Mjög áhugaverð skoðanakönnun meðal almennings í lykilríkjum ESB!

Þessi könnun er birt í dag í Financial Times, sjá: Financial Times/Harris Poll - Opinions of Adults from Five European Countries. Þessi könnun er unnin af einkafyrirtækinu Harris Interactive, sem er stórt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kannana. Könnunin fór fram í lykilríkjum ESB þ.e. stóru ríkjunum 5; Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Bretlandi.

Þessi könnun er merkileg vegna þess, að hún beinist að evrukrísunni - og Grikklandi.

Gefur vísbendingu um viðhorf almennings gagnvart þeim lykilspurningum.

"This FT/Harris Poll was conducted online by Harris Interactive among a total of 5,134 adults aged 16-64 within France (1,031), Germany (1,030), Great Britain (1,048), Spain (1,024), and adults aged 18-64 in Italy (1,001) between 14th August to 23rd August 2012."

Fjöldinn cirka 1.000 er orðinn að klassískri viðmiðunarstærð hjá skoðanakannana iðnaðinum.

Ítalir virðast vera frá Venus meðan að Þjóðverjar eru frá Mars, en þ.e. ótrúlegur munur á skoðunum íbúa þeirra landa á Grikklandi, sjá spurningarnar um Grikkland. 

 

1. Spurning: “As it currently stands, do you believe that Greece should remain a member of the eurozone?”

  • Bretland...........Já 23%/Nei 33%
  • Frakkland.........Já 39%/Nei 32%
  • Ítalía................Já 59%/Nei 21%
  • Spánn..............Já 45%/Nei 27%
  • Þýskaland.........Já 27%/Nei 54%

Þessi viðhorf verða greinilega til vandræða fyrir Angelu Merkel, vatn á myllu andstæðinga þess innan Þýskalands, að beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi viðverðu Grikklands innan evru.

Fram hefur komið í fréttum undanfarin 2 ár, að myndast hefur gjá milli N-Evr. og S-Evr. þegar kemur að viðhorfum er tengjast því, akkúrat skv. túlkun, hverjum er kennt um það að sum lönd eru í vanda.

 

2. Spurning:"“Some argue that other eurozone members should do more to help Greece remain in the eurozone. To what extent do you agree or disagree with this view?”" Já - þarf að gera meira. Nei - styður ekki að meir sé að gert. Samtölur yfir já vs. nei.

  • Bretland...........Já 21%/Nei 37%
  • Frakkland.........Já 25%/Nei 43%
  • Ítalía................Já 43%/Nei 27%
  • Spánn..............Já 46%/Nei 24%
  • Þýskaland.........Já 26%/Nei 27%

Í þetta sinn eru flestir Þjóðverjar "óvissir" - þeir virðast á báðum áttum hvort á að gera meira eða ekki. Síðan er klár andstaða við frekari aðgerðir, í Frakklandi. Einnig Bretlandi, þó andstaðan sé þar ekki eins mikil.

Komið hefur fram í fréttum, að vaxandi andstaða er sérstaklega í N-Evr. við það, að veita Grikkjum frekari aðstoð, og að sumu leiti beinist þetta einnig að S-Evr. sem heild. Dæmi um vaxandi rof í viðhorfum milli svæða.

En þ.e. ekki undarlegt, því aðstoð v. S-Evr. mun kosta skattgreiðendur í N-Evr. Þau viðhorf njóta áhuga að S-Evr. eigi að redda sér sjálf úr eigin efnahagsvandræðum, sem er einnig gjarnan litið á að sé S-Evr. sjálfri að kenna.

Meðan að stuðningur við frekari aðstoð er vanalega meiri í S-Evr. enda myndi hann fela í sér, að ríkin í N-Evr. myndu auka kostnað sinn við aðgerðir, sem megni til myndu fara til ríkjanna í S-Evr.

Þannig séð, eru menn yfirleitt alltaf sammála um að "eyða annarra manna peningum." 

Áhugavert þó að stuðningur við frekari aðstoð við Grikkland er ekki meira afgerandi en þetta á Ítalíu og Spáni, en ég reikna með mun meir afgerandi svörun, ef spurningin væri um aðstoð við Spán og Ítalíu.

 

3. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Greece will ever repay its bailout loans."

Samtölur yfir já vs. nei.

  • Bretland...........Já 33%/Nei 67%
  • Frakkland.........Já 36%/Nei 64%
  • Ítalía................Já 77%/Nei 23%
  • Spánn..............Já 57%/Nei 43%
  • Þýskaland.........Já 26%/Nei 74%

Þessi spurning sýnir vel þá Suður vs. Norður gjá sem virðist komin, og Ítalir í reynd í sérflokki.

Það virðist búið að sígjast til almennings í N-Evr. að mjög ólíklegt sé að Grikkir endurgreiði sínar skuldir, en afstaða sérstaklega Ítala er áhugaverð.

 

4. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Greece will reform its economy to ensure that it does not need EU financial support in the future."

  • Bretland...........Já 44%/Nei 56%
  • Frakkland.........Já 50%/Nei 50%
  • Ítalía................Já 88%/Nei 12%
  • Spánn..............Já 70%/Nei 30%
  • Þýskaland.........Já 51%/Nei 49%

Aftur er ítalskur almenningur staddur á allt öðrum pól hvað viðhorf gagnvart Grikklandi varðar, en almenningur í Þýskalandi og sérstaklega Bretlandi. 

Skoðanamunur milli landanna tveggja í N-Evr. og landanna tveggja í S-Evr. er skýr, áhugavert þó að N-Evr. er á báðum áttum frekar en að vera sterkt ósammála.

 

5. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Eurozone policy-makers will address the debt crisis in the eurozone."

  • Bretland...........Já 56%/Nei 44%
  • Frakkland.........Já 69%/Nei 31%
  • Ítalía................Já 83%/Nei 17%
  • Spánn..............Já 63%/Nei 37%
  • Þýskaland.........Já 70%/Nei 30%

Mér finnst hreint magnað hve almenningur hefur mikla tiltrú á líkindum þess, að pólitíska stéttin í Evrópusambandinu muni finna fyrir rest farsæla lausn.

Ekki síst miðað við svörin úr næstu spurningu.

 

6. Spurning: “What impact do you believe austerity measures have on solving the debt crisis in Europe, if any?”

  • Bretland...........Já 25%/Nei 29%
  • Frakkland.........Já 14%/Nei 61%
  • Ítalía................Já 17%/Nei 62%
  • Spánn..............Já 19%/Nei 64%
  • Þýskaland.........Já 20%/Nei 58%

Þetta er að sumu leiti áhugaverðasta spurningin - - hefur fólk trú á að sú leið niðurskurðar og sparnaðar, með það sem markmið að framkalla fyrir rest viðsnúning og hagvöxt á ný, sé líklegt til að virka?

Og almenningur í öllum meginlandsríkjunum er nokkurn veginn sammála. Bretland sker sig úr, en það er einnig fyrir utan evru, þar er töluvert önnur stefnublanda í gangi. 

En almenningur í evrulöndunum stóru, er sammála að aðgerðirnar séu ekki líklega til að virka.

Þetta bendir til þess að upp sé kominn gjá milli pólitísku stéttarinnar og almennings. Áhugavert að það skuli einnig eiga við Þýskaland.

 

Niðurstaða

Miðað við þessi svör, getur þýskur almenningur verið til í að aðstoða Grikkland við það að yfirgefa evruna. En aðlögun Grikklands eftir drögmuvæðingu yrði verulega mikið ljúfari, ef Grikkland myndi áfram njóta efnahagsaðstoðar. Eitthvað sem þýsk stjv. ættu ef til vill að íhuga.

Ef það væri niðurstaðan, þarf þó að tryggja að Seðlabanki Evrópu fái nægilegt svigrúm til að halda Ítalíu og Spáni á floti, með kaupum á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu.

Ef þ.e. gert, þá myndi ekki brotthvart Grikklands þurfa að ógna frekar en núverandi Grikklandskrýsa gerir - tilvist evrunnar.

Lykilatriðið í því, er að stuðningur Seðlabankans sé nægur til að markaðurinn leggi ekki í það að spá ríkisbréfum Spánar og Portúgals verðfalli.

Það þíðir að sá stuðningur verður að vera án takmarkana - þ.e. Seðlabankinn kaupi upp allar skuldir Ítalíu og Spánar sem koma á markað, sem líklega leiðir til þess að ECB eignast á endanum megnið af skuldum Ítalíu og Spánar.

Sú útkoma síðar meir myndi einfalda málið, þegar ákveðið yrði síðar hvað gert yrði við þær skuldir.

Augljóslega þyrfti einhverskonar endurskipulagningu þess pakka fyrir rest.

------------------------------------------

Svörin úr síðustu spurningunni benda til þess að þolinmæði almennings í Evrópu gagnvart sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum sé á þrotum.

Margar vísbendingar um það hafa verið að koma í ljós, ekki síst að stefnir í kosningasigur mjög vinstrisinnaðs flokks í Hollandi, sem er nokkurs konar systurflokkur VG á Íslandi. Sá verði líklega stærsti flokkurinn á þingi, ef marka má kannanir. Hollendingar búnir að fá nóg.

Það óþöl almennings mun einnig skapa þrýsting á stjórmálamenn, þegar kemur að því að upphugsa aðgerðir til að koma evrunni til bjargar nú á næstu vikum.

Það á eftir að koma í ljós, hver áhrif óþols almennings á þær aðgerðir verða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: er ekki líklegt að margir hafi misskylið spurningu no 5, ég tel að svörin hefðu orðið á annan veg, ef orðinu "Address" hefði verið skipt út fyrir orðið " solve", enska er ekki sérlega hátt skrifuð hjá sumum evrópuþjóðunum.

Magnús Jónsson, 3.9.2012 kl. 22:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur verið, eitt af því erfiðasta við einmitt gerð kannana, er orðun spurninga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.9.2012 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1407
  • Frá upphafi: 849602

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband