Yfirmaður OECD vill að Seðlabanki Evrópu kaupi ríkisbréf Spánar og Ítalíu án nokkurra takmarkana!

Tek fram að ég er algerlega sammála Angel Gurria, ég sé ekki nokkra aðra leið eftir. Þetta sé síðasta útspilið. Það er orðið dagljóst að aðildarþjóðirnar treysta sér ekki til að ábyrgjast skuldir hvers annars, né til að búa til nægilega öflugann björgunarsjóð. Þannig, að beiting - full beiting afls Seðlabanka Evrópu. Er málið - og það má ekki útvatna tillögur Mario Draghi.

Útvötnun, þ.e. að sett sé einhvers konar takmörkun á þau kaup, myndi eyðileggja málið.

En fjárfestar myndu túlka slíkar takmarkanir, hvort sem það eru tímatakmarkanir eða takmarkanir um keypt magn - - sem vísbendingu um að um sé að ræða "takmarkaðan vilja til að koma evrunni til bjargar."

Þá myndu þeir veðja gegn bréfum Spánar og Portúgals algerlega fullvíst, láta reyna á viljann.

ECB should launch 'unlimited' bond buying, says OECD

  • Það er mikill misskilningur að ég sé óvinur evrunnar sem slíkrar eða ESB sem slíks!
  • Ég einfaldlega tel ekki að evran henti Íslandi, né að aðild sé í samræmi við sérhagsmuni Íslands.
  • Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti Evrópu, eða aðildarlöndum ESB.

 
Ég vil frekar en hitt, að evran bjargist, vegna þess að fall hennar mun skaða hagsmuni Íslands

Á sínum tíma þegar umræðan um evruna, þ.e. undirbúningur undir stofnun hennar var í gangi. Þá fylgdist ég með málinu. Það varð mér ljóst að evran væri áhugaverð tilraun.

Á sama tíma, er það einmitt málið - að evran er "tilraun."

Ein stærsta tilraun mannkynssögunnar, og eina leiðin til að prófa slíka tilraun, er að láta hana ganga í gegnum eldskýrn "efnahagskreppu."

Fyrri tilraunir til að búa til gjaldmiðilssamstarf, hafa ávallt hrunið þegar skall á kreppa!

Það var því alveg ástæða fyrir því að vera "skeptískur" því allar fyrri tilraunir hafa mistekist.

En evran átti einmitt að vera öðruvísi tilraun, hún öðruvísi en fyrri slíkar, átti að lifa af.

Þess vegna, voru settar reglur sbr. að ekki er unnt að yfirgefa evru skv. lögum um evruna, sem eru nú hluti af sáttmálum ESB.

Einnig, þetta var ástæða þess að svokölluð "stöðugleika viðmið"/"convergence criteria" voru sett.

Þetta gerði þessa tilraun metnaðarfyllri en allar þær hinar fyrri, sem gaf hugsanlega ástæðu fyrir því, að kannski myndi þetta vera öðruvísi í þetta sinn.

-----------------------------------

Þess vegna í gegnum árin, tók ég hvorki eindregna afstöðu með né á móti evru.

Þetta var tilraun - sem ég taldi hvorki víst að myndi heppnast, né að myndi misheppnast.

Það er ekki fyrr en í apríl 2010, sem má segja að ég verði djúpt skeptískur á evruna.

En þá hófust vandræði Grikklands, og fljótlega varð ljóst að Írland var á leið í vanda, þá þegar leit Portúgal ekki vel út heldur.

Fljótlega komu fram fjöldi hagfræðilegra greininga á vanda þeim sem var kominn, og við lestur þeirra greininga má segja að hafi runnið á mig tvær grímur.

Sjá t.d. mjög merkilega greiningu OECD frá 2010: Euro Area, December 2010

  • Greiningar sem útskýrðu bakgrunninn að vanda landanna á evrusvæði í efnahagsvanda.
  • Leiddi til þess, að mér varð ljóst - - að Ísland myndi mjög líklega hafa lent í mjög sambærilegum vanda, og þau lönd.
  • Að auki, að líkur þess að Ísland geti látið evruaðild ganga upp - séu afskaplega litlar.
  • Líkur á að ílla fari, að mínu mati "yfirgnæfandi."

Þetta skýrir hvers vegna ég er andvígur evruaðild Íslands, því það myndi enda ílla.

 

Mér er þannig séð sama um evruna, nema að ef hún fellur yrði verulega mikið efnahagstjón, sem skýrir af hverju ég kýs frekar að hún hafi það af

Eins og ég sagði fyrst, er ekki um annað að ræða - en að prenta peninga.

Spánn er reyndar hið fullkomna dæmi um af hverju evran gekk ekki upp?

  • Landið stóðst öll stöðugleika viðmið á sl. áratug.
  • Það braut þau ekki, eins og Þýskaland gerði, eða eins og Frakkland gerði.
  • Ríkisskuldir v. upphaf kreppu voru rúml. 50% þ.e. neðan v. 60%.
  • Ríkissjóður var rekinn með afgangi flest árin á sl. áratug.
  • Lánstraust ríkissjóðs Spánar var orðið mjög gott.
  1. Spánn er ekki í vanda vegna óráðsýgju.
  2. Spánn er ekki heldur í vanda, vegna þess að reglur voru brotnar.
  3. Spánn er í vanda, sem var gersamlega búinn til af einkahagkerfinu á Spáni, sá vandi kom ríkinu ekkert við með beinum hætti, nema að ríkið hefði kannski átt að beita sér gegn þeirri bóluþróun sem var í gangi innan spænska einkahagkerfisins. Sem það gerði ekki.

Spánn fór sem sagt 100% eftir reglunum.

Er samt í alvarlegum vanda, sem getur hrakið Spán út úr evrunni.

Málið er að stöðugleikaviðmiðin sjálf, voru blind á upphleðslu vanda af því tagi, sem fyrir rest kom Spáni á kaldann klakann.

Það sem er verst, er að þau viðmið sem nú er lagt fram með, svokallaður "stöðugleika sáttmáli," er einnig blindur á það sem kom Spáni í vanda.

Vandinn var upphleðsla á viðskiptaójanfvægi, þ.e. gríðarlegur uppsafnaður viðskiptahalli sumra landa innan svæðisins, við sum önnur löndin innan þess.

  • Lönd með halla safna skuldum.
  • Lönd með hagnað, safna peningum - sem þau endurlána í gegnum eigin banka.
  • Þannig í reynd streymdi fé frá löndum A til landa B á sl. áratug, og nú vilja lönd B að lönd A greiði sínar skuldir. Sem þíðir að fjármagnsstreymið heldur áfram. Nema lönd B finni sér nýja útflutningsmarkaði, önnur svæði sem þau geta haf viðskiptahagnað við svo þau geti greitt löndum A til baka.
  • Lönd með halla komast ávallt í vanda fyrir rest, kreppan veislunni lýkur er þau komast í kreppu, og slíkar kreppu leiða sögulega séð ávallt til mikillar skerðingar hjá akkúrat þeim löndum, þetta eru þær kreppur sem vanalega binda enda á gjaldmiðilssamstarf, eða tengingar ríkja við gjaldmiðla annarra - - þ.e. aðlögunarkreppur.
  • Um þetta sníst innri aðlögun ríkja B, um það að búa til nægilegan viðskipta-afgang með lífskjaraskerðingum í formi launalækkana, svo þau geti endurgreitt lánin sem þau tóku fyrir neyslu á sl. áratug.
  • Líklega þarf sá viðskipta-afgangur að vera við lönd annars staðar - - nema lönd B með einhverjum hætti, takist að verða samkeppnishæfari en lönd A. En það virðist afskaplega ólíkleg útkoma.

 

Mun löndum S-Evr. takast að aðlaga sig innan evrunnar?

Um þetta sníst spennan. Eitt er ljóst að slík aðlögun kostar mikið. Og einhver verður að vera með opna buddu. Annars endar þetta með skelfingu.

Sá einhver verður líklega eins og var í tilviki Japans að vera ríkissjóður, sem þá rekur sig með halla meðan að þjóðfélagið er að aðlaga sig.

Með því að reka sig með halla, viðheldur þá ríkissjóður veltu innan hagkerfisins - minnkar þann efnahagssamdrátt sem annars verður.

Afleiðing er óhjákvæmilega uppsöfnun skulda ríkissjóðs, Japan er skuldugasta ríki í heimi eftir að hafa sjálft lent í mjög sambærilegri kreppu.

Á meðan, verður einhver að veita viðkomandi ríkissjóð aðgang að ódýru lánsfé, innan evru er bara Seðlabanka Evrópu til að dreifa.

Þannig verður það einfaldlega að vera - - en til þess að það gangi upp, má ekki krefja ríkissjóði Spánar og Ítalíu, um að þeir samtímis lækki skuldir.

Skuldir beggja ríkissjóða verða að fá að hækka líklega um tugi prósenta miðað við þjóðarframleiðslu, þannig taka þeir ríkissjóðir á sig kostnaðinn meðan hagkerfið aðlagar sig.

  • Annars veldur aðlögunin of miklum kreppudal - og líklega munu þjóðirnar báðar gefast upp, og taka löndin tvö út úr evrunni.
  • Og við það, myndi evran líklega býða fjörbrot.
  • Síðar meir, má skoða þau skuldamál - einhverjum árum seinna þegar efnahagsvandinn er afstaðinn, þá er rétti tíminn til að skoða þau mál.

Hvað verður mun koma í ljós á nk. vikum.

Mario Dragi mun kynna nk. fimmtudag, nánar hvernig áætlun hans lýtur út.

 

Niðurstaða

Það nálgast óðfluga að spennusagan um evruna komist að niðurstöðu. Ég hef ekki verið einn af þeim sem spáði henni vondum endi frá upphafi. Heldur hélt ég mig á hliðarlínunni til cirka apr. 2010.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 178
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1067
  • Frá upphafi: 849256

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 976
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 161

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband