Þingkosningar í Grikklandi nú á sunnudaginn!

Spennan er við það að ná hámarki fyrir þingkosningarnar á Grikklandi sem fara fram nk. sunnudag, þ.e. 6/5. Það sem eykur spennuna er ekki síst að á Grikklandi er bannað að koma fram með skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar.

Svo að könnunin að neðan, er sú síðasta vitneskja sem við höfum, þ.e. niðurstaða könnunar frá 19/4 sl.

Eins og sést eru stjórnarflokkarnir tveir einungis með samanlagt 32,6% skv. skoðanakönnuninni að neðan. 

Á hinn bóginn skv. grískum reglum, fær stærsti flokkurinn alltaf 50 viðbótar þingmenn!

En þó svo að Nýtt Lýðræði sé líklegt til að fá þeim úthlutað - er alls óvíst að þeir sem styðja núverandi aðhaldsprógramm á Grikklandi, geti myndað meirihluta eftir kosningar.

 

Sjá - niðurstöður skoðanakönnunar á Grikklandi!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0001.jpg

  • KKE - er flokkur grískra kommúnista, og þeir eru enn alvöru kommúnistar þ.e. vilja Grikkland úr NATO, vilja það úr ESB, vilja það að auki út úr evru, og grikkland á að lísa sig gjaldþrota.
  • Syryza - er flokkur róttækra vinstrimanna, svokallaðra "and-globalista." Þeir vilja halda evrunni, að auki halda ESB aðild - en vilja að Grikkland lýsi sig gjaldþrota.  
  • Grænir - vilja endursemja um aðhaldsprógrammið, telja það of harkalegt, en leggja ekki til gjaldþrot, né að kasta evrunni, eða ESB aðild.
  • Lýðræðislegt Vinstri - frekar hófsamur vinstriflokkur, sem hefur verið að fá óánægða frá PASOK, þeir vilja endursemja um aðhaldsprógrammið eins og grænir, ekki fylgja fram því núverandi, vilja halda evrunni og ESB aðild.
  • PASOK - grískir kratar, er gamli stjórnarflokkurinn, styður núverandi aðhaldsprógramm.
  • Nýtt Lýðræði - grískir hægrimenn sbr. v. Sjálfst.fl.ísl., styður einnig núverandi aðhaldsprógramm, þó sá stuðningur hafi á köflum ekki virst eins eindreginn og hjá PASOK. Formaðurinn gæti verið sveigjanlegur í samningum grunar mig, ef það fer svo að engin leið er að mynda meirihluta til að halda prógramminu áfram.
  • Lýðræðisfylkingin - eru grískir frjálshyggjumenn, og þeir eru harðir stuðningsmenn einkaframtaks, styðja aðhaldsprógrammið.
  • Sjálfstæðir Grikkir - nýr frekar en ekki últra þjóðernissinnaður flokkur á hægri vængnum, þeir virðast vera nokkurs konar mótmæla flokkur hægrimanna sem flosnað hafa upp úr Nýju Lýðræði, og hafna eindregið niðurskurðar prógramminu, telja það ógna framtíð Grikklands. Þeir leggja til að Grikkland lýsi sig einhliða gjaldþrota en haldi evrunni og aðildinni að ESB.
  • LAOS - gamall íhaldssamur þjóðernissinnaður flokkur, sem hallar sé mjög að kirkjunni á Grikklandi. Þeir vilja einnig hafna aðhaldsprógramminu, en á sama tíma ekki endilega til í að lýsa landið einhliða gjaldþrota - hugmyndir um að fá lán frá Seðlabanka Evrópu.
  • Hin Gullna Dögun - er flokkur grískra ný-fasista. Öfgarnar á hægri vængnum á móti grískum kommúnistum. Áhugavert að þeir eins og kommúnistar vilja lýsa landið gjaldþrota og taka upp drögmuna á ný. Þó leggja þeir ekki til að yfirgefa ESB né NATO eins og kommarnir vilja.

 

Starfsmenn Credit Suisse bankans tóku saman yfirlitið að neðan!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002.jpg

Eins og sést eru það einungis 3 stjórnmálaflokkar sem styðja aðhaldsprógrammið!

Það verður að teljast svo að umtalsverðar líkur séu á því, að það verði ekki unnt að mynda meirihluta um stuðning við áframhald þess!

Bendi þó á að fylgissveiflur síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar eru ekki þekktar - en stóru flokkarnir eru væntanlega með kosningavélar sínar malandi á fullu, og það má vera að skili þeim einhverjum viðbótar atkvæðum.

Spennan er hið minnsta augljós!

  • Ný ríkisstjórn mun þurfa að taka á stóra sínum - því gríska hagkerfið er enn að hrynja saman af krafti, örvænting almennings fer hratt vaxandi - gjaldþrot fyrirtækja eru út um allt, þau sem enn starfa holast upp - veikjast að innan, skv. könnun frá janúar taldi um helmingur sjálfstæðra atvinnurekenda líkur á því að þeir eða þeirra rekstur myndi verða gjaldþrota í ár.
  • En ofan á það ástand, ef aðhaldsprógramminu er fylgt fram, verður hún þá að skera niður þegar í stað kostnað við ríkisrekstur upp á 3 milljarða evra.
  • Síðan framkvæma nk. 2 ár viðbótar niðurskurð upp á 12 milljarða evra.

Ástandið á Grikklandi er - steikt!

Akkúrat ástand af því tagi, sem elur á popúlisma og öfgum!

Myndun ríkisstjórnar eftir kosningar - gæti reynst þrautin þyngri, miðað við það hve öfgakennd viðhorf sumra flokkanna eru.

 

Niðurstaða

Flestir virðast reikna með því að ríkisstjórnin haldi velli, að Nýtt Lýðræði og PASOK samanlagt fái nægilega mikið fylgi, til að halda áfram. En á sama tíma, að það verði eina mögulega stjórnarsamstarfið, ef halda á áfram gríska niðurskurðarprógramminu.

Ekki ætla ég að spá fyrirfram um niðurstöðuna, en það má vera að ofangreind skoðun inniberi nokkra óskhyggju.

Eitt finnst mér áhugavert, það að einungis öfgaflokkarnir leggja til drögmuvæðingu. En ég sé ekki það sem möguleika að halda evrunni í ástandi gjaldþrots, en stóra málið er að stöðva stöðugt útstreymi fjármagns - sem kemur í veg fyrir uppsöfnun þess innan hagkerfisins.

Það ástand hlýtur að vera hluti af ástæðunni, af hverju Grikkland er að skreppa enn saman svo mikið - en kapítalismi þarf eftir allt saman fjármagn, og akkúrat megin vandi grískra fyrirtækja nú er að útvega sér fjármagn, þ.e. orðið nær algerlega ófáanlegt. Hrein fjármagnsþurrð.

En drögmuvæðing myndi einmitt binda enda á fjármagnsflótta, akkúrat vegna þess að enginn mun vilja drögmur erlendis. Þá hætta peningar að streyma jafnharðan úr landi, um leið og þeir verða til innan hagkerfisins.

Sem er að sjálfsögðu grundvöllur þess, að unnt verði að binda enda á fjármagnsþurrðina, stöðva hina hröðu og jafnframt stöðugu hrörnun hagkerfisins.

----------------------------------

Legg til að fólk fylgist með fréttum frá Grikklandi á sunnudagskvöld!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 1258
  • Frá upphafi: 849640

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1162
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband