Er aðild leið til efnahagsframfara? Sjá áhugaverða umræða í Speglinum 20/12?

Rétt að nefna, að ég er ekki viss að það komi best út fyrir andstæðinga aðildar, að vera stöðugt að klifa á því - að rétt sé að hætta viðræðum þegar eða slá þeim á frest. Ástæðan er sú, að mig grunar að það sé í reynd afskaplega hagstætt fyrir andstæðinga aðildar, flokka sem aðhyllast slíka andstöðu, að aðildarmálið verði "helsta kosningamálið" við næstu Alþingiskosningar nú næsta vor.

En ég á því að mjög líklegt sé, að vandi evrusvæðis gjósi upp á ný - einhveratíma á tímabilinu febrúar til apríl í síðasta lagi, en efnahags niðursveiflan er nú stöðug.

Það leiðir til meiri hallarekstrar, og frekari krafna um niðurskurð - ef Framkvæmdastjórn ESB heldur áfram að fylgja settum reglum um viðmið.

Nokkrar líkur á að Frakkland sjálft geti verið í vanda sbr. ábendingu mína frá því í gær: 

Kreppa á nk. ári í Hollandi og vaxandi vandi franska eftirlaunakerfisins!

  • Það geti því skapast kjörstaða fyrir andstæðinga aðildar, þegar kosningar nálgast hér nk. vor.

Áhugaverður Spegils þáttur, sjá: Spegillinn 20. des 2012 | 18:00

Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og stjórnarmaður í Heimssýn!

Margrét Guðmundsdóttir, formaður félags atvinnurekenda, einnig framkvæmdastj. Icepharma.

Ég ætla aðeins að taka fyrir svör Margrétar, sem miðað við þau svör, er ein af þessum einlægu fylgismönnum aðildar, sem sér aðild að ESB og ESB sem slíkt - afskaplega jákvæðum augum, svo vægt sé til orða tekið.

------------------------------------------

  • Hún slær á dæmigerða strengi, að lánskjör séu alltof óhagstæð hérlendis, of mikill gengisóstöðugleiki, lífskjör hér hafi hrunið meir í kreppunni en nokkurs staðar annars staðar; hér sé þörf á að skapa samkeppnisfært umhverfi fyrir "unga fólkið" svo það vilji vera hér.
  • Hún bendi á að fólk hafi alltaf verið á móti breytingum, nefnir í sbr. andstöðu við Hvalfjarðargöng á sínum tíma, nefndi að jafnvel háttsett fólk hérlendis hafi óttast að Íslendingar færu að tala ensku við það að ganga í EES, hún telji að sagan sýni að allar meiriháttar ákvarðanir sem teknar hafi verið fyrir þjóðfélagið hafi verið "gæfusamar fyrir okkur öll."
  • Þess vegna finnist henni alveg með ólíkindum, að svona samband eins og ESB sem upphaflega sér friðarsamband, viðskiptafrelsið og frjálst flæði milli landa, sé vegna þess að það hafi verið trú manna að það myndi hindra stríð í framtíðinni.
  • Með aðild að EES njótum við ímissa gæða frá ESB, ekki síst í formi vandaðrar lagasetningar sem að hennar mati, taki gæðum lagasetningar hérlendis langt fram. Hún bendir á að Mannvit hafi verið að fá styrki frá ESB til verkefna í Ungverjalandi, íslendingar séu að fá mjög mikið af slíkum styrkjum.
  • Þeir sem séu mest á móti séu þeir sem búa fjærst þéttbýlinu á SA-landi. Ekki vanir því að breytast eins ört, og við sem búum í þéttbýlinu fyrir sunnan. Henni finnist ótrúlegt, að "við fáum ekki að klára þetta, og síðan kjósa um það."
  • Henni finnist fyndnast að taka Grikkland og bera okkur saman við það, ef það sé e-h land sem sé ólíkt okkur sé það Grikkland, Írland sé miklu - miklu betur statt heldur en Ísland, vegna þess að húsnæðislán hafi ekki 2-faldast hjá almenningi, almenningur hafi ekki orðið eins ílla úti.
  • Það eru þjóðir sem við erum langmest líkust, það eru Norðurlandaþjóðirnar. 
  • Hún segist hafa upplifað mikla breytingu til batnaðar í lífskjörum Finna og Svía, í kjölfar inngöngunnar í ESB fyrir 15 árum.
  • Finnland sé land sem sé einnig strjálbýlt, með erfiðan landbúnað, hefur fengið mikinn stuðning við hann

------------------------------------------

1. Hrunið!

Aðildarsinnar láta mikið með hrunið, að hér hafi lífskjör súnkað meir en annars staðar. En það þarf auðvitað að halda til haga, að hér varð meira efnahagsáfall en í nokkru land.

Það er ekkert land annað, sem missti meiri en 80% af fjármálakerfi sínu.

Að auki, skilst mér að mælt í dollar, hafi landsframleiðsla súnkað úr ca. 57þ./haus í ca. 37þ./haus.

Eða um ca. 40%. 

Að auki bættust við umtalsverðar skuldir.

  • Vandinn við þennan málflutning er sá, að þ.e. ávallt íjað að því, að vandinn hefði verið minni. Ef við hefðum verið meðlimir, og með evru.
  • Sumir halda jafnvel blákalt því fram, að bankarnir hefðu ekki getað stækkað svo mikið sem þeir gerðu - - telja að, vaxtamunaviðskiptin með krónu vs. aðra gjaldmiðla, hafi verið svo óskapleg gróðalind.

Ég bendi á að bankakerfi Kýpur, er liðlega 7 þjóðarframleiðslur að umfangi.

Það er sannarlega ekki fallið, en þetta veikir að mínu mati, þá fullyrðingu að ísl. bankarnir hefðu ekki getað blásið upp í 10 þjóðarframleiðslur að umfangi, sem þeir gerðu. Og fallið svo innan evru.

Ég bendi á, að þeirra vöxtur fór einkum fram með "yfirtökum" á öðrum bankastofnunum, t.d. stækkaði KB banki 3 ár í röð 2-falt, með því að hvert þeirra ára taka yfir banka sem var jafn stór KB.

Ég bendi á, að þær stækkanir, fjármögnuðu þeir með ódýru lánsfé, sem þá var mikið af innan alþjóðafjármálakerfisins, þ.e. með lánum í: evrum, jenum, dollurum og jafnvel pundum.

Ef einhver man eftir, þá var stærsti einstaki taparinn v. hruns ísl. bankanna, Þýskir bankar. Og þeir lánuðu ávallt í evrum.

Ég held að ég fari rétt með það, að meir en helmingur fjármögnunar þeirra hafi verið í evrum. Og ef við hugsum þetta í samhengi aðildar, þá grunar mig að aðgangur þeirra að lánum í evrum hefði verið enn betri ef e-h er innan evru.

Þannig, að ef e-h er, hefðu þeir jafnvel vaxið enn hraðar.

  • Það var hinn gríðarlegi veldisvöxtur þeirra, sem bjó til efnahagsbóluna á Íslandi.
  • Sú bóla síðan hvarf jafn harðan, og þau viðbótar lífskjör sem þeirri bólu fylgdi tímabundið, er bankarnir hrundu.

Mér er einfaldlega fyrirmunað að sjá, hvernig sú útkoma hefði getað komið hagstæðar út fyrir okkur, að fá yfir okkur bankahrun og ca. 40% samdrátt hagkerfisins - - en það hefði þá verið hinn raunverulegi samdráttur þess mælt við evru, en ath. samdrátturinn er minni mældur í krónum v. þess að sjálf mælieiningin króna hefur virðislækkað umtalsvert, en innan evru hefði mælieiningin ekki minnkað því hrun ísl. hagkerfisins hefði verið of smátt í sniðum til að hafa áhrif á virði mælieiningarinnar.

  1. En laun hefðu þá þurft að lækka, alveg jafn mikið a.m.k. og þau raunlækkuðu af völdum gengislækkunar krónunnar.
  2. Sem hefði að sjálfsögðu leitt til, sambærilegs misgengis launa og umfangs höfuðstóls lána, og varð á Íslandi v. verðtryggingarinnar.
  3. En 50% launalækkun jafngildir sömu áhrifum, og að vísitala 2-faldi lánin í krónutölu.

Spurning hvort það hefði verið mögulegt að lækka þau snögglega um tja - kringum 60%.

En það þarf að taka tillit til þess, að aukning skulda krefst viðbótar lækkunar lífskjara, til að hindra þjóðargjaldþrot. Þetta hefði að sjálfsögðu verið miklu mun erfiðara niðurskurðarprógramm, en þ.s. Grikkland er að ganga í gegnum, okkar staða gæti því hafa endað verri en staða Grikklands:

  • Ég held, að Ísland hefði lent inni í björgunarprógrammi þegar í upphafi árs 2009, og v. þess að ekki hefði verið mögulegt að lækka laun með hraði, væri Ísland alveg eins og Grikkland í dag.
  • Þ.e. statt í langvarandi samdráttaraðgerðarpakka, þ.s. laun og útgjöld væru jafnt og stöðugt skorin niður ár eftir ár, og ég er einnig viss um að eins og Grikkland, hefði þurft að skera niður skuldir okkar.
  • Því án hinnar snöggu gengisfellingar, hefðu þær hlaðist hratt upp af völdum hins óskaplega viðskiptahalla sem hefði myndast þegar við hrunið, en sá hefði örugglega sett heimsmet verið a.m.k. á bilinu 20-30% í fyrstu.
  • Líklega væri þá búið að skera okkar skuldir niður, a.m.k. þrisvar - - við værum eins og Grikkland, undir nær beinni stjórn frá Brussel.
  • Auðvitað, væru þá peningar stöðugt að leka frá landinu, færa sig annað. Útfl. fyrirtæki, myndu varðveita fé sitt á erlendum reikningum. Það sama myndu önnur fyrirtæki, með örugg viðskipti.
  • Spurning hvort unnt hefði verið að endurreisa bankakerfi - - en höftin voru örugglega forsenda þess, að sú aðferð sem farin var hérlendis, hefur virkað fram að þessu. 

---------------------------------

Ásökunin er, að allt hefði verið miklu betra innan evru. Og ég stórfellt dreg það í efa.

2. Varðandi lánakjör!

Ég verð að benda á, að síðan apríl 2010 hefur myndast gjá í lánskjörum milli S-Evrópu og N-Evrópu. Og þó svo Margrét tali um að Norðurlöndin séu líkust okkur, þá er það einfaldlega svo - - að markaðir hefðu metið okkur í samræmi við okkar efnahagslega ástand og okkar greiðslustöðu miðað við skuldir.

En ekki á grundvelli þess, hvaða ríkjum við menningarlega líkjumst mest.

Það sem hefur gerst, er að markaðurinn hefur lært það, að einnig fyrir aðildarlönd evru. Þá skiptir það megin máli um lántökuáhættu. Hvert ástand mála í viðkomandi landi er. Og að auki, hver skuldastaðan er miðað við stöðu hagkerfisins.

Lönd í vaxandi efnahagsvanda, hafa séð lántökukostnað sinn "innan evru" hækka mjög verulega.

Að sjálfsögðu, ef Ísland hefði verið innan evru, og lent í bankahruni eins og líklegast sé. Þá hefði að sjálfsögðu einnig fyrir okkur, lántökukostnaður hækkað stórfellt.

------------------------------

Spurningin er hvort lántökukostnaður myndi lækka við aðild?

Það mun algerlega fara eftir því, hve vel það gengur fyrir okkur að framkalla nægan hagvöxt svo að Ísland nái sér smám saman upp úr þeim skuldum.

Ég sé persónulega ekki með hvaða hætti, aðildin sem slík muni hafa á lántökukostnað til eða frá.

Sumir segja, það að stefna á aðild að evru, muni fela í sér aukinn trúverðugleika.

En ég sé ekki að slík yfirlýsing sem slík, skipti um það einhverju verulegu máli.

  • Meginmálið sé, trúverðugleiki stefnunnar um skuldalækkun.

Fræðilega, getur draumurinn um evruna, skapað svipu á Ísland - - til að taka hart á sig, við það verk. Að lækka skuldir, stuðla að stöðugleika. Eða það vilja menn meina sem eru áhugamenn um aðild.

Auðvitað, til þess að það myndi virka, þyrfti framvinda evrusvæðis næstu árin, að vera með þeim hætti - - að þjóðin fari að horfa á aðild að evru slíkum vonaraugum.

---------------------------

Ég sé það reyndar ekki sem sérlega líklega útkomu, heldur virðist mér að evrusvæði sé komið í afskaplega langvarandi kreppuástand. Ásamt skuldakreppu sem vara muni einnig í langan tíma.

Þannig, að evran sem agn - - muni ekki skila þeim áhrifum, sem aðildarsinnar séu að tala um.

3. Mun aðild stuðla að hagvexti?

Vandinn við sbr. Margrétar, er sá að við lok 10. áratugarins. Var miklu mun hagstæðara efnahagsástand í Evrópu.

Það að sjálfsögðu skiptir mjög miklu máli, þegar land er að hefja sig upp úr kreppu. En aðild Finna átti sér stað 1994, en eins og flestir ættu að muna. Þá skall finnska kreppan á eftir hrun Sovétríkjanna 1991. 

Hrun Járntjaldsins, færði fyrrum A-tjaldslöndunum, mikla hagvaxtaraukningu almennt séð. En þá já varð fyrst hrun, en síðan komust löndin í viðskiptasamskipti við Vesturlönd á ný. Forn viðskiptatengsl komu aftur. 

Fyrirtæki í V-Evrópu, sáu hag í því að fjárfesta í nýjum atvinnurekstri í A-Evr. Laun voru þar mun lægri en í V-Evr. Þau fengu frekar fljótlega, hagstæðan markaðsaðgang. Enda sá NATO, Bandaríkin og ESB hag í því að þessi lönd næðu jafnvægi sem fyrst.

Hagvöxturinn sem var mikill á seinni hl. 10. áratugarins í A-Evr. lyfti um tíma töluvert meðalhagvexti Evrópu.

----------------------------

Punkturinn er sá, að Finnland var að ganga í gegnum sín erfiðleika ár í á sama tíma, og þessi uppgangur var í fullum gangi. Finnland gekk inn í ESB á besta tíma þannig séð, þegar hagsveifla upp á við var í á fullu blússi innan Evrópu.

Finnland naut síðan þeirrar hagsveiflu vel fyrstu árin innan ESB.

Ég bendi á, að líklega hefði Finnland notið þeirrar uppsveiflu hvort sem er, þ.e. sem meðlimur að EES.

Ég sé ekki endilega, að til staðar séu sjálfstæð efnahagsáhrif af aðildinni sem slíkri. Enda bætti hún ekki við neinum viðskiptaafgangi, nema fyrir landbúnaðarvörur. 

  • Hver er staða hagsveiflunnar - í umhverfinu - er að sjálfsögðu lykilatriði. 

----------------------------

  1. Ísland væri að ganga inn í ESB í kreppu - - það er auðvitað allt annað og mun síður hagstætt að ganga inn við slík skilyrði. 
  2. Til viðbótar við efnahagskreppuna, er stigvaxandi skuldakreppa í fjölda aðildarríkja evru. En ég bendi á, að skuldavandinn nær til flr. ríkja, en bara - Grikklands, Spánar, Ítalíu, Írlands og Portúgals. Frakkland er einnig statt í erfiðri skuldastöðu, og Belgía er verr statt.
  • Þetta ástand bætist ofan á, óhagstæða fólskfj. þróun í aðildarríkjunum.
  • En sú dregur úr mögulegum hagvexti.
  • Og því, úr getur landanna til að hefja sig upp út úr skuldasúpunni.

Ég held að evrusvæði sé nú komið í mjög langvarandi efnahagslegt hnignunarástand.

Rök Margrétar með sbr. v. Finnland, haldi ekki vatni.

Því aðstæður séu allt aðrar og miklu mun óhagstæðari í dag. Það sama eigi einnig við um að líkleg framvinda mála á efnahagssviðinu í Evrópu, sé einnig miklu mun óhagstæðari.

Ég sé í reynd ekki, að aðild leiði með nokkrum augljósum hætti, til bættra skilyrða til hagvaxtar á Íslandi.

 

Niðurstaða

Ég hef tekið mig til, að svara nokkuð ítarlega því sem Frosti Sigurjónsson, náði ekki í samtalinu í Speglinum. 

Mín skoðun er einfaldlega sú, að mjög dökk líkleg framvinda Evrópu.

Geri það að verkum, að aðild sé ekki hagstæð fyrir Ísland.

Önnur svæði í heiminum, muni nær öll með tölu hafa betri hagvöxt en Evrópa. 

Henni muni hnigna lífskjaralega og efnahagslega miðað við aðrar heimsálfur, á næstu árum af þess sökum.

Það sé röng strategía að ætla að bæta þjóðarhag með aðild!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frosti var allof kurteis í þessu viðtali.  Konan samkjaftaði ekki og óð yfir hann með frekju og fékk leyfi til þess.  Ég verð að viðurkenna að ég froðufelldi yfir þessum þætti.  Hún fékk svo sannarlega að koma öllum sínum "sannleik" að.  Það hlýtur að þurfa að gæta jafnræðis í svona viðtölum þegar fengnir eru aðilar með sitt hvort málstaðinn.  Hafðu þökk fyrir þennan pistil þinn Einar Björn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn er að stjórnandi þáttarins er sammála henni, hefur örugglega ekki fundist nokkurt af því sem hún sagði, ósanngjarnt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2012 kl. 12:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það leyndi sér ekki.  En er ekki krafan að þáttastjórnendur séu hlutlausir, eða allavega það þroskaðir að þeir gæti jafnræðis?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 847264

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband