Virðist staðfest að Mario Draghi ætli sér að leggja til kaup á ríkisbréfum Ítalíu og Spánar án takmarkana!

Þetta kemur fram í frétt Financial Times ECB holds back from bond yield cap og í frétt Daily Telegraph Draghi presents 'umlimited' bond buying plan to ECB council. Eins og fyrirsögn Telegraph segir, þá ef ofangreindar fréttir eru réttar, þá er Draghi einungis að leggja þetta fram sem tillögu á fundi bankaráðs Seðlabanka Evrópu. En ólíklegt verður að teljast að hann sé að leggja hana fram án þess að hafa vissu um það að fá sitt fram. Vísbendingar hafa verið uppi undanfarið, að tillaga Draghi njóti velvilja Angelu Merkel - sem hefur þá gleypt það að þetta verði einfaldlega að gera. Það þrátt fyrir mjög harða andstöðu Bankastjóra "Bundesbank" sem fræðilega er einungis einn af undirmönnum Draghi, en afstaða Bundesbank vigtar alltaf eða hefur alltaf vigtað ofan við meðallag þeirra sem eiga sæti í bankaráði ECB.

Telegraph hafði reyndar eftir Bloomberg, að Merkel sé ef til vill komin á ysta kannt í leit að jafnvægi, milli andstöðu yfirmanns Bundesbank og að því er virðist - samþykkis við aðgerðum Draghi:

"Bloomberg reports that she said that Mr Draghi and Mr Weidmann are both carrying out their respective mandates and she therefore sees no contradiction in supporting both central bankers."

Það er dáldið gott hjá henni :) Báðir að vinna vinnuna sína - sé sátt við þá báða. Þó þeir séu á öndverðum pólnum, þegar kemur að því hvort á að heimila Seðlbanka Evrópu nú að prenta á fullu.

  • Það er reyndar einmitt mjög áhugavert, að Draghi virðist hafa tekist að afla sér stuðnings Merkelar við þessa aðgerð!
  • Sem þíðir væntanlega, að hún mun fara í gegn á fundi bankaráðs Seðlabanka Evrópu á fimmudagsmorgun.

Þá þíðir það, að Seðlabanki Evrópu virðist virkilega ætla að hefja kaup á skuldabréfum Ítalíu og Spánar - án nokkurra takmarkana.

Þetta er sennilega lokaútspilið til að bjarga evrunni!

En það getur líka þítt eitt annað!

Að það standi til að láta Grikkland róa.

En kaup án takmarkana á bréfum Ítalíu og Spánar þíðir að Grikkland mun enga eftirgjöf fá, því aðildarríki Evrópu munu þar með telja - það óhætt að láta Grikkland gossa.

Það er sennilega rétt - - a.m.k. til skamms tíma.

Það er nefnilega málið með þessa krísu, að lausnirnar hingað til standa í takmarkaðan tíma.

Sama getur gilt um þessa, en líklega fleytir hún evrunni allavega fram á mitt næsta ár, en málið er að þó Spánn og Ítalía fái þar með að gefa út skuldabréf eins og þeim sýnist, sem verði keypt af Seðlabanka Evrópu viðstöðulaust. Þá breytir það því ekki að bæði löndin eru í versnandi kreppuástandi.

Það verður því áhugavert að sjá hvað gerist á útmánuðum nk. árs, þegar bæði löndin verða búin að vera í kreppu samfellt allt þetta ár, og ljóst verður að nk. ár hefst einnig á kreppu og samdrætti, og enn fyrirsáanlega áframhaldandi vexti atvinnuleysis.

Á sama tíma, ætti að vera farið að sjá fyrstu merki þess hvernig Grikklandi reiðir af - eftir að hafa verið sparkað úr evrunni.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður nefnt, þá er þetta eina leiðin sem eftir er, ef á að halda Ítalíu og Spáni á floti. Seðlbanki Evrópu sé eini aðilinn sem hafi nægilegt bolmagn til þess.

Þetta er einfaldlega spurning um það hvort á að leitast við að halda tilrauninni um evruna lifandi áfram, í von um að það takist að finna var fyrir hana fyrir rest, eða hvort á að slá hana af sem fyrst.

Mjög margir hafa spáð henni falli vegna þess, að þjóðir S-Evr. muni yfirgefa hana þegar kreppuástandið verði of erfitt.

Það getur komið í ljós á nk. ári hvort þær spár séu réttar eða ekki.

Ef almenningur finnur hjá sér það "herkúleska" úthald að taka andsteymið í fangið, þá er það vonin að fyrir einhverja rest, takist að framkalla viðsnúning. Ég tel þó, að kreppan sé í besta falli komin í hálfleik.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 547
  • Frá upphafi: 847268

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband