Spænskar hagtölur staðfesta samdrátt á þessu ári!

Sjá hlekk á tölur frá hagstofu Spánar: Industrial Production Index (IPI). Bendi fólki á að fletta í gegnum það plagg, sem greinilega er á þessum slóða í enskri vefþýðingu svo enskan sums staðar er smá skrítin. En þetta skilst þó allt saman ágætlega, og gröfin sem og tölurnar mjög lýsandi.

Hérna er áhugaverð grein eftir Hans Werner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE
OF PAYMENTS CRISIS
.

Grein hans af mörgu leiti útskýrir af hverju þjóðverjar leggja svo mikla áherslu á að þjóðirnar í S-Evrópu skeri niður útgjöld, og eða taki neyðarlán í stað þess að taka lán í gegnum Seðlabanka Evrópu. En Seðlabanki Evrópu hefur notað í slík lán einna helst fé frá "Bundesbank" sem hefur haft fé aflögu, vegna þess að þýskir bankar hafa kosið að leggja fé þangað inn eftir að kreppan í Evrópu hófst, í stað þess að lána það til S-Evrópu. Þjóðverjar óttuðust þessa þróun, því hún leiddi til þess að "Bundesbank" var stöðugt að lenda í því að þurfa að taka við þeim bréfum sem löndin í S-Evr. voru að leggja fram sem mótveð, er þau voru að taka sér fé að láni í gegnum sitt útibú Seðlabanka Evrópu, sem tók það fé svo að láni frá "Bundesbank" og hann tók þá í staðinn þau bréf sem löndin í S-Evrópu lögðu fram. En efasemdir um raunverulegt virði þeirra bréfa hafa vaxið, og því ótti um að verulegt fjármagn tapist af eigin skattfé Þjóðverja - ef þessar lántökur verði ekki stöðvaðar. Óhætt að segja að komið hafi í ljós hönnunargalli í Seðlabankakerfi ESB í svokölluðu "Target 2" kerfi."

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

Lestur þessarar greinar bendir til þess að "Target 2" kerfið hafi í reynd bjargað evrusvæðinu frá mjög skyndilegu hruni, er krýsan hófst 2010.

Áhugaverð ræða formanns Bundesbank, önnur sýn: Rebalancing Europe

Sjá einnig skýrslu frá OECD sem kom út í dag: OECD Harmonised Unemployment Rates.

 

Það er ljóst að mjög erfitt verður fyrir spönsk stjv. að viðhalda hörðum niðurskurðar aðgerðum ofan í kreppu, þegar atvinnuleysi er nú komið í 23,6%.

Ljóst er að það mun aukast við aðgerðirnar, sennilega um einhvern fj. prósenta.

Spánn getur verið það land þ.s. mest hætta er á einhvers konar almennri uppreisn.

 

Martin Wolf er einnig með góða grein í dag, fyrir þá sem eru með aðgang að vefsvæði Financial Times: Why the Bundesbank is wrong

  1. Portúgal þarf að lækka kostnað með innri aðlögun um 35%, eða þarf sambærilega gengisfellingu.
  2. Grikkland, 30%.
  3. Spánn 20%.
  4. Ítalía 10-15%.
  5. Írland sé orðið samkeppnishæft.

Þarna vitnar Martin Wolf sjálfur í greiningu Goldman Sachs.

 

Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar að halda ræðu í spænska þinginu!

En þarna er hann að halda ræðu þ.s. hann fullvissar þingheim, um að Spánn muni ekki þurfa að leita sér aðstoðar á þessu ári!

Það eina sem kemur mér á óvart er að Portúgal þurfi í dag stærri aðlögun en Grikkland. En ímsir aðrir hafa einnig reiknað sama dæmi, og talið aðlögunarþörf Grikkland meiri en þarna kemur fram. Þörf Spánar sá ég nýlega reiknaða sem 20% miðað við alþjóðlega samkeppnishæfni en 30% miðað við hið ofursamkeppnishæfa Þýskaland. Sömu tölur fyrir Ítalíu voru 10% og 20%. En fyrir Portúgal 30% og 40%. Þar var Grikklandi sleppt.

Það er hið minnsta ljóst að löndin í S-Evrópu standa frammi fyrir mjög stífri aðlögunarkröfu - að þurfa að lækka kostnað með beinum launalækkunum.

Samtímis þurfa þau að skera niður útgjöld.

Launalækkunin mun minnka mjög neyslu - að auki skapa aukna erfiðleika hjá þeim hluta almennings sem skuldar, sbr. misgengi launa og lána.

Meðan, að störfum mun fækka hjá verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum innanlands.

Að auki, að niðurskurður ríkisins mun einnig fækka störfum, bæði vegna niðurskurðar keyptra verka af hálfu ríkisins af einkaaðilum, og vegna fækkunar starfa hjá ríkinu sjálfu.

Auk þess að beinar launalækkanir ríkisstarfsmanna auk þess lækkun lífeyrisgreiðsla mun draga úr neyslu bæði núverandi og fyrrum ríkisstarfsmanna.

Af þessu hlýst augljóslega aukinn hagkerfissamdráttur - sem leiðir til þess að hlutfall skulda spænska ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vex, rétt innan við 70% í dag.

Ef landsframleiðslan dregst saman um 10% næstu 2 ár, þá stækkar hlutfallið a.m.k. í um 80%.

Spurning hvort atvinnulausir fari í 30% fyrir rest?

 

Evrópskir markaðir réttu nokkuð við eftir tapið í gær:

  • "The FTSE 100 closed up 0.7pc at 5,634.74 points,
  • while the CAC added 0.6pc in Paris
  • and the German DAX rose 1pc.
  • In Italy, the FTSE MIB climbed 1.6pc
  • and the IBEX in Spain added 1.9pc."

En hækkuð vaxtakrafa á bréf sem ítölsk stjv. seldu í dag - sagði aðra sögu!

"The Treasury sold €8bn of one year bills at average interest rates of 2.84pc - more than double the 1.405pc seen at the last auction on March 13."

  • Þetta er líklega rétt markaðsverð meðan að í sl. mánuði hafi ítalskir bankar verið að kaupa fyrir "LTRO" peninga, þ.e. lánfé frá Seðlab. Evr. á 1% vöxtum. 
  • Þá græðir bankinn þó svo hann kaupi bréf til 1 árs á 1,4% vöxtum.
  • Sennilega skekktu LTRO peningarnir markaðinn.

En það að LTRO peningarnir séu búnir, getur verið næg ástæða þess að vaxtakrafa fyrir Spán og Ítalíu hafi nú hækkað aftur þessum mánuði miðað við mánuðuna tvo á undan.

Krafan lækkaði samt aftur í dag - aðeins, miðað við hápunktinn í gær:

"Italy's longer-term borrowing costs have fallen fairly sharply today. Yields on 10-year bonds are down nearly 0.25pc, at 5.463pc. Spanish benchmark yields are down 16 basis points, at 5.777pc."

Hvað sem ástand mála verður á morgun!

 

Niðurstaða

Evrukrýsan eins og ég sagði í gær, er aftur komin til baka. Spánn virðist standa frammi fyrir nær óleysanlegu verkefni. Það er að framkvæma innri aðlögun og niðurskurð samtímis. Slíkt framkallar tvöfalt samdráttar álag, ofan í ástand er þegar ríkir 23,6% atvinnuleysi á Spáni, og ofan í það að skv. spænskum hagtölum er efnhagssamdráttur staðfestur fyrstu 2 mánuði ársins.

Þetta er sannarlega áhugaverð félagsfræðileg tilraun - að auka atvinnuleysi og íta hressilega niður lífskjörum, í ástandi sem þegar er þetta slæmt.

Kannski er það Spánn eftir allt saman þar sem mestar líkur eru á einhvers konar uppreisn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 529
  • Frá upphafi: 847250

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband