Bandaríkin stefna fram af hengifluginu - - bandarísk kreppa á nk. ári getur drepið evruna!

Það virðist nú afskaplega veik von eftir. Ljóst er að samkomulag næst ekki, eftir að leiðtogi þingliðs Repúblikana, tókst ekki að fá meðlimi "Tehreyfingar" meðal þingliðs Repúblikana, til að samþykkja miðlunartillögur. Sem hann sjálfur hafði komið fram með. Og Obama var til í að samþykkja með litlum breytingum.

Til stendur að halda fundi milli jóla og nýárs, ákvörðun sem var tekin af þingleiðtogum beggja flokkar, þegar ljóst var að samkomulag myndi ekki nást fram.

Á hinn bóginn, virðist mér líklegra en ekki, að meðlimir "Tehreyfingarinnar" hafni einnig þeim sáttatilraunum, sem skv. frétt Financial Times.

Verða um smærri breytingar - frá þeirri útkomu sem annars verður, en fyrri tilraun til sátta.

 

Hversu slæmt verður þetta?

Skv. nýlegum hagtölum í Bandaríkjunum, var hagvöxtur 3,1% á 3. ársfjórðungi. Sem er meir en reiknað var með. Og vel yfir því róli á milli rúml. 1,5% - rúml. 2% sem hagvöxturinn hefur annars verið að sveiflast á milli. 

Vísbending um að tal manna, sem hafa verið að segja, að einkahagkerfið í Bandaríkjunum sé á uppleið - loksins. Sé ef til vill - réttmætt.

  • Skv. "Congressional Budget Office" mune "fyscal cliff" leiða til 0,5% samdráttar í bandar. hagkerfinu á nk. ári. 
  • Atvinnuleysi aukist í 9,1%.
  • Þetta þýðir sennilega töluverða minnkun neyslu.

Þetta er sennilega þó skammvinn kreppa - því vísbendingar um uppgang innan einkahagkerfisins, eru af því tagi - - sem eru ekki skaðaðar að nokkru ráði af því, ef það kemur tímabundið bakslag í neyslu.

En sl. 4 ár, hefur verðlag á gasi í Bandaríkjunum lækkað um liðlega 70%. Sem gerir raforku framleidda með brennslu á gasi, í dag mjög hagstæða.

Þetta leiðir skilst mér til þess, að aukning í fjárfestingum á svæðum sem eru nærri hinum nýju gassvæðum, í vinnslu af margvíslegu tagi sem græðir á mjög lækkuðu orkuverði; sé komin í fullan gang.

Það eru einnig ný olíusvæði, þar sem einnig er mikið af nýfjárfestingu.

Ég hugsa, að þessi aukning haldi áfram - þó svo að "fiscal cliff" leiði til, tímabundinnar minnkunar heildarhagkerfisins, vegna: hækkaðra skatta en það eru skattalækkanir Bush stjórnarinnar sem ganga til baka, að auki skellur á 10% sparnaðarkrafa á margvíslegum stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins; samanlag lauslega áætlað í kringum 5% af þjóðarframleiðslu.

  • Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af bandaríska hagkerfinu.
  • Það eru áhrifin af tímabundinni kreppu í Bandaríkjunum, innan evrusvæðis - - sem vekur mér ugg!

En þegar hægir á í Bandaríkjunum, mun einnig hægja á innan Evrópu.

Bendi á, að þegar fjármálakreppa hófst í Bandaríkjunum 2008, skall hún nær samtímis á Evrópu. 

Í Evrópu varð samdrátturinn, af hennar völdum, síst minni en í Bandaríkjunum.

---------------------------

Ef hagvöxtur í Bandaríkjunum getur verið ca. 3% á nk. ári - - en þess í stað kemur 0,5% samdráttur.

Heildarminnkun á bilinu 3,5-4% .

Má vera, að sambærileg niðursveifla eigi sér stað í Evrópu, eins og að samdráttur Evrópu 2008 var sambærilegur við samdrátt þann sem þá átti sér stað innan Bandaríkjanna.

Munum að samdráttur er þegar til staðar í Evrópu!

Útkoman væri því - - djúp kreppa í Evrópu á nk. ári!

 

Hvað gerist ef það verður þessi djúpa kreppa í Evrópu nk. ár?

Augljóslega, mun það stórfellt auka á vandræðin á evrusvæði.

Ríkisstj. Spánar hefur verið að sprikla mikið, og náð að lækka nokkuð á árinu kostnað per vinnustund á Spáni, þannig að bilið varðandi samkeppnishæfni sem Spánn hefur staðið frammi fyrir að þarf að minnka. Það er víst nú minnkað um helming.

Að auki hafa stjv. Spánar verið grimm í niðurskurði þetta ár, og stefnt einnig að grimmd í niðurskurði á nk. ári, og því að innan nk. 2-ja ára. Að loka "samkeppnishæfnis" bilinu.

Ef það skellur á 3-4% viðbótar samdráttur, þá auðvitað fer allt fjárlagadæmið hjá Mariano Rajoy forsætisráðherra í vaskinn, auk þess að ný bylgja aukningar atvinnuleysis skellur á landinu.

  • Það yrði sennilega ástand, mjög nærri neyðarástandi. Með atvinnuleysi, komið í 30% plús e-h.
  • Augljóslega, myndu markaðir æsast við þetta á ný.

Þetta var bara Spánn, ég bendi einnig á að staða Frakklands er viðkvæm. Með skuldastöðu mjög nærri skuldastöðu Spánar, og þar í landi er ekki enn byrjað að ráði að vinna í þeirri endurskipulagningu atvinnulífs og vinnumarkaðar, sem þó er hafin af nokkrum krafti á Spáni.

  • Frakkland mun því líklega lenda í "krísu" þ.e. snögg aukning halla, snögg aukning atvinnuleysis og snögg hækkun skulda sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu í e-h í kringum 100%. 
  • Ég yrði alls ekki hissa, ef að við þetta snögga högg - - þá skapist verulegur órói á mörkuðum v. stöðu Frakklands, og allt í einu fari Frakkland úr hópi ríkja innan evrusvæðis með hagstæðan lántökukostnað, yfir í hóp landa með háan. Þ.e. lendi í hópnum í vanda.

Að sjálfsögðu lenda þá öll aðildarríkin í kreppunni - - en skuldugu löndin verða þá verst úti.

Meira að segja Þýskaland, getur séð skuldastöðu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, fara í e-h í kringum 90%.

  • Það er alveg hugsanlegt, að meira að segja lántökukostnaður Þýskalands hækki nokkuð - þó það yrði þá ekki hækkun í líkingu við hækkun lántökukostnaðar þann sem mig grunar að myndi dembast yfir Frakkland.

------------------------------

Punkturinn er; að evrusvæði myndi snögglega færast fram á bjargbrúnina á ný!

Í því ástandi sem þá myndi skapast, sé ég ekki hvernig þau mál verði mögulega leyst - - ef Þýskaland heldur áfram að verjast "prentun".

Það þarf ekki að þíða endalok evrunnar nk. ár - en mjög dökk yrði staðan. Svo dökk, að uppbrot fjármálakerfis svæðisins í einingar sem markast af hverju landi fyrir sig, líklega myndi ágerast "hressilega."

Spennan á millifærslukerfi svæðisins þ.e. "Target2" myndi pottþétt aukast einnig "hressilega."

Það er vel hugsanlegt, að evran muni ekki hafa þetta af út nk. ár. Ef "Fiscal Cliff" skellur á Bandaríkjunum, án þess að tekist hafi "mildandi" samkomulag.

 

Ef evran ferst!

Þá getur skollið aftur til baka, yfir til Bandaríkjanna - - högg frá Evrópu.

Ef hún ferst á nk. ári, þá verður það líklega v. þess, að uppbrot svæðisins í einingar utan um þjóðríkin, ágerist það mikið - að viðskiptakerfið fer að brotna niður. Þá verði hamlanir á flæði fjármagns það miklar milli ríkja, að viðskipti hætti að flæða "fullkomlega frjálst."

Það gæti þá orðið snögg minnkun á flæði viðskipta milli landanna, sem myndi þá hratt magna enn frekar upp kreppuna á seinni part ársins.

Við taki þá kerfi, þ.s. flæði fjármagns sé stýrt a.m.k. af hálfu sumra landanna, og aðilar sem ætla að eiga í viðskiptum - þurfi að fá opinberar heimildir fyrir því að færa fjármagn yfir landamæri, vegna viðskipta yfir tilteknu magni.

--------------------------

Þetta gæti gerst vegna uppbrots "Target 2" kerfisins.

En í ástandi kreppu þegar Þýskaland sjálft væri að dragast saman, þegar líklega verður aftur stórfelld aukning á skuldum innan þess kerfis, þá getur það farið svo.

Að "Bundesbank" fari að takmarka það fjármagn, sem hann er til í að láta af hendi rakna - gegn skuldabréfum á ríkissjóði einstakra aðildarlanda.

Ef það gerist, þá mun það alveg um leið, kalla á "höft á flæði fjármagns" af hálfu landa, sem þá væru komin í vanda vegna fjármagnsflótta.

Í þessu ástandi, gæti Frakkland verið í þeim hóp. Ásamt Ítalíu og Spáni.

  • Ef þetta gerist - þá væri það upphafið að endalokum evrusvæðis, eða hið minnsta að verulegri fækkun aðildarríkja þess.

En um leið og einstök lönd loka á milli, þá fara evrur í þeim löndum sem setja verulegar hamlanir á fjármagnsflæði að hafa annað gengi, en evrur í löndum sem enn njóta töluverðs trausts.

En markaðurinn mun vita, að uppsetning hafta, er millibilsástand áður en nýr gjaldmiðill er tekinn upp - - jafnvel þó land sem setti höft á sem neyðaraðgerð.

Hefði engan áhuga á að afnema evruna, þá myndi líklega þróunin í kjölfarið - knýja þá útkomu fram fyrir rest.

M.a. vegna viðbragða markaðarins, sem myndi mjög fljótlega setja "discount"/ afföll á evrur frá slíkum löndum. Þá fara þau lönd, að eiga í vandræðum með, að fá þeim evrum skipt t.d. í Þýskalandi - þó formlega séð væri jafngengi hið lögbundna gengi án "affalla."

Út úr því ástandi, tel ég, væri mjög erfitt að bakka!

Þó fullur áhugi væri til slíks, þá leyfði ástandið það einfaldlega ekki.

Þannig að land sem lendir með evru í höftum, verulega undir gengi evra t.d. í Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Austurríki.

Væri sennilega tilneytt til að taka upp eigin gjaldmiðil á ný - - innan tveggja ára þaðan í frá.

  • Það væri ekki síst vegna þess, að stöðugt útflæði fjármagns, þó leitast væri við að hindra það, myndi framkalla sífellt harðnandi ástand - peningaþurrðar.
  • Sem er ástand, er væri mjög samdráttaraukandi, því meir sem það meir ágerist.

Ég á erfitt með að trúa því, að land hefði meira úthald í slíkan spíral en ca. 2 ár.
--------------------------

Ég er að tala um svipaðan tímaramma, eftir að rúblusvæðið leystist upp í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991. En rúblusvæðið hætti ekki það ár, heldur nokkru síðar. Þá var það, v. þess að Seðlabanki Rússlands skar á lausafjár-lán til seðlabanka hinna landanna á rúblusvæðinu.

Það væri sambærileg aðgerð við það, að ef "Bundesbank" fer að takmarka veitingu lausafjárlána í gegnum "Target2."

Og afleiðing þeirrar ákvörðunar verður örugglega einnig sú hin sama, þ.e. að gjaldmiðilssvæðið leysist upp á ca. 2 árum. Eða hið minnsta, að aðildarríkjum þess fækki verulega.

Ef það endurtæki sig eins, þá væri eftir ca. 2 ár evran hugsanlega orðin einangruð við tiltekin tiltölulega vel stæð kjarnaríki, sem væru háð Þýskalandi eða með mjög sambærilega hagsveiflu og Þýskaland.

  • Það væri líklega upphaf af því að Suður vs. Norður skipting ESB á efnahagssvæðinu, gæti þróast yfir í raunverulegan klofning í 2-ríkjabandalög innan meginlands Evrópu.

 

Niðurstaða

Kreppa í Bandaríkjunum getur búið til algert neyðarástand á evrusvæði. Lykilatriðið, getur verið að veita athygli því. Hve mikið streymi lausafjár frá "Bundesbank" eykst þá, í gegnum "Target2" millifærslukerfi evrusvæðis. Þegar er til staðar í Þýskalandi verulegur ótti, vegna hinna uppsöfnuðu skulda innan þess kerfis. Þýskaland á megnið af þeim skuldum.

Vandinn er sá, að ef tiltrú á greiðslugetu tiltekinna stórra lykilríkja - hrynur. Þá mun um leið skapast efasemdir um gæði þeirra skulda þ.e. raunverulegt virði, sem þau ríki bjóða sem veð á móti lausafjárlánum. 

Hafandi í huga, að í þessu ástandi væri Þýskaland sjálft komið í kreppu. Þá finnst mér ekki óhugsandi, að Þjóðverjar taki þá ákvörðun - - að takmarka aðgang að þeim lausafjárlánum "einhliða."

Sérstaklega þ.s. ég á erfitt að sjá, að löndin í vanda myndu geta sjálf samþykkt, þær kröfur sem Þjóðverjar líklega myndu setja fram - - um minnkun slíkra lausafjárlána. En það myndi líklega kalla á svo grimman niðurskurð útgjalda, að samfélagslegur stöðugleiki myndi líklega bila. Auk þess, að þá væru þau að sætta sig við "mjög samdráttaraukandi" minnkun peningamagns í umferð.

Ef þau myndu ekki geta bætt sér upp peningaflóttann með lausafjárlánum, yrði að setja á höft á útflæði.

Þjóðverjar væru þá í reynd - að sparka þeim löndum út úr evrunni!

"Everibody for themselves" - eins og sagt er!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, er ekki illmögulegt að átta sig á hvað Teboðshreyfingunni gengur til yfir höfuð, eru þeirra markmið  efnahagslegs eða hernaðarlegs eðlis?.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 08:36

2 identicon

Tvennt vil ég segja, en ei þegja.

 Evrópa hefur verið tengd efnahagskerfi bandaríkjanna, frá síðari heimsstyrjöld, enda hafa bandaríkin "ausið" til sín gullforða þýskalands, eftir stríðið.

Skitt með það, en fyrst vil ég segja að Evrópa er þegar í valnum.  Vandamál Evrópu, eru menn eins og þú, sem líta alltaf til Bandaríkjanna.  Og síðan hinir, sem líta til Rússlands, eða Kína.  Það er þessum mönnum að kenna að efnahagurinn er eins og hann er.  Hér í Svíþjóð er atvinnuleysi mun meir en 10%, til og með meira en 20%.  Það er svo mikið, að áhrif atvinnuleysis á efnahagskerfið í gegnum minnkandi neyzlu eru áhreifanleg.

Evran, er eina lausnin frá þessum vanda.  Vandinn 2008, er fyrir tillstylli Íslendinga og Bandaríkjamanna, sem taka allt frá Evrópu, og gefa EKKERT tilbaka.  Húsbyggingarævintýrið í bandaríkjunum, ásamt bankaævintýrinu á Íslandi, sem leiddi af sér að George Klikkaði Bush, stóð í sjónvarpi með sínar 80 í greindarvísistölu og sagðist ekkert borga.  Búin að henda trilljónum í vaskin, eða dreifa yfir Afghanistan og Írak.  Fylgt af Davíði Oddsyni, hinum drjúga, sem kemur fram í Sjónvarpi og segist EKKERT borga.  Sami maðurinn og heiðraði Útrásarvíkingana í beinni, í Háskólabíoi.

Nei vinur, sættu þig við það að tímarnir eru að breitast ... tími ofurríkis manna með 80 í greindarvísistölua, ala Bush og Oddson, og Co.  Eru að "vonum" að enda komið.

 En í stað þess að vera með spár um að fá fleiri Bush og Oddson í valdastóli í Evrópu.  Finnst mér nær, að menn settu sig á bekk, og skipuleggðu efnahagsmálin á þann hátt að vit sé í.

Nema þú teljir, að það sé vit í að "gefa" vinum og vandamönnum heilu bankana.  Eða, gefa vinum og vandamönnum Póstinn, Rafvirkjunina og aðra þætti, sem voru byggðir fyrir almannafé.

Þetta er glæpurinn sem framin var, ekki það að Verzlunareigendur fóru á hausinn, vegna þess að illmenni á Íslandi og erlendis, rægðu þá þangað til að "trúin" eða skortur á henni, varð til þess að menn hurfu frá verðbréfamarkaðinum.

Þetta er glæpurinn sem framin var, en eins og ávalt áður, þá sjá Íslendingar bara ekkert fyrir Brennivíni, og illgirni gagnvart öðrum þjóðum, sem eru að "reyna" að byggja eitthvað.

Leggið niður brennivínsfylleríið, og farið að hugsa málin á heilbriggðan hátt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - - þú virðist vera að horfa til kerfis, þ.s. heimurinn væri skiptur í lokaðar blokkir. Tja, eins og var á 4. áratugnum.

En einungis með þannig fyrirkomulagi, væri Evr. og Bandaríkin ekki háð hverju öðru - - og Asía háð Bandaríkjunum eða Evrópu.

Það getur farið þannig, að framtíðarkerfið verði þannig kerfi, þ.e. hólfað niðurnjörvað kerfi.

------------------

Tek fram, að í þannig ástandi, myndi ég frekar kjósa að tilheyra viðskiptakerfi N-Ameríku.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband