Bandaríkjamenn að prenta til að halda niðri gengi sinna gjaldmiðla, sem eðlilega minnkar eftirspurn í þeim löndum eftir innfluttu, og styrkir stöðu þeirra útfl. atvinnuvega.

Meðan að Evr. útfl. atvinnuvegir, vegna þess að peningastefna "ECB" er í reynd mun stífari, búa við stöðugt hækkandi gengi - þar með stöðugt vaxandi gengisóhagræði. Sem innan samhengis evrulanda, er þá einungis unnt fyrir þau lönd að mæta, með enn frekari samdráttaraukandi niðurskurði og launalækkunum, sem þá magnar upp kreppuástand þeirra land enn frekar og innlenda óánægju.

Hágengi evru - að sjálfsögðu þannig mun þá dýpka kreppuna á evrusvæði!

Og stóra vonin um viðsnúning. Snýst um aukinn útflutning. Sem verður þá stöðugt meir fjarlægari draumur. Ég skynja sem sagt - að stefnan sé ósamkvæm sjálfri sér!

Sterkari evra - íti stöðugt áfram lengra inn í framtíðina þeim markmiðum sem löndin eiga að ná fram um samkeppnishæfni, svo þau geti náð fram þeim árangri sem ætlast er til.

Að gera eins og Þýskaland - að verða útfl. hagkerfi.

Auk þess, "budgetary sequestration" er hafið í Bandaríkjunum, þ.e. "Austerity" þar einnig. Sem ætti að tryggja að það verði ekki neitt af þeirri aukningu hagvaxtar þetta ár, sem áður margir hafa verið að búast við.

Ég held með öðrum orðum þessi von um útflutningsdrifinn hagvöxt fyrir Evrópu alla - sé tálsýn!

En þ.e. einmitt sem hinn svokallaði "fiscal compact" sníst um, að gera alla Evrópu að Þýskalandi, samtímis því að hún á öll að stefna að auknum útflutningi. 

Auk þess, hvar þeir markaðir eru - ekki á plánetu Jörð!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 1407
  • Frá upphafi: 849602

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband